Færslur: heilbrigðismál

Viðtal
Opna þriðja farsóttarhúsið og sárvantar starfsfólk
Staðan á farsóttarhúsum er þung og það sárvantar starfsfólk, segir Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónamaður húsanna. Tvö farsóttarhús eru orðin full og það þriðja opnar í dag.
25.07.2021 - 16:26
Miklar annir við COVID-sjúkraflutninga
Miklar annir hafa verið við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, samhliða fjölgun COVID-smita. Í nótt voru tuttugu og þrír slíkir flutningar og síðustu daga hefur fjöldinn verði svipaður. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, segir að fólki hafi aðeins verið fjölgað í slökkviliðinu en að álagið hafi þó aukist. 
Tveir starfsmenn og einn sjúklingur með COVID
Tveir starfsmenn Landspítala og einn sjúklingur voru í gær greindir með COVID-19, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans. Gerð var umfangsmikil rakning og voru tveir sjúklingar og níu starfsmenn settir í sóttkví. Ellefu aðrir starfsmenn voru settir í vinnusóttkví.
24.07.2021 - 14:54
Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.
24.07.2021 - 13:55
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Ástralíu
Tugir mótmælenda voru handteknir í Sydney í Ástralíu dag þegar fólk kom saman til að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum. Yfirvöld í Nýja-Suður-Wales gagnrýna framgöngu mótmælenda harðlega, enda hafi þeir verið að brjóta sóttvarnareglur.
24.07.2021 - 13:11
Auglýsa eftir fólki í bakvarðasveitir
Félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvetja til þess á vef sínum að fólk skrái sig á lista bakvarðasveita. Hjá félagsmálaráðuneyti er sérstaklega óskað eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa og börn með sértækar stuðningsþarfir og er óskað eftir fólki með reynslu og menntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Smit á Höfn og einn vinnustaður í sóttkví
Eitt COVID-smit kom upp hjá starfsmanni veitingastaðar á Höfn í Hornafirði í gær. Veitingastaðnum hefur verið lokað á meðan smitið er rakið. Nokkrir mánuðir eru síðan síðast kom upp smit á Hornafirði.
20.07.2021 - 16:13
Sjónvarpsviðtal
Leggst ekki gegn hertum aðgerðum en telur þær óþarfar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, telur ekki þörf á hertum COVID-aðgerðum á landamærunum á þessum tíma á meðan innlögnum og alvarlegum veikindum fjölgar ekki. Hún lagðist þó ekki gegn tillögum heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin samþykkti í dag og segir til bóta að fólk megi framvísa hraðprófi.
Sjónvarpsfrétt
Bólusettir ferðamenn verða að sýna neikvætt vottorð
Bólusett fólk þarf að framvísa neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins, samkvæmt nýjum reglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Þetta er ákveðið í ljósi fjölgunar smita að undanförnu. Flest smitin eru af delta-afbrigðinu.
Sjónvarpsviðtal
Nýtt minnisblað sóttvarnalæknis komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan 12 á hádegi og ræðir um innihald minnisblaðsins. Sóttvarnalæknir vill ekki gefa mikið upp um innihaldið að öðru leyti en því að hann leggi til að hert verði á reglum á landamærunum.
Mögulegt sóttkvíarbrot á Djúpavogi
Mögulegt sóttkvíarbrot átti sér stað á Djúpavogi í dag þegar skemmtiferðaskip, þar sem allir um borð áttu að vera í sóttkví, lagðist að bryggju í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
15.07.2021 - 18:07
Rúmlega 250 þúsund Íslendingar fullbólusettir
Samkvæmt tölum á Covid.is eru rúmlega 85% Íslendinga fullbólusettir og tæplega 5% hafa fengið fyrri skammtinn. Það styttist þar með í að Íslendingar 16 ára og eldri verði fullbólusettir, þó það gerist væntanlega ekki fyrr en í haust þar sem starfsmenn heilsugæslunnar sem vinna í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í langþráð sumarfrí.
Annar upplýsingafundur á dagskrá að viku liðinni
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til annars upplýsingafundar á fimmtudaginn í næstu viku, 22. júlí. Í dag var haldinn fyrsti upplýsingafundurinn síðan 27. maí, eða eftir 49 daga hlé.
