Færslur: Flóttamenn

Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Fleiri Afgönum boðið hæli í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kveðst reiðubúin að fjölga í hópi þeirra Afgana sem fái hæli vestra. Harðir bardagar geisa um þrjár lykilborgir í Afganistan og Bandaríkjamenn óttast að þeim Afgönum sem liðsinntu þeim undanfarna tvo áratugi verði refsað grimmilega
Myndskeið
30 þúsund flýja frá Afganistan í hverri viku
Um þrjátíu þúsund Afganir flýja heimaland sitt í hverri viku. Harðir bardagar hafa staðið yfir við þrjár borgir í Afganistan um helgina þar sem talibanar reyna að styrkja enn stöðu sína.
01.08.2021 - 19:57
Átök í Litáen vegna flóttamanna frá Hvítarússlandi
Spennan fer sívaxandi á landamærum Hvítarússlands og Litáen vegna aukins straums flóttamanna um landamæri. Íbúar hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu flóttamannabúða og hefur lögreglan þurft að beita táragasi. Þá hafa flóttamennirnir sjálfir einnig mótmælt.
28.07.2021 - 22:22
Fjöldi hælisleitenda komst til Melilla
Á fjórða hundrað hælisleitendur reyndu í dögun að komast frá Marokkó yfir á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háan múr með gaddavír á toppnum. 238 komust alla leið. Þeir voru umsvifalaust fluttir í móttökustöð þar sem þeir verða í sóttkví næstu daga í samræmi við COVID-19 reglur á Spáni.
22.07.2021 - 12:11
Straumur hælisleitenda yfir Ermarsund
Á fimmta hundrað hælisleitendum tókst í gær að komast á gúmmíbátum yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands. Breska þingið áformar lagabreytingar í von um að stöðva flóttamannastrauminn.
20.07.2021 - 12:03
Ekki þarf að fresta brottvísunum héðan til Afganistan
Í ljósi versnandi ástands í Afganistan hafa sænsk og finnsk stjórnvöld stöðvað brottvísanir þaðan til Afganistan um óákveðinn tíma. Ekki er þörf á að grípa til sams konar aðgerða hér á landi.
Segja Breta og Dani vinna að flóttamannabúðum í Rúanda
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á í viðræðum við dönsk stjórnvöld um að standa saman að nýjum móttökustöðvum fyrir flóttafólk frá Afríku og verður þeim ætlaður staður í Rúanda.
Venesúelskir hælisleitendur myrtir í Kólumbíu
Hátt á annað þúsund flóttamanna frá Venesúela hefur verið myrt í nágrannaríkinu Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. Margir hafa verið beittir ofbeldi.
Sýrlensku fjölskyldurnar ánægðar á Hvammstanga
Nú er lokið formlegri aðstoð við Sýrlendinga sem komu sem flóttamenn til Hvammstanga fyrir tveimur árum. Fjórar af fimm fjölskyldum búa enn á staðnum og ekkert fararsnið virðist á þeim.
05.06.2021 - 13:01
Spegillinn
Stefnir í alvarlega mannúðarkrísu
Það stefnir í alvarlega mannúðarkrísu hér á landi ef haldið er áfram að vísa flóttamönnum á götuna, segir Áshilldur Linnet, teymisstjóri Rauða krossins í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Lögfræðingar samtakanna telja að það standist ekki lög að vísa fólki úr húsnæði og hafa kært málið til kærunefndar útlendingamála.
55 milljónir á flótta í eigin landi
Þrefalt fleiri urðu að yfirgefa heimili sín vegna náttúruhamfara en stríðsátaka í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu upplýsingamiðstöðvar norska flóttamannaráðsins um fólk á flótta í eigin landi.
21.05.2021 - 03:53
Tuga saknað á Miðjarðarhafi
Leit stendur yfir á Miðjarðarhafi að 57 manns eftir að báti með hátt í hundrað manns hvolfdi nokkru eftir að hann lét úr höfn í Líbíu. Förinni var heitið til Evrópu.
18.05.2021 - 15:56
Myndskeið
Krefjast þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael
Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag til stuðnings Palestínu. Yfirskrift mótmælanna var Stöðvum blóðbaðið. Krafa fundarins var að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael.
Bandaríkin taka við mun fleiri flóttamönnum en stóð til
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann myndi margfalda fjölda þeirra flóttamanna sem hleypt yrði til landsins á þessu ári. Forsetinn hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir að ætla að halda sig við þann fjölda sem forveri hans í embætti hafði miðað við, 15 þúsund flóttamenn, og tilkynnti í dag að hámarkið yrði þess í stað 62.000 manns.
03.05.2021 - 22:32
Bátur dreginn á land með sautján lík innanborðs
Trébátur sem sást á reki á milli Afríkustranda og Kanaríeyja fyrr í vikunni er kominn að landi með sautján lík um borð. Björgunarskip spænsku strandgæslunnar tók bátinn í tog og dró hann til Los Cristianos á Tenerife, þar sem floti líkbíla beið á bryggjunni.
29.04.2021 - 02:45
Nær 200 saknað á Miðjarðarhafi
Tíu lík fundust á floti nærri gúmmíbáti sem eyðilagðist undan strönd Líbíu í dag. Um 130 voru um borð í bátnum að sögn mannréttindasamtakanna SOS Mediterranee, sem voru fyrst á vettvang.
23.04.2021 - 00:18
Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Gagnrýnir stefnu Dana í innflytjendamálum
Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir þá ákvörðun í fyrra að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus sé öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að gagnrýnin hafi þau áhrif að ákvörðuninni verði breytt. Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna lýsti í vikunni yfir áhyggjum af stefnu danskra stjórnvalda og segir stöðuna ekki vera þannig neins staðar í Sýrlandi að óhætt sé að senda þangað fólk.
Flóttamenn létu lífið á leið til Kanaríeyja
Fjórir fundust látnir um borð í bát fullum af flóttamönnum nærri 200 kílómetrum suður af eyjunni El Hierro við Kanaríeyjar. Sjómenn urðu varir við bátinn og höfðu samband við viðbragðsaðila.
12.04.2021 - 01:53
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Ísland leggur fram 700 milljónir til aðstoðar Sýrlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag að Ísland legði alls fram tæplega 700 milljónir króna til aðstoðar við stríðshrjáða íbúa landsins.
Harris stýrir aðgerðum við landamærin
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði það í gær á herðar varaforseta síns, Kamala Harris, að koma skikk á fjölda og aðbúnað innflytjenda við landamærin að Mexíkó. BBC greinir frá. Fólk hefur drifið að í stríðum straumum að sunnan til að leita betra lífs í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er fjöldi fylgdarlausra barna. Flestir koma frá Mið-Ameríkuríkjum þar sem mikil fátækt ríkir og ofbeldi glæpagengja er daglegt brauð.
25.03.2021 - 07:00