Færslur: Flóð

Neikvæð met slegin í loftslagsáhættu í fyrra
Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag.
Yfir 170 hafa fundist látin eftir storm á Filippseyjum
Lík 172 karla, kvenna og barna hafa fundist í rústum og ruðningum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja eftir öflugasta hitabeltisstorm sem gengið hefur yfir eyjarnar það sem af er þessu ári, og yfir 100 er enn saknað. Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá þessu í morgun.
17.04.2022 - 07:26
Nær 400 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Nær 400 manns hafa fundist látin eftir hamfarirnar í KwaZulu-Natal héraði í austanverðri Suður Afríku á dögunum. Fjölmennt leitarlið lögreglu, hermanna og sjálfboðaliða hefur stækkað leitarsvæðið til muna þar sem tuga er enn saknað. Feiknarlegt vatnsveður, það úrkomumesta í Suður-Afríku í 60 ár, dundi á héraðinu í byrjun vikunnar og olli mannskæðum flóðum og skriðum í og umhverfis borgina Durban.
16.04.2022 - 05:40
Yfir 340 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Leitar- og björgunarlið í austanverðri Suður-Afríku er enn að störfum við erfiðar og hættulegar aðstæður í og umhverfis borgina Durban, þar sem hamfaraflóð og aurskriður fylgdu steypiregni fyrr í vikunni. 341 lík hefur fundist þar í húsarústum og eðjuflæmum og talið er að þeim eigi enn eftir að fjölga því margra er enn saknað.
15.04.2022 - 06:24
133 lík fundist eftir mannskaðaveður á Filippseyjum
Minnst 133 hafa fundist látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir Filippseyjar á dögunum. Storminum fygldi gífurlegt vatnsveður sem olli bæði flóðum og aurskriðum.
14.04.2022 - 10:33
Mannskæðasta óveður sem sögur fara af í Suður-Afríku
Yfir 300 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum af völdum mikils vatnsveðurs á austurströnd Suður-Afríku síðustu daga. Yfirvöld segja þetta mestu rigningar í landinu í meira en sextíu ár og óveðrið það mannskæðasta sem dunið hefur á Suður-Afríku svo vitað sé.
14.04.2022 - 06:25
Minnst 80 fórust í flóðum og skriðum á Filippseyjum
80 lík hafa fundist í húsarústum og aurflaumum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja, þar sem hitabeltisstormurinn Megi fór hamförum á sunnudag og mánudag. Megi er öflugasti stormurinn sem skollið hefur á Filippseyjum það sem af er ári og honum fylgdi ógurlegt vatnsveður, sem orsakaði hvort tveggja flóð og aurskriður þar sem hann fór yfir.
14.04.2022 - 02:36
Tugir hafa farist í flóðum í Suður-Afríku
Minnst 45 manns hafa farist í flóðum og skriðum í kjölfar margra daga stórrigninga á austurströnd Suður-Afríku, að sögn yfirvalda þar í landi. Fjölda fólks er enn saknað á hamfarasvæðinu og björgunarlið leitar lifenda og dauðra í rústum og skriðum. Hamfarirnar eru að mestu bundnar við strandhéraðið KwaZulu-Natal og er ástandið verst í borginni Durban og nærliggjandi byggðarlögum.
13.04.2022 - 06:18
58 hafa fundist látin eftir hamfarastorm á Filippseyjum
58 hafa fundist látin eftir mikil flóð og aurskriður á Filippseyjum síðustu daga, samkvæmt upplýsingum yfirvalda á eyjunum. Björgunarlið er enn að störfum í þeim þorpum sem verst urðu úti í hamförunum og leitar í húsarústum og aurflæmum. Björgunar- og tækjabúnaður er af skornum skammti á hamfarasvæðunum svo leitarmenn neyðast víða til að grafa hin látnu upp úr eðjunni með berum höndum.
13.04.2022 - 03:32
Flóð og skriðuföll hafa orðið 14 að bana í Brasilíu
Fjórtán hafa farist og fimm er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro ríki Brasilíu. Átta börn eru meðal þeirra látnu.
03.04.2022 - 00:40
Þúsundir flýja vegna úrhellis og flóða í Ástralíu
Yfir sex þúsund íbúa á austurströnd Ástralíu urðu að yfirgefa heimili sín í nótt vegna úrhellisrigningar og flóða. Tveir hafa látist. Hátt í fimm hundruð manns á svæðinu hafa óskað eftir aðstoð viðbragðsaðila. Talið er að vatnshæðin muni nái allt að tíu metrum í dag og muni flæða yfir vegi.
29.03.2022 - 05:48
Vatn flæðir yfir bakka í Víðidal og við Norðlingaholt
Elliðaár flæða yfir bakka sína á nokkrum stöðum þessa stundina, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut og stór gróðurlendi á kafi við Norðlingaholt og Rauðhóla þar sem Bugða hefur flætt yfir bakka sína.
27.03.2022 - 13:05
Mannskaðaveður á Nýja Sjálandi
Minnst þrir drukknuðu þegar fiskiskip sökk undan ströndum Norðureyju Nýja Sjálands í miklu illviðri sem þar geisar og ringulreið ríkir í Auckland, fjölmennustu borg landsins, vegna veðurofsans, að sögn borgaryfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að lík þriggja skipverja á hinu sokkna skipi hafi þegar fundist en tveggja sé enn saknað. Fimm skipverjum var bjargað við illan leik og njóta nú aðhlynningar á sjúkrahúsi. Er líðan þeirra sögð stöðug og eftir aðstæðum góð.
21.03.2022 - 03:18
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Aftur steypiregn og flóð í Ástralíu eftir stutt hlé
Íbúar Sydney, fjölmennustu borgar Ástralíu, vöknuðu upp við ausandi rigningu í morgun eftir stutt hlé á afar úrkomusömum óviðrakafla sem geisað hefur á austurströnd landsins dögum saman. Í Brisbane, nokkru norðar, er líka varað við hellidembum og flóðahættu. Sautján manns hafa farist í óveðrum sem hamast hafa á sunnanverðu Queensland og norðurhluta Nýja Suður-Wales undanfarna daga.
06.03.2022 - 06:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð · Aurskriður · Sydney · Brisbane
Enn mikil flóðahætta á austurströnd Ástralíu
Fjórtán manns hafa farist í óveðri og flóðum sem geisað hafa á austurströnd Ástralíu í rúma viku, tíu í Queensland-ríki og fjögur í Nýja Suður-Wales. Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland, greindi frá tíunda dauðsfallinu í ríkinu í morgun. Sagði hún að lík 53 ára gamals manns, sem saknað hefur verið síðan á mánudag, hefði fundist undir bryggju í höfninni í Brisbane í gærkvöld. Eins manns er enn saknað í Queensland.
04.03.2022 - 04:57
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Stormur · Flóð · Aurskriður
Mannskaðaveður í Ástralíu
200.000 skipað í skjól og 300.000 bíða fyrirmæla
Almannavarnir í Ástralíu hafa fyrirskipað um 200.000 manns í ríkjunum Queensland og Nýja Suður-Wales að yfirgefa heimili sín hið bráðasta og koma sér í öruggt skjól frá miklum og afar vætusömum óveðursbálki sem mjakar sér suður eftir austurströndinni í áttina að stórborginni Sydney. Um 300.000 til viðbótar hefur verið sagt að búa sig undir að þurfa að stökkva af stað með litlum fyrirvara vegna vaxandi flóðahættu í grennd við ár og stíflur og yfirfull uppistöðulón.
03.03.2022 - 05:44
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Sydney · Flóð · Stormur · Óveður
Mannskætt óveður á austurströnd Ástralíu nálgast Sydney
Ekkert lát er á flóðum á austurströnd Ástralíu, þar sem stormur og stólparegn hafa valdið mannskæðum flóðum undanfarna viku. Tólf hafa dáið í hamförunum til þessa. Tugir þúsunda hafa neyðst til að flýja heimil sín, sem eru meira og minna á kafi í vatni. Óveðrið þokast nú suður með Nýja Suður-Walesríki á austurströndinni, í átt að stórborginni Sydney, eftir að hafa valdið miklum usla í Queensland síðustu daga.
02.03.2022 - 07:04
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð
Fólki bjargað af húsþökum á flóðasvæðum Ástralíu
Tugum þúsunda Ástrala var skipað að yfirgefa heimili sín í gær en úrhellisrigning veldur enn ógnarmiklum flóðum. Fjöldi fólks þurfti að flýja upp á húsþök til að bjarga sér undan vatnsflaumnum.
28.02.2022 - 05:48
Mikil flóð í Ástralíu hafa orðið sex manns að fjörtjóni
Sex hafa farist í stórfelldum flóðum á austurströnd Ástralíu. Úrhellisrigning hefur varað í nokkra daga og ekkert útlit fyrir að henni linni fyrr en síðar í vikunni.
27.02.2022 - 02:28
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Alls hafa 186 fundist látnir í Petrópolis
Fjöldi látinna eftir flóð og skriðuföll í borginni Petrópolis í Brasílíu er kominn í 186. Vika er síðan ofsaveður með gríðarlegu skýfalli gekk yfir borgina sem er vinsæll ferðamannastaður.
23.02.2022 - 04:00
Lík finnast enn í Petrópolis og mannskaðaveður í grennd
Leitar- og björgunarfólk í brasilísku borginni Petrópolis hefur fundið lík 165 borgarbúa sem fórust í miklum flóðum og aurskriðum í borginni á þriðjudag í liðinni viku. Borgaryfirvöld greindu frá þessu í gærkvöld. 28 börn eru á meðal hinna látnu, að sögn lögreglu. Þótt næsta útilokað þyki að nokkur finnist á lífi er leit haldið áfram í húsarústum og aurhaugum í borginni, við erfiðar og hættulegar aðstæður. Tveir fórust í illviðri í nágrannaríki Ríó de Janeiro í gær.
21.02.2022 - 06:21
146 hafa fundist látin í Petrópolis
Leitar- og björgunarsveitir hafa fundið 146 lík í aurhaugum og húsarústum í brasilísku borginni Petrópolis, þar sem flóð og aurskriður féllu eftir skýfall á þriðjudag með skelfilegum afleiðingum. 26 börn eru á meðal hinna látnu. Á annað hundrað manns er enn saknað en talið er að hátt í 60 þeirra sem fundist hafa látin en ekki hefur tekist að bera kennsl á séu þeirra á meðal.
20.02.2022 - 00:45
136 látin í Petrópolis og fjölda er enn saknað
Leit heldur áfram í aurflæmi og húsarústum í brasilísku borginni Petrópolis, þar sem flóð og aurskriður rufu heljarmikið skarð í borgina á þriðjudag, eyðilögðu fjölda bygginga og urðu minnst 136 manns að bana. Vonin um að finna fleiri á lífi, rúmum þremur sólarhringum eftir hamfarirnar, dvínar með hverri mínútunni en hundruð leitar- og björgunarmanna halda leitinni áfram engu að síður við afar erfiðar og hættulegar aðstæður.
19.02.2022 - 04:35