Færslur: Holland

Tímamót
Þrettán ár frá ræðu Geirs og upphafi Icesave-deilunnar
Í dag eru þrettán ár frá því að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland í lok ræðu um yfirvofanda erfiðleika vegna fjármálakreppunnar. Ísland. Nánast samtímis hófst hörð deila milli Íslendinga, Breta og Hollendinga sem kennd var við Icesave.
06.10.2021 - 21:55
Eftirlit hert með forsætisráðherra Hollands
Hollenska lögreglan óttast að Mark Rutte forsætisráðherra kunni að verða rænt eða að eiturlyfjagengi ráðist á hann. Hann hefur til þessa farið flestra sinna ferða á hjóli án þess að lífverðir séu með í för. Morð á rannsóknarblaðamanni og lögmanni sem tengdust réttarhöldum gegn glæpahópnum Mocro Mafia hafa orðið til þess að yfirvöld hafa áhyggjur af öryggi forsætisráðherrans.
27.09.2021 - 17:20
Ráðherrar segja af sér í Hollandi
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Hollands hafa sagt af sér vegna mistaka sem gerð voru þegar hollenska herliðið var flutt frá Afganistan á dögunum. Margir afganskir túlkar og aðrir starfsmenn hersins urðu eftir þegar flugvöllurinn í Kabúl lokaðist. 
17.09.2021 - 15:57
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Holland · Afganistan
Utanríkisráðherra Hollands segir af sér
Sigrid Haag, utanríkisráðherra Hollands, sagði af sér fyrr í dag. Embætti ráðherrans hefur verið harðlega gagnrýnt af þingmönnum fyrir að hafa staðið illa að brottflutningi fólks frá Afganistan eftir valdtöku Talíbana. Tillaga um vantraust á ráðherrann var samþykkt í þinginu með 78 atkvæðum gegn sjötíu og tveimur.
16.09.2021 - 20:10
Formúluaðdáandi tekinn í misgripum fyrir mafíósa
Lögmaður Breta á sextugsaldri sem var handtekinn í misgripum fyrir alræmdan ítalskan mafíuforingja í Hollandi kallar eftir því að yfirvöld á Ítalíu dragi handtökuskipun hans til baka. Á meðan yfirvöld gera það ekki er málið gegn formúluaðdáandanum sem í fjölmiðlum er nefndur Mark L. enn opið.
14.09.2021 - 06:22
Íhuga að auðvelda afkomendum þræla að skipta um nafn
Borgaryfirvöld í Utrecht í Hollandi íhuga nú hvort rétt sé að þau greiði fyrir þá afkomendur þræla sem vilja breyta eftirnafni sínu. Á nýlendutímanum voru margir þrælar látnir taka upp eftirnafn eigenda sinna, plantekranna, eða afbrigði af hollenskum eftirnöfnum.
12.09.2021 - 06:51
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Láta af brottvísunum afganskra hælisleitenda
Hollensk og þýsk stjórnvöld munu ekki senda afganska hælisleitendur aftur til síns heima næstu sex mánuði. Þessi stefnubreyting er tilkomin vegna þess hve mörgum svæðum í Afganistan uppreisnarmenn talibana hafa náð að sölsa undir sig.
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Hollenski blaðamaðurinn látinn
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries, sem hefur legið milli heims og helju eftir að hafa verið skotinn í höfuðið í miðborg Amsterdam í síðustu viku, er látinn að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans.
15.07.2021 - 12:39
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15
Rutte biðst afsökunar á ótímabærri opnun samfélagsins
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, baðst í gær afsökunar á því dómgreindarleysi sem hann sýndi af sér þegar hann tók þá ótímabæru ákvörðun að afnema að mestu allar sóttvarnatengdar lokanir og takmarkanir í landinu fyrir þremur vikum. Kórónaveirusmitum hefur fjölgað hratt síðan og hafa ekki verið fleiri á þessu ári en þau eru nú. Er þetta einkum rakið til samspils tveggja þátta; opnunar allra veitinga- og skemmtistaða og tilkomu hins bráðsmitandi Delta-afbrigðis kórónaveirunnar.
