Færslur: Grænland

Grænlandsjökull hopaði 26. árið í röð
Grænlandsjökull minnkaði milli ára, 26. árið í röð. Mælingar Jarðfræðirannsóknastofnunar Danmerkur og Grænlands (GEUS) staðfesta þetta og segja vísindamenn stofnunarinnar veðurfar annars staðar í heiminum mögulega hafa áhrif á bráðnun jökulsins.
Þungunarrof fátíðara í Færeyjum en hinum Norðurlöndunum
Tíðni þungunarrofs er lítil í Færeyjum og það er mun fátíðara þar en á hinum Norðurlöndunum. Fjöldinn er svipaður og fyrir áratug en mun færri fara í þungunarrof en á seinustu tveimur áratugum tuttugustu aldarinnar.
13.09.2022 - 03:28
Nyrsta eyja heims reyndist borgarísjaki
Á daginn hefur komið að það sem áður var talið nyrsta eyja heims er í raun borgarísjaki. Þetta er meðal uppgötvana vísindaleiðangurs á norðurslóðum sem hófst í ágúst.
Tveir látnir í sumar eftir fíkniefnasmygl innvortis
Tveir hafa látist það sem af er á ári á Grænlandi eftir tilraunir til að smygla fíkniefnum innvortis til landsins. Slíkt smygl hefur færst í aukana og hafa þrjátíu og þrír verið handteknir á árinu, fleiri en nokkru sinni áður þar í landi. 
30.08.2022 - 17:54
Búast við nærri 30 sentímetra hækkun sjávarmáls
Jafnvel þó meðalhiti á yfirborði jarðar hækkaði ekki meira, mun bráðnun Grænlandsjökuls leiða til mikillar hækkunar sjávarmáls. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í ritinu Nature Climate change.
30.08.2022 - 10:04
Sjónvarpsfrétt
Grænland er risi að vakna
Margar af stórborgum heims verða að bregðast við vaxandi vanda sem fylgir hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs, að öðrum kosti kunna hagkerfi borganna að hrynja, segir Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. Sérstakt Grænlandsþing Hringborðs Norðurslóða fór fram um helgina í Nuuk á Grænlandi.
Vilja ekki stöðugan straum ferðamanna eins og á Íslandi
Ferðamenn flykkjast í auknum mæli til Grænlands, til þess að berja augum jökla og ósnortna náttúru. Ráðamenn á Grænlandi vilja þó hægja á ferðamannastraumnum og segjast ekki vilja feta í fótspor Íslendinga í þessum málum.
Mary krónprinsessa væntanleg til Grænlands
Mary krónprinsessa Danmerkur er væntanleg í heimsókn til Nuuk höfuðstaðar Grænlands dagana 23. til 25 ágúst. Í tilkynningu frá hjálparsamtökunum Mary Fonden tekur krónprinsessan þátt í allmörgum viðburðum meðan á heimsókninni stendur.
Ætluðu í siglingu til Grænlands en enduðu í Noregi
„Nýstigin á land eftir ömurlega siglingu til Noregs þar sem var leiðindaveður. Um borð voru vonsviknir farþegar sem, eins og við Víking, höfðu keypt ferð til Grænlands,“ segir Ellen Sigríður Svavarsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni.
25.07.2022 - 19:03
Sjónvarpsfrétt
Grænland fái aukna sjálfstjórn í utanríkismálum
Fyrrum formaður grænlensku landstjórnarinnar segir það mikilvægt að Grænlendingar fái aukna sjálfstjórn í utanríkis- og öryggismálum. Það skjóti skökku við að land, sem sé jafn ríkt af náttúruauðlindum og Grænland, skorti fjármagn.
23.07.2022 - 22:15
Fastir í verbúð við austurströnd Grænlands
Níu grænlenskir fiskveiðimenn sem hafa haldið til í lítilli verbúð í um tvær vikur, sitja þar fastir vegna hafíss sem þekur ströndina á milli þorpanna Tasiilaq og Ittoqqortoormiit við austurströnd Grænlands.
