Færslur: Fréttaskýring

Heimskviður
Deyr að kvöldi erfiðs dags og hefur nýtt líf að morgni
Jón Björgvinsson, fréttamaður, vill ekki láta kalla sig stríðsfréttaritara. Þó er óhætt er að segja að enginn íslenkur fréttamaður hafi staðið jafn oft í eldlínunni, út um allan heim og Jón, eins og áhorfendur sjónvarpsfrétta RÚV þekkja vel. Hann segir að erfiðar vinnuaðstæður hafi ekki mikil áhrif á sig og segir norrænu goðafræðina hafa áhrif. Að berjast sem hetja á daginn, deyja og komast til Valhallar og byrja svo nýtt líf að morgni.
06.06.2022 - 08:00
X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Krafa um betri samgöngur
Samgöngur milli lands og Eyja brenna á Vestmannaeyingum. Siglingaleiðin sé lífæð þeirra og óþolandi sé að geta ekki treyst á hana. Öll afkoma byggist á góðum reglulegum samgöngum, fólks- og vöruflutningar og heilbrigðisþjónustan.
X22 - Borgarbyggð
Margir kjósa eftir afstöðu framboða til vindorkuvera
Bætt íþróttaaðstaða, möguleg vindorkuver og skólahald í heimabyggð eru meðal þess sem kjósendur í Borgarbyggð velta fyrir sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
X22 - Árborg
Mikilvægt að huga að innviðauppbyggingu í Árborg
Mikil fjölgun íbúa í Árborg veldur miklum vaxtarverkjum og innviðir víða komnir að þolmörkum. Standa verði vörð um innviðauppbyggingu og auka samvinnu sveitarfélaganna í kosningunum eftir níu daga.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggist á þessari sögu. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort hernaðaraðgerðin breytti miklu um framgang heimsstyrjaldarinnar á hún alveg skilið að vera rifjuð upp.
Mikil hreyfing á fylginu í Reykjavík
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun Prósents, en flokkurinn mældist einnig stærstur í síðustu könnun Maskínu fyrr í þessum mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar mjög samkvæmt könnun Prósents, fer niður í 19,4% en var 25,6% samkvæmt Maskínukönnuninni. Píratar nálgast þá tvo stærstu en flokkurinn í Reykjavík virðist orðinn andhverfa Sjálfstæðisflokksins, bætir við sig fylgi í öllum könnunum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn dalar og öfugt.
Spegillinn
Spennan verður í Reykjavík
Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið.
Mikil nýliðun í kjörstjórnum um allt land
Sveitarfélög landsins eru í óða önn að manna kjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningar í næsta mánuði. Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að auglýsa í stjórnirnar til að reyna að manna þær stöður sem losna vegna nýrra hæfisreglna.
Hæfisreglur sagðar setja kosningaundirbúning í uppnám
Margt þaulreynt kosningastarfsfólk er skyndilega orðið vanhæft vegna nýrra kosningalaga og skipa þarf óreynt fólk í þess stað. Sumir kjörstjórnarmenn hafa á orði að nýju hæfisreglurnar setji undirbúning sveitarstjórnarkosninganna í uppnám.
Spegillinn
Stafrænar hættur í kosningabaráttu
Tilkoma samfélagsmiðla hefur á liðnum árum gjörbreytt kosningabaráttu í vestrænum lýðræðisríkjum. Segja má að straumhvörf hafi orðið þegar upp komst árið 2018 að breska fyrirtækið Cambridge Analytica hafði selt forsetaframboði Donalds Trumps persónuupplýsingar um 87 milljóna Facebooknotenda fyrir forsetakosningarnar 2016.
Heimskviður
Um hvað og hverja er sungið í American Pie?
Lagið American Pie eftir Don McLean varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, meira en átta mínútur. Textinn hefur valdið mörgum vangaveltum í áratugi. Höfundurinn, Don McLean, hefur verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Hann elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum.
09.11.2021 - 07:30
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til hefur þó alltaf eitthvað annað virst vera mikilvægara.
