Færslur: Grikkland

Tom Hanks orðinn grískur ríkisborgari
Bandarísku kvikmyndaleikararnir Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson eru nú orðnir grískir ríkisborgarar. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, greindi frá þessu í dag.
27.07.2020 - 16:49
Þjóðverjar reyna að miðla málum
Spenna hefur farið vaxandi milli Grikkja og Tyrkja vegna ákvörðunar hinna síðarnefndu að hefja olíu- og gasleit á svæði á Eyjahafi sem Grikkir segja tilheyra landgrunni sínu.
24.07.2020 - 09:14
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Hjólaði frá Skotlandi til Grikklands vegna COVID-19
Grikki sem var í háskólanámi í Skotlandi ákvað að hjóla heim, um 3.500 km leið, eftir að allar flugleiðir lokuðust vegna kórónuveirunnar.
13.07.2020 - 23:46
Grikkir loka á Serba vegna veirufaraldursins
Grikkir hafa lokað landamærum sínum fyrir serbnesku ferðafólki vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Serbíu síðustu daga. Á föstudag var lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Belgrad vegna ástandsins. Lokunin gildir til 15. júlí. Ferðafólk sem kemur til Grikklands verður að fylla út eyðublað, þar sem þeir greina meðal annars frá þjóðerni sínu og til hvaða landa það hefur komið síðustu fimmtán daga.
06.07.2020 - 11:02
ESB opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun mæla með því að ríki sambandsins byrji að opna landamæri sín fyrir umferð utan Schengensvæðisins frá og með 1. júlí. Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál framkvæmdastjórnarinnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.
10.06.2020 - 11:17
Allir farþegar í sóttkví eftir að tólf greindust
Af 91 farþega, í þotu Qatar Airways sem lenti í Grikklandi í vikunni, greindust 12 með COVID-19 . Allir farþegarnir eru nú í sóttkví og allt flug frá Katar til Grikklands hefur verið stöðvað tímabundið.
06.06.2020 - 12:26
Grikkir opna fyrir flug frá 29 löndum
Flugvellirnir í Þessalóníku og Aþenu í Grikklandi verða opnaðir 15. júní fyrir ferðafólki frá 29 löndum, þar á meðal sextán ríkjum Evrópusambandsins. Danmörk, Noregur og Finnland eru á listanum, en ekki Ísland og Svíþjóð. Lönd sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni, svo sem Frakkland, Spánn, Bretland og Ítalía eru heldur ekki á listanum.
29.05.2020 - 14:47
Alræmdur raðnauðgari handtekinn á Corfu
Lögreglan á eyjunni Corfu á Grikklandi handtók í gær alræmdan raðnauðgara eftir tveggja vikna leit. Manninum var sleppt snemma úr fangelsi eftir að hann hlaut 53 ára dóm árið 2012 fyrir að hafa nauðgað sex konum. Hann er grunaður um að hafa nauðgað albanskri konu fyrir tveimur vikum. Hann fannst í felum á sunnanverðri eyjunni samkvæmt grískum fjölmiðlum.
24.05.2020 - 03:55
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Hundruð án húsaskjóls á Samos í Grikklandi
Hundruð hælisleitenda eiga höfði sínu hvergi að að halla eftir að eldur kom upp í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Samos. Áform stjórnvalda um að fækka fólki í búðum á grísku eyjunum hafa tafist vegna kórónuveirufarsóttarinnar.
27.04.2020 - 12:10
Skotið á flóttamenn í Moria
Tveir hælisleitendur í flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos voru fluttir á sjúkrahús með skotsár í gærkvöld. Árásarmaðurinn, eða -mennirnir, komust undan að sögn lögreglu. Engar frekari upplýsingar voru veittar um málið samkvæmt breska dagblaðinu Guardian. Árásin var gerð seint í gærkvöld í hinum yfirfullu Moria-flóttamannabúðum. Þær voru hannaðar til að hýsa þrjú þúsund manns, en yfir 18 þúsund dvelja þar um þessar mundir.
23.04.2020 - 05:45
Smit greinist í flóttamannabúðum í Grikklandi
Yfirvöld í Grikklandi hafa girt af Ritsona-búðirnar, búðir fyrir flóttamenn og hælisleitendur norður af Aþenu, en þar hafa meira en tuttugu manns greinst með kórónuveirusmit.
