Færslur: Gjaldtaka

Ferðaþjónustan greiði gjald í Geldingadölum
Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum hyggjast fara fram á gjaldtöku frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem selja ferðir og þjónustu á svæðinu. Formaður landeigendafélagsins segir að í almannarétti felist ekki leyfi til að vera í atvinnustarfsemi á annara manna landi.
Engum vegum lokað án samþykkis sveitarstjórnar
Lokun vega í landi Hjörleifshöfða án samþykkis sveitarstjórnar kemur ekki til greina, segir oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um fyrirætlanir eigenda Hjörleifshöfða um að taka þar upp gjaldtöku fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann segir að slíkt gæti haft áhrif á afkomu ferðaþjónustu á svæðinu.
24.06.2021 - 12:35
Myndskeið
Vilja veggjald frá ferðaþjónustu til að verja landið
Eigendur Hjörleifshöfða ætla að krefja þá sem selja ferðir inn á landið um veggjald, en vegurinn upp að Kötlujökli liggur um landið. Þeir hafna fullyrðingum um að þeir séu að hindra för fólks um landið, tilgangurinn sé að byggja upp nauðsynlega innviði og koma í veg fyrir að skemmdir séu unnar á landinu.
24.06.2021 - 08:39
Boða framkvæmdir og gjaldtöku við Hveri í Mývatnssveit
Framkvæmdir fyrir tæpar 200 milljónir króna eru áformaðar við hverasvæðið austan Námafjalls í Mývatnssveit. Félagið Sannir landvættir hyggst endurnýja þar bílastæði, gönguleiðir og útsýnispalla og hefja þar gjaldtöku í kjölfarið.
30.05.2021 - 07:00