Færslur: Hlaup úr Grímsvötnum

Myndbönd
Sigdældir myndast við Grímsfjall
Við hlaupið úr Grímsvötnum, sem hófst fyrir tæpum þremur vikum, hefur myndast 60 metra djúpur og tæplega 600 metra breiður sigketill suðaustur af Grímsfjalli. Austan við fjallið myndaðist að auki 1300 metra löng og 600 metra breið sigdæld. Sprungur hafa myndast á ferðaleið austan við Grímsfjall og er enn varað við ferðum á þeim slóðum.
Tíu Mývötn hlaupið úr Grímsvötnum
Um einn rúmkílómetri af vatni hefur hlaupið úr Grímsvötnum frá því að hlaupið hófst fyrir um tveimur vikum. Það er meira en tífalt rúmmál Mývatns.
Morgunvaktin
Þverrandi líkur á eldgosi í Grímsvötnum
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að líkur á eldgosi í Grímsvötnum í kjölfar hlaups fari þverrandi. Skjálftavirkni seinasta sólarhringinn hefur minnkað. Fluglitakóði verður líklega endurskoðaður.
Sjónvarpsfrétt
Rennslið 28-falt í Gígjukvísl miðað við venjulega
Hlaupið úr Grímsvötnum náði sennilega hámarki sínu í dag. Rennsli í Gígjukvísl mældist um 2.800 rúmmetrar á sekúndu í mælingu sem var gerð í morgun, sem er um tuttugu-og-áttfalt rennsli miðað við venjulegt árferði. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er farið að hægja á sigi íshellunnar í Grímsvötnum en hún hefur sigið um tæpa 74 metra síðan hlaupið hófst.
05.12.2021 - 19:49
Hlaupið ryður grjóti frá brúarstólpum
Rennsli í Gígjukvísl hefur aukist mikið síðustu daga í jökulhlaupinu úr Grímsvötnum. Þess er nú farið að sjá merki ekki aðeins í vatnshæð við brúna yfir Gígjukvísl heldur líka við stólpa hennar.
05.12.2021 - 11:51
Íshellan hefur sigið um 70 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 70 metra á einni og hálfri viku. Sigið hefur verið langmest síðasta rúma sólarhringinn, frá miðnætti aðfaranótt laugardags, en á þeim tíma hefur íshellan sigið um 40 metra.
05.12.2021 - 10:02
Íshellan sigið hratt í dag og rennslið að aukast
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur hún nú sigið um rúmlega 50 metra á tíu dögum, þar af rúmlega 20 frá því á miðnætti.
Íshellan sigið um 40 metra en enginn gosórói
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga á sama tíma og rennsli eykst í Gígjukvísl. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir erfitt að spá fyrir um hvort gos fylgi hlaupi.
04.12.2021 - 12:46
Íshellan sígur enn og rennslið eykst í Gígjukvísl
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga. Á rúmri viku hefur hún sigið um tæplega 24 metra. Á sama tíma er hlaupvatnið að skila sér undan jöklinum og niður í farveg Gígjukvíslar þar sem rennsli og leiðni eykst jafnt og þétt.
Tífalt rennsli og grannt fylgst með skjálftavirkni
Rafleiðni og rennsli í Gígjukvísl fer vaxandi en búist er við að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki á sunnudag. Rennsli í Gígjukvísl er nú tífalt miðað við árstíma. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar eru aðstæður með þeim hætti að Grímsvötn eru tilbúin að gjósa. Grannt verður því fylgst með skjálftavirkni á svæðinu sem líklega yrði fyrirboði eldgoss.