Færslur: forsetakosningar

Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.
Starfsmenn lýsi ekki yfir stuðningi með prófílmyndum
Athugasemd barst yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í gær vegna starfsmanns kjörstjórnar Fljótsdalshéraðs sem hafði sett ramma um prófílmynd sína á Facebook þar sem lýst var stuðningi við annan forsetaframbjóðendanna.
Viðtal
Þjóðin sammála túlkun Guðna á embættinu
Ekki er hægt að túlka niðurstöður forsetakosninganna í gær öðruvísi en svo að þjóðin sé sammála túlkun Guðna Th. Jóhannessonar á forsetaembættinu. Þetta sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, í aukafréttatíma í Sjónvarpinu í hádeginu í dag.
„Íslendingar eru svo miklir reddarar“
Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, er sáttur við hvernig íslensk yfirvöld brugðist við vanda þeirra kjósenda sem urðu að fara í sóttkví vegna mögulegs hópsmits. Hann hafði boðað fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag vegna málsins.
Aukafréttatími í hádeginu
RÚV verður með aukafréttatíma í sjónvarpi kl. 12:00 vegna forsetakosninganna sem fóru fram í gær.
28.06.2020 - 09:36
Forsetakosningar í Póllandi
Í dag verður gengið til kosninga í Póllandi. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
Færri kjósa á kjördag nú en í síðustu forsetakosningum
Kjörsókn hefur verið heldur minni það sem af er kjördegi en á sama tíma í síðustu forsetakosningum. Á móti kemur að fleiri kusu utan kjörfundar þetta árið en nokkru sinni áður.
Verður að tryggja að fólk geti kosið
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar á mánudag um þá stöðu sem nú er uppi um að einstaklingar sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar geti mögulega ekki kosið sér forseta. Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu. 
27.06.2020 - 09:53
Íslendingar kjósa sér forseta í níunda sinn
Íslendingar kjósa sér í dag forseta í níunda sinn í sögu lýðveldisins. Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar. 
27.06.2020 - 07:41
Myndskeið
Fylgi forsetaframbjóðenda stendur nánast í stað
Kosið verður til forseta á morgun og samkvæmt nýrri könnun er Guðni Th. Jóhannesson með 93 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson nærri 7 prósenta atkvæða. Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar eða 52 þúsund.
Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Guðni með yfirburði í öllum könnunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mælst með mikla yfirburði  á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson í öllum þeim fimm skoðanakönnunum sem rannsóknarfyrirtækin Gallup, EMC rannsóknir, Maskína og Zenter hafa framkvæmt fyrir forsetakosningarnar á morgun.
Brjálaða Ingiríður í kosningakaffið
Á morgun fá Íslendingar tækifæri til að nýta sér lýðræðislegan kosningarétt sinn og kjósa sér forseta lýðveldisins. Áður fyrr tíðkaðist það í meira mæli en í dag að fólk klæddi sig upp í tilefni hvers kyns kosninga í sitt fínasta púss, greiddi sér og jafnvel bónaði bílinn áður en atkvæði var greitt.
26.06.2020 - 14:55
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
31 Íslendingur hefur boðið sig fram til forseta
Á laugardaginn fá Íslendingar tækifæri til að velja sér forseta í níunda sinn frá stofnun lýðveldisins. Talsvert fleiri karlar en konur hafa sóst eftir embættinu og elsti frambjóðandinn var næstum því tvöfalt eldri en sá yngsti. 20% framjóðenda hafa verið lögfræðingar og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú býður sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni sitjandi forseta, er þrítugasti og fyrsti einstaklingurinn sem sækist eftir embættinu.
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.
Forsetakosningar
Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist hafa farið í framboð af því honum fannst núverandi forseti ekki taka nógu mikið mark á þjóðinni. Guðmundur Franklín ræddi framboð sitt, framtíðarsýn og unga fólkið yfir laufléttum Skrafl leik.
Forsetakosningar 2020
Ekki í verkahring forseta að setja eða afnema lög
„Það er ekki í verkahring forseta að setja lög eða afnema þau og ég ætla ekki að eigna mér aleinn heiðurinn að því að fyrirkomulaginu varðandi uppreist æru var breytt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti og forsetaframbjóðandi, sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.
25.05.2020 - 07:10
Tveir skiluðu meðmælendalistum í Vestfirðingafjórðungi
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður höfðu skilað meðmælendalistum til kjörstjórnar norðvesturkjördæmis á þriðja tímanum í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar verður farið yfir listana strax á morgun en hann hafði ekki fengið tilkynningar um stöðu mála hjá öðrum frambjóðendum.
19.05.2020 - 16:20
Forsetaframbjóðendur skiluðu listum í þremur kjördæmum
Yfirkjörstjórnir í þremur kjördæmum tóku í dag við meðmælendalistum þeirra sem boðað hafa forsetaframboð. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu inn meðmælendalistum í öllum kjördæmunum þremur; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Þeir höfðu áður skilað inn meðmælendalistum í suðvesturkjördæmi.
18.05.2020 - 18:01
Myndskeið
Guðni Th. og Guðmundur Franklín skiluðu inn listum
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu í dag inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboðs.
15.05.2020 - 19:30