Færslur: Flóttamenn

Bandaríkin taka við mun fleiri flóttamönnum en stóð til
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann myndi margfalda fjölda þeirra flóttamanna sem hleypt yrði til landsins á þessu ári. Forsetinn hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir að ætla að halda sig við þann fjölda sem forveri hans í embætti hafði miðað við, 15 þúsund flóttamenn, og tilkynnti í dag að hámarkið yrði þess í stað 62.000 manns.
03.05.2021 - 22:32
Bátur dreginn á land með sautján lík innanborðs
Trébátur sem sást á reki á milli Afríkustranda og Kanaríeyja fyrr í vikunni er kominn að landi með sautján lík um borð. Björgunarskip spænsku strandgæslunnar tók bátinn í tog og dró hann til Los Cristianos á Tenerife, þar sem floti líkbíla beið á bryggjunni.
29.04.2021 - 02:45
Nær 200 saknað á Miðjarðarhafi
Tíu lík fundust á floti nærri gúmmíbáti sem eyðilagðist undan strönd Líbíu í dag. Um 130 voru um borð í bátnum að sögn mannréttindasamtakanna SOS Mediterranee, sem voru fyrst á vettvang.
23.04.2021 - 00:18
Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Gagnrýnir stefnu Dana í innflytjendamálum
Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir þá ákvörðun í fyrra að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus sé öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að gagnrýnin hafi þau áhrif að ákvörðuninni verði breytt. Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna lýsti í vikunni yfir áhyggjum af stefnu danskra stjórnvalda og segir stöðuna ekki vera þannig neins staðar í Sýrlandi að óhætt sé að senda þangað fólk.
Flóttamenn létu lífið á leið til Kanaríeyja
Fjórir fundust látnir um borð í bát fullum af flóttamönnum nærri 200 kílómetrum suður af eyjunni El Hierro við Kanaríeyjar. Sjómenn urðu varir við bátinn og höfðu samband við viðbragðsaðila.
12.04.2021 - 01:53
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Ísland leggur fram 700 milljónir til aðstoðar Sýrlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag að Ísland legði alls fram tæplega 700 milljónir króna til aðstoðar við stríðshrjáða íbúa landsins.
Harris stýrir aðgerðum við landamærin
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði það í gær á herðar varaforseta síns, Kamala Harris, að koma skikk á fjölda og aðbúnað innflytjenda við landamærin að Mexíkó. BBC greinir frá. Fólk hefur drifið að í stríðum straumum að sunnan til að leita betra lífs í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er fjöldi fylgdarlausra barna. Flestir koma frá Mið-Ameríkuríkjum þar sem mikil fátækt ríkir og ofbeldi glæpagengja er daglegt brauð.
25.03.2021 - 07:00
Myndskeið
Meira en helmingur Sýrlendinga hefur misst heimili sín
Meira en helmingur Sýrlendinga, yfir 12 milljónir, hefur misst heimili sín í stríðinu sem nú hefur staðið í áratug. Eftir tíu ár af átökum hafa margir Sýrlendingar litla trú á framtíðinni.
Vilja koma börnum úr flóttamannabúðum á Sýrlandi
Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kallar eftir því að börn og ungmenni sem eru í flóttamannabúðum eða fangelsum í norðaustanverðu Sýrlandi verði hleypt heim. Ákallið kemur eftir að fjögur börn fórust í eldsvoða í yfirfullum flóttamannabúðum í Al-Hol í gær. 
01.03.2021 - 02:30
Viðtal
45.000 undirskriftir gegn brottvísun afhentar ráðherra
Dómsmálaráðherra fékk í morgun afhentar 45.000 undirskriftir gegn brottvísun Uhunome Osayomore, 21 árs gamals manns frá Nígeríu, úr landi. Hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað þeirri ósk og því bíður hans brottvísun úr landi.
16.02.2021 - 11:55
Myndskeið
424 flóttamönnum bjargað undan ströndum Ítalíu
424 flóttamönnum var bjargað af yfirfullum bátum úti fyrir Sikiley á Ítalíu um helgina. Áhöfn skipsins Ocean Viking, frá mannúðarsamtökunum SOS Mediterranee, fékk leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að koma fólkinu í land í kvöld.
07.02.2021 - 17:20
Á annað hundrað bjargað á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking tókst í morgun að bjarga yfir eitt hundrað og tuttugu manns undan ströndum Líbíu. Fólkið lenti í sjónum þegar það lenti í hafnauð á uppblásnum yfirfylltum báti um þrjátíu sjómílur undan ströndinni. Nokkrir voru komnir í sjóinn þegar björgunarskipið kom á slysstaðinn.
04.02.2021 - 13:07
Metfjöldi flóttamanna til Kanaríeyja
Metfjöldi flóttamanna kom til Kanaríeyja á síðasta ári frá Afríku þar sem Evrópusambandið hefur lokað öðrum leiðum. Íslendingur á Tenerife óttast að þeir hafi litla möguleika á góðu lífi þar og stjórnmálafræðingur býst við að flestir þeirra verðir sendir aftur til síns heima. 
24.01.2021 - 19:14
Umsækjendum fækkaði en fleiri fengu vernd
Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari.
Áttatíu milljónir á vergangi
Yfir áttatíu milljónir manna eru á vergangi vegna átaka eða ofsókna víðs vegar um heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.
20 þúsund hafa flúið til Kanaríeyja á þessu ári
20 þúsund flóttamenn hafa komið frá Afríku til Kanaríeyja það sem af er ári. Fimm hundruð hafa drukknað á leiðinni. Talsmaður flóttamannahjálparinnar segir Evrópusambandið fara með eyjarnar eins og fangelsi.
03.12.2020 - 22:04
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30
Lögregla leysir upp flóttamannabúðir í miðborg Parísar
Lögregla beitti táragasi í gærkvöldi þegar hún leysti upp flóttamannabúðir sem komið hafði verið upp á Place de la Republique í hjarta Parísar.
24.11.2020 - 04:14
Fjarlægðu fólk úr hrörlegum búðum
Franska lögreglan flutti nokkur hundruð hælisleitendur á brott úr tjald- og kofabúðum sem hróflað hafði verið upp í óleyfi undir hraðbrautarbrú við Stade de France leikvanginn skammt norðan við París. Flestir sem þar héldu til eru frá Afganistan og Afríkuríkjum.
17.11.2020 - 14:14
Minnst 110 drukknuðu undan Líbíuströndum á þremur dögum
Minnst 110 flóttamenn og förufólk drukknuðu á Miðjarðarhafi síðstu þrjá dagana og 74 lík hefur þegar rekið á strendur vestanverðrar Líbíu. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að fjórir bátar flótta- og förufólks hafi farist við Líbíustrendur síðustu þrjá daga.
1.600 flóttamenn til Kanaríeyja um helgina
Yfir 1.600 flóttamenn sigldu frá Afríku til Kanaríeyja um helgina að sögn spænskra yfirvalda. Í gær komu um þúsund flóttamenn á land í tuttugu illa búnum bátum. Einum var þegar í stað komið á sjúkrahús með þyrlu eftir að hann kom í land. Viðbragðsaðilar sóttu lík um borð í bát sem kom að landi á El Hierro. Vitað er af 414 sem hafa látið lífið við að reyna að komast þessa leið það sem af er ári.
08.11.2020 - 23:11
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn