Færslur: Grikkland

Skógareldar geisa í nágrenni Aþenu
Skógareldar geisa nú í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Eldarnir ógna heimilum fólks í úthverfum borgarinnar.
04.06.2022 - 15:54
Fordæma meint brot Írana á alþjóðalögum
Frakklandsstjórn fordæmdi í kvöld meint brot íranska byltingarvarðarins á alþjóðalögum. Íranar lögðu hald á tvö grísk olíuflutningaskip á Persaflóa fyrr í vikunni.
29.05.2022 - 21:43
Vilja að Þórshöfn verði menningarborg Evrópu árið 2030
Borgarráðið í Þórshöfn í Færeyjum hefur lagt fram og samþykkt áætlun þess efnis að höfuðstaðurinn verði útnefndur Menningarborg Evrópu árið 2030. Evrópusambandið útnefnir borgir sem við það fá styrk til að kynna menningarlíf sitt.
Grikkir banna bælingarmeðferðir
Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir fyrir hinsegin ungmenni. Það er að segja meðferðir sem snúa að því að bæla niður kynhneigð eða kynvitund ólögráða Grikkja.
11.05.2022 - 18:30
Ellefu létust í eldsvoða í farþegaferju
Ellefu manns létust í eldsvoða í farþegaferju nærri grísku eyjunni Korfú, er fram kemur í tilkynningu frá grísku strandgæslunni. Eldsvoðinn varð þann 18. febrúar síðastliðinn og hafði verið greint frá því að minnst níu manns hefðu látið þar lífið.
24.03.2022 - 01:06
Mariupol á lista með Guernica, Stalíngrað og Aleppo
Grískur stjórnarerindreki sem hélt kyrru fyrir í úkraínsku hafnarborginni Mariupol til 15. mars þrátt fyrir sprengjuregn og stórskotahríð segir eyðileggingu borgarinnar jafnast á við mestu hermdarverk sem saga stríðsátaka mannsins geymir.
21.03.2022 - 04:40
Fannst á lífi eftir 50 klukkustundir í brennandi ferju
Í dag, um 50 klukkustundum eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaferju nærri grísku eyjunni Korfú, fannst 21 árs gamall maður um borð í ferjunni á lífi. Tíu farþega er enn leitað, en aðstæður um borð eru mjög krefjandi vegna mikillar eyðileggingar.
20.02.2022 - 20:26
Tólf saknað eftir eldsvoða í farþegaferju
Tólf er saknað af ferju sem kviknaði í á Jónahafi í fyrrinótt, nærri grísku eyjunni Korfú. Yfirvöld á Ítalíu greina frá þessu. 290 voru um borð í farþega- og bílferjunni Ólympíu, sem var á leið frá grísku borginni Igoumenitsa til Brindisi á Ítalíu þegar eldurinn kviknaði. Þegar í ljós kom að skipverjum tækist ekki að ráða niðurlögum eldsins gaf skipstjórinn öllum fyrirmæli um að koma sér í björgunarbátana og yfirgefa skipið innan við klukkustundu eftir að eldurinn kviknaði.
19.02.2022 - 02:43
Mannbjörg er eldur kom upp í farþegaferju við Korfú
Engan sakaði þegar eldur braust út um borð í farþegaferju á siglingu um Jónahafið milli Albaníu, Ítalíu og Grikklands í morgun, samkvæmt upplýsingum grísku hafnarlögreglunnar. 237 farþegar og 50 manna áhöfn voru í ferjunni Olympíu þegar eldurinn kom upp. Skipstjórinn lét sjósetja björgunarbáta og bað alla farþega að forða sér frá borði.
18.02.2022 - 06:18
Myndskeið
Fannfergi dundi á Grikkjum og Tyrkjum
Umferð einkabíla var stöðvuð í dag í Istanbúl í Tyrklandi vegna fannfergis. Þar lokaðist alþjóðaflugvöllurinn í sólarhring. Í Grikklandi voru hermenn fengnir til að aðstoða ökumenn sem lentu í vandræðum í ófærðinni.
25.01.2022 - 17:21
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland · Tyrkland
Fannfergi setti allt úr skorðum í Aþenu og Istanbúl
Hríðarveður setti í gær allt úr skorðum í Aþenu og Istanbúl og víðar í Miðjarðarhafsríkjunum tveimur, Tyrklandi og Grikklandi, sem þekktari eru fyrir sólríki og hitabylgjur en frost og snjó. Í Istanbúl snjóaði svo ákaft að loka þurfti alþjóðaflugvelli borgarinnar, einum fjölfarnasta flugvelli í Evrópu.
