Færslur: Georgía

Tekist á um notkun andlitsgríma vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað Bandaríkjamönnum að þeim verði ekki fyrirskipað að nota andlitsgrímur til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
18.07.2020 - 02:16
20.000 mótmæltu ríkisstjórn Georgíu
Um 20.000 manns söfnuðust saman í miðborg Tíblisi, höfuðborgar Georgíu, á sunnudag, til að mótmæla ríkisstjórn landsins og krefjast þingkosninga hið fyrsta. Efnt var til mótmælanna í kjölfar þess að þingið felldi frumvarp um breytt kosningafyrirkomulag, sem mælir fyrir um að allir þingmenn skuli kosnir hlutfallskosningu. Samkvæmt núgildandi lögum er nær helmingur þingmanna kosinn í einmenningskjördæmum en hinn helmingurinn af framboðslistum flokka í stærri kjördæmum, líkt og hér á landi.
18.11.2019 - 03:22
Fá ekki að lenda í Rússlandi
Auk þess að hafa bannað rússneskum flugvélum að fljúga um georgíska lofthelgi hefur rússneska samgönguráðuneytið nú bannað georgískum flugfélögum að lenda vélum sínum á flugvöllum í Rússlandi. Ber ráðuneytið við áhyggjum af öryggi Rússlands, að sögn Deutsche Welle.
22.06.2019 - 23:45
Kallað eftir kosningum í Georgíu
Um 15 þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan þjóðþing Georgíu í kvöld þar sem kallað var eftir kosningum hið fyrsta. AFP fréttastofan greinir frá. Mótmælendum er ekki runnin reiðin síðan í gær þegar þúsundir reyndu að brjóta sér leið inn í þingið eftir að rússneski þingmaðurinn Sergei Gavrilov ávarpaði samkomu þingmanna rétttrúnaðarkirkjunnar.
22.06.2019 - 01:42
Myndskeið
Bannar rússneskum vélum að fljúga til Georgíu
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur bannað rússneskum flugvélum að fljúga til Georgíu eftir blóðug mótmæli þar í landi sem snúa að komu rússnesks þingmanns. Á þriðja hundrað særðust í blóðugum mótmælum í höfuðborginni Tblisi í gær.
21.06.2019 - 19:25
Myndskeið
Óeirðarlögregla beitti táragasi í Georgíu
Lögreglan í Tblisi, höfuðborg Georgíu, skaut gúmmíkúlum og táragasi að mótmælendum sem reyndu að brjóta sér leið inn í þingið. Að sögn AFP fréttastofunnar voru mótmælendur æfir yfir því að rússneski þingmaðurinn Sergei Gavrilov hafi fengið að ávarpa þingið fyrr í dag.
21.06.2019 - 01:36
Nýr forseti Georgíu kemur frá Frakklandi
Salóme Zurabishvili verður næsti forseti Georgíu og fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún bar sigurorð af Grigol Vashade í seinni umferð forsetakosninganna í landinu í gær, þegar kosið var á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni. Zurabishvili fæddist í Frakklandi og bjó þar lengst af en er fyrrverandi utanríkisráðherra Georgíu og situr þar nú á þingi sem óháður þingmaður. Naut hún stuðnings stjórnarflokksins, Draums Georgíu, í kosningunum.
29.11.2018 - 04:46
121 metra langt skip horfið með manni og mús
121 metra langt tankskip með 17 manna áhöfn hvarf fyrir rúmri viku undan ströndum Gabon og ekkert hefur til þess spurst síðan. Frá þessu greina yfirvöld í Gabon og Georgíu, en skipverjarnir 17 eru allir frá Georgíu. Skipið, Pantelena, siglir undir fána Panama. Það er ríflega 7.000 rúmlestir að stærð og flytur einkum olíu og fljótandi efnavörur. Skipið hvarf af ratsjám hinn 14. ágúst, hefur tíðindamaður AFP eftir heimildamanni í Gabon.
22.08.2018 - 03:46