Færslur: Hæstiréttur

Hæstiréttur Mexíkó breytir enn reglum um þungunarrof
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í dag að sá réttur sem heilbrigðisstarfsfólki er tryggður með lögum að neita konu um þungunarrof af samviskuástæðum tefldi réttindum hennar í hættu.
Annar úrskurður varðandi lögmæti þungunarrofs í Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær að lög í Sinaloa-ríki varðandi þungun og réttindi þungaðra séu á skjön við stjórnarskrána. Þetta er í annað sinn í vikunni sem hæstiréttur í Mexíkó eykur réttindi kvenna í landinu til þungunarrofs.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
Segir stjórnarskrárferlið hafa endað í lögleysu
Breytingarregla stjórnarskrárinnar, 79. grein hennar, er landfesti lýðræðis á Íslandi enda tryggir hún að stjórnarskránni verði ekki breytt nema að vel athuguðu máli. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.
Ákúrur frá dómstólum heyri vonandi til undantekninga
Yfirlögregluþjónn vonast til að breytt verklag við rannsókn kynferðisbrotamála verði til þess að ákúrur frá dómstólum heyri brátt sögunni til. Breytt verklag hafi leitt til skilvirkari rannsókna og styttri málsmeðferðartíma.
Mál Magnúsar fellt niður hjá MDE eftir dómsátt
Mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem verið hefur til umfjöllunar hjá Mannréttindadómstól Evrópu, hefur verið fellt niður. Er það gert þar sem hann og íslenska ríkið hafa náð dómsátt vegna málsins, sem meðal annars kveður á um 2,2 milljón króna bætur honum til handa. Fréttablaðið greinir frá.
Fara yfir fjölda mála vegna tryggingadóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur úrskurðað að tryggingafélagi hafi verið óheimilt að beita svokallaðri hlutfallsreglu við útreikning örorkubóta manns sem slasaðist í reiðhjólaslysi árið 2015. Lögmaður mannsins segir málið hafa víðtækt fordæmisgildi, ekki bara fyrir tryggingafélögin heldur mögulega Sjúkratryggingar Íslands.
Segir lánaskilmála stangast á við lög um neytendalán
Lögmaður hjóna sem höfðuðu mál á hendur Íbúðalánasjóði segir að dómur Hæstaréttar í dag staðfesti að lánaskilmálar sjóðsins hafi stangast á við lög um neytendalán.
Viðtal
Landsréttur strangari í kynferðisbrotum en Hæstiréttur
Landsréttur virðist gera strangari kröfur um sannanir í kynferðisbrotamálum en hæstiréttur. Þetta er mat lögmanna. Landsréttur mildar fjörutíu prósent kynferðisbrotadóma, mun oftar en í öðrum brotaflokkum. Lögmaður segir viðbúið að fólk veigri sér meira en áður við því að kæra kynferðisbrot.
Hæstiréttur vísar smyglmáli aftur til Landsréttar
Hæstiréttur vísaði í dag aftur til Landsréttar máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnalagabroti. Maður var ákærður árið 2017 fyrir að hafa tekið þátt í að flytja hingað til lands ellefu og hálfan lítra af vökva með amfetamínbasa.
Hæstiréttur sýknaði Jón af kröfu forseta Hæstaréttar
Hæstiréttur sýknaði í dag Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara af kröfu Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar í meiðyrðamáli. Benedikt krafðist ómerkingar fimm ummæla sem birtust í bók Jón Steinars, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, sem kom út árið 2017 og að honum yrðu greiddar tvær milljónir króna með vöxtum og verðtryggingu, auk dráttarvaxta, í miskabætur vegna þeirra.
Tapaði „verulegum fjármunum“ sem viðskiptavinur Glitnis
Endurupptökunefnd hefur fallist á beiðni Magnúsar Arnar Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, um að dómur Hæstaréttar í máli hans verði endurupptekinn. Nefndin telur að Magnús hafi haft ástæðu til að draga óhlutdrægni Hæstaréttar í efa þar sem einn af dómurunum í máli hans tapaði verulegum fjármunum sem viðskiptavinur Glitnis.
