Færslur: Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Viðtal
Telur víst að fleiri aðstandendur sæki bætur
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju Jensen og Victors Ciesielski Jensen tveggja barna Sævars Ciesielski sem dæmdar voru samtals 154 milljónir króna í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, telur víst að niðurstað dómsins geri það að verkum að aðrir afkomendur og aðstandendur fari sömu leið og geri kröfur á hendur ríkissjóði.
Tveimur barna Sævars dæmdar 154 milljónir í bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða tveimur af fimm börnum Sævars Marinós Ciesielski samanlagt 154 milljónir króna í bætur. Frá því dragast tæpar 90 milljónir sem þau höfðu áður fengið greiddar úr ríkissjóði. Systkinin höfðu krafist þess að fá 495 milljónir króna hvort í sinn hlut, samtals tæplega einn milljarð. Dómstóllinn vísaði hins vegar frá dómi kröfu þeirra um bætur fyrir fjártjón Sævars.
Hæstiréttur samþykkir áfrýjun vegna Tryggva Rúnars
Hæstiréttur samþykkti í vikunni að taka fyrir áfrýjun dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á máli sem það tapaði gegn íslenska ríkinu í Landsrétti í desember. Tryggvi Rúnar var einn þeirra sem voru dæmdir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum árið 1980 en sýknaðir þegar málið var endurupptekið árið 2017.
Tvö börn Sævars krefja ríkið um milljarð
Tvö af börnum Sævars Marínós Ciecielski krefjast þess að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða þeim tæpan milljarð í bætur. Aðalmeðferð verður á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þau vísa til laga sem Alþingi samþykkti eftir að Hæstiréttur sýknaði sakborninga í Guðmundar-og Geirfinnsmálum.
„Hef nægan kraft til að klára þetta hvernig sem fer"
Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, segir að ef endurupptöku á máli hennar verði hafnað þá sé málinu lokið. Þá geti hún ekki leitað réttar síns annars staðar. Hún segist hafa ásett sér að láta ekki staðar numið fyrr en allt sé skollið í lás.
Morgunvaktin
Telur afstöðu forsætisráðherra ekki duga í máli Erlu
Lögmaður Erlu Bolladóttur telur það ekki nóg að stjórnvöld ætli ekki að áfrýja dómi héraðsdóms sem féll í vikunni um hlut hennar í Geirfinnsmálinu. Leita ætti sátta í máli Erlu í stað þess að láta hana halda baráttu sinni áfram fyrir dómstólum.
Ekki bætur án sýknu - ríkið ætlar ekki að áfrýja
Íslenska ríkið ætlar ekki að áfrýja héraðsdómi frá því í fyrradag, sem heimilaði Erlu Bolladóttur endurupptöku hæstaréttardóms þar sem hún var sakfelld fyrir meinsæri í Geirfinnsmálinu. Forsætisráðherra segir ekki hægt að greiða bætur nema sýknudómur yfir Erlu liggi fyrir. Þeir sem hún bar röngum sökum vilja að dóminum verði áfrýjað.
Spegillinn
Ekki sjálfgefið að mál Erlu verði tekið upp að nýju
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar frá 2017 um að hafna endurupptöku vegna dóms Erlu Bolladóttur í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. Helstu forsendur úrskurðarins eru að endurupptökunefndin hafi á sínum tíma með óforsvaranlegum hætti litið fram hjá skýrslu réttarsálfræðinga frá árinu 2013 sem lögðu mat á trúverðugleika játninga sakborninga í málinu.
Sjónvarpsfrétt
Erla fagnaði ógildingu ákvörðunar endurupptökunefndar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar árið 2017 um að hafna endurupptöku vegna dóms Erlu Bolladóttur í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. Erla sagði miklar tilfinningar hrærast innra með sér að dómsuppsögu lokinni. Lögmaður hennar telur verulegar líkur á að forsætisráðherra muni beita sér og að öllum Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði lokið á næstu vikum.  
Erla Bolladóttir vann sigur í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í morgun úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar um að hafna endurupptöku vegna dóms Erlu Bolladóttur í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu.
Trúir ekki að ríkið vilji berjast til síðasta blóðdropa
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segist ekki trúa því að ríkið vilji berjast til síðasta blóðdropa og sæki um leyfi til áfrýjunar hjá Hæstarétti. Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Guðjóni 260 milljónir í bætur vegna Guðmundar-og Geirfinnsmála. Frá því dragast 145 milljónir sem hann hafði fengið á grundvelli laga um bætur í málinu.
