Færslur: Flórída

Yfir 700 þúsund látin af völdum COVID í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum fór yfir 700 þúsund í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins sjúkrahússins. Það jafngildir íbúafjölda höfuðborgarinnar Washington.
Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Fyrrum leyniskytta framdi fjöldamorð í Flórída
Fyrrverandi leyniskytta í Bandaríkjaher skaut fernt til bana í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi ódæðið.
06.09.2021 - 04:49
Skólastjórar sem setja á grímuskyldu fái ekki laun
Aukin harka er hlaupin í andstöðu Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, gegn sóttvarnaráðstöfunum hvers konar. Nú hefur hann hótað að skólastjórnendur á vegum ríkisins sem setji á grímuskyldu í sínum skólum fái jafnvel ekki útborguð laun.
10.08.2021 - 13:16
100.000 ný COVID-19 smit á dag í Bandaríkjunum
Um 100.000 manns greinast á degi hverjum með COVID-19 í Bandaríkjunum um þessar mundir. Slíkar tölur hafa ekki sést þar í landi síðan í byrjun árs. Er þetta fyrst og fremst rakið til útbreiðslu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis annars vegar, og hins vegar til þess, að mjög hefur hægt á bólusetningu vestra að undanförnu.
Þriðjungur smita í Bandaríkjunum í Texas og Flórída
Helmingur allra nýrra COVID-19 smita í Bandaríkjunum greinist í sjö ríkjum þar sem bólusetningarhlutfall er afar lágt. Þetta eru Flórída, Texas, Missouri, Arkansas, Louisiana, Alabama og Mississippi. Um helmingur allra sjúkrahúsinnlagna vestra vegna faraldursins er í þessum sömu ríkjum. Jeff Zients, sem heldur utan um aðgerðir Bandaríkjastjórnar vegna COVID-19 greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.
31.07.2021 - 05:49
Sækýr eiga undir högg að sækja í Flórída
Metfjöldi sækúa hefur drepist það sem af er ári í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Áætlað er að yfir 840 dýr hafi drepist frá 1. janúar til júlíbyrjunar í ár. Þar með fellur fyrra met frá 2013 þegar 830 sækýr drápust eftir að hafa komist í tæri við skaðlega þörunga.
12.07.2021 - 18:54
86 lík fundin í Surfside
86 lík hafa nú verið grafin upp úr rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami í Flórída hinn 24. júní síðastliðinn. Bandaríska fréttastöðin CNN greinir frá þessu. Húsið, Champlain Towers South, var tólf hæða hátt, byggt snemma á níunda áratug síðustu aldar.
11.07.2021 - 05:34
Flórída
Öll von úti um að finna fólk á lífi í rústunum
Leit að eftirlifendum í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami-Dade í Flórída fyrir tveimur vikum hefur verið hætt og héðan í frá miða störf leitarfólks einungis að því að endurheimta lík sem grafin eru undir brakinu. Daniella Lavine Cava, borgarstjóri Miami-Dade, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gærkvöld. Hún sagði þetta hafa verið afar þungbæra ákvörðun en mat sérfræðinga væri að öll von sé nú úti um að finna fólk á lífi.
08.07.2021 - 03:09
Fjöldi látinna í Surfside orðinn 36
Lík átta íbúa íbúðabyggingarinnar, sem hrundi í Surfside í Flórída-ríki Bandaríkjanna í síðasta mánuði, fundust í rústunum í dag. Heildarfjöldi látinna er nú orðinn 36.
06.07.2021 - 23:51
Lík þriggja til viðbótar fundist í rústunum
Lík þriggja einstaklinga til viðbótar hafa fundist í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í Surfside í Flórída fyrir tólf dögum. Alls hafa því 27 fundist látin í rústum byggingarinnar en enn er 118 saknað.
05.07.2021 - 20:37
Níu úrskurðaðir látnir í Surfside í Flórída
Níu hafa verið úrskurðaðir látnir í Surfside í Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að tólf hæða fjölbýlishús hrundi aðfaranótt fimmtudags. Daniella Levine Cava, borgarstjóri Miami-Dade-sýslu í Flórída, tilkynnti á blaðamannafundi á fjórða tímanum að einn hefði látist á spítala í dag og fjórir fundist látnir í rústunum.
