Færslur: Flóttamenn

Viðtal
45.000 undirskriftir gegn brottvísun afhentar ráðherra
Dómsmálaráðherra fékk í morgun afhentar 45.000 undirskriftir gegn brottvísun Uhunome Osayomore, 21 árs gamals manns frá Nígeríu, úr landi. Hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað þeirri ósk og því bíður hans brottvísun úr landi.
16.02.2021 - 11:55
Myndskeið
424 flóttamönnum bjargað undan ströndum Ítalíu
424 flóttamönnum var bjargað af yfirfullum bátum úti fyrir Sikiley á Ítalíu um helgina. Áhöfn skipsins Ocean Viking, frá mannúðarsamtökunum SOS Mediterranee, fékk leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að koma fólkinu í land í kvöld.
07.02.2021 - 17:20
Á annað hundrað bjargað á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking tókst í morgun að bjarga yfir eitt hundrað og tuttugu manns undan ströndum Líbíu. Fólkið lenti í sjónum þegar það lenti í hafnauð á uppblásnum yfirfylltum báti um þrjátíu sjómílur undan ströndinni. Nokkrir voru komnir í sjóinn þegar björgunarskipið kom á slysstaðinn.
04.02.2021 - 13:07
Metfjöldi flóttamanna til Kanaríeyja
Metfjöldi flóttamanna kom til Kanaríeyja á síðasta ári frá Afríku þar sem Evrópusambandið hefur lokað öðrum leiðum. Íslendingur á Tenerife óttast að þeir hafi litla möguleika á góðu lífi þar og stjórnmálafræðingur býst við að flestir þeirra verðir sendir aftur til síns heima. 
24.01.2021 - 19:14
Umsækjendum fækkaði en fleiri fengu vernd
Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari.
Áttatíu milljónir á vergangi
Yfir áttatíu milljónir manna eru á vergangi vegna átaka eða ofsókna víðs vegar um heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.
20 þúsund hafa flúið til Kanaríeyja á þessu ári
20 þúsund flóttamenn hafa komið frá Afríku til Kanaríeyja það sem af er ári. Fimm hundruð hafa drukknað á leiðinni. Talsmaður flóttamannahjálparinnar segir Evrópusambandið fara með eyjarnar eins og fangelsi.
03.12.2020 - 22:04
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30
Lögregla leysir upp flóttamannabúðir í miðborg Parísar
Lögregla beitti táragasi í gærkvöldi þegar hún leysti upp flóttamannabúðir sem komið hafði verið upp á Place de la Republique í hjarta Parísar.
24.11.2020 - 04:14
Fjarlægðu fólk úr hrörlegum búðum
Franska lögreglan flutti nokkur hundruð hælisleitendur á brott úr tjald- og kofabúðum sem hróflað hafði verið upp í óleyfi undir hraðbrautarbrú við Stade de France leikvanginn skammt norðan við París. Flestir sem þar héldu til eru frá Afganistan og Afríkuríkjum.
17.11.2020 - 14:14
Minnst 110 drukknuðu undan Líbíuströndum á þremur dögum
Minnst 110 flóttamenn og förufólk drukknuðu á Miðjarðarhafi síðstu þrjá dagana og 74 lík hefur þegar rekið á strendur vestanverðrar Líbíu. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að fjórir bátar flótta- og förufólks hafi farist við Líbíustrendur síðustu þrjá daga.
1.600 flóttamenn til Kanaríeyja um helgina
Yfir 1.600 flóttamenn sigldu frá Afríku til Kanaríeyja um helgina að sögn spænskra yfirvalda. Í gær komu um þúsund flóttamenn á land í tuttugu illa búnum bátum. Einum var þegar í stað komið á sjúkrahús með þyrlu eftir að hann kom í land. Viðbragðsaðilar sóttu lík um borð í bát sem kom að landi á El Hierro. Vitað er af 414 sem hafa látið lífið við að reyna að komast þessa leið það sem af er ári.
08.11.2020 - 23:11
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Skipstjóri flóttamannabáts dæmdur
Skipstjóri fleytu sem smyglaði flóttamönnum frá Marokkó til Kanarí-eyja í fyrra var dæmdur í átta ára fangelsi og þarf að greiða 160 þúsund evra miskabætur. Kona og eins árs barn drukknuðu. Dómstóll á Gran Canaria dæmdi manninn fyrir manndráp af gáleysi og glæpi gegn útlendingum.
