Færslur: Flóttamenn

„Við fáum kusk í augun aftur og aftur“
Vinskapur þeirra Tinnu og Ylfings, þriggja ára leikskólafélaga, hefur vakið mikla athygli enda eru þau óaðskiljanleg. Þau hafa þó ekki hugmynd um hvað forfeður þeirra tengjast sterkum böndum en ef ekki væri fyrir ótrúlega aðstoð langafa Ylfings við tvítugan ungverskan flóttamann, langafa Tinnu, þá væri vinkona hans ekki einu sinni til.
29.10.2020 - 13:40
Fjögur drukknuðu á Ermarsundi
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.
28.10.2020 - 01:52
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00
Flóttamanna saknað eftir að bátur sökk á Miðjarðarhafi
Um tuttugu er saknað eftir að bátur sökk undan ströndum Túnis í gær. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir yfirvöldum í Túnis. Um þrjátíu flóttamenn voru um borð í bátnum, sem stefndi norður yfir Miðjarðarhafið að ítölsku eyjunni Lampedusa. Að minnsta kosti ellefu drukknuðu, átta konur og þrjú börn, að sögn strandgæslunnar í Túnis. Leit stendur yfir.
12.10.2020 - 03:58
Hafði ekki orð á að brottvísunarbúðir stæðu til hér
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa haft orð á því á þingi í gær að til stæði að koma hér á fót því sem kallaðar hafa verið brottvísunarbúðir fyrir fólk sem dvelur ólöglega í landinu. Hún hafi aðeins vísað til þeirrar framkvæmdar sem nær öll Evrópuríki, þeirra á meðal Norðurlöndin, grípi til þegar búið sé að taka ákvörðun um brottvísun.
06.10.2020 - 14:55
Myndskeið
Segir að VG samþykki aldrei flóttamannabúðir á Íslandi
Það kemur ekki til greina að koma upp flóttamannabúðum á Íslandi og þingflokkur Vinstri grænna mundi aldrei samþykkja slíkt. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, á Alþingi í morgun, og kallaði hugmyndina fráleita, þótt ekkert benti til þess að til stæði að hrinda henni í framkvæmd.
06.10.2020 - 11:44
Mexíkó krefur Bandaríkin svara um legnámsaðgerðir
Stjórnvöld í Mexíkó sendu í gær formlega beiðni til Bandaríkjanna um frekari upplýsingar um þær læknisaðgerðir sem gerðar eru á flóttafólki og hælisleitendum í varðhaldi. Fyrr í mánuðinum var greint frá ásökunum minnst sex mexíkóskra kvenna um að leg þeirra hafi verið fjarlægt án samþykkis þeirra.
29.09.2020 - 07:00
Taka á móti 100 flóttamönnum í ár – 15 frá Lesbos
Íslenskt stjórnvöld tilkynntu í dag að taka ætti á móti 15 flóttamönnum frá grísku eyjunni Lesbos. Þeir bætast við þá 85 sem ráðgert var að taka á móti hingað til lands í gegnum svokallað kvótaflóttamannakerfi.
25.09.2020 - 15:08
Khedr-fjölskyldan fær að vera á Íslandi
Kehdr-fjölskyldan frá Egyptalandi fær að vera á Íslandi. Það var ákveðið í gær.
25.09.2020 - 11:15
Viðtal
Hagsmunamat barnanna hafi verið í mýflugumynd
Magnús D.Norðdal lögmaður Egypsku fjölskyldunnar sem fékk dvalarleyfi hér á landi í gær segir að í máli Egypsku Kehdr-fjölskyldunnar og fleiri málum sé mat á hagsmunum barnanna af hálfu stjórnvalda í mýflugumynd. Hagsmunamat ætti að endurtaka á síðari stigum í meðferð mála.
25.09.2020 - 09:17
„Við komum hingað sjálf í erindaleysu“
Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að við sem búum við allsnægtir á Íslandi getum ekki fyrirgefið okkur að loka dyrum á fólk sem er á flótta. Hann gaf nýverið út þriðju bók sína í þríleik um Skálholt 18. aldar og segir að við megum til með að taka forfeður og -mæður okkar til fyrirmyndar sem buðu hjálparhönd og deildu með þeim sem þurftu, jafnvel þó þau byggju sjálf við vosbúð.
23.09.2020 - 10:35
Björguðu flóttafólki af bátum á sjó úti
Forsvarsmenn þýsku samtakanna Sea-Eye sögðust í dag hafa bjargað 114 flóttamönnum af bátum á Miðjarðarhafi. Fyrst hefði Alan Kurdi, skip samtakanna, bjargað 90 manns af drekkhlöðnum gúmbát vestur af strönd Líbíu og skömmu síðar hefði það tekið 24 um borð af fiskibát.
19.09.2020 - 17:53
Flóttafólk flutt í nýjar búðir á Lesbos
Lögreglan á grísku eynni Lesbos byrjaði í morgun að safna saman flóttafólki og hælisleitendum og koma þeim fyrir í nýjum búðum sem verið er að reisa í stað Moria-búðanna sem brunnu til grunna í síðustu viku.
17.09.2020 - 08:19
Myndskeið
„Stór tíðindi í flóttamannapólitík í Evrópu“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins,segir það stórtíðindi að afnema eigi Dyflinarreglugerðina. Verði breytingarnar samþykktar sé von á umbyltingu í móttökukerfi flóttamanna í Evrópu. 
Áforma að taka við flóttafólki frá Grikklandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra hafa lagt til að Þjóðverjar taki við allt af fimmtán hundruð flóttamönnum sem dvalið hafa í búðum á grísku eyjunum.
15.09.2020 - 09:09
Gera legnám á innflytjendum í varðhaldi
Hjúkrunarfræðingur sem vann við heilsugæslu á varðhaldsstöð fyrir ólöglega innflytjendur í Georgíuríki í Bandaríkjunum ljóstraði í gær upp um hryllilegar aðstæður og meðferð á fólkinu sem þar er í haldi.
15.09.2020 - 06:55
Þingnefnd ræðir mál egypsku fjölskyldunnar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fær fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar á sinn fund í dag til að ræða mál egypskrar fjölskyldu sem flytja á úr landi eftir að henni var synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umræðan um málefni fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
15.09.2020 - 06:55
Myndskeið
Flóttafólk flutt í nýjar búðir sem líkt er við fangelsi
Yfirvöld í Grikklandi ætla að opna nýjar flóttamannabúðir sem allra fyrst í stað Moria-búðanna sem brunnu á dögunum. Um 12 þúsund flóttamenn hafa verið á vergangi síðan, en myndband sem sýnir meðferðina á fólkinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum.
13.09.2020 - 14:51
Spegillinn
„Við erum fólk ekki skepnur“
Hælisleitendur sem hírst hafa úti síðan Moria-flóttamannabúðirnar brunni í vikunni kröfðust í dag frelsis og þess að fá að komast til meginlandsins. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar, þær voru upphaflega ætlaðar um þrjú þúsund manns en þar hafa verið um 13 þúsund. Kórónuveirusmit greindist í Moria í byrjun mánaðar og allir voru settir í tveggja vikna sóttkví. Því var illa tekið og grunur leikur á að kveikt hafi verið í.
12.09.2020 - 07:03
Viðtal
Segir ráðherra varpa frá sér ábyrgð með ódýrum hætti
„Ég tel það ansi ódýrt af hálfu dómsmálaráðherra að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður sex manna egypskrar sem flytja á úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að reglum verði ekki breytt fyrir eina fjölskyldu. Magnús segir að ekki þurfi sértæka breytingu fyrir fjölskyldu. Ráðherra geti hins vegar breytt reglugerð þannig að það gagnist mörgum og hafi þegar gert það einu sinni á þessu ári.
10.09.2020 - 20:39
Tvær tillögur um flóttamenn á kirkjuþingi
Tvær tillögur að ályktunum um bætta þjónustu og stuðning við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd liggja fyrir kirkjuþingi. Í annarri er lýst efasemdum um getu grískra, ítalskra og ungverskra stjórnvalda um að skapa fólki á flótta mannsæmandi aðstæður.
10.09.2020 - 17:32
Viðtal
Gera ekki breytingar til bjargar einstaka fjölskyldum
Flytja á sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að gera reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.
Myndskeið
Vilja loka flóttamannabúðum á grísku eyjunum
Rauði krossinn krefst þess að flóttamannabúðum á grísku eyjunum verði lokað og að fólkið sem þar hefst við verði flutt til meginlandsins. Aðstæður í búðum á eyjunum séu með öllu óviðunandi.
10.09.2020 - 15:47
Nýir eldar í Moria-flóttamannabúðunum
Eldur kviknaði á ný í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eynni Lesbos í gærkvöld og nýir eldar blossuðu þar upp öðru hvoru í nótt. Hefur þá nánast brunnið allt sem uppi stóð eftir brunann þar í fyrrinótt, þegar stærstur hluti búðanna brann til kaldra kola.
10.09.2020 - 08:17
Segir að kveikt hafi verið í Moria-búðunum á Lesbos
Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála í Grikklandi, segir að hælisleitendur hafi kveikt í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos, sem eyðilögðust í eldsvoða í nótt. Eldur hafi verið kveiktur á nokkrum stöðum í búðunum. Ekki liggi þó fyrir hvort ætlun þeirra hafi verið að valda tjóni.
09.09.2020 - 16:25