Færslur: heilbrigðismál

33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Mannlegi þátturinn
Fannst barneignir álíka freistandi og að kveikja í sér
„Ég þorði ekki að sitja á móti strákum, ég var svo hrædd um að verða ólétt bara við það,“ segir tónlistarkonan Unnur Birna Bassadóttir sem er haldin fæðingarótta eða tókófóbíu, sem er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Hún gengur með sitt fyrsta barn og er þrátt fyrir allt spennt fyrir móðurhlutverkinu.
20.10.2020 - 15:33
Færri starfsmenn Landspítala í einangrun vegna COVID
Starfsmönnum Landspítala sem eru í einangrun vegna COVID-19 hefur fækkað og sömuleiðis starfsmönnum í sóttkví. Nú eru 18 starfsmenn spítalans í einangrun og 42 eru í sóttkví.
„Við undirbúum allar mögulegar sviðsmyndir“
Fundi farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar Landspítala lauk rétt fyrir hádegi. Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala sagði eftir fundinn að staðan væri góð á spítalanum þrátt fyrir mikið álag. Starfsfólk búi að reynslunni síðan í vor og þróun smita undanfarna daga gæti bent til þess að faraldurinn sé að hægja á sér.
58 á spítala í þriðju COVID-bylgjunni
Alls hafa 58 manns með COVID-19 verið lagðir inn á sjúkrahús í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítala. Fjórir hafa lagst inn á gjörgæsludeild spítalans í þessari bylgju.
Morgunútvarpið
„Við sitjum á sprengitunnu“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar á Landspítalanum, segir að lítið megi bregða út af til þess að fjöldi kórónuveirusmita margfaldist. Hann líkir ástandinu núna við að þjóðin sitji á sprengitunnu. Hann efast um að sóttvarnaaðgerðir hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu fólks.
12.10.2020 - 09:22
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Sextíu innanlandssmit í gær
60 innanlandssmit greindust í gær. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 237,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 226 og hækkar því aðeins á milli daga.
11.10.2020 - 11:12
Bjarni orðlaus eftir kennslustund Þorgerðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar óttast að stjórnvöld muni ekki standa við samþykktir þingsins um að efla geðheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu. Á tímum faraldursins skipti sú þjónusta gríðarlega miklu máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina vera að gera mun betur.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID-19
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar sem hefst klukkan 15:03 Tilefnið er metfjöldi smita í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins eða 99 innanlandssmit sem greindust í gær. Búist er við að sóttvarnalæknir kynni á fundinum hertar aðgerðir sem taki gildi fyrir höfuðborgarsvæðið. Níutíu og fimm af þeim 99 smitum sem greindust í gær voru á því svæði. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, RÚV.is og honum útvarpað á Rás 2
06.10.2020 - 14:39
Þórólfur og Víðir halda upplýsingafund í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 15:00 í dag í Katrínartúni 2, 2. hæð. Þar fara Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
06.10.2020 - 11:20
Smitrakning gengur betur á ný
Smitrakning gengur nú betur en undanfarið, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Víðir sagði í gær að tregða væri komin í rakninguna. Landlæknir segir álagið á Landspítala mikið, en verið sé að útskrifa sjúklinga til nágrannasveitarfélaganna til að létta álagið.
05.10.2020 - 19:48
Myndskeið
Minni einmanaleiki í COVID
Einmanaleiki hefur aldrei mælst minni en í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hugðu fleiri betur að andlegri og líkamlegri heilsu, sem hefur síðan dvínað. Embætti landlæknis hefur mælt áhrif faraldursins og samkomutakmarkana á fólk í samanburði við sama tímabil árið á undan.
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
Borgaraþjónustan sinnir enn máli veiku Íslendinganna
Öll venjubundin aðstoð borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins er áfram veitt þeim tveimur Íslendingum sem liggja veikir með COVID-19 á Kanaríeyjum. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
30.09.2020 - 12:26
Myndskeið
Helmingi skurðstofa lokað vegna smits
Ákveðið var í dag að loka fjórum af átta skurðstofum á Landspítala Fossvogi vegna þess hversu margt starfsfólk þar er smitað. Skurðaðgerðum, sem ekki eru bráðar, verður frestað.
Öll áhöfnin með COVID-19 - sigldu heim í skítabrælu
Allir skipverjar á línuskipinu Valdimar GK, 14 talsins, fengu það staðfest í dag að þeir væru sýktir af kórónuveirunni. Veikindi komu upp hjá áhöfninni þegar skipið var að veiðum vestur af Hornafirði og þegar fjölgaði í hópi þeirra var ákveðið að snúa til hafnar. Skipið átti þá eftir nærri sólarhringssiglingu í „skítabrælu,“ eins og öryggisstjóri útgerðarinnar orðar það.
27.09.2020 - 21:45
Myndskeið
Svara spurningum sem brenna á börnunum
Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir víða og börnin eru þar engin undantekning. Ýmsar spurningar brenna á þeim, sem þau leituðust við að fá svör við hjá þríeykinu á sérstökum upplýsingafundi í síðustu viku.
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
75 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví
75 smit greindust innanlands í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 1. apríl síðastliðinn þegar greindust 99 smit. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.
19.09.2020 - 11:05
Skemmtistöðum og krám lokað í fjóra daga
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verður lokað frá deginum í dag og fram á mánudag. Heilbrigðisráðherra féllst á tillögu sóttvarnalæknis um tímabundna lokun skemmtistaða og kráa í því skyni að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur þegar tekið gildi.
18.09.2020 - 10:07
Morgunútvarpið
Margir með stoðkerfisvanda í kjölfar heimavinnu
Sjúkraþjálfarar finna fyrir aukinni ásókn frá fólki með stoðkerfisvanda sem má rekja til hreyfingarleysis vegna kórónuveirufaraldursins. Lífsstíll margra hefur breyst og erfitt getur verið að vinda ofan af því. Þetta segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
18.09.2020 - 08:07
Málum fimm kvenna vísað til Landlæknis
Málum tveggja kvenna verður vísað til Embættis landlæknis til skoðunar og frekari rannsóknar eftir helgi vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Þar með verða fimm slík mál á borði landlæknis, tveimur hefur þegar verið vísað þangað og í dag eða á morgun stendur til að vísa því þriðja til embættisins.
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Tilraunalyf virðist vernda COVID-19 sjúklinga
Ein dreyping af tilraunalyfi virðist minnka magn kórónuveirunnar í nýsmituðum sjúklingum og draga úr líkum á því að þeir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lyfjaframleiðandanum Ely Lilly. Óháðir vísindamenn hafa þó ekki farið yfir niðurstöðurnar né hafa þær verið birtar í ritrýndu vísindatímariti.
16.09.2020 - 22:24