Færslur: Hamfarahlýnun

Djúpar lindir gætu valdið gríðarlegri hlýnun
Ef mannkyn brennir öllu því eldsneyti sem til er í þeim lindum sem um er vitað myndi það valda meiri hlýnun loftslags en samanlagt hefur orðið frá iðnbyltingu hingað til. Þetta staðhæfir breska hugveitan Carbon Tracker sem birt hefur gagnagrunn um allar kola-, olíu- og gaslindir heims.
20.09.2022 - 14:43
Vilja koma upp skaðabótasjóði vegna loftslagshamfara
Hópur ríkja sem er í hvað viðkvæmastri stöðu vegna loftslagsbreytinga vill að þau ríki sem bera mesta ábyrgð á vandanum fjármagni baráttuna gegn loftslagsbreytingum og skaðabætur að meira leyti en þau gera nú. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.
20.09.2022 - 13:02
Bera litla ábyrgð en þurfa að þola mestu afleiðingarnar
Leiðtogar Afríkuríkja kölluðu eftir því í gærkvöld að auðugari ríki heims fjármagni verkefni til að aðstoða hin fátækari við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Til stendur að afla 25 milljarða bandaríkjadala til að fjármagna þriggja ára verkefni til að styrkja landbúnað og innviðauppbyggingu.
06.09.2022 - 11:52
Hamfaraveður í austri og vestri
Hamfaraveður geisar nú bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Við austurströndina voru flóðaviðvaranir gefnar út á svæði sem um áttatíu milljónir byggja í gærkvöldi og á vesturströndinni geisar hættuleg hitabylgja.
06.09.2022 - 10:28
Vilja að ríku löndin borgi loftslagsskaðabætur
Auðugari ríki heims ættu að greiða hinum fátækari skaðabætur þar sem þau bera ábyrgð á mun meiri útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þar með loftslagsbreytingum. Þetta sagði Sherry Rehman, loftslagsmálaráðherra Pakistans, í viðtali við The Guardian.
05.09.2022 - 10:48
Spegillinn
„Sumt getum við ekki læknað úr þessu, bara meðhöndlað"
„Freðhvolf jarðar er eins og lífsnauðsynlegt líffæri fyrir jörðina. Sumt getum við ekki læknað úr þessu, heldur bara meðhöndlað," þetta segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar.
30.08.2022 - 11:30
Búast við nærri 30 sentímetra hækkun sjávarmáls
Jafnvel þó meðalhiti á yfirborði jarðar hækkaði ekki meira, mun bráðnun Grænlandsjökuls leiða til mikillar hækkunar sjávarmáls. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í ritinu Nature Climate change.
30.08.2022 - 10:04
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
Komu böndum á mikinn skógareld í Valencia á Spáni
Slökkviliði á Spáni hefur tekist að koma böndum á mikinn skógareld sem logað hefur norðvestur af Valenciaborg dögum saman, hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva að miklu leyti. Yfirvöld í héraðinu hafa því aflétt tilskipun um rýmingu fjölda húsa.
22.08.2022 - 02:23
Yfir 40 látin í skógareldum í Alsír
Fórnarlömbum skógarelda sem logað hafa í norðanverðu Alsír síðustu daga fjölgar enn og eru orðin minnst 40 talsins. Í frétt AFP segir að minnst tíu börn og jafnmargir slökkviliðsmenn séu á meðal hinna látnu.Tólf manns fórust þegar smárúta sem þau voru í lokaðist inni í eldhafi. Yfir 200 manns hafa ýmist hlotið brunasár, reykeitrun eða hvort tveggja í eldunum, sem eru að mestu bundnir við norðurhluta landsins og fjalllendið þar.
19.08.2022 - 01:28
Miklir skógareldar loga enn á Íberíuskaganum
Hundruð slökkviliðsmanna leggja nótt við dag í baráttunni við ógnarmikla skógarelda sem enn brenna á Spáni og í Portúgal. Um 300 slökkviliðsmenn unnu að því alla aðfaranótt þriðjudags að koma einhverjum böndum á stóran skógareld í nágrenni borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og álíka margir tóku við keflinu þegar dagur reis.
17.08.2022 - 01:34
Fjórfalt hraðari loftslagshlýnun á Norðurslóðum
Loftslag á norðurskauti jarðar hefur hlýnað um fjórfalt hraðar en annars staðar á jörðinni að meðaltali. Þetta eru niðurstöður norskra og finnskra vísindamanna sem birtust í grein í ritinu Communications Earth & Environment í vikunni.
13.08.2022 - 15:33
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er ekki venjulegt sumar“
Þurrkar ógna um 60% af Evrópu og vatnsyfirborð Rínar er að verða svo lágt að það gæti ógnað skipaumferð og vöruflutningum. Viðbúnaðarstig vegna langvarandi þurrka var hækkað á átta svæðum í Bretlandi í dag og milljónir Breta gætu þurft að takmarka vatnsnotkun á næstu dögum. 
12.08.2022 - 20:48
Vilja Evrópureglur um hámarkshita á vinnustað
Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, vill að settar verði reglur um hámarkshita á vinnustað og hafa sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi þar að lútandi. Tilefnið er andlát þriggja verkamanna sem létust við störf sín í Madríd, höfuðborg Spánar, þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir í liðinni viku.
Þriðja hitabylgja sumarsins í Kína
Hitabylgja ríður yfir stór svæði í Kína í dag og næstu daga og spáð er um og yfir 40 stiga hita víða um land. Þetta er þriðja og sums staðar fjórða hitabylgja sumarsins á þessum slóðum, segir í frétt The Guardian. Í nokkrum borgum við og nærri ströndinni hefur verið lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna hitans og inni í landi er varað við hættu á því að ár flæði yfir bakka sína og stíflur gefi sig vegna mikilla leysinga og jökulbráðar.
23.07.2022 - 04:20
Eldar loga víða um brennheita og skraufþurra Evrópu
Ógnarmikil hitabylgja hefur kostað fjölda mannslífa í Evrópu, hert enn á þurrkum og valdið fjölmörgum skógar- og gróðureldum víða í álfunni síðustu daga. Talsvert hefur dregið úr hitanum á Bretlandi, Frakklandi, en norðar og austar hitnaði enn á miðvikudag og sums staðar mun hitna enn meira í dag. Slökkvilið berst enn við fjölda skógarelda á Íberíuskaga, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og víðar.
21.07.2022 - 04:38
Spá hitameti í Danmörku síðdegis í dag
Hitabylgjan sem þjakað hefur íbúa Suðvestur-Evrópu síðustu daga og dundi á Bretum af fullum þunga í gær þokast enn norður á bóginn. Mjög heitt var í Þýskalandi og Benelux-löndunum í gær og í Danmörku fór hiti víða yfir 30 gráður.
20.07.2022 - 03:07
Hitabylgja og miklir skógareldar í Bandaríkjunum
Ríflega 100 milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem veðurviðvaranir eru í gildi vegna ógnarhita. 85 stórir skógar- og gróðureldar loga í 13 ríkjum Bandaríkjanna, þar sem um 1,2 milljónir hektara, 12.000 ferkílómetrar skógar- og gróðurlendis hafa þegar orðið eldunum að bráð. Í gær, þriðjudag, greindu yfirvöld frá 14 nýjum, stórum skógareldum; sjö í Texas, tveir í hvoru um sig Alaska og Washingtonríki og einn í Arisóna, Kaliforníu og Idaho.
20.07.2022 - 02:21
Vistkerfi Ástralíu á barmi hruns samkvæmt nýrri úttekt
Lífríki Ástralíu hefur hnignað hratt á síðustu árum og er í „hörmulegu ástandi“, er fram kemur í nýrri skýrslu yfirvalda um stöðu náttúrunnar í landinu.
19.07.2022 - 05:17
Enn geisa hamfaraflóð á austurströnd Ástralíu
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín á austurströnd Ástralíu, þar sem hamfaraflóð í kjölfar ofsarigninga geisa fjórða sinni á átján mánaða tímabili. Vatnsveðrið fikrar sig nú norður með austurströndinni eftir að hafa valdið miklum flóðum í milljónaborginni Sydney og nærsveitum síðustu daga.
06.07.2022 - 04:31
Bandaríkin
Skæð hitabylgja og ógnarmiklir skógareldar
Hitabylgja geisar víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Nýja Mexíkó loga mestu skógareldar sem sögur fara af í ríkinu. Kaliforníubúar fá í dag eilitla hvíld frá hitabylgju sem þar hefur geisað inn til landsins um hríð, en spár gera ráð fyrir að hitinn nái fyrri hæðum á þriðjudag.
Vanúatú
Lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga
Forsætisráðherra eyríkisins Vanúatú á Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna loftslagsbreytinga og hamfarahlýnunar. Landið er sagt í bráðri hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga, ekki í framtíðinni heldur nú þegar.
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Sjónvarpsfrétt
Verði að vera nákvæmara hvað eigi að gera og hvenær
Eins og í fyrri loftslagsskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna eru skilaboðin skýr. „Þetta er síðasta viðvörunin sem við fáum. Það er ljóst að það þarf að ná miklu meiri árangri miklu hraðar,“ segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Kanadaher aðstoðar íbúa hamfarasvæða
Kanadaher mun aðstoða íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti í hamfaraveðrinu í Bresku Kólumbíu. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna gríðarlegra flóða og aurskriðna sem ollu verulegu tjóni, því mesta í manna minnum.