Færslur: Frakkland

Vilja banna stutt innanlandsflug
Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt bann við stuttu innanlandsflugi. Með banninu er ætlunin að minnka kolefnislosun. Verði það að lögum nær það til flugferða á milli staða þar sem hægt er að fara sömu leið með lest, að því gefnu að lestarferðin taki innan við tvær og hálfa klukkustund.
12.04.2021 - 15:01
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33
Guðmundur Felix þarf ekki lengur að sofa á sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson sem í byrjun árs fékk í upphafi ársins grædda á sig handleggi þarf ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi í Lyon.
05.04.2021 - 20:45
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Segja Frakka hafa drepið 19 óbreytta borgara í Malí
Frakkar drápu minnst 19 óbreytta borgara í loftárás sem flugher þeirra gerði á þorp í Malí í ársbyrjun. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Franska varnarmálaráðuneytið og yfirstjórn franska hersins hafna þessari niðurstöðu og segja eingöngu íslamska vígamenn hafa fallið í árásinni.
31.03.2021 - 03:54
Læknar í París óttast að gjörgæsludeildir fyllist
Læknar í París óttast að kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að yfirfylla sjúkrahús borgarinnar, og þeir gætu þurft að velja hvaða sjúklingum þeir geti bjargað. Deutsche Welle greinir frá. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum heilbrigðisyfirvöldum voru nærri fimm þúsund kórónuveirusjúklingar á gjörgæsludeild á laugardag. Það er það mesta það sem af er ári, en læknar óttast að staðan eigi eftir að verða enn verri.
29.03.2021 - 00:35
Mynd eftir van Gogh seldist á milljarð
Mynd eftir hollenska málarann Vincent van Gogh seldist í gær hjá Sotheby's uppboðshúsinu í París fyrir þrettán milljónir og níutíu þúsund evrur, jafnvirði eins milljarðs og níu hundruð og sextíu þúsund króna.
26.03.2021 - 08:18
IKEA í Frakklandi sakað um njósnir
Réttarhöld hófust í dag yfir dótturfyrirtæki IKEA í Frakklandi, fyrrverandi forstjóra þess og fleiri yfirmönnum. Þeir eru sakaðir um að hafa látið njósna um starfsfólkið, umsækjendur um störf og jafnvel viðskiptavini.
22.03.2021 - 17:50
Bólusett á ný með bóluefni AstraZeneca
Fjöldi Evrópuríkja ætlar í dag að hefja á ný bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf í gær grænt ljós á notkun þess.
19.03.2021 - 08:57
Útgöngubann í París og nágrenni
Útgöngubann tekur gildi í París, og í nokkrum bæjum í nágrenni borgarinnar, á miðnætti að kvöldi föstudags til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðeins verður heimilt að hafa opnar verslanir sem selja nauðsynjavörur og þeir sem ferðast lengra en 10 km frá heimili sínu þurfa að fylla út sérstakt vottorð þar sem þeir gera grein fyrir ferðum sínum. Skólar verða þó opnir og heimilt verður að stunda líkamsrækt utandyra.
18.03.2021 - 23:48
Frakkar skoða nýtt afbrigði af COVID-19
Frönsk heilbrigðisyfirvöld hafa varað við nýju afbrigði af kórónuveirunni sem greinist illa í PCR-prófum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af afbrigðinu.
16.03.2021 - 20:43
Guðmundur Felix alsæll með dagsleyfi frá sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson fór í dag heim af sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur í Lyon. Þótt hann fái aðeins dagsleyfi frá endurhæfingu sinni var hann að vonum ánægður með áfangann.
Frakkar gerðu lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna
Ný rannsókn sýnir að Frakkar reyndu að gera lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna í Kyrrahafinu á síðustu öld. Vísindamenn telja að um 110 þúsund manns í Frönsku Pólynesíu hafi orðið fyrir áhrifum geislunar af völdum tilraunanna.
10.03.2021 - 06:12
Grunaður hryðjuverkamaður í haldi á Ítalíu
Ítalska lögreglan segist hafa haldi mann frá Alsír grunaðan um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og tengjast hryðjuverkunum í París í nóvember 2015.
08.03.2021 - 10:08
Franski auðkýfingurinn Dassault fórst í þyrluslysi
Franski auðkýfingurinn og þingmaðurinn Olivier Dassault lést í þyrluslysi í Normandí í Norðvestur-Frakklandi síðdegis í dag. Flugmaður þyrlunnar fórst einnig þegar hún hrapaði nærri strandbænum Deauville um klukkan átján að staðartíma. Fleiri voru ekki um borð.
