Færslur: Heimilislausir

Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Smáhýsin: Mikilvægt að stutt sé í þjónustu
Það hefur reynst snúið að finna staði fyrir smáhýsi til leigu fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Íbúar í Hlíðum hafa lýst yfir óánægju með áform um að setja slík smáhýsi þar.
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Viðtal
Eiga að fá að stjórna ferðinni í eigin lífi
Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það gleðiefni. Aldrei hafi fleiri verið heimilislausir svo vitað sé og fólki í þessari stöðu fjölgi. Það sé í takt við þróunina í öðrum vestrænum ríkjum.
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Myndband
Heimilislausum fjölgar og vandi eykst
Heimilislausum hefur fjölgað á þessu ári að mati verkefnastýru Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum, sem sinnir heimilislausum og vímuefnaneytendum. Þá hefur ungu fólki sem nýtir þjónustuna fjölgað. 
11.09.2019 - 18:55
Rúmlega 240 aftökur á 200 árum
„Það kom mér verulega á óvart hversu margir Íslendingar voru teknir af lífi. Þetta eru rúmlega 240 aftökur á 200 árum. Þannig að það er stundum meira en ein aftaka á ári,“ segir Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands um rannsókn sína á aftökum á Íslandi eftir siðaskipti.Hún kynnir einn anga rannsóknarinnar í fyrirlestri um afdrif þjófa og utangarðsfólks á 17. og 18. öld á málþingi Félags um átjándu aldar fræði í Þjóðarbókhlöðunni á laugardag.
„Enginn á að þurfa að sofa úti," segir Heiða
Enginn á að þurfa að sofa úti í Reykjavík, segir formaður velferðarráðs. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlar að gera sérstakt átak í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Neyðarskýli fyrir 15 manns og gistilheimili með 25 einstaklingsíbúðum verða sett á laggirnar. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist borgin farin að girða sig í brók og að taka til hendinni. 
10.08.2018 - 18:30
Viðtal
Tjaldsvæðið: „Allt er betra en ískassinn“
Það er sjö stiga frost og allt gaddfreðið á tjaldstæðinu í Laugardal. Inni í húsbílum og hjólhýsum leitast fólk við að halda á sér hita, hitinn er fyrir öllu. Frá og með deginum í dag býðst heimilislausum Reykvíkingum að leigja herbergi í Víðinesi. Það hugnast þó fáum íbúum á tjaldsvæðinu.
15.12.2017 - 18:34