Færslur: Flóttamenn

Kærunefnd gagnrýnir Útlendingastofnun vegna máls Daryu
Kærunefnd útlendingamála hefur veitt Daryu Novitskaya alþjóðlega vernd. Nefndin snýr við úrskurði Útlendingastofnunar sem taldi hana ekki þurfa að óttast ofsóknir þrátt fyrir að hafa mótmælt stjórnvöldum í heimalandi sínu, Belarús.
11.11.2022 - 12:16
Lýsir ástandinu um borð sem „hreinni hörmung“
Ítölsk stjórnvöld neita að hleypa skipum sem bjargað hafa flóttamönnum af Miðjarðarhafi í höfn. Íslenskur hjúkrunarfræðingur um borð í einu skipanna segir aðstæður um borð hörmulegar.
08.11.2022 - 22:00
Vikulokin
Ekki skárra að flóttafólk hírist hér í mygluðu húsnæði
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld eigi að beina kröftum sínum í að bæta aðbúnað flóttafólks á Grikklandi frekar en að taka inn fleira fólk hingað til lands. Þá sé aðbúnaður flóttafólks á Íslandi ekki mikið skárri og ekki til húsnæði fyrir flóttafólk.
05.11.2022 - 12:50
Viðtal
Jón segist ekki geta metið framgöngu lögreglu og Isavia
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist ekki hafa forsendur til að tjá sig um það hvernig fjölmiðlar voru hindraðir í störfum sínum við að flytja fréttir af brottflutningi flóttamanna. Lögregla ætlar að ræða við Isavia í næstu viku um það hvers vegna sterkum ljósum var beint að tökumanni RÚV þegar hann myndaði brottvísun flóttamanna úr landi á Keflavíkurflugvelli í fyrri nótt.
Sjónvarpsviðtal
Dómsmálaráðherra telur lögreglu hafa gætt varkárni
Dómsmálaráðherra segir brottflutning hælisleitenda viðkvæm mál og gæti þurfi varkárni, sem hafi verið gert í tilfelli þeirra fimmtán sem vísað var úr landi í fyrrinótt. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi verklag lögreglu og gæta réttinda fatlaðs fólks. 
Morgunútvarpið
Ekkert bíður annað en gatan í Grikklandi
Ömurlega var staðið að brottflutningi fimmtán umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísað var úr landi til Grikklands í fyrrinótt, þetta segir lögmaður sem hefur aðstoða írakska fjölskyldu sem var hluti af hópnum. Hann segir að fólkinu hafi verið vísað úr landi fyrirvaralaust og gagnrýnir vinnubrögð lögreglu harðlega.
Biskup segir brottvísanir ganga gegn kristnum gildum
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það vonbrigði að búa í landi þar sem lögregla leitar uppi fólk sem leitar skjóls og friðar og vísar úr landi. Aðgerðirnar séu ekki í anda þeirra kristnu gilda sem hún hefði talið sér trú um að lögin í landinu byggðu á.
Myndskeið
Fimmtán vísað úr landi en þrettán fundust ekki
Fimmtán hælisleitendum var vísað úr landi í viðamikilli aðgerð lögreglu í nótt. Í hópnum var fólk sem beið niðurstöðu málsmeðferðar sinnar, ýmist fyrir kærunefnd útlendingamála eða héraðsdómi.
Skoða að bæta við tíu húsum fyrir flóttafólk
Viðræður eru í gangi um að ríkið taki á leigu um tíu hús, sem samtals gætu hýst allt að 600 flóttamenn. Í vikunni verður tekið í notkun hús fyrir hundrað karlmenn sem koma einir síns liðs til landsins. Haldi fram sem horfir gæti flóttafólk þurft að dvelja lengur í fjöldahjálparstöð en það þriggja daga hámark sem sett var þegar hún var opnuð.
Sjónvarpsfrétt
Vonast til að fleiri sveitarfélög vilji flóttamenn
Eitthundrað flóttamenn hafa komið til landsins í þessari viku.Fimm sveitarfélög bætast á næstu vikum í hóp þeirra sem vilja taka á móti flóttamönnum. Fleiri þarf til segir aðgerðastjóri flóttafólks. Nú taka aðeins fimm sveitarfélög við flóttamönnum. 
Um 1600 flóttamenn á framfæri Vinnumálastofnunar
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ganga þolanlega að útvega flóttamönnum húsnæði með því að hafa allar klær úti. Stofnunin sér um þúsund manns fyrir húsnæði nú, en um sextán hundruð manns eru á framfæri stofnunarinnar.
17.10.2022 - 12:27
Katrín ósammála Jóni um að stjórnleysi ríki
Hér ríkir ekki stjórnlaust ástand í málefnum flóttamanna, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla fjölgun flóttamanna skýrast af fordæmalausu ástandi á heimsvísu og tveimur stjórnvaldsákvörðunum hérlendis sem hefðu opnað fyrir komu fólks frá Úkraínu og Venesúela. Þetta er þvert orð Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem sagði fyrr í vikunni að ástandið væri stjórnlaust og kvað móttökukerfi fyrir flóttamenn of opið hér á landi.
13.10.2022 - 10:51
Opna fjöldahjálparstöð í skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík verður notað sem fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttamenn sem sækja um alþjóðlega vernd hérlendis. Rauði krossinn opnar miðstöðina að beiðni íslenskra stjórnvalda vegna fjölgunar flóttamanna sem hingað koma. Fólkið dvelur í herbergjum í skrifstofuhúsnæðinu en stefnt er að því að þar verði fólkið aðeins í takmarkaðan tíma áður en það kemst í betra húsnæði.
Vernd og vinna flóttafólks
„Stend fast í þeirri trú að ástæðurnar séu pólitískar“
Skiptar skoðanir eru innan stjórnarandstöðu á mögulegum lausnum til að mæta flóttamannastraumnum sem hefur aldrei verið meiri. Fulltrúar hennar eru þó á einu máli um að frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram feli hana ekki í sér. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, telur ljóst að stjórnvöld viti vel hve slæm staða flóttafólks sé í Grikklandi en sendi hælisleitendur til baka vegna ótta og pólitískra ástæðna.
190 flóttamenn stöðvaðir á siglingu yfir Ermarsund
Frönsk yfirvöld björguðu í dag um 190 flóttamönnum norður af Frakklandi, sem hugðust sigla yfir Ermarsundið til Bretlands. Fólkið var flutt aftur til Frakklands.
03.09.2022 - 22:54
Sjónvarpsfrétt
Rætt við 30 sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki
Viðræður standa yfir við þrjátíu sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráherra segir húsnæðisskort stærstu áskorunina.
02.09.2022 - 10:34
Girðing lokar landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands
Stjórnvöld í Litáen sögðust í dag hafa lokið uppsetningu hárrar gaddavírsgirðingar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Ætlunin er að verjast ásókn flóttamanna sem ríki Evrópusambandsins saka Hvítrússa um að senda að landamærunum.
Færeyingar hafa ekki minnkað vöruútflutning til Úkraínu
Verðmæti útflutningsvara Færeyinga til Úkraínu hefur ekkert minnkað milli ára þrátt fyrir innrás Rússa. Það sem af er ári nemur verðmætið rúmum 54 milljónum danskra króna, eða um milljarði íslenskra, en allt seinasta ár var það um 105 milljónir danskra króna.
1.295 flóttamenn sigldu yfir Ermarsund á einum degi
Hátt í þrettán hundruð flóttamenn sigldu á fjölda smábáta yfir Ermarsund í gær og hafa þeir ekki verið fleiri á einum sólarhring, síðan bresk yfirvöld hófu vöktun á sundinu.
23.08.2022 - 12:18
Allt að fjögur þúsund flóttamenn í lok árs
Stríðinu er hvergi nærri lokið og verkefnið því rétt að byrja segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks. Hann telur að flóttamenn geti orðið allt að fjögur þúsund í lok árs.
Flýr frá Úkraínu með stjúpson sem fer í nám á Akureyri
Íslendingur sem býr í Austur-Úkraínu hefur ákveðið að koma heim til Íslands með úkraínskri konu sinni og stjúpsyni sem hefur fengið inni í Háskólanum á Akureyri og bíður eftir tilskildum leyfum til að fara úr landi.
21.06.2022 - 15:03
Vill aðstoð við að senda Sýrlendinga heim
Forsætisráðherra Líbanons sagði ríkisstjórn sína í dag reiðubúna til þess að senda sýrlenska flóttamen úr landi tafarlaust ef alþjóðasamfélagið verður ekki við kröfu Líbana um aðstoð við að koma þeim aftur heim.
20.06.2022 - 14:15
Sjónvarpsfrétt
Telur hælisleitendum fjölga vegna sendinga til Rúanda
Dómsmálaráðherra Bretlands segir stjórnvöld eiga rétt á að vernda landið og stjórna landamærum. Enn standi til að senda hælisleitendur til Rúanda. Mannréttindasérfræðingur segir stefnuna geta leitt til þess að fleiri konur og börn reyni að flýja yfir Ermarsund.
15.06.2022 - 19:26
Segir Breta setja slæmt fordæmi í flóttamannamálum
Yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag áform Bretlandsstjórnar um að senda fólk sem hefur sótt um vernd þar í landi til Rúanda. Til stendur að senda 31 hælisleitanda með flugi til Afríkulandsins á morgun.
Rannsaka drukknun 27 flóttamanna á Ermarsundi
Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að rannsaka drukknun 27 flóttamanna, sem reyndu að sigla yfir Ermarsund í nóvember á síðasta ári. Ákvörðunina tók Grant Shapps, samgöngumálaráðherra í Bretlandi, í samráði við átta aðstandendur fórnarlambanna.
02.06.2022 - 04:47
Erlent · Slys · Ermasund · Bretland · Frakkland · Flóttamenn · Drukknun · Sjóslys

Mest lesið