Færslur: forseti

Forsetinn sendi Ísraelsmönnum samúðarkveðju
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmönnum öllum samúðarkveðjur vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer trúarhátíðinni á í þorpinu Meron í norðurhluta landsins á föstudag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í dag. 
Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.
07.02.2021 - 22:08
Beint frá innsetningarathöfn Biden og Harris
Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
20.01.2021 - 10:26
Forseti Portúgals með COVID-19
Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, hefur greinst með kórónuveirusmit og hefur frestað öllum opinberum athöfnum sínum. Tilkynning þessa efnis barst frá forsetaskrifstofunni í dag.
12.01.2021 - 00:20
Schumer vill Trump burt
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði vikið úr embætti, og það strax.
07.01.2021 - 18:02
Giscard d'Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti látinn
Valery Giscard d'Estaing fyrrverandi forseti Frakklands lést í dag 94 ára að aldri. Hann var kjörinn í embætti árið 1974 og hóf þegar að beita sér fyrir margvíslegum umbótum.
02.12.2020 - 23:44
Myndskeið
Eiga fátt annað sameiginlegt en að vera á áttræðisaldri
Verði Trump endurkjörinn verður hann 22. forseti Bandaríkjanna sem situr tvö kjörtímabil. Lúti Trump lægra haldi verður hann þrettándi Bandaríkjaforsetinn sem ekki fær umboð kjósenda til áframhaldandi starfa. Sigri Biden verður hann fimmti fyrrum varaforsetinn sem er kjörinn forseti.
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
Íslendingar kjósa sér forseta í níunda sinn
Íslendingar kjósa sér í dag forseta í níunda sinn í sögu lýðveldisins. Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar. 
27.06.2020 - 07:41
Tæplega helmingi fleiri kosið utan kjörfundar nú
10.800 hafa nú kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og er það tæplega helmingi fleiri en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 5.258 manns höfðu greitt atkvæði. Alls hafa 13.850 greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu. 
15.06.2020 - 15:27
Eftirvænting vegna komu forsetans til Sólheima
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer í sína fyrstu heimsókn í embætti í dag en ferðinni er heitið til Sólheima í Grímsnesi. Tekið verður á móti forsetanum og eiginkonu hans, Elizu Reid, við Sesseljuhús klukkan 11.
03.08.2016 - 08:30
Ólafur Ragnar óskar Guðna farsældar
Fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi hinum nýkjörna eftirmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni, bréf í morgun. Þar óskar Ólafur honum hamingju með kjörið og árnar honum heilla í embættinu.