Færslur: Frakkland

Býst við langri baráttu við kórónuveiruna
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði í morgun að baráttan við kórónuveirufaraldurinn yrði löng og hvatti hann almenning til að virða reglur yfirvalda svo koma mætti í veg fyrir að gripið yrði til harkalegra aðgerða á ný á borð við útgöngubann. 
29.07.2020 - 08:38
Goðsögnin Olivia de Havilland látin, 104 ára að aldri
Stórleikkonan Olivia de Havilland er látin, 104 ára að aldri. Í tilkynningu frá umboðsmanni hennar segir að hún hafi fengið hægt andlát á heimili sínu í París, þar sem hún hefur búið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar. de Havilland lék í 49 kvikmyndum á glæstum ferli sem spannaði 45 ár, frá 1935 til 1980. Hún vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki, annars vegar fyrir myndina To Each his Own árið 1946 og hins vegar fyrir Erfingjann, The Heiress, árið 1949.
26.07.2020 - 23:27
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Maður í haldi vegna brunans í Nantes
Rannsókn stendur nú yfir á orsökum eldsvoðans dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Nantes í Frakklandi í gær. Mestar líkur eru taldar á íkveikju.
19.07.2020 - 08:18
Frakkar skylda grímunotkun í verslunum
Skylda verður að nota andlitsgrimur í almannarýmum innandyra í Frakklandi frá og með næsta mánudegi. Meðal þeirra staða sem grímunotkun verður nú skylda á eru bankar, verslanir og markaðir sem eru undir þaki. 
18.07.2020 - 18:42
Heilbrigðisstarfsfólk í Frakklandi fær launahækkun
Fulltrúar franska ríkisins undirrituðu í gær samninga við fjölmörg stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks sem starfar hjá hinu opinbera, eftir sjö vikna samningaþref. Samningarnir kosta franska ríkið um 8 milljarða evra, um 1.280 milljarða íslenskra króna, og eru sagðir tryggja launahækkun upp á 183 evrur á mánuði að meðaltali, eða rúmar 29.000 krónur.
14.07.2020 - 05:41
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Franskir femínistar kalla á afsögn innanríkisráðherra
Þúsundir kvenna söfnuðust saman í París og rúmlega 50 frönskum borgum og bæjum til viðbótar á föstudag til að mótmæla skipun nýs innanríkisráðherra í ríkisstjórn Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta. Ástæðan er sú að ráðherrann, Gérald Darmanin, sætir nú rannsókn vegna nauðgunarkæru.
Hyggjast leggja refsitolla á franskar vörur
Bandarísk stjórnvöld áforma að leggja refsitolla á franskar vörur í mótmælaskyni við að Frakkar hyggjast skattleggja bandarísk risafyrirtæki í net- og tæknigeiranum. Innheimtunni verður þó frestað að sinni.
10.07.2020 - 16:22
Notre-Dame skal endurbyggð í fyrri mynd
Notre-Dame kirkjan í París verður endurbyggð nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann. Þetta segir í tilkynningu frá frönsku minjaverndinni CNPA, sem fer með endurbygginguna.
09.07.2020 - 23:10
Lík gefin til rannsókna étin af rottum
Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú fullyrðingar um að líkamar sem fólk hefur ánafnað til vísindarannsókna séu skilin eftir og látinn rotna eða séu étnir af rottum.
09.07.2020 - 21:33
Réðust á bílstjóra sem bað farþega að nota grímur
Tveir menn sem réðust á strætóbílstjóra sem neitaði hópi fólks sem ekki var með andlitsgrímur um inngöngu í vagninn hafa nú verið ákærðir fyrir morð.
08.07.2020 - 23:45
Verja skipun ráðherra sem sakaður er um nauðgun
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, sætir rannsókn vegna ásökunar um nauðgun. Forsetinn og aðrir ráðherrar í stjórninni verja skipun Darmanins en kvenréttindasamtök gagnrýna hana harðlega.
Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði í dag Jean Castex í embætti forsætisráðherra í stað Edouards Philippes sem baðst lausnar í morgun fyrir sig og ráðuneyti sitt. Castex hefur staðið í ströngu að undanförnu í baráttu Frakka við COVID-19 farsóttina. Hans bíður það verkefni að skipa nýja ríkisstjórn.
