Færslur: geimferðir

Beint
Ferðin til tunglsins gengur eins og í sögu
Allt gengur eins og í sögu á þriðja degi ómannaðrar ferðar Orion-farsins sem skotið var upp með Artemiseldflaug frá Florídaskaga í Bandaríkjunum. Stjórnendur Artemis-áætlunarinnar segja ferðina í raun hafa gengið umfram vonum.
Enn tefst mönnuð ferð Starliner að alþjóðageimstöðinni
Enn verða tafir á að mönnuðu Boeing Starliner-geimhylki verði skotið á loft. Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir geimskotið nú fyrirhugað í apríl. Velheppnuð ferð ætti að tryggja að farartæki Boeing verði notað við geimferðir NASA í komandi framtíð.
Síðasta eining himneskrar hallar Kínverja á loft
Síðustu einingu Tiangong geimstöðvar Kínverja var skotið á loft í morgun. Deng Hongqin, stjórnandi Wengchang skotsvæðisins á Hainan eyju við Kína, segir skotið hafa heppnast fullkomlega. Samkvæmt útreikningum þeirra sé einingin á réttri braut og allur gangur hennar eðlilegur. 
31.10.2022 - 09:24
Geimfarar lentir heilu og höldnu í alþjóðageimstöðinni
SpaceX geimhylki með fjóra geimfara innanborðs tengdist í kvöld alþjóðlegu geimstöðinni í ferð sem þykir táknræn í ljósi stríðsátakanna í Úkraínu. Áhöfnin er skipuð tveimur Bandaríkjamönnum, Japana og Rússa.
Rússneskur og bandarískir geimfarar saman að geimstöð
Fjórir geimfarar eru á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, tveir Bandaríkjamenn, Japani og Rússi. SpaceX-eldflaug var skotið frá Kennedy-geimferðamiðstöðinn á Flórída í gær en ferðin þykir táknræn í ljósi stríðsátakanna í Úkraínu.
Tunglskoti frestað þriðja sinni - nú vegna veðurs
Geimferðastofnun Bandaríkjanna ákvað í dag að fresta jómfrúrferð Artemis áætlunarinnar vegna hitabeltisstorms á Karíbahafi sem hætta er á að verði sterkur fellibylur.
Veður gæti sett strik í reikning jómfrúrferðar Artemis
Einn einu sinni lítur út fyrir að fresta þurfi jómfrúrferð Artemis áætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna umhverfis Tunglið. Til stendur að skjóta eldflaug með ómannað far á loft næstkomandi fimmtudag en hitabeltisstormur á Karíbahafi gæti sett strik í reikninginn.
NASA hyggst breyta stefnu smástirnis á mánudag
Bandaríska geimferðastofnunin NASA gerir tilraun á mánudaginn sem aldrei hefur verið gerð áður. Lítið ómannað geimfar verður látið rekast á smástirni til að kanna hvort mögulegt er að breyta stefnu þess.
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða út í geim
Þrír geimfarar héldu í gær af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tveir þeirra eru rússneskir og sá þriðji bandarískur. Ferðin gekk vel og geimfararnir náðu áfangastað heilu og höldnu.
Staðráðinn í að senda Evrópubúa til tunglsins fljótlega
Josef Aschbacher, forstjóri Geimferðaststofnunar Evrópu, ESA, segist staðráðinn í því að koma evrópskum geimfara til tunglsins áður en þessi áratugur er á enda runninn. Í nýlegu viðtali segist hann fullviss um að ferðir til tunglsins eigi eftir að borga sig, líka fjárhagslega. „Við erum bara rétt að byrja að nýta mánann á sjálfbæran hátt fyrir verkefni okkar,“ segir Aschbacher.
Biden boðar átak í baráttunni við krabbamein
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í dag átak ríkisstjórnar sinnar í baráttunni við krabbamein. Með áætluninni, sem kennd er við Tunglskot, er ætlunin að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um helming.
NASA hyggst nýta 70 mínútna glugga í lok september
Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að eigi fyrr en 27. september verði mögulegt að fara jómfrúrferð Artemis-verkefnis stofnunarinnar. Ferðinni hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum orsökum og stofnunin slær enn varnagla vegna tæknimála.
NASA fyrirhugar ferðir til tunglsins og síðar til Mars
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst skjóta ómannaðri Artemis-flaug á loft á morgun mánudag. Artemis-áætlunin miðar að því að koma mönnum til tunglsins að nýju og langtímamarkmiðið er að senda fólk til reikistjörnunnar Mars.
