Færslur: heilbrigðismál

Ótækt að gleyma að endurnýja svo mikilvæga reglugerð
Aðeins stopular viðræður hafa verið milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi lækna frá 2018, þegar síðasti samningur um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga rann út, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Hluti lækna og læknastöðva hafa hætt að senda rafræna reikninga til Sjúkratrygginga. 
Þetta helst
Aldrei hafa fleiri látist úr ofskammti lyfja en í fyrra
Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrana en á síðasta ári. Samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins um lyfjatengd andlát 46 árið 2021, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á síðari helmingi. Af þeim sem létust vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðinn oxycontin og flogaveikilyfið pregabalin voru algengustu lyfin sem fundust í þeim látnu. Þetta helst fjallaði um lyfjatengd andlát og ópíóíða í dag.
31.08.2022 - 13:19
Þetta helst
Stór og smá kókaínmál, Hollywood og erythroxylum coca
Íslensk yfirvöld fundu hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands og er þetta langmesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál, þar snerist um 16 kíló. Fjórir eru í haldi vegna kílóanna hundrað, ekki góðkunningjar lögreglu. Þetta helst skoðaði sögu kókaíns, faraldurinn á Íslandi og stöðuna í dag.
19.08.2022 - 13:47
Þetta helst
Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk
„Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk,“ segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna í viðtali við Læknablaðið. Sumir fangar sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar, en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Skipti á sérlyfjum nánast daglegt brauð
Barnalæknir segir skipti á sérlyfjum nánast daglegt brauð hér á landi. Sífellt sé verið að skipta um lyfjaheiti á sömu virku efnunum sem opni á hættu á að rangir skammtar eða of stórir skammtar séu gefnir.
10.08.2022 - 17:04
Þetta helst
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu á heimsvísu. Sjúkdómurinn hefur greinst í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum hans. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV-faraldursins. Þetta helst skoðar betur þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Sjónvarpsfrétt
Mönnunarvandi stærsti vandi spítalans
Staða Landspítalans er snúin og brýnasta verkefni hans er að leysa mönnunarvanda til framtíðar, segir nýr formaður stjórnar spítalans. Taka verði upp gott samtal við háskólana um menntun heilbrigðisstarfsfólks og stytta biðlista, meðal annars með samningum við einkaaðila.
Þetta helst
Riðusjúkdómar í mönnum og dýrum
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur beri ákveðnar arfgerðir, eru þannig gerðar í genunum, að þær eru líklega verndaðar gegn riðu. Nú á að rækta íslenskan sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Í Þetta helst er skoðað hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt, skoða tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum.
12.07.2022 - 08:02
Segja sögur verkamanna í Katar á fótboltaspilum
Sænskir rannsóknarblaðamenn, í samstarfi við kollega sína í Suður-Asíu, hafa safnað sögum verkamanna sem hafa látist eða slasast við vinnu sína við undirbúning HM í fótbolta í Katar. Sögurnar gefa þeir út á spilum, líkum þeim sem tíðkast að gefa út með upplýsingum um leikmenn.
02.07.2022 - 13:08
Þrjátíu og tveir á Landspítala með COVID-19
Þrjátíu og tveir liggja á Landspítalanum með COVID-19, á tólf starfstöðvum. Sjúklingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Yfirlæknir sýkingavarnadeildar segir að árangur af bólusetningum sé þó greinilegur.
Þetta helst
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir á norðurhveli
Þetta helst rifjar upp Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á um 60 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki. Þetta helst rifjar upp umdeildar ófrjósemisaðgerðir á Íslandi í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni.
11.06.2022 - 08:30
Morgunútvarpið
Segir óreiðu í skipulagi heilbrigðisþjónustu
Forstjóri Landspítala segir vanda spítalans grafalvarlegan og gríðarstóran. Skilgreina þurfi hlutverk Landspítala betur, skipulagsóreiða hafi verið í heilbrigðisþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, í mörg ár og það hafi legið fyrir í mörg ár að verkefnum spítalans myndi fjölga.
Vissu ekki að læknirinn væri ákærður fyrir ofbeldi
Læknirinn, sem ákærður var fyrir að beita konu sína og þrjú börn ofbeldi, hefur lokið störfum hjá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands. Forstjóri HSN segist hafa lesið um ákæruna í fjölmiðlum og ekki vitað um málið þegar maðurinn var ráðinn.
06.05.2022 - 10:08
Sárvantar heilsugæslu í Suðurnesjabæ
Margrét Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, segir að sárlega vanti heilsugæslu í sveitarfélagið og sveitarstjórnarmenn verði að ýta á stjórnmálamenn um það. Þá þurfi einnig að móta stefnu í menningar- og ferðamálum, það sé hagur allra.
Kvaddi fjölskylduna fyrir aðgerð sem var svo frestað
Ekki er óalgengt að flóknum hjartaaðgerðum sé aflýst með stuttum fyrirvara vegna plássleysis á gjörgæslu. Í morgun hafði 74 ára maður kvatt aðstandendur sína fyrir flókna og lífshættulega hjartaaðgerð. Þegar hann mætti á Landspítalann var honum tilkynnt að aðgerðinni hefði verið frestað í fjórða sinn.
Leghálssýni tekin á Heilsugæslunni send til Danmerkur
Sýni tekin í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða rannsökuð ýmist á Landspítala eða á rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku, þar til samningur ríkisins við danska sjúkrahúsið rennur út um næstu áramót. Flutningur sýnanna úr landi hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði sérfræðingum og þjónustuþegum.
1.186 innanlandssmit í gær og 17 á landamærunum
Í gær greindust 1.186 með kórónuveiruna innanlands, sem er svipaður fjöldi og í fyrradag. Þar af voru 531 í sóttkví við greiningu. Sautján til viðbótar greindust við landamærin.
Viðtal
Fimmtíu mega koma saman og skemmtistaðir opna á ný
Breyttar sóttvarnarreglur taka gildi frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin kynnti varfærnislegar afléttingar á blaðamannafundi í dag, en heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta öllum sóttvarnarreglum í mars. Breytingarnar voru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis, að frátöldum lengri opnunartíma veitingahúsa, en ráðherra kaus einnig á láta reglunar taka gildi fyrr en lagt var til í minnisblaði.
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Nýtt minnisblað tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag
Ríkisstjórnin ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum á fundi sínum í dag klukkan hálf tíu. Undanfarna daga hefur verið þungt hljóð í sóttvarnalækni varðandi stöðu faraldursins.
1.101 smit í gær og 53 endursmit
1.101 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær, sem er svipaður fjöldi og í gær. 53 smit eru skráð sem endursmit, en það eru einstaklingar sem hafa fengið covid minnst einu sinni áður. Þar af voru 105 smit greind á landamærunum, sem eru nokkuð meira en í gær. Það fækkar lítillega í einangrun og sóttkví milli daga.
Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19. Andlát af völdum veirunnar eru nú samkvæmt farsóttarnefnd spítalans, 43 frá upphafi faraldursins. Þetta er tólfta andlátið í þessari bylgju faraldurins.
13.01.2022 - 10:10
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.