Færslur: Grænland

Segir Trump vilja skipta á Grænlandi og Púertó Ríkó
Fyrrum starfsmannastjóri heimavarnaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, Miles Taylor, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi viðrað þá hugmynd sína að Bandaríkin og Danmörk skipti á Púertó Ríkó og Grænlandi. Hann kveðst telja að forsetinn hafi ekki verið að grínast.
20.08.2020 - 11:37
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Íslendingar þurfa í sóttkví á Grænlandi
Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyjum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum.
11.08.2020 - 17:51
Myndband
Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.
22.07.2020 - 22:14
Vilja að Hans Egede fái að standa kyrr á sínum stað
Íbúakosningu í Nuuk, höfuðstað Grænlands, um framtíð umdeildrar styttu af dansk-norska trúboðanum og nýlenduherranum Hans Egede þar í bæ, lauk á miðnætti. Efnt var til kosningarinnar fyrir áeggjan fólks sem vildi styttuna á burt, þar sem Egede væri tákngervingur kúgunar og undirokunar Dana á Grænlendingum í gegnum aldirnar.
22.07.2020 - 05:52
Íbúar Nuuk kjósa um tilvist styttu af nýlenduherra
Íbúar Nuuk á Grænlandi greiða nú atkvæði um hvort fjarlægja eigi styttu af gömlum nýlenduherra í höfuðstaðnum. Skemmdarverk voru unnin á styttunni á dögunum.
21.07.2020 - 21:41
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Rax tilnefndur fyrir sleðahundamyndir
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, Rax, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Leica Oskar Barnack Awards fyrir myndaröð sína af grænlenskum sleðahundum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 og í ár eru tólf ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum tilnefndir til þeirra. 
15.07.2020 - 20:48
Brim fjárfestir fyrir 13,5 milljarða á Grænlandi
Brim hf. hefur gengið frá kaupum í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries (APF). Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna. Fjárfestingin er í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Hlutur Brims í félaginu er 16,5 prósent.
09.07.2020 - 14:02
Stytta af gömlum nýlenduherra Grænlands skemmd
Stytta af Hans Egede, sem stendur við höfnina í Nuuk á Grænlandi, var máluð með rauðum lit í fyrrinótt, nóttina áður en Grænlendingar héldu upp á þjóðhátíðardaginn sinn. Þá var skrifað á hana decolonize, sem þýðir þá að Grænland fái fullt sjálfstæði. Lögreglan rannsakar málið sem gróft skemmdarverk.
22.06.2020 - 15:48
Bandaríkin opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk
Bandaríkin hafa opnað ræðismannsskrifstofu í Nuuk höfuðstað tæplega sjötíu árum eftir að síðast var starfandi ræðismaður þar. Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, segir að ræðismannsskrifstofan sé til marks um sterkt samband milli stjórnvalda í Bandaríkunum, Danmörku og Grænlandi.
10.06.2020 - 18:14
Síðdegisútvarpið
Mætti með fermetra af drasli í viðtalið
Mörgum brá í brún þegar að Hrafn Jökulsson birti tilkynningu þess efnis að leggja á niður skákfélagið Hrókinn. Hrafn vonast til að geta varið tíma sínum í að hreinsa ströndina við Kolgrafarvík. Hann mætti í Síðdegisútvarpið á Rás 2 með heilan fermetra af drasli sem hann týndi við ströndina og þar mátti finna ótrúlegustu hluti.
05.06.2020 - 14:41
Demókratar til liðs við grænlensku landsstjórnina
Ný landsstjórn var mynduð á Grænlandi í dag undir forystu Kims Kielsens, formanns Siumutflokksins. Nunatta Qitornai-flokkurinn á áfram aðild að stjórninni ásamt Siumut, en Demókrataflokkurinn kemur nýr inn. Síðasta stjórn hafði ekki meirihluta á grænlenska þinginu og varði Demókrataflokkurinn hana falli.
29.05.2020 - 16:31
Heimskviður
Mikill áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Síðla í aprílmánuði var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun.
04.05.2020 - 11:31
Bandaríkin buðu Færeyingum aðstoð vegna COVID-19
Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hafði samband við færeysku landsstjórnina um miðjan mars og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Jenis av Rana, yfirmaður utanríkismála í færeysku landsstjórninni, staðfestir þetta við grænlenska dagblaðið Sermitsiaq.