03.07.2020 - 10:55
Franska ríkisstjórnin segir af sér
Skrifstofa forseta Frakklands tilkynnti í dag að Edouard Philippe forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hefði sagt af sér. Emmanuel Macron forseti féllst á afsögnina. Í tilkynningunni er ekkert getið um ástæðu afsagnarinnar. Philippe og ráðherrar verða enn við stjórn frá degi til dags þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
03.07.2020 - 07:55
Yfir 800 handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð
Yfir 800 voru handteknir víða um Evrópu eftir að evrópskar löggæslustofnanir náðu að hlera samskiptakerfi glæpamanna. Vopna- og fíkniefnaviðskipti fóru fram á samskiptakerfinu. Lagt var hald á yfir tvö tonn af eiturlyfjum, tugi skotvopna og jafnvirði rúmlega níu milljarða króna í reiðufé í aðgerðunum. 
03.07.2020 - 05:15
Fransk-íranskur vísindamaður í 5 ára fangelsi
Fransk-íranskur vísindamaður, Fariba Adelkhah að nafni, hlaut fimm ára fangelsisdóm í Íran í dag. Hún var sakfelld á dómstigi í maí fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins.
30.06.2020 - 11:57
Francois Fillon og frú fá fangelsisdóma
Francois Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir að ráða eiginkonu sína í starf sem ekki var til. Þrjú ár fangelsisdómsins eru skilorðsbundin. Penelope, eiginkona Fillons, fékk þriggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þeim er gert skylt að greiða 375 þúsund evrur í sekt, sem svarar rúmlega 58 milljónum króna.
29.06.2020 - 12:35
Francois Fillon bíður dóms
Til stendur að kveða í dag upp dóm yfir Francois Fillon fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var ákærður árið 2017 fyrir að misfara með opinbert fé.
Frakkar hafa sótt á þriðja tug barna til Sýrlands
Frönsk stjórnvöld fluttu á dögunum heim til Frakklands tíu börn franskra ríkisborgara sem börðust með hryðjuverkasamtökunum sem kenndu sig við íslamskt ríki í Sýrlandi. Alls er því búið að sækja 28 frönsk í flóttamannabúðir í Sýrlandi síðustu misseri.
22.06.2020 - 09:29
Föðurbróðir Sýrlandsforseta í fjögurra ára fangelsi
Rifaat Assad, föðurbróðir Bashars Assad Sýrlandsforseta, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Frakklandi í gær fyrir peningaþvætti. Hann var dæmdur fyrir að hafa dregið að sér almannafé í Sýrlandi og notað til þess að koma sér upp fasteignaveldi í Frakklandi. Samkvæmt dómnum verða eignir hans í Frakklandi gerðar upptækar. Þær eru um 90 milljóna evra virði, jafnvirði um 13,8 milljarða króna.
18.06.2020 - 06:34
Frakkar opna fyrir lönd utan Schengen
Frakkar munu opna landamæri sín 1. júlí fyrir fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins. Þetta tilkynntu innanríkis- og utanríkisráðherra landsins í sameiginlegri yfirlýsingu í kvöld.
12.06.2020 - 22:53
Fær aðgang að skjalasafni Mitterrands
Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands úrskurðaði í dag að vísindamanninum Francois Graner yrði heimilað að rannsaka skjalasafn Francois Mitterands, fyrrverandi forseta, til að finna upplýsingar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994. Í úrskurðinum segir að það sé almannahagur að sem bestar upplýsingar fáist um voðaverkin.
12.06.2020 - 14:47
Frakkland: Kallað eftir trausti til lögreglu
Þúsundir Parísarbúa söfnuðust saman og vottuðu George Floyd virðingu sína á sama tíma og útför hans var gerð í Texas í gær.
10.06.2020 - 04:49
Eiffelturninn opnaður að nýju 25. júní
Eiffelturninn, eitt helsta kennileiti Parísar, verður opnaður aftur ferðamönnum 25. júní eftir að hafa verið lokaður síðan um miðjan mars. Þeir sem hyggjast heimsækja turninn þurfa að bera andlitsgrímur.
09.06.2020 - 20:48