Færslur: Flokkur fólksins

Vonar að hagsmuna heimilanna verði gætt
Frumvarpi um tímabundna frystingu á verðtryggingu, lánum og leigu var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöld. Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segist vona að ríkisstjórnin taki málið alvarlega.
Þingmönnum stjórnarflokka velkomið að styðja frumvarpið
Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem til stendur að senda úr landi með fjöldabrottvísun.
27.05.2022 - 13:12
Leggja fram sameiginlegt frumvarp vegna brottvísana
Þingflokkar Samfylkingar, Flokk fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokkunum.
27.05.2022 - 11:13
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Viðtal
Segir skjáskotið ekki hafa áhrif á þingstörf Tómasar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lýsir óbeit á orðfari Tómasar A. Tómassonar þingmanns í umdeildu skjáskoti sem lekið var til fjölmiðla í dag. Hún segir að málið muni þó ekki hafa áhrif á störf Tómasar.
28.04.2022 - 17:47
Viðtal
Þingmaður þvertekur fyrir vændiskaup í Tælandi
Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, tjáði sig í dag á Twitter um umdeilt skjáskot sem gengið hefur manna á milli á samfélagsmiðlum.
28.04.2022 - 11:45
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Brynjólfur leiðir Flokk fólksins á Akureyri
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir skipar forystusæti lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri í maí. Í öðru sæti er Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir. og þriðja sæti skipar Jón Hjaltason sagnfræðingur.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Kolbrún leiðir áfram Flokk Fólksins í borginni
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, leiðir lista Flokks Fólksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í öðru sæti listans er Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala hringsins, en í því þriðja situr Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur.
Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
„Venjulegu fólki algerlega nóg boðið"
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu auki ekki á gliðnun í samfélaginu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um launagreiðslur til forstjóra fyrirtækja í ríkiseigu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Mínútu þögn fyrir frið í Úkraínu
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, tók til máls um störf þingsins við upphaf þingfundar.
01.03.2022 - 14:30
Aðgerðirnar leysa ekki undirliggjandi vanda
Stjórnarandstæðingar á þingi kalla eftir mun stórtækari aðgerðum til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins í faraldrinum. Sóttvarna- og efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í gær séu tilviljanakenndar og leysi ekki undirliggjandi vanda.
Viðtöl
Falleg orð soðin í innihaldslausan graut
Þó ýmislegt gott sé að finna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna sammála um að í umbúðunum sé takmarkað innihald. „Þetta er algjörlega viðbúin froða,“ segir Halldóra Mogensen þingmaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telja bæði að Vinstri græn hafi veikt stöðu sína í ríkisstjórninni.
Myndskeið
Dottandi Tommi segist hafa lokað augum til einbeitingar
Þingmenn settust loks á þing í dag tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar. Marga þingmenn var farið að lengja eftir því að geta loks hafið hina eiginlegu þingmennsku. Mikil ró virðist hafa færst yfir þingsalinn í dag og rúmum hálftíma eftir að þingfundur hófst leit út fyrir að einhverjir í salnum væru farnir að dotta. Tómas A. Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólks, sat með lokuð augun undir ræðum þingmanna.
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Forystusætið
Öryrkjar fái að vinna í tvö ár án skerðinga
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fara að fordæmi Svía og gefa öryrkjum, sem treysta sér til, færi á að vinna í tvö ár án þess að bætur þeirra skerðist. Flokkurinn leggur mikla áherslu á bættan hag öryrkja og aldraðra og segir Inga árangur flokksins sjást ekki síst í áhuga hinna flokkanna á málaflokknum, nú skömmu fyrir kosningar.
Frambjóðandi á lista tveggja flokka
Frambjóðandi á nýkynntum lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi var einnig á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem kynntur var á dögunum. Maðurinn heitir Ágúst Heiðar Ólafsson og býr á Akranesi.
Guðmundur Ingi og Jónína efst hjá Flokki fólksins
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður og Jónína Óskarsdóttir, varaþingmaður og eldri borgari, skipa tvö efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var birtur í dag. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari er í þriðja sæti og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur í því fjórða.
Ásthildur Lóa efst hjá Flokki fólksins í Suðurkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, er í öðru sæti og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður er í þriðja sæti.