Færslur: fossvogsskóli

Hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda
Ingvar Páll Ingason, faðir drengs í Fossvogsskóla, hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann nefnir ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingvars.
Foreldrar krefjast tafarlausra úrbóta í Fossvogsskóla
Foreldrar barna, sem hafa fundið fyrir veikindum vegna mygluvanda í Fossvogsskóla, telja mjög alvarlegt að foreldrum hafi ekki verið greint frá því tafarlaust að skaðlegar sveppategundir finnast víða í skólanum. Borgin hljóti að íhuga að rýma skólann þar til lausn er fundin.
Segir aldrei leitað til foreldra um lausnir eða samráð
Aðgerðir vegna þess sem kallað er óeðlilegur vöxtur á nokkrum stöðum hefjast í Fossvogsskóla á næstu dögum er ætlað að taka stuttan tíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og skólaráði Fossvogsskóla í kjölfar fundar 17. febrúar 2021. Faðir nemanda við skólann segir forelda hunsaða í málinu.
Enn finnast myglugró í Fossvogsskóla
Ný myglugró fundust við sýnatöku í Fossvogsskóla í desember. Á þessu skólaári hafa tíu börn glímt við einkenni sem hugsanlega má rekja til myglu í skólanum. Foreldrum og forsvarsmönnum skólans var kynnt ný skýrsla um stöðuna á fundi í gær. 
18.02.2021 - 12:35
Myndskeið
Finna enn fyrir myglu þrátt fyrir úrbætur
Móðir barns í Fossvogsskóla, sem finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans, segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda. Kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni en Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótum.
26.09.2020 - 19:44
Ekki tilefni til að rífa Fossvogsskóla
Reykjavíkurborg telur að ekki séu forsendur til að taka ákvörðun um að rífa Fossvogsskóla. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að hún vilji að skólinn verði rifinn til að uppræta myglu í skólanum. Von er á lokaskýrslu lokaúttektar frá Verkís í vikunni.
22.09.2020 - 13:08
Smit í Fossvogsskóla
Starfsmaður í eldhúsi í Fossvogsskóla greindist smitaður af COVID-19 í gær. Allir starfsmenn eldhússins eru í sóttkví en ekki er talin hætta á að börn eða kennarar hafi smitast. Þetta segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu.
04.09.2020 - 12:17
Funda með borgarstjóra um Fossvogsskóla
Formaður og sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs munu síðar í vikunni funda með borgarstjóra um athugasemdir foreldra barna í Fossvogsskóla um úttekt á framkvæmdum þar. Fundinn sitja einnig fulltrúar umhverfis- og skipulagssviðs sem bera ábyrgð á viðhaldi húsnæðis borgarinnar. Þar verða einnig lagðar línur um hvernig samskiptum við foreldrafélag skólans verður háttað. Þetta segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
12.05.2020 - 17:41
Foreldrar í Fossvogsskóla ósáttir við borgina
Foreldrafélag Fogssvogsskóla telur að borgaryfirvöld hafi ekki gert viðunandi prófanir til að ganga úr skugga um að engin mygla sé lengur í húsnæði skólans. Hafa foreldrarnir ráðið sér lögmann vegna svaraleysis borgarinnar í málinu.
12.05.2020 - 11:17
Leki með þakgluggum stuttu eftir viðgerðir
Reynt hefur verið að komast fyrir leka í Fossvogsskóla í Reykjavík síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Skólanum var lokað í mars út skólaárið vegna raka og myglu og var ráðist í ýmsar framkvæmdir sem lauk síðla hausts. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að farið verði yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við verkið.
24.01.2020 - 16:40
Myndskeið
Fjörugasti bókaklúbbur landsins
„Það er töff að lesa" eru einkunnarorð yngsta og líklega fjörugasta bókaklúbbs landsins sem hélt jólafagnað sinn í gær. Fyndnar og spennandi bækur eru í sérstöku uppáhaldi hjá klúbbnum.
18.12.2019 - 21:04