27.10.2020 - 12:52
Leynd yfir felustað lögreglu ekki nóg fyrir áfrýjun
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Alvars Óskarssonar um að mál hans verði tekið fyrir. Alvar var sakfelldur ásamt tveimur öðrum fyrir amfetamínframleiðslu í bústað í Borgarfirði og kannabisrækt í útihúsi á bóndabæ á Suðurlandi. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi en hinir tveir hlutu fimm ára dóm.
11.09.2020 - 13:27
Lætur reyna á heimildir til að tryggja öryggi ríkisins
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til áfrýja dómi Landsréttar í máli Redouane Naoui sem var fyrir níu árum dæmdur fyrir morð á veitingastaðnum Monte Carlo. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi úr gildi þá ákvörðun um að vísa bæri Nauoi úr landi.
Gert að greiða 66°Norður 172 milljónir
Félagið Molden Enterprises Ltd. var dæmt í Hæstarétti í dag til þess að greiða Sjóklæðagerðinni tæpar 172 milljónir vegna kostnaðar sem hlaust af kaupréttarákvæði fyrrum forstjóra 66°Norður í kaupsamningi frá 2011.
08.06.2020 - 17:35
Gerði ráð fyrir að málið héldi áfram fyrir dómstólum
Það kom embætti ríkissaksóknara ekki endilega á óvart að Hæstiréttur skyldi ákveða að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs banska, skuli vera endurflutt.  
28.05.2020 - 14:43
Hæstiréttur staðfesti dóm fyrir brennu og manndráp
Hæstiréttur staðfesti 14 ára fangelsisdóm Landsréttar yfir Vigfúsi Ólafssyni sem var dæmdur fyrir manndráp og brennu á Selfossi haustið 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun.
13.05.2020 - 09:12
Leggur til að Sigurður Tómas verði hæstaréttardómari
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hefur lagt til við forseta Íslands að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
12.05.2020 - 21:34
Dómari í sóttkví og þinghaldi fyrir Hæstarétti frestað
Búið er að fresta málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur sem var á dagskrá Hæstaréttar í dag. Einn dómara í málinu er í sóttkví.
11.03.2020 - 07:08
Varaforseti Hæstaréttar biðst lausnar frá störfum
Helgi Ingólfur Jónsson varaforseti Hæstaréttar hefur beðist lausnar frá störfum. Hann var skipaður hæstaréttardómari 1. október 2012 og hefur verið varaforseti Hæstaréttar frá 1. janúar 2017. Helgi verður 65 ára í apríl og lögum samkvæmt geta hæstaréttardómarar hætt 65 ára og haldið fullum eftirlaunum.
31.01.2020 - 12:48
Benedikt vill mál gegn Jóni Steinari til Hæstaréttar
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, hafði samband við forseta Landsréttar til að ræða um hæfi dómara í meiðyrðamáli sem höfðað var gegn honum. Lögmaður stefnanda segir augljóst að hann hafi verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Jón Steinar segir ekkert við það að athuga þótt slík samtöl fari fram.
„Gegndarlaus auglýsingamennska“ að baki Spartakusarmáli
Meiðyrðamál Guðmundar Spartakusar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni var til umfjöllunar í Hæstarétti í dag.  Málið snýst um umfjöllun Atla Más um Friðrik Kristjánsson sem hvarf sporlaust í Suður-Ameríku árið 2013. Í ítarlegri umfjöllun Atla Más á Stundinni kafaði hann ofan í fíkniefnaheiminn á landamærum Brasilíu og Paragvæ og bendlaði Guðmund Spartakus við hvarf Friðriks. 
Ummæli Jóns Steinars vógu ekki að æru Benedikts
Ummæli um Benedikt Bogason hæstaréttardómara í bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrum hæstaréttardómara, Með lognið í fangið, voru ekki til þess fallin að vega svo að æru Benedikts, að það hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins, segir í dómi Landsréttar frá því í dag. Jón Steinar var því sýknaður í málinu.
Viðtal
Fagnar forsendum dóms í máli Freyju
Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar þeim forsendum sem Hæstiréttur byggir dóms sinn í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um að verða fósturforeldri áður en hún hafði farið í gegnum matsferli. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir dóm Hæstaréttar skýran. Við mat á hæfni fósturforeldra eigi hagsmunir barns að vera í fyrirrúmi.