Færslur: Holland

Handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ráðherra
Lögregla í Hollandi handtók um helgina fjóra menn grunaða um að hafa haft uppi ráðabrugg um að ræna dómsmálaráðherra Belgíu. Ráðherrann staðhæfir að eiturlyfjamafía hafi ætla að svipta hann frelsinu.
Verðþak á raforkukostnað hollenskra heimila
Hollensk stjórnvöld boða þak á rafmagnsreikninga landsmanna frá 1. janúar 2023, í því augnamiði að verja neytendur gegn ört hækkandi orkuverði. Hollenska fréttastöðin NOS greindi frá þessu á mánudag. Samkvæmt heimildum NOS á þakið að miðast við raforkuverð í Hollandi í ársbyrjun 2022, áður en Úkraínustríðið hófst. Ekki stendur til að setja þak á raforkuverðið frá orkufyrirtækjunum, heldur á rafmagnskostnað notenda, og ríkissjóður greiðir mismuninn.
Mladic alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Ratko Mladic, fyrrum æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Hollandi. Hann af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi.
Banna kjötauglýsingar af umhverfisástæðum
Borgaryfirvöld í Haarlem í Hollandi hafa bannað kjötauglýsingar á auglýsingaskiltum í eigu borgarinnar. Frá og með árinu 2024 má ekki auglýsa kjöt á strætisvögnum, biðskýlum og upplýsingaskjám sem borgin heldur úti.
07.09.2022 - 14:03
Rannsaka ólöglegt athæfi tengt ættleiðingum
Yfirvöld allmargra ríkja, þeirra á meðal Svíþjóðar og Danmerkur, hafa hrundið af stað rannsókn vegna gruns um ólöglegt athæfi tengt ættleiðingum barna frá útlöndum. Norðmenn kanna nú hvort ástæða sé til rannsóknar þarlendis.
Bera litla ábyrgð en þurfa að þola mestu afleiðingarnar
Leiðtogar Afríkuríkja kölluðu eftir því í gærkvöld að auðugari ríki heims fjármagni verkefni til að aðstoða hin fátækari við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Til stendur að afla 25 milljarða bandaríkjadala til að fjármagna þriggja ára verkefni til að styrkja landbúnað og innviðauppbyggingu.
06.09.2022 - 11:52
Minnst tvö látin eftir að vörubíl var ekið á hóp fólks
Að minnsta kosti tveir eru látnir og nokkrir slasaðir eftir að vöruflutningabíl var ekið á hóp fólks í götusamkvæmi í bænum Nieuw-Beijerland, sunnanvert í Hollandi síðdegis í dag. 
27.08.2022 - 22:15
Spánn: Skotmanni sem beið réttarhalda veitt dánaraðstoð
Öryggisverði, sem skaut og særði fjóra á Spáni í desember en lamaðist í viðureign við lögreglu, var heimilað að deyja í gær. Dómari heimilaði í ágúst að honum skyldi veitt dánaraðstoð.
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
3,5 tonn af kókaíni í ekvadorskum bananakössum
Lögregla í Ekvador lagði í gær hald á samtals 3,5 tonn af kókaíni í tveimur bananagámum, sem flytja átti til Evrópu. Annar gámurinn átti að fara til Bretlands en hitt til Rotterdam í Hollandi, samkvæmt upplýsingum ekvadorsku lögreglunnar.
Vatnsskortur í Hollandi og fólk hvatt til að spara vatn
Hollensk stjórnvöld lýstu yfir vatnsskorti í landinu í dag vegna mikillar þurrkatíðar. Afar lítið hefur rignt í landinu í allt sumar og hiti verið mikill. Engin úrkoma er í kortunum á næstu tveimur vikum.
04.08.2022 - 02:29
Örplast fannst í svína- og nautakjöti
Örplast greindist í fyrsta sinn í svína- og nautakjöti í forprófun vísindamanna við Vrije-háskóla í Amsterdam. Niðurstöðurnar voru birtar í dag en plastagnir fundust einnig í blóði svína og kúa á hollenskum býlum.
