Færslur: Grænland

Múte B. Egede nýr formaður landsstjórnar Grænlands
Múte B. Egede verður formaður landsstjórnar Grænlands eða forsætisráðherra. Tilkynnt var í Nuuk í kvöld að ný stjórn hefði verið mynduð. Inuit Ataqatigiit eða IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og miðjuflokkurinn Naleraq mynda nýju stjórnina, sem hefur nauman meirihluta á þingi, 16 af 31 sæti. Hægriflokkurinn Atassut ætlar að styðja stjórnina en tekur ekki sæti í henni.
16.04.2021 - 21:53
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Heimsglugginn: Átök á Norður-Írlandi og Grænland
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. niðurstöður þing- ov sveitastjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit eða IA vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA maðurinn til að gegn embættinu.
Stjórnarandstaðan vann á Grænlandi
Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Grænlandi, verður líklega næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Flokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningunum sem haldnar voru í gær.
07.04.2021 - 12:55
Stjórnarskipti á Grænlandi
Vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit er sigurvegari þingkosninganna á Grænlandi. Kim Kielsen, formaður landsstjórnarinnar og flokksmaður Siumut, viðurkenndi ósigur í grænlenska ríkissjónvarpinu í nótt en kjörstöðum var lokað klukkan tíu í gærkvöld að íslenskum tíma.
07.04.2021 - 09:25
Aukning í frakt- og innanlandsflugi Icelandair
Fraktflutningar Icelandair jukust á milli ára í marsmánuði í ár en heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í flutningatölum fyrir mars sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Grænlendingar kjósa til sveitarstjórna og þings
Grænlendingar kjósa í dag bæði til sveitarstjórna og þings. Athyglin í kosningabaráttunni hefur beinst meira að þingkosningunum en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrir helgi vinnur stjórnarandstaðan verulega á.
06.04.2021 - 15:36
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Stjórnarandstöðunni spáð sigri á Grænlandi
Helsta stjórnarandstöðuflokknum á Grænlandi er spáð verulegri fylgisaukningu í könnun sem birt var í kvöld í dagblaðinu Sermitsiaq. Grænlendingar kjósa bæði til sveitastjórna og þings á þriðjudaginn.
02.04.2021 - 21:48
Heimskviður
Kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágústsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var meðal annars fyrsti formaður landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979.
Kynjahallinn eykst í grænlenskum stjórnmálum
Færri konur bjóða sig fram til Grænlandsþings nú en 2018 og hlutfall þeirra lækkar á milli kosninga. Þing- og sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á Grænlandi þriðjudaginn 6. apríl. Innan við þriðjungur frambjóðenda til grænlenska landsþingsins er konur og hlutfallið í sveitarstjórnarkosningunum er nánast það sama. Þetta kemur fram í frétt grænlenska blaðsins Sermitsiaq. 189 eru í framboði til Grænlandsþings; 56 konur og 133 karlar.
23.03.2021 - 03:32
Þrennt drukknaði af slysförum við Grænlandsstrendur
Þrennt drukknaði þegar bátur fórst við strendur Suður-Grænlands á fimmtudag, milli Narsaq og Qaqortoq. Fólkið, kona og tveir karlar, lögðu upp frá Narsaq á fimmtudag. Þegar þau höfðu ekki skilað sér til Qaqortoq á föstudag hófu lögregla og strandgæsla leit, en siglingin þarna á milli tekur sjaldan meira en klukkustund þegar aðstæður eru góðar.
21.03.2021 - 03:25
Eldur í nýbyggingu hótels í Ilulissat á Grænlandi
Mikill eldur kom upp í ókláraðri nýbyggingu hótels í bænum Ilulissat á vesturströnd Grænlands í gærkvöld. Mikinn reyk lagði frá eldinum og var íbúum ráðlagt að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Tilkynning barst um eldinn laust eftir átta í gærkvöld að staðartíma og tók það slökkvilið rúmar tvær klukkustundir að ná tökum á honum og enn lengur að ráða endanlegum niðurlögum hans.
