Færslur: Flóð

Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.
26.07.2021 - 16:29
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Leita að eftirlifendum í kappi við tímann
Fjölmennt leitarlið vinnur nú baki brotnu í kappi við tímann í von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðunum á vestanverðu Indlandi, þar sem ógurlegar monsúnrigningar síðustu daga ollu mannskæðum flóðum. Á annað hundrað þúsund manns hafa verið flutt frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í ríkjunum Goa og Maharashtra.
25.07.2021 - 06:18
Mannskæð flóð á Filippseyjum
Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Manila og nærsveitum vegna flóða í kjölfar margra daga steypiregns sem dunið hefur á Filippseyjum undanfarna daga. Minnst einn maður hefur látið lífið í flóðunum. Þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum í og umhverfis borgina, þar á meðal um 15.000 manns sem fluttir voru í hasti frá borginni Marikina þegar áin sem rennur í gegnum hana tók að vaxa hratt og mikið.
25.07.2021 - 03:22
Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.
24.07.2021 - 23:56
Yfir 100 látin í flóðum og skriðum á Indlandi
Minnst 112 manns hafa látist í flóðum og aurskriðum í Maharashstra-ríki í vesturhluta Indlands og fjölda fólks er enn saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum og síðasta sólarhringinn mældist 594 millimetra úrkoma á Indlandi vestanverðu. Ár flæða víða yfir bakka sína og það gildir líka um síki og skipaskurði.
24.07.2021 - 00:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Slæmt ástand í Henan-héraði í Kína
Flóð í Henan-héraði í miðhluta Kína hafa kostað yfir fimmtíu manns lífið. Gert er ráð fyrir að manntjón sé mun meira. Hundruð þúsunda hafa verið flutt að heiman, en margir eru innlyksa vegna vatnavaxta og ónýtra samgöngumannvirkja.
23.07.2021 - 11:58
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
33 hafa fundist látin á flóðasvæðunum í Henan í Kína
33 hafa fundist látin í Henan-héraði í Kína, þar sem feiknarmikil flóð hafa geisað vegna úrhellisrigninga síðustu daga. Herinn sprengdi í fyrrakvöld stíflugarð sem byrjaður var að gefa sig, til að freista þess að stjórna flæðinu úr stíflunni og koma þannig í veg fyrir enn verri flóð en ella.
22.07.2021 - 04:47
Milljarðar í fyrstu neyðaraðstoð á flóðasvæðunum
Ríkisstjórn Þýskalands og stjórnvöld í sambandsríkjunum sextán samþykktu í gær áætlun um neyðaraðstoð til þeirra sem verst urðu úti í hamfaraflóðunum í vesturhluta landsins í síðustu viku. Reiknað er með að uppbygging húsa, fyrirtækja, samgöngumannvirkja og annarra innviða muni kosta ótalda milljarða evra áður en yfir lýkur.
22.07.2021 - 01:48
Tryggingatjón vegna flóða í Þýskalandi 5 milljarðar
Tryggingafélög í Þýskalandi þurfa að líkindum að greiða allt að fimm milljarða evra vegna flóðanna í vesturhluta landsins í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jörg Asmussen, formaður GDV, Samtaka þýskra tryggingafélaga, sendi frá sér í dag.
21.07.2021 - 13:55
Mannskæð flóð um miðbik Kína
Minnst tólf manns létu lífið þegar vatn fossaði inn í neðanjarðarlestagöng í borginni Zhengzhou í Henan-héraði í Kína, þar sem úrhellisrigningar hafa valdið hamfaraflóðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu borgaryfirvalda. Í tilkynningunni segir að „hrina óvenjulegra og mikilla slagaveðra" hafi dunið á borginni „og valdið því að vatn safnast upp í neðanjarðarlestagöngum Zhengzhou."
21.07.2021 - 01:38
Þjóðverjar leita til ESB um aðstoð
Flóðin í vesturhluta Evrópu kostuðu að minnsta kosti tvö hundruð manns lífið. Tuga er enn saknað. Þjóðverjar ætla að óska eftir fjárhagsaðstoð úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins til uppbyggingar á flóðasvæðunum.