21.07.2022 - 19:48
Skyggni afleitt
Hætta sölu flugmiða á Grænlandi fram í ágúst
Um 1.000 flugfarþegar eru strandaglópar á Grænlandi þar sem allt innanlandsflug liggur niðri vegna lélegs skyggnis. Stjórnendur grænlenska flugfélagsins Air Greenland hafa ákveðið að selja ekki fleiri flugmiða til og frá áfangastöðum á vesturströndinni það sem eftir lifir júlímánuði. Þau sem þegar eiga miða geta hins flogið sína leið - ef og þegar veður leyfir.
12.07.2022 - 03:19
Skemmtilegt að finna muni sem tengjast börnum
Margt áhugavert hefur komið upp í fornleifagrefti í Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Meðal gripa sem hafa fundist eru prjónapeysa, gólffjalir, selshreifar og barnaleikfang.
10.07.2022 - 15:16
Grænlendingar flýta klukkunni
Grænlenska landstjórnin áformar að flýta klukkunni á Grænlandi um eina stund. Þar með verður klukkan á Grænlandi nær Íslandi og öðrum Evrópulöndum. Fyrr á árinu voru málefni klukkunnar færð frá stjórnvöldum í Kaupmannahöfn til grænlensku landstjórnarinnar.
06.07.2022 - 13:42
Enoksen hættir formennsku
Hans Enoksen, einn stofnenda grænlenska stjórnmálaflokksins Naleraq og formaður hans frá upphafi, hefur látið af formennsku í flokknum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á í byrjun vikunnar. Eftirmaður hans verður valinn á aukaaðalfundi flokksins á laugardag.
23.06.2022 - 05:54
„Föðurlausu börnin“ á Grænlandi krefjast skaðabóta
Grænlenskir þingmenn hafa tekið undir kröfu hóps Grænlendinga, sem vilja að danska ríkið greiði sér skaðabætur. Fólkinu var meinað að kynnast feðrum sínum þar sem þau voru getin utan hjónabands á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Segir lykkjuátakið hafa verið vel heppnað
Síðasti og eini núlifandi Grænlandsráðherra Danmerkur, Tom Høyem, telur að átaksverkefnið að setja lykkjuna í ungar grænlenskar stúlkur hafi verið mikilvægt og vel heppnað. Hann segir ekki rétt að getnaðarvarnarlykkjum hafi verið komið fyrir í stúlkum án vitneskju þeirra.
13.06.2022 - 10:51
Sérlega kurteislegu stríði Danmerkur og Kanada að ljúka
Áratugalangt en afar kumpánlegt og allsendis óblóðugt „stríð“ Kanada og Danmerkur um óbyggða klettaeyju milli Kanada og Grænlands er loks á enda eftir að samningar tókust um skiptingu hennar. Frá þessu er greint í danska blaðinu Berlingske og hinu kanadíska Globe and Mail.
12.06.2022 - 04:32
Þetta helst
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir á norðurhveli
Þetta helst rifjar upp Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á um 60 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki. Þetta helst rifjar upp umdeildar ófrjósemisaðgerðir á Íslandi í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni.
11.06.2022 - 08:30
Krefjast rannsóknar á lykkjuhneykslinu
Þrír danskir stjórnmálaflokkar, Hægriflokkurinn, Einingarlistinn og Frjálslynda bandalagið, hafa krafist rannsóknar á því hvers vegna getnaðarvörninni lykkjunni var komið fyrir í um 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var um helmingur stúlkna á tímabilinu.
04.06.2022 - 10:23
Sjónvarpsfrétt
„Það var ekkert samþykki“
Fjöldi grænlenskra kvenna hefur stigið fram og lýst líkamlegum og andlegum sársauka sem þær hafa þurft að lifa við alla tíð síðan að getnaðarvörnin lykkjan var sett upp í leg þeirra á unglingsaldri án samþykkis þeirra eða jafnvel vitneskju.
01.06.2022 - 21:49
Spegillinn
Danska ríkið beitti grænlenskar stúlkur ofbeldi
Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra.  Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. 
31.05.2022 - 17:42
Lykkjuhneyksli á Grænlandi 
Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lykkjunni var komið fyrir í 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970 til þess að hægja á fólksfjölgun í landinu. Þetta var gert án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. 
31.05.2022 - 12:24
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06