Færslur: Flóttamenn

Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
Björgunarskip lýsir yfir neyðarástandi um borð
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking hefur lýst yfir neyðarástandi um borð. Sex farþegar hafa reynt að fyrirfara sér og áflog hafa orðið um borð. Skipið hefur verið utan Sikileyjar síðustu daga, eftir að beiðni skipverja um að leggjast að bryggju hefur verið hafnað á sjö stöðum á Ítalíu og Möltu undanfarna viku. 180 flóttamenn sem bjargað var af Miðjarðarhafinu eru um borð í skipinu. 
04.07.2020 - 02:21
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Ítalía · Malta
Kúbanskir flóttamenn fundust í flutningabíl
Lögregla í Gvatemala fann á laugardaginn fimmtán Kúbverja sem höfðu þjappað sér saman í þröngu farmrými flutningabifreiðar.
15.06.2020 - 01:15
Hælisumsóknir ekki verið færri í rúman áratug
Hælisumsóknir sem bárust ríkjum Evrópusambandsins í apríl eru færri en þær hafa verið í rúman áratug. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum frá flóttamannaskrifstofu ESB (EASO). Kórónuaveirufaraldurinn leiddi til lokunar ytri landamæra sambandsins.
10.06.2020 - 07:12
Seehofer vill efla gæslu við ytri landamæri ESB
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, vill að ríkið nýti tækifærið á meðan það gegnir forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins og geri umbætur á hæliskerfi sambandsins. Eins þykir honum kominn tími til að efla gæslu við ytri landamæri ESB. 
08.06.2020 - 06:29
180 flóttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi á þessu ári
Straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhafið heldur áfram þrátt fyrir að Evrópulönd hafi lokað höfnum sínum í kórónuveirufaraldrinum. Hlé var gert á öllu björgunarstarfi á Miðjarðarhafi í síðustu viku.
15.05.2020 - 07:07
Erlent · Evrópa · Malta · Ítalía · Flóttamenn
Hundruð flóttamanna reynt að komast til Bretlands
Breska landamæraeftirlitið hefur tekið á móti nærri 230 flóttamönnum sem reynt hafa að sigla yfir Ermarsundið síðustu tvo daga. Innanríkisráðuneytið segir átta báta með alls 145 um borð hafi verið stöðvaðir á föstudag. Þar af var einn gúmmíbátur þéttsetinn 51 flóttamanni. Aldrei hafa fleiri flóttamenn verið stöðvaðir á Ermarsundinu á einum degi. 82 flóttamenn voru teknir til viðbótar í gær. 
10.05.2020 - 01:35
Meira - Hakan Günday
Skáldsagan Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hún er skrifuð beint inn í samtímann og gefur innsýn í líf smyglara við Miðjarðarhafið sem hýsa og flytja flóttafólk sem í örvæntingu sinni flýja helvíti á jörðu í leit að paradís.
03.05.2020 - 21:45
63 fá efnislega meðferð vegna COVID-19
Útlendingastofnun hefur afturkallað ákvarðanir um að synja 63 einstaklingum um efnislega meðferð hér á landi vegna COVID-19. Helmingur þessara umsækjenda eru börn.
30.04.2020 - 15:28
Hundruð án húsaskjóls á Samos í Grikklandi
Hundruð hælisleitenda eiga höfði sínu hvergi að að halla eftir að eldur kom upp í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Samos. Áform stjórnvalda um að fækka fólki í búðum á grísku eyjunum hafa tafist vegna kórónuveirufarsóttarinnar.
27.04.2020 - 12:10
Um 500 Róhingjar komast hvergi á land
Um 500 Róhingjar á flótta eru um borð í tveimur togurum á Bengalflóa, og geta hvergi farið að landi. Stjórnvöld í Bangladess neita þeim um að leggjast að bryggju þar í landi, þrátt fyrir ákall mannréttindasamtaka. Al Jazeera fréttastofan hefur eftir Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess, að afdrif flóttamannanna séu ekki á ábyrgð Bangladesa, þeir væru ekki einu sinni inni á hafsvæði landsins.
26.04.2020 - 03:12
Skotið á flóttamenn í Moria
Tveir hælisleitendur í flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos voru fluttir á sjúkrahús með skotsár í gærkvöld. Árásarmaðurinn, eða -mennirnir, komust undan að sögn lögreglu. Engar frekari upplýsingar voru veittar um málið samkvæmt breska dagblaðinu Guardian. Árásin var gerð seint í gærkvöld í hinum yfirfullu Moria-flóttamannabúðum. Þær voru hannaðar til að hýsa þrjú þúsund manns, en yfir 18 þúsund dvelja þar um þessar mundir.
