Færslur: geimferðir

Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Fjórir geimfarar lentu heilu og höldnu í dag
Þrír auðugir kaupsýslumenn og einn fyrrverandi geimfari hjá NASA lentu síðdegis í dag heilu og höldnu í hafinu undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum. Þeir höfðu dvalið á þriðju viku í Alþjóðlegu geimstöðinni.
Fjórir geimfarar væntanlegir til jarðar í dag
Fjórir geimfarar eru væntanlegir til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni síðdegis í dag. Undanfarnar rúmar tvær vikur hafa þeir stundað margvíslegar vísindarannsóknir og tilraunir en þrír þeirra greiddu hátt verð fyrir farmiðann.
Tvenns konar hljóðhraði á reikistjörnunni Mars
Fyrstu hljóðupptökurnar sem gerðar voru á reikistjörnunni Mars gefa til kynna að þar sé alla jafna fremur hljótt. Þögnin er þó stundum rofin með vindgnauði. Annað kom þó mest á óvart sem hefur að sögn vísindamanna undarleg áhrif á alla þá sem heyra. Á Mars er að finna tvenns konar hljóðhraða.
Bjóða lúxusferð með loftbelg hátt upp í heiðhvolfið
Margir leggja land undir fót um páska en nokkur fjöldi fyrirtækja undirbýr nú ferðalög hátt upp í heiðhvolf jarðar. Áhuginn virðist nokkur en fyrirtækið sem býður ferðirnar hefur selt nokkuð margar ferðir.
Fjórir geimfarar halda að alþjóðlegu geimstöðinni í dag
Fjórir geimfarar leggja af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Það er fyrsta ferðin þangað sem algerlega er fjármögnuð af einstaklingum. Geimsprotafyrirtækið Axiom skipuleggur ferðina.
Sjónvarpsfrétt
Keppt í geimferðum hjá Versló
Hópur eðlisfræðinema við Verslunarskóla Íslands kom saman á Klambratúni í Reykjavík í morgun til þess að senda geimflaugar á loft. Flaugarnar komust allar upp af skotpallinum en fóru misjafnlega hátt. 
31.03.2022 - 19:21
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða til jarðar
Bandarískur geimfari og tveir rússneskir kollegar hans lentu heilu og höldnu í Kasakstan í morgun eftir dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Einn geimfaranna sló bandarískt met í geimdvöl og annar í rússneskri.
Rannsaka 50 ára sýni sem tekið var á tunglinu
Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA opnuðu í gær tilraunaglas sem geymir eitt af síðustu órannsökuðu sýnunum úr tunglferðum stofnunarinnar. Alls söfnuðust 2.196 bergsýni í Appollo ferðunum en sýnið sem nú er til skoðunar var sótt í desember 1972.
11.03.2022 - 02:38
Auðkýfingar hyggja á geimferð í mars
Þrír auðjöfrar og fyrrverandi geimfari eru reiðubúnir að leggja upp í fyrstu ferðina til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem fjármögnuð er algerlega af einstaklingum. Þeir vilja ekki samt ekki láta kalla sig geimferðalanga. Farseðillinn er býsna dýr.
Musk vongóður um að ferðir Stjörnufarsins hefjist í ár
Auðkýfingurinn Elon Musk forstjóri SpaceX geimferðafyrirtækisins greindi í gærkvöld frá nýjustu framþróun Starship-eldflaugarinnar sem ætlað er að flytja menn milli reikistjarna sólkerfisins. Hann kveðst bjartsýnn á að fyrsta geimskotið verði í ár.
Japanskir geimferðalangar komu til jarðar í nótt
Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasastan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.
Rannsóknarfar gægðist inn fyrir kórónu sólarinnar
Parker, rannsóknarfar sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA, sendi í átt að sólu fyrir þremur árum gægðist inn fyrir litbaug eða kórónu sólarinnar í apríl síðastliðnum. Greining gagna sem farið sendi frá sér leiddi þetta þó ekki í ljós fyrr en núna.
15.12.2021 - 05:08
NASA semur við einkafyrirtæki um smíði geimstöðva
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við þrjú fyrirtæki sem ætlað er að hanna geimstöðvar sem taka muni við hlutverki Alþjóðlegu geimstöðvarinnar undir lok áratugarins.
Geimskoti ofursjónauka frestað um nokkra daga
Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að fresta því að skjóta James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um jörðu vegna óhapps á skotpallinum. Töfin er þó ekki löng eða fjórir dagar en stofnunin vil tryggja að sjónaukinn sé óskemmdur.
