Færslur: heilbrigðismál

Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
Frægir breiða út samsæriskenningar um COVID-19
Madonna, Lewis Hamilton, Evangeline Lilly og Woody Harrelson eru í hópi stórstjarna sem hafa dreift falsfréttum um COVID-19. Madonna segir að bóluefni við sýkingunni sé haldið leyndu, Hamilton hefur skellt skuldinni á Bill Gates og Harrelson telur veiruna mega rekja til 5G.
31.07.2020 - 19:18
11 ný smit - 50 í einangrun og 287 í sóttkví
Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.
31.07.2020 - 11:11
Öllum tryggt aðgengi að sjúkraflugi
Allir hafa nú tryggt aðgengi að sjúkraflugi óháð því hvort þeir eru sjúkratryggðir hér á landi. Þetta kemur fram í breytingu heilbrigðisráðherra á reglugerð þar sem brugðist er við óvissu um hver skuli greiða fyrir sjúkraflug sjúklinga sem ekki eru sjúkratryggðir. Ríkinu er skylt að veita fólki neyðaraðstoð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
40% fórnarlamba COVID-19 voru með sykursýki 2
Devon Brumfield heyrði í gengum símann hversu erfitt faðir hennar átti með að ná andanum. Faðir hennar var með sykursýki og hún hvatti hann því til að leita læknisaðstoðar. Daginn eftir var hann látinn. Andlátið var rakið til skyndilegra öndunarerfiðleika vegna kórónuveirusýkingar
26.07.2020 - 09:26
Varar við nikótínpúðum: „Nikótín getur verið banvænt“
Sala á neftóbaki hefur dregist verulega saman undanfarna sex mánuði. ÁTVR tengir þetta vinsældum nýrra nikótínpúða sem teknir eru í vörina og innihalda ekki tóbak. Doktor í lýðheilsuvísindum segir púðana líklega skárri en neftóbak en vísar fullyrðingum söluaðila um að nikótín valdi ekki sjúkdómum á bug. Of stór skammtur geti verið banvænn. 
24.07.2020 - 12:20
Myndskeið
Ef ekkert heyrist í sólarhring er sýnið neikvætt
Á næstu dögum verður upplýsingagjöf til þeirra sem fara í skimun á landamærum breytt. Þá verða upplýsingar um fjölda smita uppfærðar sjaldnar en áður. Þessi áform voru kynnt á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þeim síðasta sem fram fer í bili. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær. Ekkert smit hefur greinst í seinni skimun hjá Íslendingum sem hafa viðhaft heimkomusmitgát.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Fyrsta virka kórónuveirusmitið í Færeyjum frá í apríl
Skráðum tilfellum kórónuveirusmits í Færeyjum fjölgaði úr 188 í 191 í gær, sunnudag. Veiran greindist í þremur ferðamönnum við landamæraskimun.
20.07.2020 - 04:22
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll
Nú hafa yfir 600 þúsund látist af völdum kórónuveirufaraldursins í heiminum öllum. Yfir fjórtán milljónir hafa smitast.
Ógn af kórónuveiru á Ólafsvöku
Færeyskur lýðheilsusérfræðingur hvetur landa sína til að halda vöku sinni verði Ólafsvaka haldin með hefðbundnu sniði.
16.07.2020 - 02:19
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Eftirköstin gætu verið mun alvarlegri en talið var
COVID-19 er ekki aðeins öndunarfærasjúkdómur, heldur getur hann haft áhrif á allan líkamann og í sumum tilfellum til frambúðar. Þetta segja læknar í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Þeir ráðleggja fólki að taka sóttvarnaráðstöfunum mjög alvarlega.
15.07.2020 - 12:21
Bandarískt líftæknifyrirtæki prófar bóluefni
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna kveðst vera tilbúið að hefja lokastig tilrauna á mönnum með bóluefni gegn Covid-19.
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.
Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
Ekkert innanlandssmit í gær og færri í sóttkví
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Í fyrradag greindist heldur ekkert innanlandssmit. Daginn þar áður, þann 2. júlí, greindust þrjú smit innanlands.
05.07.2020 - 11:12
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
Þórólfur: Vitum ekki hvort kemur rok, gola eða sól
„Við erum í ákveðnu logni þar sem við vitum ekki hvort það kemur rok, gola, rigning eða snjókoma.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins spurður um hvort nú standi yfir svikalogn COVID-19 farsóttarinnar.
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
Herða reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili
Þeir sem hafa verið erlendis eiga ekki að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilum aldraðra eða heimilum fatlaðs fólks í Reykjavík fyrstu 14 dagana frá heimkomu. Þetta eru tilmæli neyðarstjórnar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að hamla útbreiðslu COVID-19. Staðan verður metin að nýju 13. júlí.
Allir verði að taka höndum saman til að eyða biðlistum
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að ríkið, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir einkareknar og á vegum hins opinbera verði að taka höndum saman og vinna á biðlistum eftir læknisaðgerðum. Það sé liður í að rétta samfélagið af eftir faraldurinn. Í það þurfi að setja sérstakt fjármagn.
26.06.2020 - 17:00