Færslur: heilbrigðismál

Vissu ekki að læknirinn væri ákærður fyrir ofbeldi
Læknirinn, sem ákærður var fyrir að beita konu sína og þrjú börn ofbeldi, hefur lokið störfum hjá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands. Forstjóri HSN segist hafa lesið um ákæruna í fjölmiðlum og ekki vitað um málið þegar maðurinn var ráðinn.
06.05.2022 - 10:08
Sárvantar heilsugæslu í Suðurnesjabæ
Margrét Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, segir að sárlega vanti heilsugæslu í sveitarfélagið og sveitarstjórnarmenn verði að ýta á stjórnmálamenn um það. Þá þurfi einnig að móta stefnu í menningar- og ferðamálum, það sé hagur allra.
Kvaddi fjölskylduna fyrir aðgerð sem var svo frestað
Ekki er óalgengt að flóknum hjartaaðgerðum sé aflýst með stuttum fyrirvara vegna plássleysis á gjörgæslu. Í morgun hafði 74 ára maður kvatt aðstandendur sína fyrir flókna og lífshættulega hjartaaðgerð. Þegar hann mætti á Landspítalann var honum tilkynnt að aðgerðinni hefði verið frestað í fjórða sinn.
Leghálssýni tekin á Heilsugæslunni send til Danmerkur
Sýni tekin í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða rannsökuð ýmist á Landspítala eða á rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku, þar til samningur ríkisins við danska sjúkrahúsið rennur út um næstu áramót. Flutningur sýnanna úr landi hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði sérfræðingum og þjónustuþegum.
1.186 innanlandssmit í gær og 17 á landamærunum
Í gær greindust 1.186 með kórónuveiruna innanlands, sem er svipaður fjöldi og í fyrradag. Þar af voru 531 í sóttkví við greiningu. Sautján til viðbótar greindust við landamærin.
Viðtal
Fimmtíu mega koma saman og skemmtistaðir opna á ný
Breyttar sóttvarnarreglur taka gildi frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin kynnti varfærnislegar afléttingar á blaðamannafundi í dag, en heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta öllum sóttvarnarreglum í mars. Breytingarnar voru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis, að frátöldum lengri opnunartíma veitingahúsa, en ráðherra kaus einnig á láta reglunar taka gildi fyrr en lagt var til í minnisblaði.
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Nýtt minnisblað tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag
Ríkisstjórnin ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum á fundi sínum í dag klukkan hálf tíu. Undanfarna daga hefur verið þungt hljóð í sóttvarnalækni varðandi stöðu faraldursins.
1.101 smit í gær og 53 endursmit
1.101 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær, sem er svipaður fjöldi og í gær. 53 smit eru skráð sem endursmit, en það eru einstaklingar sem hafa fengið covid minnst einu sinni áður. Þar af voru 105 smit greind á landamærunum, sem eru nokkuð meira en í gær. Það fækkar lítillega í einangrun og sóttkví milli daga.
Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19. Andlát af völdum veirunnar eru nú samkvæmt farsóttarnefnd spítalans, 43 frá upphafi faraldursins. Þetta er tólfta andlátið í þessari bylgju faraldurins.
13.01.2022 - 10:10
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Spyr hvort fjármunum í sýnatökur væri betur varið á LSH
Læknir á Landspítala, Ragnar Freyr Ingvarsson, veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag hvort tímabært sé að endurhugsa nálgun í heimsfaraldrinum. Þá sérstaklega bendir hann á PCR-sýnatökurnar og spyr hvort því gríðarlega fjármagni sem þeim fylgir, væri betur beint inn á Landspítalann.
Viðtal
Útkeyrt starfsfólk þakklátt liðsstyrk frá Klíníkinni
Margir starfsmenn Landspítala eru útkeyrðir eftir langtíma álag segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs og einn yfirmanna covid-göngudeildar Landspítalans. Liðsstyrkur Klíníkurinnar er gríðarlegar mikilvægur og ætti að létta strax undir álagi á spítalanum.
Einkennalausir útskrifa sjálfa sig að lokinni einangrun
Að lokinni sjö daga einangrun vegna COVID-19 smits, geta og mega sjúklingar nú útskrifa sig sjálfa, finni þeir ekki fyrir sjúkdómseinkennum og uppfylli öll skilyrði fyrir útskrift.
Varaþingmaður sendi „ósmekklegt“ bréf um bólusetningar
Arnar Þór Jónssson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, sendi bréf á dögunum, fyrir hönd Samtakanna frelsi og ábyrgðar, um bólusetningar barna til fjölda einstaklinga og stofnana. Bréfið má túlka sem einskonar viðvörun um að þau verði kölluð til ábyrgðar vegna bólusetninganna. Formaður skólastjórafélagsins segir þeim þykja bréfið „ósmekklegt“ og ekki hafi hvarflað að honum að undirrita mótttöku þess, líkt og krafist er í bréfinu.
Gætu leitað til aðstandenda vegna manneklu
200 starfsmenn velferðasviðs Reykjavíkurborgar eru ýmist í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19. Sviðsstjóri segist vonast til þess að ekki þurfi að óska liðsinnis aðstandenda, en það sé síðasta úrræðið ef ekki takist að manna heimaþjónustu.
Lyfjastofnun ítrekar öryggi bóluefnis eftir kæru
Forstjóri Lyfjastofnunar ítrekaði í fréttatilkynningu í dag að niðurstöður rannsókna liggi alltaf fyrir áður en lyf er heimilað hjá nýjum sjúklingahópi. Frjáls félagasamtök hafa kært markaðsleyfi bóluefnis Pfizer fyrir 5-11 ára börn til heilbrigðisráðuneytisins.
Kastljós
Taka tvöfaldar vaktir til þess að anna álagi
Margir hjúkrunarfræðingar taka ítrekað tvöfaldar vaktir á Landspítala til þess að anna álagi á spítalanum. Aníta Aagestad hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala á Hringbraut, segir starfsfólk oft lengja vaktirnar til þess að ná að sinna sjúklingum og skilja ekki samstarfsfólk sitt eftir á kafi í verkefnum.
Sjónvarpsfrétt
Áramótaheitin endast sem eru raunhæf og tekin í skrefum
Að setja sér raunhæf markmið um áramótin í litlum skrefum er vænlegra til árangurs en boð og bönn. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, segir um það bil 80% þeirra sem setji sér háleit markmið um breyttan lífstíl áramótin sem snúi að hreyfingu og næringu, gefist upp innan sex vikna.
03.01.2022 - 20:05
Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
„Við eigum börn og fjölskyldur eins og aðrir“
Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga vonast eftir aðgerðum frá stjórnvöldum, ýmis sóknarfæri séu til staðar. Hún harmar það að 14 hjúkrunarfræðinemar fái ekki að halda áfram námi eftir jól vegna plássleysis í háskólunum.
Hópsmit á hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Þrír til viðbótar bíða enn eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
118 færri aðgerðir á Landspítala í nóvember
Í nóvember síðastliðnum fækkaði skurðaðgerðum sem voru framkvæmdar á Landspítala um 118, miðað við árið 2019. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir bið eftir aðgerðum enn mjög langa en staðan sé þó ekki eins slæm og á sama tíma í fyrra.