Færslur: Grái herinn

Dómsmál um ellilífeyri fer beint til Hæstaréttar
Mál þriggja einstaklinga gegn ríkinu vegna skerðinga á ellilífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði fer beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti.
05.03.2022 - 12:50
Ríkið sýknað í máli Gráa hersins
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Ríkið var sýknað í öllum málunum sem um er að ræða og málskostnaður felldur niður. Stefnendur ætla að áfrýja málinu.
Grái herinn fagnar gjafsókn í máli gegn TR
Þremenningarnir í Gráa hernum sem höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun ríkisins, vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, fá gjafsókn frá ríkinu.
23.09.2021 - 12:11
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
Mál Gráa hersins gegn TR til efnismeðferðar
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því síðdegis í dag að vísa frá dómi máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu á grundvelli athugasemda sem ríkið hafði uppi í greinargerð sinni og lutu að því að stefnendur skorti lögvarða hagsmuni í málinu. Grái herinn eru baráttuhópur innan félags eldri borgara sem berst fyrir auknum réttindum eldri borgara.
16.02.2021 - 17:00
Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB
Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Spegillinn
Varð skyndilega pólitísk eftir 67 ára afmælið
„Ég var aldrei pólitísk, fyrr en eftir að ég komst á lífeyrisaldur,“ þetta segir Auður Dóra Haraldsdóttir. Hún var þjónustufulltrúi í Íslandsbanka í aldarfjórðung og hætti þar 65 ára. Nú undirbýr hún mótmælaaðgerðir með fleirum úr Gráa hernum, vill berjast, hvort sem það er fyrir réttindum sinnar kynslóðar eða þeirrar sem á eftir kemur. Um níu þúsund eldri borgarar búa við fátækt og margir eru ósáttir við kjör sín.