Færslur: heilbrigðismál

Spegillinn
Bólusetningar spara mikla fjármuni í heilbrigðiskerfinu
Niðurstöður langtímarannsóknar á áhrifum bólusetningar á heilbrigðiskostnað hér á landi sýna að miklir fjármunir hafa sparast eftir að farið var að bólusetja börn við pneumokokkum. Gera má ráð fyrir að dregið hafi úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu um tæpan milljarð á árunum 2013-2015. Þetta kemur fram í grein sem nýlega var birt í vísindaritinu PlosOne.
Ferðamenn fyrirferðamestir í sóttkvíarhúsinu
Stutt er í að sóttkvíarhúsið í Reykjavík fyllist og er nú leitað að öðru hóteli til viðbótar. Fólk fær enn ekki að fara út undir bert loft. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segist viss um að heilbrigðisráðherra sýni því skilning að ekki verði hægt að leyfa öllum að viðra sig daglega. 
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Sjónvarpsfrétt
„Þau eru að mislesa forréttindi sín”
„Að segja að þetta séu brot á mannréttindum og að það megi ekki skylda fólk í þetta finnst mér fáránlegt,” segir Gunnlaugur Friðjónsson, 16 ára grunnskólanemi, um óánægju fólks með skyldudvöl í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. „Þau eru að mislesa forréttindi sín einhvern veginn.” Þau sem RÚV hitti við Smáralindina í dag voru nokkuð sammála um hvað ætti að gera á landamærunum: Loka þeim.
Bólusetningu hjá 2.000 manns frestað
Bólusetja á átti tvö þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu næsta miðvikudag með bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningunni verði frestað í ljósi þess að í dag hafi verið ákveðið að hætta í bili með bólusetningar með bóluefninu.
Danir gera hlé á bólusetningu með AstraZeneca
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gera tveggja vikna hlé á bólusetningu við COVID-19 með bóluefni frá AstraZeneca. Í tilkynningu á vef Landlæknisembættis Danmerkur segir að þetta sé gert vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem fengið hefur bólusetninguna. Ekki sé ljóst hvort tengsl séu þarna á milli, þetta sé gert í varúðarskyni. Þessa fjórtán daga á að nýta til að fara nánar yfir málin.
11.03.2021 - 10:16
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert að þér, það er þetta sjúka undirlag“
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga er farin að hafa áhrif á heilsu fólks, heilastarfsemi og líðan. Sérfræðingur segir að skjálftarnir geti vanist og skjálftariðan hopað. 
Hestafólk varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum
Alvarlegur smitsjúkdómur af völdum hestaherpes-veiru kom upp í febrúar á stóru hestamóti í Valencia á Spáni. Veiran smitar ekki menn en veldur heilabólgu og lömun í hestum. Íslenskt hestafólk er hvatt til að fara að ströngum reglum til varnar smitsjúkdómum.
09.03.2021 - 17:37
Viðtal
Enn betur sótthreinsað í Hörpu en vanalega
Starfsmenn tónleikahússins Hörpu sem voru þar við vinnu á föstudagskvöldið þurfa að fara í skimun og voru ekki að störfum í gær. Þetta kom fram í samtali við Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu í morgunútvarpi Rásar 2.
Ekkert COVID-smit greint innanlands í gær
Ekkert COVID-smit greindist innanlands í gær. Eitt smit var greint á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Eitt innanlandssmit var greint í fyrradag og var það fyrsta smitið síðan 20. febrúar. Nýgengi smita innanlands er 0,3 og á landamærunum er nýgengið 3,6.
28.02.2021 - 11:15
Fyrsta smitið síðan 20. febrúar
Eitt COVID-smit greindist innanlands í gær og var sá sem greindist í sóttkví. Þetta er fyrsta innanlandssmitið síðan 20. febrúar. Þann dag greindist einnig eitt smit. Einnig var greint eitt smit hjá manneskju sem var að koma til landsins í gær.
