Færslur: Fjárlagafrumvarp

Áburðarverð í sögulegu hámarki
Bændasamtökin benda á grafalvarlega stöðu á áburðarmarkaði í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið. Hækkanir á áburðarverði síðustu mánuði eigi sér ekki hliðstæðu. Samtökin vilja að ríkisvaldið hafi heimild til að grípa inn í ef talið er að fæðuöryggi sé ógnað. 
Um þrír milljarðar í viðhald og endurbætur á Hótel Sögu
Það gæti kostað allt að þrjá milljarða króna að gera við rakaskemmdir á Hótel Sögu og breyta hótelinu í skólahúsnæði. Rektor segir það vera hámarkskostnað. Ríkið áformar að kaupa húsnæðið fyrir Háskóla Íslands. Gróft ástandsmat verkfræðistofunnar Eflu segir að sjáanlegar rakaskemmdir séu á efstu hæðum hússins.
10.12.2021 - 19:30
Sjónvarpsfrétt
Barnabætur á Íslandi með þeim lægstu hjá ríkjum OECD
Efling telur að hækkun barnabóta, sem ríkisstjórnin boðar, dugi einungis til þess að vega á móti hækkun á verðlagi, og gagnrýnir að skerðing bóta miðist áfram við lágmarkslaun. Barnabætur eru mun lægri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt nýlegri úttekt OECD.
06.12.2021 - 17:55
Segir aukin framlög vera bókhaldsbrellu
Þingmenn halda nú áfram fyrstu umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarp næsta árs. Þingfundur stóð til að ganga tólf í gærkvöld en þó tókst ekki að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið eins og stefnt hafði verið að.  Aukin framlög Íslands til þróunarmála eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpinu eru bókhaldsbrella, sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðunni í morgun.
04.12.2021 - 12:22
Fyrstu umræðu um fjárlög fram haldið í dag
Fundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöld og ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um fjárlög næsta árs eins og að var stefnt en fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu rétt fyrir hádegi á fimmtudag.
Sjónvarpsfrétt
Óbreytt áætlun án aðgerða fyrir þá fátækustu
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna fara nokkuð hörðum orðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins segir sorglegt að engar raunverulegar aðgerðir til að hjálpa fátækasta fólkinu í landinu sé þar að finna. Þorgerður Katrín Gunnarsóttir, formaður Viðreisnar, segir stjórnvöld skorta raunsæi.
Kastljós
Full ástæða til að vera bjartsýnn
Miðað við það sem boðað var við kynningu stjórnarsáttmálans þykir Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, vanta allar sóknarhugleiðingar í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ríkið ekki eitt standa í baráttunni, og líta verði til bættrar afkomu einkafyrirtækja.
Viðtal
Ekki mikið svigrúm fyrir útgjaldaaukningu
Stærstu tíðindi fjármálafrumvarpsins sem fjármála- og efnahagsmálaráðherra kynnti í dag eru hvernig faraldurinn hefur farið betur með efnahagslífið en margir þorðu að vona. Þetta segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Þessi tíðindi séu jákvæð fyrir okkur öll, og sérstaklega ríkissjóð.
Krónutöluhækkanir og hærra frítekjumark
Gert er ráð fyrir 2,5 prósenta hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum, sem og á olíugjaldi, bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi. Sama hækkun er lögð til í framkvæmdasjóð aldraðra og til Ríkisútvarpsins. Lagt er til að frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verði tvöfaldað.
Viðtal
Þýðir ekki að fara í keng yfir öllu sem gæti gerst
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að þrátt fyrir 450 milljarða króna halla ríkissjóðs á tveimur árum sé staðan betri en búist var við. Hann kynnti frumvarp til fjárlaga næsta árs í morgun og áfram er búist við hallarekstri næstu ár.
30.11.2021 - 10:39
Áætla 169 milljarða króna halla en 5,3% hagvöxt
Áfram er gert ráð fyrir hallarekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Gert er ráð fyrir 169 milljarða króna halla, sem þó er betri afkoma en búist var við í fyrri fjármálaáætlun. Bjarni segir að ríkið gæti tekist á við annað efnhagslegt áfall án þess að allt fari í háaloft.
