Færslur: forsetakosningar

Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Marcos yngri næsti forseti Filippseyja
Ljóst er að völdin á Filippseyjum haldast innan fjölskyldna núverandi og fyrrverandi valdhafa. Kosið var til forseta þar í landi í dag. Sonur fyrrverandi einræðisherra í landinu verður forseti landsins, og dóttir fráfarandi forseta verður varaforseti.
09.05.2022 - 20:26
Mannskæðar árásir við kjörstaði á Filippseyjum
Þrír öryggisverðir féllu í skotárás á kjörstað á sunnanverðum Filippseyjum. Níu særðust þegar handsprengju var varpað á kjörstað fyrr í nótt. Milljónir landsmanna ganga nú að kjörborðinu til að velja sér forseta.
Marcos yngri talinn sigurstranglegastur frambjóðenda
Forsetakosningar standa nú yfir á Filippseyjum. Tíu eru í framboði en sonur fyrrverandi einræðisherra og núverandi varaforseti njóta mestrar hylli kjósenda. Skoðanakannanir benda til stórsigurs þess fyrrnefnda.
Níkaragva segir skilið við Samtök Ameríkuríkja
Skrifstofum Samtaka Ameríkuríkja var lokað um helgina í Managua, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva. Ríkið hefur sagt skilið við samtökin að tillögu forsetans og utanríkisráðherrans.
Frakkar velja milli Macrons og Le Pen í dag
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Kjörstaðir í sjálfu Frakklandi voru opnaðir klukkan sex og þeim verður lokað tólf klukkustundum síðar. Valið stendur milli miðjumannsins og forsetans Emmanuels Macron og hægri mannsins Marine Le Pen.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
Vucic lýsir yfir sigri í forsetakosningum í Serbíu
Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum þar í landi sem hafa farið fram í dag.
03.04.2022 - 23:47
Serbía: Endurkjör Vucics talið næsta öruggt
Serbar kjósa sér forseta og þing í dag. Búist er við að niðurstaða kosninganna tryggi áframhaldandi völd miðhægriflokksins sem ráðið hefur ríkjum í Serbíu undanfarinn áratug. Innrás Rússa í Úkraínu varpar þó löngum skugga sínum á stjórnmál í landinu.
Kjósendur í Kólumbíu velja forsetaframbjóðendur
Kjósendur í Kólumbíu fengu í dag tækifæri til að velja þrjá af sex sem verða í framboði til forseta í kosningum 29. maí. Ekki þykir útilokað að vinstri maður verði fyrir valinu í fyrsta skipti í sögu landsins.
Tugir þúsunda Frakka í mótmælum vegna loftslagsmála
Tugir þúsunda Frakka tóku þátt í mótmælum víðsvegar um land í dag þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að huga rækilega að loftslagsmálum.
13.03.2022 - 01:11
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Ortega sakfelld
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Daniels Ortega forseta Níkaragva hefur verið sakfelld fyrir efnahagsbrot. Chamorro sem hefur verið í haldi frá því í júní á síðasta ári var fundin sek um peningaþvætti og fjármálaóstjórn.
Búist við að sonur taki við af föður í Túrkmenistan
Forsetakosningar standa nú yfir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan. Níu eru í framboði en mestar líkur þykja á að sonur taki við af föður. Gurbanguly Berdymukhamedov tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist stíga til hliðar eftir að hafa ráðið ríkjum í landinu frá árinu 2006.
Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu
Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol sem er nýgræðingur í stjórnmálum var kjörinn forseti Suður-Kóreu í dag. Hann hafði betur gegn jafnaðarmanninum Lee Jae-myung með afar naumum meirihluta atkvæða.
10.03.2022 - 00:22
Suður-Kóreumenn kjósa forseta í skugga omíkron-bylgju
Forsetakosningar standa nú yfir í Suður-Kóreu og búist er við að valið standi á milli hins frjálslynda Lee Jae-myung og Yoon Suk-yeol, sem álitinn er íhaldssamari. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu, drifinn áfram af omíkron-afbrigði veirunnar.
09.03.2022 - 01:14
Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Þýskaland
Endurkjör Steinmeiers talið býsna öruggt
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands þykir nokkuð öruggur um að ná endurkjöri í dag. Þingmenn á sambandsþinginu kjósa forsetann ásamt jafnmörgum fulltrúum þinga hvers sambandsríkis.
Ítalskir þingmenn kjósa forseta
Alls óvíst er hver verður næsti forseti Ítalíu, þar sem stjórnmálaflokkar landsins hafa ekki komið sér saman um frambjóðanda. Fyrsta atkvæðagreiðslan var á þinginu í dag.
24.01.2022 - 17:35
Íhugar málssókn vegna sögusagna um kynleiðréttingu
Brigitte Macron eiginkona Frakklandsforseta ætlar að bregðast við samsæriskenningum þess efnis að hún hafi fæðst karlkyns og hafi farið í gegnum kynleiðréttingarferli.
Fyrirhugðum forsetakosningum frestað í Líbíu
Þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda forsetakosningar í Líbíu 24. desember eins og fyrirhugað var. Óttast er að óeirðir brjótist út auk þess sem efasemdir eru uppi um lögmæti nokkurra framboða
Gabriel Boric sigurvegari forsetakosninga í Síle
Vinstri maðurinn Gabriel Boric er sigurvegari í síðari umferð forsetakosninga í Síle sem fram fóru í dag. Hægri maðurinn Jose Antonio Kast hefur játað ósigur sinn eftir að 70% atkvæða hafa verið talin.
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50