Færslur: flóttafólk

Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Sakar Evrópuríki um tvöfeldni í málefnum flóttafólks
Skjót viðbrögð, opin landamæri og hlýjar móttökur sem þær milljónir Úkraínumanna sem flúið hafa innrás Rússa og hernað í heimalandi þeirra eru fagnaðarefni, sem afhjúpa um leið tvískinnung Evrópusambandsríkja í málefnum flótta- og förufólks, segir forseti Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Munurinn á þessu og þeirri höfnun og útilokun sem mætir fólki sem þangað flýr undan ofbeldi og átökum í Afríku, Mið-Austurlöndum og annars staðar í heiminum sé sláandi.
Minnst ellefu drukknuðu skammt frá Púertó Ríkó
Minnst ellefu manns fórust þegar bát þeirra hvolfdi skammt undan ströndum Púertó Ríkó síðdegis á fimmtudag. Ekki er vitað hversu mörg voru um borð, en bandaríska strandgæslan bjargaði rúmlega þrjátíu úr sjónum; 20 körlum og ellefu konum, og hefur fundið ellefu lík til þessa.
Sjónvarpsfrétt
Ný miðstöð fyrir flóttafólk í miðbænum
Rauði krossinn hefur með aðstoð Reykjavíkurborgar opnað miðstöð undir félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í miðbænum. Þetta er þriðja slíka miðstöðin á vegum Rauða krossins.
10.05.2022 - 22:01
Nokkur hundruð flutt frá Maríupol í dag
Reynt verður í dag að forða rúmlega þrjú hundruð almennum borgurum frá Maríupol í Úkraínu undan hernaðaraðgerðum Rússa. Þeirra á meðal eru tvö hundruð sem hafa haldið til á svæði Azovstal stálverksmiðjunnar í borginni. Leiðtogar Evrópusambandsríkja reyna í dag að koma sér saman um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
06.05.2022 - 12:17
Fjölmargir vilja hýsa „einhleypar úkraínskar konur“
Fjölmargir karlmenn í Bretlandi nota nú nýtt kerfi til að hýsa úkraínska flóttamenn, til að komast í samband við einhleypar úkraínskar konur. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna kerfisins og segir skort á eftirliti.
04.05.2022 - 07:49
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna á flótta
Það er mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna í ríkjum þar sem átök geisa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hafa hrint úr vör nýrri herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um áhrif stríðs.
Ætlar að byggja íbúðir til að hvetja flóttafólk heim
Tyrknesk stjórnvöld ætla að byggja íbúðir og nauðsynlega innviði í Sýrlandi í von um að geta hvatt milljón sýrlenskra flóttamanna til þess að flytja aftur heim. Recep Tayyip Erdogan forseti tilkynnti þetta í dag.
03.05.2022 - 16:50
Yfir 3.000 fórust á leið yfir hafið til Evrópu í fyrra
Minnst 3.077 manns fórust eða hurfu þegar þau reyndu að ferðast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu árið 2021. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta mun fleiri en árið 2020, þegar staðfest er að 1.776 manns fórust eða hurfu á leið sinni frá Afríku.
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Óttarr Proppé stýrir hópi um öryggi flóttabarna
Stýrihópur verður stofnaður um rétt og öryggi flóttabarna sem hingað koma, en búist er við að þeim fari fjölgandi. Óttarr Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra fer fyrir hópnum.
Tortryggni og skilningsleysi mætir oft hælisleitendum
Hælisleitendur mæta oft tortryggni og skilningsleysi segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Það sé mikilvægt fyrir hælisleitendurna að finna að það sé fólk til staðar sem lætur sér annt um það.
22.04.2022 - 10:20
Rauði krossinn í Úkraínu borinn þungum sökum
Lyudmyla Denisova, umboðsmaður úkraínska þingsins, sakar Alþjóðanefnd Rauða krossins um að starfa í takt við vilja Rússa. Talsmenn samtakanna þvertaka fyrir þær ásakanir.
35 talin hafa drukknað undan Líbíuströndum í gær
Talið er að 35 manns hafi farist þegar bátskænu hvolfdi undan Líbíuströndum í gær, föstudag, samkvæmt Fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna. Bátnum hvolfdi skammt frá líbísku hafnarborginni Sabratha, en þaðan leggur stór hluti þess afríska flóttafólks sem freistar þess að sigla yfir Miðjarðarhafið til Evrópu úr höfn.
17.04.2022 - 04:23
Danir ræða líka við Rúandamenn um málefni flóttafólks
Mattias Tesfaye, ráðherra útlendinga- og innflytjendamála í Danmörku, segir Dani eiga í viðræðum við yfirvöld í Afríkuríkinu Rúanda um að taka á móti hælisleitendum sem til Danmerkur koma. Hann ber lof á áform Breta um að senda flóttafólk og hælisleitendur til Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli.
Bretar ætla að senda hælisleitendur til Rúanda
Bresk stjórnvöld hyggjast flytja hælisleitendur, sem koma til landsins á bátskænum eftir hættuför yfir Ermarsundið, til Afríkuríkisins Rúanda. Þar verður þeim komið fyrir í flóttamannabúðum á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli í Bretlandi. Þetta kemur fram í áætlun bresku ríkisstjórnarinnar, sem búist er við að innanríkisráðherrann Priti Patel leggi fram í dag, fimmtudag, samkvæmt bresku fréttastofunni PA Media.
14.04.2022 - 02:44
Fyrsti hópur úkraínskra flóttamanna til Færeyja í dag
Lýðháskóli Færeyja í höfuðstaðnum Þórshöfn hefur verið valinn sem tímabundin móttökustöð fyrir flóttafólk. Fyrsti hópur flóttamanna frá Úkraínu er væntanlegur til Færeyja í dag.
Auglýst eftir störfum fyrir flóttafólk frá Úkraínu
Vinnumálastofnun auglýsir um helgina eftir störfum fyrir flóttafólk frá Úkraínu. 40 komu til landsins á fimmtudag sem er mesti fjöldi sem hingað hefur komið á einum degi.
Fyrsta flóttafólkið frá Úkraínu fær sjúkratryggingu
Fyrstu tuttugu flóttamennirnir frá Úkraínu fá íslenska sjúkratryggingu í dag, og þar með fullan rétt til greiðsluþáttöku hins opinbera í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum.
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Færeyingar taka við flóttamönnum fyrsta sinni
Landsstjórnin í Færeyjum samþykkti í síðustu viku að taka við 200 flóttamönnum. Sá fjöldi er þó til bráðabirgða, að sögn utanríkisráðherra landsins .
Rúm 8.000 náðu að yfirgefa umsetnar borgir í gær
Iryna Verestjuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir að í gær hafi tekist að koma rúmlega 8.000 almennum borgurum frá borgum og bæjum í herkví rússneska innrásarhersins. Fólkið yfirgaf borgirnar eftir umsömdum, öruggum flóttaleiðum.
22.03.2022 - 04:43
Flóttafólk fær inni á Bifröst
Háskólinn á Bifröst mun leggja til 69 herbergi og 17 íbúðir til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Rektor skólans segir bæði nemendur og kennara fá tækifæri til að undirbúa móttökuna en mikilvægasta verkefnið sé að skapa frið og öryggi.
1,5 milljónir barna á flótta
Um 1,5 milljónir barna hafa flúið Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Þetta er mat sérfræðinga Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem óttast að fjölmörg úr þeirra hópi kunni að lenda í klóm glæpamanna sem stunda mansal.