Færslur: Flóð

Tugir fórust í flóðum í Indónesíu og Timor-Leste
Yfir sjötíu fórust í flóðum og aurskriðum í austanverðri Indónesíu og Tímor-Leste á páskadag og tuga er enn saknað. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir björgunarliði á vettvangi, sem telur líklegt að fleiri hafi farist í hamförunum.
05.04.2021 - 02:48
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Indónesía · Timor-Leste
Ekkert lát á úrhelli og flóðum á austurströnd Ástralíu
Ekkert lát er á vatnsveðrinu á austurströnd Ástralíu og þúsundir Sydneybúa þurftu að yfirgefa heimili sín í úthverfum Sydneyborgar og nágrenni þegar líða tók á aðfaranótt sunnudags þar eystra, vegna flóðahættu. Voru það einkum íbúar í lágt liggjandi hverfum í norðvesturborginni og aðliggjandi bæjum sem þurftu að taka föggur sínar og forða sér eftir að yfirvöld vöruðu við hættu á „lífshættulegum skyndiflóðum" víða í Nýju Suður-Wales og fyrirskipuðu rýmingu.
21.03.2021 - 02:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Flóð · Ástralía
Flóð í Frakklandi
Mikil flóð herja nú á Frakkland suðvestanvert í kjölfar mikilla rigninga. Flóðahætta er víðar í Frakklandi, þar á meðal í höfuborginni París, þar sem Signa hefur flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum.
09.02.2021 - 05:24
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Flóð
26 látin eftir flóðið í Uttarakhand og 170 enn saknað
Stjórnvöld í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi segja búið að finna 26 lík á flóðasvæðunum í Himalajafjöllum og að um 170 sé enn saknað. Yfir 2.000 manns úr her, slökkvilið og lögreglu vinna myrkranna á milli á hamfarasvæðinu í von um að finna fólk á lífi.
09.02.2021 - 03:29
28 drukknuðu í ólöglegri fataverksmiðju í kjallara
Minnst 28 verkamenn og -konur í ólöglegri fataverksmiðju í marokkósku borginni Tangier drukknuðu á mánudag, þegar vatn flæddi inn í kjallara hússins sem verksmiðjan var starfrækt í. Úrhellisrigning varð til þess að vatn flæddi um alla borg. Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að vatnið í kjallaranum hafi náð allt að þriggja metra dýpi og fólkið ekki átt sér neinnar undankomu auðið. Enn fremur segir að tekist hafi að bjarga átján manns úr kjallaranum.
09.02.2021 - 01:29
14 látin eftir flóðin á Indlandi og yfir 170 enn saknað
Fjórtán hafa nú fundist látin í Himalajafjöllum í norðanverðu Indlandi og yfir 170 er enn saknað eftir mikið flóð sem þar varð í gærmorgun þegar feikistórt stykki brotnaði úr jökli og hrapaði niður í á. Fimmtán manns sem lentu í flóðinu hefur verið bjargað. Flóðið sópaði burtu brúm, vegum og tveimur virkjunum í ánni.
08.02.2021 - 06:30
Myndskeið
Handritin og listaverk Háskólans óhult í vatnsflóðinu
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands segir handritin sem geymd eru í Árnagarði óhult eftir vatnsflóðið og hið sama eigi við um listaverkasafn skólans í Odda.
21.01.2021 - 11:04
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Óvenjuleg rigningarflóð í Hvítá í rénun
Flóðið í Hvítá í Borgarfirði rénar hratt og rennsli árinnar að komast í samt horf.  Flóðin eru óvenjuleg, að sögn bóndans á Hvítárbakka, vegna þess að þau eru rigningarflóð. Ekki varð tjón á húsum, svo vitað sé, en vegurinn að Hvítárbakka er skemmdur.
26.12.2020 - 12:32
Áfall að sjá húsið umflotið á eftirlitsmyndavélinni
Hvítá í Borgarfirði flæddi hressilega yfir bakka sína í dag og yfir Hvítárvallaveg á stórum kafla. Ólafur Gunnarsson, eigandi gistiheimilisins Hvítár til sjö ára, hefur aldrei séð annað eins. 
25.12.2020 - 18:33
 · Flóð · Hvítá · Borgarfjörður · Borgarbyggð · Innlent · veður
Mannskætt óveður á sunnanverðu Indlandi
Hitabeltisstormurinn Nivar tók land á suðurströnd Indlands í nótt, með meðalvindhraða upp á 36 metra á sekúndu og óhemjuúrhelli í farteskinu. Í héruðunum Tamil Nadu, Andhra Pradesh og Puducherry hefur nær 200.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín og forða sér í öruggt skjól í þar til gerðum neyðarskýlum. Vitað er um eitt dauðsfall af völdum óveðursins til þessa.
