Færslur: Frakkland

Íransstjórn mótmælt í París og Lundúnum
Lögregla í Lundúnum og París stöðvaði mótmælendur frá því að halda að sendiráði Írans í borgunum báðum. Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda.
Andstaða við hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi
Franska verkalýðsfélagið CGT hefur með fulltingi stjórnmálaflokka á vinstri vængnum boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi fimmtudag. Upphafleg krafa verkalýðsfélagsins sneri eingöngu að hækkun launa en spjótum verður einnig beint að fyrirætlunum um hækkun eftirlaunaaldurs.
Evrópuleiðtogar leita eftir orku við Persaflóa
Evrópuríki leita í meira mæli til Miðausturlanda til þess að vinna bug á orkukrísunni sem framundan er í vetur. Franska orkufyrirtækið TotalEnergies fjárfesti í morgun í náttúrugasframleiðslu í Katar, og Þýskalandskanslari freistar þess að ná samningum á ferðalagi sínu um ríki Persaflóa um helgina.
Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði þjóðarleiðtogum fordæmingu þeirra á fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu í fjórum héruðum landsins um hvort þau skuli verða hluti af Rússlandi. Hann hvetur landa sína til samstöðu.
Flokkur Macrons fær nafnið Endurreisn
Flokkur Emmanuels Macrons Frakklandsforseta, hefur stækkað um tvo smáflokka af miðjunni og fengið nýtt nafn við samrunann; Renaissance, eða Endurreisn. Flokkurinn hét áður La République en Marche, sem þýða mætti sem Lýðveldið á ferð eða Lýðveldið í sókn.
17.09.2022 - 23:16
Armenar segja Asera við það að ráðast inn í landið
Hersveitir frá Aserbaísjan virðast í þann mund að ráðast inn á landsvæði undir stjórn Armeníu samkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins nú í nótt. Vopnuðum sveitum ríkjanna hefur lent saman við landamærin og þegar er talið að nokkrir séu fallnir í þeim átökum.
Áfrýjun tveggja dæmdra í Charlie Hebdo máli tekin fyrir
Franskur dómstóll tekur á mánudag fyrir áfrýjun þeirra tveggja manna sem þyngstan dóm hlutu fyrir aðild að mannskæðum árásum á skrifstofur skopmyndablaðsins Charlie Hebdo í París 2015.
Tannlæknir dró tennur úr fólki með minniháttar kvilla
Franskur tannlæknir var í vikunni dæmdur í átta ára fangelsi fyrir þúsundir óþarfra aðgerða. Hann varð moldríkur af störfum sínum og var tekjuhæsti tannlæknir Frakklands árið 2010 með jafnvirði meira en 400 milljóna króna í laun.
09.09.2022 - 12:58
Frönsk sendinefnd komin til Taívan
Sendinefnd skipuð fimm frönskum þingmönnum kom til Taipei, höfuðborgar Taívan, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem evrópsk sendinefnd heimsækir landið frá því Kínverjar efndu til viðamestu heræfinga frá því um miðjan tíunda áratuginn.
07.09.2022 - 06:40
Bretar í erfiðleikum með að komast yfir Ermarsund
Ferðalangar á leið með ferjum frá Calais í Frakklandi yfir Ermarsundið til Bretlands máttu búast við því að þurfa að bíða í allt að sex klukkustundir við höfnina. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Útgerðirnar báðu farþega afsökunar á töfinni, sem kemur til vegna vegabréfaeftirlits eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 
04.09.2022 - 16:20
190 flóttamenn stöðvaðir á siglingu yfir Ermarsund
Frönsk yfirvöld björguðu í dag um 190 flóttamönnum norður af Frakklandi, sem hugðust sigla yfir Ermarsundið til Bretlands. Fólkið var flutt aftur til Frakklands.
03.09.2022 - 22:54
Þekktur svikari handsamaður í Belgíu
Bretinn Robert Hendy-Freegard var handtekinn í Belgíu í gær eftir rúma viku á flótta. Síðustu árum hans voru gerð skil í nýlegum þáttum á Netflix, þar sem hann er kallaður mestur svikara. 
03.09.2022 - 16:16
Frakkar lögðu Litáa á EM í körfubolta
Frakkar náðu að leggja sterkt lið Litáa í dag á EM í körfubolta 77-73. Með sigrinum nær Frakkland að sprauta smá lífi í vonir um árangur á mótinu. Sigurinn er sá fyrsti hjá liðinu og er því komið upp í þriðja sætið í B-riðli á eftir Bosníu-Herzegovinu, sem er í öðru sæti, og Þýskalandi sem drónir á toppi riðilsins eftir sigur í dag á Bosníu-Herzegovínu 92-82.
