Færslur: heilbrigðismál

Síðdegisútvarpið
Aukið traust til heilbrigðiskerfisins eftir COVID-19
Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis og prófessor emerítus í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þá hafi 95% þátttakenda sagt þau treysti heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir eftir faraldurinn.
25.10.2021 - 18:30
Nýtt delta-plús afbrigði smitast mögulega enn hraðar
Nýtt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar sem einhverjir hafa gefið heitið delta-plús virðist eiga auðveldara með að dreifa sér en hefðbundið delta-afbrigði.
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Batahorfur hafa aukist - dánartíðni hefur lækkað
Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hefur lækkað mjög og batahorfur aukist síðustu áratugi. Eftir því sem þjóðin eldist má þó gera ráð fyrir fleiri krabbameinstilfellum. Bleiki dagurinn er í dag.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Viðtal
„Eðlilegt að horfa til stöðunnar á spítalanum“
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum tekur undir neyðarkall starfsfólks bráðamóttökunnar og segir eðlilegt að horfa til stöðunnar á Landspítalanum við mat á því hvort rétt sé að slaka á sóttvörnum.
ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
Opið í dag í Blóðbankanum vegna mikils skorts
Mikil vöntun er á blóði í öryggisbirgðir Blóðbankans. Biðlað hefur verið til skráðra blóðgjafa um að mæta á aukaopnun í dag í Reykjavík til þess að mæta aukinni þörf í heilbrigðiskerfinu. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir fyrst og fremst vanta blóð í flokkunum O+,O- og A+.
Kveikur
Tala um hræðslu og þöggunartilburði meðal lækna
Tveir læknar sem hafa gagnrýnt sóttvarnayfirvöld segja hálfgerða þöggunartilburði viðgangast innan læknasamfélagsins á Íslandi. Skoðanaskipti lækna á opinberum vettvangi séu talin ógna trausti fólks til bóluefna.  
05.10.2021 - 09:45
223 í sóttkví á Húsavík og 990 á Akureyri
Covid smitum hefur fjölgað hratt á Akureyri og í nágrenni síðustu daga. 990 manns eru í sóttkví á Akureyri og 223 á Húsavík. Alls eru 78 í einangrun á Akureyri en fimm á Húsavík. Staðan hefur talsverð áhrif á samfélagið, að því er segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.
Andlát á Landakoti nokkrum dögum eftir ranga lyfjagjöf
Kona lést á Landakoti í síðustu viku nokkrum dögum eftir ranga lyfjagjöf. Sjúkrahúsið telur ekki orsakasamhengi þar á milli. Hjartalyf og flogaveikilyf eru meðal lyfja sem konunni voru gefin fyrir mistök.
Rúmlega 6000 af 7000 börnum og unglingum hafa mætt
Um 80 prósent barna og unglinga hafa þegar mætt í seinni COVID sprautuna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgasvæðisins segir það svipað hlutfall og í öðrum aldurshópum. Áfram verði unnt að mæta í bólusetninguna.
22 greind með covid í gær - 8 utan sóttkvíar
22 voru greindir með COVID-19 í gær. Af þeim voru 14 í sóttkví en 8 utan sóttkvíar. Tíu voru fullbólusettir en 12 óbólusettir. Nýgengi smita síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa er 238,3. Þetta eru öllu færri en voru greindir með smit í fyrradag en þá voru þau 52 talsins. 10 eru á spítala með sjúkdóminn en enginn á gjörgæslu. Ef frá er talin landamæraskimun voru tekin 1.623 sýni í gær.
05.09.2021 - 10:56
Öryggi sjúklinga ógnað vegna ofskömmtunar lyfja
Öryggi sjúklinga hefur verið ógnað vegna ofskömmtunar lyfja og full þörf er á að yfirfara betur skömmtun og ávísanir lyfja hér á landi, en Íslendingar nota hlutallslega mest af ýmsum tauga- og geðlyfjum á Norðurlöndunum. Þetta segir verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.