13.07.2021 - 04:34
Holland
Felldu niður þátt í beinni vegna alvarlegra hótana
Stjórnendur hollensku RTL-sjónvarpsstöðvarinnar aflýstu í kvöld laugardagsútgáfunni af magasínþættinum RTL Boulevard vegna hótana sem stöðinni bárust. Myndver stöðvarinnar í miðborg Amsterdam var rýmt í framhaldinu af öryggisástæðum.
11.07.2021 - 00:56
Hollenskur blaðamaður við dauðans dyr eftir skotárás
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries liggur milli heims og helju á gjörgæsludeild í Amsterdam eftir að hann var skotinn í höfuðið að kvöldi þriðjudags. Skotið var á de Vries um klukkan 19.30 að staðartíma, skömmu eftir að hann tók þátt í umræðum í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni RTL. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið fimm sinnum og eitt skotið fór í höfuð blaðamannsins.
Lagt hald á kókaín og reiðufé í Hollandi
Lögregla í Hollandi lagði hald á nærri þrjú tonn af kókaíni og 11,3 milljónir evra í reiðufé á bóndabæ nærri Schiphol flugvelli í Amsterdam í síðustu viku. Auk þess var lagt hald á sex byssur, hljóðdeyfa og byssuskot, hefur Deutshce Welle eftir yfirlýsingu lögreglunnar.
30.06.2021 - 06:46
Mark Rutte vill reka Ungverja úr ESB
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, telur að Ungverjar eigi ekki heima í Evrópusambandinu vegna nýrra laga sem banna fræðslu um hinsegin fólk í skólum landsins. Hann lýsti þessu yfir við fréttamenn þegar hann kom til leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í dag. Rutte bætti því við að hann einn gæti ekki ákveðið að vísa Ungverjum úr Evrópusambandinu. Hinir leiðtogarnir tuttugu og sex yrðu að vera sama sinnis. Málið yrði að leysa skref fyrir skref.
24.06.2021 - 14:23
Slakað á samkomutakmörkunum í Hollandi
Frá og með tuttugasta og sjötta júní næstkomandi verður slakað mjög á samkomutakmörkunum í Hollandi. Mark Rutte forsætisráðherra greindi frá þessu í dag.
Aðgerðin ein sú stærsta á sviði dulkóðaðra glæpa
Löggæslustofnanir í nítján löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Ástralíu, og á Norðurlöndunum framkvæmdu á dögunum eina viðamestu og flóknustu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið á sviði dulkóðaðrar glæpastarfsemi. Um átta hundruð voru handteknir.
08.06.2021 - 09:52
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Síðasti dagur kosninga í Hollandi
Kjörstaðir voru opnaði í morgun á þriðja og síðasta degi þingkosninga sem fram fara í Hollandi. Í kosningunum í gær og fyrradag var einkum tryggt að aldraðir, veikburða og sjúkir gætu kosið á völdum stöðum, en í dag fá allir aðrir að kjósa.
17.03.2021 - 08:33
Þingkosningar hafnar í Hollandi
Þriggja daga þingkosningar eru hafnar í Hollandi. þrátt fyrir harðar aðgerðir til að halda aftur af COVID-19 faraldrinum, svo sem útgöngubann að nóttu til. Því er spáð að Mark Rutte forsætisráðherra og flokkur hans haldi velli.
15.03.2021 - 07:27
Óeirðarlögregla stöðvaði mótmæli í Hollandi
Hollenska lögreglan beitti öflugri vatnsbyssu til þess að kveða niður mótmæli í Haag í gær. Um tvö þúsund voru saman komin til þess að mótmæla aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Óeirðarlögregla var kölluð út til þess að kveða niður mótmælin. Nokkrir voru handteknir að sögn fréttastofu BBC.
15.03.2021 - 06:21