Færslur: Heimilislausir

Mikil leit að morðingja heimilislausra
Lögregla í Bandaríkjunum leitar nú byssumanns sem grunaður er um að hafa myrt myrt og sært heimilislaust fólk á götum stórborganna Washington og New York í mars.
Vísað frá gistiskýli borgarinnar í kulda og frosti
Heimilislaus maður þurfti að gista í fangaklefa í nótt, en honum hafði verið vísað frá aðstöðu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að maðurinn gisti annars á götunni í kulda og frosti. Sviðstjóri hjá Reykjavíkurborg segir að tilkynning lögreglu hafi komið á óvart og sé ekki í samræmi við atvikalýsingu velferðarsviðs. 
04.01.2022 - 12:39
Samhjálp bauð 200 bágstöddum í jólamat í ár
Fjáröflun Samhjálpar fyrir jólamat þetta árið gekk vonum framar. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir þakklæti vera þeim efst í huga í dag. Yfir 200 manns fengu jólamat met öllu tilheyrandi á kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag og jóladag.
25.12.2021 - 17:15
301 heimilislaus í borginni
Um 300 eru heimilislausir í Reykjavík, sem er fækkun frá fyrri árum og meira en tveir af hverjum þremur eru karlar. Flestir nýta sér þau úrræði sem borgin býður, en átta eru á víðavangi við slæmar aðstæður. Formaður Velferðarráðs segir að finna þurfi lausn fyrir þann hóp.
Þingmaður varði nótt við þinghúsið í mótmælaskyni
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Cori Bush varði heilli nótt á tröppum þinghússins í Washington til að andæfa því að tímabundin stöðvun útburðagerða rennur út í dag.
Tvö ný hús fyrir heimilislausa tilbúin á Akureyri
Tvö ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk hafa verið tekin í notkun á Akureyri og áætlað að byggja fleiri á sama svæði. Formaður velferðarráðs bæjarins telur að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.
26.04.2021 - 09:26
Viðtal
Sumir æskuvinanna hafa lent í fangelsi
„Að vera heimilislaus er held ég það erfiðasta sem fólk getur lent í,“ segir Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir sem hefur unnið með heimilislausu fólki í þrettán ár og meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði. Hún er alin upp í Keflavík sem henni þykir afar vænt um, en félagslegur vandi var þar algengur þegar hún var ung og stéttaskipting mikil.
17.02.2021 - 15:08
Mannlegi þátturinn
Heimilislausum hefur fjölgað gífurlega
Sjálfboðaliðar frú Ragnheiðar hafa tekið eftir að minnsta kosti 200 nýjum andlitum meðal skjólstæðinga sinna. Þetta segir Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Ekki er búið að gefa út tölur um fjölda þeirra sem leituðu til frú Ragnheiðar á árinu sem er að líða.
30.12.2020 - 11:00
Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja á fót 12 rýma hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Þetta er fólk sem glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Verkefnahópur sem settur var á fót í vor, komst að þeirri niðurstöðu að það væri brýn þörf fyrir sértækt úrræði því þessi hópur fengi ekki fullnægjandi þjónustu í dag. 
Fjórtán heimilislausir menn boðaðir í sóttkví
Fjórtán gestir gistiskýlisins á Granda í Reykjavík þurfa að fara í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með smit. Níu eru þegar komnir í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg en ekki er vitað hvar hinir fimm eru.
05.10.2020 - 12:44
Opna áfangaheimili fyrir konur í miðborginni
Borgarráð samþykkti í dag þá tillögu velferðarráðs að opna nýtt áfangaheimili fyrir konur í miðborginni. Fjórtán einstaklingsíbúðir verða á heimilinu, sem verður ætlað fyrir konur sem hafa hætt neyslu. Brátt verða hafnar viðræður við félagið Rótina um rekstur Konukots.
Framlengja neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur
Reykjavíkurborg ætlar að framlengja neyðarúrræði sem komið var á fót fyrir heimilislausar konur í upphafi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að sviðið eigi nú í viðræðum við eiganda hússins um áframhaldandi rekstur til skamms tíma. Vilyrði hefur fengist fyrir áframhaldandi fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu.
18.08.2020 - 15:17
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Smáhýsin: Mikilvægt að stutt sé í þjónustu
Það hefur reynst snúið að finna staði fyrir smáhýsi til leigu fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Íbúar í Hlíðum hafa lýst yfir óánægju með áform um að setja slík smáhýsi þar.
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Viðtal
Eiga að fá að stjórna ferðinni í eigin lífi
Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það gleðiefni. Aldrei hafi fleiri verið heimilislausir svo vitað sé og fólki í þessari stöðu fjölgi. Það sé í takt við þróunina í öðrum vestrænum ríkjum.
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Myndband
Heimilislausum fjölgar og vandi eykst
Heimilislausum hefur fjölgað á þessu ári að mati verkefnastýru Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum, sem sinnir heimilislausum og vímuefnaneytendum. Þá hefur ungu fólki sem nýtir þjónustuna fjölgað. 
11.09.2019 - 18:55
Rúmlega 240 aftökur á 200 árum
„Það kom mér verulega á óvart hversu margir Íslendingar voru teknir af lífi. Þetta eru rúmlega 240 aftökur á 200 árum. Þannig að það er stundum meira en ein aftaka á ári,“ segir Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands um rannsókn sína á aftökum á Íslandi eftir siðaskipti.Hún kynnir einn anga rannsóknarinnar í fyrirlestri um afdrif þjófa og utangarðsfólks á 17. og 18. öld á málþingi Félags um átjándu aldar fræði í Þjóðarbókhlöðunni á laugardag.
„Enginn á að þurfa að sofa úti," segir Heiða
Enginn á að þurfa að sofa úti í Reykjavík, segir formaður velferðarráðs. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlar að gera sérstakt átak í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Neyðarskýli fyrir 15 manns og gistilheimili með 25 einstaklingsíbúðum verða sett á laggirnar. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist borgin farin að girða sig í brók og að taka til hendinni. 
10.08.2018 - 18:30
Viðtal
Tjaldsvæðið: „Allt er betra en ískassinn“
Það er sjö stiga frost og allt gaddfreðið á tjaldstæðinu í Laugardal. Inni í húsbílum og hjólhýsum leitast fólk við að halda á sér hita, hitinn er fyrir öllu. Frá og með deginum í dag býðst heimilislausum Reykvíkingum að leigja herbergi í Víðinesi. Það hugnast þó fáum íbúum á tjaldsvæðinu.
15.12.2017 - 18:34