Færslur: flóttafólk

Segja Hvítrússa senda flóttafólk til Litáens í hrönnum
Margfalt fleira flóttafólk hefur streymt landleiðina til Litáens á síðustu dögum og vikum en allt árið í fyrra. Litáar fá aðstoð landamærastofnunar Evrópu, Frontex, til að bregðast við þessum óvænta flóttamannastraumi. Flóttafólkið ferðast í gegnum Hvíta Rússland, sem sakað er um að greiða leið flóttafólksins til litáísku landamæranna til að ná sér niðri á Litáen og Evrópusambandinu.
Myndskeið
Útlendingastofnun mótmælt á Austurvelli
Fólk á vegum fernra samtaka kom saman til mótmælafundar á Austurvelli kl. 13 í dag til að mótmæla meðferð yfirvalda hér á landi á flóttafólki og meintu kerfisbundnu ofbeldi Útlendingastofnunar.
Stjórn Afganistans biður afgönsku flóttafólki griða
Stjórnvöld í Kabúl hvetja Evrópuríki til að hætta að senda afganskt flóttafólk aftur til Afganistans, þótt því hafi verið synjað um hæli í viðkomandi ríkjum. Ástæðan er sú að talibanar sölsa undir sig æ stærri landsvæði í Afganistan jafnharðan og Vesturlönd draga herafla sinn þaðan, og landið þess vegna fjarri því að geta talist öruggt ríki. Afganska ríkisstjórnin fer því fram á að Evrópuríki hætti að senda Afganskt flóttafólk til síns heima næstu þrjá mánuði hið minnsta.
Litáar byggja landamæravegg
Stjórnvöld í Litáen áforma að byggja vegg á landamærunum að Hvíta-Rússlandi til að koma í veg fyrir komur flóttamanna. Þau saka ráðamenn í Hvíta-Rússlandi um að senda flóttafólk yfir landamærin í því skyni að hefna sín á Evrópusambandinu vegna refsiaðgerða.
07.07.2021 - 21:50
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Kennsl borin á barnslík sem rak á land í Noregi
Lík barns sem rak á land á suðvesturströnd Noregs á nýársdag var af hinum fimmtán mánaða gamla Artin sem drukknaði ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum, sex og níu ára, á milli Englands og Frakklands í október. Lögregluyfirvöld í Noregi greindu frá þessu í dag.
07.06.2021 - 20:30
Sjónvarpsfrétt
Telur nýju dönsku lögin ekki samræmast ESB-löggjöf
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila yfirvöldum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd til ríkja utan Evrópu á meðan þeir bíða niðurstöðu sinna mála. Talsmaður Framkvæmdastjórnar ESB í málefnum flóttafólks segir lögin ekki samræmast Evrópulöggjöf.
03.06.2021 - 19:13
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Tíu Kúbverjar taldir af undan Flórídaströndum
Bandaríska strandgæslan hefur hætt leit að tíu kúbönskum flóttamönnum sem saknað er eftir að bát þeirra hvolfdi undan Flórídaströndum á miðvikudagskvöld. Tuttugu voru um borð. Strandgæslunni tókst að bjarga átta á fimmtudag og tvö lík hafa fundist.
30.05.2021 - 06:41
Annað gos í Austur-Kongó
Eldgos er hafið í öðru fjalli nærri borginni Goma í Austur-Kongó. Vika er síðan gos hófst í fjallinu Nyiragongo sem er í útjaðri borgarinnar, hundruð þúsunda hafa flúið þaðan og á fjórða tug látist. Þúsundir heimila hafa eyðilagst, tvær langar og breiðar sprungur hafa myndast í borginni og hraun flæðir yfir götur.
29.05.2021 - 13:23
Um 5.000 förufólks komust til spænsku borgarinnar Ceuta
Minnst 5.000 flótta- og förufólks komust inn í spænsku hólmlenduna Ceuta, á norðurodda Marokkós, í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Um eitt þúsund börn voru í þessum stóra hópi, samkvæmt frétt AFP. Spenna hefur færst í samskipti Spánar og Marokkós að undanförnu vegna sjúkrahúsvistar leiðtoga Polisario, sjálfstæðishreyfingar Vestur Sahara, á Spáni.
18.05.2021 - 01:16
Mörg börn á meðal 220 sem bjargað var á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Sea Eye 4, sem gert er út af þýsku hjálparsamtökunum Sea Eye, hefur bjargað ríflega 220 manns úr hafsnauð í fjórum björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafinu síðustu tvo sólarhringa.
17.05.2021 - 05:23
Koma kvótaflóttamanna tafist mikið vegna faraldursins
Síðastliðið ár ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum, enginn þeirra er kominn til landsins. Starfsmaður flóttamannanefndar stjórnvalda, segir heimsfaraldurinn hafa tafið fyrir. 
Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.
10.05.2021 - 04:16
Þrjú dóu þegar bátur fórst við strönd Kaliforníu
Þrennt drukknaði og 27 voru flutt á sjúkrahús eftir að yfirfullt bátskrifli steytti á skeri við strönd Kaliforníu í morgun. Slysið varð skammt frá San Diego þegar tólf metra löngum bátnum var siglt upp á sker nánast alveg uppi í landsteinunum. Báturinn tók fljótlega að liðast í sundur og fólkið forðaði sér frá borði í ofboði. Brimrót torveldaði hvort tveggja fólkinu að ná landi og viðbragðsaðilum að koma því til hjálpar. Fór svo að þrjú úr hópnum létust en öðrum tókst að bjarga við illan leik.
Bátur dreginn á land með sautján lík innanborðs
Trébátur sem sást á reki á milli Afríkustranda og Kanaríeyja fyrr í vikunni er kominn að landi með sautján lík um borð. Björgunarskip spænsku strandgæslunnar tók bátinn í tog og dró hann til Los Cristianos á Tenerife, þar sem floti líkbíla beið á bryggjunni.
29.04.2021 - 02:45
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Landinn
Langar til að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki
Það er oft mikið að gera á Kurdo Kebab í miðbæ Akureyrar sem er tilkominn vegna Kúrdans, Rahim Rostami. Hann er íranskur Kúrdi og kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“
Myndskeið
Meira en helmingur Sýrlendinga hefur misst heimili sín
Meira en helmingur Sýrlendinga, yfir 12 milljónir, hefur misst heimili sín í stríðinu sem nú hefur staðið í áratug. Eftir tíu ár af átökum hafa margir Sýrlendingar litla trú á framtíðinni.
Sakar Sigmund Davíð um dylgjur og bull
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stundi ljóta pólitík með því að vilja ekki veita þjónustu þeim innflytjendum sem komnir eru til landsins. Sigmundur sakar ráðherra um að gera sér upp skoðanir.
17.02.2021 - 13:09
Viðtal
45.000 undirskriftir gegn brottvísun afhentar ráðherra
Dómsmálaráðherra fékk í morgun afhentar 45.000 undirskriftir gegn brottvísun Uhunome Osayomore, 21 árs gamals manns frá Nígeríu, úr landi. Hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað þeirri ósk og því bíður hans brottvísun úr landi.
16.02.2021 - 11:55
Myndskeið
424 flóttamönnum bjargað undan ströndum Ítalíu
424 flóttamönnum var bjargað af yfirfullum bátum úti fyrir Sikiley á Ítalíu um helgina. Áhöfn skipsins Ocean Viking, frá mannúðarsamtökunum SOS Mediterranee, fékk leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að koma fólkinu í land í kvöld.
07.02.2021 - 17:20