Færslur: HAM

Útvarpsfrétt
Iceland Airwaves snýr aftur eftir 2ja ára covid-hlé
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur í haust eftir tveggja ára hlé. Í dag var tilkynnt um fjórtán tónlistarmenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni. Viðburðarstjóri segir Iceland Airwaves skipta miklu máli fyrir tónlistarmenn.
23.03.2022 - 17:45
Íslensku tónlistarverðlaunin
Haf trú með HAM á Íslensku tónlistarverðlaununum
Hljómsveitin HAM kom fram á Íslensku tónlistarverðlaununum í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og tók lagið Haf trú, sem var einnig valið rokk lag ársins á hátíðinni. Það voru að sjálfsögðu Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé sem voru fremstir í flokki og fluttu lagið af alkunnri snilld.
„Við ákváðum snemma að verða listbræður“
Rokkararnir og listamennirnir Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson voru unglingar í Kópavogi þegar þeir kynntust og smullu saman. Þeir deila meðal annars áhuga á óhugnaði og drunga og gerðu ungir saman heimagerðar hryllingsmyndir með miklu gerviblóði. Mesta áherslu lögðu þeir á tónlistina fyrir myndirnar og varð sú tónsmíð vísir að hljómsveitinni HAM.
13.10.2020 - 11:31
Pylsuát Íslendinga lykillinn að velgengni HAM
Að sögn Óttars Proppé var hljómsveitin Ham ávallt með eindæmum óvinsæl hljómsveit og illa þokkuð. En þegar að sveitin hætti varð hún mjög vinsæl. Segir Óttar að pylsuát íslensku þjóðarinnar eigi stóran þátt í vinsældum Ham. Þeir höfðu þá gert tónlist fyrir myndina Sódóma Reykjavík en myndin fylgdi með á VHS spólu með öllum keyptum pylsupökkum um tíma.
23.02.2020 - 09:06
Gagnrýni
Þögn, niður og gnauð(i) frá bestu hljómsveit í heimi
Chromo Sapiens er ný plata með bestu hljómsveit í heimi, HAM. Hún er tilkomin vegna sýningar Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, á Feneyjatvíæringnum og jafnframt djarft verk og vel þegin viðbót við höfundarverk HAM.
HAM - Chromo Sapiens
Hljómsveitin HAM er fyrir löngu orðin goðsögn í íslenskri rokktónlist. HAM hefur verið lýst sem háværustu hljómsveit norðan alpafjalla og einhverjir hafa gengið svo langt að krýna HAM konunga drungarokksins.
21.01.2020 - 15:27
HAM - Haf trú
Rokkhundarnir í HAM fluttu nýsmellinn Haf trú í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið er hluti af nýrri plötu hljómsveitarinnar, Chromo Sapiens, sem samin var fyrir verk Hrafnhildar Shoplifter á Feneyjartvíæringnum. Hrafnhildur var einnig gestur þáttarins.
17.01.2020 - 22:14
Myndskeið
Hinn litrófsborni hamur Shoplifter í Feneyjum
Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - opnaði sýninguna Chromo Sapiens á Feneyjartvíæringnum fyrir skemmstu. Sýningin er líklega metnaðarfyllsta verk Hrafnhildar til þessa og minnir einna helst að ganga inn í eins konar ofurnáttúru eða renna ofan magann á litríkum tuskubangsa. Verkið verður sýnt á Íslandi í janúar.
Myndskeið
„Sviksemi“ af fingrum fram
Sigurjón Kjartansson var gestur Jóns Ólafssonar í þættinum Af fingrum fram og tók með honum stutta útgáfu af laginu Sviksemi, af plötunni Svik, harmur og dauði.
01.02.2018 - 14:12
Ham er besta hljómsveit í heimi
Söngvar um helvíti mannanna með Ham er straumlínulagaðra verk en síðasta hljóðversplata en viðheldur þeirri rokksköddun sem þessi besta hljómsveit í heimi er landskunn fyrir. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
HAM - Gulli Falk - Steppenwolf - LITH og Garg!
Allt þetta og miklu meira kemur við sögu í Füzz í kvöld, en í Füzz er spilað rokk.
30.06.2017 - 16:35
Rokk og meira Rokk og Metall
Það verður mikið Rokk í þættinum í kvöld en ég ætla meðal annars að skoða nýjan lista sem Rolling Stone var að birta yfir 100 best Metal-plötur sögunnar og sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. Þar er engin plata með AC/DC, engin með Kiss, engin með Deep Purple eða Led Zeppelin – en það er ástæða fyrir því. Skoðum það í þættinum.
23.06.2017 - 19:14
Nýtt lag frá hljómsveitinni HAM
Hin goðsagnakennda hljómsveit HAM, með heilbrigðisráðherra innan sinna vébanda, flutti glænýtt lag í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Lagið heitir Vestur-Berlín, en sú horfna borg er eftirlætisborg hljómsveitarmeðlima. Lagið er hið fyrsta sem heyrist af nýrri breiðskífu HAM sem væntanleg er í maí.
03.03.2017 - 22:06
Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí
Í Konsert vikunnar syngja og spila HAM og Jimi Tenor og Hjálmar.