Færslur: google

Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Taka afstöðu til lögmætis Google Analytics á Íslandi
Tvær kvartanir yfir notkun Google Analytics og Facebook Connect á Íslandi eru til rannsóknar hjá Persónuvernd. Kvartanirnar snúa að íslenskum fyrirtækjum sem nota greiningarvélarnar á vefsíðum sínum. 
12.04.2022 - 17:58
Google og Facebook sektuð um milljarða króna
Persónuverndarstofnun Frakklands sektaði tæknirisana Google og Facebook í dag um samtals 210 milljónir evra, andvirði um 30 milljarða króna. Þar af var Google sektað um meirihlutann, eða 150 milljónir evra. The Guardian greinir frá þessu.
06.01.2022 - 18:31
Omíkron hægir á endurkomu starfsmanna á vinnustað
Bandarísk stórfyrirtæki neyðast til að endurmeta áætlanir sínar um að starfsfólk snúi aftur á vinnustöðvar sínar í ljósi útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Hálfs árs launalaust leyfi fyrir óbólusetta hjá Google
Óbólusettir starfsmenn Google sem vinna að verkefnum sem tengjast bandarísku alríkisstjórninni gætu verið á leiðinni í allt að sjö mánaða leyfi og þeim verður jafnvel sagt upp ef þeir láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þetta segir í minnisblaði frá fyrirtækinu sem bandaríska fréttastöðin CNBC hefur undir höndum.
15.12.2021 - 13:51
Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Frakkar sekta Google um 500 milljónir evra
Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi sektuðu í dag bandaríska tölvurisann Google um 500 milljónir evra fyrir að láta undir höfuð leggjast að taka af alvöru þátt í samningaviðræðum við fjölmiðlafyrirtæki í landinu vegna deilna um höfundarrétt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa ásökunum á bug.
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga árið 2020
Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á þau leitarorð sem voru vinsælust hjá Íslendingum í leitarvélinni Google á árinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virðast einnig hafa verið landsmönnum hugleiknar.
YouTube, Gmail og fleiri þjónustur Google lágu niðri
Ýmsar síður og þjónustur bandaríska tæknirisans Google lágu niðri fyrr í dagstendur. Meðal þeirra voru YouTube, Gmail, Google Maps, Google Drive og Google Suite.
14.12.2020 - 12:33
Sekta Google og Amazon vegna vafrakaka
Franska persónuverndareftirlitið hefur sektað bandarísku tæknirisana Google og Amazon um samtalst 135 milljónir evra vegna notkunar á vafrakökum (e. cookies) í auglýsingaskyni.
10.12.2020 - 08:42
Alríkið og 45 ríki Bandaríkjanna í mál við Facebook
Bandaríska viðskiptaeftirlitið og ríkissaksóknarar 45 ríkja Bandaríkjanna hafa höfðað mál á hendur Facebook, þar sem þessi risi í heimi samfélagsmiðlanna er sakaður um ólögmæta viðskiptahætti og brot á lögum um hringamyndun við uppkaup sín á keppinautum og tilraunir til að drepa af sér alla samkeppni.
10.12.2020 - 03:51
Google þarf að svara fyrir uppsögn starfsmanna
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur tvær vikur til að bregðast við ásökunum um njósnir um þá starfsmenn sína sem hafa staðið í andófsaðgerðum við fyrirtækið.
03.12.2020 - 07:06
Tæknirisinn Google verst ástralskri löggjöf
Tæknirisinn Google hefur snúist til varnar gegn áætlun ástralskra stjórnvalda sem gerir þess háttar stafrænum risum skylt að greiða fyrir dreifingu frétta. Reglurnar ná einnig til Facebook en síðar verður smærri stafrænum fyrirtækjum gert að hlíta sams konar reglum.
17.08.2020 - 09:46
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Apple og Google taka höndum saman gegn COVID-19
Tæknirisarnir Apple og Google vinna nú saman með yfirvöldum við smitrakningu með aðstoð Bluetooth tækninnar. CNN greinir frá. Tæknin verður notuð til þess að sjá hverjir voru nálægt einhverjum sem hefur smitast af COVID-19. Sameiginlegt app fyrirtækjanna verður klárt fyrir bæði iOS og Android stýrikerfi í næsta mánuði.
10.04.2020 - 22:55
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga á árinu
Meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á árinu voru lúsmý, Hatari og Notre Dame. Gunnar Nelson er sá Íslendingur sem flestir flettu upp á netinu.
18.12.2019 - 19:26
 · google · Netið
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
Google skerpir reglur á pólitískum auglýsingum
Google kynnti í gær breytingar sem eiga að gera reglur fyrirtækisins fyrir pólitískar auglýsingar skýrari. Þar segir að nú þegar sé öllum auglýsendum bannað að ljúga í auglýsingum sínum, en reglurnar verði gerðar einfaldari og skýrari.
21.11.2019 - 03:41
Skammtafræðilegir yfirburðir Google
Tæknirisinn Google segist hafa búið til tölvu sem býr yfir skammtafræðilegum yfirburðum. Sycamore skammtagjörvi fyrirtækisins getur framkvæmt ákveðna aðgerð á 200 sekúndum. Öflugustu ofurtölvur heims væru í tíu þúsund ár að framkvæma sömu aðgerð samkvæmt Google. 
24.10.2019 - 05:54
Google leiðir ferðamenn í Sardiníu í ógöngur
Bæjarstjóri Baunei á Sardiníu biðlar til ferðamanna að nota landakort upp á gamla mátann ef þeir ætla að skoða bæinn. Hann er kominn með nóg af ferðamönnum sem villast á fjallvegum eftir að hafa notast við kortaþjónustu tæknirisans Google. 
16.10.2019 - 06:40
Erlent · Evrópa · Ítalía · google
Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.
14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Facebook · google · Apple · Smáforrit