Færslur: Flóð

Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Miklir vatnavextir og flóðahætta í Kína
Vatnshæð lónsins ofan við hina ógnarstóru Þriggja gljúfra stíflu í Jangtsefljóti í Kína er meiri en nokkru sinni og yfir 100.000 manns hafa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóða og flóðahættu. Miklir vatnavextir eru líka í ánum Minj og Dadu í aðliggjandi héraði, og er nú svo komið að risavaxin Búddastytta við ármótin er farin að blotna í fæturna.
20.08.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Sjö fórust í flóðum á grísku eyjunni Evia
Sjö manns fórust í asaflóðum á grísku eyjunni Evia í dag. Stormur og úrhellisrigning dundu á eyjunni og orsökuðu mikla vatnavexti, aurskriður og skyndiflóð sem kostuðu mannslíf í minnst þremur þorpum; Politika, Amfithea og Bourtzi. Þrennt drukknaði í Politika, þar á meðal eitt kornabarn. Einnar manneskju er enn saknað eftir flóðin.
10.08.2020 - 03:06
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Grikkland · Flóð
Tvö fullorðin og níu börn drukknuðu í flóði í Panama
Tvö fullorðin og níu börn úr sömu fjölskyldu drukknuðu í Panama í kvöld þegar asaflóð hreif hús þeirra með sér eftir að þau voru gengin til náða. Tveggja fullorðinna er saknað. Flóðið varð í ánni Bejuco í Veraguas-héraði, vestur af Panamaborg, þegar mikill og skyndilegur vöxtur hljóp í hana eftir skýfall.
10.08.2020 - 00:39
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Vel hefur gengið að dæla burt vatni
Enn er unnið við að dæla vatni úr fráveitukerfinu á Siglufirði og miðar vel að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviðliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar.
18.07.2020 - 23:37
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Flæðir yfir flugvöllinn á Siglufirði
Flugvöllurinn á Siglufirði er umflotinn vatni og flætt hefur inn á flugbrautina.
18.07.2020 - 00:10
Buná flæddi yfir bakka sína - Tjaldsvæðið lokað
Áin Buná í Tungudal á Ísafirði flæddi yfir bakka sína í gærkvöld og til stendur að loka tjaldsvæðinu þar. Í samtali við fréttastofu segir Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins, að göngubrú yfir ána hafi verið fjarlægð og vegur tekinn í sundur til að hleypa vatni af veginum aftur yfir í ána.
17.07.2020 - 08:18
Innlent · Náttúra · Veður · Tungudalur · Flóð · Ferðalög · veður · Óveður
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Mikil og mannskæð flóð í Kína
Mikil flóð geisa nú á stórum svæðum í austanverðu Kína og inn til landsins og hafa kostað allt að 140 mannslíf. Yfirvöld vara við því að flóðin eigi eftir að færast enn i aukana. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum frá því í lok júní og hafa rúmlega 430 ár hafa vaxið svo mjög í vatnsveðrinu að þær hafa ýmist flætt yfir bakka sína eða eru við það að flæða yfir þá.
13.07.2020 - 06:32
 · Kína · Flóð
57 látin og varað við áframhaldandi hamförum í Japan
Japönsk yfirvöld gáfu í morgun út viðvaranir vegna hættu á enn frekari flóðum og skriðuföllum í dag, þegar úrhellisrigning gengur yfir miðbik Honsjú, stærstu eyju Japans. 57 hafa þegar týnt lífi í hamförum af völdum stórrigninga sem geisað hafa eystra síðan snemma á laugardagsmorgun. Spáð er fordæmalausu úrhelli í dag.
08.07.2020 - 04:49
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Japan · Flóð
Á annað hundrað dóu í eldingaveðri á einum sólarhring
Að minnsta kosti 107 létu lífið á Indlandi gær eftir að hafa orðið fyrir eldingum. Nú er monsúntímabilið að hefjast en árlega deyja rúmlega eitt þúsund manns í eldingaveðri.
26.06.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Veður · Indland · Asía · eldingar · monsúntímabilið · Flóð
Gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða
Íbúum í Bewdley í Worchester-skíri á Englandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða. Sökum úrhellisrigningar síðustu daga flæddi áin Severn yfir bakka sína í gærkvöld.
26.02.2020 - 12:18
Erlent · Bretland · England · Flóð
Úrhelli og flóð á Jótlandi
Miklar rigningar síðustu daga hafa valdið flóðum víða í Danmörku, einkum við vesturströnd Jótlands og Limafjörð. Æfingavöllur knattspyrnufélagsins í Ribe, skammt frá Esbjerg, er á kafi í 120 sentimetra djúpu vatni og víða flæðir yfir götur og torg. Jens Mølgaard, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á Suður-Jótlandi, segir sína menn og tæki vart hafa undan að dæla óvelkomnu vatni í annan og betri farveg, enda slíkur farvegur vandfundinn í þessu mikla vatnsveðri.
22.02.2020 - 23:03
Erlent · Evrópa · Veður · Danmörk · Flóð
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
Þrír fórust í þyrluslysi á frönsku Rívíerunni
Þrír björgunarsveitarmenn fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í nágrenni hafnarborgarinnar Marseille í Suður-Frakklandi í gærkvöld. Þremenningarnir voru í könnunar- og björgunarleiðangri á flóðasvæðum í Var-héraði á frönsku Rívíerunni, þar sem tveir menn drukknuðu í gær. Flak þyrlunnar og lík þremenninganna fundust svo um hálftvö aðfaranótt mánudags að staðartíma, nærri smábænum Le Rove. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
02.12.2019 - 04:29
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Flóð
Flóð valda usla á Englandi
Mikil flóð valda fjölda fólks búsifjum og miklum vandræðum í suðurhluta Jórvíkurskíris á Englandi. Um 1.900 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og útlit fyrir að margir geti ekki snúið aftur heim svo vikum skiptir. Um 200 hermenn eru við björgunar- og flóðavarnastörf á flóðasvæðunum.
14.11.2019 - 02:33
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · England · Bretland · Flóð
Myndskeið
Svæði á stærð við Reykjanesið undir vatni
Óttast er að minnst 750 séu látin eftir mannskæð flóð í suðausturhluta Afríku. Löndin sem verst urðu úti eru meðal fátækustu ríkja heims.
25.03.2019 - 20:55
Erlent · Afríka · Flóð
Myndband
Brú fer á kaf á fimm dögum
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hyggjast láta rannsaka hvort rétt hafi verið brugðist við miklum flóðum á svæðinu, í kjölfar mikilla rigninga. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem tekið var yfir fimm daga tímabil, má glögglega sjá umfang flóðanna í bænum Townsville, sem hefur orðið einna verst úti.
08.02.2019 - 18:32
Tólf unglingar fastir í helli í Taílandi
Úrhellisrigning í Taílandi torveldar björgunaraðgerðir þar sem tólf unglingar og fótboltaþjálfari þeirra sitja fastir í helli í norðurhluta landsins. Unglingarnir hafa verið fastir í hellinum í fjóra daga. Ekki er hægt að komast inn um helsta munna hellisins vegna flóðs þar sem vatnsyfirborðið hækkar hraðar en hægt er að dæla vatninu burt. Ekki hefur náðst samband við fólkið síðan á laugardag.
28.06.2018 - 02:56