Færslur: Glæpir

FBI leysti upp gengi sem græddi milljónir á hvarfakútum
Bandaríska alríkislögreglan hefur leyst upp glæpahring sem teygði anga sína um allt land. Glæpamennirnir hafa sankað að sér yfir hálfs milljarðs bandaríkjadala virði af hvarfakútum undan bílum.
Sunak og Starmer tókust á um efnahagsmál og kosningar
Nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi stjórnarandstöðunnar tókust meðal annars á um efnahagsmál og kosningar í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun, þeim fyrsta í stjórnartíð nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins.
Þúsundir mótmæltu skerðingu réttar til þungunarrofs
Þúsundir bandarískra kvenna flykktust út á götur helstu borga landsins í gær til að mótmæla þeim úrskurði Hæstaréttar frá í sumar að fella úr gildi óskoraðan rétt til þungunarrofs. Víða mátti sjá sterkar vísbendingar um stuðning við Demókrataflokkinn í komandi kosningum.
Myles Sanderson einn sekur um fjöldamorð í Kanada
Kanadíska riddaralögreglan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Myles Sanderson sé einn sekur um að hafa myrt ellefu manns í blóðugum hnífaárásum sem skóku landið snemma í síðasta mánuði.
Þjóðarsorg vegna horfinna mexíkóskra námsmanna
Mexíkóforseti lýsti yfir þjóðarsorg og hvatti til friðsemdar við samkomur þar sem þess var minnst í gær að átta ár eru liðin frá hvarfi 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki. Saksóknarar segja hvarfið vera glæp á vegum ríkisins og hafa ákært tugi opinberra starfsmanna.
Handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ráðherra
Lögregla í Hollandi handtók um helgina fjóra menn grunaða um að hafa haft uppi ráðabrugg um að ræna dómsmálaráðherra Belgíu. Ráðherrann staðhæfir að eiturlyfjamafía hafi ætla að svipta hann frelsinu.
Fjölmenn mótmæli vegna hvarfs námsmanna fyrir átta árum
Upp úr sauð í mótmælum í Mexíkóborg þar sem réttlætis var krafist til handa 43 kennaraháskólanemum sem hurfu í Guerrero-fylki árið 2014. Ellefu lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur.
Árásarmanns enn ákaft leitað í Kanada
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ásamt bróður sínum orðið tíu að bana í ofsafengnum hnífstunguárásum í Kanada er enn á flótta. Umfangsmikil leit stendur yfir.
07.09.2022 - 05:15
Rannsaka ólöglegt athæfi tengt ættleiðingum
Yfirvöld allmargra ríkja, þeirra á meðal Svíþjóðar og Danmerkur, hafa hrundið af stað rannsókn vegna gruns um ólöglegt athæfi tengt ættleiðingum barna frá útlöndum. Norðmenn kanna nú hvort ástæða sé til rannsóknar þarlendis.
Þúsundir mótmæltu óöld, óðaverðbólgu og óstjórn á Haítí
Þúsundir streymdu út á götur og torg helstu borga og bæja á Haítí í gær til að mótmæla óöld og glæpum í landinu, óðaverðbólgu og óstjórn. Mótmælendur hópuðust saman á torgum og strætum, lokuðu vegum og kröfðust tafarlausrar afsagnar Ariels Henry forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Fjölmennust og hörðust voru mótmælin í Port-au-Prince, þar sem einn maður lét lífið og nokkrir særðust
23.08.2022 - 06:20
Sjötta sakamálarannsóknin hafin á hendur forseta Perú
Sakamálarannsókn er hafin á hendur Pedro Castillo forseta Perú vegna ásakana um spillingu. Þetta er sjötta glæparannsóknin sem beinist að forsetanum.
Handtekin fyrir að ræna móður sína milljörðum
Lögregla í Brasilíu handtók í gær konu sem grunuð er um sviksamlega hegðun við aldraða móður sína. Hún lokkaði hana til að leyfa konu að flytja inn á heimilið, sem þóttist skyggn en stal fé og öðru verðmæti að hundraða milljóna virði.
