Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Trump fullyrðir að Biden taki andlega örvandi lyf
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að Joe Biden taki lyf til að bæta frammistöðu sína í kappræðum.
Kosningasjóðir forsetaframbjóðendanna tútna út
Forsetaframbjóðendur stóru flokkanna í Bandaríkjunum, þeir Donald Trump og Joe Biden, eru iðnir við að safna í kosningasjóði sína.
Biden fordæmir óeirðir: „Ekkert af þessu eru mótmæli“
„Óeirðir eru ekki mótmæli,“ sagði Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins sem fordæmdi síðdegis ofbeldi og skemmdarverk í borgum víðsvegar um Bandaríkin. „Gripdeildir eru ekki mótmæli. Íkveikjur eru ekki mótmæli. Ekkert af þessu eru mótmæli, þetta er einfaldlega ólöghlýðni.“
Kínverjar og Bandaríkjamenn vilja halda lífi í samningi
Samningamenn Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í síma í gær um viðskiptasamning milli ríkjanna. Þeir kveðast sammála um að nauðsynlegt sé mynda þær aðstæður og andrúmsloft sem þurfi halda áfram þar sem frá var horfið fyrr á árinu.
Spegillinn
„Trump er miskunnarlaus og grimmur“
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan.
Demókratar staðfesta Biden sem forsetaefni
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, var í gærkvöld formlega kjörinn frambjóðandi Demókrataflokksins á flokksþingi Demókrata, sem fer að mestu fram í gegnum fjarfundarbúnað vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Forsetakosningarnar fara fram 3. nóvember þar í landi.
Biden formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata
Joe Biden var í gærkvöld formlega útnefndur frambjóðandi bandaríska Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum 3. nóvember. Þar etur hann kappi við Donald Trump, sem freistar þess að ná endurkjöri í skugga heimsfaraldurs sem kostað hefur yfir170.000 Bandaríkjamenn lífið og sett efnahagslíf landsins á hliðina.
Leggst gegn aukafjárveitingu til póstþjónustu
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að hann legðist gegn auknum fjárveitingum til póstþjónustu landsins (USPS) í aðdraganda forsetakosninga til þess að gera kjósendum erfiðara fyrir að senda atkvæði með pósti.
13.08.2020 - 21:34