Færslur: Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Kristján Viðar og dánarbú Tryggva ætla að áfrýja
Kristján Viðar Júlíusson, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, annars sakborninga í málinu, hyggjast áfrýja úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllu í gær þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum um bætur vegna frelsisskerðingar, fjártjóns og brots gegn æru sem þeir urðu fyrir vegna málsins. Báðir voru sýknaðir þegar málið var endurupptekið í Hæstarétti árið 2018.
Ríkið sýknað af kröfu Kristjáns og afkomenda Tryggva
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján og Tryggvi Rúnar, tveir fimmmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, stefndu ríkinu og krafðist Kristján rúmlega 1,4 milljarða króna í bætur og dánarbú Tryggva 1,6 milljarða króna.
Harkalegt að segja að engar bætur hefðu fengist án laga
Aðalmeðferðir í málum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, tveggja þeirra fimm sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, fóru fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan
Óumdeilt er að Arnar Þór Vatnsdal, sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, eigi bótarétt á grundvelli laga sem samþykkt voru í fyrra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms í málinu. Þetta segir lögmaður hans.  Bótakröfu  Arnars var hafnað fyrr í þessari viku og hyggst hann stefna íslenska ríkinu til greiðslu bóta.
Sonur Tryggva Rúnars hyggst stefna ríkinu
Íslenska ríkið hefur hafnað 85 milljóna bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Bótakröfunni hefur verið hafnað á grundvelli þess að  Arnar Þór var ættleiddur þegar hann var tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. Lögmaður hans segir að ríkinu verði nú stefnt.
Blóðsonur Tryggva krefst miskabóta
Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, fer fram á að fá bætur á grundvelli laga um greiðslu til bóta til þeirra sem sýknaður voru í málunum.
Farið fram á að dómari í máli Erlu Bolladóttur víki
Fyrirtaka var í máli Erlu Bolladóttur gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar lagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, fram kröfu um að Sigrún Guðmundsdóttir dómari víki vegna vanhæfis.
Hyggst leiða fram vitni úr rannsókn Geirfinnsmálsins
Settur ríkislögmaður hyggst leiða fram tvö vitni í máli Guðjóns Skarphéðissonar gegn ríkinu. Fréttablaðið greinir frá og segir þetta hafa komið fram í undirbúningsþinghaldi fyrir aðalmeðferðina í gær.
Myndskeið
„Svona hlutir verða aldrei bættir með fé“
„Ég fagna því að við séum komin á þennan stað í þessu máli. Og með þessu hefur löggjafinn og framkvæmdavaldið sýnt vilja sinn til yfirbótar vegna máls sem við vonum að endurtaki sig aldrei,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimmmenningarnir sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fengu í gær greiddar samtals 774 milljónir króna í bætur.
774 milljónir greiddar til sýknaðra og afkomenda
Ríkissjóður greiddi í gær út 774 milljónir króna í miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Greitt var samkvæmt lögum sem samþykkt voru í desember og kveða á um að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru, og eru á lífi, og til eftirlifandi maka og barna þeirra sem látnir eru. 
Fær ekki aðgang að skýrslu um Magnús Leópoldsson
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þar sem synjað var beiðni um aðgang að skýrslu um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi.
145 milljóna bætur dragast frá 1,3 milljarða kröfu
Ríkið stefnir að því greiða miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á næstunni. Guðjóni Skarphéðinssyni verða greiddar 145 miljónir króna. Lögmaður Guðjóns segir að bótakrafa hans fyrir dómi lækki sem því nemur en að öðru leyti hafi þetta ekki áhrif á málarekstur hans gegn ríkinu.
03.01.2020 - 17:55
Miskabætur verði greiddar út síðar í mánuðinum
Stefnt er að því að miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins verði greiddar út í þessum mánuði á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi í desember. 
Myndskeið
Ríkið grípur til fullra varna ef ekki nást sættir
Viðræður um bótagreiðslur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefjast að nýju nú í desember, að sögn setts ríkislögmanns. Vonast er til að niðurstöður náist um fullnaðarbætur og að dómsmál verði þá felld niður. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög um bótagreiðslur til hinna sýknuðu og erfingja þeirra sem látnir eru. Þá hefur forsætisráðuneytið gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns.
Þingið samþykkir bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli
Lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði.
04.12.2019 - 16:38
43 ára gamalt lygapróf Guðjóns fyrir héraðsdómi
Andri Árnason, settur ríkislögmaður, lagði í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur fram skýrslu um lygapróf sem Guðjón Skarphéðinsson tók 1976. Bótamál Guðjóns gegn ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var tekið fyrir í morgun.
Niðurstaða ríkislögmanns enn eitt áfallið
Stefna Erlu Bolladóttur á hendur ríkinu vegna ákvörðunar um að hafna endurupptökubeiðni hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkislögmaður hafnaði í gær kröfu hennar um bætur vegna varðhalds sem hún sætti við rannsókn málanna. Erla segir ákvörðun um synjunina vera einn eitt áfallið. 
Ríkið hafnar bótakröfu Erlu Bolladóttur
Íslenska ríkið hefur hafnað bótakröfu Erlu Bolladóttur, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta kom fram á mbl.is í gærkvöld. Erlu barst bréf frá settum ríkislögmanni, Andra Árnasyni í gær.
Telja ómögulegt að greiða bætur vegna G&G-mála
Magnús Leopoldsson, Einar Bollason og Valdimar Olsen, sem kenndir voru við Klúbbinn, telja að ekki sé hægt að fallast á bætur til handa Kristjáni Viðari Júlíussyni og ættingum Sævars Ciesielskis eins og frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra gerir ráð fyrir.
Vill líta til bótafordæma á efri dómstigum
Lögmaður erfingja Tryggvar Rúnars Leifssonar, sem sýknaður var með dómi Hæstaréttar í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu í fyrra, segir að við útreikning bóta eigi að líta til dómaframkvæmdar Hæstaréttar og Landsréttar. Einstaka dómar í héraði hafi enga þýðingu í samanburði og tilvísanir til þeirra því fráleitar.
Katrín tilbúin að hitta Klúbbmenn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist tilbúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sé þess óskað.
Sýknukrafa hneyksli og fjárhæðir of lágar
Sýknukrafa ríkisins í bótakröfu í Guðmundar- og Geirfinssmálinu er reginhneyksli og bótafjárhæðir eru allt of lágar, segir Arnar Þór Stefánsson lögmaður eins hinna sýknuðu í umsögn sinni um bótafrumvarp forsætisráðherra.
Gagnrýnir forsendur í frumvarpi um bætur
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins fimmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, gagnrýnir að í frumvarpi forsætisráðherra um bótagreiðslur í málinu séu lægri bætur reiknaðar eftir því sem vistin er var lengri, auk þess sem viðmiðunarupphæð um bætur á hvern sólarhring sé of lág.
15.10.2019 - 12:32
Frumvarp um bætur á leið í umsagnarferli
Lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær.
11.10.2019 - 11:45
Myndskeið
Beygði af í umræðu um bætur til sakborninga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra beygði af í umræðu um frumvarp hennar um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á Alþingi í gærkvöld. Nokkurrar gagnrýni gætti á frumvarpið. Undir lok umræðunnar frábað forsætisráðherra sér ummæli um að frumvarpið væri sýndarmennska eða gæfi þingmönnum færi á að fara í yfirboð um hversu háar fjárhæðir skyldu greiddar fyrrverandi sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendum látinna fyrrverandi sakborninga. Þingmaður baðst þá afsökunar.