Færslur: Flórída

Bandaríkin
Skæð hitabylgja og ógnarmiklir skógareldar
Hitabylgja geisar víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Nýja Mexíkó loga mestu skógareldar sem sögur fara af í ríkinu. Kaliforníubúar fá í dag eilitla hvíld frá hitabylgju sem þar hefur geisað inn til landsins um hríð, en spár gera ráð fyrir að hitinn nái fyrri hæðum á þriðjudag.
Tíu ára telpa banaði konu sem slóst við móður hennar
Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum á þriðjudag, grunuð um að hafa skotið til bana konu sem móðir hennar átti í útistöðum við. Lögreglan í Orlando greinir frá þessu og segir að yfirvöld barna- og fjölskyldumála í Flórídaríki hafi tekið stúlkuna í sína vörslu.
09.06.2022 - 06:12
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Starliner-far Boeing heldur að geimstöðinni
Ómönnuðu Starliner-fari Boeing-verksmiðjanna bandarísku var skotið upp frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í kvöld. Ferðinni er heitið til alþjóðageimstöðvarinnar en geimferðaáætlun Boeing er mörkuð vandræðum og mistökum.
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Fjórir geimfarar lentu heilu og höldnu í dag
Þrír auðugir kaupsýslumenn og einn fyrrverandi geimfari hjá NASA lentu síðdegis í dag heilu og höldnu í hafinu undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum. Þeir höfðu dvalið á þriðju viku í Alþjóðlegu geimstöðinni.
Fjórir geimfarar væntanlegir til jarðar í dag
Fjórir geimfarar eru væntanlegir til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni síðdegis í dag. Undanfarnar rúmar tvær vikur hafa þeir stundað margvíslegar vísindarannsóknir og tilraunir en þrír þeirra greiddu hátt verð fyrir farmiðann.
Bjóða lúxusferð með loftbelg hátt upp í heiðhvolfið
Margir leggja land undir fót um páska en nokkur fjöldi fyrirtækja undirbýr nú ferðalög hátt upp í heiðhvolf jarðar. Áhuginn virðist nokkur en fyrirtækið sem býður ferðirnar hefur selt nokkuð margar ferðir.
Fjórir geimfarar halda að alþjóðlegu geimstöðinni í dag
Fjórir geimfarar leggja af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Það er fyrsta ferðin þangað sem algerlega er fjármögnuð af einstaklingum. Geimsprotafyrirtækið Axiom skipuleggur ferðina.
Útgöngu- og áfengissölubann í Miami
Borgaryfirvöld bandarísku borgarinnar Miami Beach á Florída hafa ákveðið að setja á útgöngubann næturlangt yfir helgina. Eins verður sala áfengis bönnuð á ákveðnum tímum.
Sjónvarpsfrétt
Banna hinseginfræðslu í barnaskólum
Bannað er fræða börn um samkynhneigð og trans fólk í leik- og barnaskólum í Flórída eftir nýja lagabreytingu. Ríkisstjóri Flórída samþykkti í fyrra bann við að trans stúlkur kepptu í kvennaliðum í skólum. Andstæðingar lagabreytingarinnar segja hana hatursfulla og gera fólki í viðkvæmri stöðu enn erfiðara fyrir.
14.03.2022 - 09:16
Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Tuga saknað í hafinu við Florída
Bandaríska strandgæslan leitar 39 manns eftir að bát hvolfdi úti fyrir ströndum Florída-ríkis í dag. Grunur leikur á að ætlunin hafi verið að koma fólkinu með ólöglegum hætti inn í landið. Leit fer fram bæði á sjó og í lofti.
Tólf kristniboðar flúðu úr gíslingu á Haítí
Tólf kristniboðum tókst að flýja úr gíslingu glæpagengis á Haití í síðustu viku. Sextán Bandaríkjamönnum og Kanadamanni sem voru á vegum bandarísku samtakanna Christian Aid Ministries var rænt í október síðastliðnum.
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Rod Stewart og sonur játa minni háttar líkamsárás
Breska poppstjarna Sir Rod Stewart og Sean sonur hans hafa lýst sig seka um minniháttar líkamsárás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara en hvorugur feðganna þarf að greiða sekt eða sæta fangelsi vegna málsins.
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
Bandaríkin greiða bætur vegna árásanna í Parkland
Bandaríska dómsmálaráðuneytinu verður gert að greiða 130 milljónir dala til fjölskyldna og eftirlifenda skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída árið 2018.
23.11.2021 - 05:46
Fjórir geimfarar lentu í Mexíkóflóa í nótt
Fjórir geimfarar sneru heim í nótt heilu og höldnu eftir sex mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Þeirra beið óvænt áskorun rétt fyrir heimför þgar í ljós kom bilun í úrgangskerfi geimhylkisins.
Yfir 700 þúsund látin af völdum COVID í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum fór yfir 700 þúsund í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins sjúkrahússins. Það jafngildir íbúafjölda höfuðborgarinnar Washington.
Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Fyrrum leyniskytta framdi fjöldamorð í Flórída
Fyrrverandi leyniskytta í Bandaríkjaher skaut fernt til bana í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi ódæðið.
06.09.2021 - 04:49
Skólastjórar sem setja á grímuskyldu fái ekki laun
Aukin harka er hlaupin í andstöðu Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, gegn sóttvarnaráðstöfunum hvers konar. Nú hefur hann hótað að skólastjórnendur á vegum ríkisins sem setji á grímuskyldu í sínum skólum fái jafnvel ekki útborguð laun.
10.08.2021 - 13:16
100.000 ný COVID-19 smit á dag í Bandaríkjunum
Um 100.000 manns greinast á degi hverjum með COVID-19 í Bandaríkjunum um þessar mundir. Slíkar tölur hafa ekki sést þar í landi síðan í byrjun árs. Er þetta fyrst og fremst rakið til útbreiðslu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis annars vegar, og hins vegar til þess, að mjög hefur hægt á bólusetningu vestra að undanförnu.
Þriðjungur smita í Bandaríkjunum í Texas og Flórída
Helmingur allra nýrra COVID-19 smita í Bandaríkjunum greinist í sjö ríkjum þar sem bólusetningarhlutfall er afar lágt. Þetta eru Flórída, Texas, Missouri, Arkansas, Louisiana, Alabama og Mississippi. Um helmingur allra sjúkrahúsinnlagna vestra vegna faraldursins er í þessum sömu ríkjum. Jeff Zients, sem heldur utan um aðgerðir Bandaríkjastjórnar vegna COVID-19 greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.