Færslur: fótbolti

Myndskeið
Gestir virtu ekki sóttvarnir og breyta þurfti mótinu
Breyta þurfti skipulagi eins stærsta knattspyrnumóts sumarsins á Akureyri þar sem foreldrar og gestir virtu ekki hólfaskiptingu og sóttvarnir. Eftir á að hyggja segir mótsstjórinn það hafa verið mistök að takmarka ekki fjölda aðstandenda. Um 8000 manns eru á mótinu.
03.07.2020 - 22:25
Myndskeið
Fótboltaveisla á Akureyri um helgina
Búið er að koma fyrir á annað hundrað sprittstöðvum á einu stærsta yngriflokkamóti sumarsins á Akureyri um helgina. Tæplega tvö þúsund drengir taka þátt og mótsstjóri segir snúið að halda fótboltamót á tímum farsóttar.
02.07.2020 - 13:56
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Smitið í Stjörnunni talið tengjast Breiðabliks smitinu
Smit sem kom upp hjá knattspyrnumanni í Stjörnunni í gær er talið tengjast smiti sem kom upp hjá knattspyrnukonu í Breiðablik fyrr í vikunni.
27.06.2020 - 11:09
Þurfa að ræða við um 300 manns vegna smits í Breiðablik
Haft hefur verið samband við yfir sjötíu manns sem fara í sóttkví eftir að knattspyrnukona hjá Breiðablik greindist með kórónuveiruna. 
Fastur á flugvelli í 74 daga
Ungur knattspyrnumaður frá Ghana er nú loksins laus af flugvelli í Mumbai og kominn á hótel þar í borg.
11.06.2020 - 02:30
Spegillinn
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Heimskviður
Barcelona - Meira en bara klúður
Barcelona er eitt sigursælasta og þekktasta íþróttafélag sögunnar. Meira en bara íþróttafélag, eins og segir í slagorði þess. Hvert klúðrið hefur rekið annað á síðustu mánuðum og misserum. Þjálfaramál og leikmannamál hafa verið í miklum ólestri og spilling og óstjórn virðist grassera innan félagsins. Ráðgjafarfyrirtæki hefur fengið fúlgur fjár til að mæra forseta félagsins en níða skóinn af andstæðingum hans og þekktum leikmönnum félagsins. Sex stjórnarmenn hafa sagt af sér í mótmælaskyni.
25.04.2020 - 07:30
Arsenal í sóttkví - Arteta greindur með COVID-19
Knattspyrnustjóri Arsenal, Mikel Arteta, hefur verið greindur með COVID-19 kórónaveiruna. Æfingasvæði félagsins hefur verið lokað og allir sem hafa átt í samskiptum við hann undanfarna daga fara í sóttkví, þar á meðal allir leikmenn liðsins, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.
12.03.2020 - 23:18
Ráðist að heimili stjórnarformanns Manchester United
Æstir og hundfúlir áhangendur Manchester United réðust að heimili Eds Woodward, stjórnarformanns knattspyrnufélagsins í dag. Þeir krotuðu á húsið og hentu logandi blysum í það. Woodward hefur sætt harðri gagnrýni United aðdáenda undanfarið vegna skelfilegrar frammistöðu liðsins.
28.01.2020 - 23:57
Andrea Mist frá Þór/KA til Ítalíu
Andrea Mist Pálsdóttir leikmaður Þór/KA hefur samið við ítalska úrvalsdeildarliðið Orobica Calcio.
27.01.2020 - 14:59
Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2019
Óskar Hrafn Þorvaldsson var valinn þjálfari ársins af íþróttafréttamönnum. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins rétt í þessu.
28.12.2019 - 20:46
Myndband
Mikill viðbúnaður á Laugardalsvelli
Mikill viðbúnaður er á Laugardalsvelli vegna leiks íslenska karlalandsliðsins og Frakka, heimsmeisturum karla í fótbolta, klukkan 18.45 í dag. Undirbúningurinn hefur staðið í þrjá daga. Um 26 myndavélar eru á staðnum, 45 starfsmenn sem koma að útsendingunni og 110 franskir fjölmiðlamenn.
