Færslur: Frakkland

Telja Frakka í hættu hvar sem er
Franskir ríkisborgarar eru í hættu, hvar sem þeir eru í heiminum, að mati stjórnvalda. Þúsundir íbúa í múslimaríkjum í Suður-Asíu tóku þátt í mótmælum gegn þeim í dag.
30.10.2020 - 15:53
Macron: „Árás á Frakkland stendur yfir“
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í Frakklandi eftir að öfgamaður varð þremur að bana með hnífi eða sveðju í kirkju í borginni Nice. Yfir sjö þúsund hermönnum verður falið að vera á verði, einkum við kirkjur og skóla.
29.10.2020 - 16:05
Frakkar búa sig undir hertar sóttvarnarreglur
Frakkar hafa í dag drifið sig í klippingu og hamstrað ýmsar nauðsynjavörur, svo sem pasta og salernispappír þar sem hertar reglur til að hafa hemil á COCID-19 farsóttinni ganga í gildi á miðnætti. Rakara- og hárgreiðslustofur eru meðal fyrirtækja sem verður lokað. Þeir sem ætla að vinna heima hafa viðað að sér ýmiss konar tölvubúnaði og mottur til jógaiðkunar eru víða uppseldar í íþróttavöruverslunum.
29.10.2020 - 14:51
Þrír látnir eftir hnífaárás í Nice
Maður vopnaður hnífi varð þremur að bana og særði nokkra vegfarendur þegar hann réðst að fólki fyrir utan kirkju í frönsku borginni Nice í morgun. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn handtekinn.
29.10.2020 - 09:25
Hertar aðgerðir í Frakklandi og Þýskalandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag um hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Metfjöldi smita greindist í landinu síðasta sólarhringinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum um hertar aðgerðir þar í landi, vegna mikillar útbreiðslu.
28.10.2020 - 19:21
Frakkar halda sínu striki gagnvart öfgasinnum
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að halda sínu striki í baráttunni gegn öfgasinnuðum íslamistum, þrátt fyrir andstöðu forseta Tyrklands og leiðtoga fleiri múslimaríkja. 
28.10.2020 - 16:27
Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan
Tyrkneskir embættismenn hótuðu í morgun hörðum viðbrögðum vegna skopmyndar af Recep Tayyip Erdogan á forsíðu franska tímaritsins Charlie Hebdo. Gripið yrði bæði til lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna málsins.
28.10.2020 - 10:31
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Frakkland
Fjögur drukknuðu á Ermarsundi
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.
28.10.2020 - 01:52
Andóf gegn Frakklandsforseta eykst meðal múslima
Andóf gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta vex stöðugt í múslimaríkjum eftir að forseti Tyrklands sakaði leiðtoga vestrænna ríkja um ofsóknir gegn múslimum. Franskar vörur eru sniðgengnar í nokkrum löndum.
27.10.2020 - 17:48
Macron mótmælt í Bangladess
Tugir þúsunda manna fóru um götur Dhaka, höfuðborgar Bangladess, í morgun og hvöttu til að landsmenn sniðgengju franskar vörur. Mótmælendur ætluðu að komast að sendiráði Frakka í Dhaka, en fengu ekki að fara alla leið.
27.10.2020 - 09:12
Erlent · Asía · Evrópa · Bangladess · Frakkland
Segir Vesturlandabúa ofsækja múslima
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands sakar Vesturlandabúa um ofsóknir á hendur múslimum. Sumir leiðtogar vestrænna ríkja kyndi undir íslamsfóbíu að hans sögn og hvetur hann Frakklandsforseta til að fara í geðrannsókn.
26.10.2020 - 16:00
Grunnt á því góða milli Frakklands og Tyrklands
Sendiherra Frakklands í Tyrklandi hefur verið kallaður heim til samráðs í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan forseti viðhafði móðgandi ummæli um Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
25.10.2020 - 06:12
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Yfir 400.000 COVID-19 smit á einum sólarhring
Í gær greindust í fyrsta sinn fleiri en 400.000 ný COVID-19 smit í heiminum á einum sólahring. Þriðjungur allra nýrra smita greindist í Evrópu, þar sem stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru grípa nú til æ harðari aðgerða til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar. Síðustu vikur hafa að meðaltali greinst um 140.000 smit í álfunni á degi hverjum, fleiri en í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi samanlagt.
18.10.2020 - 00:27
Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Morð í útborg Parísar rannsakað sem hryðjuverk
Franska lögreglan hefur ekki staðfest frétt um að maður hafi verið hálshöggvinn í einni af útborgum Parísar, einungis að hann hafi verið myrtur.
16.10.2020 - 17:51
Lögreglurannsókn á aðgerðum yfirvalda vegna COVID-19
Lögregla í Frakklandi gerði í gær húsleit hjá nokkrum háttsettum stjórnmála- og embættismönnum, þar á meðal tveimur ráðherrum, í tengslum við rannsókn á viðbrögðum stjórnvalda við kórónaveirufaraldrinum. Forsætisráðherrann Jean Castex og forveri hans, Edouard Philippe, eru í hópi þeirra sem rannsókn lögreglu beinist að, og það er heilbrigðisráðherrann Olivier Véran líka.
16.10.2020 - 05:49
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Kallað eftir auknu öryggi franskra lögreglumanna
Hópur fólks vopnaður stálrörum og flugeldum réðst að og sat um lögreglustöð í bænum Champigny-sur-Marne í Frakklandi, um tólf kílómetra sunnan Parísar. Atvikið átti sér stað í gærkvöldi í Bois-L'Abbe-hverfinu.
11.10.2020 - 18:55
Fimm fórust í flugslysi í Frakklandi
Enginn lifði af flugslys sem varð í vesturhluta Frakklands í dag. Fisflugvél sem bar tvo farþega og lítil farþegavél með þrennt innanborðs skullu saman yfir bænum Loches, með framangreindum afleiðingum.
10.10.2020 - 17:58
Loka krám og veitingastöðum í fleiri borgum
Stjórnvöld í Frakklandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum borgum landsins vegna fjölgunar smita. Næsta laugardag verður hæsta viðbúnaðarstig vegna faraldursins í gildi í Lyon, Lille, Grenoble og Saint-Etienne og verður öllum veitinga- og öldurhúsum gert að loka.
08.10.2020 - 23:20
Gripið til aukinna ráðstafana í Frakklandi
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að ætlað að grípa til aukinna ráðstafana í morgun af stærri borgum landsins til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu, en í fyrradag voru reglur hertar í höfuðborginni París.
08.10.2020 - 11:54