Færslur: Flokkur fólksins

Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Leggja til bann við okri á tímum hættuástands
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps á Alþingi, þar sem lagt er til að okur verði bannað. Bannið nái til allra sölu- og þjónustuaðila á tímum hættuástands í þjóðfélaginu.
26.08.2020 - 10:40
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
„Stjórnvöld geta ekki níðst á borgurum“
Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða fjölda ellilífeyrisþega samtals um fimm milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni stofnunarinnar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Formaður flokks fólksins, sem rak málið gegn Tryggingastofnun, er í skýjunum með niðurstöðuna. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að niðurstaðan komi velstæðum ellilífeyrisþegum best.
Frumvarp um þungunarrof algjörlega óverjandi
Flokkur fólksins telur nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem heimilar þungunarrof fram á 22. viku meðgöngu algjörlega óverjandi, siðferðislega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna. Þetta kemur fram í nefndaráliti með breytingartillögu flokksins að frumvarpinu.
02.05.2019 - 14:50
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.
„Þetta er óboðlegt, herra forseti”
Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem báðir standa nú utan flokka eftir Klausturmálið, stigu í pontu Alþingis og lýstu yfir furðu sinni að hafa ekki fengið úthlutað ræðutíma á þessum fyrsta degi þingsins eftir jólafrí. Karli Gauta varð heitt í hamsi og sagði vinnubrögð þingforseta óboðleg.
21.01.2019 - 15:24
Klausturfólkið geti hlotið endurkosningu
Dósent í fjölmiðlafræði segir ekki öll kurl komin til grafar í Klaustursmálinu. Hann telur að málið muni róast innan tíðar og þegar fram í sækir muni það ekki vera þetta stórmál sem það er í dag. Haldi fólkið sem um ræðir rétt á spilunum, geti þau endurnýjað umboð sitt í næstu kosningum.
05.12.2018 - 10:41
Tillaga um frí bílastæði borgarfulltrúa felld
Tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í forsætisnefnd borgarstjórnar, um ókeypis bílastæði fyrir borgarfulltrúa var felld í gær. Vísað var til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar þar sem segir að ef forsætisnefnd tekur undir tillöguna að einhverju eða öllu leyti verði að vísa henni til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar svo gera megi ráð fyrir auknum fjárheimildum vegna kostnaðarins.
13.10.2018 - 06:49
Vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur fram tillögu í borgarstjórn um að kjörnir fulltrúar og starfsmenn Ráðhússins fái frí bílastæði í borginni. Margir komi langt að í vinnuna og eigi þess ekki kost að nota almenningssamgöngur eða hjól, og einhverjir bæði vilji og þurfi að nota einkabílinn sinn til vinnu.
12.10.2018 - 06:43
Þingmaður gerir athugasemdir við hótelkostnað
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í ræðustól Alþingis í dag að hann væri hugsi yfir því hverju ferð hans til Grænlands eigi að skila og af hverju hún hafi verið farin. Þá gerði hann athugasemdir við hótelkostnað ferðarinnar.
18.09.2018 - 16:07
Myndskeið
Fátækt fólk á Íslandi biður um sanngirni
Ekki er allt slæmt í fjárlagafrumvarpi næsta árs, að mati Ingu Sæland, þingmanns Flokks fólksins. Í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld sagði hún að í fjárlagafrumvarpinu mætti sjá vilja til margra verka, hún væri þó ekki sammála forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.
12.09.2018 - 22:31
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Vilja tryggja öruggt húsnæði fyrir alla
Það þarf að takast á við vaxandi vanlíðan skólabarna og tryggja borgarbúum öruggt húsnæði, segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. 
Kolbrún og Karl efst hjá Flokki fólksins
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir lista Flokks fólksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir áherslumál flokksins verða að bæta stöðu þeirra sem eru verst settir í borginni en önnur kostnaðarsöm verkefni, svo sem borgarlínan, mæti afgangi.
Gunnar Smári leiðir ekki lista Sósíalista
Það stefnir í að Sósíalistaflokkurinn bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í maí, sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Silfrinu í dag. Hann sagði að sjálfur myndi hann ekki leiða lista flokksins, heldur teldi hann sitt hlutverk innan hreyfingarinnar vera annað.
Framboð víða í undirbúningi
Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur, Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum og ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ákveðið verður á næstu dögum hvort Sósíalistaflokkur Íslands býður fram.
Færri styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða, en rúmlega 70 prósent landsmanna styðja hana, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins dalar um rúm tvö prósentustig.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Magnús Þór ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Magnús sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og leiddi lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar fyrir rúmum tveimur vikum. Hann náði ekki kjöri.
13.11.2017 - 23:49
Myndskeið
„Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa myndað bandalag með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Miðflokknum þótt þau eigi samleið um margt og eðlilega tali þau þess vegna saman. Hún segist liggja í augum uppi að forsetinn veiti annað hvort Bjarna Benediktssyni stjórnarmyndunarumboðið, sem formanni stærsta flokksins, eða Sigmundi, sem stærsta sigurvegara kosninganna.
30.10.2017 - 16:56
Myndskeið
Fyrst til að komast inn í annarri tilraun
Flokkur fólksins tvöfaldaði fylgi sitt frá því í síðustu kosningum og náði fjórum mönnum inn á þing. Þetta er fyrsti flokkurinn í lýðveldissögunni til að ná inn á þing eftir að hafa mistekist það í fyrstu tilraun. Fara þarf allt aftur til fjórða áratugar síðustu aldar til að finna flokk sem komst inn á þing eftir að hafa ekki uppskorið þingsæti í fyrstu tilraun. Það var Kommúnistaflokkurinn sem náði þremur mönnum inn á þing árið 1937 eftir að hafa ekkert þingsæti fengið í þremur tilraunum.
29.10.2017 - 07:19
Myndskeið
„Verð ekki oft orðlaus en ég verð það núna“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að sér liði ólýsanlega vel. „Ég verð ekki oft orðlaus en ég verð það núna,“ sagði Inga í samtali við Gísla Einarsson. „Við áttum frekar heima með himinskautunum,“ sagði Inga sem kvaðst vera ótrúlega stolt af sínu fólki. „Ég meina það sem ég segja og ég segi það sem ég meina,“ sagði Inga en Flokkur fólksins er með fjóra menn kjörna samkvæmt fyrstu tölum.
29.10.2017 - 00:23
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.