Færslur: Hafrannsóknastofnun

Sjónvarpsfrétt
Ráðherra segir útgerðina ráða við þorskkvótaminnkun
Matvælaráðherra segir að útgerðarfyrirtæki eigi að geta ráðið við að þorskkvótinn minnki um sex prósent. Hún treysti sjávarútveginum til þess að ná meiri verðmætum úr aflanum. 
Verri nýting á sjávarauðlindinni vegna fjárskorts
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er of varfærin vegna þess að rannsóknir skortir. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir það vonbrigði að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent. Samtals hefur kvótinn minnkað um 23 prósent á síðustu þremur árum. 
Sjónvarpsfrétt
Allt að sjö milljarða samdráttur vegna minni þorskkvóta
Útflutningtekjur af sjávarafurðum gætu minnkað um sjö milljarða króna. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Með sex prósenta skerðingu sem greint var frá í dag hefur kvótinn verði minnkaðr um 23% á þremur árum.  
Þorskstofninn sterkur þrátt fyrir kvótaminnkun
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að þrátt fyrir kvótaminnkun sé staða þorskstofnsins góð. Lagt er til að þorskkvótinn verði minnkaður um 6% en ýsukvótinn aukinn um 23%. Viðbúið er að tekjur þjóðarbúsins minnki. Samdrátturinn reiknaður yfir í þorskígildistonn er 3%.
Gengið frá samningum um nýtt hafrannsóknaskip
Matvælaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar undirrituðu í dag samning við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armón um byggingu nýs hafrannsóknaskips. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir það mikil tímamót nú þegar sér fyrir endann á að nýtt skip fáist í stað Bjarna Sæmundssonar.
Loðnukvótinn skertur um tæp 35 þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvóti á yfirstandandi vertíð verði lækkaður um 34.600 tonn. Eftir mælingar á stofninum í janúar, leit út fyrir að þyrfti að skerða kvótann um allt að 100 þúsund tonn.
18.02.2022 - 18:21
Tugþúsundir fiska rak á fjörur í óveðrinu í vikunni
Um 29 þúsund litla karfa rak á fjöru Stóru Sandvíkur á vestanverðu Reykjanesi í suðvestan briminu í byrjun vikunnar. Ölduhæð á Garðskagadufli fór ítrekað yfir 30 metra. Sú stærsta sló mælinn út, sem nær mest 40 metrum. Hafrannsóknastofnun fékk fréttir af fiskhræjunum í fjörunni síðdegis á þriðjudag, og fór í gær að skoða aðstæður.
10.02.2022 - 15:14
Mikilvægt að geyma kvóta fyrir frystingu á Japansmarkað
Nokkrar útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að gera hlé á veiðum meðan beðið er ákvörðunar um endanlega veiðiráðgjöf á vertíðinni. Nýjar mælingar Hafrannsóknastofnunar gætu leitt til 11% niðurskurðar á áður útgefnum loðnukvóta.
Rannsóknaskipin halda til loðnumælinga í dag
Bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, halda til loðnumælinga í dag. Markmiðið er að ná að mæla stærð hrygningarstofnsins á næstu tveimur vikum.
18.01.2022 - 15:35
Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
Sjónvarpsfrétt
Óljóst hvað verður gert við hvalhræin við bæjardyrnar
Ekki hefur verið ákveðið hvernig eigi að farga tugum grindhvalshræja sem liggja í fjörunni í Árneshreppi á Ströndum. Teymi frá Hafrannsóknastofnun tók sýni úr dýrunum í dag.
06.10.2021 - 21:25
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
„Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir“
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir ástæðu til bjartsýni nú þegar niðurstöður úr nýjustu mælingum á loðnustofninum liggi fyrir. Stærð hrygningastofns loðnu sé í sögulegu hámarki.
Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Hámarksafli loðnu ekki meiri frá árinu 2003
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki meiri en 904.200 tonn. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla loðnu hefur ekki verið stærri frá því árið 2003.
01.10.2021 - 09:30
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47
Bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður loðnumælinga
Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar halda í dag í árlegan haustleiðangur til að mæla ástand loðnustofnsins. Fiskifræðingur er bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður, en í fyrrahaust mældist sterkur stofn ungloðnu sem ber uppi veiðina á komandi vertíð.
06.09.2021 - 13:02
Þarf betri þekkingu til að bregðast við fjölgun hnúðlax
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að í sumar hafi sést meira af hnúðlaxi í íslenskum ám en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu hér á þessari tegund til að geta brugðist við með réttum hætti.
Minni makríll en í fyrra
Mun minna fannst af makríl í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana í sumar en í fyrrasumar. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar segir að vísitala lífmassa makríls, hafi lækkað um 58% frá árinu á undan og ekki mælst minni frá árinu 2012. Mest var af makríl í miðju Noregshafi en minna í því norðanverðu. Á hafsvæði við Ísland mældist um 19% minna af makríl í sumar en í fyrra. Hann var suðaustan og austan við landið, í fyrra mældist enginn makríll fyrir austan. 
Aldrei veiðst meira af hnúðlaxi en í sumar
Aldrei hefur gengið meira af hnúðlaxi í laxveiðiár hér á landi en nú í sumar. Sem dæmi hafa nærri 50 hnúðlaxar veiðst í tveimur ám á Norðausturlandi. Leigutaki í Selá segir greinilegt að þessir laxar séu afrakastur hrygningar á Íslandi.
20.08.2021 - 15:35
Makríll, loðna og íslensk síld sjást í leiðangrinum
Makríll og síld hafa sést í rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar sem nú er hálfnaður. Mest á óvart hefur þó komið að loðna fannst fyrir norðan. Það er óvenjulegt í sumarleiðöngrum segir fiskifræðingur. 
Viðtal
Auknu fiskeldi fylgja frekari rannsóknir og vöktun í ám
Á síðasta ári fékk Hafrannsóknastofnun til sín þrjá eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og veiddust í laxveiðiám. Fiskifræðingur bendir á að ekki veiðist nema hluti strokufiska og mismikið eftirlit sé í ánum. Slík vöktun eykst þó sífellt.
14.07.2021 - 14:13
Rannsóknaskip við makrílrannsóknir
Enn hefur ekki fundist makríll í veiðanlegu magni í íslensku lögsögunni og er allur íslenski flotinn við veiðar í Síldarsmugunni. Mælingar á makríl eru meðal verkefna í uppsjávarleiðangri sem Hafrannsóknastofnun tekur nú þátt í.
Eystri-Rangá veiðihæsta laxveiðiáin
Eystri-Rangá var veiðihæsta laxveiðiá landsins á síðasta ári. Alls veiddust 9.076 laxar í ánni eða um fimmtungur alls lax sem veiddist á landinu. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar um stangveiði.
Kortleggja hafsbotninn suðvestur af landinu
Kortlagningarleiðangur rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Rs. Árna Friðrikssonar, hófst í gær og mun standa til 1. júlí næstkomandi.
24.06.2021 - 15:16