Færslur: Heimsgluggi Boga

Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns
Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
NATO aðild Finna og Svía gæti aukið spennu
Rasmus Gjedssø Bertelsen, prófessor og alþjóðastjórnmálafræðingur, telur að aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu gæti aukið spennu og vígbúnaðarkapphlaup á Eystrasaltssvæðinu. Æskilegt væri að Rússum finnist sér ekki ógnað. Bertelsen minnir á að Danir og Norðmenn hafi lýst yfir er löndin voru meðal stofnaðila NATO að hvorki erlendur her né kjarnorkuvopn yrðu í löndunum. Slík yfirlýsing væri þau óraunhæf nú vegna ástandsins í alþjóðamálum.
Heimsglugginn
Glámskyggni Pútíns rædd í Heimsglugganum
Pútín Rússlandsforseti misreiknaði sig á þrennan hátt þegar hann ákvað að ráðast á Úkraínu. Hann hélt að stjórn Úkraínu félli við minnsta andblæ; hann taldi ekkert geta staðið í vegi rússneska hersins; og hann taldi Bandaríkjastjórn ekki hæfa til að veita vestrænum ríkjum öfluga forystu. Þetta er skoðun breska tímaritsins The Economist. Fjórar vikur eru liðnar frá innrás Rússa og svo virðist sem þrátefli sé komið upp í átökunum og sókn Rússa hafi stöðvast, að minnsta kosti í bili.
Heimsglugginn
Viðbúnaður enn efldur á Grænlandi
Danir eru meðal þeirra NATO þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að að Danir taka ekki þátt í sameginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt. En að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Óhæfuverk Rússa í Mariupol
Fátt hefur vakið jafn mikinn óhug í stríðinu í Úkraínu og árás rússneska hersins á barnasjúkrahús í borginni Mariupol. Rússar hafa setið um borgina í meir en viku, gert loftárásir og látið stórskotakúlum rigna yfir borgina. Tæplega hálf milljón manna býr í Mariupol og borgarbúar eru án rafmagns, hita og vatns og eru að verða matarlausir. Rússar hafa ítrekað hunsað vopnahlé sem áttu að gera borgarbúum kleift að flýja. Úkraínustríðið var aðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
Heimsglugginn
Rússar einangraðir á alþjóðavettvangi
Rússar einangrast í vaxandi mæli á alþjóðavettvangi eftir innrásina í Úkraínu í síðustu viku. Margir fréttaskýrendur telja að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi alvarlega vanmetið viðbrögð alþjóðasamfélagsins við innrásinni. Samstaða vestrænna ríkja hefur verið mikil og Evrópusambandið brást óvenju hratt við með mjög hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum. Þetta var til umræðu í Heimsglugganum sem að þessu sinni var á báðum rásum Ríkisútvarpsins.
Heimsglugginn: Mikil áhrif Jenis av Rana í Færeyjum
Jenis av Rana og Miðflokkur hans hafa gífurleg áhrif í færeyskum stjórnmálum þó að flokkurinn sé ekki stór segir Hjálmar Árnason, formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris söng „I will survive“
Boris Johnson söng brot úr lagi Gloriu Gaynor „I will survive“ eða „Ég lifi þetta af“ fyrir Guto Harri, nýjan samskiptastjóra í breska forsætisráðuneytinu, að því er fréttir herma. Johnson á enn undir högg að sækja vegna veisluhalda í embættisbústað sínum í Downingstræti 10 á meðan strangt bann við samkomuhaldi var á Englandi. Þetta var meðal annars umræðuefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Rúmt ár er liðið frá því að herforingjar rændu völdum í Mjanmar og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig Norður-Írland og San Quentin, hið illræmda fangelsi í Kaliforníu. Þar hefur dauðaganginum, deild dauðadæmdra verið lokað.
Samdi eldri systir Mozarts fyrir bróður sinn?
Martin Jarvis, prófessor í Ástralíu, segir vel hugsanlegt að Wolfgang Amadeus Mozart hafi ekki samið sjálfur alla fimm fiðlukonsertana sem við hann eru kenndir. Eldri systir hans, Maria Anna Mozart, geti verið höfundur einhverra þeirra. Þetta var rætt í Heimsglugganum í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
27.01.2022 - 10:07
Heimsglugginn: Eric Zemmour og Boris Johnson
Fjallað var um frönsk og bresk stjórnmál í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og enn er hart vegið að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson þennan fimmtudagsmorgun.
Heimsglugginn
Hægri frambjóðandi í Frakklandi dáist að Dönum
Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, hefur lýst aðdáun á stefnu Dana í innflytjendamálum. Zemmour vill að Frakkar taki sér Dani til fyrirmyndar og þrengi mjög lög um innflytjendur. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem „endurheimt“ og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima.
Fréttaskýring
Framtíð Johnsons hangir á bláþræði
Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Færeyjum og Bretlandi
Miklir erfiðleikar hafa verið í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokkanna lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins og einnig andóf gegn Boris Johnson í breska Íhaldsflokknum.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Heimsglugginn
Dönsk stjórnmál og verðbólga í Heimsglugga vikunnar
Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér embætti eftir að flokkurinn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum í Danmörku. Dagblaðið Politiken skrifar að kosningarnar í ár séu minnisstæðar vegna margra stórtíðinda og kollhnís hafi verið í stjórnmálum í mörgum bæjarfélögum, en mesta athygli veki fylgishrun Danska þjóðarflokksins. Flokkurinn fékk kinnhest í síðustu þingkosningum árið 2019 og minnkar enn nú.
Heimsglugginn
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja sem fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Minkamálið og verðlaun Norðurlandaráðs
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar við Boga Ágústsson um vandræði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, vegna horfinna smáskilaboða sem tengjast ákvörðun um að aflífa alla minka í Danmörku. Í síðari hlutanum var rætt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau hlaut að þessu sinni Grænlendingurinn Niviaq Korneliussen fyrir bók sína Blómadalurinn.
Minkavandræði Frederiksens
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að hún hafi fylgt ráðleggingum ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins þegar hún stillti síma sinn svo að sms-skilaboðum væri eytt eftir 30 daga. Hún hefur verið krafin skýringa um af hverju sms-samskiptum um ákvörðunina að aflífa alla minka í Danmörku hefði verið eytt. Stjórnarandstaðan gefur lítið fyrir skýringar Frederiksens.
Fréttaskýring
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Það sem eru mestu vandræði SAS er að þeim sem fljúga í viðskiptaerindum hefur fækkað mjög. Það fólk greiðir jafnan miklu hærra verð fyrir farmiðann en þeir sem eru að fara í frí og ferðast á eigin vegum
Heimsglugginn: Nóbelsverðlaun og ís og loft frá 1765
Þessa vikuna er verið að tilkynna um þá sem fá Nóbelsverðlaunin, þau vekja alltaf mikla athygli en við leiðum ekki alltaf hugann að uppruna þeirra eða hvenær þau öðluðust þann virðingarsess sem þau hafa.