Færslur: Holland

Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.
Senda rannsóknarteymi til Úkraínu
Utanríkisráðherrar Bretlands og Hollands tilkynntu í dag að sérfræðingar frá báðum löndum yrðu sendir til Úkraínu á næstunni til að taka þátt í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi í bænum Bucha.
29.04.2022 - 17:38
Fjölmenn mótmæli víðsvegar um veröldina
Hundruð þúsunda þyrptust út á götur borga heimsins í dag til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Fólk vafði sig úkraínska fánanum og bar spjöld með áletrunum á borð við „Rússar farið heim“ og „Enga þriðju heimsstyrjöld“.
Gíslatökumaðurinn í Amsterdam látinn af sárum sínum
Gíslatökumaður sem var í haldi lögreglu í Amsterdam höfuðborg Hollands lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Maðurinn sem var 27 ára hélt fólki í gíslingu klukkustundum saman í Apple-verslun í miðborginni en lögreglubifreið keyrði hann niður þegar hann lagði á flótta úr búðinni.
24.02.2022 - 01:56
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Minnst ellefu fórust í storminum Eunice
Stormurinn Eunice, sem gekk yfir sunnanvert Bretland og norðanvert Frakkland, Þýskaland, Holland og Belgíu á föstudag hefur kostað minnst ellefu mannslíf. Þrennt fórst á Englandi, fjögur í Hollandi, tveir í Þýskalandi og einn i hvoru um sig Írlandi og Belgíu. Flest hinna látnu dóu þegar þau ýmist lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum eða óku á fallin tré. Tilkynnt hefur verið um fjölda slysa vegna veðurofsans en stormurinn er með þeim verstu sem skollið hefur á Bretlandseyjum í áratugi.
19.02.2022 - 03:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Bretland · Holland · Belgía · Írland · Óveður · Stormur
Stöðvuðu þjófa með 26 stolnar bréfadúfur
Lögregla í Hollandi greindi frá því í gær að hún hefði handtekið þrjá grunaða dúfnaþjófa, sem gripnir voru glóðvolgir með fiðraðan feng sinn: 26 belgískar bréfadúfur.
08.02.2022 - 05:58
Sjónvarpsfrétt
Vilja taka sögufræga brú í sundur fyrir Jeff Bezos
Íbúar í Rotterdam í Hollandi eru margir hverjir uggandi yfir því að skipasmíðafyrirtæki hafi sótt um leyfi til að taka sögufræga brú í sundur. Það á að gera til að koma snekkju eins ríkasta manns heims út á Norðursjó.
05.02.2022 - 20:00
Dreginn í burtu í miðri útsendingu
Öryggisvörður við Ólympíuleikana í Peking gekk inn í beina útsendingu hollenskrar sjónvarpsstöðvar og dró fréttamann í burt. Ekki er ljóst hvers vegna hann var dreginn í burtu, en sjónvarpsstöðin NOS Nieuws greindi frá því á Twitter að fréttamaðurinn, Sjoerd den Daas, sé við fína heilsu og hafi náð að klára fréttina.
05.02.2022 - 14:03
Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Laumufarþegi komst frá Kenía til Hollands
Laumufarþegi sem kom til Schiphol flugvallar í Hollandi í gær með þotu frá Cargolux er 22 ára Keníamaður, að því er hollenska herlögreglan greindi frá í dag. Honum tókst að fela sig í hjólahólfi þotunnar þegar hún kom frá Suður-Afríku með millilendingu í Naíróbí í Kenía. Með ólíkindum þykir að hann hafi komist lifandi úr slíkri svaðilför.
24.01.2022 - 14:18
Laumufarþegi í hjólahólfi þotu lifði svaðilförina af
Sá fágæti atburður varð á sunnudag að laumufarþegi, sem kom sér fyrir í hjólahólfi flutningaþotu á leið frá Suður Afríku til Hollands, komst lifandi frá þessari svaðilför sinni. Herlögregla á Schiphol-flugvelli í Amsterdam greindi frá því í gær að maðurinn, sem faldi sig í hjólahólfinu sem geymir nefhjól þotunnar, hefði verið fluttur á sjúkrahús og að líðan hans væri eftir atvikum góð.
