Færslur: Haítí

Hundruð fanga á flótta á Haítí
25 eru látnir eftir að 400 fangar brutu sér leið úr fangelsi í úthverfi Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Almennir borgarar eru meðal hinna látnu, auk sex fanga og fangelsisstjórans Paul Hector Joseph. AFP fréttastofan hefur eftir samskiptaráðherranum Frantz Exantus að fangarnir hafi orðið almennum borgurum að bana á flóttanum.
Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.
07.02.2021 - 22:08
Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.
23.08.2020 - 22:42
Formaður knattspyrnusambands Haítí í 90 daga bann
Yves Jean-Bart, formanni knattspyrnusambands Haítí, var í gær vísað úr starfi í 90 daga á meðan rannsókn gegn honum fer fram. Hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á æfingasvæði landsliðs Haítí. Jean-Bart neitar alfarið sök.
Vara fólk við að fara til Haítí
Bandaríska utanríkisráðuneytið varaði í dag bandaríska ríkisborgara við því að ferðast til Haítí vegna mikillar glæpaöldu þar. Þar sé meðal annars hætta á mannránum. „Alvarlegir glæpir eins og vopnuð rán og bílaþjófnaðir eru algengir. Mannrán eru líka tíð,“ sagði í skilaboðunum.
05.03.2020 - 23:06
15 létu lífið í eldsvoða á heimili munaðarlausra
Fimmtán börn létu lífið í eldsvoða á heimili fyrir munaðarlaus börn á Haítí í gær. Upptök eldsvoðans eru til rannsóknar, en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins, BBC, voru kerti notuð til að lýsa upp heimilið í stað rafmagnsljósa. Heimilið er meðal mörg hundruð heimila fyrir munaðarlaus börn sem er starfrækt án leyfis frá yfirvöldum. 
15.02.2020 - 01:40
Myndskeið
„Þetta voru hrikalegar aðstæður“
Maður skilur alltaf hluta af sér eftir í svona aðstæðum, segir íslenskur björgunarsveitamaður, sem tók þátt í björgunarstarfi eftir jarðskjálfta á Haítí fyrir áratug. Tíu ár eru í dag frá einum mannskæðasta jarðskjálfta sögunnar.
12.01.2020 - 19:43
Mótmælendur réðust að lögreglustöð á Haítí
Þúsundir mótmæltu á götum Port-au-Prince í gær, höfuðborgar Haítí. Mótmælendur réðust meðal annars að lögreglustöð, auk þess sem barir og verslanir urðu illa úti. Lögreglan brást við með því að skjóta að mótmælendum og beita táragasi. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið síðustu daga.
28.09.2019 - 08:35
Þingmaður skaut á mótmælendur við þinghúsið
Öldungadeildarþingmaður á Haítí dró fram skammbyssu og hóf skothríð á hóp fólks fyrir utan þinghúsið í Port-au-Prince í gær. Særði hann tvo menn með skotum sínum, annar þeirra er fréttaljósmyndari AP-fréttastofunnar en hinn lífvörður og einkabílstjóri. Sár tvímenningana eru ekki sögð alvarleg.
Ferðamönnum komið á brott með þyrlu
Þyrlur voru sendar til að koma kanadískum ferðamönnum úr strandhýsum sínum í Haítí þar sem þeir hafa setið fastir vegna óeirða í ríkinu. Þaðan voru þeir fluttir á alþjóðaflugvöllinn í Port-au-Prince, þar sem þeir fóru um borð í flugvél sem flaug þeim heim til Kanada. Alls voru kanadísku ferðamennirnir 131 talsins. 
17.02.2019 - 07:30
Kanadamenn vara við ferðalögum til Haítís
Stjórnvöld í Kanada ráða landsmönnum frá því að ferðast til Haítís eins og sakir standa. Óeirðir í landinu að undanförnu urðu meðal annars til þess að um það bil eitt hundrað kanadískir ferðamenn lokuðust inni í ferðamannabæ. Unnið er að því í samvinnu við ferðaskrifstofu að flytja þá til síns heima.
15.02.2019 - 18:39
Bandaríkin kalla starfsfólk í Haítí heim
Bandaríkjastjórn kallaði í gær til baka alla starfsmenn sendiráðs síns í Haítí sem ekki eru nauðsynlegir starfseminni. Ofbeldi og óeirðir hafa fylgt fjöldamótmælum á götum höfuðborgarinnar Port-au-Prince og víðar í landinu.
15.02.2019 - 06:16
Blóðug mótmæli á Haítí
Minnst fjórir hafa dáið og tugir særst í hörðum mótmælum á Haítí síðustu daga. Fjöldi fólks hefur safnast saman á götum og torgum höfuðborgarinnar Port-au-Prince og fleiri borga og bæja síðustu fjóra daga og krafist afsagnar forsetans, Jovenel Moise. Mótmælendur hafa kveikt í dekkjum á götum úti og kastað grjóti en öryggissveitir hafa mætt þeim af fullri hörku með táragasi, bareflum og jafnvel skotvopnum.
12.02.2019 - 01:20
Myndskeið
Krefjast þess að forseti Haítí segi af sér
Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að þúsundir Haítíbúa söfnuðust saman í gær og kröfðust þess að Jovenel Moise forseti léti af völdum. Tvö ár voru þá liðin frá því að hann tók við forsetaembættinu.
