Færslur: Fjárlög 2020

Leggja til 65 milljarða útgjaldaauka ríkissjóðs
Lagt er til að auka heimildir til útgjalda ríkissjóðs um ríflega 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Rúmlega 55 af þessum 65 milljörðum má rekja beint til heimsfaraldursins og afleiðinga hans en tæpir 10 milljarðar fara í aðra málaflokka. Mótvægisaðgerðir ríkissjóðs, aukið atvinnuleysi og aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu vega þyngst.
Uppnám í ríkisstjórninni sagt hliðarveruleiki og rugl
Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi í dag voru ýmist sögð frábær eða ömurleg. Þessi andstæðu sjónarmið stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka komu hvað skýrast fram þegar Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera „kátur maður í dag“ en Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sakaði meirihlutann um „undirlægjuhátt.“ Formaður Viðreisnar sagði uppnám hafa verið hjá ríkisstjórnarflokkunum í gærkvöld, eitthvað sem formaður Framsóknarflokks kannaðist ekki við.
27.11.2019 - 17:18
Fjölbreytni í geðheilbrigðisþjónustu nauðsynleg
Geðverndarmiðstöðin Grófin á Akureyri fær 12 milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Gleðitíðindi segir forstöðumaður, enda þurfi meira til að ná geðheilsu heldur en geðlækna og lyf.
Umræðu um fjárlagafrumvarpið lokið
Þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í kvöld. Greidd verða atkvæði um frumvarpið og breytingartillögur við það á þingfundi á morgun.
26.11.2019 - 23:09
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp lokið
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk með atkvæðagreiðslu í dag. Breytingartillögur stjórnarliða náðu fram að ganga en tillögum stjórnarandstæðinga var hafnað. Oftast féllu atkvæði eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu.
14.11.2019 - 18:56
Viðtal
Segir stjórnvöld hafa búið í haginn þegar betur áraði
„Undanfarin ár höfum við verið að skila myndarlegri afkomu til þess að nýta góðu árin og búa í haginn fyrir þann slaka sem við sjáum núna og það kemur sér mjög vel,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, aðspurður um tíu milljarða króna hallann í fjárlögum næsta árs. Nú blasi við breyttar forsendur, efnahagsaðstæður og horfur en þegar drög voru gerð að fjármálaáætlun.
12.11.2019 - 19:59
Myndskeið
Forseti ekki frú, „að minnsta kosti ekki ennþá“
„Forseti vill benda háttvirtum þingmanni á að hann er ekki frú, að minnsta kosti ekki ennþá,“ sagði Brynjar Níelsson, forseti Alþingis, og sló á létta strengi við Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingar, sem hafði ávarpað hann frú seint í flutningi sínum á nefndaráliti 1.minnihluta í annarri umræðu um fjárlög síðdegis. Ágúst hafði þá ekki tekið eftir því að Brynjar hafði tekið sæti í stól forseta í stað Bryndísar Haraldsdóttur sem hafði setið þar bróðurpartinn af ræðunni.
12.11.2019 - 16:45
Afkoma ríkissjóðs versnar
Ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári og horfurnar eru verri en í fjárlagafrumvarpinu í haust, segir þingmaður Viðreisnar. Útgjöld ríkissjóðs hafi verið aukin of hratt undanfarið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir óviðunandi að þeir sem treysta á greiðslur almannatrygginga skuli ekki fá kjarabætur eins og launamenn hafa fengið. Það vanti í fjáraukalagafrumvarpið.
10.11.2019 - 19:13
Hallarekstur á ríkissjóði á næsta ári
Útlit er fyrir að ríkissjóður verði rekinn með halla á næsta ári, segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Staðið verður við áform um skattalækkanir, fjárfestingar og lengingu fæðingarorlofs.
08.11.2019 - 18:01
Myndskeið
Vill fá að selja lögreglustöðina og Tollhúsið
Í nýju fjárlagafrumvarpi óskar fjármálaráðherra eftir heimild til að leigja út Hegningarhúsið í Reykjavík, selja lögreglustöðina við Hverfisgötu og ganga til samninga um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Þá vill ríkið eignast stórt landsvæði við Dimmuborgir. 
25.09.2019 - 10:25
ASÍ reiknar út skattalækkanirnar
Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þarnæsta. Þau, sem hafa milljón á mánuði, lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og 3.800 á þarnæsta.  Þetta kemur fram í tölum, sem hagdeild ASÍ hefur tekið saman, um skattbyrði almennings eftir núverandi tekjuskattkerfi og hinu þrískipta sem tekur gildi á næsta ári en verður að fullu komið til framkvæmda 2021.
18.09.2019 - 21:43
Kjarabætur skila sér of seint
Miðstjórn ASÍ telur að breytingar á tekjuskattskerfinu skili sér allt of seint í vasa launafólks sem sé orðið óþreyjufullt eftir kjarabótum. Þá þurfi að beita skattkerfinu enn frekar til að auka jöfnuð í landinu.
„Margar jákvæðar breytingar“ boðaðar á LÍN
Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna segir að lækkun fjárveitinga til sjóðsins eigi sér eðlilegar skýringar. Það sé jákvætt að ráðherra boði breytingar á starfsemi LÍN. 
Brugðist við áskorunum með skynsamlegum hætti
Ríkisstjórnin er að bregðast með skynsömum hætti við þeim áskorunum sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir, sagði forsætisráðherra í umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi. Þingmaður Viðreisnar segir enga innistæðu fyrir fjárfestingaráformum. 
13.09.2019 - 12:57
Umhverfi og loftslagsmál fá rúma 20 milljarða
Ríkisstjórnin eykur framlög til umhverfismála um rúman milljarð milli ára, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Framlög til málaflokksins í heild eru rúmir 20 milljarðar króna. Tæplega hálfur milljarður aukalega fer í loftslagstengd verkefni. Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að leggja fram tólf mál á komandi þingi.
12.09.2019 - 18:11
45 milljarðar í vegi og samgöngur á næsta ári
Framlög til samgöngumála hækka um 4,5 milljarða frá yfirstandandi ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 45 milljörðum verður varið til samgöngumála næsta ár. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er með 18 þingmál fyrir næsta þing, allt frá innleiðingu 5G til stefnumótunar um málefni sveitarfélaga. Lög um þjóðskrá eru sögð úrelt og þeim verður breytt.
12.09.2019 - 15:16
Skipti máli að búa í haginn fyrir mögru árin
Nú kemur í ljós hversu miklu máli það skipti að búa vel í haginn fyrir mögru árin þegar vel gekk í efnahagslífi landsmanna síðustu ár, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins lýstu áhyggjum af umhverfissköttum en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar lýstu fjárlagafrumvarpinu sem óskhyggju og draumsýn.
12.09.2019 - 11:59
Segir margt í bígerð fyrir fyrstu íbúðarkaup
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir margt í undirbúningi, sem kynnt verði á Alþingi í vetur, varðandi stuðning við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þær breytingar komi ekki fram í fjárlagafrumvarpinu. Þar komi hins vegar fram nokkurra milljarða stuðningur til byggingar leiguíbúða.
08.09.2019 - 18:36
Segir húsnæðismál ungs fólks vanta í frumvarp
Hagfræðingur ASÍ segist sjá þess lítinn eða engan stað í fjárlagafrumvarpinu, sem áður hafi verið rætt um í húsnæðismálum, það er  stuðning við ungt fólk og þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta sinn. Þó sé ánægjulegt að staðið verði við loforð um aukin framlög til leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk. 
08.09.2019 - 12:01
Myndskeið
Of löng bið eftir skattalækkunum
Hagfræðingur ASÍ segir tekjulægstu hópana í þjóðfélaginu ekki hafa tíma til að bíða eftir að skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga í apríl skili sér. Stærstur hluti boðaðra tekjuskattsbreytinga skili sér á þarnæsta ári en ekki því næsta. 
07.09.2019 - 18:53
Miðflokkur og Píratar gagnrýna frumvarpið
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins telur að endurskoða þurfi forsendur fjárlagafrumvarpsins því í því sé gert ráð fyrir miklum hagvexti. Þá þýði afnám samsköttunar hjóna hækkun skatta um samtals þrjá milljarða króna. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir kosningabrag á skattalækkunum í frumvarpinu og ekki sé tekið á rekstrarvanda í heilbrigðiskerfinu.
07.09.2019 - 12:27
Myndband
Segir hagkerfið vera í góðu jafnvægi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu fyrr í dag. Í nýja frumvarpinu verður tekjuskattur einstaklinga lækkaður hraðar, skattþrepin verða þrjú og lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
06.09.2019 - 21:13
Óvíst um örlög verðmætrar fiðlu
Ekki hefur verið ákveðið hvort Maggini-fiðla Sinfóníuhljómsveitar Íslands verði seld, þrátt fyrir heimild í fjárlögum þess efnis. Verðmæti fiðlunnar er áætlað 15 til 20 milljónir.
Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka um áramót
Nokkrar breytingar verða á skattkerfinu um áramót. Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.
06.09.2019 - 13:57