Færslur: fótbolti

Viðtal
Bjargaði meðvitundarlausum starfsmanni á Old Trafford
Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, gleymir seint skoðunarferð á fótboltavöllinn Old Trafford í Manchester í byrjun mánaðarins. Þar bjargaði hann manni í andnauð sem féll meðvitundarlaus niður á leikvanginum.
21.10.2021 - 13:54
Gullstelpurnar höfðu truflandi áhrif á meðalmennina
Óvenjulegt mál skekur norskt íþróttalíf um þessar mundir. Málið þykir svo sérkennilegt að greinarhöfundur VG, sem fjallar um málið, segir það þannig í pottinn buið að það sé eiginlega of fáránlegt til að vera satt.
07.10.2021 - 09:46
Viðtal
Eigi ekki að vera í landsliði ef mál eru til skoðunar
Vanda Sigurgeirsdóttir varð í dag formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún segir að meðan til skoðunar eru ofbeldisbrot eigi fólk ekki að spila með landsliðinu. Það sé þó ekki hlutverk stjórnar að hlutast til um hverjir séu valdir í liðið. 
02.10.2021 - 18:10
Viðtal
Vanda segir erfið verkefni framundan
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands á aukaþingi sambandsins í morgun, fyrst kvenna. Hún segir að erfið verkefni séu framundan og að hreyfingin þurfi að endurvinna traust þjóðarinnar. „Við vitum það sjálf að við þurfum að breyta. Við verðum að fordæma allt ofbeldi og við verum að búa til leiðir þar sem þolendur vilja koma til okkar, að þeir viti að við hlustum á þá,“ segir Vanda.
02.10.2021 - 12:56
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Lagalistinn
Félagarnir föðmuðust og grétu saman í búningsklefanum
Liðsfélagar Þorsteins V. Einarssonar í knattspyrnudeild ÍR urðu fyrir sameiginlegu áfalli þegar þjálfarinn þeirra lést skyndilega. Þeir féllust í faðma og studdu hver annan í sorginni, sem var í takt við þann kærleika og samstöðu sem Þorsteinn upplifði í búningsklefanum. Eitraðri fótboltamenningu eða klefamenningu fann hann fyrir, hún var áþreifanleg en grasseraði ekki innan búningsklefans.
Myndband
Vegfarendur kölluðu landsliðsmenn nauðgara
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, að fólk hefði hrópað að þeim „nauðgarar“ þegar þeir fóru í göngutúr í Reykjavík fyrr í dag.
Viðtal
Arnar: Allir leikmennirnir í dag með hreinan skjöld
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svaraði spurningum blaðamanna í dag sem flestar lutu að umræðu um kynferðisbrot í knattspyrnunni. Leikmennirnir sem mæta Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á fimmtudag njóti þess að spila fyrir land og þjóð. „Þeir eru hérna af því að þeir eru það sterkir og  vilja gera það, þrátt fyrir allt. Pressan á liðinu er gígantísk en allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld,“ segir Arnar.
31.08.2021 - 20:45
Styrktaraðilar krefjast skýringa frá KSÍ
Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins, og lýst þungum áhyggjum af stöðunni. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskra getrauna, segir þau hafa fengið fundarboð frá sambandinu. Fundurinn verði á næstu dögum en tímasetning hafi ekki verið ákveðin.
31.08.2021 - 15:23
Borghildur íhugaði að segja af sér
Borghildur Sigurðardóttir annar starfandi formaður KSÍ segir að allir stjórnarmenn Knattspyrnusambands Íslands hafi velt því fyrir sér að segja af sér í kjölfar umræðunnar um ofbeldi og kynferðisafbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta
30.08.2021 - 08:44
Kastljós
Guðni: Engin tilkynning um kynferðisbrot á borð KSÍ
Engar kvartanir eða tilkynningar um kynferðisbrot hafa komið inn á borð Knattspyrnusambands Íslands, að sögn Guðna Bergssonar, formanns sambandsins. Hann segir í Kastljósi að sambandið taki allar ásakanir um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar alvarlega. 
Vanti raunverulegan vilja til að laga aðstöðumun kynja
Leikmenn í meistaraflokki kvenna í fótbolta hjá Þór/KA þurfa sjálfar að standa straum af kostnaði við liðið sem leikmenn meistaraflokks karla þurfi ekki að gera. Móðir leikmanns í kvennaliðinu segir að eina sem þurfi til að breyta þessu sé raunverulegur vilji.
31.07.2021 - 11:35
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM
Bresk yfirvöld hafa varað við smithættunni samfara fjölmennum samkomum fyrir úrslitaleikinn á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Óttast er að hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar fari á flug í framhaldinu.
11.07.2021 - 13:43
KA-menn langþreyttir á lélegri aðstöðu
Formaður Knattspyrnufélags Akureyrar segir félagsmenn orðna langþreytta á aðstöðuleysi til knattspyrnuiðkunnar fyrir KA-menn, sem þurfa að spila heimaleiki sína í meistaraflokki í öðru sveitarfélagi.
08.07.2021 - 09:46
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Finnar óttast COVID-bylgju í kjölfar fótboltafárs
Finnar hafa áhyggjur af því að ný bylgja kórónaveirusmita sé í þann mund að ríða yfir landið eftir að fjöldi fótboltaáhugafólks sneri aftur frá Pétursborg með Delta-afbrigði COVID-19 í farteskinu. Finnar kepptu við Rússa í Pétursborg á Evrópumótinu í fótbolta á dögunum.
26.06.2021 - 07:43
Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um vanrækslu í tengslum við andlát argentísku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona bar fyrir sig í yfirheyrslum að honum hefði verið bannað að trufla Maradona meðan hann svæfi.
Læknisskoðun fótboltamanna fyrirbyggir ekki allan vanda
Þó svo að knattspyrnumenn á borð við Christian Eriksen, liðsmann danska landsliðsins, gangist árlega undir ítarlega læknisskoðun greinast ekki allir undirliggjandi áhættuþættir. Þetta segir Reynir Björnsson læknir sem starfað hefur fyrir KSÍ við landsleiki. Christian hné niður í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í knattspyrnu á laugardag. Mikilvægt sé þegar fólk fer í hjartastopp að hefja hjartahnoð sem fyrst.
14.06.2021 - 08:53
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld andvíg ofurdeild
Allt verður reynt til að koma í veg fyrir stofnun nýrrar ofurdeildar tólf evrópskra knattspyrnufélaga að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún segir tímasetningu tilkynningar félaganna ekki tilviljun enda hefist þing Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) á morgun.
19.04.2021 - 09:53
Guðni: Ný reglugerð gerir okkur erfitt fyrir
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að þau hafi vitað í hvað stefndi þegar tilmæli sóttvarnalæknis voru kynnt fyrir helgi. Nú þurfi að fara yfir stöðuna í mótamálum sambandsins, setjast yfir hana og „taka einhverja ákvörðun sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum“
18.10.2020 - 18:08
Viðtal
Sá ekki fyrir sér í æsku að komast í atvinnumennsku
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslenska landsliðsins í fótbolta, vann einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu í fyrrakvöld þegar hún varð Evrópumeistari með félagsliði sínu, Lyon. Í æsku gat hún ekki ímyndað sér að einn daginn yrði hún atvinnukona í fótbolta.
01.09.2020 - 21:53
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20