Færslur: fjölmiðar

Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Sigmundur Ernir nýr ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson er hættur sem ritstjóri Fréttablaðsins og Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur við af honum. Sigmundur, sem verið hefur sjónvarpsstjóri á Hringbraut, verður jafnframt aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf. sem rekur Fréttablaðið, DV, Markaðinn og Hringbraut.
03.08.2021 - 11:28
Jafnréttislög ekki brotin við ráðningu útvarpsstjóra
Hvorki var Kolbrúnu Halldórdóttur fyrrverandi þingmanni og ráðherra né Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins og áður fréttamanni á RÚV mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra
ESA samþykkir fjölmiðlastyrk íslenskra stjórnvalda
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt áform íslenskra stjórnvalda um fjárhagsstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kórónuveirufaraldursins. Menntamálaráðherra gaf út reglugerð þessa efnis síðasta föstudag.
Landsréttur staðfesti dóm í máli Sigmundar Ernis
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli tveggja manna gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, fréttastjóra Hringbrautar. Málið snerist um frétt Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Mennirnir tveir höfðu verið sakaðir um tvær nauðganir og sagðist vefmiðillinn hafa heimildir fyrir því að komið hefði verið í veg fyrir þriðju nauðgunina og að mennirnir hefðu haft fleiri fólskuverk í hyggju.
21.03.2020 - 08:29
Myndskeið
Kvaðir settar á íslenskar og erlendar streymisveitur
Settar verða kvaðir á allar streymisveitur, bæði íslenskar og erlendar þegar tilskipun Evrópusambandsins um hljóð og myndmiðla verður að lögum. Þetta segir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur Fjölmiðlanefndar. Þrjátíu prósent af því efni sem streymisveiturnar bjóða upp á verður að vera evrópskt Tilskipunin nær til allra streymisveitna, bæði íslenskra og erlendra.  
17.02.2020 - 21:59
Fundi hjá Ríkissáttasemjara slitið - verkföll á morgun
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan ellefu í dag, hefur verið slitið. „Við vorum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Næst verði fundað á þriðjudaginn. Blaðamenn leggja því niður störf á morgun í tólf tíma, frá klukkan 10 til 22 og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku.
Lilja: Flokksformanna að sannfæra sína þingmenn
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er sannfærð um að frumvarp hennar um styrki til einkarekinna fjölmiðla verði samþykkt þrátt fyrir að það hafi tekið litlum breytingum frá því að hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi það í vor. Formenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn beri ábyrgð á því að fá samþykki sinna þingmanna fyrir því. 
Spyr hvort verið sé að velja að fara illa með almannafé
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti því upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag, hvort verið að velja að fara illa með almannafé með því að setja auknar byrðar á Ríkisútvarpið og skylda félagið til að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur þess án þess að nauðsyn bæri til.
28.11.2019 - 12:08
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
Yfirlýsing vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar
Hópur fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar íþróttafréttamanns hjá Sýn á HM í Rússlandi. Fréttablaðið greindi frá því að hann hafi verið sendur heim af vinnuveitanda sínum vegna óviðeigandi hegðunar.
26.06.2018 - 16:28
RÚV nýtur yfirburðatrausts almennings
Ný könnun MMR um traust fjölmiðla var kynnt í gær. RÚV er sem fyrr með yfirburðastöðu er varðar traust almennings til frétta.
28.12.2016 - 09:16