30.11.2021 - 08:30
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
Hallarekstur skynsamlegur á samdráttartímum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skynsamlegt að reka ríkissjóð tímabundið með halla til að bregðast við þeim mikla samdrætti sem nú er í efnahagslífinu. Hins vegar þurfi stjórnvöld að koma ríkisfjármálum í jafnvægi um leið og aðstæður batna.
„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Styrkja innviði landsins eftir óveðrið í desember
Ríkisstjórnin leggur til auknar fjárveitingar til innviða landsins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukningin er til að bregðast við afleiðingum fárviðrisins í desember í fyrra. Stór hluti fjárveitingarinnar fer í að styrkja náttúrúvárinnviði landsins, sem fá 387,5 milljóna króna viðbótarfjárveitingu.
02.10.2020 - 10:02
Myndband
Segir hagkerfið vera í góðu jafnvægi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu fyrr í dag. Í nýja frumvarpinu verður tekjuskattur einstaklinga lækkaður hraðar, skattþrepin verða þrjú og lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
06.09.2019 - 21:13
Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka um áramót
Nokkrar breytingar verða á skattkerfinu um áramót. Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.
06.09.2019 - 13:57
9 milljarða aukaútgjöld vegna atvinnuleysis
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að útgjöld vegna aukins atvinnuleysis aukist um 9 milljarða króna á næsta ári. Hækkun útgjalda til elli- og örorkulífeyrisþega setur verulegan þrýsting á útgjöld ríkissjóðs sem mæta þarf með skattheimtu eða niðurskurði í öðrum málaflokkum.
06.09.2019 - 11:53
Mega selja banka, sendiráð og fiðlu
Ríkinu verður heimilt að selja eignarhluti þess í bönkunum, húsnæði dómstóla og lögregluembætta og Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
06.09.2019 - 09:59
Viðtal
Lægsta tekjuskattsþrep verður 31,44 prósent
Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um og verður lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
Betur hugað að tekjuöflun í fyrra frumvarpinu
Minna er hugað að tekjuöflun í fjárlögum þessa árs en gert var í frumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lagði fram síðastliðið haust. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. Hann segir að afstaða ferðaþjónustunnar til greiðslna í opinbera sjóði minni á rányrkju í sjávarútvegi á árum áður. Þá hafi verið sótt grimmt á miðin en nú megi líkja því við rányrkju hvernig ferðaþjónustan vilji njóta innviða samfélagsins án þess að greiða fyrir þá.
02.01.2018 - 08:53
Fjárlög samþykkt, þinghaldi frestað
Þingfundi var slitið skömmu eftir miðnætti og þinghaldi frestað til mánudagsins 22. janúar. Á þessum síðasta þingfundi ársins, sem hófst um hálf ellefu í morgun, voru hvort tveggja fjárlög og fjáraukalaög afgreidd og samþykkt með 34 greiddum atkvæðum, eftir nokkrar umræður. 24 sátu hjá í báðum tilfellum en engin mótatkvæði komu fram. Engar breytingatillögur minnihlutans hlutu brautargengi. Loks var samþykkt tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 76 manns íslenskan ríkisborgararétt.
30.12.2017 - 00:38
Fundað á Alþingi í dag
Allir flokkar í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til hækkun barnabóta og vaxtabóta fyrir þriðju umræðu um bandorminn. Þingfundir verða á Alþingi í dag og á morgun, í fyrsta skipti á þessum árstíma í átta ár.
28.12.2017 - 12:31
Vilja tvöfalda framlög í Kvikmyndasjóð
Bandalag íslenskra listamanna telur nauðsynlegt að stjórnvöld geri nýja áætlun um eflingu Kvikmyndasjóðs. Samkvæmt samningi félaga fagfólks í kvikmyndagerð við stjórnvöld frá í fyrra á að veita rúmar 1.100 milljónir króna í sjóðinn á næsta ári. Bandalag íslenskra listamanna telur að framlagið þyrfti að hækka í tvo milljarða árið 2020.
25.12.2017 - 22:00
Viðtal
Leggja til átján milljarða aukningu
Forysta Samfylkingar boðaði til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan tíu til að fara yfir áherslur sínar fyrir aðra umræðu fjárlaga sem fram fer síðar í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarpið mikil vonbrigði sér í lagi þar sem Vinstri græn sitja við ríkisstjórnarborðið.
22.12.2017 - 11:56