08.03.2021 - 05:47
Framboð Kielsens gæti reynt á „óskrifaða reglu“ Siumut
Með framboði sínu til Grænlandsþings í vor, þrátt fyrir að hafa verið bolað úr formannsstóli Siumut, sýnir Kim Kielsen, fráfarandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, að hann hefur engan hug á að létta eftirmanni sínum í formannsstólnum lífið. Óskrifuð regla um vægi persónuatkvæða gæti orðið uppspretta áframhaldandi innanflokksátaka.
23.02.2021 - 06:36
Kielsen ætlar enn á þing fyrir Siumut
Kim Kielsen, fráfarandi leiðtogi grænlensku landsstjórnarinnar og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins, er hvergi nærri hættur í stjórnmálum þótt meirihluti flokkssystkina hans hafi hafnað honum sem formanni fyrir skemmstu. Hann segist í samtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq ætla að bjóða sig fram fyrir Siumut í þingkosningunum í apríl.
20.02.2021 - 07:39
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Kosið til Grænlandsþings 6. apríl
Fulltrúar allra flokka á grænlenska þinginu náðu í dag samkomulagi um að halda skuli þingkosningar samhliða sveitarstjórnarkosningunum þar í landi hinn 6. apríl næstkomandi. Frá þessu er greint á vef grænlenska ríkisútvarpsins og haft eftir Vivian Motzfeldt, þingmanni Siumut og forseta þingsins.
17.02.2021 - 00:38
Vilja nýjar kosningar á Grænlandi
Meirihluti þingmanna á grænlenska landsþinginu vill að efnt verði til kosninga, meira en ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Tillaga þessa efnis verður lögð fyrir þingið sem kemur saman á morgun eftir hlé. Stjórn Kims Kielsens missti meirihluta sinn í síðustu viku. Kielsen missti formannsembættið í flokki sínum Siumut í nóvember. Nýjum leiðtoga, Erik Jensen, hefur ekki tekist að mynda nýja meirihlutastjórn.
15.02.2021 - 18:20
Høgni Hoydal: Ekki Dana að gera Færeyjar að skotmarki
Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki. Í nýrri áætlun Dana um aukið eftirlit á norðurslóðum er gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá á Sornfelli í Færeyjum. Gremja ríkir í Færeyjum og einnig á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áætlunina.
Fréttaskýring
Aukið eftirlit Dana á Norðurslóðum
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum.
Virða ekki reglur um að landa helmingi afla á Grænlandi
Grænlensk yfrvöld hafa varað grænlensku útgerðina Arctic Prime Fisheries, sem er að hluta til í eigu Brims, við því að þau muni gera lögreglu viðvart ef útgerðin lætur ekki af því að brjóta í bága við útgefið veiðileyfi fyrirtækisins.
12.02.2021 - 22:52
Erlent · Innlent · Grænland · Brim
Heimsglugginn
Össur um stjórnmál og námuvinnslu á Grænlandi
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var sérstakur gestur Heimsgluggans og Bogi Ágústsson ræddi við hann um grænlensk stjórnmál, námugröft á Grænlandi, sjaldgæfa málma, stórveldapólitík, sveitarstjórnarkosningar og möguleika Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen að verða borgarstjóri í Nuuk. Sveitastjórnarkosningar verða í landinu í apríl. Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku.
Viðtal
Efast um að aðrir lögmenn viti um tvöfalt líf hennar
„Ég svaf í föðurlandi og svo vaknaði maður á morgnana, fór úr föðurlandinu og í jakkafötin og niður í dóm,“ segir Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögmaður sem seldi af sér spjarir og heimili og flutti í skútu sem var bundin niður í Reykjavíkurhöfn.
10.02.2021 - 09:15
Spegillinn
„Ólseigastur allra pólitískra dráttarklára“
Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku. Kim Kielsen, formaður Landsstjórnarinnar, er því nú í forystu minnihlutastjórnar. Aðeins 11 af 31 þingmanni styður nú stjórnina. Kim Kielsen tók við stjórnarforystu 2014 er hann varð formaður Jafnaðarmannaflokksins Siumut, sem lengst af hefur farið með stjórnarforystu á Grænlandi.
09.02.2021 - 18:05
Landsstjórn Grænlands missir meirihlutann
Grænlenska landsstjórnin hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að Lýðræðisflokkurinn tilkynnti í gær að hann væri genginn úr stjórninni. Eftir eru jafnaðarmannaflokkurinn Siumut og Nunatta Qitornai. 
09.02.2021 - 16:45