28.04.2020 - 05:57
Rússum líst illa á framlag Bandaríkjanna til Grænlands
Sendiherra Rússlands í Danmörku sakar Bandaríkjamenn um að reyna að ná völdum á norðurslóðum með útspili sínu í Grænlandi. „Miðað við yfirlýsingar sendiherrans Carla Sands reiða Bandaríkin sig alfarið á átakastjórnmál í stað viðræðna og samstarfs," skrifar Vladimir Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku í danska blaðið Politiken.
27.04.2020 - 03:07
Grænlendingar fá fjárstyrk frá Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kynnti í gær fjárstyrk til Grænlands sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins á styrkurinn að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. 
24.04.2020 - 00:54
Ferðabanni aflétt í Nuuk
Stjórnvöld á Grænlandi afléttu ferðabanni í höfuðstaðnum Nuuk í dag. Bannið var sett á 18. mars og var liður í umfangsmiklum aðgerðum til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Engin ný smit hafa greinst á Grænlandi undanfarinn hálfan mánuð.
22.04.2020 - 21:19
Engin ný kórónuveirusmit á Grænlandi í tvær vikur
Engin ný kórónuveirusmit hafa greinst á Grænlandi síðustu tvær vikurnar. Niðurstöður greiningar á 21 sýni bárust í gær og voru allar neikvæðar. Landlæknir Grænlands greindi frá þessu.
19.04.2020 - 06:25
Farsóttin mikið áfall fyrir Grænlendinga
Útlit er fyrir algert hrun í ferðaþjónustu á Grænlandi vegna farsóttarinnar og óttast er að mörg fyrirtæki verði gjaldþrota þrátt fyrir umfangsmikla efnahagsráðstafanir grænlensku stjórnarinnar. Eftir uppgang í efnahagslífinu er spáð allt að 8% samdrætti í ár
13.04.2020 - 18:28
Áfengissala bönnuð í Nuuk til 15. apríl
Kim Kielsen, formaður landstjórnar Grænlands, setti í gær bann við kaupum á áfengi í Nuuk, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Bannið tók gildi þegar klukkan átta í gærkvöld og stendur til klukkan tíu fyrir hádegi 15. apríl. Kielsen segir þetta gert til þess að minnka áfengisdrykkju á heimilum á meðan fjölskyldur eru að mestu leyti heima vegna COVID-19. Fram til þessa hafa tíu tilfelli COVID-19 greinst í Nuuk.
29.03.2020 - 04:34
Nuukbúar í farbanni næstu þrjár vikurnar
Öll umferð frá Nuuk, höfuðstað Grænlands, verður bönnuð næstu þrjár vikur og nánast öll atvinnustarfsemi liggja niðri eftir að annað COVID-19 smit var staðfest þar í gær.
19.03.2020 - 02:15
Ekkert flogið til og frá Grænlandi í tvær vikur
Allt flug leggst af á Grænlandi frá og með miðnætti á föstudag. Á þetta jafnt við um innanlandsflug sem millilandaflug. Eina undantekningin er sjúkraflug. Í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins kemur fram að allt flug til og frá landinu muni liggja niðri í tvær vikur, og að ekki verði heldur unnt að fljúga milli byggðarlaga. Er þetta gert til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.
18.03.2020 - 06:59
Íshellur bráðna sexfalt hraðar en fyrir þrjátíu árum
Íshellur norður- og suðurskautanna bráðna sexfalt hraðar um þessar mundir en þær gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Bráðnunin er í samræmi við tilgátur vísindamanna um verstu mögulegu afleiðingar hlýnunar loftslags Alþjóðaloftslagsbreytinganefndarinnar, IPCC. Verði ekki dregið verulega úr kolefnaútblæstri gæti yfirborð sjávar valdið því að heimilum 400 milljóna manna á jörðinni verði ógnað af völdum flóða. 
12.03.2020 - 06:29
Norræn byggð hvarf vegna ofveiði á rostungum
Ofveiði á rostungum gæti skýrt hvers vegna norrænir menn yfirgáfu Grænland á 15. öld, eftir ríflega 400 ára dvöld. Skögultennur rostunganna voru verðmætar vörur á miðöldum.
07.01.2020 - 06:29