Færslur: Haítí

Segir upp í mótmælaskyni við stefnu Bidens
Daniel Foote, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Haítí sagði í gær af sér í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjastjórnar. Foote sagði í uppsagnarbréfi sínu að ákvörðun stjórnvalda að snúa flóttamönnum frá Haítí við á landamærunum að Mexíkó væri ómannúðleg. Fólkið hafi flúið jarðskjálfta og pólitískan óstöðugleika í heimalandinu.
24.09.2021 - 05:33
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði
Ariel Henry, forsætisráðherra Karíbahafsríkisins Haítí hunsar allar þær grunsemdir sem beinast að honum vegna morðsins á Jovenel Moise forseta landsins 7. júlí síðastliðinn. Hann rak saksóknara sem fór fram á að hann yrði ákærður í málinu.
Vill fá að yfirheyra forsætisráðherra
Yfirsaksóknari á Haítí hefur boðað forsætisráðherrann Ariel Henry til yfirheyrslu í tengslum við rannsóknina á morðinu á forsetanum Jovenel Moise. Henry er sagður tengjast Joseph Felix Badio, sem talinn er hafa skipulagt morðið.
„Hér á Haítí ríkir mikil örvænting"
Hjördís Kristinsdóttir hélt til Haíti í lok ágúst starfar með neyðarteymi Rauða krossins. Hún er hagvön hjálparstarfi, fyrir 6 árum vann hún á vettvangssjúkrahúsi í Nepal og 2017 starfaði hún í tjaldsjúkrahúsi í Bangladess.
Endurreisn skólakerfis Haítí er kapphlaup við tímann
Stjórnvöld á Haítí keppast nú við að koma nemendum aftur að skólaborðinu eftir að harður jarðskjálfti reið yfir í síðasta mánuði. Allt kapp er lagt á að skólaárið fari ekki til spillis.
05.09.2021 - 03:24
Hundruð stöðvuð á norðurleið í Mexíkó
Öryggissveitir í sunnanverðri Mexíkó stöðvuðu í gær för mörg hundruð flóttamanna frá Mið-Ameríku. Fólkið var fótgangandi, og hugðist halda för sinni áfram norður til Bandaríkjanna. Börn voru með í för hefur AFP fréttastofan eftir yfirvöldum í Mexíkó.
31.08.2021 - 05:40
Lofar kosningum á Haítí eins fljótt og auðið er
Forsætisráðherra Haítí lofaði í dag að þingkosningar yrðu haldnar í landinu í bráð.
20.08.2021 - 23:04
Safnað vegna neyðarástands á Haítí
Ástandið á Haítí er skelfilegt. Jarðskjálfti að stærð 7,2 reið yfir eyjarnar á laugardag og eru minnst þrjú þúsund látnir. Enn er fjölmargra saknað.
20.08.2021 - 12:25
Enn fjölgar í hópi látinna eftir skjálftann á Haítí
Leitar- og björgunarlið heldur áfram að finna lík í húsarústum á Haítí, fjórum dögum eftir að stór jarðskjálfti reið þar yfir. 2.189 hafa fundist látin eftir skjálftann á laugardaginn var, samkvæmt haítískum yfirvöldum. Um eða yfir 12.000 slösuðust í hamförunum samkvæmt nýjustu upplýsingum, ríflega 7.000 heimili gjöreyðilögðust og yfir 12.000 byggingar skemmdust verulega. Þar með eru minnst 30.000 manns orðin heimilislaus af völdum skjálftans, sem var 7.2 að stærð.
19.08.2021 - 03:27
Fleiri finnast látnir á Haítí
Haítísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að 1.419 hefðu fundist látnir í landinu eftir kraftmikinn jarðskjálfta á laugardag, yfir 6.900 slösuðust í jarðskjálftanum.
16.08.2021 - 22:59
Nærri 1.300 látin eftir jarðskjálftann á Haítí
Heilbrigðisstarfsfólk á í stökustu vandræðum með að annast þær þúsundir sem slösuðust í jarðskjálftanum á Haítí í gær. 1.297 hafa fundist látnir eftir skjálftann, sem mældist 7,2 að stærð.
15.08.2021 - 23:09
Yfir 300 látin eftir jarðskjálftann á Haítí
304 hafa nú fundist látin eftir jarðskjálftann sem varð á Haítí um hádegisbil í gær. Skjálftinn mældist 7,2 að stærð og skilur eftir sig mikla eyðileggingu.