20.07.2021 - 17:36
Þjóðarsorg í Belgíu vegna flóða
Sírenur hljómuðu á slökkvistöðvum um gjörvalla Belgíu klukkan tólf á hádegi að staðartíma og á eftir var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem létust í flóðunum í síðustu viku.
20.07.2021 - 12:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Belgía · Flóð
Látnum fjölgar á flóðasvæðunum
165 hafa fundist látnir eftir flóðin í vesturhluta Þýskalands í síðustu viku. Margra er saknað. Fjögur hundruð milljónum evra verður varið úr ríkissjóði til uppbyggingar á flóðasvæðunum. Breskur vísindamaður segir að varað hafi verið við flóðunum, en yfirvöld trassað að láta íbúana vita.
19.07.2021 - 14:03
Merkel segir vart til orð yfir eyðilegginguna
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þýsk tunga eigi vart orð til að lýsa eyðileggingunni sem flóðin í vestanverðu landinu hefur haft í för með sér. Hún kannaði aðstæður í þorpinu Schuld í Rheinland- Pfalz ríki í dag.
18.07.2021 - 17:52
Sjónvarpsfrétt
Ætlaði ekki að trúa því sem varð á flóðasvæðunum
Fleiri en 170 eru látin eftir flóð í Þýskalandi og Belgíu og hundraða er enn saknað. Þótt veðurspáin hafi verið slæm ætlaði maður ekki að trúa því sem síðar varð, segir íslenskur maður sem býr á flóðasvæðinu.
17.07.2021 - 19:15
Merkel heimsækir hamfarasvæðið
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fer í dag í vesturhluta landsins til að kynna sér aðstæður eftir hamfaraflóð sem eru þau verstu í manna minnum. Fleiri en 150 látist vegna flóðanna og enn er ekki vitað um afdrif um 1.300 manns á flóðasvæðunum. 
17.07.2021 - 15:23
Erlent · Evrópa · Flóð
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Sjónvarpsfrétt
Fleiri en 1.000 saknað eftir fordæmalaus hamfaraflóð
Fleiri en 100 eru látin í Þýskalandi og minnst 20 í Belgíu vegna hamfaraflóða sem herjað hafa á meginland Evrópu. Eyðileggingin er gríðarleg, björgunarstarf er torvelt á sumum svæðum og yfir þúsund manns er saknað.
16.07.2021 - 19:23
Tuttugu látnir og jafn margra saknað í Belgíu
Að minnsta kosti tuttugu hafa fundist látnir og jafn margra er saknað eftir flóðin í Belgíu, að því er AFP fréttastofan hefur eftir stjórn björgunaraðgerða. Belgískir fjölmiðlar segja að 23 hafi fundist látnir.
16.07.2021 - 14:04
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Þýskaland · Flóð
Viðtal
Læst veðrakerfi hafa áhrif á veðurfar
Á fimmta tug eru látnir í Þýskalandi og Belgíu af völdum mannskæðra flóða í Vestur-Evrópu. Ár hafa flætt yfir bakka sína og valdið miklum skaða. Á meðan gengur hitabylgja yfir Finnland og í Noregi er þrumuveður. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að líklega sé þessi mikla úrkoma afleiðing læsingar á veðrakerfum í Evrópu.
15.07.2021 - 22:05
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Tjón hjá bændum - tún og kornakrar umflotin vatni
Enn eru miklir vatnavextir um norðanvert landið þar sem snjór er enn í fjöllum og snjóbráð mikil í hlýindunum. Vegir í Eyjafirði og Fnjóskadal hafa skemmst og þá hafa bændur orðið fyrir tjóni þar sem tún og kornakrar eru umflotin vatni. Þetta eru að líkindum mestu flóð í meira en þrjá áratugi.
01.07.2021 - 13:43
11 fórust þegar hús hrundi eftir úrhelli í Mumbai
Minnst ellefu manns, þar af átta börn, létu lífið þegar íbúðarhús í fátækrahverfi Mumbai hrundi seint í gærkvöld. Sjö til viðbótar slösuðust, þar af ein kona lífshættulega. Óttast er að fleiri hafi grafist undir rústunum. Borgaryfirvöld segja gríðarmikla rigningu síðasta sólarhringinn hafa valdið því að húsið hrundi. Það var í afar bágu ástandi, illa byggt og enn verr við haldið.
10.06.2021 - 04:38
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð