Færslur: Fréttaskýringar

Heimskviður
Vinnsla við Frozen hjálpaði við að leysa 60 ára ráðgátu
Vinnsla við Disney-teiknimyndina Frozen nýttist svissneskum vísindamönnum við að leysa rúmlega sextíu ára gamla ráðgátu um örlög níu sovéskra göngugarpa sem létust í Úralfjöllum árið 1959. Þó bílar væru fjarri góðu gamni í fjallshlíðunum nýttust sömuleiðis áratugagamlir útreikningar sem General Motors framkvæmdu við hönnun á öryggisbeltum.
24.02.2021 - 07:30
Heimskviður
Allir menn forsætisráðherrans
Nýleg uppljóstrun Al Jazeera-fréttastofunnar leiddi í ljós samvinnu glæpasamtaka við öryggissveitir ríkisins í Bangladess. Aðalleikarar þessar sögu eru auk forsætisráðherra landsins fjórir bræður, sem eru ýmist hátt settir embættismenn eða ótíndir glæpamenn.
09.02.2021 - 08:00
Heimskviður
Glíma við tvenns konar faraldra, COVID og mafíuna
Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Vitnin verða hátt í þúsund talsins og sakborningarnir eru á fjórða hundruð, allir sakaðir um aðild að mafíustarfsemi. Hin rótgróna glæpastarfsemi hefur gert baráttuna við kórónuveirufaraldurinn enn erfiðari í suðurhluta Ítalíu.
24.01.2021 - 08:20
Spegillinn
„Ólíklegt en alls ekki fráleitt að Trump vinni“
„Það er ólíklegt en alls ekki fráleitt að Trump vinni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember. Síðustu fjórar vikur kosningabaráttunnar verða mjög spennandi.
Spegillinn
Bill Gates vúdúdúkka COVID samsæriskenninga
Bill Gates er helsti skotspónn samsæriskenninga um COVID-19. Hann á að stjórna samsæri heimselítunnar, vilja fækka jarðarbúum, lögbinda bólusetningar og koma örtölvuflögum fyrir í fólki. Í raun hefur hann manna mest styrkt framleiðslu á bóluefni gegn sjúkdómnum og fyrir fimm árum varaði hann við mannskæðum veirufaraldri sem gæti kostað milljónir jarðarbúa lífið.
03.10.2020 - 08:22
Heimskviður
Er íbúum Egyptalands óhætt að gagnrýna forsetann?
Hvernig taka stjórnvöld í Egyptalandi á andstæðingum sínum? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu þar í landi eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni segir fráleitt að halda öðru fram.
26.09.2020 - 07:00
Spegillinn
Samsæriskenningar og hryðjuverk
Donald Trump er eina von Bandaríkjanna til að sigra þau satanísku öfl sem stjórna djúpríki Bandaríkjanna. Þetta er mat hins dularfulla Q og fylgismanna hans í QAnon. Áhangendum hefur fjölgað stjarnfræðilega í kórónuveirufaraldrinum og fjölmörg ofbeldisverk eru rakin til þeirra.
Spegillinn
Nauðganir, Levi's og COVID-19
Nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi er daglegt brauð í gallabuxnaverksmiðjum í Lesótó í sunnanverðri Afríku. Kröfur um úrbætur urðu háværar eftir að landlæg misnotkun komst í hámæli en COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lamað réttindabaráttu kvenna í Lesótó.
06.09.2020 - 09:56
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Spegillinn
Sænskt gengjastríð fyrir dönskum dómstólum
Fimm Svíar voru í gær dæmdir í áratuga fangelsi fyrir morð í úthverfi Kaupmannahafnar. Málið er hluti af áralögu stríði glæpagengja í Stokkhólmi sem kostað hefur fjölmörg mannslíf. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð jafnar ofbeldi glæpagengjanna við faraldur, sambærilegan Covid. 
Spegillinn
Uppreisnin í sápukúlunni
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta komst í uppnám þegar leikmenn lögðu niður störf í vikunni. Þeir sögðu að of lengi hefðu þeldökkir Bandaríkjamenn búið við misrétti og lögregluofbeldi. Nú væri kominn tími á breytingar. Leikmennirnir, þjálfarar og fjölmennt lið aðstoðarfólks og heilbrigðisstarfsfólks hefur verið lokað af inni á einagruðu svæði sem líkt hefur verið við sápukúlu. Vernda átti þátttakendur frá COVID-19 en fregnir af lögregluofbeldi og kynþáttahatri streymdu þangað inn.
Spegillinn
Sápukúla í Disney World
Disney World í Flórída er nú COVID-19-held sápukúla utan um einna launahæstu íþróttamenn heims í NBA körfuboltadeildinni bandarísku. Vegna kórónuveirufaraldursins leit út fyrir að NBA-deildin tapaði einum milljarði bandaríkjadala í sjónvarpstekjum. Til að koma í veg fyrir það var sköpuð risastór sápukúla utan um NBA í ævintýraveröldinni í Disney Word.
25.08.2020 - 15:49
Spegillinn
„Trump er miskunnarlaus og grimmur“
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan.
