Færslur: forsetakosningar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.
25.05.2020 - 07:10
Tveir skiluðu meðmælendalistum í Vestfirðingafjórðungi
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður höfðu skilað meðmælendalistum til kjörstjórnar norðvesturkjördæmis á þriðja tímanum í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar verður farið yfir listana strax á morgun en hann hafði ekki fengið tilkynningar um stöðu mála hjá öðrum frambjóðendum.
19.05.2020 - 16:20
Forsetaframbjóðendur skiluðu listum í þremur kjördæmum
Yfirkjörstjórnir í þremur kjördæmum tóku í dag við meðmælendalistum þeirra sem boðað hafa forsetaframboð. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu inn meðmælendalistum í öllum kjördæmunum þremur; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Þeir höfðu áður skilað inn meðmælendalistum í suðvesturkjördæmi.
18.05.2020 - 18:01
Myndskeið
Guðni Th. og Guðmundur Franklín skiluðu inn listum
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu í dag inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboðs.
15.05.2020 - 19:30
Fjölga kjörstöðum um fjóra – kosið í Kringlunni
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga kjörstöðum í Reykjavík um fjóra, fyrir forsetakosningarnar sem fara mögulega fram í sumar. Nýju kjörstaðirnir eru Vesturbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli og Kringlan. Fulltrúar meirihlutans, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er hvattur til þess að gera íbúum höfuðborgarsvæðisins kleift að kjósa utan kjörfundar í Reykjavík, en ekki bara í Smáralind.
07.05.2020 - 18:33
Heimila söfnun rafrænna meðmæla fyrir forsetakosningar
Alþingi samþykkti í gær nýtt ákvæði, til bráðabirgða, í lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Nú er heimilt að safna rafrænum meðmælum í stað beinna undirskrifta, en hver frambjóðandi þarf að safna minnst 1.500 meðmælendum frá kosningabærum mönnum.
Forsetakosningar: Rafræn söfnun undirskrifta til umræðu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í morgun rafræna söfnun undirskrifta fyrir forsetakosningarnar í sumar. Kosið verður 27. júní, ef sitjandi forseti fær mótframboð, og þarf hver frambjóðandi að safna minnst 1.500 hundruð undirskriftum kosningabærra manna.
06.04.2020 - 12:18
Forsetakosningar 27. júní ef Guðni fær mótframboð
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist eftir því að sitja áfram sem forseti á Bessastöðum næstu fjögur ár. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní ef Guðni fær mótframboð.
Myndskeið
Stöðugur stuðningur allt kjörtímabilið
Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs í embætti forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann í nýársávarpi sínu í dag. Hann segir að bregðast þurfi við loftlagsvánni og að tími gegndarlausrar neyslu sé liðinn.
Joe Biden tilkynnir um forsetaframboð
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta árið 2020. Biden tilkynnti þetta í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. Biden slæst þannig í hóp 19 annarra Demókrata sem tilkynnt hafa um framboð sitt. Biden er 76 ára gamall. Hann var áður öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware, en varð síðar varaforseti Baracks Obama árið 2008.
25.04.2019 - 10:35
Obrador næsti forseti Mexíkóa
Andres Manuel Lopez Obrador verður næsti forseti Mexíkóa samkvæmt útgönguspám. Mexíkóar gengu til kosninga í dag til að velja sér nýjan forseta, þing og sveitastjórnir. Kjósendur hafa beðið í löngum röðum fyrir utan skóla og félagsheimili víða um landið en um 88 milljónir manns eru á kjörskrá. Vinstrimaðurinn Obrador var 22 prósentustigum ofar en íhaldsmaðurinn Ricardo Anaya, sem fékk næstflest atkvæði, segir í spá dagblaðsins El Financiero. Aðrar spár sýna álíka niðurstöður, segir í frétt AFP.
02.07.2018 - 01:43
Mexíkóar gengu til kosninga í dag
Mexíkóar gengu til kosninga í dag til að velja sér nýjan forseta, þing og sveitastjórnir. Kjósendur hafa beðið í löngum röðum fyrir utan skóla og félagsheimili víða um landið en um 88 milljónir manns eru á kjörskrá.
02.07.2018 - 00:58
Macron kærir sögusagnir um misferli
Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron hefur lagt fram kæru vegna birtingu skjala sem sögð eru sýna fram á að hann eigi aflandsreikninga á Bahama-eyjum. Skjölin hafa verið birt á netsíðum og samfélagsmiðlum, og andstæðingur Macron, Marine Le Pen, ýjaði einnig að tilvist þeirra í sjónvarpskappræðum í gærkvöld. Í viðtali í dag sór Macron af sér þessar ávirðingar og sagði að Le Pen og skoðanasystkini hennar stæðu á bak við þær.
04.05.2017 - 22:16
Obama styður Macron
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Emmanuel Macron, forsetaframbjóðanda í Frakklandi. Myndband með yfirlýsingu Obama var birt á Twitter síðu Macrons. Obama segir að Macron standi fyrir frjálslynd gildi og setji fram sýn um hlutverk Frakklands í Evrópu og annars staðar í heiminum.
04.05.2017 - 15:21
Hart tekist á í kappræðum Macrons og Le Pen
Frambjóðendurnir tveir í forsetakosningunum í Frakklandi, Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust hart á í kappræðum sem haldnar voru í sjónvarpssal í kvöld. Kappræðurnar sem stóðu í meira en tvo tíma, einkenndust af ásökunum á báða bóga, jafnvel móðgunum. Kosið verður á sunnudaginn milli þeirra tveggja. Macron er nú með um 60 prósent fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, en Le Pen með um 40 prósent.
03.05.2017 - 21:53
Macron vinsælastur meðal Frakka á Íslandi
Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði þeirra Frakka sem greiddu atkvæði í sendiráði Frakklands í Reykjavík síðasta sunnudag, í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Næstur honum kom vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélanchon og þar á eftir frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon. Macron fékk 77 atkvæði af 213, Mélanchon 69 atkvæði og Hamon 29.
27.04.2017 - 20:54
Kosningar í Frakklandi
Næstum 70 prósent kjörsókn í Frakklandi
Kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi er komin upp í 69,42 prósent, samkvæmt tölum sem franska innanríkisráðuneytið var að birta rétt í þessu. Þetta er nánast sama kjörsókn og var á þessum tíma í fyrri umferð kosninganna árið 2012, þegar síðast var kosið um forseta Frakklands, en fyrirfram höfðu margir óttast að draga myndi úr kjörsókn nú.
23.04.2017 - 15:10
Kosningar í Frakklandi
Útgönguspá: Macron og Le Pen með mest fylgi
Útgönguspá sem belgíski fjölmiðillinn RTBF birtir bendir til þess að Emmanuel Macron og Marine Le Pen séu með mest fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi sem nú standa yfir. Samkvæmt könnun RTBF er Macron með 24 prósent og Le Pen með 22 prósent. Francois Fillon er samkvæmt þessari könnun með 20.5 prósent og Jean-Luc Mélenchon er með 18 prósent. Tveir efstu frambjóðendurnir komast áfram í aðra umferð kosninganna í maí.
23.04.2017 - 14:43