05.09.2021 - 10:24
52 smit greind í gær - 70% í sóttkví
52 voru greind með covid í gær. Af þeim voru 36 eða tæp 70 prósent í sóttkví við greiningu. 25 hinna smituðu voru bólusettir en 27 óbólusettir. 756 eru í einangrun vegna sjúkdómsins, mörg þeirra börn. Í aldurshópnum 1 til 5 ára eru 40 í einangrun og hjá 6 til 12 ára eru 148 í einangrun. Tólf ára og yngri hafa ekki verið boðuð í bólusetningu. Flestir hinna smituðu þessa stundina eru fólk 18 til 29 ára. í þeim aldurshópi eru 203 í einangrun.
04.09.2021 - 11:47
80 covid-smit greind í gær
Áttatíu voru greindir með covid-smit innanlands í gær, samkvæmt tölum á vefnum covid.is. Ellefu manns liggja á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild. Alls eru 844 í einangrun og 2.079 í sóttkví. Fjöldi smita hefur greinst í grunnskólum í haust, meðal yngstu nemenda, sem ekki eru bólusettir. 46 smit voru greind í fyrradag.
31.08.2021 - 11:15
Hafnar því að stjórnendur séu of margir
Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hafnar því algerlega að of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, margt bendi til þess að spítalinn þyrfti fleiri stjórnendur. Hann segir að til lengri tíma þurfi meiri fjármögnun í heilbrigðisþjónustu.
26.08.2021 - 19:17
Smitin dreifð víða um land en smitrakning gengur vel
Þau covid-smit sem hafa verið greind síðustu daga dreifast víða um landið, og hafa verið greind svo sem í hópum á vinnustöðum og í vinahópum. Vel gengur að rekja smit, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna.
26.08.2021 - 12:17
Einn lést af völdum COVID-19 í gær
Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum í gær. Fréttastofa hefur fengið þetta staðfest hjá Runólfi Pálssyni, yfirlækni covid-göngudeildarinnar. Þetta er fyrsta andlátið af völdum sjúkdómsins í þessari bylgju faraldursins. Samkvæmt yfirliti á covid.is var manneskjan sem lést á sjötugsaldri. Þrjátíu og einn hefur látist vegna sjúkdómsins hér á landi.
26.08.2021 - 10:54
Hraðprófin renna út á BSÍ
Töluverð eftirspurn er eftir því að komast í hraðpróf sem greina COVID-sýkingu á innan við korteri og nokkur einkafyrirtæki sem bjóða upp á þau. Forsvarsmaður eins þeirra segir þjónustuna létta undir með heilsugæslunni. Hann beið í rúmt ár eftir starfsleyfi. 
12.08.2021 - 17:08
Spegillinn
Börn og foreldrar þurfa að ræða um bólusetningu
Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætla að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nægilega þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til þeirra skoðana. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega bíða með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks.
Sjónvarpsfrétt
Bæði með COVID-19 en fullbólusett með Pfizer og Astra
Hjón með COVID-19, bæði bólusett, annað með AstraZeneca og hitt með Pfizer, standa frammi fyrir allt að nítján dögum í sóttkví og einangrun. Á sjö manna heimili eru þrjú með COVID-19, ein í heimasóttkví og þrjú fóru út af heimilinu. Þau segja eina ráðið að fara vel með sig og hvetja alla með einkenni til að fara í sýnatöku.
07.08.2021 - 20:48
HSU mun taka við sjúklingum Landspítala í bráð
Heilbrigðisstofnun Suðurlands undirbýr nú opnun allt að fimmtán nýrra sjúkra- og hjúkrunarrýma á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda sem lúta að því að létta undir með Landspítala. Þrengra verður þá um sjúklinga á sjúkrahúsinu en ýmissa leiða er leitað til þess að koma fyrir nýjum rýmum.
Vikulokin
Stefán Hrafn biðst afsökunar á bréfinu
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, biðst afsökunar á bréfi sem hann sendi stjórnendum spítalans á miðvikudagskvöld. Í bréfinu var stjórnendum, sem eru á þriðja hundrað, ráðið frá því að svara símtölum fjölmiðla og beina fyrirspurnum til hans. Þá voru talin upp símanúmer fjölmiðla og fjölmiðlamenn kallaðir  „skrattakollar“.
07.08.2021 - 13:52