23.04.2020 - 05:45
Bág heilsugæsla í flóttamannabúðum þýðir fleiri smit
Gera má ráð fyrir að kórónuveiran smiti stóran hluta þeirra sem eru í flóttamannabúðum ef þar er engin heilbrigðisþjónusta, segir Karl G Kristinsson yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild LSH. Læknafélag Íslands og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi heilbrigðisþjónustu í flóttamannabúðum. 
15.04.2020 - 13:35
Óttast um afdrif flóttamanna á Miðjarðarhafi
Óttast er um afdrif tuga flóttamanna sem voru um borð í gúmmíbát á Miðjarðarhafinu. Strandgæsla Evrópusambandsins leitar að fólkinu, sem sigldi frá Líbíu með stefnuna á Ítalíu. Talið er að hátt í níutíu flóttamenn hafi verið um borð í bátnum þegar honum hvolfdi.
13.04.2020 - 01:20
Engir flóttamenn til Ítalíu vegna COVID-19
Ítalskar hafnir eru ekki taldar öruggar vegna kórónuveirufaraldursins í landinu og því fá skip hjálparsamtakanna ekki að koma þar að landi með flóttamenn og hælisleitendur.
08.04.2020 - 09:29
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Flóttamenn fundust látnir í gámi í Mósambik
64 lík fundust í gámi á vöruflutningabíl í Mósambík í gær. Talið er að fólkið hafi kafnað. 14 voru á lífi í gámnum að sögn yfirvalda. Flutningabíllinn var nýkominn til Mósambík frá Malaví. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er talið að fólkið sé frá Eþíópíu. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Suður-Afríku, en þetta er þekkt leið þangað.
25.03.2020 - 06:59
Barn lét lífið í eldsvoða í flóttamannabúðum á Lesbos
Barn lét lífið í eldsvoða í flóttamannabúðunum Moria á grísku eyjunni Lesbos í gær. Eldurinn braust út í einu híbýla flóttamanna innan búðanna, og magnaðist í hvassviðri seinni partinn í gær. Slökkvilið tókst að ná tökum á eldinum. Að sögn flóttamanna í búðunum braust mikil skelfing út við eldsvoðann.
17.03.2020 - 08:09
125 ára dómur fyrir að reka flóttamenn í dauðann
Þrír menn voru dæmdir í 125 ára fangelsi í Tyrklandi í gær fyrir þátt sinn í andláti hins þriggja ára Alan Kurdi frá Sýrlandi og fimm annarra árið 2015. Mynd af líki Kurdis í tyrkneskri fjöru varð eins konar táknmynd hættunnar og örvæntingarinnar sem blasti við flóttamönnum frá Sýrlandi. 
14.03.2020 - 06:08
Þunguð kona lést eftir fall af landamæragirðingu
19 ára þunguð kona frá Gvatemala lést á þriðjudag eftir að hafa reynt að klifra yfir landamæragirðingu í Texas. Yfirvöld í Gvatemala greindu frá þessu í gær. Konan féll aftur fyrir sig ofan af 5,5 metra hárri girðingu sem hún reyndi að klífa ásamt væntanlegum barnsföður sínum. Konan, Miriam Estefany Giron Luna, var komin 30 vikur á leið þegar hún lést. 
13.03.2020 - 06:41
Greiða hælisleitendum fyrir að snúa heim
Evrópusambandið og Grikkland ætla að bjóða fimm þúsund hælisleitendum á grísku eyjunum fjárstyrk gegn því að þeir snúi aftur til síns heima. Féð á að nægja þeim til að hefja nýtt líf.
12.03.2020 - 17:48
Leita að sérfræðingi sem getur aldursgreint tennur
Útlendingastofnun auglýsir eftir samstarfsaðila til að aldursgreina tennur þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Háskólaráð Háskóla Íslands tilkynnti í gær að samningur tannlæknadeildar og Útlendingastofnunar um tanngreiningar yrði ekki endurnýjaður vegna óánægju með fyrirkomulag aldursgreininga hér á landi.
12.03.2020 - 10:34
Flóttabörn verði ekki send til Grikklands
Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.
11.03.2020 - 22:23
HÍ hættir að aldursgreina fyrir Útlendingastofnun
Háskólaráð Háskóla Íslands hefur ákveðið að endurnýja ekki verksamning milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar um aldursgreiningu á tönnum þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þetta kemur fram á vef HÍ. Rauði krossinn fagnar þessari ákvörðun.
11.03.2020 - 17:07
Grikkir sakaðir um að brjóta lög
Flóttamenn og hælisleitendur sem koma frá Tyrklandi til Grikklands eru fangelsaðir og fluttir á leyndan stað við landamærin áður en þeir eru sendir tilbaka. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið New York Times og segja þetta brjóta í bága við alþjóðalög. 
11.03.2020 - 10:53