Færslur: Fiskvinnsla

Sjónvarpsfrétt
Klifurveggur kominn í stað fiskvinnslutækja
Einn besti inniklifurveggur landsins er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Slorlyktin er að mestu horfin, segir einn þeirra sem komu upp aðstöðunni.
30.07.2022 - 14:30
Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
Sýnir fram á getu íslensks sjávarútvegs
Rússneskt útgerðarfélag hefur keypt meirihluta í eyfirska fyrirtækinu Vélfagi. Annar stofnandi fyrirtækisins segir að aðkoma Rússanna sé nauðsynleg til að komast inn á rússneskan markað.
07.01.2022 - 12:18
Óþefur á Ólafsfirði
Um nokkurra ára skeið hafa íbúar Ólafsfjarðar kvartað undan lyktarmengun frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Í sumar hefur óþefurinn verið óvenjuslæmur og óska íbúar eftir lausn á vandamálinu.
30.08.2021 - 13:04
Sjónvarpsfrétt
Fiskvinnsla opnuð aftur í Hrísey
Uppbygging fiskvinnslu í Hrísey er langt komin eftir stórbruna sem varð þar í fyrravor. Eigendur fiskvinnslunnar segja að það hafi verið þeim mikilvægt að koma vinnslu aftur af stað í eynni.
16.07.2021 - 11:42
Kuldi veldur því að makríll hefur ekki fundist
Kalt veður í vor og sumar veldur því að makríllinn finnst seinna á miðunum en undanfarin ár, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann kveðst þó engar áhyggjur hafa af stöðunni. Frá sjómannadeginum í upphafi mánaðar hafa tveir leiðangrar haldið út á miðin í leit að makríl en árangur leitarinnar hefur látið á sér standa.
19.06.2021 - 12:43
Vel heppnaðri síldarvertíð að ljúka
Veiðum íslenskra skipa á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum er nú rétt að ljúka. Vertíðin hefur verið afar góð og síldin haldið sig mun lengur við landið en oft áður.  
15.10.2020 - 12:22
Aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood
Nú er aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood en eigendurnir hafa fest kaup á húsnæði undir fiskverkun í stað þess sem eyðilagðist í eldi í vor. Engin vinnsla hefur verið hjá fyrirtækinu síðan þá.
11.09.2020 - 19:45
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Þéttar og góðar loðnutorfur suður af Papey
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar, sigldi fram á loðnutorfur suður af Papey, úti fyrir mynni Hamarsfjarðar, í gær. Hafrannsóknarstofnun sendi í kjölfarið tvö skip til viðbótar, Hákon EA og Polar Amaroq, til að aðstoða við að mæla torfurnar.
24.02.2020 - 12:30
Ísfiskur á Akranesi gjaldþrota
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hf. hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan öllu starfsfólki var þar sagt upp.
07.02.2020 - 16:20
Aflaverðmæti úr sjó í september jókst um 13,6%
Aflaverðmæti fyrstu sölu var 12,4 milljarðar króna í september sem er 13,6 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Verðmæti botnfisksafla var rúmir átta milljarðar og jókst um 26,5 prósent. Aukning var á verðmæti allra helstu botnfiskstegunda.
05.12.2019 - 22:44
Bein viðskipti við erlenda aðila óeðlileg
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að fiskur sé seldur erlendum aðilum án uppboðs á fiskmörkuðum. Atvinnuveganefnd Alþingis kallaði 14 álitsgjafa um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu á sinn fund í morgun. 
08.10.2019 - 12:53
Ólafsfirðingar margir ósáttir við ólykt
Íbúar á Ólafsfirði eru margir hverjir ósáttir vegna ólyktar frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Eigandinn viðurkennir að lykt frá vinnslunni geti valdið óþægindum en vonar að nýlegar endurbætur á útblásturskerfi hafi sitt að segja.
08.09.2019 - 15:10