Færslur: hernaður

Erlend stórfyrirtæki yfirgefa ástandið í Mjanmar
Ástralska olíufyrirtækið Woodside tilkynnti i morgun að það hygðist láta af allri starfsemi í Mjanmar. Það bætist þá við nokkurn fjölda erlendra fyrirtækja sem það gera. Tæpt ár er nú liðið frá valdaráni hersins í landinu.
Sjónvarpsfrétt
Hóta Rússum harðari refsiaðgerðum en nokkurn tíma áður
Bandaríkin og Bretland vara við að hörðum refsiaðgerðum verði beitt gegn Rússum ráðist þeir inn í Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi lýsa yfir þungum áhyggjum af auknum viðbúnaði Vesturvelda. 
25.01.2022 - 20:09
Erlent · Úkraína · Rússland · NATO · Bretland · Evrópa · hernaður
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Rússar sakaðir um árásir á opinber vefsetur Úkraínu
Úkraínustjórn segist hafa undir höndum sönnun þess að Rússar hafi staðið að baki umfangsmikilli árás á fjölda vefsetra hins opinbera í landinu á föstudaginn var.
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Bandaríkjaforseti heitir Úkraínu fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur fullvissað úkraínskan kollega sinn, Volodymyr Zelensky, um að stjórn hans brygðist hart við kæmi til þess að Rússar réðust inn í landið.
Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.
02.01.2022 - 05:12
Ísraelsher gerir atlögu að Hamas eftir eldflaugaárás
Ísraelsher gerði atlögu að stöðvum Hamas á sunnanverðu Gaza-svæðinu í kvöld. Það var gert í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá svæðinu í átt að Ísrael snemma á nýársdag.
02.01.2022 - 00:55
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu ræða saman á morgun
Joe Biden Bandaríkjaforseti og úkraínskur kollegi hans Volodymyr Zelensky ætla að ræða saman í síma á morgun sunnudag. Rúm vika er í að samningaviðræður hefjist vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Úkraínu.
Biden og Pútín ánægðir eftir símafund í kvöld
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kvaðst vera ánægður eftir samtalið sem hann átti við Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Biden tók í svipaðan streng. Forsetarnir töluðu saman í fimmtíu mínútur í kvöld, öðru sinni á þremur vikum.
Öryggisráðið fordæmir fjöldamorð í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir fjöldamorð sem framin voru á almennum borgurum í Mjanmar á aðfangadag.
Lavrov væntir fundar um öryggismál Rússlands í janúar
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kveðst þess fullviss að viðræður hefjist við Bandaríkjamenn vegna kröfu á hendur þeim og Atlantshafsbandalagið um að öryggi Rússlands verði tryggt.
22.12.2021 - 14:45
Stjórnarandstæðingar boða til útifunda í Súdan í dag
Andófsmenn úr hópi stjórnarandstæðinga í Súdan boða til útifunda í dag til að minnast þess að nákvæmlega þrjú ár eru liðin frá því að einvaldurinn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum. Eins hafa þeir áhyggjur af framvindu lýðræðislegra stjórnarskipta í landinu.
Tveimur eldflaugum skotið að græna svæðinu í Bagdad
Tveimur eldflaugum var skotið í nótt að græna svæðinu svokallaða í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þar er mikil öryggisgæsla þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er þar að finna.
19.12.2021 - 03:25
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.
Leyfa áframhaldandi eftirlit í hafinu við Sómalíu
Fulltrúar allra þeirra fimmtán ríkja sem aðild eiga að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær tillögu Bandaríkjamanna um að viðhalda áætlun sem veitir ríkjum heimild til að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að verjast sjóræningjum.
Blinken og Lavrov funda í Stokkhólmi vegna Úkraínu
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov rússneskur starfsbróðir hans hittast í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar á fimmtudag í tengslum við ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Ætlun þeirra er að ræða málefni Úkraínu.
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Fjöldi fólks handtekinn í Eþíópíu undanfarnar vikur
Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í Eþíópíu frá því að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrir tveimur vikum. Þeirra á meðal eru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.
Kínverjar fordæma bandaríska heimsókn til Taívans
Varnarmálaráðherra Kína fordæmir heimsókn bandarískra þingmanna til Taívans og kínverski herinn kveðst hafa farið í eftirlitsferð á Taívanssundi í gær.
10.11.2021 - 13:25
Úkraínskur hermaður féll í árás aðskilnaðarsinna
Úkraínskur hermaður féll og tveir særðust í átökum við sveitir aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu í dag. Rússar neita öllum ásökunum um uppbyggingu herafla við landamærin að Úkraínu en Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með framvindu mála.
08.11.2021 - 00:42