Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Sífellt líklegra að Trump bjóði sig fram aftur
Nýjar skoðanakannanir fjáröflunarnefndar fyrir forsetaframboð Donalds Trump sýna gott forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta. Politico greinir frá.
Breytingar boðaðar á fyrsta degi
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst strax í dag undirrita fyrirskipanir um breytingar á stefnu Bandaríkjanna að lokinni embættistöku í Washington.
Fréttaskýring
Stormasöm valdatíð Donalds Trump á enda
Fjögurra ára valdatíð Donalds Trump lýkur í dag. Hún hefur verið stormasöm, litrík og óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Við lítum til baka og rifjum upp það sem gengið hefur á síðustu ár.
Spegillinn
Krafa um óflekkað mannorð þingmanna en ekki forseta
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands gæti forseti sem leystur hefur verið frá embætti áður en kjörtímabilinu lýkur boðið sig fram aftur seinna. Þetta segir aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef Bandaríkjaforseti verður ákærður þýðir það hins vegar að hann getur ekki aftur boðið sig fram til embættisins.
Facebook úthýsir Trump
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Facebook gaf það út nú síðdegiss að Donald Trump forseti Bandaríkjanna sé ekki lengur velkominn á miðlinum og að reikningi hans hafi verið lokað, að minnsta kosti þar til að lyklaskipti hafa orðið í Hvíta húsinu.
Bandaríkjaþing hefur staðfest kjör Joes Bidens
Bandaríkjaþing staðfesti rétt í þessu að Biden hefði tryggt sér 306 kjörmenn í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump fékk 232 kjörmenn og Biden því næsti forseti Bandaríkjanna. Mike Pence varaforseti staðfesti kjörið formlega í þinghúsinu í Washington DC. nú á níunda tímanum.
„Ég vil bara finna 11.780 atkvæði“
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað flokksbróður sinn, Brad Raffensperger, háttsettan ráðamann í Georgíuríki sem stýrir meðal annars framkvæmd kosninga, um að „finna“ nógu mörg atkvæði til þess að úrslit forsetakosninganna í ríkinu yrðu honum sjálfum í hag.
Pence styður áform um að staðfesta ekki kjör Bidens
Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst stuðningi við áform ellefu öldungadeildarþingmanna um að staðfesta ekki forsetakjör Joe Bidens á þingfundi á miðvikudag. Biden verður vígður í embætti þann 20. janúar en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sakað mótframbjóðandann um víðtækt kosningasvindl og ekki viðurkennt ósigur.
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga árið 2020
Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á þau leitarorð sem voru vinsælust hjá Íslendingum í leitarvélinni Google á árinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virðast einnig hafa verið landsmönnum hugleiknar.
Joe Biden kominn með atkvæði frá 302 kjörmönnum
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, tryggði sér á ellefta tímanum í kvöld atkvæði meira en 270 kjörmanna sem þarf til að vinna forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Veik von Donald Trumps, fráfarandi forseta, um að snúa taflinu við er því að engu orðin. Biden ætlar að ávarpa bandarísku þjóðina klukkan hálf eitt í nótt.
Iðulega spurt hvað Biden hyggist fyrir eftir fjögur ár
Joe Biden fagnar sjötugasta og áttunda afmælisdegi sínum næstkomandi föstudag. Hann er elstur allra til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna og verður orðinn 86 ára árið 2029, við lok annars kjörtímabils síns.
Trump játar ekki ósigur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag áfram að skrifa færslur á Twitter um úrslit forsetakosninganna. Fjölmiðlar víða um heim gripu eina færslu hans í morgun á lofti og skildu á þá leið að forsetinn væri í fyrsta sinn að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum. Nokkrum mínútum síðar skrifaði hann, að hluta með hástöfum, að hann játaði ekkert slíkt.
Ganga til stuðnings Trump
Nokkur fjöldi fólks hefur komið saman í dag í Washingtonborg til að styðja við bakið á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem enn hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningum 3. nóvember. Hann segir hjartnæmt að sjá stuðninginn.
Rússar segja bandarískt kosningakerfi „úrelt“
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir kerfið sem viðhaft er við forsetakjör í Bandaríkjunum úr sér gengið og „afskræmi vilja íbúa landsins.“ Hann vill ekki óska Joe Biden sigurvegara kosninganna 3. nóvember til hamingju enn um sinn.
