Færslur: fótbolti

Ólafi Jóhannessyni sagt upp störfum hjá FH
Ólafi Jóhannessyni, aðalþjálfara í efstu deild karla í knattspyrnu hjá FH, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
17.06.2022 - 00:18
Sjónvarpsfrétt
Frá Mariupol til Akureyrar — „Tek bara einn dag í einu”
Ungur Úkraínumaður, sem kom frá Mariupol til Akureyrar til að spila fótbolta með KA, segist taka einn dag í einu. Húsið hans og allar eigur voru lagðar í rúst skömmu eftir að hann kom til landsins.
02.05.2022 - 13:39
Sjónvarpsfrétt
Segir óeðlilegt að Eggert hafi spilað
Eggert Gunnþór Jónsson sem hefur sætt rannsókn í meintu kynferðisbrotamáli var í byrjunarliði FH-inga í leik þeirra gegn Víkingi í Bestu deildinni í gær. Forseti leikmannasamtaka Íslands segir það mjög óeðlilegt. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir útgáfu reglna um mál sem þessi hafa tafist.
19.04.2022 - 19:01
Vann 104 milljónir - hæsta vinning frá upphafi
Íslenskur tippari hafði heppnina með sér í gær þegar hann vann 104 milljónir króna. Fékk hann 13 rétta á Enska getraunaseðilinn og vann með því hæsta vinning sem unnist hefur hjá Íslenskum getraunum frá upphafi.
03.04.2022 - 21:27
Fyrstu merki vors á grasvöllum
Það glyttir í grænar grasnálar á knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu og gæsir eru mættar þangar til að bragða á nýgræðingum. Fyrstu merki vors gera vart við sig. Vorið er þó skemmra á veg komið á Akranesi og þar biðja menn fyrir blíðviðri svo völlurinn verði tilbúinn fyrir Íslandsmótið eftir mánuð.
24.03.2022 - 12:34
Innlent · Vor · Tíðarfar · veður · KR · ÍA · fótbolti · grasvellir · knattspyrnuvellir
Myndskeið
Svakaleg aðkoma að Hamarshöllinni
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að henni hafi brugðið þegar hún fékk símtal í morgun um að Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús, væri farin. Hún segir að bæjarbúar gefist ekki upp, íþróttamannvirki verði á ný á þessum stað. Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að aðkoman hafi verið svakaleg.
22.02.2022 - 14:36
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að spila fótbolta með höfuðljós
Það er allt í lagi að spila fótbolta með höfuðljós en óþægilegt að fá ljósið beint í augun. Svo er erfitt að sjá hvort boltinn lendir í markinu. Þetta segir Fótboltagengið, hópur barna í Mosfellsbæ, sem hefur beðið bæjarstjórn um betri lýsingu á fótboltavelli.
15.01.2022 - 19:59
KSÍ hefur ekki áhyggjur þótt menn fái sér 1-2 drykki
„Það er ekki óalgengt að menn setjist niður eftir leikjatörn og sumir fá sér einn, tvo drykki og aðrir ekki og KSÍ hefur ekki haft áhyggjur af þessu í tengslum við landsliðin almennt,“ segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa KSÍ við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Fréttastofa sendir 15 spurningar í tölvupósti til forsvarsmanna KSÍ. Formaður sambandsins hefur hafnað öllum beiðnum um viðtal í dag.
Fjórir handteknir á leik Brøndby og Glasgow Rangers
Forystumenn danskrar knattspyrnu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki. Iðulega sýður upp úr milli áhangenda fótboltaliða og lögregla þarf að hafa afskipti af þeim. Það gerðist seinast í gærkvöldi.
05.11.2021 - 02:35
Segðu mér
„Ég var alveg við það að fella slatta af tárum“
Kvikmyndagerðarmaðurinn og fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson greindi frá því fyrr í haust að hann hygðist ekki leika fleiri leiki með liðinu. Styr stóð um KSÍ á þeim tíma en Hannes fann stuðning hjá þjóðinni sem hann er þakklátur fyrir. Hann lítur stoltur yfir farinn veg og sér fram á að snúa sér enn frekar að kvikmyndagerð eftir vel heppnaða frumsýningu á Leynilöggu, sem hann leikstýrir.
03.11.2021 - 13:55
Viðtal
Bjargaði meðvitundarlausum starfsmanni á Old Trafford
Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, gleymir seint skoðunarferð á fótboltavöllinn Old Trafford í Manchester í byrjun mánaðarins. Þar bjargaði hann manni í andnauð sem féll meðvitundarlaus niður á leikvanginum.