27.02.2021 - 11:17
Segir aldrei leitað til foreldra um lausnir eða samráð
Aðgerðir vegna þess sem kallað er óeðlilegur vöxtur á nokkrum stöðum hefjast í Fossvogsskóla á næstu dögum er ætlað að taka stuttan tíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og skólaráði Fossvogsskóla í kjölfar fundar 17. febrúar 2021. Faðir nemanda við skólann segir forelda hunsaða í málinu.
Þingmaður vill að velferðarnefnd fjalli um spilakassa
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, hefur farið fram á það að velferðarnefnd Alþingis fundi um spilafíkn og spilakassa. Búist er við að málið verði tekið upp í nefndinni á næstunni.
Leggur ekki til að fólk felli grímuna á næstunni
Þórólfur Guðnason býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát. 
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar, samkvæmt þjónustukönnun sem Maskína gerði fyrir Sjúkratryggingar Íslands. 398 svöruðu könnuninni á Suðurnesjum og bera 25,4 prósent þeirra fremur eða mjög lítið traust til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segja að fjárframlög hafi ekki verið aukin í takt við fjölgun íbúa.
Vill sjálfstætt starfandi heilsugæslu til Suðurnesja
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort til greina kæmi að sjálfstætt starfandi heilsugæsla fengi að starfa á Suðurnesjum, til að vinna á bið eftir þjónustu líkt og gert hafi verið á höfuðborgarsvæðinu með góðum árangi. Ráðherrann telur að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum.
280.000 manns boðið í bólusetningu
280.000 einstaklingum hér á landi verður boðið í bólusetningu gegn COVID-19 en það eru allir 16 ára og eldri. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi þegar hún flutti skýrslu sína um COVID-19 og horfurnar framundan. Hún sagði nú bólusett í hverri viku og að bólusetningar gangi vel.
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Viðtal
„Þetta er tala sem við getum staðið við“
Meira bóluefni kemur hingað til lands frá apríl og fram í júní en áður var áætlað og því er stefnt að því að bólusetja 190.000 manns fyrir lok júnímánaðar. Þessar áætlanir miðast aðeins við bóluefni frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Von er á bóluefnum frá Janssen og fleirum á næstunni. „Þetta er tala sem við getum staðið við og snýst um þessi þrjú fyrirtæki út júní,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í viðtali í sjónvarpsfréttum.
15.02.2021 - 19:25
Kastljós
Lokun í faraldri bætti líf spilafíkla
Íslendingar töpuðu 3,7 milljörðum í spilakössum árið 2019 og segja Samtök áhugafólks um spilafíkn að á bak við þessa upphæð séu ekki margir einstaklingar. Spilakassar hafa verið lokaðir í faraldrinum vegna sóttvarnaráðstafana. Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna, segir að lokunin hafi breytt lífi spilafíkla til hins betra. Nú sé tíminn til að loka þeim fyrir fullt og allt. Það sé hlutverk ríkisins að fjármagna opinberar stofnanir og almennings að hjálpa góðgerðarfélögum.
11.02.2021 - 19:51
Myndskeið
Á sterkum lyfjum svo líkaminn hafni ekki höndunum
Vísbendingar eru um að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna handleggjum sem græddir voru á hann í síðasta mánuði. Hann segir í myndbandi á Facebook að vitað hafi verið að þetta myndi gerast, þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af og að hann taki sterk lyf til að vinna á móti því að líkaminn hafni höndunum.
Einn í sóttkví greindist með smit í gær
Eitt COVID-smit var greint innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Eitt smit var greint á landamærunum.
07.02.2021 - 11:04
Myndskeið
Margfalda starfsmannafjöldann og vinna náið með Pfizer
Gangi hugmyndir íslenska fyrirtækisins Sidekick Health og lyfjarisans Pfizer eftir, munu sjúklingar ekki greiða fyrir lyf, heldur fyrir árangurinn af notkun þeirra. Sidekick Health fékk í gær sprotaverðlaun á stærsta tölvuviðburði ársins. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins hefur margfaldast á skömmum tíma.
Smitið í gær reyndist gamalt
COVID-smitið sem var greint hér á landi í gær var gamalt og er manneskjan, sem greindist með það, með mótefni gegn veirunni. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 og Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.
06.02.2021 - 18:41
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.