Færslur: Frakkland

Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Sendiherra Frakklands rekinn frá Hvíta Rússlandi
Sendiherra Frakka í Hvíta Rússlandi er farinn úr landi, að kröfu stjórnvalda í Minsk. Hvítrússesk yfirvöld kröfðust þess að sendiherrann, Nicolas de Lacoste, yfirgæfi landið fyrir mánudag. Hvorki de Lacoste né talsmaður franska sendiráðsins í Minsk hafa upplýst nokkuð um ástæðu þess að sendiherrann var rekinn úr landi.
18.10.2021 - 00:26
Minntust Alsíringa sem féllu fyrir hendi lögreglu 1961
Þeirra Alsíringa var minnst í París í dag sem franska lögreglan myrti þennan dag fyrir sextíu árum. Frakklandsforseti sagði í gær að atlaga lögreglunnar væri ófyrirgefanlegur glæpur og hefur verið gagnrýndur fyrir að biðjast ekki formlega afsökunar. 
17.10.2021 - 17:16
Hidalgo í forsetaframboð fyrir Sósíalistaflokkinn
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, var í gær útnefnd frambjóðandi Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða í forkosningu flokksins hafði Hildalgo fengið rúmlega 72 prósent þeirra. Eini mótframbjóðandi hennar var Stephane Le Foll, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
15.10.2021 - 06:18
Forseti Alsír krefur Frakka um að sýna fulla virðingu
Abdelmadjid Tebboune, forseti Norður-Afríkuríkisins Alsír krefur fyrrum nýlenduherra Frakka um að sýna Alsíringum fulla virðingu. Sendiherra landsins sneri nýverið aftur til Parísar eftir heimkvaðningu fyrir nokkrum dögum.
Sendiherra Frakka snýr aftur til Canberra
Frönsk yfirvöld tilkynntu í dag að sendiherra þeirra sneri aftur til Ástralíu. Þar með lýkur diplómatískum mótmælum Frakklandsstjórnar vegna riftunar Ástrala á milljónasamningi um kafbátakaup.
Frakkland
Níðingarnir taldir vera um 3.000 talsins
3.000 þjónar kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi, langflestir prestar, brutu kynferðislega á yfir tvö hundruð þúsund börnum frá árinu 1950 til okkar tíma. Þetta kemur fram í umfangsmikilli skýrslu sem gefin var út í dag. Meirihluti þeirra sem brotið var á hefur glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar.
Starfsfólk kaþólsku kirkjunnar braut á 216.000 börnum
Kaþólskir prestar og annað starfsfólk kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi hafa brotið kynferðislega á um 216.000 börnum frá árinu 1950, samkvæmt rannsóknarskýrslu sem gefin verður út í dag.
Blinken hyggst reyna að milda bræði Frakka
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með frönskum kollega sínum Jean-Yves Le Drian á morgun. Ferðin var ákveðin áður en deilur ríkjanna vegna riftunar Ástrala á kaupum kafbáta hófust.
Skýrsla afhjúpar þúsundir níðinga innan kirkjunnar
Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur.
Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.
02.10.2021 - 22:49
Fríverslunarviðræðum ESB og Ástrala frestað um mánuð
Áframhaldi samningaviðræðna Evrópusambandsins og Ástralíu um fríverslunarsamkomulag hefur verið slegið á frest fram í nóvember. Ástæðan er sögð liggja í þeirri ákvörðun ástralskra stjórnvalda að rifta milljarða evra samningi um kaup á tólf frönskum kafbátum.
Sarkozy dæmdur fyrir fjármögnun kosningabaráttu
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í morgun dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa með ólögmætum hætti fjármagnað kosningabaráttu sína árið 2012. Sarkozy þarf ekki að afplána dóminn í fangelsi.
30.09.2021 - 09:54
Dæmt í máli gegn Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta
Dæmt verður í máli Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dag. Hann er sakaður um að hafa með ólöglegum hætti fjármagnað kosningabaráttu sína árið 2012.
30.09.2021 - 02:39
Sakar arftaka sinn um sviksemi í garð Frakka
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, fullyrðir að Scott Morrison arftaki hans hafi viljandi villt um fyrir Frökkum þegar 30 milljarða evra samningi um kaup á kafbátum var rift.
Sex moskum lokað í Frakklandi
Sex moskum í Frakklandi verður lokað og starfsemi tveggja samtaka múslíma bönnuð að ákvörðun innanríkisráðherra landsins. Til stendur að banna fleiri slík samtök í landinu.
29.09.2021 - 03:48
Vitnaleiðslur í hryðjuverkamálinu í París hefjast í dag
Vitnaleiðslur hefjast í París í dag í réttarhöldum yfir tuttugu og einum sakborningi sem ákærður eru fyrir að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í borginni í nóvember árið 2015. Sex sakborninganna eru fjarstaddir. Flestir þeirra geta búist við að verða dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar.
Tekur tíma að gróa um heilt
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að loknum fundi með franska starfsbróður sínum Jean-Yves Le Drian að það eigi eftir að taka sinn tíma að gróa um heilt á milli ríkjanna. Hann ítrekaði það sem fram kom í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu á miðvikudagskvöld að það hefði verið betra að ræða við Frakka áður en Ástralir slitu samningum við þá. 
24.09.2021 - 03:33
Þíða í samskiptum Bandaríkjamanna og Frakka
Sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum er væntanlegur aftur til Washington, eftir að hafa verið kallaður heim í fússi í síðustu viku. Emmanuel Macron forseti Frakklands og Joe Biden Bandarikjaforseti ræddu saman í síma í gær og sammæltust um að reyna að draga úr spennu í samskiptum ríkjanna.
23.09.2021 - 04:12
Munkar skemmdu fjarskiptamöstur
Tveir franskir munkar hafa verið ákærðir fyrir skemmdarverk. Þeir voru staðnir að því að kveikja í fjarskiptamöstrum sem reist voru fyrir 5G farsímanetið.
21.09.2021 - 17:24
Biden og Macron ræða saman á næstu dögum
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands ræða á næstu dögum ágreining ríkjanna vegna riftunar Ástrala á samningi um kafbátakaup.
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Sakar Ástrali og Bandaríkjamenn um lygar og undirferli
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands sakar áströlsk og bandarísk stjórnvöld um lygar í tengslum við Aukus varnarsamkomulagið. Stjórnvöld beggja ríkja lýsa yfir áhuga á að jafna ágreininginn við Frakka.