Færslur: Fjárlagafrumvarp

Hallarekstur skynsamlegur á samdráttartímum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skynsamlegt að reka ríkissjóð tímabundið með halla til að bregðast við þeim mikla samdrætti sem nú er í efnahagslífinu. Hins vegar þurfi stjórnvöld að koma ríkisfjármálum í jafnvægi um leið og aðstæður batna.
„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Styrkja innviði landsins eftir óveðrið í desember
Ríkisstjórnin leggur til auknar fjárveitingar til innviða landsins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukningin er til að bregðast við afleiðingum fárviðrisins í desember í fyrra. Stór hluti fjárveitingarinnar fer í að styrkja náttúrúvárinnviði landsins, sem fá 387,5 milljóna króna viðbótarfjárveitingu.
02.10.2020 - 10:02
Myndband
Segir hagkerfið vera í góðu jafnvægi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu fyrr í dag. Í nýja frumvarpinu verður tekjuskattur einstaklinga lækkaður hraðar, skattþrepin verða þrjú og lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
06.09.2019 - 21:13
Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka um áramót
Nokkrar breytingar verða á skattkerfinu um áramót. Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.
06.09.2019 - 13:57
9 milljarða aukaútgjöld vegna atvinnuleysis
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að útgjöld vegna aukins atvinnuleysis aukist um 9 milljarða króna á næsta ári. Hækkun útgjalda til elli- og örorkulífeyrisþega setur verulegan þrýsting á útgjöld ríkissjóðs sem mæta þarf með skattheimtu eða niðurskurði í öðrum málaflokkum.
06.09.2019 - 11:53
Mega selja banka, sendiráð og fiðlu
Ríkinu verður heimilt að selja eignarhluti þess í bönkunum, húsnæði dómstóla og lögregluembætta og Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
06.09.2019 - 09:59
Viðtal
Lægsta tekjuskattsþrep verður 31,44 prósent
Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um og verður lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
Betur hugað að tekjuöflun í fyrra frumvarpinu
Minna er hugað að tekjuöflun í fjárlögum þessa árs en gert var í frumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lagði fram síðastliðið haust. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. Hann segir að afstaða ferðaþjónustunnar til greiðslna í opinbera sjóði minni á rányrkju í sjávarútvegi á árum áður. Þá hafi verið sótt grimmt á miðin en nú megi líkja því við rányrkju hvernig ferðaþjónustan vilji njóta innviða samfélagsins án þess að greiða fyrir þá.
02.01.2018 - 08:53
Fjárlög samþykkt, þinghaldi frestað
Þingfundi var slitið skömmu eftir miðnætti og þinghaldi frestað til mánudagsins 22. janúar. Á þessum síðasta þingfundi ársins, sem hófst um hálf ellefu í morgun, voru hvort tveggja fjárlög og fjáraukalaög afgreidd og samþykkt með 34 greiddum atkvæðum, eftir nokkrar umræður. 24 sátu hjá í báðum tilfellum en engin mótatkvæði komu fram. Engar breytingatillögur minnihlutans hlutu brautargengi. Loks var samþykkt tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 76 manns íslenskan ríkisborgararétt.
30.12.2017 - 00:38
Fundað á Alþingi í dag
Allir flokkar í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til hækkun barnabóta og vaxtabóta fyrir þriðju umræðu um bandorminn. Þingfundir verða á Alþingi í dag og á morgun, í fyrsta skipti á þessum árstíma í átta ár.
28.12.2017 - 12:31
Vilja tvöfalda framlög í Kvikmyndasjóð
Bandalag íslenskra listamanna telur nauðsynlegt að stjórnvöld geri nýja áætlun um eflingu Kvikmyndasjóðs. Samkvæmt samningi félaga fagfólks í kvikmyndagerð við stjórnvöld frá í fyrra á að veita rúmar 1.100 milljónir króna í sjóðinn á næsta ári. Bandalag íslenskra listamanna telur að framlagið þyrfti að hækka í tvo milljarða árið 2020.
25.12.2017 - 22:00
Viðtal
Leggja til átján milljarða aukningu
Forysta Samfylkingar boðaði til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan tíu til að fara yfir áherslur sínar fyrir aðra umræðu fjárlaga sem fram fer síðar í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarpið mikil vonbrigði sér í lagi þar sem Vinstri græn sitja við ríkisstjórnarborðið.
