Færslur: Frakkland

Myndskeið
Líf og fjör á Ólafsvöku þrátt fyrir COVID-19
Fjölmenni var á Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga sem haldin var dagana 28. og 29. júlí síðastliðinn. Síðarnefndi dagurinn er dánardagur Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Lögþing Færeyinga tengist þessum degi órofa böndum enda er það er alltaf sett þá við hátíðlega athöfn.
Lögmæti Covid-passa Macrons staðfest
Stjórnarskrárdómstóll Frakklands hefur staðfest lögmæti fyrirhugaðs kórónuveirupassa, sem tekur gildi á mánudag.
Macron í bólusetningarherferð á Instagram og TikTok
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, birti í morgun mínútulangt myndskeið á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok. Í myndskeiðinu hvetur Macron frönsku þjóðina til að bólusetja sig gegn COVID-19. Valið á samfélagsmiðlunum gefur til kynna að markhópurinn sé yngri kynslóðin í Frakklandi en aðeins þriðjungur ungmenna þar í landi,18 til 24 ára, hefur þegið bólusetningu. Vakið hefur sérstaka athygli hve afslappaður klæðaburður forsetans er í myndskeiðinu en hann er klæddur svörtum stuttermabol.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Risapandan Huan Huan er orðin móðir
Risapöndunni Huan Huan fæddust tvíburar skömmu eftir miðnætti. Huan og maki hennar Yuan Zi dvelja í láni frá Kína í frönskum dýragarði. Forstjóri dýragarðsins gat ekki hamið gleðina þegar hann greindi frá fæðingunni enda eiga pöndur erfitt með að eignast afkvæmi.
02.08.2021 - 03:41
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Skyldubólusetningu og heilsupassa mótmælt í Frakklandi
Þúsundir komu saman á götum Parísar og fleiri borga Frakklands í dag til þess að mótmæla nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni.
31.07.2021 - 14:48
Mikill skógareldur í sunnanverðu Frakklandi
Mikill skógareldur hefur logað í sunnaverðu Frakklandi um helgina og brennur enn. Yfir 1.000 slökkviliðsmenn berjast við eldinn, sem kviknaði á laugardag. Um 8,5 ferkílómetrar skóglendis hafa orðið eldinum að bráð til þessa. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en afar hlýtt og þurrt hefur verið á þessum slóðum upp á síðkastið.
26.07.2021 - 06:34
Frakkland
Lög um skyldubólusetningu og „heilsupassa“ samþykkt
Franska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsfólks og kröfu um framvísun á gildum „heilsupassa" vilji fólk ferðast með lestum eða flugvélum, snæða á veitingahúsum og heimsækja ýmsa opinbera staði aðra.
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Táragasi beitt í mótmælum í Frakklandi
Mótmælt var víða um Frakkland í dag vegna lagafrumvarps sem nú liggur fyrir franska þinginu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu, sem beitti meðal annars táragasi.
24.07.2021 - 19:09
Macron kallar þjóðaröryggisráð saman vegna Pegasus
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði í morgun til fundar með þjóðaröryggisráði landsins til þess að ræða ísraelska njósnabúnaðinn Pegasus.
22.07.2021 - 07:18
Fjórða bylgjan hafin í Frakklandi
Kórónuveirusmitum í Frakklandi hefur fjölgað um 150% síðustu vikuna og fjórða bylgjan nú gengin í garð. Það er Delta-afbrigðið sem ræður þar ríkjum sem víða annars staðar í álfunni. Þetta kom fram í ræðu Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, í dag. Um 18 þúsund manns greindust með kórónuveiruna í gær en 96% hinna smituðu voru óbólusettir.
21.07.2021 - 15:55
Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Frakkar banna tætingu og aflífun karlkyns unga með gasi
Bannað verður að farga karlkyns kjúklingum í alifuglarækt í Frakklandi frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Julien Denormandie  landbúnaðarráðherra Frakklands greindi frá þessu í dag. Dýraverndarsinnar hafa árum saman barist fyrir þessari breytingu.
18.07.2021 - 15:48
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Frakkar krefjast sólarhringsprófs
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
17.07.2021 - 10:31
Eiffel-turninn opnaður á ný eftir níu mánaða lokun
Eiffel-turninn, þekktasta kennileiti Parísar, var opnaður á ný í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Það er lengsti tími sem Eiffel-turninn hefur verið lokaður frá seinni heimsstyrjöldinni en hann var opnaður fyrst árið 1889. Eiffel er allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands og er með þeim fjölsóttustu í heiminum.
16.07.2021 - 14:04
Sjónvarpsfrétt
Fimm ár frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Fimm ár eru í dag frá hryðjuverkaárásinni í Nice í Frakklandi þar sem maður ók á vörubíl á hóp fólks sem fagnaði þjóðhátíðardeginum. Um þrjú hundruð börn sækja enn aðstoð sérfræðinga til að vinna úr áfallinu
14.07.2021 - 22:30
Bólusetningaráhugi vex í Frakklandi
Umsóknum um að komast í bólusetningu gegn kórónuveirunni hefur fjölgað til muna eftir að Macron forseti tilkynnti um hertar ráðstafanir vegna fjölgunar smita. Á næstunni kemst fólk ekki á kaffihús, í líkamsrækt eða bíó nema það geti sannað að það sé með mótefni gegn veirunni.
Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
Frakkar sekta Google um 500 milljónir evra
Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi sektuðu í dag bandaríska tölvurisann Google um 500 milljónir evra fyrir að láta undir höfuð leggjast að taka af alvöru þátt í samningaviðræðum við fjölmiðlafyrirtæki í landinu vegna deilna um höfundarrétt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa ásökunum á bug.
Heimsins elsta kvikmyndahús viðurkennt af heimsmetabók
Kvikmyndahús í bænum La Ciotat, ferðamannabæ við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, hefur formlega fengið nafnbótina elsta starfandi kvikmyndahús í heimi, 122 árum eftir að það tók sína fyrstu mynd til sýninga.
13.07.2021 - 16:17
Forsetakosningar í Frakklandi í apríl
Boðað var í dag til forsetakosninga í Frakklandi 10. apríl á næsta ári. Síðari umferðin fer fram hálfum mánuði síðar, þann 24. Kosið verður til þings í landinu 12. og 19. júní, að því er kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.
13.07.2021 - 13:42
Macron hótar að skylda alla Frakka í bólusetningu
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gærkvöld að bólusetning við COVID-19 yrði nú skylda fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk í Frakklandi. Fyrirmælin ná til allra þeirra sem starfa náið með eldra fólki eða veikum einstaklingum. Þá minntist Macron einnig á að mögulegi væri á að bólusetning yrði gerð skyldubundin fyrir alla landsmenn, 12 ára og eldri.
13.07.2021 - 11:40