Færslur: Frakkkland

Myndskeið
Myndskeiðinu að þakka að Michel sé ekki í fangelsi
Fjórir franskir lögreglumenn voru leystir frá störfum í gærkvöld eftir að myndbandi var dreift um samfélagsmiðla þar sem þeir sjást berja svartan mann illa í París. Þetta gerist á sama tíma og frönsk stjórnvöld reyna að fá samþykkt frumvarp sem setur skorður við myndbirtingum af lögreglu við störf.
27.11.2020 - 19:48
Grímuskylda á flestum frönskum vinnustöðum
Yfirvöld í Frakklandi ætla að koma á grímuskyldu á flestum vinnustöðum. Reglurnar, sem verða kynntar á næstunni, munu taka gildi 1. september og eru til komnar vegna fjölgunar kórónuveirutilfella í landinu.
18.08.2020 - 19:51
Næst stærsta flugfélag Frakklands gjaldþrota
Aigle Azur, næst stærsta flugfélag Frakklands á eftir Air France, hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir að tilraunir til þess að finna nýja hluthafa mistókust. Um 1.100 manns hafa misst vinnuna.
28.09.2019 - 17:20
Saka Írana um drónaárás á Sádi Arabíu
Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands lögðust í kvöld á árar með stjórnvöldum í Washington og Riyadh og sökuðu Írana um að bera ábyrgð á drónaárás á stórt olíuvinnslusvæði og stærstu olíuhreinsunarstöð heims í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Emmanuels Macron Frakklandsforseta og Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem birt var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
24.09.2019 - 02:19
Myndband
Víðtæk verkföll samgöngustarfsmanna í París
Ófremdarástand skapaðist í París í dag vegna víðtækra verkfalla fólks sem starfar við almenningssamgöngur. Verkföllin eru vegna umdeildra breytinga Emmanuels Macron Frakklandsforseta á lífeyrisréttindum.
13.09.2019 - 22:15
Stefnir í yfir fjörutíu stiga hita í París
Hitamet gætu fallið víða í Evrópu í vikunni ef spár um hitabylgju ganga eftir. Búist er við að hiti fari upp í 35 gráður í norðurhluta Frakklands í dag og að hitastigið hækki upp í um fjörutíu gráður þegar líður á vikuna. Sökum rakastigs má gera ráð fyrir því að raunhitinn verði um 47 gráður. Franska veðurstofan spáir því að hitinn fari ekki undir tuttugu gráður að nóttu til.
24.06.2019 - 14:26
Kardínáli dæmdur fyrir yfirhylmingu
Kardínálinn Philippe Barbarin, erkibiskup í Lyon og æðsti klerkur Rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi, var í morgun dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir yfirhylmingu með kynferðisbrotamanni innan kirkjunnar. 
07.03.2019 - 10:14
Miltisbrandsfaraldur í Frakklandi
Nú geisar í Frakklandi versti faraldur miltisbrands í um tvo áratugi og ráðamenn vara við skorti á bóluefni. Sjúkdómurinn hefur greinst á 28 sveitabæjum frá júnílokum en hann hefur ekki enn borist í mannfólk svo vitað sé.
20.08.2018 - 15:05
Flýja flóð í kjölfar þurrka í Suður-Frakklandi
Um 1.600 manns, einkum börn og ungmenni í sumarbúðum og ferðafólk á tjaldstæðum, hefur neyðst til að yfirgefa dvalarstaði sína vegna mikilla flóða í Suður-Frakklandi. Eins manns er saknað, sá er sjötugur þýskur starfsmaður sumarbúða fyrir ungmenni. Yfir 400 slökkviliðs- og lögreglumenn hafa sinnt hjálpar- og rýmingarstörfum á svæðinu, ásamt fjórum þyrlum og áhöfnum þeirra.
10.08.2018 - 02:29
Frakkar styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi
Lýðræðissveitir Sýrlands, SDF, sem skipaðar eru kúrdískum og arabískum hermönnum, eiga stuðning Frakklands vísan. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu eftir fund Emmanuel Macron Frakklandsforseta með sendinefnd lýðræðissveitanna. Macron sagði herdeildina skipa mikilvægt hlutverk í baráttunni við vígasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki.
29.03.2018 - 22:31
Kínverjar kaupa upp ræktarland víða um heim
Kínverskur auðkýfingur hefur á síðustu fjórum árum keypt þrjú þúsund hektara ræktarlands í Indre- og Allier-héruðum í Mið-Frakklandi. Franskir bændur og raunar margir landa þeirra, alls ótengdir landbúnaði, eru tortryggnir gagnvart landakaupum hins kínverska Hu Kegin, sem hefur nýtt sér gloppur í franskri löggjöf til að festa kaup á öllu þessu landflæmi: Hann kaupir ekki alla bújörðina af bændum heldur aðeins stærsta hluta hennar og því geta frönsk stjórnvöld ekki gengið inni í jarðakaupin.
25.02.2018 - 06:41
Vilja endurnýja vináttusamning
Frakkar og Þjóðverjar stefna að endurskoðun og endurnýjun Élysée sáttmálans, en í þessari viku eru 55 ár frá því hann var undirritaður. Sáttmálinn kveður á um náið samstarf þjóðanna. Charles de Gaulle, þáverandi forseti Frakklands, og Konrad Adenauer, sem var kanslari Vestur-Þýskalands, undirrituðu vináttusáttmála í Élysée höllinni í París árið 1963.
25.01.2018 - 13:06