Færslur: Geðheilsa

Hugaðu að andlegri heilsu í samskiptafjarlægðinni
Hertar aðgerðir vegna Covid-19 geta nú, eins og áður, haft mikil áhrif á andlega líðan. Í samkomubanninu í vor komu fulltrúar frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu í heimsókn í Núllstillinguna og gáfu góð ráð sem tilvalið er að rifja upp núna þegar viðhalda þarf samskiptafjarlægð og margir stærri viðburðir hafa verið blásnir af.
05.08.2020 - 11:37
Myndskeið
Ríkið verði að setja aukið fé í geðheilbrigðismál
Brýnt er að ríkið veiti auknum fjármunum til geðheilbrigðismála, segir forstjóri Landspítalans. Viðbúið sé að kórónuveirufaraldurinn verði til þess að fleiri þurfi á geðþjónustu að halda í haust og vetur.
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn
Nú getur þú hlustað á ljúfa rödd söngvarans Harry Styles lesa sögu fyrir svefninn. Söguna les Styles í samvinnu við hugleiðsluforritið Calm, sem margir nýta til að slaka á og róa sig fyrir svefninn.
09.07.2020 - 10:57
Myndskeið
Reyna að halda geðdeildum opnum í sumar
Geðdeildum verður ekki lokað eins og seinustu sumur vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu. Starfandi forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir að fjölga þurfi sértækum búsetuúrræðum.
06.07.2020 - 19:46
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið síðustu tuttugu ár og það er áhyggjuefni. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia-háskóla í Bandaríkjunum, greindi frá þessu í fyrirlestri á vegum Háskólans í Reykjavík í dag sem bar yfirskriftina: Koffínneysla ungmenna.
Spegillinn
Leynist í Covid-krísunni vegvísir að aukinni vellíðan?
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Mánaðarlegar kannanir Landlæknis benda til þess að fleirum hafi liðið vel andlega, þá mánuði sem faraldurinn stóð sem hæst, en á sama tíma í fyrra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. 
29.05.2020 - 15:32
Kvíði, ótti, ofbeldi og einmanaleiki fylgi faraldri
Kvíði, áhyggjur, ótti, einmanaleiki og ofbeldi eru allt fylgikvillar kórónuveirufaraldursins, segir Alma Möller landlæknir. Hún hvetur fólk til þess að leita sér leiða til að takast á við kvíða og áhyggjur. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna. Alma hvetur fólk til þess að gæta þess að fá nægan svefn. Góður svefn bæti minnið og efli ónæmiskerfið. Fullorðnir þurfi að sofa 7-8 klukkutíma á nóttu og ungmenni 8-10 tíma. 
12.04.2020 - 14:26
Núllstilling
Að búa sér til rútínu er númer eitt, tvö og þrjú
Kristín Hulda Gísladóttir frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu var gestur í fyrsta þætti Núllstillingarinnar. Í þættinum ræddi hún meðal annars mikilvægi þess að taka rútínuna föstum tökum á tímum sem þessum.
Fréttaskýring
Rannsókn varpar ljósi á kulnunarvanda hjúkrunarfræðinga
Árið 2015 glímdi fimmtungur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við alvarleg kulnunareinkenni og svipað hlufall stefndi að því að hætta innan árs. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Einn rannsakenda telur ástandið hafa versnað síðan. Mannauðsstjóri Landspítalans segir meira bera á kulnun en áður, en að það sé líka meira gert til þess að sporna við henni. Einn liður í því er að minnka bein samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga.
„Þau þrífast ekki í almennum úrræðum“
„Geðheilbrigðisþjónusta almennt hentar mjög illa fyrir fólk með þroskahömlun og einhverfu vegna þess að þau þurfa sértaka aðlögun vegna fötlunar sinnar,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
26.10.2019 - 18:22
Myndskeið
Samstarfsyfirlýsing sem brýtur niður múra
Geðheilsuteymi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu geta nú veitt enn betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Samstarfsyfirlýsing sem undirrituð var í gær er sögð brjóta niður múra á milli ríkis og sveitarfélaga.
Myndskeið
Að sjálfsögðu var ég að deyja
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir upplifði sitt fyrsta kvíðakast í bíó. Þá hélt hún að hún væri að deyja og að kvíði væri bara stress fyrir próf en ekki eitthvað sem gæti bara komið upp úr þurru.
