Færslur: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings

Meinað um sakramenti vegna stuðnings við þungunarrof
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni væri óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs. Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í dag.
5 þingmönnum Repúblikana stefnt fyrir rannsóknarnefnd
Fimm þingmönnum Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur verið stefnt fyrir rannsóknarnefnd þingsins, sem fer í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirleik. Fimmmenningarnir höfðu áður verið beðnir um að koma fyrir nefndina og svara spurningum hennar. Þeir höfnuðu allir þeirri beiðni og því var gripið til þess ráðs að stefna þeim.
Bandaríkin
Samþykktu 5.300 milljarða aðstoð til Úkraínu
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að verja 40 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5.300 milljarða króna, í hernaðar-, mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði tillögu þessa efnis fyrir þingið til frekari útfærslu og varaði við því að án frekari fjárhagsaðstoðar yrðu stjórnvöld í Kænugarði að líkindum ófær um að halda uppi vörnum gegn rússneska innrásarhernum innan fárra daga.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Nancy Pelosi stefnir að endurkjöri í haust
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti gær í þeim vilja sínum að gefa kost á sér eitt kjörtímabil til viðbótar. Hún hefur setið á þingi allt frá árinu 1987 og búist hafði verið við að hún hygðist nú láta gott heita.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
McConnell segir Biden hafa hellt olíu á eld sundrungar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sakar Joe Biden forseta um að ætla sér að efna til óvinafagnaðar með fyrirætlunum um tímabundna breytingu á reglum um atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Bjóða Pence á fund rannsóknarnefndar þingsins
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það verkefni með höndum að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirleik, hefur ákveðið að bjóða Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á sinn fund.
Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.
Áfrýjunardómstóll hafnar kröfu Trumps um gagnaleynd
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hafnaði í gær kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að banna skjalasafni Hvíta hússins að afhenda fjölda gagna frá forsetatíð hans, sem ætlað er að varpa ljósi á atburðarásina í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í Washington í ársbyrjun.
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Bannon birt kæra fyrir óvirðingu við Bandaríkjaþing
Lögmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur kært Steve Bannon fyrir að sýna rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings og þar með þinginu sjálfu óvirðingu í tvígang, með því að hafa vitnastefnu nefndarinnar að engu. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins rannsakar árásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn og atburðarásina í aðdraganda hennar.
Atkvæðagreiðsla um endurbótafrumvörp Bidens í dag
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag, föstudag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Joes Biden Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.
Sigur Repúblikana í Virgínu áfall fyrir Biden
Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, nýliðinn Glenn Youngkin hafði betur gegn Demókratanum Terry McAuliffe í kosningum um nýjan ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta í aðdraganda mikilvægra þingkosninga á næsta ári.
Þingmaður varði nótt við þinghúsið í mótmælaskyni
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Cori Bush varði heilli nótt á tröppum þinghússins í Washington til að andæfa því að tímabundin stöðvun útburðagerða rennur út í dag.
Milljónir Bandaríkjamanna gætu orðið heimilislausar
Milljónir Bandaríkjamanna gætu staðið frammi fyrir því að verða bornir út af heimilum sínum á næstunni. Á sunnudag rennur út bann við útburðargerðum sem gilt hefur um gjörvöll Bandaríkin um ellefu mánaða skeið.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Biðst afsökunar á samanburði grímuskyldu við Helförina
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, hefur beðist afsökunar á því að líkja grímuskyldu við illa meðferð nasista Þriðja ríkisins á Gyðingum og Helförina.
Repúblikanar svipta Liz Cheney völdum
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag að víkja þingkonunni Liz Cheney úr framvarðarsveit flokksins í deildinni. Hún vann sér það til óhelgi að styðja ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hvetja til áhlaups á þinghúsið í Washington í janúar.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.