Tilraunaferðir tunglfars SpaceX hefjast á næsta ári
Auðkýfingurinn Elon Musk stofnandi Tesla bílaframleiðandans og eigandi SpaceX segir að fyrsta tilraunaferð Starship geimfars fyrirtækisins sem ætlað að flytja geimfara til tunglsins verði snemma á næsta ári.
18.11.2021 - 04:17
Rússneskt geimrusl talið ógna geimstöðinni
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA kveðst æfur í garð Rússa sem eru taldir hafa sprengt gervihnött á braut um jörðu með flugskeyti. Óttast var að brak eða geimrusl úr hnettinum rækist bæði á alþjóðlegu geimstöðina og þá kínversku.
Fjórir geimfarar mættir til sex mánaða dvalar í geimnum
Geimfararnir fjórir sem lögðu upp í leiðangur frá Flórídaskaga seint á miðvikudagskvöld eru komnir heilu og höldnu á áfangastað, alþjóðlegu geimferðastöðina ISS. Bandaríska geimferðastofnunin NASA greindi frá þessu í gærkvöld.
Fjórir geimfarar lentu í Mexíkóflóa í nótt
Fjórir geimfarar sneru heim í nótt heilu og höldnu eftir sex mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Þeirra beið óvænt áskorun rétt fyrir heimför þgar í ljós kom bilun í úrgangskerfi geimhylkisins.
Virgin Galactic hefur selt um 700 farmiða út í geim
Virgin Galactic geimferðafyrirtæki hefur selt um hundrað farmiða frá því Richard Branson stofnandi þess hélt út í geim í sumar. Fyrirtækið stefnir að því að hefja almennar ferðir fyrir lok árs 2022. Alls hafa selst um 700 miðar frá stofnun fyrirtækisins.
Fyrsta geimganga kínverskrar konu í nótt
Wang Yaping er fyrsta kínverska konan til að fara í geimgöngu. Hún er hluti af áhöfn kínversku geimstöðvarinnar Tiangong og varði í nótt sex klukkustundum utan stöðvarinnar við að koma upp hluta af tæknibúnaði hennar.
Vel heppnuð för rússnesks kvikmyndaliðs út í geim
Rússneskt kvikmyndagerðarfólk, leikkona og leikstjóri, sneru aftur til Jarðar í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni ISS þar sem þau tóku upp atriði fyrir fyrstu leiknu kvikmyndina í fullri lengd, sem að stórum hluta er tekin upp á sporbaug um Jörðu. Þau Júlía Peresild og Klim Sjipenkó lentu heilu og höldnu, samkvæmt áætlun og í beinni útsendingu rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos á hásléttum Kasakstan klukkan rúmlega hálf fimm í nótt að íslenskum tíma.
17.10.2021 - 07:26
Lucy lögð af stað til Júpíters
Geimflaugin Lucy lagði upp í sannkallaða langferð þegar henni var skotið upp frá Canaveralhöfða á Flórídaskaganum árla morguns að staðartíma. Mikið sjónarspil fylgdi geimskotinu enda Lucy send fyrsta spölinn út í geim með heljarinnar Atlas-V eldflaug en síðan tekur Lucy sjálf við og er ætlað að fljúga ríflega sex milljarða kílómetra áður en yfir lýkur.
17.10.2021 - 01:30
Vel heppnað geimskot Kínverja til Himnesku hallarinnar
Geimskot kínversku geimferðastofnunarinnar frá geimferðamiðstöðinni í Gobíeyðimörkinni í gærkvöld gekk snurðulaust fyrir sig. Sex og hálfum tíma síðar var Shenzhou-13 flauginni rennt upp að hinni nýju geimstöð Kínverja, Tiangong, eða himnesku höllinni. Þar munu geimfararnir, tveir karlar og ein kona, dvelja næstu sex mánuði. Verður þetta lengsta útivist kínverskra geimfara til þessa, en forverar þeirra dvöldu þrjá mánuði í geimstöðinni. Geimfararnir eru sagðir við hestaheilsu eftir ferðalagið.
16.10.2021 - 04:32
Vilhjálmur vill ekki út í geim
Vilhjálmur Bretaprins segir að frumkvöðlar ættu frekar að snúa sér að því að bjarga jörðinni en að taka þátt í geimferðamennsku. Brýnna sé að vernda „þessa plánetu en að finna næsta stað til að búa á“. Hann varar þó einnig við vaxandi loftslagskvíða yngri kynslóða.