08.02.2019 - 08:16
Haítískir flóttamenn drukknuðu í Karíbahafi
Að minnsta kosti 28 Haítar drukknuðu undan ströndum Abaco-eyja í Bahama um helgina. Her Bahama greindi frá því í dag að eftir tveggja daga björgunaraðgerðir hafi 17 fundist á lífi og 28 lík verið dregin úr sjónum. Að sögn Al Jazeera sökk bátur þeirra á laugardag, um tíu kílómetrum undan strönd Marsh Harbour í Abaco.
04.02.2019 - 04:54
Mannskæður jarðskjálfti á Haítí
Minnst ellefu týndu lífi þegar jarðskjálfti, 5,9 að stærð, skók norðvesturströnd Haítí laust eftir klukkan átta í gærkvöld að staðartíma, eða skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Töluvert tjón varð einnig á mannvirkjum þegar skjálftinn reið yfir. Upptök skjálftans voru á tæpra tólf kílómetra dýpi um tuttugu kílómetra norðvestur af borginni Port-de-Paix, héraðshöfuðborg Norðaustur-héraðs á Haítí.
07.10.2018 - 07:19
Mótmælt á Haítí vegna hækkunar eldsneytis
Að minnsta kosti einn er látinn eftir mótmæli í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, vegna hækkuana á eldsneytisverði sem gerðar voru að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
07.07.2018 - 05:30
Forstjóri Oxfam segir af sér
Mark Goldring, forstjóri bresku hjálparsamtakanna Oxfam, tilkynnti um afsögn sína síðdegis í dag. Hann segir að réttara væri að einhver annar taki að sér að byggja aftur upp orðspor hjálparsamtakanna eftir hneykslið á Haítí.
16.05.2018 - 17:03
Starfsemi Oxfam á Haítí stöðvuð í tvo mánuði
Stjórnvöld á Haítí stöðvuðu í dag starfsemi bresku hjálparsamtakanna Oxfam í landinu þar til niðurstaða fæst í rannsókn á ásökunum um að starfsmenn samtakanna hefðu notfært sér neyð haítískra kvenna kynferðislega eftir jarðskjálftann árið 2010.
22.02.2018 - 23:15
Starfsmenn Oxfam hótuðu vitnum
Bresku hjálparsamtökin Oxfam segja að þrír af starfsmönnum þeirra á Haítí sem sakaðir eru um kynlífsmisferli hafi hótað vitnum í máli þeirra. Í skýrslu samtakanna segir að sjö starfsmenn sem störfuðu fyrir hjálparsamtökin á Haítí 2011 að neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálfta hafi verið reknir fyrir kynlífsmisferli. Ekki hafi þó tekist að koma í veg fyrir að sumir þeirra réðu sig til starfa fyrir önnur hjálparsamtök.
19.02.2018 - 10:14
Næst æðsti yfirmaður Oxfam hættir
Evrópusambandið krefst þess að Oxfam, alþjóðlegt samband 13 hjálparstofnana í 100 löndum, gefi skýringar á kynlífhneyksli sem yfirmenn sambandsins stóðu að á Haítí árið 2011. Næst æðsti yfirmaður Oxfam í Bretlandi hefur sagt af sér vegna málsins.
12.02.2018 - 17:45
Erlent · Evrópa · Bretland · Haítí
Fréttaskýring
Hjálparsamtök nýttu sér neyð annarra
Hjálparsamtökin Oxfam liggja undir þungum ámælum í Bretlandi vegna fregna um að starfsmenn samtakanna hafi keypt sér þjónustu vændiskvenna, sumum undir lögaldri, þegar þeir voru við hjálparstörf eftir stóran jarðskjálfta á Haítí árið 2010.  Ráðherra þróunarmála hefur hótað því að draga opinbera aðstoð til samtakanna tilbaka. Fleiri ásakanir hafa fylgt í kjölfarið.
12.02.2018 - 16:06
Senda 59.000 Haíta aftur heim
Um 59.000 Haítar, sem notið hafa sérstakrar verndar og haft dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum í skjóli þess síðan einhver mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar reið yfir Haítí árið 2010 þurfa að búa sig undir að yfirgefa Bandaríkin eftir hálft annað ár. Ráðuneyti heimavarna tilkynnti í gær að reglugerð um tímabundna undanþágu Haíta frá meginreglum innflytjendalaganna vegna hamfaranna, skammstöfuð TPS, félli endanlega úr gildi eftir átján mánuði, eða vorið 2019.
Sjö borgarar féllu í lögregluárás á Haítí
Lögregla á Haítí hefur viðurkennt að minnst sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í viðamiklum lögregluaðgerðum sem beindust gegn glæpagengjum í einu af fátækrahverfum höfuðborgarinnar Port-au-Prince. Í rauðabítið síðasta mánudag réðust sveitir þungvopnaðra lögreglumanna til atlögu í Martissant-hverfinu í vesturborginni. Aðgerðirnar eru liður í baráttunni við nokkur valdamikil og fjölmenn glæpasamtök sem hreiðrað hafa um sig í borginni. Tveir lögreglumenn voru einnig skotnir í þessari atlögu.
Kanada
Tjaldbúðir fyrir hælisleitendur við landamærin
Stjórnvöld í Kanada hafa falið her og riddaralögreglu að reisa tjaldbúðir fyrir allt að 500 manns í smábæ við landamæri Bandaríkjanna. Ástæðan er vaxandi fjöldi fólks sem kemur fótgangandi yfir landamærin á þessum stað og leitar ásjár í Kanada, af ótta við að verða vísað frá Bandaríkjunum.
10.08.2017 - 04:54