Færslur: Holland

Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Hollenski blaðamaðurinn látinn
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries, sem hefur legið milli heims og helju eftir að hafa verið skotinn í höfuðið í miðborg Amsterdam í síðustu viku, er látinn að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans.
15.07.2021 - 12:39
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15
Rutte biðst afsökunar á ótímabærri opnun samfélagsins
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, baðst í gær afsökunar á því dómgreindarleysi sem hann sýndi af sér þegar hann tók þá ótímabæru ákvörðun að afnema að mestu allar sóttvarnatengdar lokanir og takmarkanir í landinu fyrir þremur vikum. Kórónaveirusmitum hefur fjölgað hratt síðan og hafa ekki verið fleiri á þessu ári en þau eru nú. Er þetta einkum rakið til samspils tveggja þátta; opnunar allra veitinga- og skemmtistaða og tilkomu hins bráðsmitandi Delta-afbrigðis kórónaveirunnar.
13.07.2021 - 04:34
Holland
Felldu niður þátt í beinni vegna alvarlegra hótana
Stjórnendur hollensku RTL-sjónvarpsstöðvarinnar aflýstu í kvöld laugardagsútgáfunni af magasínþættinum RTL Boulevard vegna hótana sem stöðinni bárust. Myndver stöðvarinnar í miðborg Amsterdam var rýmt í framhaldinu af öryggisástæðum.
11.07.2021 - 00:56
Hollenskur blaðamaður við dauðans dyr eftir skotárás
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries liggur milli heims og helju á gjörgæsludeild í Amsterdam eftir að hann var skotinn í höfuðið að kvöldi þriðjudags. Skotið var á de Vries um klukkan 19.30 að staðartíma, skömmu eftir að hann tók þátt í umræðum í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni RTL. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið fimm sinnum og eitt skotið fór í höfuð blaðamannsins.
Lagt hald á kókaín og reiðufé í Hollandi
Lögregla í Hollandi lagði hald á nærri þrjú tonn af kókaíni og 11,3 milljónir evra í reiðufé á bóndabæ nærri Schiphol flugvelli í Amsterdam í síðustu viku. Auk þess var lagt hald á sex byssur, hljóðdeyfa og byssuskot, hefur Deutshce Welle eftir yfirlýsingu lögreglunnar.
30.06.2021 - 06:46
Mark Rutte vill reka Ungverja úr ESB
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, telur að Ungverjar eigi ekki heima í Evrópusambandinu vegna nýrra laga sem banna fræðslu um hinsegin fólk í skólum landsins. Hann lýsti þessu yfir við fréttamenn þegar hann kom til leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í dag. Rutte bætti því við að hann einn gæti ekki ákveðið að vísa Ungverjum úr Evrópusambandinu. Hinir leiðtogarnir tuttugu og sex yrðu að vera sama sinnis. Málið yrði að leysa skref fyrir skref.
24.06.2021 - 14:23
Slakað á samkomutakmörkunum í Hollandi
Frá og með tuttugasta og sjötta júní næstkomandi verður slakað mjög á samkomutakmörkunum í Hollandi. Mark Rutte forsætisráðherra greindi frá þessu í dag.
Aðgerðin ein sú stærsta á sviði dulkóðaðra glæpa
Löggæslustofnanir í nítján löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Ástralíu, og á Norðurlöndunum framkvæmdu á dögunum eina viðamestu og flóknustu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið á sviði dulkóðaðrar glæpastarfsemi. Um átta hundruð voru handteknir.
08.06.2021 - 09:52
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Síðasti dagur kosninga í Hollandi
Kjörstaðir voru opnaði í morgun á þriðja og síðasta degi þingkosninga sem fram fara í Hollandi. Í kosningunum í gær og fyrradag var einkum tryggt að aldraðir, veikburða og sjúkir gætu kosið á völdum stöðum, en í dag fá allir aðrir að kjósa.
17.03.2021 - 08:33
Þingkosningar hafnar í Hollandi
Þriggja daga þingkosningar eru hafnar í Hollandi. þrátt fyrir harðar aðgerðir til að halda aftur af COVID-19 faraldrinum, svo sem útgöngubann að nóttu til. Því er spáð að Mark Rutte forsætisráðherra og flokkur hans haldi velli.
15.03.2021 - 07:27
Óeirðarlögregla stöðvaði mótmæli í Hollandi
Hollenska lögreglan beitti öflugri vatnsbyssu til þess að kveða niður mótmæli í Haag í gær. Um tvö þúsund voru saman komin til þess að mótmæla aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Óeirðarlögregla var kölluð út til þess að kveða niður mótmælin. Nokkrir voru handteknir að sögn fréttastofu BBC.
15.03.2021 - 06:21
Fleiri ríki hætta notkun bóluefnis AstraZeneca
Hollendingar og Írar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem ætla að hætta notkun bóluefna við kórónuveirunni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca. Hollenska stjórnin sagðist í gær ætla að slá öllum bólusetningum með efninu á frest í tvær vikur. 
15.03.2021 - 05:55
Landinn
Nuddari í mongólsku tjaldi
Á bænum Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð í Eyjafirði stendur mongólskt tjald, eða yurt. Í tjaldinu er rekin nuddstofa og nuddarinn er frá Hollandi.
17.02.2021 - 09:43
Innlent · Mannlíf · landinn · eyjafjörður · nudd · Holland
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Stelur frá Louvre til að mótmæla nýlendustefnu
Stærstu söfn Evrópu gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Hollendingar hafa heitið því að skila stolnum listmunum en kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala með því að stela gripunum aftur til baka.
16.02.2021 - 20:00
Útgöngubann í Hollandi dæmt ólöglegt
Dómstóll í Hollandi skipaði stjórnvöldum í dag að aflétta þegar í stað útgöngubanni, sem komið var á til að stöðva útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar. Dóminum verður áfrýjað. Landsmenn eru áfram hvattir til að halda sig heima um kvöld og nætur. 
16.02.2021 - 16:43
Þúsundir starfsmanna Heineken missa vinnuna
Hollensku Heineken bjórverksmiðjurnar hyggjast segja upp um átta þúsund manns á næstunni vegna rekstrarerfiðleika. Tap var á rekstri fyrirtækisins í fyrra þar sem loka þurfti fjölmörgum börum og krám vegna COVID-19 faraldursins. 
10.02.2021 - 16:02
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Útgöngubann framlengt í Hollandi
Hollensk stjórnvöld framlengdu í dag reglur um útgöngubann, sem áttu að falla úr gildi á morgun. Útgöngubann frá níu að kvöldi til hálf fimm að morgni hefur verið í gildi í Hollandi um rúmlega tveggja vikna skeið. Í stað þess að láta það renna út, eins og til stóð, ákvað ríkisstjórnin að halda reglunum óbreyttum til 3. mars hið minnsta.
09.02.2021 - 01:22