Færslur: Hinsegin fólk

Myndskeið
Fóru í eigin gleðigöngu í stað stóru göngunnar
Hinsegin dagar voru sannarlega hinsegin í ár. Fólk fór í eigin gleðigöngur og skreytti húsin sín en fannst það vera að missa af geggjuðu partíi sem var samt ekki í gangi.
08.08.2020 - 20:04
Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.
„Get ímyndað mér að ég fengi möguleikana karl og karl“
Stofnanir og fyrirtæki hafa sex mánuði til að verða við kröfum laga um kynrænt sjálfræði sem nú eru orðin eins árs. Þar á meðal eru kvaðir um að bjóða upp á hlutlausa kynskráningu. Samtökin 78 og Trans Ísland hafa ráðist í átak til að leiðbeina fyrirtækjum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ugla Stefanía ræddu átakið á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Ólöglegt að reka fólk vegna kynhneigðar
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að það stríddi gegn alríkislögum um mannréttindi að reka fólk úr starfi vegna kynhneigðar. Að sögn bandarískra fjölmiðla markar niðurstaðan tímamót og veitir milljónum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks vernd.
15.06.2020 - 16:27
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Viðtal
Brottvísun Maní og fjölskyldu stendur enn
Enn stendur til að vísa Maní Shahidi, 17 ára transpilti frá Íran, og fjölskyldu hans úr landi. Þetta fékk lögmaður fjölskyldunnar Claudie Ashonie Wilson, staðfest hjá lögreglu í dag. Til stóð að vísa þeim úr landi aðfaranótt mánudags en á sunnudagskvöld var Maní lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna alvarlegrar vanheilsu.
18.02.2020 - 14:40
Afhentu 8.000 undirskriftir gegn brottvísun Maní
Í kringum 100 manns eru nú saman komin við dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu til að mótmæla brottvísun 17 ára íranska trans stráksins Maní og fjölskyldu hans sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi.
18.02.2020 - 12:14
Myndskeið
Ekkert umhverfi ónæmt fyrir bakslagi
Það er mikilvægt að taka framförum í réttindabaráttu hinsegin fólks ekki sem gefnum, segir Victor Madrigal-Borloz sérfræðingur á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ekkert umhverfi ónæmt fyrir bakslagi. Stundum þurfi ekki meira til en einar sveitarstjórnarkosningar.
03.10.2019 - 22:58
Gagnkynhneigðri gleðigöngu mótmælt í Boston
Nokkur hundruð manns tóku þátt í gleðigöngu fyrir gagnkynhneigða sem haldin var í fyrsta sinn í gær í Boston í Bandaríkjunum. Yfir þúsund manns mótmæltu göngunni. Skipuleggjendur göngunnar sögðust ekki vera á móti samkynhneigð, þau hafi hins vegar viljað vekja athygli á samfélagi gagnkynhneigðra.
01.09.2019 - 18:01
Myndskeið
Að vera hinsegin er glæpur í yfir 70 ríkjum
Það er glæpur að vera hinsegin í yfir 70 löndum og í tólf þeirra eru þyngstu viðurlög dauðarefsing. Aðeins 13% aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna hafa lögleitt samkynja hjónabönd.
17.08.2019 - 20:02
„Breytingar kosta peninga“
Hlutlaus kynskráning í Þjóðskrá Íslands strandar á fjármögnun. Stofnuninni hefur ekki verið tryggt fjármagn til verksins, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. „Breytingar kosta peninga,“ segir Inga Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur stofnunarinnar.
02.07.2019 - 14:10
Móttaka flóttafólks mun ódýrari en ráðgert var
Mikil ánægja er í bæjarráði Mosfellsbæjar með góðan árangur af móttöku flóttafólks frá Úganda til sveitarfélagsins. Það er mat þeirra sem að verkefninu komu að vel hafi tekist til, ef frá eru talin vandræði við að útvega fólkinu húsnæði. Áætluð útgjöld við móttöku flóttafólksins voru rúmar 44 milljónir en raunútgjöld verkefnisins reyndust einungis rúmar 35 milljónir. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um Mosfellsbæ sem móttökusveitarfélag flóttafólks frá Úganda.
