Færslur: Frakkland

Frakkar mótmæla nýju öryggisfrumvarpi
Tugþúsundir mótmæltu nýju frumvarpi um öryggismál í Frakklandi um helgina. Mótmælin fóru fram víða um land. Lögregla segir um 34 þúsund hafa tekið þátt í mótmælunum, en skipuleggjendur segja nærri 200 þúsund hafa mótmælt, samkvæmt Al Jazeera. 
17.01.2021 - 23:38
Le Drian hefur áhyggjur af Íran
Franski utanríkisráðherrann Jean Yves Le Drian hefur áhyggjur af því að Íranir séu að koma sér upp kjarnvopnum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld í Teheran og Washington taki aftur upp kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.
17.01.2021 - 04:45
Upptaka
„Ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi á miðvikudaginn flutti stutt ávarp af sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi fyrr í dag.
Samruni skapar fjórða stærsta bílaframleiðanda heims
Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
16.01.2021 - 13:08
Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Óttast langar biðraðir flutningabíla við landamærin
Búist er við að þúsundir flutningabíla sem flytja vörur frá Bretlandi safnist að helstu leiðum yfir til meginlandsins í dag. Frá því að Bretland yfirgaf innri markað Evrópusambandsins um áramót hafa landamæraverðir átt heldur náðuga dag vegna helgar- og hátíða.
04.01.2021 - 03:11
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Tólf af hundraði Ísraela bólusettur nú þegar
Yfir milljón Ísraela hefur verið bólusett við COVID-19 eða tæp 12% íbúa landsins. Bólusetningar hófust þar í landi 19. desember og um 150 þúsund hafa fengið sprautu dag hvern.
03.01.2021 - 01:33
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
2.500 manna skemmtun í útgöngubanni í Frakklandi
Um það bil 2.500 manns tóku þátt í áramótafögnuði í vörugeymslu á Bretagne-skaga í Frakklandi á nýársnótt. Lögreglumenn reyndu að leysa upp skemmtunina en skemmtanaþyrstir ballgestir gripu til varna og slógust við lögreglu.
01.01.2021 - 18:07
Faðir Boris Johnson sækir um franskan ríkisborgararétt
Faðir Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sótt um franskan ríkisborgararétt og slæst því í hópinn með yfir 350.000 Bretum sem sóttu um ríkisborgararétt í einhverju aðildarríkja Evrópusambandsins á nýliðnu ári. Nú þegar aðlögunartímabili Breta eftir útgönguna úr sambandinu er lokið hefur fallið niður réttur þeirra til að vinna og búa í aðildarríkjum sambandsins.  
01.01.2021 - 13:45
Hert á útgöngubanni í Frakklandi
Til stendur að herða enn reglur um útgöngubann á þeim svæðum Frakklands þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur þungt niður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðsráðherra landsins, Olivier Véran.
Myndskeið
Bíður enn eftir gjöf sem hann hefur dreymt um í 22 ár
Guðmundur Felix Grétarsson heldur nú sín áttundu jól í Lyon í Frakklandi þar sem hann bíður eftir aðgerð sem yrði einstök í sögu læknavísindanna. Þrátt fyrir langa bið er þolinmæði hans langt frá því á þrotum og hann er bjartsýnn á að á næsta ári fái hann loks gjöfina sem hann hefur dreymt um síðan hann varð fyrir alvarlegu slysi fyrir 22 árum.
28.12.2020 - 22:28
Yfir 4.500 flutningabílar yfir Ermarsundið á jóladag
Yfir 4.500 vöruflutningabílar voru ferjaðir frá Bretlandi til Frakklands á jóladag eftir að bílstjórar þeirrar höfðu fengið neikvæða niðurstöðu úr skyndiskimun fyrir COVID-19. Stór hluti bílanna hafði verið fastur í umferðateppu á hraðbrautinni að Dover og öðrum ferjuhöfnum dögum saman, eftir að Frakkar lögðu blátt bann við ferðum fólks frá Bretlandi til Frakklands um síðustu helgi.
26.12.2020 - 03:56
„Breska afbrigðið“ komið til Frakklands
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi staðfestu að kvöldi jóladags að þar í landi hefði maður greinst með hið nýja, bráðsmitandi afbrigði kórónaveirunnar sem tröllriðið hefur Bretlandi síðustu daga og vikur. Útbreiðsla þessa nýja afbrigðis hefur orðið til þess að yfir 50 ríki heims hafa ýmist bannað eða hert mjög skilyrði fyrir komu fólks frá Bretlandi.
26.12.2020 - 01:22
Þúsundir flutningabílstjóra eyða jólunum í bílum sínum
Þúsundir flutningabílstjóra af ýmsu þjóðerni þurfa að eyða jólunum í bílum sínum utan við ferjuhöfnina í Dover á Englandi, þar sem þeir bíða þess ýmist að verða skimaðir fyrir COVID-19 eða fá niðurstöður úr skimun sem þeir hafa þegar undirgengist. Breskir hermenn og franskir slökkviliðsmenn eru nú komnir á vettvang til að flýta fyrir.
25.12.2020 - 06:03
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Frakkland
3 lögreglumenn drepnir í útkalli vegna heimilisofbeldis
Þrír franskir lögreglumenn voru skotnir til bana og sá fjórði særður í Puy-de-Dóme-héraði Mið-Frakklandi í nótt. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum hjá embætti saksóknara. Lögreglumennirnir voru kallaðir út vegna heimilisofbeldis.
23.12.2020 - 06:47
Frakkar opna fyrir Bretum á ný í skugga metfjölda smita
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að opna fyrir ferðir frá Bretlandi á ný, eftir að hafa lokað á flutninga þaðan vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar.
22.12.2020 - 20:38
Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Sat í ísmolum vel á þriðju klukkustund
Frakkinn Romain Vandendorpe setti heimsmet í dag. Hann hafðist við í glerkassa fullum af ísmolum í tvær klukkustundir 35 mínútur og 43 sekúndur. Aðeins höfuð Vandendorpes stóð upp úr.
19.12.2020 - 22:29
Fjórir ákærðir vegna árásar með kjötexi
Lögregluyfirvöld í Frakklandi hafa fjóra Pakistani í haldi grunaða um aðild að árás skammt frá skrifstofum skoptímaritsins Charlie Hebdo í september. Landi þeirra réðist þá á fólk með kjötexi, að eigin sögn vegna endurbirtingar umdeildra skopmynda tímaritsins. Tvennt særðist í árásinni.
19.12.2020 - 02:55
Macron greindist með COVID-19
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur greinst með COVID-19. Þetta sagði í tilkynningu frá forsetaembættinu í morgun.
17.12.2020 - 09:56
Fangelsisdómar vegna Charlie Hebdo-árásarinnar
Tveir einstaklingar voru í dag dæmdir til 30 ára fangelsisvistar í Frakklandi fyrir hlutdeild sína í árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París og árás á verslun í eigu gyðinga í borginni í janúar 2015.
16.12.2020 - 21:33
Vonar að Macron höggvi á hnútinn
Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, telur öll sund lokuð að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon og segist vona að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, geti höggvið á hnútinn í deilu helstu stjórnmálafylkinga landsins, þegar hann komi til landsins síðar í þessum mánuði. 
15.12.2020 - 10:00
Erlent · Asía · Evrópa · Líbanon · Frakkland