Færslur: Fóstureyðingar

Lögleiða fóstureyðingar í Argentínu
Efri deild argentínska þjóðþingsins lögleiddi í dag fóstureyðingar til og með 14 viku meðgöngu. Fjöldi fólks hópuðust út á götu í gær meðan beðið var eftir niðurstöðu þingsins en heitar umræður stóðu yfir allt að tólf tíma í þinginu áður en löggjöfin var samþykkt með 38 atkvæða meirihluta. 29 greiddu atkvæði á móti.
30.12.2020 - 13:40
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Fóstureyðingar eru því nú nánast með öllu ólöglegar í landinu. Aðeins verður hægt að fara í fóstureyðingu stafi móðurinni heilsufarsleg hætta af meðgöngu eða ef um þungun vegna nauðgunar eða sifjaspells sé að ræða.
23.10.2020 - 00:25
Konur fái að taka ákvörðun um þungunarrof
Konum verður veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggi að baki, verði frumvarp frá heilbrigðisráðherra að lögum. Einnig er lagt til að hugtakið þungunarrof komi í stað fóstureyðingar. Alls 27 umsagnir bárust nefnd um heildarendurskoðun laganna.
Fólk gat ekki þagað lengur
Mikill meirihluti Íra kaus fyrr í sumar með því að aflétta banni við þungunarrofi. Stjórnvöld stefna að því að fyrir árslok verði hægt að gera slíkar aðgerðir á Írlandi. Tara Flynn er einn forsprakka Já-hreyfingarinnar, þeirra sem vilja að konur taki sjálfar ákvarðanir um eigin líkama. Hún segir kosningabaráttuna hafa tekið allverulega á en skilur þá sem börðust á móti, enda sjálf alin upp í kaþólsku samfélagi.
12.09.2018 - 10:53
Útlit fyrir að fóstureyðingar verði leyfðar
Írar hafa samþykkt að breytingar verði gerðar á ákvæði stjórnarskrá um fóstureyðingar, ef marka má útgönguspár sem birtar voru í kvöld úr þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um málið í dag. Kosið var um það hvort fella ætti úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem banna fóstureyðingar nema í þeim tilfellum þar sem líf móður er í hættu.
25.05.2018 - 22:16
Munur á fylkingum á Írlandi fer minnkandi
Mjótt er á munum, samkvæmt skoðanakönnunum, nú fimm dögum áður en Írar greiða atkvæði um afnám á banni við fóstureyðingum. Árið 1983 var samþykkt ákvæði í stjórnarskrá landsins þar sem líf ófædds barns er metið jafngilt lífi móður, sem hafði í för með sér að allar fóstureyðingar voru bannaðar.
20.05.2018 - 15:48
Meirihluti vill breyta fóstureyðingarlöggjöf
Fylgjendur breytinga á fóstureyðingarlögum á Írlandi eru nokkuð fleiri en þeir sem vilja óbreytta löggjöf, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Í könnun sem birt var í Irish Independent segjast 57 prósent fylgjandi en 43 prósent á móti af þeim sem tóku afstöðu með og á móti. 18 af hundraði hafa ekki tekið afstöðu og ef þeir eru taldir með eru 45% meðfylgjandi og 34%, aðrir vildu ekki svara eða höfðu ekki skoðun.
17.05.2018 - 11:51
Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum
Írska þingið samþykkti í dag að halda þjóðaratkvæðagreiðslu 25. maí um það hvort breyta eigi stjórnarskrá landsins og afnema bann við fóstureyðingum.
28.03.2018 - 18:03
Styður afnám banns við fóstureyðingum
Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, styður að stjórnarskrárbundið bann við fóstureyðingum verði afnumið, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um málið, líklega síðar á þessu ári. Bannið hefur verið í gildi síðan snemma á níunda áratugnum. Varadkar segir stefnt að því að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna í sumar.
28.01.2018 - 12:50
Breyta væntanlega löggjöf um fóstureyðingar
Allar líkur benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði á Írlandi á næsta ári um breytingar á mjög strangri löggjöf um fóstureyðingar. Nefnd þingsins sem falið var að fjalla um málið hefur nú samþykkt að leggja til nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá Írlands.
18.12.2017 - 16:13