Færslur: Flokkur fólksins

Forystusætið
Öryrkjar fái að vinna í tvö ár án skerðinga
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fara að fordæmi Svía og gefa öryrkjum, sem treysta sér til, færi á að vinna í tvö ár án þess að bætur þeirra skerðist. Flokkurinn leggur mikla áherslu á bættan hag öryrkja og aldraðra og segir Inga árangur flokksins sjást ekki síst í áhuga hinna flokkanna á málaflokknum, nú skömmu fyrir kosningar.
Frambjóðandi á lista tveggja flokka
Frambjóðandi á nýkynntum lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi var einnig á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem kynntur var á dögunum. Maðurinn heitir Ágúst Heiðar Ólafsson og býr á Akranesi.
Guðmundur Ingi og Jónína efst hjá Flokki fólksins
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður og Jónína Óskarsdóttir, varaþingmaður og eldri borgari, skipa tvö efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var birtur í dag. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari er í þriðja sæti og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur í því fjórða.
Ásthildur Lóa efst hjá Flokki fólksins í Suðurkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, er í öðru sæti og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður er í þriðja sæti.
Oddvitar Flokks fólksins kynntir
Flokkur fólksins kynnti í morgun þá sex einstaklinga sem skipa oddvitasæti flokksins í komandi kosningum til Alþingis 25. september.
23.08.2021 - 10:36
Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA-kjördæmi
Tónlistarmaðurinn, Jakob Frímann Magnússon, leiðir lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum frá því snemma í morgun.
17.08.2021 - 07:35
Huga ber að borgararéttindum við varanlegar aðgerðir
Þingmaður Pírata segir brýnt að stjórnvöld upplýsi hvað átt sé við með varanlegri sóttvarnaaðgerðum. Huga þurfi að borgaralegum réttindum. Hún telur að upplýsingar vanti til að taka ákvörðun um næstu skref í aðgerðum. Formaður Flokks fólksins segir brýnt að útrýma veirunni innanlands með öllum ráðum.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Sennilegt að Flokkur fólksins skoði stöðu Ásgerðar Jónu
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir sennilegt að stjórn flokksins taki til skoðunar ásakanir á hendur Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúa flokksins. Ásgerður átti sæti í mannréttindaráði borgarinnar þar til hún fór í veikindaleyfi og var varamaður í velferðarráði. Kolbrún segist telja að Ásgerður komi aftur eftir veikindaleyfi í janúar en ekki náðist í Ásgerði við vinnslu fréttarinnar.
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Leggja til bann við okri á tímum hættuástands
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps á Alþingi, þar sem lagt er til að okur verði bannað. Bannið nái til allra sölu- og þjónustuaðila á tímum hættuástands í þjóðfélaginu.
26.08.2020 - 10:40
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
„Stjórnvöld geta ekki níðst á borgurum“
Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða fjölda ellilífeyrisþega samtals um fimm milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni stofnunarinnar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Formaður flokks fólksins, sem rak málið gegn Tryggingastofnun, er í skýjunum með niðurstöðuna. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að niðurstaðan komi velstæðum ellilífeyrisþegum best.
Frumvarp um þungunarrof algjörlega óverjandi
Flokkur fólksins telur nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem heimilar þungunarrof fram á 22. viku meðgöngu algjörlega óverjandi, siðferðislega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna. Þetta kemur fram í nefndaráliti með breytingartillögu flokksins að frumvarpinu.
02.05.2019 - 14:50
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.
„Þetta er óboðlegt, herra forseti”
Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem báðir standa nú utan flokka eftir Klausturmálið, stigu í pontu Alþingis og lýstu yfir furðu sinni að hafa ekki fengið úthlutað ræðutíma á þessum fyrsta degi þingsins eftir jólafrí. Karli Gauta varð heitt í hamsi og sagði vinnubrögð þingforseta óboðleg.
21.01.2019 - 15:24
Klausturfólkið geti hlotið endurkosningu
Dósent í fjölmiðlafræði segir ekki öll kurl komin til grafar í Klaustursmálinu. Hann telur að málið muni róast innan tíðar og þegar fram í sækir muni það ekki vera þetta stórmál sem það er í dag. Haldi fólkið sem um ræðir rétt á spilunum, geti þau endurnýjað umboð sitt í næstu kosningum.
05.12.2018 - 10:41
Tillaga um frí bílastæði borgarfulltrúa felld
Tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í forsætisnefnd borgarstjórnar, um ókeypis bílastæði fyrir borgarfulltrúa var felld í gær. Vísað var til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar þar sem segir að ef forsætisnefnd tekur undir tillöguna að einhverju eða öllu leyti verði að vísa henni til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar svo gera megi ráð fyrir auknum fjárheimildum vegna kostnaðarins.
13.10.2018 - 06:49
Vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur fram tillögu í borgarstjórn um að kjörnir fulltrúar og starfsmenn Ráðhússins fái frí bílastæði í borginni. Margir komi langt að í vinnuna og eigi þess ekki kost að nota almenningssamgöngur eða hjól, og einhverjir bæði vilji og þurfi að nota einkabílinn sinn til vinnu.
12.10.2018 - 06:43
Þingmaður gerir athugasemdir við hótelkostnað
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í ræðustól Alþingis í dag að hann væri hugsi yfir því hverju ferð hans til Grænlands eigi að skila og af hverju hún hafi verið farin. Þá gerði hann athugasemdir við hótelkostnað ferðarinnar.
18.09.2018 - 16:07