02.04.2020 - 08:06
Barn lét lífið í eldsvoða í flóttamannabúðum á Lesbos
Barn lét lífið í eldsvoða í flóttamannabúðunum Moria á grísku eyjunni Lesbos í gær. Eldurinn braust út í einu híbýla flóttamanna innan búðanna, og magnaðist í hvassviðri seinni partinn í gær. Slökkvilið tókst að ná tökum á eldinum. Að sögn flóttamanna í búðunum braust mikil skelfing út við eldsvoðann.
17.03.2020 - 08:09
Forsetaskipti í Grikklandi í dag
Ekaterini Sakellaropoulou, sextíu og þriggja ára dómari, sver í dag embættiseið sem forseti Grikklands, fyrst kvenna. Hún hlaut yfirburðafylgi í janúar þegar gríska þingið valdi arftaka Prokopis Pavlopoulos, fráfarandi forseta. Af þrjú hundruð þingmönnum greiddi 261 henni atkvæði.
13.03.2020 - 07:53
Greiða hælisleitendum fyrir að snúa heim
Evrópusambandið og Grikkland ætla að bjóða fimm þúsund hælisleitendum á grísku eyjunum fjárstyrk gegn því að þeir snúi aftur til síns heima. Féð á að nægja þeim til að hefja nýtt líf.
12.03.2020 - 17:48
Grikkir sakaðir um að brjóta lög
Flóttamenn og hælisleitendur sem koma frá Tyrklandi til Grikklands eru fangelsaðir og fluttir á leyndan stað við landamærin áður en þeir eru sendir tilbaka. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið New York Times og segja þetta brjóta í bága við alþjóðalög. 
11.03.2020 - 10:53
Þjóðverjar ætla að taka við flóttabörnum
Berlínarborg ætlar að taka við allt að hundrað börnum sem nú dvelja í flóttamannabúðum í Grikklandi. Þetta sagði Andreas Geisel, fulltrúi í borgarstjórn, í viðtali á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í morgun. 
10.03.2020 - 12:07
Flóttamenn eru peð í pólitísku þrátefli
Eldur braust út í morgun í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos og olli miklum skemmdum en engum mannskaða. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem stór eldsvoði verður í flóttamannabúðum í landinu. Sýrlenskir flóttamenn eru notaðir sem peð í pólitísku þrátefli.
08.03.2020 - 17:40
Smituðum fjölgar í Grikklandi
Heilbrigðisyfirvöld í Grikklandi staðfestu í dag að 21 hefði greinst þar með COVID-19 kórónaveiruna þannig að 31 hefði nú greinst með veiruna í landinu.
05.03.2020 - 14:15
Beittu táragasi og vatnsdælum á flóttamenn
Lögregla og landamæraverðir í Grikklandi beittu táragasi og vatnsdælum í dag þegar hundruð flóttamanna reyndu að komast yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld í Grikklandi þvertaka fyrir að hafa beitt harðræði í aðgerðum sínum.
04.03.2020 - 14:47
Grikkir fá 700 milljónir evra frá Evrópusambandinu
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að Grikkir fái 700 milljónir evra frá sambandinu til að bregðast við fjölda flóttamanna sem nú streymir inn í landið frá Tyrklandi. Evrópusambandið lýsti í morgun yfir þungum áhyggjum af afleiðingum ákvörðunar tyrkneskra yfirvalda um að hindra ekki lengur för flóttamanna og hælisleitenda á leið til Evrópu.
03.03.2020 - 16:08
Grikkir neita því að hafa skotið á flóttafólk
Grísk stjórnvöld neita því að hafa skotið á bát undan ströndum landsins til þess að forða því að flóttafólk kæmist ólöglega inn í landið. 
02.03.2020 - 23:56
Myndskeið
Drengur drukknaði við strendur Grikklands
Lítill drengur drukknaði við strendur Grikklands í morgun þegar báti með tugi flóttamanna hvolfdi. Þúsundir reyna nú að komast til Grikklands frá Tyrklandi bæði á landi og sjó og grísk stjórnvöld saka Tyrki um innrás í landið.
02.03.2020 - 19:55