Færslur: hernaður

Forsætisráðherra Armeníu sakar Asera um óhæfuverk
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, sakaði Asera um óumræðileg óhæfuverk í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Átök blossuðu upp milli ríkjanna í síðustu viku þar sem næstum 300 létu lífið.
Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Fylgt verði fimm punkta áætlun til friðar í Úkraínu
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu kallar eftir að alþjóðasamfélagið fylgi fimm punkta áætlun til þess að koma á friði í landinu. Hann gagnrýndi tvískinnung Rússa í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
„Pútín eyðileggur ekki bara Úkraínu heldur eigið land“
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að Vladimír Pútín eyðileggi ekki aðeins Úkraínu með hernaðaraðgerðum sínum heldur ekki síður eigið land. Þetta sagði kanslarinn í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Armenar segja Asera við það að ráðast inn í landið
Hersveitir frá Aserbaísjan virðast í þann mund að ráðast inn á landsvæði undir stjórn Armeníu samkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins nú í nótt. Vopnuðum sveitum ríkjanna hefur lent saman við landamærin og þegar er talið að nokkrir séu fallnir í þeim átökum.
Um sex þúsund ferkílómetrar endurheimtir í gagnsókn
Rússneski innrásarherinn í Úkraínu hefur að mestu látið eftir Kharkivhérað og fjöldi herdeilda er kominn í var á rússnesku landsvæði. Úkraínuforseti segir um sex þúsund ferkílómetra lands endurheimta í leifturgagnsókn síðustu daga.
Vilja auka hergagnaframleiðslu vegna innrásarinnar
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hyggjast hvetja framleiðendur til að herða enn frekar á hergagnaframleiðslu en verulega hefur gengið á birgðir við að útvega Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Zelensky: „Undanhald Rússa sýnir þeirra bestu hlið“
Velheppnuð gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv sýnir að mögulegt er að hafa betur gegn innrásarher Rússa. Þó þarfnast Úkraínumenn frekari hernaðarstuðnings og vopna, að sögn utanríkisráðherra landsins. Úkraínuforseti segir undanhald Rússa sýna þeirra bestu hlið.
Þrír fórust þegar bandarísk þyrla hrapaði í Afganistan
Að minnsta kosti þrír afganskir ríkisborgarar fórust og fimm slösuðust þegar bandarísk Blackhawk þyrla hrapaði til jarðar í Afganistan. Bandaríkjamenn skildu nokkurn fjölda þyrlna eftir þegar þeir yfirgáfu landið í fyrra.
11.09.2022 - 01:30
Úkraínuher sagður hafa náð fjórum þorpum í Kherson
Úkraínuher er sagður hafa endurheimt fjögur hernumin þorp nærri stórborginni Kherson í suðurhluta landsins. Rússar hafa haldið svæðum þar undanfarið hálft ár. Nú hyggjast Úkraínumenn ná þeim með þungri gagnsókn.
30.08.2022 - 04:00
Pútín sagður hafa ýtt Shoigu til hliðar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa ýtt Sergei Shoigu varnarmálaráðherra til hliðar vegna þess hve hægt gengur að ná markmiðum með innrásinni í Úkraínu. Breska leyniþjónustan staðhæfir þetta og vitnar í rússneskar heimildir máli sínu til stuðnings.
Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í nótt
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívansund í nótt samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins. Það er í fyrsta sinn sem skip úr herskipaflota Bandríkja fara um sundið frá því Kínverjar efndu til viðamestu heræfinga í sögu alþýðulýðveldisins.
Rússar stöðva endurnýjun samnings um kjarnavopn
Rússar komu í gær föstudag, í veg fyrir innleiðingu sameiginlegar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna varðandi takmörkun kjarnorkuvopna í heiminum. Eftir næstum mánaðarlanga ráðstefnu fordæma fulltrúar Rússlands það sem þeir kalla pólítískt yfirbragð yfirlýsingarinnar.
Pólverjar kaupa skriðdreka og sprengjuvörpur
Pólska ríkið hefur náð samkomulagi um kaup á hundruðum skriðdreka og sprengjuvarpa af Suður-Kóreumönnum. Auk þess fylgja skotfæri, skipulagning og þjálfun herliðs með í kaupunum.
Breyta heitum tuga stræta og torga Kænugarðs
Götukort af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, verður senn úrelt, að sögn Vitali Klitschko. borgarstjóra. Borgaryfirvöld séu í óða önn að endurnefna 95 stræti og torg sem bera rússnesk heiti eða nöfn frá Sovéttímanum.
Fjórða þingmannaheimsóknin til Taívans í þessum mánuði
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Marsha Blackburn kom til Taívans síðdegis í dag. Þetta er fjórða heimsókn bandarískra stjórnmálamanna þangað í mánuðinum og líklegt þykir að Kínverjar bregðist við með viðamiklum heræfingum eins og áður.
26.08.2022 - 00:41
Meina tveimur gervihnöttum aðgang að jarðstöð
Norðmenn hafa lagt bann við því að bandarískir og tyrkneskir gervihnettir sendi merki sín gegnum gervihnattastöðina Svalsat á Svalbarða. Ástæðan er sú að norsk stjórnvöld telja að gögnin verði einkum notuð í hernaðarlegum tilgangi.
Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar sleppi kjarnorkuveri
Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar afhendi Úkraínumönnum Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuver Evrópu, að nýju. Hætta á stórslysi tengdu verinu vex dag frá degi að mati Dmytro Orlov borgarstjórans í Energodar, þar sem verið stendur.
Hætta á stórslysi í Zaporizhzhia vex dag frá degi
Hætta á stórslysi tengdu Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuveri Evrópu, vex dag frá degi. Það er mat borgarstjórans í Energodar, úkraínsku borgarinnar þar sem verið stendur.
Saka hvorir aðra áfram um linnulausar árásir
Rússar og Úkraínumenn halda áfram að kenna hvorir öðrum um árásir á kjarnorkuverið Zaporizhzhia suðaustanvert í Úkraínu. Árásir héldu áfram í gær en sprengingar hafa dunið umhverfis verið nánast linnulaust undanfarna viku.
Bandaríkjamenn hyggjast auka enn viðskipti við Taívan
Bandaríkjastjórn hyggst auka enn á viðskipti við eyríkið Taívan í ljósi ögrandi framferðis Kínverja. Hvíta húsið greindi frá þessum fyrirætlunum í gær og að Bandaríkin hygðust auka nærveru sína á svæðinu.
Bæjaryfirvöld jarðsetja óþekkta íbúa Bucha
Yfirvöld í úkraínska bænum Bucha nærri höfuðborginni Kyiv jarðsettu á þriðjudaginn lík fjórtán almennra borgara sem enginn hefur borið kennsl á. Mannfall varð meðal óbreyttra borgara í loftárásum á úkraínskar borgir í gær.
Fjöldi flugvéla ónýtur eftir sprengingu á herflugvelli
Allnokkrar rússneskar flugvélar eyðlögðust í mikilli sprengingu á Saki-herflugvellinum á Krímskaga í fyrradag. Þetta er staðfest með gervihnattamyndum en Rússar segja af og frá að nokkrar flugvélar hafi skemmst.
11.08.2022 - 00:30
Kína: Engin þolinmæði fyrir athæfi aðskilnaðarsinna
Kínversk stjórnvöld segjast enga þolinmæði hafa fyrir umsvifum aðskilnaðarsinna á Taívan og ítrekuðu í morgun að sjálfstjórnarsvæðið yrði tekið með valdi þætti það þurfa.