Færslur: flóttafólk

Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Átta drukknuðu undan Afríkuströndum og 19 er saknað
Minnst átta manns af tveimur bátum drukknuðu undan Afríkuströndum á sunnudag þegar þau freistuðu þess að komast sjóleiðina til Evrópu. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni úr túníska dómskerfinu að minnst fjórir hefðu drukknað þegar litlum bát með 30 Túnisa, aðallega unga karlmenn, hvolfdi skammt undan austurströnd Túnis. Sjö var bjargað en 19 er enn saknað og vonir um að finna þau á lífi eru taldar hverfandi litlar.
17.10.2021 - 23:56
Framgöngu Póllands gegn flóttafólki mótmælt
Mótmælendur komu saman í Póllandi í dag og mótmæltu framferði stjórnvalda gagnvart flóttafólki á landamærunum að Hvíta-Rússlandi.
17.10.2021 - 20:56
Flóttamannastofnun SÞ vill að Norðurlöndin geri betur
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR; vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. 
15.10.2021 - 20:20
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
126 flóttamönnum bjargað úr læstum gámi
Lögreglan í Gvatemala kom í gærmorgun 126 flóttamönnum til bjargar sem höfðu verið læstir inni í flutningagámi. Vegfarendur kölluðu lögreglu til eftir að hróp og köll heyrðust frá gámnum, sem hafði verið skilinn eftir í vegkanti. Yfirvöld segja líklegast að smygglarar hafi yfirgefið gáminn á leið til Bandaríkjanna.
10.10.2021 - 09:15
Neyðarástand áfram við mæri Póllands og Hvíta Rússlands
Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skuli framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta Rússlands til Evrópusambandsríkjanna Lettlands, Litháen og Póllands, hefur aukist mjög undanfarnar vikur og mánuði.
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Myndskeið
„Við komum hingað til að geta átt líf“
Við komum hingað til að geta átt líf. Þetta sagði einn úr hópi 18 sýrlenskra flóttamanna sem komu til landsins síðdegis í dag. Fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra, en förin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins.
39 kvótaflóttamenn til landsins næstu tvo daga
Von er á rúmlega sjötíu kvótaflóttamönnum til landsins á næstunni. Fólkið átti að koma á síðasta ári en för þess til landsins hefur tafist vegna heimsfaraldursins. Þrjátíu og níu kvótaflóttamenn koma til landsins á morgun og fimmtudag Fólkið er frá Sýrlandi og hefur för þess til Íslands tafist vegna heimsfaraldursins. Á næstunni kemur svipaður fjöldi til viðbótar frá ýmsum löndum. Fólkið hefði átt að koma til Íslands á síðasta ári en kemst fyrst nú.
07.09.2021 - 20:22
Hafa náð sambandi við 40 afganska flóttamenn
Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.
25.08.2021 - 12:39
Airbnb býður 20.000 Afgönum húsaskjól
Fyrirtækið Airbnb tilkynnti í gær fyrirætlanir sínar um að útvega 20,000 Afgönum á flótta húsaskjól víðs vegar um heiminn. Síðan Talibanar náðu völdum fyrr í mánuðinum hafa þúsundir verið fluttar dag hvern frá Afganistan.
25.08.2021 - 09:22
Sjónvarpsfrétt
Margt enn óljóst er varðar móttöku flóttafólksins
Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða hingað allt að 120 afgönskum flóttamönnum, svo sem fyrrverandi starfsfólki Atlantshafsbandalagsins og fólki sem á fjölskyldu hér á landi. Margt er þó enn óljóst er varðar flutning fólksins hingað til lands og móttökuna.
24.08.2021 - 21:18
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Tugir drukknuðu milli Afríku og Kanaríeyja
Fullvíst þykir að tugir flótta- og förufólks hafi drukknað í sjónum milli Afríkustranda og Kanaríeyja í vikunni. Einni konu var bjargað á fimmtudag en um fjörutíu til viðbótar er saknað og eru þau talin af.
20.08.2021 - 06:22
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Hugrekki þarf til að yfirgefa fólkið sitt og heimaland
Varadeildarforseti við alþjóða háskólann í Kabúl aðstoðar nú nemendur og starfsfólk skólans við að komast frá Afganistan. Hann segir ekkert að marka loforð Talibana um réttindi kvenna og sakaruppgjöf og grið fyrir þau sem hafa unnið fyrir vestræn ríki.
19.08.2021 - 17:39
Leita fólks sem starfaði fyrir NATÓ og Bandaríkin
Talibanar herða leit sína að fólki sem starfaði fyrir og með NATÓ og Bandaríkjaher. Einkum beina þeir spjótum sínum að starfsfólki úr her, lögreglu og rannsóknarstofnunum. Það er í mikilli þversögn við hástemmd loforð Talibana um sakaruppgjöf og grið þeirra Afgana sem störfuðu fyrir vestræn ríki undanfarin tuttugu ár.
19.08.2021 - 12:48
Þúsundir fastar í einskismannslandi við flugvöllinn
Þúsundir Afgana sitja fastir í eins konar einskismannslandi milli varðhliða Talibana og Bandaríkjamanna við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Enginn virðist komast í gegn nema starfslið sendiráða.
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Segir að meta beri gerðir Talibana en ekki orð þeirra
Forsætisráðherra Bretlands varði framgöngu Breta í Afganistan og sagði alla mögulega atburðarás hafa verið undirbúna. Dæma beri stjórn Talibana út frá gerðum þeirra en ekki orðum. Breska þingið fjallar um málefni Afganistan í dag.
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
Eftirlit Talibana dregur úr flóttalíkum Afgana
Hert eftirlit liðsveita Talibana á alþjóðaflugvellinum í Kabúl dregur úr möguleikum á að koma þeim Afgönum á brott sem störfuðu fyrir vestræn ríki. Á hinn bóginn auðveldi það brottflutning erlendra ríkisborgara.
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
Afganistan verði aldrei aftur skjól hryðjuverkamanna
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til heimsbyggðarinnar að tryggja að Afganistan verði ekki griðastaður hryðjuverkamanna. Bandaríkjaforseti flytur í kvöld ávarp vegna stöðunnar í landinu.