Færslur: Grænland

Bitinn af ísbirni og fluttur til Akureyrar
Maður var fluttur með flugi frá rannsóknarstöð á Grænlandi til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri í gær eftir að hafa verið bitinn af ísbirni í fyrrinótt.
03.08.2021 - 18:18
Hitabylgja í Austur-Grænlandi
Yfir tuttugu og þriggja stiga hiti mældist í Austur-Grænlandi á fimmtudaginn var. Meðalhiti á svæðinu í júlí er um sex gráður.
03.08.2021 - 01:25
Þrjú ný kórónuveirusmit á Grænlandi
Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Grænlandi. Þrennt greindist með COVID-19 í gær og því eru alls fjörutíu og fjögur smituð í landinu.
Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.
31.07.2021 - 05:49
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.
Heimastjórn Grænlands íhugar upptöku bólusetningarpassa
Heimastjórnin á Grænlandi íhugar nú að taka upp bólusetningarvegabréf. Þeim sem ekki hafa fengið bólusetningu verður þá óheimilt að heimsækja fjölmenna staði á borð við kaffihús og líkamsræktarstöðvar. Ungmennum verður boðið upp á bólusetningu nú í vikunni.
Aldrei fleiri smituð á Grænlandi - reglur hertar
Á Grænlandi eru nú 29 virk smit sem er það mesta sem verið hefur frá því að faraldurinn braust út, tíu þeirra er í höfuðstaðnum Nuuk. Heimastjórn Grænlands kynnti nýjar og hertar samkomureglur á blaðamannafundi í dag.
Olíu- og gasleit bönnuð við Grænland
Ný landsstjórn Grænlands ætlar ekki að gefa út frekari leyfi til olíu- og gasleitar í landinu. Naaja Nathanielsen, auðlindaráðherra, segir áhrif frekari leitar á umhverfi og loftslag of mikil miðað við þann fjárhagslega ávinning sem hún gæti skilað.
17.07.2021 - 03:41
Veiran fer mikinn í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum
Kórónuveirusmitum fjölgar nú talsvert í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Bólusetning gengur vel en stjórnvöld hvetja íbúa til varkárni í ljósi aðstæðna.
Handteknar fyrir að skjóta að þorpi úr stolnum bát
Lögregla á Grænlandi handtók í gær þrjár ungar konur, sem skutu úr riffli eða rifflum að sjávarþorpinu Ikamiut á vesturströnd Grænlands um hádegibil á sunnudag. Konurnar voru staðnar að því að taka lítinn bát ófrjálsri hendi. Þegar staðgengill lögreglu í þorpinu freistaði þess að stöðva þær og framkvæma borgaralega handtöku brugðust konurnar ókvæða við og ein eða fleiri úr þeirra hópi munduðu riffla og skutu að bænum.
28.06.2021 - 05:25
Þjóðnýting Cabo Verde hafi ekki áhrif á Icelandair
Flest bendir til að flugfélagið Cabo Verde á Grænhöfðaeyjum verið þjóðnýtt á næstunni. Dótturfélag Icelandair á meirihluta í félaginu. Forstjóri Icelandair segir mögulega þjóðnýtingu ekki hafa teljandi áhrif þar sem félagið hafi þegar verið afskrifað.
24.06.2021 - 17:58
Eitt nýtt COVID smit innan sóttkvíar á Grænlandi í gær
Eitt nýtt kórónuveirusmit bættist við í Nuuk, höfuðstað Grænlands í gær. Henrik L. Hansen landlæknir segir þó enga ástæðu til að örvænta enda hafi viðkomandi verið í sóttkví.
Telur að afbrigðið á Grænlandi geti verið mjög smitandi
Ekki er enn vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar herjar á Grænland en margt bendir til að það sé mjög smitandi, þrátt fyrir að harla fáir hafi smitast. Smitrakning heldur áfram af miklu kappi.
17.06.2021 - 22:47
Tveir liggja nú á sjúkrahúsi í Nuuk með COVID-19
Nú liggja tveir á sjúkrahúsinu í Nuuk á Grænlandi smitaðir af COVID-19. Einn var lagður inn í gær sem hafði verið veikur í nokkra daga en svo kom að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda.
17.06.2021 - 06:30
Hópsmit virðist komið upp í Nuuk á Grænlandi
Landlæknir Grænlands staðfestir að fimm ný kórónuveirusmit eru komin upp í Nuuk, höfuðstað landsins. Því er ákveðið að grípa til harðra ráðstafana til að stöðva útbreiðslu smita, þar á meðal er allt flug til og frá bænum bannað.
16.06.2021 - 00:20
Tvö ný kórónuveirusmit í Nuuk á Grænlandi
Tvö ný kórónuveirusmit hafa komið upp í Nuuk höfuðstað Grænlands. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um þetta í gær og að smitin tengjast bæði Munck verktakafyrirtækinu sem vinnur við byggingu flugstöðvar við bæinn.
15.06.2021 - 02:53
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Harðar sóttvarnarráðstafanir í Nuuk í kjölfar sex smita
Þrennt greindist með COVID-19 í Nuuk höfuðstað Grænlands eftir skimun í gær, föstudag, til viðbótar við þrjá sem greindust fyrr í vikunni. Um 80 hafi verið send í sóttkví eftir að þrír starfsmenn Munck byggingafyrirtækisins greindust með kórónuveirusmit. Í gær var gripið til harðra sóttvarnarráðstafana í bænum.
Grænlensk tilraunabörn fá ekki bætur frá danska ríkinu
Danska ríkisstjórnin ætlar ekki að greiða 22 Grænlendingum sem teknir voru á barnsaldri af foreldrum sínum og sendir til Danmerkur árið 1951 bætur. Kenna átti börnunum dönsku og gera þau að broddborgurum í Grænlandi.
24.05.2021 - 23:14
Ekki á döfinni að kaupa Grænland
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja efla viðskiptasamband sitt við Grænland, en ítrekar að það eigi ekki við um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.
21.05.2021 - 01:19
Blinken ræðir utanríkisviðskiptamál á Grænlandi
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandríkjanna, kom fyrr í dag til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hann ræðir við Múte B. Egede, formann landsstjórnarinnar, og Pele Broberg, sem fer með utanríkis-, viðskipta,- umhverfis- og loftslagsmál í stjórninni.
20.05.2021 - 16:42
Svalt á landinu áfram í norðlægum áttum
Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Svalt verður í veðri áfram en þó glittir í tveggja stafa hitatölur á Suður- og Vesturlandi.
18.05.2021 - 06:56
Innlent · Veður · Kuldi · Grænland · Grindavík · Vogar · gasmengun
Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Danmörku í gær, þar sem hann er í opinberri heimsókn í aðdraganda komu sinnar hingað til lands síðar í vikunni. Blinken mun funda með Jeppe Kofoed, utanríkisráðherra Danmerkur í dag, þar sem til stendur að ræða samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og umhverfismála, en einnig málefni norðurskautsins. Pele Broberg og Bárður á Steig Nielsen, sem fara með utanríkismál í landsstjórnum Grænlands og Færeyja, verða einnig á fundinum.
17.05.2021 - 04:28