Færslur: Holland

Yfir 800 handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð
Yfir 800 voru handteknir víða um Evrópu eftir að evrópskar löggæslustofnanir náðu að hlera samskiptakerfi glæpamanna. Vopna- og fíkniefnaviðskipti fóru fram á samskiptakerfinu. Lagt var hald á yfir tvö tonn af eiturlyfjum, tugi skotvopna og jafnvirði rúmlega níu milljarða króna í reiðufé í aðgerðunum. 
03.07.2020 - 05:15
Rutte gat ekki fylgt móður sinni til hinstu hvílu
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gat ekki heimsótt móður sína á dánarbeðinum vegna heimsóknarhafta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðuneyti Ruttes greindi frá þessu í dag. Hann greindi frá því fyrr í dag að móðir hans, hin 96 ára gamla Mieke Rutte-Dilling, hafi látið lífið á dvalarheimili í Haag 13. maí. Þá voru um tveir mánuðir síðan öllum dvalarheimilum var lokað fyrir utanaðkomandi heimsóknum í Hollandi.
26.05.2020 - 02:11
Afkomendur fórnarlamba fá bætur frá hollenska ríkinu
Hollenska ríkið var dæmt til að greiða afkomendum ellefu manna sem voru drepnir í Indónesíu bætur. Mennirnir, sem voru flestir bændur, voru teknir af lífi af hollenskum hermönnum árin 1946 og 1947. Aftökurnar voru liður í tilraunum Hollands til að kveða niður sjálfstæðisbaráttu í Suður-Sulawesi héraði í Indónesíu.
28.03.2020 - 08:12
Helmingi verslunar lokað vegna COVID-19
Aðeins helmingur fataverslunarinnar Zeeman í bænum Baarle-Nassau á landamærum Belgíu og Hollands er opinn viðskiptavinum. Ástæðan er sú að húsnæði verslunarinnar er bæði í Hollandi og Belgíu, og vegna mismunandi reglna í löndunum af völdum kórónaveirufaraldursins er málum þannig háttað.
26.03.2020 - 05:57
Erlent · Evrópa · Holland · Belgía · COVID-19
Allt að 2.000 sagt upp störfum hjá KLM
Allt að tvö þúsund starfsmenn hollenska flugfélagsins KLM eiga á hættu að missa vinnuna. Auk þess kynnti fyrirtækið aðrar leiðir til að minnka kostnað vegna áhrifa COVID-19 veikinnar á starfsemi þess. AFP fréttastofan hefur eftir Pieter Elbers, framkvæmdastjóra KLM, að á næstu mánuðum verði 1.500 til 2.000 starfsmönnum sagt upp, auk þess sem aðrir starfsmenn verða beðnir um að minnka við sig vinnu. Auk þess verða sex Boeing 747 flugvélar félagsins kyrrsettar frá 1. apríl.
14.03.2020 - 00:34
Réttarhöld hafin vegna MH17
Í morgun hófust í Hollandi réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um morð á 298 manns sem fórust þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17. júlí 2014.
09.03.2020 - 10:29
Erlent · Asía · Evrópa · Holland · Rússland · Úkraína · Malasía
49 dóu úr COVID-19 á Ítalíu síðasta sólarhring
Ítölsk yfirvöld greindu frá því í kvöld að 49 manns hefðu látist síðasta sólarhringinn úr COVID-19 veikinni, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Alls hafa þá 197 fallið í valinn í COVID-19 faraldrinum á Ítalíu og rúmlega 4.600 smit verið staðfest. Hvergi utan Kína hafa svo mörg dauðsföll verið rakin til kórónaveirunnar sem veldur þessari skæðu pest og dánartíðnin er hvergi hærri, eða 4,25 prósent.
07.03.2020 - 01:56
Erlent · Asía · Evrópa · Heilbrigðismál · Ítalía · Íran · Holland · Spánn · Suður-Kórea · COVID-19
Lengsta brú í Evrópu fyrir hjólreiðafólk
Framkvæmdir eru hafnar í Hollandi við smíði brúar fyrir hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur sem verður hin lengsta sinnar tegundar í Evrópu. Brúin, sem verður 800 metra löng, á að vera tilbúin fyrir árslok.
05.03.2020 - 09:30
Gervigreind til að fylgjast með bótasvikum bönnuð
Hollenskur dómstóll hefur skipað ríkinu að hætta hið snarasta að nota eftirlitskerfi sem byggist á gervigreind til að fylgjast með bótasvikum. Dómstóllinn segir að kerfið brjóti mannréttindi almennra borgara. Talið er að dómurinn geti haft áhrif miklu víðar en bara í Hollandi. 
09.02.2020 - 10:45
Stefna Hollandi fyrir Mannréttindadóm vegna Srebrenica
Hópur kvenna sem missti ættingja í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníustríðinu í júlí 1995, þar sem yfir átta þúsund bosnískir múslimar voru myrtir á þremur dögum, hafa stefnt hollenskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna voðaverkanna.
Árásarmaðurinn reyndist ekki vera íslenskur
Fjölmiðlar greindu frá því að íslenskur maður hefði stungið mann í hálsinn fyrir utan bar á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar á laugardagskvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndist maðurinn hins vegar vera hollenskur. Sjónarvottur hafði lýst honum sem „stórum, tattúveruðum, íslenskum manni.“
05.12.2019 - 21:08
Ungmennin sem stungin voru í Haag ekki alvarlega særð
Ungmennin þrjú sem stungin voru með hnífi á aðalverslunargötunni í den Haag í kvöld hlutu öll minniháttar meiðsli og hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsinu, þar sem gert var að sárum þeirra. Maður vopnaður hnífi réðist á ungmenni í verslun í einni helstu verslunargötu hollensku borgarinnar den Haag í kvöld og náði að særa þrjú ungmenni, öll undir átján ára aldri, áður en hann komst undan á hlaupum.