24.01.2022 - 02:52
Bjóða hárgreiðslu og hreyfingu á hollenskum söfnum
Nýlunda var tekin upp á söfnum og tónleikasölum víðsvegar um Holland í dag þegar almenningi var boðið að þiggja þar klippingu eða stunda líkamsrækt. Yifrvöld skipuðu stöðunum umsvifalaust að láta af athæfi sínu.
Líkur leiddar að hver sveik Önnu Frank í hendur nasista
Ný rannsókn hefur leitt í ljós hver það kann að hafa verið sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista árið 1945. Hún lést í fangabúðum fimmtán ára að aldri en dagbók hennar er einhver þekktasta frásögn stríðsáranna.
18.01.2022 - 06:45
Fjögurra ára belgískur drengur fannst látinn í Hollandi
Hollenska lögreglan fann í kvöld lík Dean Verberckmoes, fjögurra ára gamals belgísks drengs sem leitað hafði verið í fimm daga. Lík drengsins fannst á eynni Neeltje Jans sem er hluti Oosterschelde-flóðavarnargarðsins.
18.01.2022 - 01:11
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Þúsundir mótmæltu takmörkunum þrátt fyrir bann
Þúsundir söfnuðust saman í miðborg Amsterdam, höfuðborgar Hollands, í dag til að mótmæla sóttvarnareglum í trássi við bann stjórnvalda gegn mótmælunum.
02.01.2022 - 14:12
Kókaínið streymir til Rotterdam
Tollverðir í Rotterdam í Hollandi hafa að undanförnu lagt hald á 1,6 tonn af kókaíni sem kom til landsins í vörugámum frá Suður-Ameríku. Söluandvirði efnisins er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna.
Krefjast lífstíðardóms vegna árásinnar á flug MH17
Saksóknarar í Hollandi krefjast lífstíðardóms yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á því að farþegaþota Malasaya Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.
22.12.2021 - 13:45
Strangar takmarkanir í Hollandi yfir hátíðarnar
Yfirvöld í Hollandi hafa kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem tekur gildi á sunnudag og verður í gildi yfir hátíðarnar. Þá verður meirihluta verslana lokað í landinu, ásamt krám, líkamsræktarstöðvum og fleiri fjölförnum stöðum. Samkvæmt reglunum verður aðeins leyfilegt að bjóða tveimur gestum, eldri en 13 ára, inn á heimili sitt, en fjórir gestir verða leyfðir á hátíðisdögum. Skólar í landinu verða lokaðir til 9. janúar.
Mátti ekki líkja takmörkunum við helförina
Dómstóll í Hollandi hefur gert Thierry Baudet, leiðtoga hægriflokksins FvD, að eyða Twitter-færslum þar sem hann bar kórónuveirutakmarkanir saman við helförina. Baudet þarf að eyða færslunum innan tveggja sólarhringa eða sæta dagsektum upp á 25 þúsund evrur.
16.12.2021 - 08:18
Konungsfjölskylda í kröppum kórónuveirudansi
Hollenska konungsfjölskyldan kveðst sjá eftir þeirri ákvörðun að bjóða 21 gesti til átján ára afmælisveislu Amalíu krónprinsessu síðastliðinn laugardag. Það er þvert á samkomutakmarkanir sem í gildi eru í landinu þar sem aðeins má taka á móti fjórum gestum eldri en þrettán ára.
16.12.2021 - 00:19
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Frjálslyndi Hollendinga kennt um útbreiðslu COVID-19
Holland er eitt þeirra landa sem hvað verst hefur orðið úti í kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar telja að ástæður þess megi rekja til ríkrar hefðar fyrir einstaklingsfrelsi og samfélagsábyrgð í landinu.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.