Færslur: Flóttamenn

Yfir 20 þúsund hafa verið stöðvaðir frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að flytja flóttafólk þangað til að skapa glundroða í Evrópu. Yfir 20 þúsund flóttamenn hafa verið stöðvaðir við að reyna að komast þaðan. Utanríkisráðherra Þýskalands segir forseta Hvíta-Rússlands reka ríkisrekinn smyglhring með flóttafólk.  
21.10.2021 - 22:03
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
126 flóttamönnum bjargað úr læstum gámi
Lögreglan í Gvatemala kom í gærmorgun 126 flóttamönnum til bjargar sem höfðu verið læstir inni í flutningagámi. Vegfarendur kölluðu lögreglu til eftir að hróp og köll heyrðust frá gámnum, sem hafði verið skilinn eftir í vegkanti. Yfirvöld segja líklegast að smygglarar hafi yfirgefið gáminn á leið til Bandaríkjanna.
10.10.2021 - 09:15
Ástralir hætta að senda flóttamenn til Manus
Stjórnvöld í Ástralíu samþykktu í morgun að hætta að senda flóttamenn sem koma sjóleiðina til landsins í flóttamannabúðir á eyjuna Manus við Papúa Nýju-Gíneu. Stjórnir landanna greindu frá þessu í morgun.
06.10.2021 - 04:44
Segir upp í mótmælaskyni við stefnu Bidens
Daniel Foote, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Haítí sagði í gær af sér í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjastjórnar. Foote sagði í uppsagnarbréfi sínu að ákvörðun stjórnvalda að snúa flóttamönnum frá Haítí við á landamærunum að Mexíkó væri ómannúðleg. Fólkið hafi flúið jarðskjálfta og pólitískan óstöðugleika í heimalandinu.
24.09.2021 - 05:33
Tugir barna dáið í flóttamannabúðum á Sýrlandi á árinu
62 börn hafa dáið í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi það sem af er ári, eða um tvö börn að meðaltali í hverri viku. Í flóttamannabúðunum eru fjölskyldur sem taldar eru tengjast vígahreyfingunni sem kennir sig við íslamskt ríki, að sögn samtakanna Save the Children. 
Líf afganskra túlka í hættu eftir tölvupóstsendingu
Rannsókn er hafin því hvernig mjög persónugreinalegar upplýsingar um afganska túlka sem störfuðu fyrir breska herliðið í Afganistan rötuðu inn í fjöltölvupóst sem sendur var á mjög marga. Talið er lífi margra í hópnum kunni að vera ógnað vegna þessa.
Seinustu tveir strokumanna úr Gilboa handsamaðir
Ísraelsher hefur handsamað tvo palestínska menn sem voru í felum eftir flótta úr Gilboa-öryggisfangelsinu í norðurhluta Ísrael fyrr í mánuðinum. Þá hafa allir þeir sex sem sluppu úr rammgerðu fangelsinu náðst.
19.09.2021 - 01:51
Grikkir opna flóttamannabúðir á Samos
Grísk stjórnvöld opnuðu í dag fyrstu lokuðu flóttamannabúðirnar af fimm, sem styrktar eru með fjármagni frá Evrópusambandinu. Mannréttindahópar hafa mótmælt fyrirkomulaginu í búðunum og segja reglur um aðgengi að þeim of takmarkandi.
18.09.2021 - 14:57
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Ókeypis akstur í 65 ár
Frá því að flóttamenn komu fyrst til Íslands fyrir 65 árum hefur sama rútufyrirtækið ekið fyrir Rauða Krossinn án þess að taka greiðslu fyrir. Dóttir stofnanda fyrirtækisins segir ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni.
14.09.2021 - 18:58
Dómsmál vegna skjalafals endurupptekið
Endurupptökudómur hefur fallist á að mál hælisleitanda, sem var sakfelldur fyrir skjalafals, verið tekið upp að nýju fyrir dómstólum í ljósi þess að maðurinn hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi.
Myndskeið
„Við komum hingað til að geta átt líf“
Við komum hingað til að geta átt líf. Þetta sagði einn úr hópi 18 sýrlenskra flóttamanna sem komu til landsins síðdegis í dag. Fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra, en förin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
„Vil ekki að barnið mitt lifi við sömu aðstæður og við“
Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosupi komust ásamt Ofog Roshan, eiginmanni hennar og börnum, frá Afganistan við illan leik eftir að hafa fengið samþykki fyrir að koma til Íslands. Zeba og Khairullah neyddust til að skilja tveggja mánaða barn sitt eftir en það hafði misst meðvitund í þrengslunum við flugvöllinn í Kabúl.
05.09.2021 - 18:15
Sjónvarpsfrétt
„Þeir voru að leita að fólki eins og mér“
Ákvörðunin um að fara var erfið, segir afgönsk kona sem kom hingað á föstudag. Hún þurfti að skilja við móður sína og systur sem hún segir skotmörk Talíbana, líkt og hún sjálf.
Yfir 500 bjargað nærri Ítalíu
Ítalska strandgæslan kom yfir fimm hundruð flóttamönnum til bjargar skammt frá eyjunni Lampedusa í gær. Báturinn sigldi frá ströndum Líbíu, og varð fólkið um borð að láta sér mikil þrengsli lynda.
29.08.2021 - 03:19
Nefna barnið eftir herflugvél
Stúlka sem fæddist um borð í bandarískri herflugvél um helgina á leið frá Kabúl í Afganistan hefur hlotið nafnið Reach, eftir kallmerki vélarinnar. Móðirin var meðal þeirra sem flúði Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin í höfuðborginni. 
26.08.2021 - 01:19
Hafa náð sambandi við 40 afganska flóttamenn
Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.
25.08.2021 - 12:39
Yfir helmingur Afgana á flótta eru börn
Tæplega 60 prósent þeirra Afgana sem hafa neyðst til að flýja heimili sín á árinu eru börn, samkvæmt samantekt Mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átök hafa verið víða um landið og 15. ágúst náðu Talibanar völdum.
Skynsamar fyrstu tillögur en staða Afgana áfram metin
Ísland tekur á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar þessa efnis á fundi sínum í morgun. Nefndin heldur áfram störfum og gæti lagt til að Ísland tæki á móti fleiri flóttamönnum, eftir því hvernig málum vindur fram í Afganistan.
24.08.2021 - 12:57
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Líkja aðgerðum Hvítrússa við árás á Evrópusambandið
Forsætisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Póllands hvöttu í dag til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér gegn Hvíta-Rússlandi fyrir það hvernig ríkið stendur að flóttamannamálum.
23.08.2021 - 09:38
Sjónvarpsviðtal
Engin orð sem fá því lýst hver neyðin er
Formaður flóttamannanefndar segir mikilvægt að vinna hröðum höndum að því að finna út hvernig hægt er að koma flóttamönnum frá Afganistan eftir valdatöku Talibana. Nefndin skilaði tillögum til félagsmálaráðherra í dag, meðal annars um hversu mörgum afgönskum flóttamönnum væri hægt að taka á móti hérlendis.
20.08.2021 - 20:29
Eystrasalt
Neyðarástand vegna flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Lettlandi hafa lýst yfir neyðarástandi við landamæri ríkisins að Hvíta-Rússlandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin.
10.08.2021 - 15:07