Færslur: gæsluvarðhald

Gæsluvarðhald framlengt vegna alvarlegrar líkamsárásar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir iðnaðarmanni sem er grunaður um að hafa ráðist á samstarfsmann sinn á byggingarsvæði á Seltjarnarnesi að morgni þjóðhátíðardagsins. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Gæsluvarðhald vegna alvarlegrar árásar á samstarfsmann
Iðnaðarmaðurinn sem réðst á samstarfsmann sinn á byggingasvæði að morgni 17. júní var í gærmorgun úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásin mjög alvarleg, þó að brotaþoli sé ekki talinn í lífshættu.
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Fjögur kíló af kókaíni í innfluttum bíl - Tvö í haldi
1500  E-töflur og 300 grömm til viðbótar við kílóin fjögur af kókaíni fundust í aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem var handtekið sat í viku gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna en gæsluvarðhaldið hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar í ljósi almannahagsmuna.
Í gæsluvarðhaldi í tæplega 4 ár
Dómstóll í Istanbúl í Tyrklandi framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala. Honum hefur verið haldið í varðhaldi í hátt í fjögur ár án dóms. Mannréttindahópar og stjórnvöld á Vesturlöndum telja að meðferðin á honum sé tákn um vaxandi vægðarleysi Erdogans forseta gagnvart gagnvart andstæðingum sínum.
08.10.2021 - 15:55
Byssumaður í varðhaldi til 8. október
Gæsluvarðhald yfir manninum sem særðist í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum hefur verið framlengt til 8. október. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Noregur: Andlát í heimahúsi rannsakað sem morð
Lögreglan í Ósló rannsakar nú andlát litháensks manns á sextugsaldri sem morð. Talið er að maðurinn hafi verið myrtur í heimahúsi í Fjellhamar, kyrrlátu hverfi í sveitarfélaginu Lørenskog skammt frá Ósló.
02.08.2021 - 02:44
Segir árásina við Fjallkonuna sjálfsvörn
Maðurinn sem grunaður er um hnífstungu í miðborg Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði játar á sig verknaðinn en ber fyrir sig sjálfsvörn. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.
Gæsluvarðhaldskröfu vegna hnífsstungu hafnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag gæsluvarðhaldskröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir manni sem er grunaður um hnífsstungu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 13. júní. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag og hann er því laus úr haldi. Ákæruvaldið hefur kært niðurstöðuna. Óvíst er hvenær niðurstaða fæst.
Í gæsluvarðhald fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl. Maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, fram í miðjan mars.
Fjórir enn í gæsluvarðhaldi
Lögreglan bíður enn eftir að fá að yfirheyra verjanda eins þeirra sem grunaður er um aðild að morðmálinu í Rauðagerði.
Vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna
Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður gæsluvarðhald til 12. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Þarf mikið til að fá varðhald á grundvelli D-liðar
Maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar, er fyrrverandi lögreglumaður. Hann fékk uppreist æru 2010 eftir að hafa hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli A og D liðar, en D-liðurinn segir að hann sé líklegur að valda öðrum skaða.
03.02.2021 - 18:56
Áfram í gæsluvarðhaldi eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengt gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar mannskæðs bruna á Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn.
Framlengja gæsluvarðhald vegna hugsanlegs manndráps
Maður á sextugsaldri sem var handtekinn í Sandgerði í apríl síðastliðnum, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana, verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur í viðbót frá deginum í dag. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um framlengingu gæsluvarðhaldsins.
Handtekinn aftur og færður í varðhald
Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag og verður karlmanni um tvítugt, sem grunaður er um tilraun til manndráps á unnustu sinni, því gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. nóvember.