17.10.2021 - 08:30
Heimskviður
Hetjan sem var dæmd fyrir hryðjuverkastarfsemi
Hetjuleg framganga Paul Ruses­a­bag­ina á hörmungartímum þjóðar hans, Rúanda, varð hráefni í Hollywood-myndina Hotel Rwanda. Nú fyrir viku var hann svo dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjálfur segist hann fórnarlamb pólitískra ofsókna en aðrir segja hann sannarlega bera ábyrgð á árásum vopnaðra andspyrnuhreyfinga sem kostuðu níu mannslíf.
Myndskeið
Verkefnin sem bíða þegar næsta stjórn tekur við völdum
Hvað þarf að gera á næsta kjörtímabili? Formaður Loftslagsráðs segir að pólitískt erfiðar ákvarðanir séu fram undan í loftslagsmálum. Bregðast þarf betur við niðurstöðu PISA-kannana að mati forstjóra Menntamálastofnunar. ASÍ og SA eru sammála um að stærsta efnahagsmál næstu áratuga er öldrun þjóðar. Landlæknir segir að mönnunarvandræði í heilbrigðiskerfinu þoli enga bið. Fréttastofa beinir sjónum að helstu kosningamálunum í aðdraganda kosninga og verkefnum sem þeim tengjast á næsta kjörtímabili.
Myndskeið
Konur gætu orðið næstum helmingur þingmanna
Tuttugu og sex nýir þingmenn verða á Alþingi verði úrslit kosninganna þau sömu og niðurstöður skoðanakönnunar Gallups. Þá myndu sjö konur bætast í hóp þingmanna, þannig að þær yrðu 31 af 63 þingmönnum eða rétt tæpur helmingur.
21.09.2021 - 22:26
Fréttaskýring
Hversu langt er á milli stjórnmálaflokkanna?
Sjálfstæðisflokkurinn á mestu málefnalegu samleið með Framsóknarflokknum og Miðflokknum, ef litið er til svara frambjóðenda flokksins í kosningaprófi RÚV. Framsóknarflokkurinn á hins vegar mesta samleið með Miðflokknum og Viðreisn.
Fréttaskýring
„Ekkert sem segir að við viljum ekki hafa meiri jöfnuð“
Meirihluti almennings telur á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun og styður hátekjuskatt samkvæmt nýrri rannsókn. Prófessor í félagsfræði segir að langtímaáætlun þurfi til að bæta kjör öryrkja. Þá þurfi að koma til móts við einstæða foreldra. Fréttastofa beinir sjónum að ójöfnuði í aðdraganda kosninga.
Fréttaskýring
15 ár og enn að reyna að komast inn í íslenskt samfélag
Um 40% fólks á atvinnuleysisskrá er af erlendum uppruna. Sérfræðingar vilja að stjórnvöld hugi betur að að íslenskukennslu fyrir innflytjendur, enda aftri tungumálið fólki því að fá framgang á vinnumarkaði.
Fréttaskýring
Pólitískt erfiðar ákvarðanir framundan í loftslagsmálum
Formaður Loftslagsráðs fagnar því að loftslagsmálin séu loksins orðin að kosningamáli hér á landi. Næsta kjörtímabil verður algjör úrslitastund í loftslagsmálum og erfiðar ákvarðanir bíða stjórnvalda. Formaður ungra umhverfissinna kallar eftir að tekið verði á loftslagsmálunum af festu.
Fréttaskýring
„Alvarleiki stöðunnar er öllum ljós“
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að bregðast þurfi harðar við niðurstöðum PISA-kannana en gert hefur verið. Sviðstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að alvarleiki stöðunnar sé öllum ljós. Koma þurfi á gæðastöðlum í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja gæði menntunar um allt land. Fréttastofa fer yfir verkefni í menntamálum á komandi kjörtímabili.
Fréttaskýring
„Tiltölulega vel sloppið — ef ekkert kemur upp á“
Eitt stærsta efnahagsmál sem bíður stjórnvalda á næstu árum eru stóraukin útgjöld vegna þess að þjóðin er að eldast, um þetta eru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið sammála. Enn er mikil óvissa í efnahagsmálum vegna faraldursins og atvinnuleysi of mikið. Hagfræðingur í Háskóla Íslands telur mistök að miða aðgerðir við að allt verði eins og árið 2019.