Færslur: flóttafólk

Myndskeið
Áfram geisa stríð þrátt fyrir heimsfaraldur
Hundruð þúsunda hafa neyðst til að leggja á flótta vegna stríðsátaka á aðeins tveimur mánuðum. Framkvæmdastjóri norskra hjálparsamtaka segir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi ekki gert neitt til þess að þrýsta á vopnahlé í heiminum.
22.05.2020 - 19:31
Sportrásin
Ekki vel staðið að undirbúningi Íslandsmótsins
Nú styttist í að mót á vegum KSÍ hefjist að nýju. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri hjá Þrótti Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að upplýsingaflæði til aðildarfélaga þurfi að vera betra. Enn sé óljóst hvernig leikjum og æfingum verður háttað í sumar.
11.05.2020 - 11:33
382 aðframkomnum flóttamönnum bjargað úr hafsnauð
Strandgæsla Bangladess bjargaði hátt í 400 langhröktum og hungruðum róhingjum sem verið höfðu á reki á Bengalflóa í nær tvo mánuði. 382 voru lífs um borð, aðframkomin af hungri og vosbúð, en hátt í 30 höfðu dáið um borð í skipinu, að sögn talsmanna strandgæslunnar. Talið er að fólkið hafi ætlað að komast til Malasíu og óstaðfestar fregnir herma að skipinu hafi verið snúið frá ströndum Malasíu og þvingað aftur á haf út, vegna kórónuveirufaraldursins.
16.04.2020 - 06:22
Óttast afleiðingar COVID-19 fyrir flóttafólk í Líbíu
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana vara við hættunni sem vofir yfir um 700.000 flóttamönnum og farandfólki á hrakhólum í Líbíu í heimsfaraldrinum, ofan á þær „ólýsanlegu hörmungar sem fólkið hefur þegar mátt þola.
05.04.2020 - 04:14
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Flóttabörn verði ekki send til Grikklands
Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.
11.03.2020 - 22:23
Myndskeið
Drengur drukknaði við strendur Grikklands
Lítill drengur drukknaði við strendur Grikklands í morgun þegar báti með tugi flóttamanna hvolfdi. Þúsundir reyna nú að komast til Grikklands frá Tyrklandi bæði á landi og sjó og grísk stjórnvöld saka Tyrki um innrás í landið.
02.03.2020 - 19:55
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.
Sex manna fjölskyldu synjað um vernd
Útlendingastofnun hefur synjað írökskum hjónum og fjórum börnum þeirra um alþjóðlega vernd og ákveðið að senda skuli fjölskylduna aftur til Grikklands. Dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í vikunni að Íslendingar sendu flóttafólk ekki aftur til Grikklands vegna aðstæðna þar í landi. 
21.02.2020 - 18:15
Útlendingalöggjöfin þarfnast lagfæringar
Útlendingalöggjöfin þarfnast lagfæringar, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Hann undirstrikar að skoða þurfi hvernig barnasáttmálinn sé hafður að leiðarljósi við vinnslu mála. Fyrsta skrefið sé að stytta málsmeðferðartíma.
04.02.2020 - 22:11
Viðtal
Telja tanngreiningar á flóttafólki ósiðlegar
Háskóli Íslands á ekki að standa í landamæravörslu fyrir Útlendingastofnun og taka þátt í ferli sem geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir ungt fólk. Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Nemendur mótmæla því að háskólinn sjái um aldursgreiningu á ungum flóttamönnum.
03.02.2020 - 22:42
Viðtal
Yfir 19.000 manns í yfirfullum flóttamannabúðum
Yfir fjögur þúsund mótmælendur komu saman á grísku eyjunum Lesbos, Samos og Chios í gær og mótmæltu aðbúnaði flóttafólks á eyjunum. Moria-flóttamannabúðirnar á Lesbos eru ætlaðar fyrir þrjú þúsund manns en þar dvelja yfir nítján þúsund.
23.01.2020 - 15:29
300 bjargað af Miðjarðarhafi um jólin
Um 300 flóttamönnum og farandfólki var bjargað af bátskænum af ýmsu tagi undan Spánarströndum um jólin, samkvæmt tilkynningu frá spænsku strandgæslunni. Um 100 manns var bjargað í gær og tvöfalt fleiri á jóladag.
27.12.2019 - 06:49
Stöðvuðu ríflega 60 manns á leið yfir Ermarsund
Bresk og frönsk landamærayfirvöld stöðvuðu för ríflega 60 manns, sem freistuðu þess að sigla yfir Ermarsundið til Bretlands á öðrum degi jóla.
27.12.2019 - 03:26
Hælisleitendum fjölgar í ESB í fyrsta sinn frá 2015
Nær hálf milljón manna sótti um hæli í ríkjum Evrópusambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs, heldur fleiri en á sama tímabili árið á undan. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2015 sem hælisleitendum fjölgar í stað þess að fækka. Í Evrópusambandinu öllu sóttu 473.215 manns um hæli frá janúarbyrjun til septemberloka, í stað 435.610 á sama tímabili í fyrra. Þeim fjölgar því um 8,6 prósent milli ára.
Myndskeið
Bjóðast til að taka á móti 85 flóttamönnum á næsta ári
Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis á alþjóðaþingi um flóttamannavandann sem nú er haldið í fyrsta sinn í Genf.
Segðu mér
„Óskiljanlegt hvernig ég ætti að snúa baki“
„Ég átta mig á að fólk er í erfiðri stöðu og þarf að taka erfiðar ákvarðanir samkvæmt reglum og lögum sem sum eru ekkert mjög réttlát. Á endanum hafa þau samt alltaf þetta val sem fangabúðastjórarnir í Þýskalandi höfðu líka,“ segir Sigursteinn Másson rithöfundur um óblíðar móttökur sem flóttafólk mætir á Íslandi að hans mati. Hann sendir frá sér bók sem inniheldur frásögn Husseins, afgangsk flóttamanns, um hörmungar og ofsóknir og baráttuna við kerfið á Íslandi.
18.12.2019 - 09:16
60 bjargað af manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking bjargaði í kvöld 60 manns af yfirfullri og afar ótraustri bátskænu á Miðjarðarhafinu, um 60 sjómílur frá Líbíuströndum. Þriggja mánaða kornabarn og þriggja ára bróðir þess voru á meðal fólksins um borð.
29.11.2019 - 01:37
Myndskeið
„Þetta er helvíti á jörðu“
Börn sem dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi skaða sig í örvæntingu og berja höfði í gólf og veggi, segir íslenskur starfsmaður Lækna án landamæra. Hann líkir ástandinu við helvíti á jörðu.
10.11.2019 - 18:52
Ólétta konan komin til Albaníu
Tuttugu og sex ára kona frá Albaníu, sem komin er 35 vikur á leið, maki hennar og tveggja ára barn, eru komin til Albaníu. Þeim var vísað úr landi í gær, þrátt fyrir læknisvottorð um að það væri óráðlegt.
06.11.2019 - 09:50
Viðtal
Ekkert við pólitísku uppnámi að gera
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir ekki hægt að fría sig ábyrgð með því að segja að reglurnar séu „bara svona.“ Reglur séu mannanna verk. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á brottvísun albanskrar konu sem komin er rúmar 35 vikur á leið. Konunni var vísað úr landi þrátt fyrir að fram kæmi í vottorði frá mæðravernd Landspítalans að það væri óráðlegt. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði því á bug að ríkisstjórnin beri ábyrgð á málinu.
06.11.2019 - 09:38
Aldrei færri flóttamenn til Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ætlar að fækka mjög í hópi flóttamanna, sem veitt verður hæli í Bandaríkjunum á þessu fjárhagsári. Þeir verða aðeins 18.000, færri en nokkru sinni síðan formleg flóttamannaáætlun var innleidd í Bandaríkjunum árið 1980. Á síðasta fjárhagsári voru þeir 30.000.
Kastljós
Ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist treysta því að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vinni af heilindum í sínu starfi. Þá eigi eftir að koma í ljós hversu lengi hann sinni embættinu áfram. Von sé á skipulagsbreytingum innan lögreglunnar.
Beint
Áherslan á konur á friðarráðstefnu í Veröld
Áhersla verður lögð á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í friðarumleitunum á alþjóðlegri friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs er haldin í Veröld – húsi Vigdísar í dag.
10.10.2019 - 08:52
Yfir 1.000 drukknað á Miðjarðarhafi í ár
Um eða yfir 1.000 manns hafa látið lífið á leið sinni til Evrópu yfir Miðjarðarhafið það sem af er þessu ári og hátt í 600 á flóttanum frá Mið- og Suður-Ameríku norður á bóginn. Þetta er sjötta árið í röð, sem fleiri en 1.000 manneskjur farast á þessari leið, samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar náið með Flóttamannahjálp samtakanna.