Færslur: Hamfarahlýnun

Sjónvarpsfrétt
Fleiri en 1.000 saknað eftir fordæmalaus hamfaraflóð
Fleiri en 100 eru látin í Þýskalandi og minnst 20 í Belgíu vegna hamfaraflóða sem herjað hafa á meginland Evrópu. Eyðileggingin er gríðarleg, björgunarstarf er torvelt á sumum svæðum og yfir þúsund manns er saknað.
16.07.2021 - 19:23
Menningin
Notar listina til að ná merkingunni úr Excel-gröfunum
Hoffellsjökull hefur verið miðlægur í rannsóknum Þorvarðar Árnasonar, forstöðumanns Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands í Hornafirði, sem er líka afkastamikill ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.
Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.
20.04.2021 - 12:21
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.
Víðfeðmustu gróðureldar í sögu Kaliforníu loga enn
Miklir skógar- og gróðureldar loga enn í Kaliforníu og varað er við hitabylgju meðfram endilangri Kaliforníuströnd næstu daga. Óttast er að hitinn og þurrir og hlýir vindar blási enn meiri krafti í eldana, sem þegar eru orðnir þeir mestu og víðfeðmustu sem sögur fara af í ríkinu. Við San Francisco-flóa hefur viðvörun vegna reykmengunar verið í gildi um hríð og andrúmsloftið flokkað sem „óheilnæmt.“ Í tilkynningu yfirvalda segir að sú viðvörun hafi verið framlengd fram í miðja næstu viku.
Myndskeið
„Umhverfið minnir á heimsendi“
Minnst 24 eru látin af völdum gríðarlegra gróðurelda sem geisa á vesturströnd Bandaríkjanna. Aldrei hefur stærra landsvæði brunnið í gróðureldum þar, íbúar segja aðstæður minna á dómsdag. Formaður loftslagsráðs segir bein tengsl
11.09.2020 - 20:02
Orkuskipti í samgöngum eitt stærsta framtíðarverkefnið
Orkuskipti í samgöngum geta sparað hverju heimili um 400 þúsund krónur á ári þegar markmið aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum hafa náðst. Loftslagsváin er einn helsti umhverfisvandi sem mannkynið stendur frammi fyrir og þjóðir heims verða að ráðast í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við vandanum.
08.09.2020 - 16:46
4 þúsund tonn af koldíoxíði verða að steini
Carbfix og Orka náttúrunnar hafa gengið til samstarfs við svissneska fyrirtækið Climeworks, sem sérhæfir sig í að fanga lofttegundina koldíoxíð CO2 úr andrúmsloftinu og farga henni varanlega.
26.08.2020 - 15:12
Ísinn á jörðinni bráðnar hraðar en áður var talið
Á innan við 30 árum hafa 28 trilljón tonn af ís horfið að yfirborði jarðar. Gervihnattamyndir af Norðurpólnum, Suðurskautinu, jöklum og fjöllum heimsins sýna að bráðnun íss getur leitt til hækkunar sjávarborðs um allt að einn metra fyrir lok aldarinnar.
2 ár frá fyrsta verkfallinu og heimurinn enn í afneitun
Jarðarbúar eru enn í afneitun tveimur árum þegar kemur að loftslagsbreytingum, skrifar sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg í Guardian í dag. Tvö ár eru í dag frá því hún settist fyrst niður fyrir utan sænska þinghúsið og fór í skólaverkfall fyrir loftslagið.
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Lestin
Býst við að vera fangelsuð fyrir 82 ára afmælið
Sextíu og sex ár skilja leikkonuna Jane Fonda og aðgerðarsinnann Gretu Thunberg að í aldri en þær eiga það sameiginlegt að verja hverjum föstudegi í hávær mótmæli. Thunberg berst gegn því að þurfa að lifa með afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum en Fonda mótmælir því hún vill ekki deyja, vitandi að hún var hluti vandans.
03.12.2019 - 15:02
Viðtal
Stjörnu-Sævar vakti heimsendakvíðann
Höfundur ljóðabókarinnar Þetta er ekki bílastæði hefur þegar hafist handa við næstu bók en hún fjallar um drauga. „Það er ágætt að huga aðeins að eftirlífinu á tímum sem þessum,“ segir ljóðskáldið Brynjólfur Þorsteinsson sem nýverið gaf út ljóðabók sem fjallar meðal annars um loftslagsvána. Hann fullyrðir meðal annars að ljóðabækur séu ekki bílastæði.
06.11.2019 - 12:48
Viðtal
Vil alls ekki vera kölluð „geðþekk“
Hún var eina konan í hópi Listaskáldanna vondu sem fylltu Háskólabíó árið 1976. Þar las Steinunn upp heimsósómaljóð um loftslagsvandann og ábyrgð mannkyns, langt á undan sínum samtíma. Í nýjustu ljóðabók sinni Dimmumótum fjallar hún 40 árum síðar aftur um hamfarahlýnun og ást sína á Vatnajökli sem hún segist horfa á breytast úr tignarlegum jökli í bílskúr.
05.11.2019 - 09:21
Fréttaskýring
Hvernig stendur baráttan við hlýnun jarðar?
Sérstakur fundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál var haldinn í aðdraganda Allsherjarþingsins í New York í vikunni. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Í nýjasta þætti Heimskviðna er rætt við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing, um baráttuna við hlýnun jarðar.
29.09.2019 - 07:30
Vilja aðgerðir núna
Milljónir barna og ungmenna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Fyrirmyndin er eins og alþekkt er skólaskróp Gretu Thunberg sem tók sér stöðu við sænska þinghúsið föstudag einn í ágúst í fyrra og nær alla föstudaga þaðan í frá. Merki hennar hefur verið tekið upp víða um heim og í febrúar fór ungt fólk að koma saman í hádeginu á föstudögum á Austurvelli í Reykjavík og gerði enga undantekningu í rigningunni í dag.
Pistill
Yfirvofandi heimsendir
„Við munum öll deyja. Öll. Við deyjum öll. Við munum öll deyja. Kæri lesandi, þú ert dauðans matur,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson í öðrum pistli sínum um hamfarahlýnun og heimsendi.
21.07.2019 - 15:00