Færslur: Haítí

Haítí
Glæpamenn rændu 38 manns í tveimur rútum
Hópur glæpamanna rændi í gær 38 manns sem voru á suðurleið frá höfuðborg Haítí í tveimur smárútum. 18 farþegar voru í hvorri rútu, auk bílstjóra. AFP fréttastofan hefur þetta eftir formanni samtaka sjálfstætt starfandi atvinnubílstjóra í borginni.
Minnst ellefu drukknuðu skammt frá Púertó Ríkó
Minnst ellefu manns fórust þegar bát þeirra hvolfdi skammt undan ströndum Púertó Ríkó síðdegis á fimmtudag. Ekki er vitað hversu mörg voru um borð, en bandaríska strandgæslan bjargaði rúmlega þrjátíu úr sjónum; 20 körlum og ellefu konum, og hefur fundið ellefu lík til þessa.
Haítí
Nær 150 myrt í hryllilegu stríði glæpagengja
Minnst 148 manns hafa verið myrt í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, frá því að hrottalegt allsherjarstríð braust út á milli tveggja illvígustu glæpagengja landsins í lok apríl. Í skýrslu haítíska Mannréttindanetsins (Réseau National de Défense des Droits Humains) segir að minnst 148 hafi verið myrt á frá 24. apríl fram í byrjun maí, „þar á meðal sjö glæpamenn, sem teknir voru af lífi af foringjum sínum.“
11.05.2022 - 01:38
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Foringi glæpagengis framseldur til Bandaríkjanna
Leiðtogi voldugasta glæpahrings Haití var framseldur til Bandaríkjanna í dag. Yfirvöld á Haití segja að líkja megi ofbeldisöldunni í landinu við stríðsástand. Maðurinn hefur stjórnað glæpastarfseminni úr fangaklefa í Port-au-Prince.
Sex fórust í flugslysi á Haítí
Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil flugvél brotlenti í úthverfi höfuðborgar Haítí í gær. Vélin fórst skömmu eftir flugtak en hún var á leið frá höfuðborginni Port-au-Prince til bæjarins Jacmel í suðurhluta landsins. Forsætisráðherra landsins lýsir hryggð vegna slyssins.
21.04.2022 - 07:30
Reisa múr á mörkum Haítí og Dóminíska lýðveldisins
Framkvæmdir eru hafnar við að reisa múr á landamærum Dóminíska lýðveldisins og Haítís. Múrinn, sem verður steinsteyptur, 20 sentimetra þykkur, fjögurra metra hár og um 400 kílómetra langur, er reistur af Dóminíkum og er ætlað að hindra smygl á eiturlyfjum, vopnum og hvers kyns varningi öðrum frá Haítí til Dóminíska lýðveldisins, en þó umfram allt ferðir Haíta yfir landamærin.
Tveir fréttamenn myrtir í átökum glæpagengja á Haítí
Glæpagengi á Haítí drap í gær tvo fréttamenn í höfuðborg landsins, Port-au-Prince. Útvarpsstöðin Radio Ecoute, þar sem annar hinna myrtu starfaði, greindi frá þessu í kvöld og sagði fréttamennina tvo hafa fallið í skotbardaga glæpamanna. Þriðji fréttamaðurinn á vettvangi átakanna komst undan ósærður.
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Tíu fangar og lögreglumaður féllu við flóttatilraun
Tíu fangar og lögreglumaður létust við flóttatilraun úr fangelsi á Haítí á föstudaginn var. Þrír lögreglumenn til viðbótar særðust alvarlega og verða fluttir til Kúbu til læknismeðferðar að sögn talsmanns lögregluyfirvalda.
Tólf kristniboðar flúðu úr gíslingu á Haítí
Tólf kristniboðum tókst að flýja úr gíslingu glæpagengis á Haití í síðustu viku. Sextán Bandaríkjamönnum og Kanadamanni sem voru á vegum bandarísku samtakanna Christian Aid Ministries var rænt í október síðastliðnum.
Minnst 60 látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að olíuflutningbíll sprakk á norður Haítí, í borginni Cap-Haïtien í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
14.12.2021 - 23:36
Erlent · Erlent · Haítí · Sprenging · Slys · Bílslys · Bílbruni · sjúkrahús · Þjóðarsorg
Tugir létust þegar olíuflutningabíll sprakk
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Haítí eftir að olíuflutningabíll sprakk með þeim afleiðingum að að minnsta kosti sextíu létust og tugir til viðbótar slösuðust. Slysið varð i Cap-Haïtien, næststærstu borg landsins.
