Færslur: Grænland

Héðan í frá ráða Grænlendingar tíma sínum sjálfir
Grænlendingar ráða nú tíma sínum sjálfir. Fulltrúar stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn skrifuðu í gær undir samning um að færa málaflokkinn „Ákvörðun tímans“ á Grænlandi í hendur grænlensku landstjórnarinnar. Í fréttatilkynningu landstjórnarinnar segir formaður hennar, Múte Bourup Egede, Grænlendinga „hlakka til þess að ákvarða vetrar- og sumartíma og skilgreiningu tímabelta á [sínu] eigin landsþingi í haust.“
12.05.2022 - 00:53
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista
Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum. Þetta er sagt tengjast því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum.
Telja ekki útilokað að líf leynist á Evrópu
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja Evrópu, eitt 79 tungla reikistjörnunnar Júpíters, líklegasta allra himinhnatta sólkerfisins utan jarðarinnar til að vista einhvers konar lífsform.
23.04.2022 - 00:40
Grænlendingar þyngja refsingar fyrir manndráp
Landsréttur á Grænlandi dæmdi á þriðjudag karlmann á þrítugsaldri til níu ára fangelsisvistar fyrir morðið á ellefu ára gamalli stúlku árið 2020. Er þetta talsvert harðari dómur en tíðkast hefur í manndrápsmálum á Grænlandi. Samkvæmt frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR þykir úrskurður Landsréttar benda til þess að dómar fyrir sambærileg mál verði þyngri hér eftir en hingað til.
14.04.2022 - 08:02
Ný samsteypustjórn mynduð á Grænlandi
Stjórnarskipti eru framundan á Grænlandi. Samsteypustjórnin sem mynduð var eftir kosningar í apríl í fyrra lifði í tæpt ár.
04.04.2022 - 17:32
Heimsglugginn
Viðbúnaður enn efldur á Grænlandi
Danir eru meðal þeirra NATO þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að að Danir taka ekki þátt í sameginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt. En að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif.
Mette Frederiksen heimsækir Grænland og biðst afsökunar
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederikssen, heimsækir Grænland dagana 14. til 17. mars.
09.03.2022 - 15:41
Olía og sjálfstæði Grænlands í nýjum Borgen-þáttum
Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen (Höllinni), sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Nú er hún utanríkisráðherra og stendur frammi fyrir vandamálum þegar auðugar olíulindir finnast á Grænlandi. Nýja þáttaröðin fjallar að miklu leyti um sjálfstæði Grænlands, umhverfismál og áhuga stórvelda á norðurslóðum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. 
Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Sóttvarnaraðgerðum aflétt á Grænlandi
Öllum sóttvarnaraðgerðum verður aflétt á Grænlandi frá og með miðnætti í kvöld. Ríkisstjórn Grænlands tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Grímuskyldan er afnumin nema hjá heilbirgðisstofnunum og samkomutakmarkanir eru úr sögunni.
09.02.2022 - 17:12
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Grænland
Áfengissölubann í fjórum af fimm sveitarfélögum
Áfengissölubann gildir nú í fjórum af fimm sveitarfélögum á Grænlandi. Lögreglu hefur nú í janúar borist fleiri tilkynningar um heimilisófrið en á sama tíma síðasta ár. Við því segir lögreglustjóri að þurfi að bregðast og segir mánaðamótin nú áhyggjuefni.
Grænland
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
Banaði manni með riffli á Grænlandi
Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið 57 ára karlmanni að bana í smáþorpinu Niaqornat við Uummannaq-fjörð á vesturströnd Grænlands á föstudag. Lögreglan á Grænlandi greindi frá þessu í gær.
23.01.2022 - 22:43
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Mikill fjöldi smita dag hvern á Grænlandi
Útbreiðsla kórónuveirusmita í Nuuk höfuðstað Grænlands er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en þar sem hún er mest í Danmörku. Landlæknir segir omíkron-afbrigðið hafa komið upp á versta tíma en segir erfitt að komast hjá útbreiðslu þess.
Sprenging í COVID-19 smitum á Grænlandi
Tilkoma omíkron-afbrigðis kórónaveirunnar hefur valdið usla á Grænlandi eins og annars staðar þar sem það hefur skotið upp kollinum og þar greindust í gær fleiri smit en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring. 504 greindust með COVID-19 frá föstudegi til laugardags, segir á vef grænlenska ríkisútvarpsins, KNR. Þetta þýðir að á þessum eina sólarhring greindust 12,5 prósent allra smita sem greinst hafa á Grænlandi frá upphafi faraldursins.
09.01.2022 - 05:46
Michelinstjörnustaður í fámennu þorpi á Grænlandi
Fámennt þorp á vesturströnd Grænlands eignast sinn eigin Michelin-stjörnu veitingastað næsta sumar. Eigendur tveggja stjörnu veitingastaðarins Koks hafa ákveðið að hætta starfsemi í Færeyjum og flytja reksturinn til þorpsins Ilimanaq sunnan bæjarins Ilulissat.
05.01.2022 - 06:58
Lögregla á Grænlandi rannsakar tvö morðmál
Lögregla á Grænlandi rannsakar nú tvö mál þar sem grunur leikur á að andlát hafi borið að með saknæmum hætti. Í báðum tilfellum tengjast þeir látnu og hin grunuðu fjölskylduböndum.
Lögregla á Grænlandi rannsakar manndrápsmál
Átján ára karlmaður er í haldi lögreglu ákærður fyrir að hafa myrt 42 ára mann í grænlenska bænum Sermiligaaq. Tilkynning barst lögreglu um atvikið snemma í morgun og í kjölfarið var maðurinn handtekinn.
01.01.2022 - 22:20
Enginn vafi leikur á að omíkron er komið til Grænlands
Enginn vafi leikur á að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið sér niður í Grænlandi líkt og víðast hvar um heiminn. Þetta er mat Henriks L. Hansen landlæknis sem óttast að smitum taki nú að fjölga verulega í landinu.
Tveggja stafa hitatölur og rauð jól í Nuuk
Nær allur snjór er horfinn af götum Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, þar sem gærdagurinn var næst hlýjasti desemberdagurinn í sögu veðurmælinga þar um slóðir. Ólíklegt er að þar verði hvít jól í ár þrátt fyrir að spár geri ráð fyrir kólnandi veðri næstu daga. Veðurfræðingar segja þetta frávik þó að líkindum ekki tengjast yfirstandandi loftslagsbreytingum.
22.12.2021 - 04:14
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Danir veita fé til félagsmála á Grænlandi
Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu hafa lýst ánægju með að gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til félagsmála á Grænlandi í samkomulagi um fjárlög Danmerkur.
07.12.2021 - 18:03