Kristján talinn hafa mátt þola vanvirðandi meðferð
Landsréttur segir í dómi sínum í máli Kristjáns Viðars Júlíussonar að tímalengd og aðstæður í einangrunarvist hans hafi falið í sér vanvirðandi meðferð. Og að með sakfellingardómnum hafi hann orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum. Miskabæturnar sem honum voru dæmdar í dag eru þær hæstu í Íslandssögunni vegna svona máls.
Hæstu miskabætur Íslandssögunnar
Íslenska ríkið stóðst prófið í dag, segir Arnar Þór Stefánsson lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem var í dag dæmdar hæstu miskabætur Íslandssögunnar,
Landsréttur: Sakfelling Guðjóns alvarleg réttarspjöll
Landsréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að þær bætur sem Alþingi samþykkti að greiða sakborningum í Guðmundar-og Geirfinnsmálum væru of lágar og dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur sakborningum í málinu 610 milljónir króna. Landsréttur telur að tímalengd og aðstæður í einangrunarvist Guðjóns Skarphéðinssonar hafi falið í sér vanvirðandi meðferð. Sakfellingardómurinn hafi verið alvarleg réttarspjöll og opinber umræða um málið litað hans líf.
Guðjóni og Kristjáni Viðari dæmdar bætur í Landsrétti
Landsréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáns Viðars Júliussonar, sakborningum í Guðmundar-og Geirfinnsmálum, samtals 610 milljónir. Kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar var hafnað og ríkið sýknað af bótakröfu hans.
Kristján Viðar og dánarbú Tryggva ætla að áfrýja
Kristján Viðar Júlíusson, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, annars sakborninga í málinu, hyggjast áfrýja úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllu í gær þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum um bætur vegna frelsisskerðingar, fjártjóns og brots gegn æru sem þeir urðu fyrir vegna málsins. Báðir voru sýknaðir þegar málið var endurupptekið í Hæstarétti árið 2018.
Ríkið sýknað af kröfu Kristjáns og afkomenda Tryggva
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján og Tryggvi Rúnar, tveir fimmmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, stefndu ríkinu og krafðist Kristján rúmlega 1,4 milljarða króna í bætur og dánarbú Tryggva 1,6 milljarða króna.
Harkalegt að segja að engar bætur hefðu fengist án laga
Aðalmeðferðir í málum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, tveggja þeirra fimm sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, fóru fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan
Óumdeilt er að Arnar Þór Vatnsdal, sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, eigi bótarétt á grundvelli laga sem samþykkt voru í fyrra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms í málinu. Þetta segir lögmaður hans.  Bótakröfu  Arnars var hafnað fyrr í þessari viku og hyggst hann stefna íslenska ríkinu til greiðslu bóta.
Sonur Tryggva Rúnars hyggst stefna ríkinu
Íslenska ríkið hefur hafnað 85 milljóna bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Bótakröfunni hefur verið hafnað á grundvelli þess að  Arnar Þór var ættleiddur þegar hann var tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. Lögmaður hans segir að ríkinu verði nú stefnt.
Blóðsonur Tryggva krefst miskabóta
Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, fer fram á að fá bætur á grundvelli laga um greiðslu til bóta til þeirra sem sýknaður voru í málunum.
Farið fram á að dómari í máli Erlu Bolladóttur víki
Fyrirtaka var í máli Erlu Bolladóttur gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar lagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, fram kröfu um að Sigrún Guðmundsdóttir dómari víki vegna vanhæfis.
Hyggst leiða fram vitni úr rannsókn Geirfinnsmálsins
Settur ríkislögmaður hyggst leiða fram tvö vitni í máli Guðjóns Skarphéðissonar gegn ríkinu. Fréttablaðið greinir frá og segir þetta hafa komið fram í undirbúningsþinghaldi fyrir aðalmeðferðina í gær.
Myndskeið
„Svona hlutir verða aldrei bættir með fé“
„Ég fagna því að við séum komin á þennan stað í þessu máli. Og með þessu hefur löggjafinn og framkvæmdavaldið sýnt vilja sinn til yfirbótar vegna máls sem við vonum að endurtaki sig aldrei,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimmmenningarnir sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fengu í gær greiddar samtals 774 milljónir króna í bætur.
774 milljónir greiddar til sýknaðra og afkomenda
Ríkissjóður greiddi í gær út 774 milljónir króna í miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Greitt var samkvæmt lögum sem samþykkt voru í desember og kveða á um að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru, og eru á lífi, og til eftirlifandi maka og barna þeirra sem látnir eru.