Færslur: Hafrannsóknastofnun

Andakílsá hefur náð sér á strik eftir umhverfisslys
Lífríki Andakílsár hefur náð sér á strik eftir að tugþúsundir tonna af aur flæddu í ána í umhverfisslysi 2017. Meira en sex hundruð laxar hafa veiðst þar í vísindaveiðum í sumar.
Hefja leit að loðnu á mánudag
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í loðnuleit á mánudaginn og stendur leiðangurinn yfir í 22 daga. Jafnframt tekur rannsóknarskip á vegum Grænlendinga þátt í leiðangrinum.
5.600 tonnum af þorski hent í sjóinn árið 2017
Aukning var á brottkasti botnfiska 2016-2018, samkvæmt nýrri samantekt Hafrannsóknastofnunar. Árið 2017 var brottkast á þorskveiðum með botnvörpu það mesta sem mælst hefur. Sviðsstjóri hjá Hafró segir áhyggjuefni að sjá svo mikla aukningu.
07.09.2020 - 15:04
Hefur áhyggjur af áhrifum hlaupsins á bleikju í Hvítá
Sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar hefur áhyggjur af því að jökulhlaup í Hvítá hafi haft alvarlega afleiðingar fyrir bleikjustofninn í ánni. Stofninn á þegar undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga.
21.08.2020 - 12:50
Meta stofnstærð makríls í 30 daga leiðangri
Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun héldu í gær af stað í fjölþjóðlegan rannsóknarleiðangur, meðal annars til að meta stærð makrílstofnsins. Tvö síðustu ár hefur minna verið af makríl sunnan og vestan við Ísland en áður.
Endurmátu heildaraflann vegna villu í útreikningum
Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Villa kom fram í útreikningum stofnunarinnar. Enn eru hrognaframleiðendur og Hafró ósammála um hversu mikið af óslægðri grásleppu þurfi til þess að fylla eina tunnu.
Hækka ráðlagðan heildarafla grásleppu um tæp 600 tonn
Hafrannsóknastofnun hækkaði í dag ráðlagðan heildarafla á grásleppuvertíðinni á árinu úr 4646 tonnum í 5200 tonn eftir að hafa endurskoðað veiðráðgjöf sína.
Myndband
Skip Hafró sigldu í nýja heimahöfn
Skip Hafrannsóknastofnunar komu síðdegis í land við Háabakka í Hafnarfirði þar sem þau fá nýtt lægi. Höfuðstöðvar stofnunarinnar verða formlega fluttar í dag í ný heimkynni við Fornubakka í Hafnarfirði.
Leiðangur til að rannsaka norsk-íslenska síldarstofninn
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hófu um helgina þátttöku í árlegum rannsóknarleiðangri sem ber yfirskriftina „Vistfræði Austurdjúps.“ Megin viðfangsefnið er norsk-íslenski síldarstofninn.
12.05.2020 - 12:16
Hvetur ráðherra til að skoða ný gögn um grásleppu
Formaður Atvinnuveganefndar Alþingis segir að í ljósi nýrra gagna sem nefndin hafi aflað, verði að meta hvort endurskoða eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á vertíðinni. Veiðarnar voru stöðvaðar nær fyrirvaralaust um mánaðarmótin.
Þriggja vikna togararall hafið
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikur. Fjögur skip taka þátt í verkefninu og togað verður á tæplega 600 stöðvum umhverfis landið.
28.02.2020 - 16:34
Vísbendingar um nýjar loðnugöngur undan Melrakkasléttu
Ekki hefur tekist að staðfesta nýjar loðnugöngur í þeim rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. 150 þúsund tonn þarf til viðbótar svo hægt verið að mæla með veiðum. Sex skip eru nú við loðnuleit, öll mönnuð sérfræðingum frá Hafrannsóknastofnun.
Fjölga störfum á landsbyggðinni
Fjölga á störfum hjá Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun og Fiskistofu á landsbyggðinni. Í áætlun sem nær til næstu fimm ára er gert ráð fyrir 36 fleiri störfum á landsbyggðinni.