11.10.2019 - 17:22
HM Hákon kveður í bili
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla er nú lokið í Rússlandi. HM Hákon fer yfir úrslitaleikinn og velur leikmann mótsins.
17.07.2018 - 13:36
Sannspár HM Hákon?
Eftir mikið hringsól og ferðalög er HM Hákon aftur kominn til Amsterdam og hefur endanlega gefið upp vonina um að komast nokkurn tíman til Rússlands
14.07.2018 - 11:00
HM Hákon talar frá Íslandi
Enn hefur HM Hákon sérstakur HM spekningur Núllsins ekki komist á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann er í stuttu stoppi á Íslandi og leit því við í Núllið og fór yfir komandi átta liða úrslit.
05.07.2018 - 17:25
Söng Justin Bieber fyrir landsliðið
Albert Guðmundsson, yngsti leikmaður íslenska karlalandliðsins í fótbolta, er nýkominn heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hann er úr mikilli fótboltafjölskyldu og segist hafa verið byrjaður að sparka í fótbolta áður en hann byrjaði að labba. Albert Guðmundsson var mánudagsgestur í Núllinu.
02.07.2018 - 14:42
HM Hákon talar frá Spáni
HM Hákon ræðir frammistöðu íslenska karla landsliðsins á heimsmeistaramótinu knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi.
29.06.2018 - 16:33
Heimsókn í HM Höllina
Að undanförnu hafa landsmenn hópast að sjónvarpinu til þess að fylgjast með gengi íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Jakob Birgisson er einn af þeim sem hefur boðið vinum og vandamönnum heim í stofu til þess að horfa á leiki mótsins. Meðan á mótinu stendur nefnir hann heimili sitt HM Höllina.
28.06.2018 - 10:31
Þetta er svört skíðabrekka
Ísland verður að sigra Króatíu og Argentína verður að sigra Nígeríu svo Ísland komist áfram.
26.06.2018 - 14:52
Nauðsynlegt að sigra Nígeríu
Jafntefli á móti Argentínu eru frábær úrslit, sigur gegn Nígeríu er nauðsynlegur og Króatar líta mjög vel út, að mati HM-Hákonar, knattspyrnusérfræðings Núllsins. Hákon ræddi leiki helgarinnar og það sem er fram undan.
19.06.2018 - 10:27
Ekkert öruggt í þessu
Það fer ekki fram hjá neinum um þessar mundir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu er á næsta leiti. Hákon Jóhannesson verður sérlegur knattspyrnuspekingur Núllsins á meðan öllu þessu stendur og byrjaði á því að fara yfir nokkur grunnatriði varðandi mótið.
13.06.2018 - 16:18
Ronaldo næst-vinsælastur á Instagram
Portúgalski fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo varð á þessu ári stoltur eigandi næst-vinsælasta Instagram aðgangs í heimi, með 116 milljónir fylgjenda. Selena Gomez vermir þó efsta sætið en 130 milljónir manna fylgjast með ævintýralegu stjörnulífi hennar á smáforritinu vinsæla.
02.12.2017 - 17:12
„Ég varð að leyfa efnilega Pavel að deyja"
„Ég held að körfuboltamaðurinn Pavel hafi dáið með efnilega Pavel. Eftir að ég hætti að vera sá Pavel átti ég bara ekki meiri kraft eftir til að fylgja þessum körfuboltalífstíl. Hefði ég haldið áfram í því er ég viss um að ég væri núna grátandi á öxlinni á þér og að kenna öllum öðrum um," segir Pavel Ermolinski, kaupmaður á Bergstaðastræti og fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta.
03.11.2017 - 14:38
Stalst í kirkju fyrir leikinn gegn Króötum
Á horni Katrínartúns og Laugarvegar í Reykjavík stendur Fíladelfía, kirkja Hvítsunnusafnaðarins í Reykjavík. Þar hitti ég knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson, leikmann Udinese á Ítalíu, á sólríkum sumardegi - til að tala um Guð. 
28.10.2017 - 09:00