Færslur: Grikkland

Minnst 22 látnir og 786 slasaðir eftir skjálftann
Að minnsta kosti 22 hafa látist eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir á Eyjahafi í dag, tuttugu í borginni Izmir í Tyrklandi og tveir unglingar á grísku eyjunni Samos. Þeir voru á leiðinni heim úr skóla þegar húsveggur hrundi á þá. Margir eftirskjálftar hafa mælst, þeir stærstu yfir fjórir að stærð.
30.10.2020 - 22:53
Myndskeið
Sjö stiga skjálfti við strönd Tyrklands
Öflugur jarðskjálfti, allt að sjö að stærð, varð undan strönd Tyrklands á tólfta tímanum í dag. Minnst sex byggingar í tyrknesku borginni Izmir eyðilögðust og nokkrar skemmdust á grísku eynni Samos. Ekki liggur fyrir hvort manntjón hafi orðið.
30.10.2020 - 13:17
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Tyrkneskur þjóðernissinni kjörinn forseti Norður-Kýpur
Þjóðernissinninn Ersin Tatar var í gær kosinn forseti Norður-Kýpur, þar sem Tyrkir ráða ríkjum, og velti þar með sitjandi forseta af stalli. Tatar er fylgjandi því að Kýpur verði áfram aðskilin ríki: Lýðveldið Kýpur á eynni sunnanverðri, þar sem íbúar eru grískumælandi, og svo Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Núverandi forseti, Mustafa Akinci, er hins vegar formælandi þess að Norður-Kýpur sameinist grískumælandi hluta eyjunnar, sem verði eitt, sameinað ríki.
19.10.2020 - 06:17
Leiðtogar Gullinnar dögunar dæmdir
Nikos Michaloliakos, stofnandi og stjórnandi gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar, var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að stýra glæpasamtökum sem reynt hafði verið að dulbúa sem stjórnmálaflokk. Eitt ár af dóminum er fyrir ólöglegan vopnaburð.
14.10.2020 - 11:58
Tyrkir senda rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði
Tyrkir greindu frá því seint í gærkvöld að þeir ætli að senda rannsóknarskip á sömu slóðir og vöktu deilur við Grikki nýverið. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Sjóherinn greindi frá því að skipið Oruc Reis hefji rannsóknir að nýju í dag og verði að fram til 22. október. 
12.10.2020 - 04:42
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Félagar í Gullinni dögun sakfelldir
Nýnasistaflokkurinn Gullin dögun, sem um tíma átti sæti á gríska þinginu, var skilgreindur sem glæpasamtök fyrir dómi í morgun og voru forystumenn flokksins sakfelldir fyrir að leiða slík samtök og aðrar sakir. Þúsundir manna voru fyrir utan dómshúsið í Aþenu í morgun og kom þar til átaka við lögreglu.
07.10.2020 - 10:31
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Flóttamenn í neyð undan strönd Grikklands
Gríska strandgæslan segir að borist hafi í morgun neyðarkall frá báti flóttamanna og hælisleitenda undan vesturströnd Grikklands. Í bátnum séu allt að fimmtíu og fimm manns.
18.09.2020 - 11:03
Ofviðri veldur usla á Grikklandi
Að minnsta kosti tveimur flugvélum sem átti að lenda á grísku eynni Kefalóníu í Jónahafi var gert að lenda í Aþenu í staðinn.
18.09.2020 - 06:11
Erlent · Evrópa · Grikkland · veður · Óveður
Flóttafólk flutt í nýjar búðir á Lesbos
Lögreglan á grísku eynni Lesbos byrjaði í morgun að safna saman flóttafólki og hælisleitendum og koma þeim fyrir í nýjum búðum sem verið er að reisa í stað Moria-búðanna sem brunnu til grunna í síðustu viku.
17.09.2020 - 08:19
Áforma að taka við flóttafólki frá Grikklandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra hafa lagt til að Þjóðverjar taki við allt af fimmtán hundruð flóttamönnum sem dvalið hafa í búðum á grísku eyjunum.
15.09.2020 - 09:09
Viðtal
Getum hjálpað með því að taka við fólki frá Lesbos
Grísk yfirvöld vonast til að geta komið flóttafólki á eyjunni Lesbos í skjól innan viku. Þúsundir hafast enn við á götum úti, hjálparstarfsfólk segir fólkið berskjaldað fyrir ofbeldi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir íslensk stjórnvöld geta hjálpað með því að taka móti fólki og hætta endursendingum til Grikklands.