30.11.2019 - 01:18
Myndskeið
Níu ára að ljúka prófi í vélaverkfræði
Níu ára belgískur drengur lýkur í næsta mánuði prófi í vélaverkfræði frá tækniháskólanum í Eindhoven í Hollandi. Hann tók þriggja ára námsefni á níu mánuðum.
22.11.2019 - 16:53
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Holland
Hlaðvarpshlustendur koma lögreglu á sporið
Hlaðvarp lögreglunnar í Hollandi bar þegar árangur í fyrsta þætti eftir að vísbendingar bárust henni um nærri þrjátíu ára gamalt mál sem fjallað var um í þættinum. Lík manns fannst undir rafmagnsteppi aðeins nokkrum metrum frá vegakanti umferðaþungrar götu í Hollandi í ágúst árið 1991. Líkið var orðið það rotið að ómögulegt var að bera kennsl á það. Fjöldi stungusára var í bringu mannsins.
22.11.2019 - 06:38
25 flóttamönnum bjargað úr kæligámi
25 flóttamenn fundust á lífi í kæligámi í flutningaskipi á leið frá Hollandi til Bretlands í gær. Skipinu var snúið við til Hollands um leið og fólkið fannst í gámnum, segir í yfirlýsingu viðbragðsaðila. Fólkinu var veitt læknisaðstoð, þar af var tveimur komið á sjúkrahús vegna gruns um ofkælingu.
20.11.2019 - 04:40
Eurovision verður í Rotterdam 2020
Hollenska borgin Rotterdam hefur verið valin til þess að halda Eurovision á næsta ári. Á næsta ári er söngvakeppnin haldin í 65 sinn og fer fram dagana 12, 14 og 16. maí.
30.08.2019 - 10:48
Fyrirtæki flytja vegna Brexit
Nærri eitt hundrað fyrirtæki hafa flutt höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi til Hollands eða sett þar upp skrifstofur til að vera innan Evrópusambandsins þegar Bretar ganga úr því. Þetta sagði Jeroen Nijland, forsvarsmaður utanríkisviðskiptastofnunar Hollands, í morgun.
26.08.2019 - 09:07
Erlent · Evrópa · Bretland · Holland · Brexit
Dauðsföllum í Hollandi fjölgaði í hitabylgju
Dánartíðni í Hollandi jókst í hitabylgjunni sem reið yfir landið í síðasta mánuði. Hitamet frá 1944 féll 25. júlí þegar hitinn fór í 40,4 gráður. Hagstofa Hollands greindi frá því í dag að 2.964 hafi látist í vikunni 22. til 27. júlí. Það eru 400 fleiri dauðsföll en að meðaltali vikulega yfir sumartímann.
09.08.2019 - 17:41
Aldrei heitara í Belgíu
Hitinn fór í 38,9 stig í Belgíu í dag og er það mesti hiti sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga. Hitamet hafa einnig fallið í Hollandi og í suðurhluta landsins náði hitinn 38,8 stigum.
24.07.2019 - 13:39
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Holland
Eurovision ekki í Amsterdam 2020
Borgaryfirvöld í Amsterdam, höfuðborg Hollands, hafa dregið umsókn sína um að halda Eurovision árið 2020 til baka. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, lýsir þessu yfir í bréfi til borgarráðs.
09.07.2019 - 10:22
Greiða fórnarlömbum helfararinnar skaðabætur
Hollensku járnbrautirnar ætla að greiða fólki og afkomendum þess sem flutt var með lestum fyrirtækisins í fanga- og útrýmingarbúðir nasista tugi milljóna evra í skaðabætur. Nasistar borguðu fyrirtækinu háar fjárhæðir fyrir flutningana á sínum tíma.
26.06.2019 - 22:40
Mislingar í strangtrúuðu hollensku þorpi
Hollensk heilbrigðisyfirvöld glíma nú við mislingafaraldur í strangtrúuðu fiskiþorpi í norðurhluta landsins, á svæði sem kallað hefur verið „Biblíubelti“ landsins. Þar eru flestir íbúar mótmælendatrúar og fjöldi þeirra sem bólusettur er fyrir sjúkdómnum með því lægsta sem þekkist í landinu.
25.06.2019 - 21:00
Rússar segja ásakanir vegna MH17 tilhæfulausar
Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harkalega niðurstöðu alþjóðlegrar rannsóknarnefndar vegna flugvélarinnar MH17 sem skotin var niður fyrir fimm árum. Þeir segja niðurstöðurnar algjörlega tilhæfulausar og markmiðið að sverta orðspor Rússa á alþjóðavettvangi.
19.06.2019 - 15:52
Hafnar ábyrgð aðskilnaðarsinna vegna MH17
Rússinn Igor Girkin, einn fjögurra sem ákærðir hafa verið fyrir að skjóta niður flugvélina MH17 árið 2014, hafnar því að úkraínskir aðskilnaðarsinnar hafi átt nokkurn hlut að máli.
19.06.2019 - 12:08
Portúgal vann Þjóðadeildina
Í kvöld áttust Hollendingar og Portúgalir við í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og lauk leiknum með sigri þeirra síðarnefndu þökk sé marki Gonçalo Guedes. Evrópumeistarar Portúgala eru fyrsta þjóðin sem sigrar keppnina.
09.06.2019 - 20:34