26.11.2020 - 03:38
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Indland · Óveður · Flóð
25 látin og tuga saknað eftir óveður í Víetnam
Minnst sextán létu lífið í aurskriðum í Víetnam í gær þegar fellibylurinn Molave fór þar hamförum og ekki færri en tólf sjómenn fórust í óveðrinu. Úrhellisrigningar fylgdu storminum og ollu flóðum og aurskriðum, einkum í afskekktum héruðum um miðbik landsins. Tuga er enn saknað. Hundruð hermanna leita eftirlifenda í húsarústum og þykkum aurlögum og er stórvirkum vinnuvélum beitt við björgunarstörfin. Þá stendur leit enn yfir að fjórtán fiskimönnum sem saknað er.
29.10.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Flóð í Asíu · Veður · Víetnam · Flóð · fellibylur
Mannskæð flóð í kjölfar storms í Frakklandi og Ítalíu
Minnst tveir menn týndu lífi og tuga er saknað eftir að heljarstormur gekk yfir sunnanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu. Stormurinn, sem fékk nafnið Alex, olli feiknartjóni í mörgum smábæjum í næsta nágrenni frönsku borgarinnar Nice. Mikið úrhelli fylgdi storminum og sagði borgarstjórinn í Nice að flóðin sem það orsakaði í þorpunum í kring hafi verið þau mestu í manna minnum.
03.10.2020 - 22:59
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Ítalía · Flóð · Óveður
Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Miklir vatnavextir og flóðahætta í Kína
Vatnshæð lónsins ofan við hina ógnarstóru Þriggja gljúfra stíflu í Jangtsefljóti í Kína er meiri en nokkru sinni og yfir 100.000 manns hafa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóða og flóðahættu. Miklir vatnavextir eru líka í ánum Minj og Dadu í aðliggjandi héraði, og er nú svo komið að risavaxin Búddastytta við ármótin er farin að blotna í fæturna.
20.08.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Sjö fórust í flóðum á grísku eyjunni Evia
Sjö manns fórust í asaflóðum á grísku eyjunni Evia í dag. Stormur og úrhellisrigning dundu á eyjunni og orsökuðu mikla vatnavexti, aurskriður og skyndiflóð sem kostuðu mannslíf í minnst þremur þorpum; Politika, Amfithea og Bourtzi. Þrennt drukknaði í Politika, þar á meðal eitt kornabarn. Einnar manneskju er enn saknað eftir flóðin.
10.08.2020 - 03:06
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Grikkland · Flóð
Tvö fullorðin og níu börn drukknuðu í flóði í Panama
Tvö fullorðin og níu börn úr sömu fjölskyldu drukknuðu í Panama í kvöld þegar asaflóð hreif hús þeirra með sér eftir að þau voru gengin til náða. Tveggja fullorðinna er saknað. Flóðið varð í ánni Bejuco í Veraguas-héraði, vestur af Panamaborg, þegar mikill og skyndilegur vöxtur hljóp í hana eftir skýfall.
10.08.2020 - 00:39
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Vel hefur gengið að dæla burt vatni
Enn er unnið við að dæla vatni úr fráveitukerfinu á Siglufirði og miðar vel að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviðliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar.
18.07.2020 - 23:37
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Flæðir yfir flugvöllinn á Siglufirði
Flugvöllurinn á Siglufirði er umflotinn vatni og flætt hefur inn á flugbrautina.
18.07.2020 - 00:10
Buná flæddi yfir bakka sína - Tjaldsvæðið lokað
Áin Buná í Tungudal á Ísafirði flæddi yfir bakka sína í gærkvöld og til stendur að loka tjaldsvæðinu þar. Í samtali við fréttastofu segir Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins, að göngubrú yfir ána hafi verið fjarlægð og vegur tekinn í sundur til að hleypa vatni af veginum aftur yfir í ána.
17.07.2020 - 08:18
Innlent · Náttúra · Veður · Tungudalur · Flóð · Ferðalög · veður · Óveður
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Mikil og mannskæð flóð í Kína
Mikil flóð geisa nú á stórum svæðum í austanverðu Kína og inn til landsins og hafa kostað allt að 140 mannslíf. Yfirvöld vara við því að flóðin eigi eftir að færast enn i aukana. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum frá því í lok júní og hafa rúmlega 430 ár hafa vaxið svo mjög í vatnsveðrinu að þær hafa ýmist flætt yfir bakka sína eða eru við það að flæða yfir þá.
13.07.2020 - 06:32
 · Kína · Flóð