Færslur: Grikkland

Þjóðvegur lokaður vegna skógarelds
Aðalþjóðvegurinn milli Aþenu, höfuðborgar Grikklands, og suður- og norðurhluta landsins lokaðist í dag vegna skógarelds. Í tilkynningu frá almannavörnum landsins segir að eldurinn breiðist út við rætur fjallsins Parnitha, um þrjátíu kílómetra norðan við borgina. Fimm þyrlur, fjórar slökkviflugvélar og 35 dælubílar eru á vettvangi. Rúmlega eitt hundrað slökkviliðsmenn eru þar við störf. 
03.08.2021 - 14:53
Miklir skógareldar geisa á Pelópsskaga
Hálft annað hundrað slökkviliðsmanna hefur barist við skógarelda nærri borginni Patras á Pelópsskaga á Grikklandi. Fimmtíu slökkviliðsbílar, átta flugvélar og þyrlur búnar slökkvibúnaði hafa verið notuð við aðgerðirnar.
31.07.2021 - 22:37
Mesta hitabylgja í áratugi í Grikklandi
Almannavarnir í Grikklandi beina því til fólks að vinna eins lítið utandyra og unnt er vegna hitabylgju sem ríkir í landinu um þessar mundir. Búist er við að hún nái hámarki á mánudag. 
30.07.2021 - 15:53
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Grikkland
Táragas og háþrýstidælur gegn bólusetningarandstæðingum
Lögregla í Aþenu beitti í gær táragasi og háþrýstidælum til að leysa upp fjölmenn mótmæli fólks sem mótfallið er bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.
22.07.2021 - 03:22
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Mykonos-eyja í tónlistarbanni vegna smita
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tímabundið tónlistarbann yrði sett á skemmtistaði, krár og veitingastaði grísku eyjunnar, Mykonos, sem lengi hefur verið þekkt fyrir líflegt skemmtanalíf. AFP fréttastofan greinir frá. Há tónlist á samkomustöðum valdi því að fólk þurfi að hækka róminn og þá séu meiri líkur á dropasmiti en ella. Grikkir hafa áður gripið til sömu aðgerða en þeim var að mestu aflétt í júní.
17.07.2021 - 12:36
Virt kammersveit leggur niður störf vegna skulda
Gríska kammersveitin Athens Camerata, ein helsta menningargersemi Grikklands, hefur verið lögð niður vegna skulda. Menningarmálaráðherra Grikklands tilkynnti þetta í gær en sveitin hefur verið starfandi í þrjátíu ár.
13.07.2021 - 14:33
Skylda heilbrigðisstarfsfólk í bólusetningu
Stjórnvöld í Grikklandi hafa skipað öllu heilbrigðisstarfsfólki að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra sagði þegar hann kynnti ákvörðunina að hún gilti einnig fyrir starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það yrði að láta bólusetja sig fyrir sextánda ágúst, ella yrði það sent í veikindaleyfi.
Grískur nýnasisti á flótta handtekinn
Grísku lögreglunni tókst loks að handtaka nýnasistann Christos Pappas, sem hefur verið á flótta síðan hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október síðastliðnum. Hann var dæmdur ásamt rúmlega fimmtíu öðrum félögum Gullinnar dögunar í haust. Meðal sakarefna voru morð, árásir, ólögleg vopnaeign og stjórnun glæpasamtaka. 
02.07.2021 - 03:20
Stolið listaverk Picassos endurheimt eftir níu ár
Málverkið „Höfuð af konu“ eftir spænska listmálarann Picasso sem var stolið úr ríkislistasafninu í Aþenu fyrir níu árum síðan var endurheimt í dag.
29.06.2021 - 23:46
Grikkir greiða ungu fólki fyrir að fara í bólusetningu
Ungir Grikkir fá „frelsiskort“ með 150 evra inneign eða fá ókeypis netaðgang í símunum sínum ef þeir láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Tilboðið gildir fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára, að sögn gríska dagblaðsins Kathimerini.
Slímkennd froða ógnar lífríki við Grikkland
Þykk, slímkennd, brúnleit froða þekur fjörur Marmarahafs við Grikkland. Fyrirbrigðið, sem kallað hefur verið sjávarhor, ógnar lífríki við strendur landsins. 
05.06.2021 - 07:44
Barist við skógarelda í Grikklandi
Hátt á þriðja hundrað grískir slökkviliðsmenn hafa síðan í gær barist við skógarelda í fjalllendi í um níutíu kílómetra frá höfuðborginni Aþenu. Að sögn talsmanns almannavarna eru veðurskilyrði til slökkvistarfs mun betri í dag en í gær.
21.05.2021 - 14:55
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.
Dæmdur nýnasisti á Evrópuþinginu sendur til Grikklands
Grískur þingmaður á Evrópuþinginu og dæmdur nýnasisti, sem handtekinn var í Belgíu á dögunum eftir að hann var sviptur þinghelgi, var í gær fluttur til Grikklands og færður í hendur þarlendra yfirvalda. AFP fékk þetta staðfest hjá flugvallarlögreglu í Aþenu.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Myndskeið
Krefjast þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael
Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag til stuðnings Palestínu. Yfirskrift mótmælanna var Stöðvum blóðbaðið. Krafa fundarins var að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael.
Evrópuþingmaður sviptur þinghelgi
Evrópuþingið svipti í dag Grikkjann Ioannis Lagos þinghelgi. Hann er fyrrverandi formaður gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar. Nokkrum klukkustundum síðar var hann tekinn höndum í Brussel.
27.04.2021 - 15:19
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Biden hyggst viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag laugardag að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Johnson segir grískar minjar í eigu Breta
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þvertekur fyrir að afhenda Grikkjum marmarahöggmyndir frá Parþenon sem finna má í minjasafninu British Museum í Lundúnum. Johnson segir höggmyndirnar verða geymdar í Bretlandi um ókomna framtíð, þar sem þær hefðu verið teknar á lögmætan hátt.
13.03.2021 - 08:08
Samkomur takmarkaðar í Grikklandi
Yfirvöld í Grikklandi gáfu í morgun út tilkynningu að ekki mættu fleiri safnast saman á einum stað en eitt hundrað manns. Þær takmarkanir yrðu í gildi í eina viku að viðlagðri sekt yrði þær brotnar.
26.01.2021 - 09:14
Grikkir kaupa franskar orrustuþotur
Grikkir gengu í dag frá kaupum á átján frönskum orrustuþotum af gerðinni Rafale. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður evra, jafnvirði þrjú hundruð níutíu og þriggja milljarða króna. Tólf af þotunum eru notaðar, sex til viðbótar verða smíðaðar fyrir Grikki hjá Dassault flugvélasmiðjunum.
25.01.2021 - 16:40
Grikkir og Tyrkir ræða um landhelgi og auðlindir
Í morgun hófust í Istanbúl í Tyrklandi viðræður Grikkja og Tyrkja um landhelgi og auðlindir á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta er í fyrsta sinn í næstum fimm ár sem fulltrúar ríkjanna ræða þessi mál augliti til auglitis.
25.01.2021 - 09:13
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland