Færslur: Frakkland

Louvre-safnið opnað á ný í júlí
Lífið er hægt og rólega að færast í réttar skorður í París nú þegar COVID-19 faraldurinn er í rénun. Louvre-safnið verður opnað á ný 6. júlí. Það hefur verið lokað síðan 13. mars. Í Louvre, líkt og á öðrum söfnum í Frakklandi, verður skylda fyrir gesti að vera með andlitsgrímur.
29.05.2020 - 21:21
Frönsk veitinga- og kaffihús opnuð á ný
Veitingamönnum í Frakklandi verður heimilt frá næsta þriðjudegi, öðrum júní, að opna matsölustaði sína, bari og kaffihús. Þeim var lokað um miðjan mars. Almenningsgarðar verða einnig opnaðir að nýju eftir helgi.
28.05.2020 - 17:42
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Frakkar takmarka notkun á umdeildu lyfi
Franska stjórnin tilkynnti í morgun að bannað væri að nota lyfið hydroxychloroquine við meðferð á sjúklingum með COVID-19.
27.05.2020 - 09:49
Blasir feigð við Renault?
Hugsanlegt er að franski bílaframleiðandinn Renault lifi ekki af samdráttinn sem fylgir kórónuveirufaraldrinum án aukins stuðnings franska ríkisins. CNN greinir frá þessu.
23.05.2020 - 05:24
Heilbrigðisstarfsfólk handtekið í París
Yfir fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn voru sektaðir í París í gær og þrír voru handteknir. Starfsfólkið var meðal rúmlega 400 lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem kröfðust meira fjárframlags til sjúkrahúsa í borginni. Lögreglan reyndi að tvístra hópnum og sagði hann ekki virða fjarlægðarmörk. Þeir sem neituðu að færa sig voru sektaðir um 135 evrur á staðnum, jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. 
22.05.2020 - 05:15
Frakkar gagnrýna lyfjafyrirtæki
Franska ríkisstjórnin gagnrýnir lyfjarisann Sanofi vegna yfirlýsinga hans um að Bandaríkin fái fyrstu skammta af nýju bóluefni gegn COVID-19 sem fyrirtækið er að vinna að.
14.05.2020 - 08:10
Glæpasérfræðingur laug til um látna eiginkonu
Franskur metsöluhöfundur, sem selt hefur ótal bækur um sannar frásagnir af glæpum, hefur nú játað að hafa logið til um margt á ferli sínum, meðal annars um þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni og dauða eiginkonu sinnar.
13.05.2020 - 21:16
Fyrrverandi Frakklandsforseti sakaður um áreitni
Ákæruvaldið í Frakklandi hefur hafið rannsókn á ásökunum þýskrar blaðakonu um að Valery Giscard Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hún átti við hann viðtal árið 2018 og segir að eftir að því lauk hafi forsetinn aftur og aftur snert á henni bakhlutann. Giscard Estaing er 94 ára.
11.05.2020 - 16:28
Hundruð flóttamanna reynt að komast til Bretlands
Breska landamæraeftirlitið hefur tekið á móti nærri 230 flóttamönnum sem reynt hafa að sigla yfir Ermarsundið síðustu tvo daga. Innanríkisráðuneytið segir átta báta með alls 145 um borð hafi verið stöðvaðir á föstudag. Þar af var einn gúmmíbátur þéttsetinn 51 flóttamanni. Aldrei hafa fleiri flóttamenn verið stöðvaðir á Ermarsundinu á einum degi. 82 flóttamenn voru teknir til viðbótar í gær. 
10.05.2020 - 01:35
Veiran kom til Frakklands í desember
Yfirlæknir á Avicenne-Jean Verdier spítalanum í París segir að kórónuveirufaraldurinn hafi brotist út í Frakklandi í desember. Stjórnvöld þar í landi hafa hingað til talið að fyrsta tilfellið hafi komið upp í lok janúar.
05.05.2020 - 03:24
Air France fær ríkisaðstoð
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í morgun blessun sína yfir að franska flugfélagið Air France fengi sjö milljarða evra í ríkissaðstoð vegna vandans af völdum kórónuveirufaraldursins, jafnvirði um 1.100 milljarða króna. 
04.05.2020 - 07:59
Slakað á aðgerðum í Frakklandi í maí
Frakkar ætla að slaka á samkomubanninu frá 11. maí. Meðal annars verður heimilt að opna verslanir og markaði að nýju. Fólk verður að vera með andlitsgrímur þegar það nýtir sér almenningssamgöngur.
28.04.2020 - 17:52
Greiða atkvæði um afléttingu á útgöngubanni
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, kynnir áform um afléttingu á útgöngubanni þar í landi fyrir franska þinginu á þriðjudaginn. Í kjölfarið greiða þingmenn atkvæði um tillögu ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann hefur verið í gildi síðan 17. mars og verður að öllum líkindum aflétt í skrefum frá 11. maí.
25.04.2020 - 21:36
Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
Yfir 700.000 COVID-19 smit staðfest í Bandaríkjunum
Yfir 700.000 Covid-19 smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum og dauðsföll af völdum sjúkdómsins nálgast að vera 37.000 talsins. Þetta kemur fram á vef Johns Hopkins-háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, sem heldur utan um tölulegar upplýsingar um útbreiðslu og áhrif farsóttarinnar um allan heim. Nær þrjú af hverjum fjórum allra dauðsfalla vegna COVID-19 hafa orðið í fimm löndum.
18.04.2020 - 03:32
Gert ráð fyrir meiri samdrætti í Frakklandi
Búist er við átta prósenta samdrætti í efnahagslífi Frakklands á þessu ári. Þetta sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, í morgun, en þetta er mun meiri samdráttur en spáð hafði verið.
14.04.2020 - 08:28
Skaut sjálfum sér óvart úr flugvél í hræðslukasti
Franskur karlmaður á sjötugsaldri skaut sjálfum sér úr herflugvél þegar hann leitaði að einhverju til að halda sér í vegna hræðslu. Vinnufélagar hans ætluðu að koma honum skemmtilega á óvart með því að senda hann í flugferð með herflugvél, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á slysinu varð hann ofsahræddur.
14.04.2020 - 06:53
Bannað að skokka í París að degi til
Heilbrigðisyfirvöld í París hertu enn frekar á samkomubanninu í dag þegar tilkynnt var að fólki væri bannað að fara út að skokka að degi til. Bannið gildir frá tíu að morgni til sjö um kvöld.
07.04.2020 - 15:03
Farsóttin leikur Frakka grátt
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi greindu frá því í kvöld að þar hefðu orðið 833 dauðsföll af völdum COVID-19 sjúkdómsins undanfarinn sólarhring. Hafa dauðsföllin ekki verið fleiri á einum sólarhring þar í landi frá því að farsóttin gaus upp. Nálgast fjöldi látinna nú að vera 9.000 í Frakklandi, og staðfest smit eru tæplega 100.000. Heilbrigðisráðherra varaði við því, á upplýsingafundi yfirvalda í kvöld, að hámarki faraldursins væri enn ekki náð og erfiðir tímar í vændum.
07.04.2020 - 01:39
Yfir 6.500 látin í Frakklandi
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi tilkynntu í gær að 588 til viðbótar hefðu dáið á sjúkrahúsum landsins af völdum COVID-19, næstliðinn sólarhring. Inni í þessum tölum eru ekki þau sem látist hafa á elli- og hjúkrunarheimilum landsins, en þau eru, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum, 1.416 talsins. Alls eru dauðsföll í Frakklandi sem rakin eru til farsóttarinnar því orðin rúmlega 6.500.
04.04.2020 - 07:39
Bandaríkin og Frakkland sökuð um freklega grímugræðgi
Stjórnvöld í Berlín saka Bandaríkin um að hafa hrifsað til sín stóra sendingu af andlitsgrímum, sem áttu að fara til borgarinnar. Svíar saka Frakka um ekki ósvipaðar aðfarir og íhuga að kæra þá til Brussel.
Mun fleiri látin í Frakklandi en áður var gefið upp
Í Frakklandi hafa nærri níu hundruð manns látist á hjúkrunarheimilum úr COVID-19. Þetta var tilkynnt í gær en áður höfðu heilbrigðisyfirvöld aðeins gefið upp fjölda þeirra sem deyja úr sjúkdómnum á sjúkrahúsi.
03.04.2020 - 08:20
Yfir 4.000 dáin úr COVID-19 í Frakklandi
Yfir 4.000 hafa nú látist úr COVID-19 í Frakklandi, þar sem 509 manns dóu úr sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni á einum degi. Rúmlega 24.600 eru á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna COVID-19, þar af um 6.000 á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra Frakka, Jerome Salomon, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi heilbrigðisyfirvalda.
02.04.2020 - 01:32
COVID-19: Meira en 30.000 hafa látist í Evrópu
Meira en 30.000 manns hafa dáið úr COVID-19 sjúkdómnum í Evrópu samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Flest eru dauðsföllin á Ítalíu, um 12.500, á Spáni um 8.200, en í Frakklandi hafa meira en 3.500 dáið úr sjúkdómnum.
01.04.2020 - 08:04