25.06.2019 - 20:10
Flagga regnbogafánum án leyfis stjórnar Trump
Sendiráð Bandaríkjanna víða um heim hafa beitt ýmsum aðferðum til að flagga regnbogafánanum og sýna þannig stuðning við hinseginfólk, en júní er mánuður hinseginfólks vestanhafs. Er það gert þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi ekki veitt leyfi fyrir slíku.
08.06.2019 - 22:10
Viðtal
Alþjóðlegur minningardagur trans fólks
Alþjóðlegur minningardagur trans fólks er í dag. Í ár er minnst 369 einstaklinga sem voru myrtir fyrir að vera trans. Alda Villiljós, formaður félags trans einstaklinga á Íslandi var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 og sagði stöðu trans fólks betri hér en í mörgum öðrum löndum. Enn vanti þó talsvert upp á lagaleg réttindi.
20.11.2018 - 08:40
Dregur fram hinsegin sögu í Þjóðminjasafninu
Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur, er ein af þeim sem unnið hafa við að útbúa nýja leiðsögn í gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, sem dregur fram hinsegin sögu Íslendinga.
10.08.2018 - 17:06
Mótmælendur handteknir í Sankti Pétursborg
Rússneska lögreglan handtók í það minnsta 25 manns sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks eftir mótmæli í miðbæ Sankti Pétursborgar. Lögregla hafði áður bannað samkomur þar.
05.08.2018 - 07:45
Kynlausir klefar ekki í boði í sundi
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú kominn í loftið á vef RÚV. Í þessum lokaþætti þáttaraðarinnar er fjallað um kynsegin fólk.
12.04.2018 - 20:00
Leitaði lækningar en reyndist eikynhneigð
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er frumsýndur á vef RÚV í dag. Í þættinum er fjallað um eikynhneigð, en orðið er nýyrði hér á landi og er íslenskuð útgáfa af enska orðinu asexual.
05.04.2018 - 16:34
Langvarandi veikindi eftir aðgerðir á kynfærum
Fjórði þáttur Hinseginleikans fjallar um intersex fólk. Talið er að um 1,7 prósent mannkyns séu intersex en skalinn er breiður og birtingarmyndirnar mismunandi.
29.03.2018 - 13:00
Telja skáp hinsegin fólks tilheyra fortíðinni
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um pan- og tvíkynhneigt fólk, stundum nefnt persónukynhneigt.
22.03.2018 - 13:00
Viðtal
„Hér get ég verið sá sem ég vil vera“
„Faðir minn sagði mér að ég ætti að láta mig hverfa, að ég væri fjölskyldunni til skammar og hótaði að drepa mig, léti ég sjá mig aftur.“ Þetta segir Keneth, 23 ára flóttamaður frá Úganda. Á mánudaginn komu tíu flóttamenn frá Úganda til landsins, þeir eiga það sameiginlegt að vera hinsegin og hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenía. 
21.03.2018 - 18:27
Gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér
Nína Helgadóttir verkefnisstjóri flóttamannamála hjá Rauða krossi Íslands segir gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér: „Ég held að þetta sé nú kannski eitt af því sem við höfum gert hvað best undanfarin ár. Að við höfum tekið hinsegin fólki opnum örmum og viðhorfin hafa breyst alveg gríðarlega mikið“.
19.03.2018 - 18:21
Myndskeið
Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um trans fólk.
15.03.2018 - 17:53
Ofsóknir gegn transfólki í Indónesíu
Lögreglan í Indónesíu rannsakar nú brot nokkurra lögreglumanna í Aceh-héraði gegn transfólki. Lögreglustjóri í norðurhluta héraðsins og undirmenn hans hafa verið yfirheyrðir eftir að hafa ráðist til inngöngu á snyrtistofu þar sem 12 transkonur vinna. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa klippt hárið af nokkrum þeirra, neytt þær til að ganga í karlmannlegum fötum og tala með djúpri röddu.
04.02.2018 - 16:00
Ísland ekki lengur í fremstu röð
Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum hvað varðar málefni hinsegin fólks, samkvæmt regnbogakorti baráttusamtakanna ILGA-Europe. Til stendur að leggja fram framvarp um réttindi hinsegin fólks á næstunni.
20.12.2017 - 06:00