Færslur: geimferðir

Geimkönnunarfarinu Osiris Rex tókst ætlunarverkið
Geimkönnunarfarinu Osiris Rex tókst ætlunarverk sitt, að safna nægilegu magni sýna af yfirborði smástirnisins Bennu til að vísindamenn geti unnið úr því þegar farið kemur aftur til jarðar í september 2023.
24.10.2020 - 00:26
Giftusamleg heimkoma þriggja geimfara í nótt
Tveir rússneskir geimfarar og einn bandarískur lentu geimfari sínu á gresju í Kasakstan, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
90 ár frá fæðingu Neils Armstrong
Í dag eru níutíu ár frá fæðingu Neils Armstrong. Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið 20. júlí 1969. Þrátt fyrir að vera einn þekktasti geimfari í heimi leit hann fyrst og fremst á sig sem flugmann, segir Örlygur Hnefill Örlygsson, sem þekkir vel til sögu tunglfarans.
05.08.2020 - 14:49
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Geimfarar á leið til jarðar á ný
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
01.08.2020 - 23:46
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Kínversk könnunarflaug lögð af stað til Mars
Fyrsta al-kínverska könnunarfarinu sem rannsaka á plánetuna Mars var skotið á loft í morgunsárið. Mun flugtakið hafa gengið að óskum. Könnunarflaugin er flutt út í geim með kínverskri Chang Zheng-5 eldflaug, sem skotið var upp frá Wenchang-eldflaugastöðinni á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Er könnunarfarinu síðan ætlað að halda ferðinni áfram til Mars og skila þangað rannsóknartækjum og tólum sem fara munu um yfirborð plánetunnar rauðu, taka þar sýni og myndir og senda til Jarðar.
23.07.2020 - 05:42
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Enn fatast Boeing flugið
Tilraunaflug Starliner geimskutlu flugvélaframleiðandans Boeing mistókst í dag. Að sögn starfsmanna NASA og Boeing leiddi villa í klukku stýribúnaðar skutlunnar til þess að hún brenndi of miklu eldsneyti, og verður að snúa fyrr til jarðar en ella.
21.12.2019 - 01:45
Forstjórar og sérfræðingar stefna á tunglþorp
Samtökin Open Lunar stefna á að byggja þorp á tunglinu á næstu árum. Forstjórar tæknifyrirtækja úr Kísildalnum, verktakar, sérfræðingar og fólk með með tengsl við bandarísku geimvísindastofnunina NASA, er meðal meðlima í samtökunum.
13.09.2019 - 23:02
Gætum ekki staðið upprétt á K2-18b
Í um hundrað og ellefu ljósára fjarlægð frá jörðu er plánetan K2-18b, þar sem mögulega þrífst líf á borð við það sem finna má hér. Aldrei áður hefur fundist vatn á reikistjörnu sem er í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sólkerfis hennar til að vatn geti verið þar á fljótandi formi.
12.09.2019 - 20:30
Vita hvar tunglfarið hrapaði
Indverska geimvísindastofnunin segist vita hvar tunglfarið Chandrayaan-2 brotlenti á tunglinu. Lending geimfarsins misheppnaðist á föstudag, auk þess sem samband við stjórnstöð á jörðu slitnaði skömmu fyrir lendinguna. Stofnunin vonast til þess að ná sambandi við hana að nýju.
08.09.2019 - 20:07
Chandrayaan-2 býr sig undir tungllendingu
Indverska tunglfarið Chandrayaan-2 undirbýr sig nú fyrir lendingu. Al Jazeera hefur eftir indversku geimvísindastofnuninni að aðskilnaður þess hluta geimfarsins sem á að lenda á tunglinu hafi heppnast vel í gær. Reiknað er með að það lendi á suðurpól tunglsins næstu helgi. 
03.09.2019 - 06:51
Fréttaskýring
50 ár frá tungllendingunni
Í dag eru 50 ár síðan Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins klukkan 20.17 að íslenskum tíma, fyrstir manna, eftir langa ferð. Ríkisútvarpið lýsti fyrstu skrefum manns á tunglinu nóttina á eftir beint á sínum tíma.
20.07.2019 - 08:06
Kanna hvort það leynist líf á Títan
Geimferðastofnunin NASA hefur tilkynnt áform um að senda geimfar til fylgitungls Satúrnusar, Títan. Þetta er hluti af áætluninni Drekaflugu (e. Dragonfly) en geimfarið, sem verður smátt í sniðum og nokkurs konar þyrilvængja, mun fara yfir um 175 kílómetra svæði á tveggja ára tímabili. Geimfarið mun meðal annars kanna úr hverju yfirborð tunglsins samanstendur og hvort það sé æskilegur dvalarstaður manna.
Stærsta flugvél í heimi til sölu
Stærsta flugvél heims, Stratolaunch-þotan sem hönnuð var og smíðuð af samnefndu fyrirtæki milljarðamæringsins Pauls heitins Allen, er til sölu fyrir litlar 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 50 milljarða íslenskra króna.
17.06.2019 - 04:40
Ferðamenn fá að heimsækja Alþjóða geimstöðina
Ferðamenn geta heimsótt Alþjóða geimstöðina ISS frá og með næsta ári. Þetta tilkynnti Bandaríska geimferðarstofnunin NASA í dag. Er þetta gert til að draga kostnaði stofnunarinnar við rekstur stöðvarinnar.
07.06.2019 - 15:13
Skutu niður eigið gervitungl
Indverjar eru nú meðal mestu geimferðaþjóða í heimi, að sögn forsætisráðherra landsins. Indverska geimferðastofnunin skaut niður eigið gervitungl í tilraunaskyni í dag þegar nýjar eldflaugar voru prófaðar.
27.03.2019 - 23:52
Fóru til tunglsins en uppgötvuðu jörðina
Fimmtíu ár eru um þessar mundir frá Apollo 8-leiðangri NASA, yfir jólin 1968. Þrír bandarískir geimfarar lögðu þá í lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hafði farið og jafnframt eitt það hættulegasta — út fyrir sporbaug jarðar og á braut um tunglið.
24.12.2018 - 09:19
Ætlar að kanna sannleiksgildi tunglferða
Rússar segja að fyrirhuguð ferð þeirra til tungslins ætti að leiða í ljós hvort Bandaríkjamenn hafi í raun stigið þangað fæti. Rússneska geimgerðastofnunin Roscosmos stefnir á að senda mannað geimfar til tunglsins snemma á fjórða áratug þessarar aldar. 
25.11.2018 - 05:32