22.12.2017 - 11:56
Myndskeið
Landspítalinn fékk of mikið af hækkuninni
Landspítalinn fékk of mikið af þeim auknu fjármunum sem settir eru í heilbrigðiskerfið, segir oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjárlagafrumvarpið minna á hægrisveltistefnu.
17.12.2017 - 12:20
Tveggja milljarða hækkun kolefnisgjalds
Tekjur ríkissjóðs aukast um tvo milljarða á næsta ári með fimmtíu prósenta hækkun kolefnisgjalds. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra boðar þverpólitískan samráðsvettvang í málefnum útlendinga. 
16.12.2017 - 18:43
Stefnt í sömu átt og á bóluárum fyrir hrun
Fjármálaráðherra segir það óumdeilt að hækkun frítekjumarks auki lífsgæði eldri borgara sem geti unnið og lægstar hafi tekjurnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir skýrar vísbendingar um að stefnt sé í sömu átt og á bóluárunum fyrir hrun.
16.12.2017 - 12:39
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp lokið
Fyrstu umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk klukkan rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið fer nú til meðferðar hjá fjárlaganefnd þingsins sem kemur saman til fundar klukkan hálf níu í fyrramálið. Tveimur tímum síðar hefst þingfundur á Alþingi.
15.12.2017 - 20:40
Myndskeið
Sá ráðherra við kökuborðið
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stendur enn á Alþingi og hafa fjölmargir tekið til máls. Um klukkan fjögur ætlaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins að hefja ræðu sína en kvartaði undan því að hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra væru í salnum en hann óskaði eftir nærveru þeirra.
15.12.2017 - 16:44
Viðtal
Helmingur viðbótarútgjalda í heilbrigðismál
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hún hefði gjarnan viljað að öll viðbótarútgjöld sem lögð eru til í fjárlagafrumvarpinu kæmu fram í heilbrigðiskerfinu. Ekki hafi þó verið lengra komist núna en breytinga sé að vænta þegar ríkisfjármálaáætlun verður lögð fram. Hún vonar að þá sjáist alvöru sóknarhugur til langrar framtíðar.
15.12.2017 - 15:13
Frumvarp fyrir land í sókn til bættra kjara
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjárlagafrumvarpið sé fyrir land sem sé í sókn í átt til betri lífskjara. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir ekkert tekið á misskiptingu í samfélaginu og frumvarpið sé móðgun við kjósendur.
15.12.2017 - 14:23
Vantar mikið upp á í samgöngumálum
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir aukaframlög til Vegagerðarinnar langt frá því sem stefnt var að í samgönguáætlun. Verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun að veruleika vanti því mikið upp á til þess að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar vegaframkvæmdir.
14.12.2017 - 19:40
Viðtal
Rektor Háskóla Íslands mjög ánægður
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist mjög ánægður með það aukafjárframlag sem skólinn fær í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun. Framlagið dugi til þess að rétta stöðu skólans við.
14.12.2017 - 19:16
Viðtal
Forstjóri LSH: Fjárlagafrumvarpið vonbrigði
Landspítalinn þarf 600 milljónir til viðbótar, til þess eins að halda sjó. Þetta segir forstjóri spítalans. Fjárlagafrumvarpið sé því vonbrigði. Hann á þó von á því að framlög til spítalans verði aukin í meðförum Alþingis.
14.12.2017 - 18:55
Byggt fyrir þing og ríkisstjórn
Rúmlega hálfur milljarður króna verður lagður í hönnun og byggingarframkvæmdir fyrir þing og stjórnarráðsbyggingar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Fjárheimildir Alþingis aukast um tæp sextán prósent milli ára og forsætisráðuneytisins um 50 prósent.
14.12.2017 - 13:49
„Illa sviknir af fjárlagafrumvarpi Katrínar“
Barnafólk og milli- og lágtekjufólk er illa svikið af fjárlagafrumvarpinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Barna- og vaxtabætur séu ekki auknar og engin aukning sé til húsnæðismála. Þá sé skattkerfið ekki notað til að auka jöfnuð.
14.12.2017 - 12:40