15.07.2021 - 14:40
Úrræði fyrir öryggisvistun mun rísa í Reykjanesbæ
Ríkið hefur leitast eftir samstarfi við Reykjanesbæ varðandi að fá lóð fyrir hús sem verður sérstaklega fyrir öryggisvistun og -gæslu einstaklinga.
Sjónvarpsfrétt
Fólk á Kúbu komið með nóg og mótmælir matarskorti
Þúsundir tóku í gær þátt í fjölmennustu mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Kommúnistastjórnin leyfir ekki mótmæli og hart var tekið á mótmælendum. Albert Borges Moreno, sem er frá Kúbu, og býr hér á landi segir að staðan á Kúbu sé hræðileg og að fólk sé komið með nóg. Bæði sé skortur á lyfjum og mat. Luis Castillo kveðst vona að mótmælin haldi áfram.
12.07.2021 - 20:20
Rannsóknir vegna leghálsskimana verða fluttar heim
Tuttugu og fimm mál vegna leghálsskimana hafa borist umboðsmanni Alþingis. Hann tekur málið alvarlega. Varaformaður læknaráðs Landspítalans fagnar því að færa eigi rannsóknir vegna leghálsskimana aftur til Íslands. Heilbrigðisráðherra segir málið til skoðunar. 
30.06.2021 - 17:09
Áfangasigur, ekki fullnaðarsigur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þó Íslendingar séu á góðum stað í bólusetningum þá verði að hafa varann á. Bólefni virðast virka vel á delta afbrigði veirunnar, en ný afbrigði gætu komið upp á næstu misserum þannig að hugsa þyrfti bólusetningar upp á nýtt.
Veldisvöxtur í vöktunarbúnaði fyrir lyfjageira og mat
Framleiðsla á vöktunarbúnaði fyrirtækisins Controlant, meðal annars fyrir bóluefni Pfizer, hefur margfaldast á skömmum tíma. Veldisvöxtur er hjá fyrirtækinu. 
26.06.2021 - 11:51
„Það er enginn sem hlustar“
Yfir þúsund læknar saka stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins og krefjast þess að stjórnmála- og embættismenn axli ábyrgð á stöðunni. Undirskriftum var skilað til heilbrigðisráðuneytisins í dag. 
Eðlilegt að óska skýringa á útgjöldum
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ósk um skýringar SÁÁ á 134 milljónum króna, sé hluti af eftirlitshlutverki. Beðið sé eftir svari frá SÁÁ á útgjöldunum.
Forsendur til að draga enn úr höftum
Allar forsendur eru til þess að auka tilslakanir vegna faraldursins, að mati sóttvarnalæknis. Staðan hér á landi sé góð. Útbreiddur faraldur verði ekki en hópsmit geti komið upp hjá óbólusettum og gott að fara með gát.
Lítill Janssen-dagur á fimmtudag eða ekkert bólusett
Allsendis óvíst er hvort bóluefnið AstraZeneca berst fyrir fimmtudag. Hugsanlega verður lítill Janssen-dagur þá ef eftirspurn er næg en annars engin bólusetning.
21.06.2021 - 10:25
Sjónvarpsfrétt
Áfall að vera látinn fara eftir þrjátíu ára starf
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri, sem sagt var upp á föstudag eftir þrjátíu ára starf, segir uppsögnina hafa verið áfall. Hann telur að uppsagnirnar á heimilinu hljóti að bitna á þjónustunni við íbúa. 
20.06.2021 - 19:02
Þrettán sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð
Heilsuvernd sagði í gær upp 13 starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Forseti ASÍ óttast að yfirtaka fyritækisins á rekstrinum sé upphafið að einkavæðingarhrinu hjúkrunarheimilanna. Hún vill láta reyna á hvort uppsagnirnar standist lög. 
Sjónvarpsfrétt
Geðlæknaskortur bitnar á þjónustu við veikasta hópinn
Landspítalinn vill bregðast við miklum geðlæknaskorti með því að ráða geðlækna að utan. Forstöðumaður geðsviðs segir skortinn óhjákvæmilega bitna á sjúklingum, einkum veikasta hópnum. Til greina kemur að reyna að beina fleiri sjúklingum annað.