27.06.2021 - 16:09
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar í Surfside
Leitar- og björgunarlið fann í gærkvöld fimmta líkið í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í bænum Surfside í Flórída aðfaranótt fimmtudags. Þá hafa kennsl verið borin á þrjú af þeim fjórum líkum sem áður höfðu fundist og því hefur þeim sem saknað er fækkað úr 159 í 156. Eldur og reykur torvelda mjög öll leitarstörf og slökkviliði hefur ekki lánast að komast að rótum eldsins, djúpt í iðrum hálfhruninnar byggingarinnar.
27.06.2021 - 06:28
Enginn hefur fundist í Surfside síðan í gærmorgun
Enn er 159 manns saknað eftir að fjölbýlishús hrundi í Surfside í Florida aðfaranótt fimmtudags. Enginn hefur fundist síðan í gærmorgun, en þá hafði tugum verið bjargað úr rústunum og fjórir fundist látnir.
26.06.2021 - 16:05
Jarðsig kann að hafa valdið hruni fjölbýlishússins
Viðgerðir voru í gangi á fjölbýlishúsinu sem hrundi í Surfside í Flórída aðfaranótt fimmtudags, en húsið átti að fá nýja öryggisvottun seinna á þessu ári. Lögregla rannsakar nú hvort viðgerðirnar geti hafa haft áhrif á öryggið en rannsóknir snúa þó frekar að því hvort jarðsig kunni að hafa spilað inn í.
25.06.2021 - 18:28
Minnst 159 saknað í Surfside í Flórída
Minnst 159 er saknað eftir að stór hluti fjölbýlishúss í bænum Surfside í Flórída hrundi aðfaranótt fimmtudags. Fjögur lík hafa fundist í rústunum en ekki hafa verið borin kennsl á þau.
25.06.2021 - 15:12
99 saknað eftir að bygging hrundi í Flórída
Viðamiklar björgunaraðgerðir hafa staðið yfir skammt norðan Miami í Flórída í Bandaríkjunum frá í nótt eftir að efri helmingur tólf hæða blokkar hrundi um klukkan tvö um nótt að staðartíma.
24.06.2021 - 20:44
Einn dáinn eftir að bíl var ekið á gleðigöngu í Flórída
Að minnsta kosti einn er látinn og annar illa slasaður eftir að litlum vörubíl var ekið á hóp fólks við upphaf gleðigöngu í Florida á laugardagskvöldið. Ökumaðuirnn er í haldi lögreglu.
20.06.2021 - 06:41
Tekist á um bólusetningarskyldu í skemmtiferðaskipum
Nokkrar stórútgerðir skemmtiferðaskipa, með bækistöðvar í Bandaríkjunum, iða í skinninu eftir að fá að hefja siglingar frá Flórídaströndum að nýju, nú þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar er á hröðu undanhaldi vestanhafs. Siglingar eiga að hefjast í júlí og bókanir ganga vel - en þó er einn hængur á: Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, bannar skipafélögunum að gera bólusetningu gegn COVID-19 að skilyrði fyrir því að fólk fái að fara í siglingu með þeim, eins og til stóð.
Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum, festi í ríkislög í fyrradag að trans konur geti ekki keppt í kvennaflokki á íþróttamótum í skólum innan ríkisins. Lögin taka gildi 1. júlí. Þau eru mjög umdeild og hefur þeim verið mótmælt kröftuglega.
03.06.2021 - 09:33
Flórída
Útgöngubann og 1.000 handtökur vegna hamslausrar gleði
Borgaryfirvöld í Miami Beach í Flórída framlengdu í dag um viku útgöngubann sem verið hefur í gildi í borginni að undanförnu, eftir að partístand aðkomuungmenna fór algerlega úr böndunum um helgina og um 1.000 manns voru handtekin. Vorfrí er nú í menntaskólum og háskólum vestra og hefðinni samkvæmt streyma tugir þúsunda ungmenna á hina ýmsu ferðamannastaði til að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Eitt góðverk getur af sér fleiri velgjörðir
Cory Schneider sem búsettur er á Flórída auglýsti bílinn sinn á Reddit á dögunum. Amma hans gaf honum bílinn, sem er Ford Crown Victoria árgerð 1997, fyrir nokkrum árum.
06.12.2020 - 03:39