15.01.2020 - 15:46
Fjögur uppsjávarskip taka þátt í loðnuleit
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar og mælinga í næstu viku. Með í leiðangrinum verða tvö uppsjávarskip, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.
09.01.2020 - 16:30
Vanhæfur og kann hvorki með fé né fólk að fara
Fyrrum aðstoðarforstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem sagt var upp störfum eftir nærri 40 ára starfsferil, segir að núverandi forstjóri stofnunarinnar sé vanhæfur og kunni hvorki með fé né fólk að fara. Forstjórinn segir að ekki hafi verið hægt að standa betur að uppsögnum sem sagðar eru ólögmætar og ósiðlegar.
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd við Stekkjanes á Ströndum í gær, sunnan við Hólmavík. Tilkynning barst lögreglu um þrú og hvalurinn drapst í fjörunni tveimur tímum síðar.
28.11.2019 - 12:49
Myndskeið
Eins og að borða fíl, fyrst brytjarðu hann
Umhverfisráðherra segir niðurstöður í skýrslu vísindanefndar Sþ alvarlegar. Ríki heims geri ekki nóg. „Ég er líka sannfærður um að við getum gert meira og betur hér á Íslandi en þetta er eins og þegar þú ert með stóran fíl sem þú ætlar að borða. Þú þarft að brytja hann niður,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
25.09.2019 - 20:02
Viðtal
Mikill erfðafræðilegur munur á löxum eftir ám
Lax gengur í um 100 íslenskar ár og í hverri á um sig er sérstakur stofn sem hefur sín sérkenni. Erfðafræðilegur munur á stofnum getur verið mikill því laxinn lagar sig að ánni og árnar eru mjög misjafnar. Sviðsstjóri fersksvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun segir að þó svo veiði hafi verið rýr í ám á Suðvesturlandi hafi slíkt gerst áður.
09.08.2019 - 10:34
Rannsaka grindhvalahræin á morgun
„Við byrjum á lengdarmælingum og kyngreiningum á öllum dýrunum, þetta eru 52 dýr, skilst mér, þannig að það verður töluverð vinna við það,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sérfræðingar frá stofnuninni og Umhverfisstofnun hyggjast á morgun rannsaka grindhvalina 52 sem fundust dauðir í Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi í síðustu viku. Landhelgisgæslan flytur þá á staðinn. Að auki hyggjast sérfræðingarnir vinna viðvik fyrir Íslenska Reðasafnið.
22.07.2019 - 12:21
Makríllinn er kominn
Makríll sást við Keflavík fyrir helgi og er útlitið svipað nú og síðustu ár. Makrílveiðar eru hafnar við Vestmannaeyjar og hafa þær gengið ágætlega.
16.07.2019 - 07:30
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda. 
Enginn loðnukvóti og horfur slæmar
Loðnuleit hefur verið hætt og Hafrannsóknastofnun ætlar ekki að leggja til veiðiheimildir. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir útlitið heldur ekki gott fyrir veiði að ári.
Sprengingar vegna framkvæmda í Hafnarfirði
Mörgum brá í brún í dag og í fyrradag þegar sprengdur var skurður í sjávarbotninn við Hafnarfjarðarhöfn. Þar var verið að sprengja fyrir nýjum stálþilsbakka.
15.02.2019 - 14:52
Umfangsmikil vöktun á áhrifum sjókvíaeldis
Hafrannsóknastofnun vinnur nú úr upplýsingum úr umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem er ætlað að varpa ljósi á umhverfisáhrif sjókvíaeldis á fjarsvæðum þess á Vestfjörðum, bæði í fjörðum þar sem eldi er hafið og þar sem það er fyrirhugað.
05.02.2019 - 10:30
Engar vísbendingar um meiri loðnu
Engar vísbendingar eru um að loðna sé að bætast við veiðistofninn þannig að hægt verði að mæla með veiðum á loðnuvertíðinni. Tvö rannsóknarskip leituðu inn til Akureyrar vegna veðurs og þar er nú metið hvort fleiri skip verði send til rannsókna.
31.01.2019 - 20:54