Færslur: Grikkland

Bandaríkin og ESB undirbúa refsiaðgerðir gegn Tyrkjum
Hvort tveggja Bandaríkin og Evrópusambandið huga nú að refsiaðgerðum gegn Tyrkjum, af ólíkum ástæðum þó. Bandaríkjastjórn hyggst innleiða viðskiptaþvinganir gegn Hergagnaverksmiðju Tyrklands og forstjóra hennar innan skamms, vegna kaupa Tyrklandsstjórnar á rússneska S-400 eldflaugavarnakerfinu á síðasta ári. Leiðtogar ESB ígrunda mögulegar refsiaðgerðir vegna ólöglegra tilraunaborana Tyrkja í Miðjarðarhafi.
11.12.2020 - 02:42
Opinberir starfsmenn í verkfalli í Grikklandi
Almenningssamgöngur hafa raskast í Grikklandi og ýmis þjónusta liggur niðri vegna sólarhringsverkfalls opinberra starfsmanna. Þeir hafa lagt fram ýmsar kröfur, svo sem launahækkun, bætt vinnuskilyrði og betri vernd gegn kórónuveirunni.
26.11.2020 - 15:59
Heimilisofbeldi á Grikklandi hjúpað þagnarmúr
Að sögn sérfræðinga er barátta gegn heimilisofbeldi á Grikklandi mjög skammt á veg kominn og landið stendur langt að baki öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar þann málaflokk.
23.11.2020 - 06:26
Grikkir loka öllum skólum
Grísk stjórnvöld hafa lokað grunnskólum, leikskólum og dagheimilum út mánuðinn vegna gríðarlegrar aukningar sem orðið hefur í fjölda COVID-19 smita þar í landi. Þau segja heilbrigðiskerfið komið að þolmörkum.
14.11.2020 - 11:27
Kórónuveira á minkabúum í Grikklandi
Kórónuveira hefur fundist á tveimur minkabúum í norðurhluta Grikklands. Að sögn landbúnaðarráðuneytisins í Aþenu hefur veiran ekki stökkbreyst frá þeirri sem finnst í fólki. Á öðru búinu þarf að lóga 2.500 minkum. Þar hefur að minnsta kosti einn starfsmaður veikst af COVID-19. Verið er að skima eftir veirunni hjá hinum. 
13.11.2020 - 16:57
Barni bjargað úr rústum í Izmir
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.
02.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Grikkland
Minnst 22 látnir og 786 slasaðir eftir skjálftann
Að minnsta kosti 22 hafa látist eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir á Eyjahafi í dag, tuttugu í borginni Izmir í Tyrklandi og tveir unglingar á grísku eyjunni Samos. Þeir voru á leiðinni heim úr skóla þegar húsveggur hrundi á þá. Margir eftirskjálftar hafa mælst, þeir stærstu yfir fjórir að stærð.
30.10.2020 - 22:53
Myndskeið
Sjö stiga skjálfti við strönd Tyrklands
Öflugur jarðskjálfti, allt að sjö að stærð, varð undan strönd Tyrklands á tólfta tímanum í dag. Minnst sex byggingar í tyrknesku borginni Izmir eyðilögðust og nokkrar skemmdust á grísku eynni Samos. Ekki liggur fyrir hvort manntjón hafi orðið.
30.10.2020 - 13:17
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Tyrkneskur þjóðernissinni kjörinn forseti Norður-Kýpur
Þjóðernissinninn Ersin Tatar var í gær kosinn forseti Norður-Kýpur, þar sem Tyrkir ráða ríkjum, og velti þar með sitjandi forseta af stalli. Tatar er fylgjandi því að Kýpur verði áfram aðskilin ríki: Lýðveldið Kýpur á eynni sunnanverðri, þar sem íbúar eru grískumælandi, og svo Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Núverandi forseti, Mustafa Akinci, er hins vegar formælandi þess að Norður-Kýpur sameinist grískumælandi hluta eyjunnar, sem verði eitt, sameinað ríki.
19.10.2020 - 06:17
Leiðtogar Gullinnar dögunar dæmdir
Nikos Michaloliakos, stofnandi og stjórnandi gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar, var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að stýra glæpasamtökum sem reynt hafði verið að dulbúa sem stjórnmálaflokk. Eitt ár af dóminum er fyrir ólöglegan vopnaburð.