21.10.2021 - 13:54
Gullstelpurnar höfðu truflandi áhrif á meðalmennina
Óvenjulegt mál skekur norskt íþróttalíf um þessar mundir. Málið þykir svo sérkennilegt að greinarhöfundur VG, sem fjallar um málið, segir það þannig í pottinn buið að það sé eiginlega of fáránlegt til að vera satt.
07.10.2021 - 09:46
Viðtal
Eigi ekki að vera í landsliði ef mál eru til skoðunar
Vanda Sigurgeirsdóttir varð í dag formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún segir að meðan til skoðunar eru ofbeldisbrot eigi fólk ekki að spila með landsliðinu. Það sé þó ekki hlutverk stjórnar að hlutast til um hverjir séu valdir í liðið. 
02.10.2021 - 18:10
Viðtal
Vanda segir erfið verkefni framundan
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands á aukaþingi sambandsins í morgun, fyrst kvenna. Hún segir að erfið verkefni séu framundan og að hreyfingin þurfi að endurvinna traust þjóðarinnar. „Við vitum það sjálf að við þurfum að breyta. Við verðum að fordæma allt ofbeldi og við verum að búa til leiðir þar sem þolendur vilja koma til okkar, að þeir viti að við hlustum á þá,“ segir Vanda.
02.10.2021 - 12:56
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Lagalistinn
Félagarnir föðmuðust og grétu saman í búningsklefanum
Liðsfélagar Þorsteins V. Einarssonar í knattspyrnudeild ÍR urðu fyrir sameiginlegu áfalli þegar þjálfarinn þeirra lést skyndilega. Þeir féllust í faðma og studdu hver annan í sorginni, sem var í takt við þann kærleika og samstöðu sem Þorsteinn upplifði í búningsklefanum. Eitraðri fótboltamenningu eða klefamenningu fann hann fyrir, hún var áþreifanleg en grasseraði ekki innan búningsklefans.
Myndband
Vegfarendur kölluðu landsliðsmenn nauðgara
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, að fólk hefði hrópað að þeim „nauðgarar“ þegar þeir fóru í göngutúr í Reykjavík fyrr í dag.
Viðtal
Arnar: Allir leikmennirnir í dag með hreinan skjöld
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svaraði spurningum blaðamanna í dag sem flestar lutu að umræðu um kynferðisbrot í knattspyrnunni. Leikmennirnir sem mæta Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á fimmtudag njóti þess að spila fyrir land og þjóð. „Þeir eru hérna af því að þeir eru það sterkir og  vilja gera það, þrátt fyrir allt. Pressan á liðinu er gígantísk en allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld,“ segir Arnar.
31.08.2021 - 20:45
Styrktaraðilar krefjast skýringa frá KSÍ
Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins, og lýst þungum áhyggjum af stöðunni. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskra getrauna, segir þau hafa fengið fundarboð frá sambandinu. Fundurinn verði á næstu dögum en tímasetning hafi ekki verið ákveðin.
31.08.2021 - 15:23
Borghildur íhugaði að segja af sér
Borghildur Sigurðardóttir annar starfandi formaður KSÍ segir að allir stjórnarmenn Knattspyrnusambands Íslands hafi velt því fyrir sér að segja af sér í kjölfar umræðunnar um ofbeldi og kynferðisafbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta
30.08.2021 - 08:44
Kastljós
Guðni: Engin tilkynning um kynferðisbrot á borð KSÍ
Engar kvartanir eða tilkynningar um kynferðisbrot hafa komið inn á borð Knattspyrnusambands Íslands, að sögn Guðna Bergssonar, formanns sambandsins. Hann segir í Kastljósi að sambandið taki allar ásakanir um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar alvarlega. 
Vanti raunverulegan vilja til að laga aðstöðumun kynja
Leikmenn í meistaraflokki kvenna í fótbolta hjá Þór/KA þurfa sjálfar að standa straum af kostnaði við liðið sem leikmenn meistaraflokks karla þurfi ekki að gera. Móðir leikmanns í kvennaliðinu segir að eina sem þurfi til að breyta þessu sé raunverulegur vilji.
31.07.2021 - 11:35
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM
Bresk yfirvöld hafa varað við smithættunni samfara fjölmennum samkomum fyrir úrslitaleikinn á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Óttast er að hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar fari á flug í framhaldinu.
11.07.2021 - 13:43