06.11.2020 - 04:54
31% umsækjenda hefur hlotið vernd undanfarin ár
Ísland er næst á eftir Svíþjóð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2015 til 2019, miðað við höfðatölu.
04.11.2020 - 07:24
„Við fáum kusk í augun aftur og aftur“
Vinskapur þeirra Tinnu og Ylfings, þriggja ára leikskólafélaga, hefur vakið mikla athygli enda eru þau óaðskiljanleg. Þau hafa þó ekki hugmynd um hvað forfeður þeirra tengjast sterkum böndum en ef ekki væri fyrir ótrúlega aðstoð langafa Ylfings við tvítugan ungverskan flóttamann, langafa Tinnu, þá væri vinkona hans ekki einu sinni til.
29.10.2020 - 13:40
Fjögur drukknuðu á Ermarsundi
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.
28.10.2020 - 01:52
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00
Flóttamanna saknað eftir að bátur sökk á Miðjarðarhafi
Um tuttugu er saknað eftir að bátur sökk undan ströndum Túnis í gær. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir yfirvöldum í Túnis. Um þrjátíu flóttamenn voru um borð í bátnum, sem stefndi norður yfir Miðjarðarhafið að ítölsku eyjunni Lampedusa. Að minnsta kosti ellefu drukknuðu, átta konur og þrjú börn, að sögn strandgæslunnar í Túnis. Leit stendur yfir.
12.10.2020 - 03:58
Hafði ekki orð á að brottvísunarbúðir stæðu til hér
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa haft orð á því á þingi í gær að til stæði að koma hér á fót því sem kallaðar hafa verið brottvísunarbúðir fyrir fólk sem dvelur ólöglega í landinu. Hún hafi aðeins vísað til þeirrar framkvæmdar sem nær öll Evrópuríki, þeirra á meðal Norðurlöndin, grípi til þegar búið sé að taka ákvörðun um brottvísun.
06.10.2020 - 14:55
Myndskeið
Segir að VG samþykki aldrei flóttamannabúðir á Íslandi
Það kemur ekki til greina að koma upp flóttamannabúðum á Íslandi og þingflokkur Vinstri grænna mundi aldrei samþykkja slíkt. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, á Alþingi í morgun, og kallaði hugmyndina fráleita, þótt ekkert benti til þess að til stæði að hrinda henni í framkvæmd.
06.10.2020 - 11:44
Mexíkó krefur Bandaríkin svara um legnámsaðgerðir
Stjórnvöld í Mexíkó sendu í gær formlega beiðni til Bandaríkjanna um frekari upplýsingar um þær læknisaðgerðir sem gerðar eru á flóttafólki og hælisleitendum í varðhaldi. Fyrr í mánuðinum var greint frá ásökunum minnst sex mexíkóskra kvenna um að leg þeirra hafi verið fjarlægt án samþykkis þeirra.
29.09.2020 - 07:00
Taka á móti 100 flóttamönnum í ár – 15 frá Lesbos
Íslenskt stjórnvöld tilkynntu í dag að taka ætti á móti 15 flóttamönnum frá grísku eyjunni Lesbos. Þeir bætast við þá 85 sem ráðgert var að taka á móti hingað til lands í gegnum svokallað kvótaflóttamannakerfi.
25.09.2020 - 15:08
Khedr-fjölskyldan fær að vera á Íslandi
Kehdr-fjölskyldan frá Egyptalandi fær að vera á Íslandi. Það var ákveðið í gær.
25.09.2020 - 11:15
Viðtal
Hagsmunamat barnanna hafi verið í mýflugumynd
Magnús D.Norðdal lögmaður Egypsku fjölskyldunnar sem fékk dvalarleyfi hér á landi í gær segir að í máli Egypsku Kehdr-fjölskyldunnar og fleiri málum sé mat á hagsmunum barnanna af hálfu stjórnvalda í mýflugumynd. Hagsmunamat ætti að endurtaka á síðari stigum í meðferð mála.
25.09.2020 - 09:17
„Við komum hingað sjálf í erindaleysu“
Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að við sem búum við allsnægtir á Íslandi getum ekki fyrirgefið okkur að loka dyrum á fólk sem er á flótta. Hann gaf nýverið út þriðju bók sína í þríleik um Skálholt 18. aldar og segir að við megum til með að taka forfeður og -mæður okkar til fyrirmyndar sem buðu hjálparhönd og deildu með þeim sem þurftu, jafnvel þó þau byggju sjálf við vosbúð.
23.09.2020 - 10:35