Tunglflaug NASA kominn á skotpallinn í Flórída
Ný Orion-tunglflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var í gær flutt á skotpallinn í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum ásamt risavaxinni eldflauginni sem flytur hana langleiðina til tunglsins í fyrsta áfanga Artemis-áætlunar NASA. Til stendur að skjóta flauginni á loft 29. ágúst.
Kínverjar gagnrýndir fyrir stjórnlaust hrap eldflaugar
Kínversk eldflaug sem notuð var til að skjóta ómönnuðu geimfari á loft síðastliðinn sunnudag féll stjórnlaust í átt að Indlandshafi í gær. Kínverjar liggja undir þungu ámæli fyrir að veita ekki upplýsingar um braut flaugarinnar og eru hvattir til að hafa betri stjórn á hvar á jörðu notaðir eldflaugahlutar lenda.
Sjónvarpsfrétt
Undirbúa ferð geimjeppa og dróna til mars við Holuhraun
Mörg hundruð milljóna króna geimjeppi og hátæknilegir drónar eru við Holuhraun, að undirbúa ferð á plánetuna Mars. Íslenskur verkfræðingur sem tekur þátt í verkefninu segir æskudrauminn um að stýra vélmenni í geimnum vera að rætast.
28.07.2022 - 13:18
Innlent · Holuhraun · Askja · geimferðir · NASA
Sýni frá Mars væntanleg til Jarðar árið 2033
Bandaríska geimferðastofnunin NASA greindi frá því í gær að til standi að flytja þrjátíu jarðvegssýni frá reikistjörnunni Mars til jarðar árið 2030. Til að tryggja árangur sendir stofnunin tvær litlar þyrlur þangað.
Sjónvarpsfrétt
Geimferðalandið Ísland - fimm vísindahópar í sumar
Fimm hópar vísindamanna verða við rannsóknir hérlendis í sumar í tengslum við geimferðir til tunglsins og Mars. Einn hópurinn er við Sandvatn. Setlögin þar eru eiginlega óhugnanlega lík þeim sem ætla má að verið hafi í fyrndinni á reikistjörnunni Mars. Þetta segir leiðangursstjóri vísindamanna frá NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, sem eru að rannsaka við vatnið. 
Starliner-farið lagði að alþjóðageimstöðinni í nótt
Ómannað Starliner-far bandaríska loftferðarisans Boeing lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni laust eftir miðnættið að íslenskum tíma. Því var skotið frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í gærkvöld.
Starliner-far Boeing heldur að geimstöðinni
Ómönnuðu Starliner-fari Boeing-verksmiðjanna bandarísku var skotið upp frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í kvöld. Ferðinni er heitið til alþjóðageimstöðvarinnar en geimferðaáætlun Boeing er mörkuð vandræðum og mistökum.
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Fjórir geimfarar lentu heilu og höldnu í dag
Þrír auðugir kaupsýslumenn og einn fyrrverandi geimfari hjá NASA lentu síðdegis í dag heilu og höldnu í hafinu undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum. Þeir höfðu dvalið á þriðju viku í Alþjóðlegu geimstöðinni.
Fjórir geimfarar væntanlegir til jarðar í dag
Fjórir geimfarar eru væntanlegir til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni síðdegis í dag. Undanfarnar rúmar tvær vikur hafa þeir stundað margvíslegar vísindarannsóknir og tilraunir en þrír þeirra greiddu hátt verð fyrir farmiðann.
Tvenns konar hljóðhraði á reikistjörnunni Mars
Fyrstu hljóðupptökurnar sem gerðar voru á reikistjörnunni Mars gefa til kynna að þar sé alla jafna fremur hljótt. Þögnin er þó stundum rofin með vindgnauði. Annað kom þó mest á óvart sem hefur að sögn vísindamanna undarleg áhrif á alla þá sem heyra. Á Mars er að finna tvenns konar hljóðhraða.
Bjóða lúxusferð með loftbelg hátt upp í heiðhvolfið
Margir leggja land undir fót um páska en nokkur fjöldi fyrirtækja undirbýr nú ferðalög hátt upp í heiðhvolf jarðar. Áhuginn virðist nokkur en fyrirtækið sem býður ferðirnar hefur selt nokkuð margar ferðir.

Mest lesið