13.09.2020 - 20:08
Erlent · Evrópa · Innlent · Grikkland · Lesbos
Myndskeið
Flóttafólk flutt í nýjar búðir sem líkt er við fangelsi
Yfirvöld í Grikklandi ætla að opna nýjar flóttamannabúðir sem allra fyrst í stað Moria-búðanna sem brunnu á dögunum. Um 12 þúsund flóttamenn hafa verið á vergangi síðan, en myndband sem sýnir meðferðina á fólkinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum.
13.09.2020 - 14:51
Lögregla beindi táragasi að flóttafólki á Lesbos
Lögregla á grísku eyjunni Lesbos skaut táragasi að hælisleitendum sem áður voru hýstir í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni, en þær brunnu í vikunni.
12.09.2020 - 13:02
Spegillinn
„Við erum fólk ekki skepnur“
Hælisleitendur sem hírst hafa úti síðan Moria-flóttamannabúðirnar brunni í vikunni kröfðust í dag frelsis og þess að fá að komast til meginlandsins. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar, þær voru upphaflega ætlaðar um þrjú þúsund manns en þar hafa verið um 13 þúsund. Kórónuveirusmit greindist í Moria í byrjun mánaðar og allir voru settir í tveggja vikna sóttkví. Því var illa tekið og grunur leikur á að kveikt hafi verið í.
12.09.2020 - 07:03
Viðtal
„Þetta eru manneskjur“
Ríki Evrópu verða sækja fólk til Lesbos, segir Salam Aldeen, maður sem hefur sinnt mannúðaraðstoð á eynni í fimm ár. Algjör óvissa blasir enn við þúsundum flóttafólks sem hafa gripið til fjöldamótmæla. Forsætisráðherra segir að verið sé að skoða hvað Ísland geti gert.
11.09.2020 - 21:00
Myndskeið
Vilja loka flóttamannabúðum á grísku eyjunum
Rauði krossinn krefst þess að flóttamannabúðum á grísku eyjunum verði lokað og að fólkið sem þar hefst við verði flutt til meginlandsins. Aðstæður í búðum á eyjunum séu með öllu óviðunandi.
10.09.2020 - 15:47
Macron hvetur til samstöðu gegn Tyrkjum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gagnrýndi stjórnvöld í Tyrklandi í morgun og sagði að framkoma þeirra í garð Grikkja og í öðrum málum væri ólíðandi. Hann hvatti ríki Evrópusambandsins til að móta sameiginlega afstöðu gagnvart Tyrkjum og tala einum rómi. 
10.09.2020 - 11:32
Erlent · Asía · Evrópa · Frakkland · Grikkland · Tyrkland
Nýir eldar í Moria-flóttamannabúðunum
Eldur kviknaði á ný í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eynni Lesbos í gærkvöld og nýir eldar blossuðu þar upp öðru hvoru í nótt. Hefur þá nánast brunnið allt sem uppi stóð eftir brunann þar í fyrrinótt, þegar stærstur hluti búðanna brann til kaldra kola.
10.09.2020 - 08:17
Segir að kveikt hafi verið í Moria-búðunum á Lesbos
Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála í Grikklandi, segir að hælisleitendur hafi kveikt í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos, sem eyðilögðust í eldsvoða í nótt. Eldur hafi verið kveiktur á nokkrum stöðum í búðunum. Ekki liggi þó fyrir hvort ætlun þeirra hafi verið að valda tjóni.
09.09.2020 - 16:25
Grikkjum heitið aðstoð vegna brunans á Lesbos
Evrópusambandið hefur heitið Grikkjum aðstoð vegna eldsvoðans í Moria-flóttamannabúðunum á eynni Lesbos í nótt. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti í morgun aðildarríki sambandsins til að taka við flóttafólki þaðan. Gríska stjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi á Lesbos, sem gildir í fjóra mánuði.
09.09.2020 - 12:00
Flóttamenn flýja elda í Moria
Rýma þurfti hluta Moria-flóttamannabúðanna á eyjunni Lesbos í Grikklandi vegna eldsvoða í gærkvöld. Eldur logaði um nánast allar búðirnar. Ljósmyndari AFP fréttastofunnar greinir frá því að margir hafi reynt að komast til hafnarbæjarins Mytilene, en lögregla kom í veg fyrir ferðalag þeirra. 
09.09.2020 - 04:44
Segir Tyrki verða að láta af hótunum
Tyrkir verða að láta af hótunum í garð Grikkja vilji þeir hefja viðræður til að draga úr spennunni á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta sagði Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, í morgun.
04.09.2020 - 08:58