Færslur: Hinsegin fólk

Kúbverjar samþykktu samkynja hjónabönd
Kúbverjar samþykktu um síðustu helgi nýja og víðtæka fjölskyldulöggjöf sem meðal annars heimilar samkynja pörum að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjöfina, ekki síst vegna þeirrar grundvallarbreytingar á afstöðu löggjafans til sambúðar og réttinda samkynja para sem hún felur í sér.
Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Kúba kýs um samkynja hjónabönd
Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á Kúbu í dag, þar sem spurt er hvort leyfa eigi samkynja hjónabönd, leyfa barneignir með aðstoð staðgöngumóður og auka réttindi fósturforeldra.
25.09.2022 - 11:34
Elton John fékk mannúðarorðu úr hendi Bandaríkjaforseta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hengdi orðu um háls breska söngvarans Eltons John eftir að hann lauk tónleikum í Suðurgarði Hvíta hússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Yfirvöld í Serbíu banna fjölþjóðlega regnbogagöngu
Yfirvöld í Serbíu lögðu á þriðjudag bann við því að hin evrópska hátíð EuroPride, árleg, fjölþjóðleg stórhátíð hinseginfólks, yrði haldin í höfuðborginni Belgrað á laugardag, eins og til stóð og leyfi hafði verið gefið fyrir. Skipuleggjendur hátíðarinnar greindu frá þessu á twitter.
Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.
Niðurrif regnbogafána til marks um aukna fordóma
Fjórtán og fimmtán ára ungmenni voru að verki þegar níu regnbogafánar voru skornir niður á Hellu á aðfaranótt mánudags. Atvikið er dæmi um aukna fordóma fyrir hinsegin fólki meðal unglinga segir forstöðukona félagsmiðstöðvar fyrir hinsegin ungmenni. 
13.08.2022 - 15:52
Enn ríkir óvissa um gleðigöngu í Osló
Enn er óvíst hvort af gleðigöngu verður í Osló, höfuðborg Noregs í ár. Viðburðinum var frestað eftir mannskæða skotárás í júní daginn áður en Oslo Pride átti að fara fram.
10.08.2022 - 07:20
Regnbogafánar á Hellu skornir niður
Allir regnbogafánar á Hellu voru skornir niður í skjóli nætur í fyrrinótt. Starfandi sveitarstjóri skorar á gerandann að gefa sig fram og biðjast afsökunar. Farið var skipulega um bæinn og alls níu fánar teknir niður, lögreglan telur verknaðinn frekar skemmdarverk en hatursglæp. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir hinsegin fólk upplifa verknaðinn sem árás.
09.08.2022 - 16:39
Hafa aldrei haldið fleiri giftingar en í ár
Algjör sprenging hefur orðið hjá fyrirtækinu Pink Iceland, sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir hinsegin fólk. Yfir 160 pör ganga í hjónaband á þeirra vegum í ár og hafa þau aldrei verið fleiri. 
05.08.2022 - 12:29
Krotað yfir regnboga við Grafarvogskirkju
Guðrúnu Karls Helgudóttur sóknarpresti Grafarvogskirkju brá í brún þegar búið var að krota orðið „andkristur“ á regnbogafána sem málaður var fyrir framan kirkjuna fyrir rúmri viku. Hún segir atvikið sýna hversu mikilvægur regnboginn er.
Morgunvaktin
Hatur gegn hinsegin fólki að færast á annað stig
Ofbeldi og hatur í garð hinsegin fólks er að aukast á Íslandi, segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakana '78. Hann kallar eftir auknum fjárstuðningi til að vinna gegn þessari þróun.
18.07.2022 - 11:32
Samkynja hjónabönd lögleidd í Sviss
Fyrstu samkynja pörin giftu sig í Sviss í dag þegar hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni urðu lögleg.
01.07.2022 - 22:17
Svæði án hinsegin fólks metin ólögleg í Póllandi
Hæstiréttur stjórnsýslulaga í Póllandi hefur staðfest ógildingu svokallaðra svæða án hinsegin fólks í fjórum sveitarfélögum. Baráttusamtök fyrir málefnum hinsegin fólks fagna sigri mannréttinda í Póllandi. 
30.06.2022 - 13:06
Arna og Álfur vilja verða formaður Samtakanna '78
Tvö framboð hafa borist til formennsku í Samtökunum '78 en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur tilkynnt að hún hyggi ekki á áframhaldandi formennsku. Í tilkynningu frá samtökunum segir að leikkonan Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi, sækist eftir að taka við formennskunni.
Bælingarmeðferðir refsiverðar á Nýja Sjálandi
Nýsjálenska þingið hefur samþykkt löggjöf sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir, sem ætlað er að „lækna“ fólk af samkynhneigð, að refsiverðu athæfi. Samkvæmt lögunum er bannað að reynda að breyta eða bæla kynhneigð fólks eða kynvitund, með skaðlegum og skipulegum meðferðum hvers konar. Hámarksrefsing fyrir sérlega alvarleg tilfelli er fimm ára fangelsisvist.
16.02.2022 - 03:57
Sjónvarpsfrétt
Trans manneskja í fyrsta sinn ráðherra í Svíþjóð
Konur eru í meirihluta nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð sem kynnt var í gær. Þær eru tólf en karlarnir ellefu. Í ríkisstjórninni er einnig fyrsti ráðherrann á Norðurlöndum sem er trans manneskja. Lina Axelsson Kihlblom, sem fór í kynleiðréttingu á tíunda áratug síðustu aldar, er ráðherra skólamála.
02.12.2021 - 10:20
Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Leitar stuðnings þjóðar vegna laga gegn hinsegin fólki
​​​​​​​Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, boðaði í morgun þjóðaratkvæðagreiðslu vegna nýrra umdeildra laga sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks í landinu.
21.07.2021 - 10:22
Stjórn Orbans sækir enn að réttindum hinseginfólks
Ríkisstjórn Viktors Orbans og flokks hans í Ungverjalandi hefur lagt fram frumvarp til laga, sem bannar allt það sem „ýtir undir samkynhneigð“ eins og þar stendur. Amnesty International, samtök hinseginfólks og fleiri mannréttindasamtök fordæma löggjöfina og segja að með henni sé gróflega vegið að réttindum samkynhneigðra og ungs fólks yfirhöfuð.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Myndskeið
Hinsegin Vesturland lítur dagsins ljós
Hinsegin Vesturland verður stofnað á morgun. Stofnendurnir segja mikilvægt fyrir hinsegin fólk að hafa vettvang til að koma saman, ekki síst á landsbyggðinni.
Aldrei fleiri hinsegin myrt í Bandaríkjunum en í ár
Aldrei áður hafa fleiri trans eða kynsegin fallið fyrir morðingjahendi í Bandaríkjunum en á þessu ári. Minnst 37 hafa verið myrt það sem af er árinu.
21.11.2020 - 03:53
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Myndskeið
Fóru í eigin gleðigöngu í stað stóru göngunnar
Hinsegin dagar voru sannarlega hinsegin í ár. Fólk fór í eigin gleðigöngur og skreytti húsin sín en fannst það vera að missa af geggjuðu partíi sem var samt ekki í gangi.
08.08.2020 - 20:04