Færslur: geimferðir

NASA sendir far til tunglsins í leit að vatni
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að könnunarjeppi verði sendur til suðurpóls tunglsins árið 2023. Vonir standa til að hægt verði að færa sönnur á að vatn leynist undir yfirborði tunglsins.
21.09.2021 - 01:22
Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Kínversku geimfararnir þrír lentir heilu og höldnu
Shenzhou-12 geimhylki með þrjá kínverska geimfara innanborðs lenti heilu og höldnu í Góbí-eyðimörkinni í morgun. Kínverjar eru afar bjartsýnir á áframhaldandi sigurgöngu í geimnum en þeir hafa varið milljörðum Bandaríkjadala til geimferðaáætlunar sinnar.
Áhöfn Inspiration4 sögð hamingjusöm og hress
Áhöfnin í SpaceX geimfarinu Inspiration4 varði fyrsta deginum í vísindarannsóknir og spjall við börn sem liggja á St Jude, sérstöku sjúkrahúsi ætluðu krabbameinsveikum börnum.
Kínverskir geimfarar á heimleið eftir 90 daga geimdvöl
Þrír kínverskir geimfarar eru nú á leið til jarðar eftir þriggja mánaða dvöl í Tiangong-geimstöðinni. Þar gerðu þeir ýmsar vísindatilraunir og fóru í geimgöngur.
Myndskeið
Fyrsta geimferðin án þjálfaðra geimfara
Geimfarinu Inspiration4 verður skotið á loft í kvöld í Bandaríkjunum, en í geimfarinu verða eingöngu almennir borgarar. Aldrei áður hefur geimfari verið skotið upp með almennum borgurum um borð, án þess að einnig séu um borð þjálfaðir geimfarar.
15.09.2021 - 22:29
Bergsýnin sem náðust á Mars eru óskemmd
Bandaríska geimferðastofnunin staðfesti í gær að tekist hefði að ná óskemmdum bergsýnum á reikistjörnunni Mars. Vísindamenn eru himinlifandi og geta ekki beðið eftir að fá að rannsaka sýnin nánar.
Mars-jeppinn Perserverance náði heilum bergsýnum
Geimjeppanum Perseverance tókst í annari tilraun að ná heilum bergsýnum úr kletti á yfirborði reikistjörnunnar Mars. Síðar verða sýnin send til jarðar þar sem vísindamenn sækjast eftir auknum skilningi á jarðfræði þessa næsta nágranna okkar í sólkerfinu.
Bitist um tunglstöð fyrir dómi
Bandaríska geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, hefur höfðað mál gegn Bandaríkjastjórn fyrir að semja við samkeppnisaðila um komandi tunglferðir. AFP fréttastofan greinir frá. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA samdi við SpaceX, geimfyrirtæki milljarðamæringsins Elon Musk.
17.08.2021 - 03:54
Geimjeppi hamast við að safna sýnum á Mars
Geimjeppi leitar nú að vísbendingum um hvort einhvern tíma hafi verið líf á reikistjörnunni Mars. Jarðvegssýni verða send til jarðar á næsta áratug.
06.08.2021 - 19:39
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Óhapp við tengingu við geimstöðina olli nokkru uppnámi
Rússum tókst að tengja Nauka rannsóknarferjuna við alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir teninguna.
Branson og Bezos teljast ekki til geimfara
Auðkýfingarnir Jeff Bezos og Richard Branson geta ekki bætt titlinum „geimfari" á ferliskrána -- að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum -- þótt báðir hafi þeir brugðið sér upp fyrir heiðhvolfið á dögunum, hvor í sinni flauginni. Ástæðan er sú að Flugmálastofnun Bandaríkjanna hefur hert skilyrðin sem uppfylla þarf til að fá að skrá sig sem geimfara í þeirra bókum. Til þess þarf fólk nú að tilheyra áhöfn geimfarsins og leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi um borð.
24.07.2021 - 05:21
Geimferð Jeffs Bezos gekk vel
Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar og ríkasti maður heims, flaug út í geim á öðrum tímanum í dag frá eyðimörk í Texas og lenti mjúklega nokkrum mínútum síðar.
Kínversku geimfararnir lagðir af stað í för sína
Kínversku geimfararnir þrír sem eru á leið að Tiangong geimstöðinni lögðu upp í ferð sína úr Góbí eyðimörkinni á öðrum tímanum í nótt. Geimskotið tókst giftusamlega.
17.06.2021 - 02:17
Kínverjar senda mannað far út í geim 17. júní
Kínverska geimrannsóknastofnunin sendir mannað geimfar til Tiangong, nýrrar geimstöðvar á fimmtudag. Það verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Kínverjar senda menn út í geim.
Rússnesk lendingarferja til sölu
Rússar falbjóða nú eitt af geimförum sínum. Það er Soyuz MS-08 farið sem flutti rússneskan geimfara og tvo bandaríska frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2018.
Kínverska könnunarfarið Sjúrong lent á Mars
Kínverska könnunarfarið Sjúrong lenti á Mars fyrir stundu og gekk lendingin að óskum. Frá þessu er greint í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Komst könnunarfarið óskaddað í gegnum aðflug og lendingu, sem jafnan er talið erfiðasti og hættulegasti hluti Marsferða.
15.05.2021 - 01:48
Brak kínverskrar geimflaugar hrapaði í Indlandshaf
Brak kínverskrar geimflaugar sem hrapaði stjórnlaust til jarðar féll ofan í Indlandshaf. Fréttastofa kínverska ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í nótt. Stærstur hluti flaugarinnar eyðilagðist á leið sinni inn í lofthjúp jarðar. 
09.05.2021 - 03:53
Hluti kínverskrar eldflaugar fellur til jarðar
Búist er við að ríflega 20 tonna kínversk eldflaug hrapi til jarðar á næstu dgöum. Bandarísk hermálayfirvöld ætla sér ekki að granda flauginni en vísindamenn fylgjast grannt með ferð hennar inn fyrir gufuhvolfið.
06.05.2021 - 22:38
Fjórir geimfarar á heimleið eftir fimm mánaða geimvist
Fjórir geimfarar sem verið hafa um borð í alþjóðlegu geimstöðinni ISS síðustu fimm mánuði og rúmlega það eru á leið til Jarðar með Dragon-lendingarflaug frá geimferðafyrirtækinu SpaceX. Flaugin lagði af stað frá geimstöðinni rúmlega hálf eitt í nótt að íslenskum tíma og er áætlað að hún lendi í hafinu undan Flórídaströndum um sjöleytið í fyrramálið ef allt gengur að óskum.
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05
Útvarpsfrétt
Lítil þyrla náði flugi á Mars
Í fyrsta sinn hefur vísindafólki tekist að koma tæki á flug á annarri plánetu. Þyrlan Ingenuity náði að taka á loft, fljúga og lenda aftur á Mars fyrr í dag.
19.04.2021 - 15:43
NASA valdi Space X til samstarfs um mannaða tunglferð
Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að mannaðri tunglferð árið 2024 og hefur valið fyrirtæki milljarðamæringsins Elons Musks, Space X, til að byggja flaugina sem nota á í leiðangrinum.
17.04.2021 - 04:24
Myndskeið
60 ár frá því sá fyrsti fór út í heiminn
Sextíu ár eru í dag síðan Rússinn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geim. Forseti Rússlands segir landið þurfa að viðhalda stöðu sinni sem leiðandi kjarnorku- og geimvísindaþjóð.
12.04.2021 - 22:18