Dóttir mexíkósks blaðamanns látin af skotsárum
Cinthya De la Cruz Martinez, dóttir mexíkóska blaðamannsins Antonio de la Cruz, lést af skotsárum í gær. Ódæðismenn réðust á miðvikudaginn að fjölskyldu blaðamannsins fyrir utan heimili hennar í borginni Ciudad Victoria, norðaustanvert í Mexíkó.
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Manndráp til rannsóknar í Landskrona í Svíþjóð
Tveir menn á fimmtugsaldri fundust í dag illa særðir utandyra í Koppargården-hverfinu í Landskrona sunnanvert í Svíþjóð. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús þar sem annar lést af sárum sínum. Lögregla rannsakar málið sem manndráp og tilraun til manndráps.
03.04.2022 - 01:00
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Tveir af sautján kristniboðum lausir úr prísund á Haítí
Tveir þeirra sautján kristniboða sem glæpagengi á Haítí rændi um miðjan október eru lausir úr prísundinni. Þeim líður vel að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum Christian Aid Ministries sem gerði fólkið út af örkinni.
Lundúnalögreglan þarf að biðjast afsökunar
Lundúnalögreglan þarf að biðja fjölskyldu tveggja systra sem féllu fyrir morðingja hendi afsökunar vegna slælegra viðbragða þegar tilkynnt var um hvarf þeirra. Systurnar sem hétu Biba Henry og Nicole Smallman voru stungnar til bana af Danyal Hussein í júní 2020.
26.10.2021 - 05:16
Hrikalegur glæpur sem kallar á aðstoð allra
Vísbendingar tóku að streyma inn eftir að lögreglan á Grænlandi birti nafn mannsins sem fannst látinn við sorpbrennslu í bænum Ilulissat. Jan Lambertsen sem stjórnar rannsókninni segir margar vísbendingar hafa borist um ferðir mannsins í aðdraganda þess að hann var myrtur.
14.10.2021 - 20:52
Íslendingar samþykkja síður íþyngjandi lögregluaðgerðir
Íslendingar óttast ekki að hryðjuverk verði framin í landinu. Doktor í afbrotafræði segir að þar af leiðandi samþykki Íslendingar síður en aðrar þjóðir ýmsar íþyngjandi aðgerðir lögreglunnar í afbrotavörnum.
12.10.2021 - 09:08
Hundruð minntust myrtrar konu í Lundúnum
Hundruð manna komu saman í Lundúnum á föstudagskvöld til þess að minnast grunnskólakennarans Sabinu Nessa, sem var myrt á göngu aðeins nokkrum mínútum frá heimili sínu. Í morgun tilkynnti breska lögreglan að 38 ára gamall maður hefði verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt Sabinu. Þetta er þriðji maðurinn sem lögreglan yfirheyrir vegna glæpsins, en þeir binda vonir við að hafa nú réttan aðila í haldi.
26.09.2021 - 15:40
Varnarmálaráðherrann trúði ekki að Holmes væri loddari
James Mattis, fyrrverandi yfirhershöfðingi í bandaríska flotanum og varnarmálaráðherra, segist hafa orðið alveg heillaður af blóðskimunartækni sem Elizabeth Holmes kynnti fyrir honum. Mattis bar vitni í réttarhöldum sem bandarísk yfirvöld hafa höfðað gegn Holmes. Hún var með pálmann í höndunum fyrir 7 árum og var yngsta konan til að verða milljarðamæringur af eigin rammleik. Seinna kom í ljós að hin byltingarkennda blóðskimunartækni virkaði ekki og hefur hún verið ákærð fyrir fjársvik.
23.09.2021 - 18:41
Sjónvarpsfrétt
Unnusti Gabby Petito enn í felum
Bandaríska alríkislögeglan hefur leitað að manni að nafni Brian Laundrie í nærri viku, án árangurs. Unnusta hans, Gabrielle Petito, hvarf sporlaust þegar þau voru saman á ferðalagi og í gær staðfesti lögreglan að hún hefði verið myrt.
22.09.2021 - 22:36
Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í New York í dag
Réttarhöld yfir söngvaranum, lagahöfundinum og framleiðandanum R. Kelly hefjast í New York í dag. Kelly sætir ákæru fyrir mörg og margvísleg kynferðisbrot.
18.08.2021 - 12:02

Mest lesið