Færslur: google

Tæknirisinn Google verst ástralskri löggjöf
Tæknirisinn Google hefur snúist til varnar gegn áætlun ástralskra stjórnvalda sem gerir þess háttar stafrænum risum skylt að greiða fyrir dreifingu frétta. Reglurnar ná einnig til Facebook en síðar verður smærri stafrænum fyrirtækjum gert að hlíta sams konar reglum.
17.08.2020 - 09:46
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Apple og Google taka höndum saman gegn COVID-19
Tæknirisarnir Apple og Google vinna nú saman með yfirvöldum við smitrakningu með aðstoð Bluetooth tækninnar. CNN greinir frá. Tæknin verður notuð til þess að sjá hverjir voru nálægt einhverjum sem hefur smitast af COVID-19. Sameiginlegt app fyrirtækjanna verður klárt fyrir bæði iOS og Android stýrikerfi í næsta mánuði.
10.04.2020 - 22:55
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga á árinu
Meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á árinu voru lúsmý, Hatari og Notre Dame. Gunnar Nelson er sá Íslendingur sem flestir flettu upp á netinu.
18.12.2019 - 19:26
 · google · Netið
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
Google skerpir reglur á pólitískum auglýsingum
Google kynnti í gær breytingar sem eiga að gera reglur fyrirtækisins fyrir pólitískar auglýsingar skýrari. Þar segir að nú þegar sé öllum auglýsendum bannað að ljúga í auglýsingum sínum, en reglurnar verði gerðar einfaldari og skýrari.
21.11.2019 - 03:41
Skammtafræðilegir yfirburðir Google
Tæknirisinn Google segist hafa búið til tölvu sem býr yfir skammtafræðilegum yfirburðum. Sycamore skammtagjörvi fyrirtækisins getur framkvæmt ákveðna aðgerð á 200 sekúndum. Öflugustu ofurtölvur heims væru í tíu þúsund ár að framkvæma sömu aðgerð samkvæmt Google. 
24.10.2019 - 05:54
Google leiðir ferðamenn í Sardiníu í ógöngur
Bæjarstjóri Baunei á Sardiníu biðlar til ferðamanna að nota landakort upp á gamla mátann ef þeir ætla að skoða bæinn. Hann er kominn með nóg af ferðamönnum sem villast á fjallvegum eftir að hafa notast við kortaþjónustu tæknirisans Google. 
16.10.2019 - 06:40
Erlent · Evrópa · Ítalía · google
Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.
14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Facebook · google · Apple · Smáforrit
Vinnsla Google geti ekki talist ópersónuleg
Nýlega greindi belgíska ríkisútvarpið frá því að verktaki hjá Google hefði lekið til þess þúsundum upptaka sem snjallhátalari tók upp inni á heimilum. Því hefur verið velt upp hvort meðferð Google á gögnum þeirra sem nýta ýmsa snjallþjónustu standist persónuverndarlög. Innlendir sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við hallast hvor í sína áttina. 
Starfsmenn geta hlustað á upptökur notenda
Fyrirtækið Google hefur staðfest að starfsmenn þeirra geti nálgast upptökur úr gervigreindarbúnaðinum Google Assisstant. Fyrirtækið viðurkenndi þetta eftir að ríkisútvarpið í Belgíu, VRT, komst á snoðir um að hægt væri að hlusta á upptökur úr Assistant og nálgast þannig persónulegar upplýsingar um notendur.
13.07.2019 - 14:14
Rannsaka Google vegna brota á einokunarlögum
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið undirbúning viðamikillar rannsóknar á Alphabet, móðurfélagi Google, vegna meintra brota á lögum gegn einokun og hringamyndun.
01.06.2019 - 21:45
Stefnumótavirkni á Fb og ódýr sími frá Google
Í tæknihorni Morgunútvarpsins á Rás 2 heyrðum við af því að í nánustu framtíð ætli Facebook að gera fólki auðveldara að kynnast með stefnumótavirkni á miðlinum. Tæknin sú hefur verið virk í Asíu og Suður-Ameríku um tíma. Og Google kynnti á dögunum Pixel 3A, ódýran snjallsíma með góðum skjá og frábærri myndavél.
08.05.2019 - 17:21
Google dæmt til 50 milljón evra sektar
Google var sektað um 50 milljónir evra, jafnvirði nærri sjö milljarða króna, í Frakklandi í gær vegna brota á persónuverndarlögum Evrópusambandsins. Dómari sagði upplýsingar netrisans um notkun hans á persónuupplýsingum óskýrar og ógegnsæjar.
22.01.2019 - 06:44
Fréttaskýring
Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?
Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströnd og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna og Google er ekki í nokkrum vandræðum með að leiðbeina þeim þangað. Íslendingar ættu kannski erfiðara með það og leitarvélin stendur á gati þegar spurt er um íslensku örnefnin yfir sömu staði; Vestri-Fellsfjöru, Breiðamerkursand eða Víkurfjöru. 
Fylgist óumbeðið með ferðum notenda
Google fylgist með ferðum notenda þótt þeir hafi stillt tæki sín þannig að staðsetning eigi að vera falin. Niðurstöður rannsóknar sýna að notendum sé ekki nægilega ljóst hversu vel er fylgst með þeim. Meira en tveir milljarðar nota Google í snjalltækjum um allan heim.
14.08.2018 - 19:23
Google tekur yfir heiminn
Flestir gera sér líklega grein fyrir stærð tölvufyrirtækisins Google þar sem leitarvél þeirra kemur við sögu í lífi margra á hverjum degi. Nú stefnir fyrirtækið að heimsyfirráðum með framleiðslu á nýjum leikjatölvum.
03.07.2018 - 09:57
Stærsta myndlistarsýning Google til þessa
Tæknirisinn Google opnaði í síðustu viku stafræna yfirlitssýningu á lífi og verkum mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Þar geta vefgestir skyggnst inn í heimili listakonunnar og virt fyrir sér verk hennar í návígi.
31.05.2018 - 09:00
Selenu minnst á forsíðu Google
Google leitarvélin frumsýndi í gær nýja forsíðustiklu þar sem mexíkósk-amerísku poppstjörnunnar Selenu Quintanilla var minnst, að því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu breiðskífu söngkonunnar. Morðið á Selenu vakti heimsathygli, en hún lést tuttugu og þriggja ára gömul þann 31. Mars 1995.
18.10.2017 - 18:10
Minnisblað um konur vekur hörð viðbrögð
James Damore fyrrum forritari hjá Google var rekinn nýlega vegna minnisblaðs sem hann skrifaði, en þar tjáði hann skoðanir sínar á kvenkynsstarfsmönnum tæknigeirans. Þar segir hann meðal annars að líffræðilegir eiginleikar kvenfólks útskýri hversvegna færri konur en karlar séu í tæknibransanum. Kenningar Damore og heimildir hafa verið hraktar með nokkuð öruggum hætti, en umræðan er hávær í öllum kimum tæknigeirans. Nýverið sagði forstjóri Uber af sér út af svipuðu máli.
15.08.2017 - 15:24
Starfsmaður Google rekinn vegna ummæla sinna
Búið er að reka hátt settan forritara hjá Google vegna ummæla sem hann lét falla í umdeildu minnisblaði á dögunum. Tjáði hann í minnisblaðinu þá skoðun sína að líffræðilegir eiginleikar kynjanna væru skýring þess að færri konur en karlar séu hátt settar innnan tæknigeirans, frekar en að misrétti kynjanna ráði þar för. Hann var sagður brjóta hegðunarreglur starfsmanna og honum sagt upp starfi. Framkvæmdastjóri Google, Sundar Pichai, lét starfsmenn vita af þessu með tölvupósti í dag, mánudag.
08.08.2017 - 03:30
Hneyksli innan Google vegna ummæla starfsmanns
Minnisblað frá starfsmanni bandaríska tæknirisans Google, sem sent var innan fyrirtækisins, veldur nokkru fjaðrafoki um þessar mundir, ef marka má umfjöllun BBC. Starfsmaðurinn, sem er hátt settur forritari hjá Google, tjáir í minnisblaðinu þá skoðun sína að líffræðilegir eiginleikar séu skýring þess að færri konur en karlar séu hátt settar innnan tæknigeirans, frekar en að misrétti kynjanna ráði þar för.
07.08.2017 - 01:36
Google semur um skattgreiðslur í Bretlandi
Netrisinn Google hefur samþykkt að greiða breska ríkinu 130 milljónir sterlingspunda, jafnvirði rúmlega 24 milljarða króna, vegna vangoldinna skatta. Fyrirtækið opnaði bókhald sitt fyrir breskum skattayfirvöldum eftir að hafa verið sakað um að nota bókhaldsflækjur til þess að takmarka skattgreiðslur.
23.01.2016 - 03:10
Erlent · Evrópa · google
Íslensk talgreining Google ekki í boði
Þróaðasti talgreinirinn fyrir íslenskt mál er í eigu Google og ekki er hægt að kaupa hann né heldur notkunarleyfi að honum. Sjálfseignarstofnunin Almannarómur, sem er nýstofnuð, vinnur nú að því að koma upp íslenskum máltæknibúnaði og þá talgreiningu fyrst og fremst.
20.04.2015 - 14:45