Færslur: Georgía

Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt og táknrænt skref fyrir Úkraínu og Moldóvu
Sérfræðingur í Evrópumálum segir afar mikilvægt og táknrænt skref að fá stöðu umsóknarríkis ESB, líkt og Úkraína og Moldóva fengu fyrr í kvöld. Samningaferlið eigi þó eftir að taka mörg ár.
23.06.2022 - 20:31
Úkraína og Moldóva fengu stöðu umsóknarríkja að ESB
Leiðtogar allra ESB-ríkja samþykktu á sjöunda tímanum að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkis. 
23.06.2022 - 18:58
Búist við að Úkraína fái stöðu umsóknarríkis
Úkraínustjórn bíður nú svara um hvort ríkið fái formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Leiðtogaráð ESB fundar í dag, meðal annars um umsókn Úkraínu.
23.06.2022 - 12:41
Fagnaðarefni að þjóðirnar bætist í félagsskapinn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikla hagsmuni í húfi með aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO. Hún mælti fyrir því í dag að þingið veiti ríkisstjórninni heimild til að staðfesta, fyrir hönd Íslands, fyrirhugaða viðbótarsamninga við NATÓ um aðildina.
„Óttumst að verða næsta skotmark Rússa“
Georgíumenn óttast innrás í landið af hálfu Rússa, komist þeir upp með innrás sína í Úkraínu. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins, sem staddur er hér á landi ásamt sendinefnd. Yfirvöld þar hafa aukið þrýsting á að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu.
02.05.2022 - 18:29
Alla leið
„Er þetta allt saman ákveðið á einhverju sveppatrippi?“
„Á hvaða efnum er sendinefndin sem er að vinna þarna fyrir Georgíu?“ spyr gáttaður Sigurður Þorri Gunnarsson eftir að lagið Lock me in er leikið í Alla leið í kvöld. Skiptar skoðanir eru um framlag landsins í ár. Friðrik Ómar er stórhrifinn og spáir laginu í efstu tíu sætin.
Meta viðbrögð við framvindu innrásarinnar í Úkraínu
Bandarísk yfirvöld hafa á laun kallað saman hóp öryggissérfræðinga sem hafa það hlutverk að greina og ávarða viðbrögð Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra ákveði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að beita efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum.
24.03.2022 - 05:00
„Úkraína á heima í þessarri evrópsku fjölskyldu“
Charles Michel forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að skref verði stigin án tafar til að tryggja vinabönd og stuðning við vegferð Úkraínu inn í Evrópu. Umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu fær þó ekki sérstaka hraðmeðferð líkt og farið var fram á.
Leiðtogar ESB skoða aðild Úkraínu, Moldóvu og Georgíu
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sammælst um að hrinda af stað ferli sem á endanum getur leitt til þess að Úkraína, Georgía og Moldóva fái inngöngu í sambandið. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmönnum í Brussel. Ríkin þrjú, sem ýmist voru hluti af Sovétríkjunum eða á óumdeildu yfirráðasvæði þeirra á dögum kalda stríðsins, hafa öll falast eftir aðild að Evrópusambandinu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.
08.03.2022 - 06:14
Leita leiða til að hætta notkun á rússnesku eldsneyti
Evrópusambandið leitar nú leiða til að draga verulega úr innflutningi á rússnesu jarðefnaeldsneyti og helst hætta honum alveg, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bandaríkin gera slíkt hið sama.
08.03.2022 - 05:56
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
22 Afganir væntanlegir til landsins á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag eru 22 Afganir væntanlegir til Íslands en þeir eru hluti þess 120 manna hóps sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst.
Íhuga að senda Saakashvili á sjúkrahús
Stjórnvöld í Georgíu útiloka ekki að Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forseti landsins verði fluttur úr fangelsi á sjúkrahús. Hann hefur verið í mótmælasvelti í fimmtíu daga og er mjög af honum dregið.
19.11.2021 - 17:18
Níu látnir eftir að hús hrundi í Georgíu
Minnst níu eru látnir eftir að fimm hæða fjölbýlishús hrundi í strandbænum Batumi í Georgíu í gær. Fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins hefur eftir lögreglu í Georgíu að grunur leiki á að endurbætur á jarðhæð hússins hafi orsakað hrunið.
10.10.2021 - 03:36
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Biðst afsökunar á samanburði grímuskyldu við Helförina
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, hefur beðist afsökunar á því að líkja grímuskyldu við illa meðferð nasista Þriðja ríkisins á Gyðingum og Helförina.
Forsætisráðherra Georgíu segir af sér
Giorgi Gakharia, forsætisráðherra Georgíu, sagði af sér í morgun vegna áforma yfirvalda að handtaka einn forystumanna stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherrann kvað það geta leitt til enn meiri ólgu í landinu, yrði stjórnarandstöðuleiðtoginn handtekinn.
18.02.2021 - 11:49
Georgía: Leiðtogi stjórnarflokksins hættir
Auðkýfingurinn Bidzina Ivanishvili, leiðtogi stjórnarflokksins í Georgíu, ætlar að hætta afskiptum af stjórnmálum. Hann kveðst ætla að láta af embætti formanns í flokknum áður en hann verði 65 ára í næsta mánuði.
11.01.2021 - 10:07
Ossoff lýsir yfir sigri í Georgíu
Jon Ossoff, frambjóðandi Demókrata í Georgíu, hefur lýst yfir sigri í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó ekki viljað spá fyrir um úrslitin, of mjótt sé á munum. Ossoff var þó sjálfur ekki í vafa er hann þakkaði kjósendum í Georgíu.
Lýsa Warnock sigurvegara í Georgíu
Sumir af fréttamiðlunum vestanhafs, þar á meðal New York Times og AP-fréttastofan, hafa nú þegar lýst Demókratann Raphael Warnock sigurvegara í kosningum um öldungadeildarþingsæti í Georgíu sem fóru fram í gær. Til þess að Demókratar nái meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings þarf frambjóðandinn Jon Ossof einnig að hafa betur gegn Repúblikananum David Perdue.
06.01.2021 - 07:51
Warnock lýsir yfir sigri í Georgíu – Afar mjótt á munum
Afar mjótt er á munum í kjöri tveggja öldungadeildarþingmanna í Georgíu þegar hlé var gert á talningu um miðnætti að staðartíma. Talningu verðu haldið áfram í bítið samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar.
Trump skorar á kjósendur að bjarga Bandaríkjunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti skoraði í gær á kjósendur í Georgíu að bjarga Bandaríkjunum og kjósa frambjóðendur Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.
05.01.2021 - 05:54
Biden sótti hart að Trump á kosningafundi
Joe Biden tilvonandi forseti Bandaríkjanna sótti hart að Donald Trump á kosningafundi í Georgíu-ríki í gær. Biden varpaði þeirri spurningu fram hvers vegna Trump ásældist forsetaembættið áfram þótt hann vildi ekki sinna því sem skyldi.
Vilja alríkisrannsókn á símtali Trumps
Tveir þingmenn Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa farið þess á leit að Alríkislögreglan hefji rannsókn á þeim þrýstingi sem Donald Trump Bandaríkjaforseta reyndi að beita embættismenn í Georgíu að snúa niðurstöðum forsetakosninganna sér í vil.
Harris segir símtal Trumps merki um örvæntingu
Kamala Harris tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna segir símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu-ríkis bera vott um örvæntingu.