Færslur: Flóð

Tugir látnir í flóðum í Uttarakhand
Yfir fjörutíu hafa látið lífið síðustu dægrin í aurskriðum og skyndiflóðum í ám og lækjum í indverska ríkinu Uttarakhand í Himalayafjöllum. Margra er saknað að því er fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni björgunarmála í ríkinu.
19.10.2021 - 14:37
Erlent · Asía · Veður · Indland · Flóð
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Spegillinn
Kostar mikið að verjast flóðum en meira að sleppa því
Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur.
11.10.2021 - 14:55
Tjón í Ólafsfirði fellur undir Náttúruhamfaratryggingar
Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa metið að vatnstjón, sem varð í allnokkrum húsum í Ólafsfirði um helgina, falli undir reglugerð tryggingasjóðsins. Það er metið út frá því að talið er að meginorsök vatnstjónsins sé vegna flóðsins í læknum sem gengur í gegnum bæinn.
16 létust þegar vatn flæddi inn í spítala í Mexíkó
Minnst 16 sjúklingar létu lífið á spítala í Hidalgo í mið-Mexíkó í dag þegar vatn fyllti spítalann og sló út rafmagninu. Áin Tula í mið-Mexíkó hafði tekið að flæða yfir bakka sína og inn í bæinn Tula eftir þungar rigningar síðustu vikna. Bærinn er um hundrað kílómetrum norðan við Mexíkóborg.
07.09.2021 - 22:50
Flóðaviðvaranir í New York borg vegna Idu
Leifar fellibylsins Idu hafa valdið talsverðu tjóni á norðausturströnd Bandaríkjanna. Honum fylgdu hvirfilbylir og flóð meðal annars í New York borg. Í tilkynningu frá bandarísku veðurstofunni er varað við mikilli rigningu og lífshættulegum flóðum allt til suðurhluta Nýja Englands í dag.
02.09.2021 - 04:54
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
22 látnir í flóðum í Tennessee
Tuga er saknað eftir mestu flóð í manna minnum í ríkinu Tennessee í Bandaríkjunum.
22.08.2021 - 20:52
Mannskæð flóð eftir metúrkomu í Tennessee
Minnst átta manns drukknuðu í miklum flóðum í Tennessee í Bandaríkjunum í gær, samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar, og tuga er saknað. Geypilegt vatnsveður gekk yfir Tennessee á laugardag og þar sem mest rigndi mældist sólarhringsúrkoman 430 millimetrar, sem er metúrkoma á þessum slóðum.
22.08.2021 - 05:27
Íbúar Mexíkó leita skjóls undan fellibylnum Grace
Flugferðum var aflýst í gær og ferðamenn þurftu að hafast við í neyðarskýlum þegar fyrsta stigs fellibylurinn Grace tók land á austanverðum Yucatan-skaga í Mexíkó. Búist er við úrhellisrigningu og flóðum af völdum fellibylsins.
19.08.2021 - 11:09
Allt á floti í sænsku borginni Gävle og nágrenni
Úrhellisrigning í borginni Gävle, Vestmannalandi og Dölunum í Svíþjóð hefur valdið miklum flóðum. Enn meiri rigningu er spáð á svæðinu en lögregla segir hamfarir ganga yfir. Vatnshæð nær sums staðar nokkrum metrum. Flætt hefur inn í byggingar og vegum hefur verið lokað.
18.08.2021 - 17:20
Erlent · Hamfarir · Veður · Svíþjóð · Evrópa · Rigning · Flóð · Gavle
Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Mannskæð flóð í Níger vegna mikilla rigninga
Minnst 64 hafa farist í flóðum vegna úrhellisrigninga sem dunið hafa á Níger í vestanverðri Afríku síðustu vikuna. Ekki færri en 5.000 heimili hafa eyðilagst í hamförunum og yfir 70.000 manns eru í hrakningum vegna flóðanna, samkvæmt upplýsingum almannavarna landsins.
18.08.2021 - 01:46
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Níger · Flóð
Tvenns konar hamfarir í Tyrklandi
Slökkviliðsflugvél með átta innanborðs hrapaði í Tyrklandi í dag. Að sögn yfirvalda komst enginn lífs af. Flugvélin var rússnesk og var áhöfn hennar frá Rússlandi og Tyrklandi. AFP fréttastofan segir að slysið hafi orðið einmitt um það leyti sem yfirvöld eru við það að ná tökum á þeim hundruðum elda sem loga í skógum við suðurströnd landsins.
14.08.2021 - 23:35
Tyrklandsforseti heitir bótum eftir hamfaraflóð
Hamfaraflóð í norðanverðu Tyrklandi hafa orðið 27 manns að bana. Flóðin skullu á skömmu eftir að náðist að hemja mikla skógarelda sem urðu átta að bana. Forseti landsins heitir því að íbúum verði að fullu bættur skaðinn.
13.08.2021 - 14:11
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
Tjón vegna flóða talið um 30 milljarðar evra
Uppbyggingarstarf vegna flóðanna sem urðu í Þýskalandi í síðasta mánuði gæti kostað þýska ríkið 30 milljarða evra, eða sem nemur tæpum 4.500 milljörðum króna.
09.08.2021 - 19:28
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Yfir 80.000 flýja flóð og flóðahættu í Kína
Yfir 80.000 manns hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól í Sitsjúan-héraði í Suðvestur-Kína, vegna úrhellisrigninga, flóða og hættu á enn meiri flóðum. Kínverskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgunsárið. Samkvæmt þeim hefur vatnsyfirborð fjölmargra áa og fljóta í héraðinu hækkað hættulega mikið í ógurlegum rigningum sem dundu yfir á föstudag og stóðu uppstyttulaust langt fram á sunnudag.
09.08.2021 - 06:26
Þúsundir flýja flóð í Norður-Kóreu
Á annað þúsund heimila skemmdust og um 5.000 manns þurftu að flýja flóð af völdum úrhellisrigninga í Norður-Kóreu í gær. Stór flæmi af ræktarlandi eru líka á kafi eftir skýfallið. Greint var frá þessu í fréttum norður-kóreska ríkissjónvarpsins.
07.08.2021 - 05:42
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Norður-Kórea · Flóð
Yfir 300 látnir í flóðum í Kína
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.
02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Kína · Hamfarir · Flóð
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.
26.07.2021 - 16:29
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð