Færslur: Grikkland

Læknaverkfall í Aþenu í sólarhring
Læknar í Aþenu, höfuðborg Grikklands, eru í sólarhringsverkfalli til að mótmæla skorti á starfsfólki og fleira. Stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks hafa lýst sig andvíg fyrirhuguðum breytingum á starfskjörum þess, líkt og stjórnvöld hafa kynnt.
21.10.2021 - 16:06
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Annar snarpur skjálfti á Krít
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir grísku eyna Krít í Eyjahafi laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru á 8,2 kílómetra dýpi, á óbyggðu svæði suðaustur af bænum Irepetra á austurhluta eyjarinnar.
12.10.2021 - 10:54
Myndskeið
Einn lést í jarðskjálfta á Krít
Einn lést og að minnsta kosti ellefu slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á grísku eyjunni Krít á Eyjahafi í morgun. Hann var fimm komma átta að stærð, að sögn jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu.
27.09.2021 - 12:53
Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
20.09.2021 - 23:53
Grikkir opna flóttamannabúðir á Samos
Grísk stjórnvöld opnuðu í dag fyrstu lokuðu flóttamannabúðirnar af fimm, sem styrktar eru með fjármagni frá Evrópusambandinu. Mannréttindahópar hafa mótmælt fyrirkomulaginu í búðunum og segja reglur um aðgengi að þeim of takmarkandi.
18.09.2021 - 14:57
Tónskáldið Mikis Theodorakis látinn
Gríska tónskáldið Mikis Theodorakis er látinn, 96 ára að aldri. Theodorakis var líklega þekktastur fyrir tónlistina við kvikmyndina um Grikkjann Zorba frá 1964. Í myndinni lék bandarísk-mexíkóski leikarinn Anthony Quinn Krítverjann Zorba.
02.09.2021 - 12:44
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Gróðureldar á Grikklandi „virðast á undanhaldi“
Skæðir gróðureldar sem hafa geisað á Grikklandi í tæpa viku virðast vera á undanhaldi. Þetta sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem staddur er í Aþenu í viðtali við fréttastofu. Yfir 2000 íbúar á Evia-eyju austan við Aþenu hafa þurft að flýja heimili sín og yfir 56 þúsund hektarar lands hafa brunnið. Minnst átta manns hafa látið lífið í eldunum.
09.08.2021 - 12:25
Ekkert lát á gróðureldunum í Grikklandi
Bændur á Evia-eyju, næst stærstu eyju Grikklands, horfa á eigur sínar fuðra upp og bústofn sinn drepast í gróðureldum sem kviknuðu á þriðjudag. Íbúarnir segja ástandið skelfilegt.
08.08.2021 - 18:15
Sextán látin í skógar- og gróðureldum í Evrópu
Minnst sextán hafa látið lífið í skógar- og gróðureldum í Evrópu síðustu daga og vikur. Tveir létust í eldunum í Grikklandi í gær, en áður höfðu tveir farist á Ítalíu, fjögur á Kýpur og átta í Tyrklandi. Annar Grikkjanna sem dó í gær var slökkviliðsmaður en hinn formaður viðskiptaráðs Aþenu.
07.08.2021 - 04:26
Myndskeið
Þúsundir flýja skógarelda í Grikklandi
Þúsundir Grikkja urðu að forða sér að heiman í nótt og í morgun vegna skógarelda. Baráttan við eldana er erfið og á eftir að versna þegar vindur vex í dag. Slökkviliðsmenn hafa fengið liðsauka og tækjabúnað frá öðrum Evrópuríkjum.
06.08.2021 - 12:14
„Eins og kolaofn sem ekki er hægt að komast úr“
Þetta er eins og í kolaofni sem maður kemst ekki út úr, segir Íslendingur sem býr í Aþenu um gróðureldana sem hafa geisað í Grikklandi. Hið forna Ólympíuþorp gæti verið í hættu. Naumlega tókst að koma í veg fyrir að orkuver í Tyrklandi yrði gróðureldum að bráð. 