14.10.2020 - 11:58
Tyrkir senda rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði
Tyrkir greindu frá því seint í gærkvöld að þeir ætli að senda rannsóknarskip á sömu slóðir og vöktu deilur við Grikki nýverið. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Sjóherinn greindi frá því að skipið Oruc Reis hefji rannsóknir að nýju í dag og verði að fram til 22. október. 
12.10.2020 - 04:42
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Félagar í Gullinni dögun sakfelldir
Nýnasistaflokkurinn Gullin dögun, sem um tíma átti sæti á gríska þinginu, var skilgreindur sem glæpasamtök fyrir dómi í morgun og voru forystumenn flokksins sakfelldir fyrir að leiða slík samtök og aðrar sakir. Þúsundir manna voru fyrir utan dómshúsið í Aþenu í morgun og kom þar til átaka við lögreglu.
07.10.2020 - 10:31
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Flóttamenn í neyð undan strönd Grikklands
Gríska strandgæslan segir að borist hafi í morgun neyðarkall frá báti flóttamanna og hælisleitenda undan vesturströnd Grikklands. Í bátnum séu allt að fimmtíu og fimm manns.
18.09.2020 - 11:03
Ofviðri veldur usla á Grikklandi
Að minnsta kosti tveimur flugvélum sem átti að lenda á grísku eynni Kefalóníu í Jónahafi var gert að lenda í Aþenu í staðinn.
18.09.2020 - 06:11
Erlent · Evrópa · Grikkland · veður · Óveður
Flóttafólk flutt í nýjar búðir á Lesbos
Lögreglan á grísku eynni Lesbos byrjaði í morgun að safna saman flóttafólki og hælisleitendum og koma þeim fyrir í nýjum búðum sem verið er að reisa í stað Moria-búðanna sem brunnu til grunna í síðustu viku.
17.09.2020 - 08:19
Áforma að taka við flóttafólki frá Grikklandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra hafa lagt til að Þjóðverjar taki við allt af fimmtán hundruð flóttamönnum sem dvalið hafa í búðum á grísku eyjunum.
15.09.2020 - 09:09
Viðtal
Getum hjálpað með því að taka við fólki frá Lesbos
Grísk yfirvöld vonast til að geta komið flóttafólki á eyjunni Lesbos í skjól innan viku. Þúsundir hafast enn við á götum úti, hjálparstarfsfólk segir fólkið berskjaldað fyrir ofbeldi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir íslensk stjórnvöld geta hjálpað með því að taka móti fólki og hætta endursendingum til Grikklands.
13.09.2020 - 20:08
Erlent · Evrópa · Innlent · Grikkland · Lesbos
Myndskeið
Flóttafólk flutt í nýjar búðir sem líkt er við fangelsi
Yfirvöld í Grikklandi ætla að opna nýjar flóttamannabúðir sem allra fyrst í stað Moria-búðanna sem brunnu á dögunum. Um 12 þúsund flóttamenn hafa verið á vergangi síðan, en myndband sem sýnir meðferðina á fólkinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum.
13.09.2020 - 14:51
Lögregla beindi táragasi að flóttafólki á Lesbos
Lögregla á grísku eyjunni Lesbos skaut táragasi að hælisleitendum sem áður voru hýstir í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni, en þær brunnu í vikunni.
12.09.2020 - 13:02
Spegillinn
„Við erum fólk ekki skepnur“
Hælisleitendur sem hírst hafa úti síðan Moria-flóttamannabúðirnar brunni í vikunni kröfðust í dag frelsis og þess að fá að komast til meginlandsins. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar, þær voru upphaflega ætlaðar um þrjú þúsund manns en þar hafa verið um 13 þúsund. Kórónuveirusmit greindist í Moria í byrjun mánaðar og allir voru settir í tveggja vikna sóttkví. Því var illa tekið og grunur leikur á að kveikt hafi verið í.
12.09.2020 - 07:03
Viðtal
„Þetta eru manneskjur“
Ríki Evrópu verða sækja fólk til Lesbos, segir Salam Aldeen, maður sem hefur sinnt mannúðaraðstoð á eynni í fimm ár. Algjör óvissa blasir enn við þúsundum flóttafólks sem hafa gripið til fjöldamótmæla. Forsætisráðherra segir að verið sé að skoða hvað Ísland geti gert.
11.09.2020 - 21:00
Myndskeið
Vilja loka flóttamannabúðum á grísku eyjunum
Rauði krossinn krefst þess að flóttamannabúðum á grísku eyjunum verði lokað og að fólkið sem þar hefst við verði flutt til meginlandsins. Aðstæður í búðum á eyjunum séu með öllu óviðunandi.
10.09.2020 - 15:47