Færslur: Grænland

Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Hrikalegur glæpur sem kallar á aðstoð allra
Vísbendingar tóku að streyma inn eftir að lögreglan á Grænlandi birti nafn mannsins sem fannst látinn við sorpbrennslu í bænum Ilulissat. Jan Lambertsen sem stjórnar rannsókninni segir margar vísbendingar hafa borist um ferðir mannsins í aðdraganda þess að hann var myrtur.
14.10.2021 - 20:52
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Kennsl borin á líkamsleifarnar sem fundust í Illulissat
Kennsl hafa verið borin á líkamsleifar sem fundust á sorpbrennslustöðinni í grænlenska bænum Illulissat á dögunum. Jan Lambertsen, sem stjórnað hefur rannsókn málsins, segir hinn látna 24 ára gamlan heimamann, Fullvíst þykir að hann hafi verið myrtur.
13.10.2021 - 05:12
Konu sleppt í líkfundarmálinu í Ilulissat
Karlmaður er enn í varðhaldi vegna líkfundarmálsins í Ilulissat í Grænlandi fyrr í mánuðinum. Konu sem einnig var í haldi var sleppt í gær að sögn grænlenska miðilsins Sermitsiaq. Lögregla segir að enn hafi ekki tekist að bera nákvæm kennsl á hinn látna.
12.10.2021 - 03:09
Grænland er engin kjörbúð að sögn drottningar
„Þetta er engin kjörbúð, hugsaði ég,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í Nuuk gær þegar hún var spurð um hugmynd fyrrverandi Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Dönum. Drottningin er í fimm daga opinberri heimsókn í hjálendu Dana um þessar mundir.
11.10.2021 - 06:49
Grænland: tvennt í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarmáls
Tvennt situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við líkfundarmál i grænlenska bænum Ilulissat. Líkamsleifar karlmanns fundust við sorpbrennslu í bænum um síðustu helgi.
Nokkrir handteknir vegna líkfundarmáls á Grænlandi
Grænlenska lögreglan greindi frá því í gær að nokkrir hafi verið handteknir vegna líkfundarmálsins í Ilulissat um síðustu helgi. Líkamsleifar karlmanns fundust við sorpbrennslu í bænum.
09.10.2021 - 05:32
Grænland: Vonast til að bera kennsl á hinn látna
Lögregla í grænlenska bænum Ilulissat vonast til unnt verði að bera kennsl á lík sem fannst í bænum með hjálp danskra réttarmeinafræðinga og tæknifólks frá ríkislögreglunni.
Fundu lík í sorpbrennslu í bænum Ilulissat á Grænlandi
Lögreglan á Grænlandi leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í bænum Ilulissat þar sem hluti af mannslíki fannst í sorpbrennslu um helgina. Málið er rannsakað sem morð og hefur lögreglan óskað eftir aðstoð frá dönskum stjórnvöldum.
04.10.2021 - 09:54
Undirbúningur hafinn að þriðju sprautu á Grænlandi
Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi segir að öllum landsmönnum standi til boða að fá örvunarskammt eða þriðju sprautu bóluefnis gegn COVID-19 á næsta ári.
Fundu skjannahvíta rjúpu um borð í togara
Skipverjar á frystitogaranum Blæng NK tóku eftir skjannahvítri rjúpu í skipinu norður af Langanesi á dögunum. Skipið var þá á leið frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land.
29.09.2021 - 12:19
Tilslakanir á Grænlandi kynntar á morgun
Landsstjórnin á Grænlandi hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, föstudag, til að greina frá fyrirætlunum um tilslakanir innanlands og við landamærin. Ætlunin er að þær gildi til áramóta.
Fundu óvart nyrstu eyju jarðar
Vísindamenn telja að þeir hafi rambað á nyrstu eyju jarðar fyrir algjöra heppni. Eyjan meinta er norður af Grænlandi. Vísindamennirnir héldu að þeir væru á Oodaaq-eyju, sem hefur verið þekkt frá árinu 1978. Þangað flugu þeir til að taka sýni til frekari rannsókna.
28.08.2021 - 07:50
Rigning á toppi Grænlandsjökuls
Úrkoma á formi rigningar mældist á hábungu Grænlandsjökuls fyrr í þessum mánuði, í fyrsta skipti síðan þar var komið upp veðurstöð árið 1987. Veðurrannsóknastöðin Summit Camp er í 3.216 metra hæð á ísbreiðunni miklu. Hún er rekin af bandarísku rannsóknafyrirtæki með stuðningi Vísindastofnunar Bandaríkjanna.
21.08.2021 - 01:25
Handtekinn fyrir manndráp á Grænlandi
Grænlenska lögreglan handtók í gær einstakling í tengslum við mannslát í þorpinu Aappilattoq við Nanortaliq. Líkið fannst á laugardagsmorgun.
16.08.2021 - 05:39
Rannsaka sauðnautadauða á vesturströnd Grænlands
Lögreglan í Upernavik á vesturströnd Grænlands leitar vitna sem geta veitt upplýsingar um dauða um 30 sauðnauta sem skilin hafa verið eftir í umdæmi lögreglunnar.
14.08.2021 - 04:38
Myndskeið
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
Nítján ný smit á Grænlandi undanfarinn sólarhring
Nítján ný kórónuveirusmit greindust á Grænlandi undanfarinn sólarhring. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt í landinu frá júlíbyrjun og nú er staðan sú að þau hafa aldrei verið fleiri frá því faraldurinn skall á í mars 2020.
Heimsglugginn
Meira bóluefni en eftirspurn víða á Vesturlöndum
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Um þetta var fjallað í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1
Bitinn af ísbirni og fluttur til Akureyrar
Maður var fluttur með flugi frá rannsóknarstöð á Grænlandi til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri í gær eftir að hafa verið bitinn af ísbirni í fyrrinótt.
03.08.2021 - 18:18
Hitabylgja í Austur-Grænlandi
Yfir tuttugu og þriggja stiga hiti mældist í Austur-Grænlandi á fimmtudaginn var. Meðalhiti á svæðinu í júlí er um sex gráður.
03.08.2021 - 01:25
Þrjú ný kórónuveirusmit á Grænlandi
Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Grænlandi. Þrennt greindist með COVID-19 í gær og því eru alls fjörutíu og fjögur smituð í landinu.
Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.
31.07.2021 - 05:49
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.