08.07.2022 - 14:48
Bændamótmæli í Hollandi
19 bændur og bændasynir handteknir
Lögregla í Hollandi handtók í gærkvöld 19 mótmælendur úr bændastétt, sem neituðu að fara að fyrirmælum um að fjarlægja dráttarvélar sínar og önnur farartæki sem þeir hafa notað til að loka allri umferð til og frá stórri dreifingarmiðstöð stórmarkaða í smábænum Bleiswijk skammt frá Rotterdam síðustu þrjá sólarhringa. Þeim var öllum sleppt þegar líða tók á nóttina.
08.07.2022 - 05:43
Hollensk bændamótmæli fámennari og friðsamlegri í gær
Hollenskir bændur héldu í gær áfram að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að skerða heimild þeirra til notkunar á köfnunarefnisáburði um allt að 70 prósent. Nokkur hundruð bændur tóku þátt í aðgerðum gærdagsins, sem voru hvorki jafn fjölmennar né harkalegar og dagana þar á undan.
Hörð átök hollenskra bænda og lögreglu
Hollenskir bændur hafa staðið fyrir hörðum mótmælaaðgerðum víðs vegar í Hollandi síðustu daga vegna hertrar löggjafar um köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Í gærkvöld sló í brýnu milli þeirra og lögreglu, sem greip til skotvopna til að skakka leikinn. Samkvæmt boðaðri löggjöf þurfa bændur að minnka notkun köfnunarefnisáburðar um allt að 70 prósent á næstu misserum, mest í nágrenni við náttúruverndarsvæði.
Þrettán handteknir vegna hraðbankasprenginga
Þrettán meðlimir hollensks gengis sem sakaðir eru um að sprengja hraðbanka í Þýskalandi hafa verið handteknir í Hollandi, Þýskalandi og Belgíu. Þetta segir í tilkynningu frá Europol.
29.06.2022 - 14:39
Fyrsta andlát vegna hvirfilbyls í Hollandi í 30 ár
Í það minnsta einn lést og tíu slösuðust þegar hvirfilbylur gekk yfir hollensku hafnarborgina Zierikzee í dag.
27.06.2022 - 15:50
Erlent · Evrópa · Veður · Holland
Stöðvuðu rússneskan njósnara á leið til Hollands
Hollenska leyniþjónustan segist hafa komið í veg fyrir að rússneskur njósnari fengi aðgang að Alþjóðasakamáladómstólnum. Maðurinn er sagður útsendari GRU, rússnesku leyniþjónustunnar, í gervi Brasilíumanns sem sækist eftir starfsnámi.
Ítreka ákall eftir öflugri vopnum til Úkraínu
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir Úkraínuher þurfa á mun fleiri og öflugri þungavopnum að halda og brýnir Vesturlönd til að svara kalli Úkraínumanna eftir slíkum búnaði. Forsætisráðherra Póllands tekur í sama streng og Úkraínuforseti ítrekaði í gærkvöldi ákall sitt eftir fleiri og öflugri vopnum.
Leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga handtekinn
Mexíkóska lögreglan handtók í dag hollenskan ríkisborgara, sem er grunaður um að vera leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir ríkissaksóknara í Mexíkóborg.
07.06.2022 - 04:20
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.
Senda rannsóknarteymi til Úkraínu
Utanríkisráðherrar Bretlands og Hollands tilkynntu í dag að sérfræðingar frá báðum löndum yrðu sendir til Úkraínu á næstunni til að taka þátt í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi í bænum Bucha.
29.04.2022 - 17:38
Fjölmenn mótmæli víðsvegar um veröldina
Hundruð þúsunda þyrptust út á götur borga heimsins í dag til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Fólk vafði sig úkraínska fánanum og bar spjöld með áletrunum á borð við „Rússar farið heim“ og „Enga þriðju heimsstyrjöld“.
Gíslatökumaðurinn í Amsterdam látinn af sárum sínum
Gíslatökumaður sem var í haldi lögreglu í Amsterdam höfuðborg Hollands lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Maðurinn sem var 27 ára hélt fólki í gíslingu klukkustundum saman í Apple-verslun í miðborginni en lögreglubifreið keyrði hann niður þegar hann lagði á flótta úr búðinni.
24.02.2022 - 01:56
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur