Færslur: hermenn

Bæjaryfirvöld jarðsetja óþekkta íbúa Bucha
Yfirvöld í úkraínska bænum Bucha nærri höfuðborginni Kyiv jarðsettu á þriðjudaginn lík fjórtán almennra borgara sem enginn hefur borið kennsl á. Mannfall varð meðal óbreyttra borgara í loftárásum á úkraínskar borgir í gær.
Rússar taldir hyggjast tengja kjarnorkuver við Krím
Rússneskar hersveitir sem hafa kjarnorkuver í úkraínsku borginni Zaporizhzhia á sínu valdi hyggjast tengja það orkukerfi Krímskaga. Forstjóri úkraínska orkufyrirtækisins Energoatom segir Rússa valda tjóni á verinu með því að beina orkunni annað.
Ummæli sendiráðs um fallinn hermann fordæmd harðlega
Utanríkisráðherra Svíþjóðar boðaði sendiherra Rússlands á sinn fund í gær vegna ummæla sem látin voru falla á samfélagsmiðlum í nafni sendiráðsins um fallinn sænskan hermann.
Fimm særðust í drónaárás á Sevastopol
Fimm særðust í drónaárás sem gerð var á skip rússneska flotans í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga í morgun. Öllum samkomum vegna hátíðardags rússneska flotans hefur verið aflýst í öryggisskyni.
Ann Linde kallar rússneska sendiherrann á teppið
Sendiherra Rússa í Svíþjóð verður kallaður á teppi utanríkisráðuneytisins í næstu viku vegna ummæla sem hann lét falla um sænskan hermann sem féll í Úkraínu.
Málaliðar Wagner taldir í fremstu víglínu
Sprengjum var varpað á Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, í nótt. Ihor Terekhov borgarstjóri segir sprengjurnar hafa fallið norðaustanvert í borginni og meðal annars hæft tveggja hæða íbúðahús og menntastofnun. Breska varnarmálaráðuneytið segir málaliða Wagner í fremstu víglínu austast í Úkraínu.
Minnst átján fallnir í árásum í Malí
Að minnsta kosti fimmtán hermenn og þrír óbreyttir borgarar fórust í atlögum sem hermálayfirvöld í Malí segja vera skipulagðar hryðjuverkaárásir. Greint var frá árásunum í dag en gríðarleg óöld hefur ríkt í landinu um langa hríð.
28.07.2022 - 02:40
Borgin Lysytsjansk fallin í hendur Rússa
Úkraínski herinn hefur staðfest að borgin Lysytsjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í landinu austanverðu, sé fallin í hendur rússneska innrásarliðsins. Úkraínuforseti heitir því að herliðið snúi aftur.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
NATO ekki lengur bundið af samkomulagi við Rússa
Atlantshafsbandalagið telur sig ekki lengur skuldbundið til að hlíta samkomulagi við Rússa um að koma ekki fyrir hersveitum í austanverðri Evrópu. Þetta kemur fram í máli aðstoðarframkvæmdastjóra NATO.
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Telja mannfall Rússa svipað og var í Afganistan
Leyniþjónusta Bretlands telur að mannfall meðal Rússa í Úkraínu jafnist á við það sem var meðan á níu ára styrjöld stóð í Afganistan. Meirihluti þingmanna á þingi Úkraínu hefur ákveðið að banna notkun bókstafanna V og Z á opinberum vettvangi.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Mótmælti kynferðisbrotum í Úkraínu á rauða dreglinum
Kona hljóp í gær hálfnakin inn á rauða teppið á kvikmyndahátíðinni Cannes til þess að mótmæla kynferðisofbeldi í Úkraínu. Á myndskeiði má sjá að konan klæðir sig úr svörtum síðkjól og hleypur í átt að prúðbúnum gestum hátíðarinnar.
Zelensky krefst þess að Rússar bæti allt tjón í Úkraínu
Rússnesk stjórnvöld þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem herir þeirra hafa valdið í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld. Hann segir að lokastig stríðsins verði afar blóðugt.
21.05.2022 - 03:20
Rússar lýsa yfir algerum sigri í Mariupol
Úkraínustjórn skipaði í dag þeim hermönnum að leggja niður vopn sem enn hafast við í Azov-stálverksmiðjunni. Rússar lýstu því yfir að aðgerðum til að ná Mariupol væri lokið. Borgin væri á þeirra valdi.
Gögn talin sanna aftökur almennra borgara í Bucha
Vitnisburður og upptaka sjónarvotts og upptaka úr öryggismyndavélum þykja sanna að rússneskir fallhlífarhermenn tóku að minnsta kosti átta úkraínska karlmenn af lífi í úkraínsku borginni Bucha.
20.05.2022 - 01:40
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Ellefu egypskir hermenn féllu í átökum við vígasveitir
Ellefu egypskir hermenn féllu í tilraun til koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á svæðinu umhverfis Súez-skurðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu egypska hersins en Sínaí-skaginn er sagður gróðrarstía fyrir sveitir öfgafullra jíhadista.