03.09.2022 - 15:36
Sameinast gegn því að leggja af vegabréfsáritanir Rússa
Þjóðverjar og Frakkar hafa sameinast í andstöðu við algert bann við vegabréfsáritunum fyrir rússneska ríkisborgara til ríkja Evrópusambandsins. Þeir telja að heldur ætti að finna skynsamlega leið til að ákveða hverjir fá áritun, segir í sameiginlegu bréfi til fulltrúa annarra ríkja sambandsins.
Upplausn í Írak eftir brotthvarf klerks úr stjórnmálum
Árásir voru gerðar á öryggissvæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Upplausn hefur ríkt í landinu frá því að sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr tilkynnti að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. Stjórnarkreppa hefur verið viðvarandi um margra mánaða skeið.
Frakkar gætu þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur
Forsætisráðherra Frakklands varar fyrirtæki í landinu við því að mögulega verði gripið til orkuskömmtunar á komandi vetri. Hjá því megi komast með samvinnu. Þá sé brýnt að kjarnorkuver landsins haldi fullum afköstum.
Forsetar Frakklands og Alsír heita endurnýjun vináttu
Forsetar Frakklands og Alsírs undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu sem ætlað er að efla samstarf og samvinnu ríkjanna eftir langt tímabil erfiðra samskipta þeirra á milli.
Frakkland
Á annað hundrað morð í nánum samböndum
Um það bil tuttugu prósent fleiri konur voru myrtar í Frakklandi á seinasta ári af eiginmönnum eða fyrrverandi eiginmönnum en árið áður eða alls 122. Eiginkonur eða fyrrverandi eiginkonur myrtu 21 karl í fyrra.
Hækkar laun nýrra kennara til að bregðast við skorti
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í dag að hækka laun nýrra kennara í landinu. Þetta ætlar hann að gera til þess að bregðast við miklum kennaraskorti, um 4.000 kennara vantar þegar skólaárið er að hefjast.
25.08.2022 - 13:40
Undirbúa sérstaka saksókn gegn Pútín og fylgismönnum
Úkraínskir embættismenn eru í óðaönn að undirbúa saksókn á hendur Vladimír Pútín forseta Rússlands, æðstu yfirmönnum rússneska hersins og fjölda annarra fyrir að efna til innrásar í Úkraínu.
Macron kveðst sjá eftir ummælum sínum um Alsír
Þriggja daga heimsókn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, til Alsír hefst í dag. Tilgangur forsetans er meðal annars að bæta samskiptin við þessa fyrrum frönsku nýlendu sem fagnar sextíu ára sjálfstæði í ár. Hann kveðst sjá eftir harðorðum ummælum um stöðu mála í Alsír, sem hann lét falla í fyrra.
Spegillinn
Sammála um kjarnorkueftirlit í Úkraínu
Forsetar Frakklands og Rússlands eru sammála um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin verði að senda sérfræðinga til Úkraínu til að kanna ástand mála við Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Zelensky, forseti Úkraínu, fór fram á það í gær að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að eftirlitsmenn verði sendir til að kanna ástandið.
20.08.2022 - 09:30
Nýr kjarnorkusamningur við Íran í sjónmáli
Nýtt kjarnorkusamkomulag milli Írans og nokkurra helstu iðnríkja heims er í burðarliðnum og verður að líkindum undirritað innan skamms. Þetta hefur fréttastofa al Jazeera eftir ónafngreindum en traustum heimildum. Fyrra samkomulag, sem ætlað var að tryggja að Íranar kæmu sér ekki upp kjarnorkuvopnum gegn afnámi viðskiptahafta, hefur í raun verið óvirkt frá því að Donald Trump dró Bandaríkin út úr því árið 2018.
Pútín segir stórslys vofa yfir í Zaporizhzhia
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, varaði Emmanuel Macron, Frakkalands forseta, við því á símafundi í dag að stórslys væri yfirvofandi í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Pútín segist hlynntur því að hlutlausir rannsakendur meti öryggi kjarnorkuversins.
Sex fórust í aftakaveðri á Korsíku
Sex hafa fundist látin á og við frönsku Miðjarðarhafseyjuna Korsíku eftir að foráttuveður gekk þar yfir á fimmtudagsmorgun og tugir slösuðust í látunum. Eftir þriggja daga látlaust vatnsveður skall ógurlegt þrumuveður á eyjunni í gærmorgun með hagléli, úrhellisrigningu, þrumum og eldingum og vindhraða upp á 62 metra á sekúndu þegar verst lét.
19.08.2022 - 01:21