05.08.2021 - 18:43
Veruleg loftmengun við austanvert Miðjarðarhaf
Reykur frá skógareldum í Tyrklandi, Grikklandi og Ítalíu veldur mikilli loftmengun í löndunum við austurhluta Miðjarðarhafs. Gríska veðurstofan tilkynnti þetta í dag eftir að myndir úr gervihnöttum höfðu verið skoðaðar. Þær sýna að reykur frá eldunum berst alla leið til Norður-Afríku.
05.08.2021 - 17:22
Á annað hundrað eldar loga í Grikklandi
Grikkir hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópska almannavarnakerfinu við að hemja gróðurelda sem loga á yfir eitt hundrað stöðum í landinu. Ástandið á eyjunni Evíu er einkar slæmt þar sem á annað hundrað hús hafa eyðilagst. 
05.08.2021 - 12:26
Yfir 150 hús brunnin í skógareldum á Grikklandi
Minnst 150 hús hafa þegar eyðilagst í skógareldum á grísku eyjunni Evia. Búið er að rýma fjölda þorpa á eyjunni en munkar í klaustri heilags Davíðs neita að yfirgefa klaustrið. Eldurinn á Evia er einn af yfir 100 skógar- og gróðureldum sem brenna á Grikklandi og ógna meðal annars hinum fornfræga bæ ÓIympíu á Pelópsskaganum. Þá berjast slökkviliðsmenn enn við elda í útjaðri höfuðborgarinnar Aþenu. Hitabylgja er á Grikklandi og Tyrklandi, þar sem eldar loga líka víða.
05.08.2021 - 04:32
Þjóðvegur lokaður vegna skógarelds
Aðalþjóðvegurinn milli Aþenu, höfuðborgar Grikklands, og suður- og norðurhluta landsins lokaðist í dag vegna skógarelds. Í tilkynningu frá almannavörnum landsins segir að eldurinn breiðist út við rætur fjallsins Parnitha, um þrjátíu kílómetra norðan við borgina. Fimm þyrlur, fjórar slökkviflugvélar og 35 dælubílar eru á vettvangi. Rúmlega eitt hundrað slökkviliðsmenn eru þar við störf. 
03.08.2021 - 14:53
Miklir skógareldar geisa á Pelópsskaga
Hálft annað hundrað slökkviliðsmanna hefur barist við skógarelda nærri borginni Patras á Pelópsskaga á Grikklandi. Fimmtíu slökkviliðsbílar, átta flugvélar og þyrlur búnar slökkvibúnaði hafa verið notuð við aðgerðirnar.
31.07.2021 - 22:37
Mesta hitabylgja í áratugi í Grikklandi
Almannavarnir í Grikklandi beina því til fólks að vinna eins lítið utandyra og unnt er vegna hitabylgju sem ríkir í landinu um þessar mundir. Búist er við að hún nái hámarki á mánudag. 
30.07.2021 - 15:53
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Grikkland
Táragas og háþrýstidælur gegn bólusetningarandstæðingum
Lögregla í Aþenu beitti í gær táragasi og háþrýstidælum til að leysa upp fjölmenn mótmæli fólks sem mótfallið er bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.
22.07.2021 - 03:22
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Mykonos-eyja í tónlistarbanni vegna smita
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tímabundið tónlistarbann yrði sett á skemmtistaði, krár og veitingastaði grísku eyjunnar, Mykonos, sem lengi hefur verið þekkt fyrir líflegt skemmtanalíf. AFP fréttastofan greinir frá. Há tónlist á samkomustöðum valdi því að fólk þurfi að hækka róminn og þá séu meiri líkur á dropasmiti en ella. Grikkir hafa áður gripið til sömu aðgerða en þeim var að mestu aflétt í júní.
17.07.2021 - 12:36