Færslur: Guðni Th. Jóhannesson

Forsetinn hvetur til varkárni í nýrri bylgju faraldurs
Guðni Th. Jóhannesson segir að nú sem aldrei fyrr sé brýnt að hver og einn hugi að persónulegum sóttvörnum, þvoi sér um hendur, haldi fjarlægð og fylgi tilmælum yfirvalda. Bestu sóttvarnirnar byrji hjá manni sjálfum.
21.09.2020 - 13:38
Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Myndskeið
Óskar þess að lýðheilsu sé enn betur sinnt
Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands nú fyrir skömmu. Athöfnin var mjög látlaus en um þrjátíu voru viðstaddir vegna samkomutakmarkana. Það kom því ekki á óvart að kórónuveirufaraldurinn skuli hafa verið Guðna ofarlega í huga í ræðu sinni.
Myndskeið
Skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir blikur á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Hann skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir, þvo hendur og viðhalda tveggja metra fjarlægð. Hann segir ekki þessi virði að sýna sinnuleysi núna og þurfa svo jafnvel að grípa til enn harðari aðgerða innan skamms. Enginn móttaka verður á Bessastöðum eftir embættistöku forsetans á laugardag.
Myndskeið
Ekkert handaband við innsetningu forseta
Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju með handabandi við innsetningu hans á laugardag vegna sóttvarnaráðstafana. Þá hefur boðsgestum við embættistökuna verið fækkað úr tæplega 300 í 90.
Færri fá að sjá Guðna svarinn í embætti öðru sinni
Einungis 80 fá að vera viðstaddir þegar Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands öðru sinni þann 1. ágúst. Þegar Guðni tók fyrst við embætti árið 2016 voru boðsgestirnir 270. Ástæða fækkunar boðsgesta er kórónuveirufaraldurinn.
23.07.2020 - 06:33
Nýjar raddir
„Það var ekki í boði að hætta“
Eliza Reid segir að það hafi aldrei leikið neinn vafi á því að þau Guðni Th. Jóhannesson myndu búa á Íslandi fremur en í Kanada. Guðni átti dóttur úr fyrra hjónabandi á Íslandi og hann vildi búa nálægt henni. „Við vildum vera saman, svo það var á Íslandi.“
03.07.2020 - 10:07
Viðtal
Falið að halda áfram á sömu braut
„Það er gott veganesti, staðfesting á því að landsmenn hafa kunnað því vel hvernig ég hef hagað mínum verkum hér á Bessastöðum, og vísbending um það og staðfesting um að mér er falið það hlutverk að halda áfram á sömu braut. Fyrir það er ég afar þakklátur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í viðtali í aukafréttatíma RÚV í hádeginu.
Fréttaskýring
Næst stærsti kosningasigur frá upphafi
Þau 92,2 prósent gildra atkvæða sem Guðni Th. Jóhannesson hlaut í forsetakosningunum í gær er næst hæsta atkvæðahlutfall sem frambjóðandi hefur fengið í forsetakosningum hérlendis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir fékk betri kosningu. Hún hlaut 94,6 prósent atkvæða þegar hún varð fyrst sitjandi forseta til að fá mótframboð árið 1988.
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Viðtal
Reiddist því að ómaklega væri vegið að Elizu
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að sú tíð sé hugsanlega liðin að forseti fái ekki mótframboð, líkt og gilti um forseta framan af lýðveldissögunni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á árangur í kosningunum og ekki hafa talið að stuðningur sem hann naut á kjörtímabilinu myndi hverfa á svipstundu í kosningum. Guðni viðurkennir að hafa reiðst í kosningabaráttunni, þegar vegið var ómaklega að honum og þó sérstaklega þegar vegið var ómaklega að Elizu Reid, eiginkonu hans, vegna starfa hennar.
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
Myndskeið
„Ef maður gerir mistök þá gengst maður við þeim“
„Þetta embætti er þannig að maður er að læra hvern einasta dag. Hver dagur færir nýjar áskoranir. Þá sækir maður í sjóð reynslunnar, sækir í sjóð eigin samvisku. Ef maður gerir mistök þá gengst maður við þeim og lærir af þeim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann var viðmælandi Einars Þorsteinssonar í Kastljósi í kvöld. 
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
Spegillinn
Ekki lengur móðgun að bjóða sig fram gegn forseta
Sagnfræðiprófessor segir að forsetar geti ekki lengur vænst þess að sitja eins lengi og þeir vilja. Það sé ekki lengur litið á það sem móðgun að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fær mótframboð eftir sitt fyrsta kjörtímabil.
Má ekki setja forseta í spennitreyju
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, segir að ekki megi láta forseta í spennitreyju þar sem ráðrúm til að hafa áhrif á embættið sé lítið sem ekkert. Hann segir að íhuga eigi alvarlega að setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimili þjóðaratkvæði um lög Alþingis, fari tiltekinn fjöldi kjósenda fram á það. Rúmar þrjár vikur eru þar til forsetakosningar fara fram.
04.06.2020 - 19:10
Spegillinn
Tekist á um stöðu forsetans
Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að á vissan hátt sé tekist á um stöðu forsetans í kosningabaráttunni vegna komandi forsetakosninga. Hann segir þetta eftir viðtal Spegilsins við Guðmund Franklín Jónsson sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Hann segir að Guðni hafi fært embættið aftur á þann stað sem það var áður en Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn.
Spegillinn
Frumvarp í haust um að lækka laun forseta um helming
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segir að ef hann verður kjörinn muni hann eftir þingsetningu í haust leggja fram frumvarp í samvinnu við þingheim um að laun hans verði lækkuð um helming. Hann trúi ekki öðru en þingheimur vilji spara fyrir þjóðina. Rætt var við Guðmund Franklín í Speglinum
Myndskeið
Forréttindi að fá að kjósa sér forseta
Forseti Íslands gerir ekki ráð fyrir að gera miklar breytingar á embættinu, fari svo að hann verði endurkjörinn. Hann segir forréttindi að fá að kjósa sér forseta og að það hafi komið sér ánægjulega á óvart hversu mörgu góðu fólki hann hefur kynnst í forsetatíðinni. Fréttastofa heldur áfram umfjöllun um forsetakosningarnar, sem verða 27. júní.
Forsetakosningar 27. júní ef Guðni fær mótframboð
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist eftir því að sitja áfram sem forseti á Bessastöðum næstu fjögur ár. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní ef Guðni fær mótframboð.
Myndskeið
Stöðugur stuðningur allt kjörtímabilið
Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs í embætti forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann í nýársávarpi sínu í dag. Hann segir að bregðast þurfi við loftlagsvánni og að tími gegndarlausrar neyslu sé liðinn.
Myndskeið
Forseti Íslands: „Þurfum nýjan völl og nýja höll“
„Við þurfum nýja höll og nýjan völl“ sagði Guðni í ræðu sinni í útsendingunni frá vali á Íþróttamanni ársins. Undanfarið hefur rætt um þörf á nýjum þjóðarleikvöngum í staðinn fyrir Laugardalshöll og Laugardalsvöll.
Forsetaheimsókn til Grænlands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru nú í heimsókn á Grænlandi. Þar sæmdi forseti Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra í grænlensku stjórninni, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann, hinni íslensku fálkaorðu.
Guðni og Eliza í opinberri heimsókn í Nuuk
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk í dag, 23. september, í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. 
23.09.2019 - 13:00
Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir
Guðni Th. Jóhannesson óskaði Selfossi hjartanlega til hamingju með sigurinn gegn liði Hauka í handbolta þar sem þeir unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill. Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss er bróðir forsetans.