07.03.2021 - 23:22
Fjöldi sóknarbarna fórnarlömb ofbeldis í Frakklandi
Mögulega hafa allt að tíu þúsund börn verið fórnarlömb ofbeldis af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Frá þessu greinir Jean-Marc Sauve, yfirmaður rannsóknarnefndar sem kaþólska kirkjan setti á laggirnar. 
02.03.2021 - 18:27
Frakkar bólusetja líka eldri borgara með AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi hafa skipt um skoðun á ágæti og öryggi bóluefnisins frá AstraZeneca og hyggjast nú bólusetja jafnt eldri sem yngri borgara landsins með með því. „Fólk með undirliggjandi sjúkdóma getur nú fengið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca, einnig þau sem eru á aldursbilinu 65 - 74 ára," segir í tilkynningu stjórnvalda. Fólk 75 ára og eldra verður þó einungis bólusett með bóluefni Pfizer-BioNTech fyrst um sinn.
02.03.2021 - 05:55
Sarkozy fékk dóm fyrir spillingu
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var sakfelldur í dag fyrir spillingu. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm, þar af tvö ár skilorðsbundin. Sarkozy var ákærður fyrir að hafa boðið dómaranum Gilbert Azibert góða stöðu í Mónakó gegn upplýsingum um stöðu rannsóknar á fjármálum hans þegar hann sóttist eftir forsetaembættinu. Hann neitaði sök.
01.03.2021 - 13:30
Forsetinn þakkar læknunum sem græddu hendur á Guðmund
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi nýverið árnaðaróskir og þakkir íslensku þjóðarinnar til læknateymisins sem annaðist ágræðslu handleggja Guðmundar Felix Grétarssonar.
Bandaríkin greiða leið að viðræðum við Íran
Bandaríkjastjórn er tilbúin til viðræðna um endurreisn kjarnorkusáttmálans við Íran. Hún tilkynnti jafnframt að fullyrðingar fyrrverandi forseta um nýjar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran ættu ekki við rök að styðjast.
18.02.2021 - 23:56
sjónvarpsfrétt
Frakkland: Lög sett til höfuðs íslömskum öfgahópum
Frönsk yfirvöld fá auknar heimildir til að loka bænahúsum sem ýta undir hatur og ofbeldi, samkvæmt lagafrumvarpi sem neðri deild franska þingsins samþykkti í gær. Sérfræðingur í málefnum Frakklands segir mikilvægt að stöðva öfgahópa sem hafi sterk ítök í nokkrum hverfum borga landsins.
17.02.2021 - 19:12
203 íslenskum konum dæmdar bætur vegna brjóstapúða
Þýska eftirlitsfyrirtækið TUV Reihnland var í gær dæmt bótaskylt gagnvart 203 íslenskum konum sem höfðuðu mál vegna skaðlegra brjóstapúða sem þær fengu í sig á Íslandi. Lögmaður kvennanna segir þetta mikilvægan áfangasigur, en málið fari líklega fyrir Hæstarétt í Frakklandi. Líkur eru á enn frekari málsókn. Kona sem fékk púðana árið 2004 varð mikið veik vegna þeirra og þurfti að tína sílikontægjur úr holhönd hennar þegar þeir voru fjarlægðir.
Elsti Evrópubúinn laus við COVID-19
Franska nunnan Lucile Randon, eða systir Andre, er líklega elsta manneskjan sem hefur náð að sigrast á kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Hún er 116 ára gömul, alveg að verða 117, og er elsti núlifandi Evrópubúinn. Hún greindist með veiruna 16. janúar, en var alltaf einkennalaus.
10.02.2021 - 02:57
Flóð í Frakklandi
Mikil flóð herja nú á Frakkland suðvestanvert í kjölfar mikilla rigninga. Flóðahætta er víðar í Frakklandi, þar á meðal í höfuborginni París, þar sem Signa hefur flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum.
09.02.2021 - 05:24
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Flóð
Myndskeið
Á sterkum lyfjum svo líkaminn hafni ekki höndunum
Vísbendingar eru um að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna handleggjum sem græddir voru á hann í síðasta mánuði. Hann segir í myndbandi á Facebook að vitað hafi verið að þetta myndi gerast, þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af og að hann taki sterk lyf til að vinna á móti því að líkaminn hafni höndunum.