14.12.2021 - 16:32
Rannsakaði tengsl við smyglara áður en hann var myrtur
Jovenel Moise, forseti Haítí, var að taka saman lista yfir þá embættismenn, kjörnu fulltrúa og athafnamenn sem tengdust skipulögðum fíkniefnahringjum á Haítí þegar hann var myrtur í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í umfjöllun The New York Times í dag.
12.12.2021 - 16:52
Ný ríkisstjórn á Haítí
Ný ríkisstjórn hefur tekið formlega við völdum á Haítí, fjórum mánuðum eftir morðið á forsetanum Jovenel Moïse. Forsætisráðherrann Ariel Henry kynnti ríkisstjórn sína í gærkvöld, en hann tók við forsætisráðherraembættinu skömmu eftir að Moïse var ráðinn af dögum.
25.11.2021 - 06:30
Tveir af sautján kristniboðum lausir úr prísund á Haítí
Tveir þeirra sautján kristniboða sem glæpagengi á Haítí rændi um miðjan október eru lausir úr prísundinni. Þeim líður vel að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum Christian Aid Ministries sem gerði fólkið út af örkinni.
Stöðvuðu flutningabíl fullan af flóttamönnum frá Haítí
Yfir fimmtíu flóttamenn frá Haítí fundust í flutningabíl í Gvatemala, þar af fjórtán börn. Talið er að ætlun fólksins hafi verið að komast til Bandaríkjanna gegnum Mexíkó. Tveir eru í haldi vegna málsins.
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Hótar að myrða gísla á Haítí
Mannræningjar á Haítí hóta að drepa bandaríska og kanadíska gísla sem þeir tóku um síðustu helgi. Á myndbandi sem AFP fréttastofan hefur aðgang að sést leiðtogi glæpagengisins, Wilson Joseph, umkringdur vopnuðum mönnum. Fyrir aftan þá eru fimm líkkistur, þar sem lík fimm félaga úr glæpagenginu liggja. Joseph segir í myndbandinu að þar sem gengið fái ekki það sem það þarfnast, ætli hann að drepa gíslana.
Blinken heitir aðstoð á Haítí
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét í gær fullum stuðningi bandarískra yfirvalda við lausn bandarískra og kanadískra trúboða sem teknir voru í gíslingu á Haítí um helgina. Mannræningjarnir krefjast einnar milljónar bandaríkjadala fyrir hvern gíslanna sautján. Fimm börn eru meðal gíslanna. Blinken sagði á blaðamannafundi í Ekvador í gær að Bandaríkjastjórn vinni hörðum höndum að lausn málsins. 
Bandarískum trúboðum og fjölskyldum þeirra rænt á Haítí
Minnst fimmtán Bandaríkjamönnum, trúboðum og fjölskyldum þeirra, var rænt skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær, laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni innan lögregluyfirvalda á eyjunni.
126 flóttamönnum bjargað úr læstum gámi
Lögreglan í Gvatemala kom í gærmorgun 126 flóttamönnum til bjargar sem höfðu verið læstir inni í flutningagámi. Vegfarendur kölluðu lögreglu til eftir að hróp og köll heyrðust frá gámnum, sem hafði verið skilinn eftir í vegkanti. Yfirvöld segja líklegast að smygglarar hafi yfirgefið gáminn á leið til Bandaríkjanna.
10.10.2021 - 09:15
Segir upp í mótmælaskyni við stefnu Bidens
Daniel Foote, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Haítí sagði í gær af sér í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjastjórnar. Foote sagði í uppsagnarbréfi sínu að ákvörðun stjórnvalda að snúa flóttamönnum frá Haítí við á landamærunum að Mexíkó væri ómannúðleg. Fólkið hafi flúið jarðskjálfta og pólitískan óstöðugleika í heimalandinu.
24.09.2021 - 05:33
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði
Ariel Henry, forsætisráðherra Karíbahafsríkisins Haítí hunsar allar þær grunsemdir sem beinast að honum vegna morðsins á Jovenel Moise forseta landsins 7. júlí síðastliðinn. Hann rak saksóknara sem fór fram á að hann yrði ákærður í málinu.