Færslur: Flórída

Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.
31.07.2021 - 05:49
Sækýr eiga undir högg að sækja í Flórída
Metfjöldi sækúa hefur drepist það sem af er ári í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Áætlað er að yfir 840 dýr hafi drepist frá 1. janúar til júlíbyrjunar í ár. Þar með fellur fyrra met frá 2013 þegar 830 sækýr drápust eftir að hafa komist í tæri við skaðlega þörunga.
12.07.2021 - 18:54
86 lík fundin í Surfside
86 lík hafa nú verið grafin upp úr rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami í Flórída hinn 24. júní síðastliðinn. Bandaríska fréttastöðin CNN greinir frá þessu. Húsið, Champlain Towers South, var tólf hæða hátt, byggt snemma á níunda áratug síðustu aldar.
11.07.2021 - 05:34
Flórída
Öll von úti um að finna fólk á lífi í rústunum
Leit að eftirlifendum í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami-Dade í Flórída fyrir tveimur vikum hefur verið hætt og héðan í frá miða störf leitarfólks einungis að því að endurheimta lík sem grafin eru undir brakinu. Daniella Lavine Cava, borgarstjóri Miami-Dade, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gærkvöld. Hún sagði þetta hafa verið afar þungbæra ákvörðun en mat sérfræðinga væri að öll von sé nú úti um að finna fólk á lífi.
08.07.2021 - 03:09
Fjöldi látinna í Surfside orðinn 36
Lík átta íbúa íbúðabyggingarinnar, sem hrundi í Surfside í Flórída-ríki Bandaríkjanna í síðasta mánuði, fundust í rústunum í dag. Heildarfjöldi látinna er nú orðinn 36.
06.07.2021 - 23:51
Lík þriggja til viðbótar fundist í rústunum
Lík þriggja einstaklinga til viðbótar hafa fundist í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í Surfside í Flórída fyrir tólf dögum. Alls hafa því 27 fundist látin í rústum byggingarinnar en enn er 118 saknað.
05.07.2021 - 20:37
Níu úrskurðaðir látnir í Surfside í Flórída
Níu hafa verið úrskurðaðir látnir í Surfside í Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að tólf hæða fjölbýlishús hrundi aðfaranótt fimmtudags. Daniella Levine Cava, borgarstjóri Miami-Dade-sýslu í Flórída, tilkynnti á blaðamannafundi á fjórða tímanum að einn hefði látist á spítala í dag og fjórir fundist látnir í rústunum.
27.06.2021 - 16:09
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar í Surfside
Leitar- og björgunarlið fann í gærkvöld fimmta líkið í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í bænum Surfside í Flórída aðfaranótt fimmtudags. Þá hafa kennsl verið borin á þrjú af þeim fjórum líkum sem áður höfðu fundist og því hefur þeim sem saknað er fækkað úr 159 í 156. Eldur og reykur torvelda mjög öll leitarstörf og slökkviliði hefur ekki lánast að komast að rótum eldsins, djúpt í iðrum hálfhruninnar byggingarinnar.
27.06.2021 - 06:28
Enginn hefur fundist í Surfside síðan í gærmorgun
Enn er 159 manns saknað eftir að fjölbýlishús hrundi í Surfside í Florida aðfaranótt fimmtudags. Enginn hefur fundist síðan í gærmorgun, en þá hafði tugum verið bjargað úr rústunum og fjórir fundist látnir.
26.06.2021 - 16:05
Jarðsig kann að hafa valdið hruni fjölbýlishússins
Viðgerðir voru í gangi á fjölbýlishúsinu sem hrundi í Surfside í Flórída aðfaranótt fimmtudags, en húsið átti að fá nýja öryggisvottun seinna á þessu ári. Lögregla rannsakar nú hvort viðgerðirnar geti hafa haft áhrif á öryggið en rannsóknir snúa þó frekar að því hvort jarðsig kunni að hafa spilað inn í.
25.06.2021 - 18:28
Minnst 159 saknað í Surfside í Flórída
Minnst 159 er saknað eftir að stór hluti fjölbýlishúss í bænum Surfside í Flórída hrundi aðfaranótt fimmtudags. Fjögur lík hafa fundist í rústunum en ekki hafa verið borin kennsl á þau.
25.06.2021 - 15:12
99 saknað eftir að bygging hrundi í Flórída
Viðamiklar björgunaraðgerðir hafa staðið yfir skammt norðan Miami í Flórída í Bandaríkjunum frá í nótt eftir að efri helmingur tólf hæða blokkar hrundi um klukkan tvö um nótt að staðartíma.
24.06.2021 - 20:44
Einn dáinn eftir að bíl var ekið á gleðigöngu í Flórída
Að minnsta kosti einn er látinn og annar illa slasaður eftir að litlum vörubíl var ekið á hóp fólks við upphaf gleðigöngu í Florida á laugardagskvöldið. Ökumaðuirnn er í haldi lögreglu.
20.06.2021 - 06:41
Tekist á um bólusetningarskyldu í skemmtiferðaskipum
Nokkrar stórútgerðir skemmtiferðaskipa, með bækistöðvar í Bandaríkjunum, iða í skinninu eftir að fá að hefja siglingar frá Flórídaströndum að nýju, nú þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar er á hröðu undanhaldi vestanhafs. Siglingar eiga að hefjast í júlí og bókanir ganga vel - en þó er einn hængur á: Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, bannar skipafélögunum að gera bólusetningu gegn COVID-19 að skilyrði fyrir því að fólk fái að fara í siglingu með þeim, eins og til stóð.
Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum, festi í ríkislög í fyrradag að trans konur geti ekki keppt í kvennaflokki á íþróttamótum í skólum innan ríkisins. Lögin taka gildi 1. júlí. Þau eru mjög umdeild og hefur þeim verið mótmælt kröftuglega.
03.06.2021 - 09:33
Flórída
Útgöngubann og 1.000 handtökur vegna hamslausrar gleði
Borgaryfirvöld í Miami Beach í Flórída framlengdu í dag um viku útgöngubann sem verið hefur í gildi í borginni að undanförnu, eftir að partístand aðkomuungmenna fór algerlega úr böndunum um helgina og um 1.000 manns voru handtekin. Vorfrí er nú í menntaskólum og háskólum vestra og hefðinni samkvæmt streyma tugir þúsunda ungmenna á hina ýmsu ferðamannastaði til að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Eitt góðverk getur af sér fleiri velgjörðir
Cory Schneider sem búsettur er á Flórída auglýsti bílinn sinn á Reddit á dögunum. Amma hans gaf honum bílinn, sem er Ford Crown Victoria árgerð 1997, fyrir nokkrum árum.
06.12.2020 - 03:39
Rosknir kjósendur á Flórída virðast hallast að Biden
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera að missa nokkuð af hylli roskinna kjósenda á Flórída yfir til Joe Biden ef marka má skoðanakannanir.
Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Geimfarar á leið til jarðar á ný
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
01.08.2020 - 23:46
Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.
31.07.2020 - 06:18