15.08.2021 - 01:57
Jarðskjálfti á Haítí
Þjóðin ekki búin að jafna sig eftir síðustu hamfarir
Sterkur jarðskjálfti, 7,2 að stærð, reið yfir Haítí um hádegisbil í dag. Enn er of snemmt að segja til um mannfall og tjón, en skjálftinn vekur upp óþægilegar minningar um áratuga gamlan harmleik.
Margir látnir eftir stóran skjálfta á Haítí
Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir vesturhluta Haíti um klukkan hálf eitt á íslenskum tíma í dag. Skjálftinn varð um átta kílómetra frá bænum Petit Trou de Nippes. Talið er að þúsundir manna gætu hafa látist í skjálftanum.
14.08.2021 - 14:14
Segir sig úr rannsóknarnefnd forsetamorðs
Dómarinn Mathieu Chanlatte, sem átti að leiða rannsóknarnefnd vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur sagt sig frá málinu. Í bréfi þar sem hann tilkynnir afsögn sína segir hann persónulegar ástæður liggja að baki.
Yfirmaður öryggismála Haítíforseta handtekinn
Lögregla á Haítí tilkynnti í dag að hún hefði handtekið yfirmann öryggisgæslu Jovenels Moise, forseta Haítí, sem ráðinn var af dögum fyrir skemmstu. Talskona lögreglunnar, Marie Michelle Verrier, staðfesti í samtali við AFP-fréttastofuna að Jean Laguel Civil, yfirmaður öryggismála hjá forsetaembættinu, hafi verið handtekinn, grunaður um aðild að samsæri um morðið á forsetanum á heimili hans í Port Au Prince aðfaranótt 7. júlí.
Nýr forsætisráðherra skipaður á Haítí
Ariel Henry var í gær settur í embætti forsætisráðherra Haítís við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Port-au-Prince, sama dag og formlegar minningarathafnir voru haldnar um Jovenel Moise, forseta, sem myrtur var fyrir tveimur vikum.
21.07.2021 - 04:41
Ekkja forseta Haítí útskrifuð af sjúkrahúsi
Martine Moise, ekkja Jovenel Moise fyrrum forseta Haítí, var útskrifuð af sjúkrahúsi í Flórída í kvöld. Hún særðist í árás vopnaðra manna sem urðu forsetanum að bana á heimili þeirra fyrr í mánuðinum.
Margt á huldu varðandi morðið á Moise
Ríkislögreglustjóri Kólumbíu telur að fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Haítí hafi átt þátt í morðinu á forsetanum Jovenel Moise. Deutsche Welle greinir frá þessu. Moise var skotinn til bana á heimili sínu af hópi vopnaðra manna 7. júlí.
Segjast hafa átt að handtaka Moise
Hópur skipaður fyrrum liðsmönnum kólumbíska hersins auk bandarískra ríkisborgara, hafa við yfirheyrslur sagst hafa verið ráðnir til að handtaka Jovenel Moise fyrrum forseta Haítí.
11.07.2021 - 21:31
Myndskeið
Ætla ekki að senda hersveitir til Haítí að svo stöddu
Bandaríkjastjórn ætlar ekki að senda hersveitir til Haítí að svo stöddu þrátt fyrir beiðni yfirvalda þar um. Upplausnarástandið hefur torveldað hjálparstarf á svæðinu.
10.07.2021 - 19:50
Draga kenningar um banamenn Moïse í efa
Stjórnarandstæðingur í Haítí segir að það hafi ekki verið erlendir tilræðismenn sem réðu Jovenel Moïse forseta Haíti af dögum líkt og þarlend lögregla heldur fram.
10.07.2021 - 15:50
17 kólumbískir hermenn meðal tilræðismanna
Talið er að minnst 17 fyrrverandi hermenn úr Kólumbíuher hafi verið í hópi 26 grunaðra, kólumbískra málaliða, sem réðu Haítíforseta af dögum á miðvikudag, ásamt tveimur bandarískum ríkisborgurum af haítískum ættum. Jorge Luis Vargas, ríkislögreglustjóri Kólumbíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi á föstudag.
Haítí
Biðja um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og SÞ
Yfirvöld á Haítí hafa farið þess á leit við bandarísk stjórnvöld að þau sendi hersveitir til landsins til að tryggja helstu innviði landsins. Þá hafa Haítar einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar að senda liðsafla í sömu erindagjörðum. Allsherjar upplausn ríkir í haítískum stjórnmálum eftir morðið á Jovenel Moïse forseta á miðvikudag.