Færslur: hjartasjúkdómar

Maður sem fékk ígrætt svínshjarta er látinn
Bandaríkjamaðurinn David Bennett sem var fyrsti líffæraþeginn til að fá grætt í sig hjarta úr erfðabreyttu svíni er látinn. Tveir mánuðir eru síðan hann fékk hjartað grætt í sig.
Engar vísbendingar um tengsl bóluefna við hjartastopp
Talsverð umræða hefur sprottið upp vegna tilfella þar sem íþróttamenn hafa hnigið niður, og jafnvel andast á vellinum eða á æfingum. Þegar breski knattspyrnumaðurinn John Fleck hneig niður í leik Sheffield United gegn Reading velti fyrrverandi leikmaður því fyrir sér í spjallþætti hvort Fleck væri búinn að fá bóluefni gegn COVID. Klippt var á útsendinguna, enda ekkert sem bendir til þess að bólusetningar hafi nokkuð með líkamlegt ástand íþróttamanna að gera.
Fréttaskýring
Framtíðarheilsa þjóðarinnar: Sykursýki rýkur upp
Nýgengi sykursýki 2 hefur rokið upp á Íslandi undanfarin ár, einkum hjá yngra fólki. Rúmlega tvöfalt fleiri eru með sjúkdóminn nú en fyrir 15 árum. Á sama tíma vegnar þeim sem fá hjartasjúkdóma betur en áður og færri deyja. Óvissa ríkir um hvernig heilsufar þjóðarinnar og lífslíkur hafa þróast og eiga eftir að þróast næstu árin því rannsóknir skortir.
Morgunvaktin
Skurðaðgerðum ítrekað frestað - „Verðum að leysa þetta“
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, segir að ítrekað þurfi að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum vegna álags á spítalanum. Hann segir stöðuna á gjörgæsludeild vera hörmulega og aðeins sé tímaspursmál hvenær sjúklingur láti lífið vegna langrar biðar eftir skurðaðgerð.
Viðtal
Snjallforrit fylgist með heilsu hjartasjúklinga
Stafrænu eftirliti með fjarvöktun og fjarstuðningi við hjartasjúklinga er ætlað að stuðla að því að fólk taki virkari þátt í eigin meðferð en eftir núverandi kerfi. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að bráðainnlögnum á sjúkrahús fækki.
Myndskeið
Íslenskt smáforrit til hjálpar hjartveikum
Snjalltækni verður brátt beitt til að bæta líðan hjartveikra. Íslenskir læknar vinna nú að gerð smáforrits sem á að hjálpa fólki til að halda sig á beinu brautinni, taka lyfin á réttum tíma, hreyfa sig reglulega og borða hollan mat.