Fréttaskýring
Að kála COVID-19 án þess að kyrkja hagkerfið
Nú þegar heimurinn er að átta sig á að COVID-19 veiran verður hugsanlega á kreiki fram eftir árinu er spurningin hvernig eigi að bregðast við efnahagsáhrifunum. Ýmsir bera aðstæður saman við fjármálahremmingarnar 2008 en áhrifin nú eru tæplega sambærileg þar sem þær hremmingar voru takmarkaðar við fjármálageirann. Veiruáhrifin er víðtækari og meiri kröfur um opinberar aðgerðir.
05.03.2020 - 17:32
Fréttaskýring
Frelsisflokkurinn eins og mafía
Ibiza-skandallinn varð til þess að Heinz-Christian Strache varð að segja af sér sem varakanslari Austurríkis og sem leiðtogi Frelsisflokksins. Nú er hann sakaður um að hafa tekið við töskum fullum af peningum frá Austur Evrópu fyrir pólitíska greiða. Myndir sýna reiðinnar býsn af hundrað evru seðlabúntum.
16.12.2019 - 16:22
Fréttaskýring
Eitt rauðasta vígið í Bretlandi orðið blátt
Eitt rauðasta vígið á breska kjördæmakortinu varð blátt í þingkosningunum í gær. Dennis Skinner, þingmaður Verkamannaflokksins í Bolsover á Bretlandi til 47 ára, var ekki endurkjörinn í bresku þingkosningunum í gær. Bolsover-kjördæmið hefur verið vígi Verkamannaflokksins síðan það var stofnað árið 1950.
13.12.2019 - 14:26
Spegillinn
Lögregla drepur nauðgara á Indlandi
Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku. Illvirkið vakti mikla reiði og hneykslan en fjölskylda og vinir fórnarlambsins fagna nú dauða ódæðismannanna.
06.12.2019 - 16:11
Fréttaskýring
Milljarðamæringur, fjölmiðlamógúll og flokkaflakkari
Michael Bloomberg er ýmist Repúblikani, óháður eða Demókrati. Nú vill hann verða forsetaefni Demókrata og ætlar að eyða áður óþekktum fjárhæðum í þeim tilgangi. Hann bannar fjölmiðlaveldi sínu að fjalla illa um sig og reyndar aðra frambjóðendur Demókrata. Um Donald Trump gegnir öðru máli. Níðskrif um Trump eru vel þegin. Donald Trump fagnar framboði Bloombergs.
Fréttaskýring
Stærsta píramídasvindl sögunnar
Rafdrottningin Ruja Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin, eina allra stærstu svikamyllu sögunnar. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir var besta vinkona hennar og skipulagði viðburði fyrir OneCoin. Rafdrottningin hvarf fyrir tveimur árum og píramídinn hefur hrunið þótt enn sé verið að selja fólki drauminn um skjótfenginn gróða. Þúsundir milljarða hafa tapast.
Heimskviður
Gjörspilltir stjórnmálamenn og efnahagskreppa í Líbanon
Líbanon er sökkvandi skip og landið er komið ofan í djúpa holu sem verður erfitt að komast upp úr. Svona hljóma lýsingar á ástandinu þar í landi þessa dagana. Hundruð þúsunda hafa flykkst út á götur síðustu fimm vikur til þess að mótmæla bágum efnahagi og vanhæfum gjörspilltum stjórnmálamönnum. En af hverju gerist þetta núna og hvers vegna gengur hægt að leysa málin?
24.11.2019 - 07:30
Fréttaskýring
Matargerðarlist lítið breyst í 4000 ár
Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár.
17.11.2019 - 15:25
Fréttaskýring
Misrétti og vatnsskortur í nýfrjálsri Namibíu
Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Þjóðarmorðin í Namibíu er sögð fyrirmynd Helfarar nasista í seinni heimstyrjöldinni og aðskilnaðarstefna Suður-Afríku lék landið grátt. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð meðal þjóða.
16.11.2019 - 16:36
Fréttaskýring
Klækjarefur Donalds Trumps fyrir dóm
Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina, hafa áhrif á vitni og bera ljúgvitni. Ásakanir um vafasöm klækjabrögð á ferlinum eru reyndar legíó og minna helst á afar ótrúverðuga Hollywood bíómynd.
Fréttaskýring
40 ár frá gíslatökunni í Teheran
Í dag eru fjörutíu ár síðan íranskir stúdentar brutu sér leið inn í bandaríska sendiráðið og tóku starfsmenn og fjölskyldur þeirra í gíslingu. Fimmtíu og tveimur gíslum var ekki sleppt fyrr en 444 dögum síðar. Þúsundir manna komu saman í morgun þar sem áður var sendiráð Bandaríkjanna í Teheran, höfuðborg Írans og hrópuðu vígorð í garð Bandaríkjamanna.
04.11.2019 - 15:29
Fréttaskýring
Fimmtán varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi
Níu varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í vikunni og þess vegna voru um 14 prósent kjörinna þingmanna fjarverandi. Alls hafa fimmtán varaþingmenn tekið sæti á Alþingi síðan 150. þing var sett í haust.
26.10.2019 - 14:36