Færslur: Flórída

Flórída
Útgöngubann og 1.000 handtökur vegna hamslausrar gleði
Borgaryfirvöld í Miami Beach í Flórída framlengdu í dag um viku útgöngubann sem verið hefur í gildi í borginni að undanförnu, eftir að partístand aðkomuungmenna fór algerlega úr böndunum um helgina og um 1.000 manns voru handtekin. Vorfrí er nú í menntaskólum og háskólum vestra og hefðinni samkvæmt streyma tugir þúsunda ungmenna á hina ýmsu ferðamannastaði til að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Eitt góðverk getur af sér fleiri velgjörðir
Cory Schneider sem búsettur er á Flórída auglýsti bílinn sinn á Reddit á dögunum. Amma hans gaf honum bílinn, sem er Ford Crown Victoria árgerð 1997, fyrir nokkrum árum.
06.12.2020 - 03:39
Rosknir kjósendur á Flórída virðast hallast að Biden
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera að missa nokkuð af hylli roskinna kjósenda á Flórída yfir til Joe Biden ef marka má skoðanakannanir.
Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Geimfarar á leið til jarðar á ný
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
01.08.2020 - 23:46
Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.
31.07.2020 - 06:18
Fleiri en 15.000 greindust í Flórída á sólarhring
Fleiri en fimmtán þúsund voru greindir með kórónuveiruna í Flórída á síðasta sólarhringnum og 19,6% allra sýna sem vour tekin reyndust jákvæð.
12.07.2020 - 22:10
Þrumuveður gæti enn tafið geimskot
Lokaákvörðun um hvort reynt verður að skjóta Dragon flaug SpaceX á loft frá Kennedy geimflaugstöðinni á Florida annað kvöld veltur á veðri.
30.05.2020 - 00:47
Erlent · Bandaríkin · SpaceX · Flórída · NASA · Elon Musk
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum hafa í dag verið að birgja sig upp af matvælum og vatni áður en fellibylurinn Dorian kemur þar að landi eftir helgi. 
30.08.2019 - 16:35
Fjöldi særðist í sprengingu í verslunarmiðstöð
Í það minnsta tuttugu slösuðust í öflugri gassprengingu í verslunarmiðstöð í bænum Plantation í suðurhluta Flórída í Bandaríkjunum nú fyrir stundu.
06.07.2019 - 17:56
Ákærður fyrir aðgerðarleysi í skotárás í skóla
Maður sem gegndi starfi öryggisvarðar í skóla í bænum Parkland, þar sem 17 nemendur voru myrtir í skotárás í fyrra, hefur verið handtekinn og ákærður.
05.06.2019 - 00:35
14 ára stúlkur kærðar fyrir að plana níu morð
Tvær táningsstúlkur voru handteknar í Flórída í Bandaríkjunum í vikunni fyrir að leggja á ráðin um að myrða níu manns. Frá þessu er greint í fjölmiðlum vestra. Stúlkurnar, sem báðar eru 14 ára gamlar, voru handteknar eftir að kennari fann möppu sem geymdi ítarlega útfærðar fyrirætlanir þeirra um ódæðin.
20.04.2019 - 06:35
Talið verður aftur í Flórída
Atkvæði sem greidd voru í kosningum um öldungardeildarþingmann og ríkisstjóra ríkisins á þriðjudag verða talin aftur. 67 sýslur eru í Flórída og höfðu þær fengið frest til klukkan fimm í dag að íslenskum tíma til að skila inn óopinberum úrslitum. Yfirvöld í Flórída tilkynntu um endurtalninguna eftir að fresturinn rann út.
10.11.2018 - 20:12
Fangar fá kosningarétt eftir afplánun
Íbúar Flórída voru ekki aðeins að kjósa sér þingmenn og ríkisstjóra, heldur samþykktu þeir einnig að veita föngum sem búnir eru að afplána sinn dóm kosningarétt að nýju.
07.11.2018 - 04:07
Lögregla hafði margoft afskipti af árásarmanni
David Katz, sem myrti tvo og særði tíu, áður en hann svipti sig lífi á tölvuleikjamóti í Flórída-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag, þjáðist af geðrænum veikindum frá tólf ára aldri. Katz var 24 ára. Lögregla var kölluð 26 sinnum að heimili fjölskyldu hans á 16 árum.
28.08.2018 - 13:41
Þriðja skotárásin í Flórída á tveimur árum
Mennirrnir tveir sem létu lífið í skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída-ríki Bandaríkjanna í gær voru þekktir spilarar meðal þeirra sem léku Madden NFL, leik um amerískan fótbolta. Eli Clayton, var 21 árs og Taylor Robertson var 27 ára, og skilur eftir sig konu og börn.
27.08.2018 - 10:29
Ætla að láta stjórnmálamenn skammast sín
Hópur nemenda við skólann í Parkland í Florida, þar sem byssumaður myrti sautján manns fyrr í vikunni, tilkynntu í dag að þau ætli að skipuleggja kröfugöngu í Washington 24.mars, til að vekja athygli á nauðsyn þess að herða löggjöf um byssueign. Gangan verður kölluð „March for our lives“ og með henni vilja nemendurnir láta þá stjórnmálamenn skammast sín, sem þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association (NRA). Einnig stendur til að skipuleggja göngur í öðrum borgum.
18.02.2018 - 16:50
Flórída - Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Ljóðabókin Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er bók vikunnar á Rás1.
15.02.2018 - 16:22
Gagnrýni
Ljóð sem sveiflast milli fegurðar og viðbjóðs
Það eimir af malurtum Baudelaires og árstíðar helvítis Rimbauds í ljóðabók Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Flórída, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi Víðsjár. Ljóðin „sveiflast milli sjálfsöryggis og örvæntingar, fegurðar og viðbjóðs, ekki gleði, en örugglega sorgar.“
Viðtal
„Hún er afkvæmi míns vanskapaða huga“
„Flórída er persóna, hún gerist ekki í Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir um samnefnda ljóðabók sína sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.
„Persónuleg í sjötta veldi“
„Þetta eru stutt ljóð, eða prósatextar, sem segja sögu af tveimur konum. Það er ung kona í Berlín sem segir söguna af því hvernig hún fór að leigja með eldri konu sem er fyrrum pönk-rokkari, Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir aðspurð um umfjöllunarefni sinnar nýjustu ljóðabókar, Flórída.