Uppljóstrari sagður hafa dregið frásögn sína tilbaka
Uppljóstrari sem fullyrti að yfirmaður póstsins í Erie, Pennsylvaníu, hefði fyrirskipað starfsmönnum sínum að breyta dagsetningum á atkvæðum sem bárust með póstsendingu eftir kjördag, er sagður hafa dregið þann framburð sinn til baka. Sjálfur birti hann myndskeið á You Tube þar sem hann hafnaði slíkum fréttaflutningi.
Póstkosningar ekki eins einfaldar og þær hljóma
Donald Trump fráfarandi forseti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt fyrirkomulag kosninganna og haft uppi fullyrðingar um kosningasvindl. Þar vísar hann fyrst og fremst á póstatkvæði sem hann telur að séu ólögleg. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í kosningum í Bandaríkjunum og fjöldi póstatkvæða hafa aldrei verið fleiri.
Bush hringdi í Biden og Harris
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hringdi í Joe Biden nýkjörinn forseta landsins í dag og óskaði honum til hamingju með kjörið. Kamala Harris, nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna, fékk samskonar símtal frá forsetanum fyrrverandi.
Johnson reynir að blíðka Biden eftir stirð samskipti
Boris Johnson, sem naut talsverðrar hylli hjá Donald Trump, er illa séður hjá mörgum innan herbúða Joe Bidens, ef marka má frétt AFP í dag. Verðandi Bandaríkjaforseti hefur útilokað að gerður verði viðskiptasamningur við Breta ef Norður-Írlandi verði fórnað fyrir Brexit. Þá hefur hann lýst Johnson sem hálfgerðu „Trump-klóni“ . 4 ára gömul ummæli breska forsætisráðherrans um Obama virðast líka ætla að gleymast seint.
Hvað á að kalla karlinn?
20. janúar næstkomandi, þegar Kamala Harris tekur við embætti varaforseta Bandaríkjanna verður Doug Emhoff, eiginmaður hennar, fyrsti karlkyns maki varaforseta þar í landi. Hingað til hefur ekki verið til sérstakt heiti yfir karlkyns maka forseta eða varaforseta, enda engin þörf á þar sem þeir hafa allir verið kvenkyns og kallaðir „second lady“. Bandarískir fjölmiðlar velta nú vöngum yfir því hvað eigi að kalla karlinn.
Trump segist hafa skriflegar sannanir fyrir svindli
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skriflega vitnisburði um að rangt hafi verið haft við í nýafstöðnum forsetakosningum. Hann segir að óljóst sé hverjir hafi greitt talsverðan fjöldi atkvæða í Pennsylvaníuríki og segir að ekki hafi verið gætt að því að fólk færði sönnur á að það væri það sem það sagðist vera.
Guðni árnar Biden og Harris heilla
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden og Kamölu Harris, heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
„Kannski er ég sú fyrsta. En ég verð ekki sú síðasta“
„Kannski er ég sú fyrsta. En ég verð ekki sú síðasta.“ Þetta sagði Kamala Harris, nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar í nótt. Og með þessum orðum sínum vísaði hún til þess að kjör hennar brýtur ýmis blöð í bandarískum stjórnmálum.
Tengdasonurinn ráðleggur Trump að viðurkenna úrslitin
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og helsti ráðgjafi hans, ráðleggur honum að viðurkenna úrslit forsetakosninganna. Kosingastjóri Joes Biden og Kamölu Harris segir engin samskipti hafa átt sér stað á milli framboðs þeirra og framboðs Trumps um væntanleg valdaskipti.
Myndskeið
Giuliani útskýrði baráttu Trumps á skrautlegum fundi
Um það leyti sem fjölmiðlar um allan heim greindu frá því að Joe Biden hefði verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna eftir sigur í Pennsylvaníu stóð Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trumps, fyrir blaðamannafundi í Fíladelflíu. Þar lagði hann línurnar fyrir baráttu forsetans næstu daga. „Ekki vera með þessa vitleysu - fjölmiðlar ákveða ekki úrslit kosninganna,“ svaraði borgarstjórinn fyrrverandi þegar hann var spurður út í tíðindin af kosningunum.
Telur ólíklegt að Trump hafi erindi sem erfiði
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ólíklegt að Donald Trump hafi erindi sem erfiði við að véfengja úrslit forsetakosninganna fyrir dómstólum. „Þau mál sem hefur verið vísað til Hæstaréttar hafa annað hvort ekki fengið málsmeðferð eða verið vísað frá. Og ólíkt því sem gerðist fyrir tveimur áratugum þegar allt valt á einu ríki er núna verið að reyna að véfengja úrslit í fimm ríkjum.“