Færslur: Hafrannsóknastofnun

Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
Sjónvarpsfrétt
Óljóst hvað verður gert við hvalhræin við bæjardyrnar
Ekki hefur verið ákveðið hvernig eigi að farga tugum grindhvalshræja sem liggja í fjörunni í Árneshreppi á Ströndum. Teymi frá Hafrannsóknastofnun tók sýni úr dýrunum í dag.
06.10.2021 - 21:25
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
„Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir“
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir ástæðu til bjartsýni nú þegar niðurstöður úr nýjustu mælingum á loðnustofninum liggi fyrir. Stærð hrygningastofns loðnu sé í sögulegu hámarki.
Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Hámarksafli loðnu ekki meiri frá árinu 2003
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki meiri en 904.200 tonn. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla loðnu hefur ekki verið stærri frá því árið 2003.
01.10.2021 - 09:30
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47
Bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður loðnumælinga
Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar halda í dag í árlegan haustleiðangur til að mæla ástand loðnustofnsins. Fiskifræðingur er bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður, en í fyrrahaust mældist sterkur stofn ungloðnu sem ber uppi veiðina á komandi vertíð.
06.09.2021 - 13:02
Þarf betri þekkingu til að bregðast við fjölgun hnúðlax
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að í sumar hafi sést meira af hnúðlaxi í íslenskum ám en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu hér á þessari tegund til að geta brugðist við með réttum hætti.
Minni makríll en í fyrra
Mun minna fannst af makríl í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana í sumar en í fyrrasumar. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar segir að vísitala lífmassa makríls, hafi lækkað um 58% frá árinu á undan og ekki mælst minni frá árinu 2012. Mest var af makríl í miðju Noregshafi en minna í því norðanverðu. Á hafsvæði við Ísland mældist um 19% minna af makríl í sumar en í fyrra. Hann var suðaustan og austan við landið, í fyrra mældist enginn makríll fyrir austan. 
Aldrei veiðst meira af hnúðlaxi en í sumar
Aldrei hefur gengið meira af hnúðlaxi í laxveiðiár hér á landi en nú í sumar. Sem dæmi hafa nærri 50 hnúðlaxar veiðst í tveimur ám á Norðausturlandi. Leigutaki í Selá segir greinilegt að þessir laxar séu afrakastur hrygningar á Íslandi.
20.08.2021 - 15:35
Makríll, loðna og íslensk síld sjást í leiðangrinum
Makríll og síld hafa sést í rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar sem nú er hálfnaður. Mest á óvart hefur þó komið að loðna fannst fyrir norðan. Það er óvenjulegt í sumarleiðöngrum segir fiskifræðingur. 
Viðtal
Auknu fiskeldi fylgja frekari rannsóknir og vöktun í ám
Á síðasta ári fékk Hafrannsóknastofnun til sín þrjá eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og veiddust í laxveiðiám. Fiskifræðingur bendir á að ekki veiðist nema hluti strokufiska og mismikið eftirlit sé í ánum. Slík vöktun eykst þó sífellt.
14.07.2021 - 14:13
Rannsóknaskip við makrílrannsóknir
Enn hefur ekki fundist makríll í veiðanlegu magni í íslensku lögsögunni og er allur íslenski flotinn við veiðar í Síldarsmugunni. Mælingar á makríl eru meðal verkefna í uppsjávarleiðangri sem Hafrannsóknastofnun tekur nú þátt í.
Eystri-Rangá veiðihæsta laxveiðiáin
Eystri-Rangá var veiðihæsta laxveiðiá landsins á síðasta ári. Alls veiddust 9.076 laxar í ánni eða um fimmtungur alls lax sem veiddist á landinu. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar um stangveiði.
Kortleggja hafsbotninn suðvestur af landinu
Kortlagningarleiðangur rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Rs. Árna Friðrikssonar, hófst í gær og mun standa til 1. júlí næstkomandi.
24.06.2021 - 15:16
Spegillinn
Ljósið sem laðar að fæðu fyrir þorskinn
Fjarðabeit gæti orðið ný tegund fiskeldis á Íslandi. Hún er fólgin í því að nota ljós í neðansjávarbúrum til að laða að ljósátu sem fæðir þorskinn í búrunum. Rannsóknir standa yfir í Steingrímsfirði. Sjávarlíffræðingur segir að árangurinn lofi góðu. Þá eru hugmyndir um að nota sömu tæki til að tæla þorskseiði inn í búr og ala þau þar. Fyrirtækið Ocean EcoFarm ehf. stendur að þessum rannsóknum. Stærstu hluthafar eru norska fyrirtækið Brage inovition og Ísfélag Vestmannaeyja.
Vatnalíf orðið illa úti eftir þurrka í Grenlæk
Ástandið í Grenlæk í Landbroti er alvarlegt en í ljós hefur komið að efstu 11 kílómetrar Grenlækjar eru þurrir. Vatnalíf hefur því orðið illa úti og þörungar, smádýr og fiskar drepist á svæðinu.
10.06.2021 - 16:02
Vilja banna silungsveiðar í net í Skjálfandaflóa
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur brugðist hart við áformum Fiskistofu um að banna netaveiði á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa. Þrjú veiðifélög á vatnasvæði Laxár í Aðaldal hafa farið fram á að netaveiði verði bönnuð þar sem lax veiðist einnig í þessi net.
28.05.2021 - 14:36
Átta skipasmíðastöðvar vilja smíða nýtt rannsóknaskip
Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum.
Þorskárgangurinn í fyrra yfir meðalstærð
Fyrsta mæling sem Hafrannsóknastofnun gerði á 2020 árgangi þorsks bendir til þess að hann sé yfir meðalstærð að því segir í nýrri skýrslu hennar um stofnmælingu botnfiska. Sama gildir um árganginn þar á undan, það er 2019 en árin 2017 og 2018 voru í tæpu meðallagi. 
30.04.2021 - 09:19
Þorsteinn skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður í embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára.
Marsrallið hafið hjá Hafrannsóknastofnun
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í dag og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Verkefnið er einnig kallað marsrall eða togararall, en þessar rannsóknir hafa verið gerðar á sama hátt á hverju ári síðan 1985.
Hátt í 20 milljarða loðnuvertíð framundan
Íslensk uppsjávarskip mega veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu í vetur. Hafrannsóknastofnun tvöfaldaði í gær fyrri ráðgjöf um loðnuveiðar. Forstjóri Sildarvinnslunnar áætlar að útflutningstekjur á vertíðinni verði að lágmarki átján milljarðar króna.
Lagt til að loðnukvótinn verði 127.300 tonn
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuveiði á vertíðinni verði rúm 127 þúsund tonn. Þetta er lokaráðgjöf og byggt á tveimur rannsóknaleiðangrum og er sú heildaryfirferð talin ná yfir allt útbreiðslusvæði hrygningarloðnu.