26.09.2019 - 12:52
Slakað á í eineltismálum í kjölfar uppsveiflu
Einelti virðist hafa aukist við uppsveiflu í efnahagslífinu. „Í kjölfar hrunsins, frá 2008-2011, lækkaði einelti hjá okkur. Síðan hefur þetta heldur farið upp á við. Eitthvað hefur slakað á í samfélaginu og það er kannski í kjölfar þess að efnahagurinn batnar,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar. Skólar og starfsfólk hafi verið sérstaklega meðvitað um að einelti gæti aukist í kreppunni. Fleira spili þó inni í en staða efnahagsmála.
04.09.2019 - 12:40
Viðtal
„Þetta er ennþá tabú“
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir frumsýna þættina Heilabrot 19. september. Heilabrot er sjálfstætt framhald af Framapoti sem var sýnt á síðasta ári og fjallaði um atvinnuhorfur ungs fólks.
28.08.2019 - 10:14
Mikill geðheilsuvandi meðal hinsegin ungmenna
Fræðsla um geðheilsu hinsegin ungmenna fer fram í Þjóðminjasafninu fimmtudaginn 15. ágúst. Guðrún Häsler sálfræðingur er ein af þeim sem halda erindi og ræða stöðuna hér á landi út frá rannsóknum sínum og reynslu.
13.08.2019 - 14:23
Maður getur ekki bjargað heiminum einn
Á föstudag gaf söngkonan Hildur út nýtt lag og smáskífu. Lagið heitir Work og fjallar um að vera ástfanginn en þurfa samt að setja smá vinnu í það svo að allt gangi upp. Platan heitir Intuition eða innsæi og fjallar um tilfinningar og pælingar sem Hildur hefur verið í síðastliðin tvö ár.
02.07.2019 - 14:25
Jarðarbúar reiðari og áhyggjufyllri en áður
Reiði, streita og áhyggjur hafa aukist samkvæmt könnun Gallups. Einn af hverjum fimm svarendum fann til sorgar eða reiði. Íbúar Paragvæ eru þeir jákvæðustu en þeir neikvæðustu eru í Tjad.
26.04.2019 - 13:14
Fjárskortur hefur tafið eflingu geðheilsuteyma
Skortur á fjársveitingum frá ríkinu hefur komið í veg fyrir að unnt væri að fjölga geðheilsuteymum á höfuðborgarsvæðinu eins og stefna stjórnvalda kveður á um. Þetta segir starfandi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í stefnu ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum, sem samþykkt var fyrir þremur árum, er kveðið á um fjölgun geðheilsuteyma.
Vantaði stað fyrir umræður um andlega líðan
Arnrún Bergljótardóttir og Helga Osterby Þórðardóttur fannst vanta vettvang fyrir ungt fólk til að tala um sína andlegu líðan og geðheilbrigði í vernduðu umhverfi. Þær ákváðu því að setja á fót MHA samtökin eða Mental Health Anonymous.
24.01.2019 - 12:05
Sérhæfingu vanti í meðferð við vöðvadýrkun
Geðlæknir á Landspítalanum segist skynja úrræðaleysi þar fyrir þá sem eru  langt leiddir í líkamsskynjunarröskun. Sérhæfingu vantar í meðferð við vöðvadýrkun. Sálfræðingur telur að erfitt geti verið fyrir fólk að leita sér hjálpar við líkamsskynjunarröskun þar sem fáir sérhæfi sig í vandanum. 
23.10.2018 - 22:16
Viðtal
Sjálfsvíg dánarorsök eins og slys og veikindi
Arna Pálsdóttir segir mikilvægt að hafa í huga í umræðu um sjálfsvíg að þau séu dánarorsök, eins og aðrar dánarorsakir, en ekki eitthvað sem eigi að fara leynt. Faðir Örnu svipti sig lífi árið 2001 þegar hún var 16 ára gömul. Á dögunum skrifaði hún pistil um málefnið sem var birtur á Vísi.
10.09.2018 - 11:38
Sendur heim af sjúkrahúsi og gekk berserksgang
Maður í langvarandi fíkniefnaneyslu, sem er greindur með geðklofa, gekk berserksgang heima hjá sér eftir að hafa ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann hafði áður beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Fjölskylda mannsins er örmagna og telur úrræði skorta. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir að skortur á starfsfólki valdi því að lítið sé af geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fjölga þurfi plássum á geðdeildum bæði í Reykjavík og á Akureyri.
14.08.2018 - 20:45
Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
20.06.2018 - 16:24