Færslur: forseti

Bandalag Macron missir 100 þingsæti og tapar meirihluta
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum í landinu í dag. Miðjubandalag forsetans, Ensamble, hlaut 245 sæti á þinginu en þurfti 289 sæti til að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.
19.06.2022 - 23:56
Forsetahjón sektuð fyrir brot á útgöngubanni
Forsetahjónin í Argentínu, þau Alberto Fernandez og Fabiola Yanez, greiddu í gær þriggja milljóna peseta sekt fyrir að rjúfa útgöngubann með því að halda afmælisboð á heimili sínu.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Sheikh Mohamed tekur við af hálfbróður sínum
Krónprinsinn Sheikh Mohamed bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, oft kallaður MBZ, hefur verið skipaður forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna af ríkisráði landsins. Tekur hann við af hálfbróður sínum Sheikh Khalifa bin Zayed bin Sultan Al Nahyan sem féll frá í gær.
14.05.2022 - 10:27
Branson biður Singapore að þyrma lífi dauðadæmds manns
Breski auðkýfingurinn Richard Branson biður stjórnvöld í Singapore um að þyrma lífi þroskaskerts malasísks manns sem bíður aftöku. Branson segir það verða svartan blett á orðstír borgarinnar láti stjórnvöld verða af aftökunni.
Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Obrador þarf ekki að yfirgefa forsetastólinn
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó þarf ekki að yfirgefa forsetastól landsins fyrr en árið 2024. Fyrstu tölur í atkvæðagreiðslu um hvort hann skuli sitja úr kjörtímabilið eða láta þegar af embætti sýna að 90 til 93 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vilja hafa hann áfram við völd.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
Ljóst að Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag. Meiri munur var á fylgi hans og hægrimannsins Marine Le Pen en kannanir bentu til.
Forseti Mexíkó leggur framtíð sína í hendur kjósenda
Kjósendur í Mexíkó fá á sunnudaginn tækifæri til að ákveða hvort forseti landsins skuli sitja allt kjörtímabilið. Forsetinn lagði sjálfur til ákvæði um slíka atkvæðagreiðslu í stjórnarskrá landsins.
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
Bolsonaro lagður inn á sjúkrahús
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, var í gær lagður inn á sjúkrahús í Brasilíu vegna veikinda. Þarlendir fjölmiðlar greina frá því að forsetinn sé þó ekki talinn alvarlega veikur.
29.03.2022 - 03:48
Forseti Kasakstan afþakkar alþjóðlega rannsókn
Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, afþakkaði í dag alþjóðlega rannsókn á blóðugum mótmælum sem ollu dauða á þriðja hundrað í upphafi árs. Hann kveðst ekki hyggja á stjórnarskrárbreytingar sem lengja myndi setu hans á forsetastóli.
30.01.2022 - 01:29
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Ekkert verður af málshöfðun gegn forseta Síle
Öldungadeild síleanska þingsins fellst ekki á að hefja mál gegn Sebastian Pinera forseta landsins vegna upplýsinga úr Pandóru skjalalekanum. Því verður ekkert af málhöfðun gegn honum þrátt fyrir samþykki neðri deildar þingsins.
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Dæmt í máli gegn Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta
Dæmt verður í máli Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dag. Hann er sakaður um að hafa með ólöglegum hætti fjármagnað kosningabaráttu sína árið 2012.
30.09.2021 - 02:39
Bouteflika fyrrverandi Alsírforseti látinn
Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Alsír er látinn 84 ára að aldri eftir langvinn veikindi.
18.09.2021 - 06:11
Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði
Ariel Henry, forsætisráðherra Karíbahafsríkisins Haítí hunsar allar þær grunsemdir sem beinast að honum vegna morðsins á Jovenel Moise forseta landsins 7. júlí síðastliðinn. Hann rak saksóknara sem fór fram á að hann yrði ákærður í málinu.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Asraf Ghani dvelur í Abu Dhabi af mannúðarástæðum
Asraf Ghani, forseti Afghanistan, heldur til í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsetinn flúði land skömmu áður en Talibanar hertóku Kabúl höfuðborg Afganistan á sunnudaginn var.
Hvítrússar segjast undirbúa hefndir vegna refsiaðgerða
Utanríkisráðuneyti Hvíta Rússlands fullyrðir að vestræn ríki ætli sér að steypa Alexander Lúkasjenka forseta af stóli. Gagnrýni þeirra á stöðu mannréttinda í landinu sé aðeins yfirvarp.