25.01.2022 - 05:36
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Grikkland · Tyrkland
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Óörvuðum úthýst í Grikklandi
Frá og með næstu mánaðamótum verður það skilyrði í Grikklandi að hafa fengið þriðja skammtinn af bóluefni til að mega sækja hina ýmsu viðburði og þjónustu á almannafæri, svo sem líkamsrækt, leikhús og veitingastaði.
09.01.2022 - 19:02
Tveir skjálftar skóku Krít
Tveir jarðskjálftar, 5,2 og 5,4 að stærðu, skóku grísku eyjuna Krít í dag. Sá fyrri og minni reið yfir síðdegis en hinn stærri um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þetta kemur fram á vef Evrópsku jarðskjálftamiðstöðvarinnar, EMSC. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki né umtalsverðu tjóni á mannvirkjum.
27.12.2021 - 00:37
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Skikka gríska eldri borgara í bólusetningu
Frá miðjum janúar verða allir Grikkir sem orðnir eru sextíu ára og eldri að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Ella verða þeir að greiða hundrað evrur í sekt í hverjum mánuði sem þeir láta hjá líða að mæta.
Réttarhöldum yfir björgunarfólki í Grikklandi frestað
Réttarhöldum yfir 24 hjálparstarfsmönnum sem komu flóttamönnum til bjargar við strendur Grikklands á árunum 2016 til 2018 var frestað í dag. Dómari tók þá ákvörðun fljótlega eftir að þau hófust og vísaði áfram til áfrýjunardómstóls. Einn sakborninga er lögmaður og hefur dómstóllinn ekki völd til þess að rétta yfir lögmanni.
18.11.2021 - 17:44
Falsbólusetningar gera erfiða stöðu Grikkja enn verri
Rúmlega sjö þúsund greindust með kórónuveiruna á Grikklandi í gær og hefur fjöldinn aldrei verið svo mikill þar í landi. Fimmta bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og segir í frétt Euronews að bylgjan sé sú alversta til þessa. Flest dauðsföll, flest smit og flestar innlagnir á sjúkrahús.
16.11.2021 - 14:52
Hrun í breskri ferðaþjónustu
Ferðafólki sem leggur leið sína til Bretlands fækkaði um 73 prósent á síðasta ári samkvæmt úttekt bandarísku fréttastöðvarinnar CNN og útlit er fyrir að þeim fækki enn meira á þessu ári. Í frétt CNN segir að Bandaríkjamenn sem ferðist til Evrópu sniðgangi enn Bretland á sama tíma og þeim fjölgi sem sæki Frakkland og Spán heim eftir að slakað var þar á sóttvarnaaðgerðum.
14.11.2021 - 07:20
Menningin
Mæta með list á borðið í Pálínuboð í Aþenu
Íslenskir vindar leika um Aþenu þessa dagana því grísk-íslenska listahátíðin Head 2 head hófst þar um síðustu helgi. Þar taka höndum saman listamannarekin rými beggja landa, fyrst þar og svo hér á landi haustið 2023.
10.11.2021 - 09:56
Víðsjá
Fjöldi íslenskra listamanna á listahátíð í Grikklandi
Í nóvember verður haldin myndlistarhátíð í Grikklandi þar sem fjöldi íslenskra listamanna sýnir verk sín. Hátíðin er samstarfsverkefni Kling og Bang og A – Dash.
03.11.2021 - 11:46
Læknaverkfall í Aþenu í sólarhring
Læknar í Aþenu, höfuðborg Grikklands, eru í sólarhringsverkfalli til að mótmæla skorti á starfsfólki og fleira. Stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks hafa lýst sig andvíg fyrirhuguðum breytingum á starfskjörum þess, líkt og stjórnvöld hafa kynnt.
21.10.2021 - 16:06
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Annar snarpur skjálfti á Krít
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir grísku eyna Krít í Eyjahafi laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru á 8,2 kílómetra dýpi, á óbyggðu svæði suðaustur af bænum Irepetra á austurhluta eyjarinnar.
12.10.2021 - 10:54
Myndskeið
Einn lést í jarðskjálfta á Krít
Einn lést og að minnsta kosti ellefu slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á grísku eyjunni Krít á Eyjahafi í morgun. Hann var fimm komma átta að stærð, að sögn jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu.
27.09.2021 - 12:53