Færslur: fiskveiðar

Vilja nýta túnfiskskvótann sem enginn hefur viljað
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp þar sem lagðar eru til breytingar á lögum fiskveiða sem heimila Íslendingum að taka á leigu erlend skip til veiða á bláuggatúnfiski til bráðabirgða. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 
12.01.2022 - 13:23
ESB og Bretland
Samkomulag um minni kvóta í mörgum tegundum
Evrópusambandið og Bretar náðu í gær samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á þeim svæðum og fiskitegundum sem enn lúta sameiginlegu forræði þeirra eftir Brexit. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og vísar í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu danska. Veiðiheimildir minnka verulega í allmörgum tegundum en aukast í nokkrum.
22.12.2021 - 01:21
Lausn fiskveiðideilu Breta og ESB í augsýn
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kveðst bjartsýn á að lausn fiskveiðideilu sambandsins við Breta sé innan seilingar. Deilan snýst um veiðiheimildir báta frá aðildarríkjum sambandsins, einkum Frakklandi, í lögsögu Breta á Ermarsundi. Kveðið er á um þessi réttindi í Brexit-samningnum en töluverður dráttur hefur orðið á endanlegri útfærslu og veitingu veiðileyfanna.
12.12.2021 - 06:12
Fiskveiðideila Breta og Frakka óleyst enn
Frestur sem Frakkar veittu breskum stjórnvöldum til að ganga frá veiðileyfum fjölda franskra fiskibáta í breskri lögsögu rann út á miðnætti án þess að leyfin væru veitt og gengið væri frá lausum endum í fiskveiðideilu Frakka og Evrópusambandsins við Breta. Búast má við því að deilan endi fyrir dómstólum.
11.12.2021 - 01:39
Umsvifin við Skagastrandarhöfn tvöfaldast milli ára
Blómlegt athafnalíf er nú við höfnina á Skagaströnd. Þar er tvöfalt meiri afla landað miðað við árið í fyrra og þakkar sveitarstjóri aukninguna meðal annars góðum samgöngum frá sveitarfélaginu.
01.12.2021 - 13:04
Túnfiskskvótinn eykst ár frá ári en enginn nýtir hann
Um 20 til 30 japönsk túnfiskveiðiskip hafa að undanförnu verið við veiðar rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar sem er ótvíræð vísbending að hægt væri að veiða hann í íslenskri lögsögu. Túnfiskskvóti Íslands hefur aukist ár frá ári en enginn nýtir hann.
28.11.2021 - 08:41
Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
Fiskveiðideila í uppsiglingu milli Dana og Breta
Danir saka Breta um brot á fiskveiðiákvæðum samnings um brotthvarf þeirra úr Evrópusambandinu frá í júní. Bretar hafa í hyggju að banna botnvörpuveiðar á verndarsvæði í Norðursjó.
Færeyskir fiskræktendur fordæma höfrungadráp
Samtök færeyskra fiskræktenda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem umfangsmiklu höfrungadrápi við eyjarnar 12. september síðastliðinn er harðlega gagnrýnt. Þá var yfir fjórtánhundruð leiftrum, smávöxnum tannhval af höfrungaætt, slátrað.
18.09.2021 - 05:32
Vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar
Smábátasjómenn á Húsavík vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfandaflóa. Þeir segja að það sé nauðsynlegt til verndunar fiskistofnum í flóanum.
23.08.2021 - 08:47
Myndskeið
Íslensk veiðarfæri í Afríku
Plastúrgangur sem almenningur í Senegal safnar, endar sem hluti af veiðarfærum sem þróuð eru af íslensku fyrirtæki. Veiðarfærin þykja bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri gerðir.
Svipt veiðileyfi vegna ítrekaðrar framhjálöndunar
Fiskiskipið Valþór GK-123 hefur verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna ítrekaðrar framhjálöndunar. Veiðileyfissvipting gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september 2021.
Heildarafli í júní 21% minni en í júní 2020
Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn og nemur það samdrætti upp á 21% frá því í júní 2020.
Aflaverðmæti 43 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta er 26% aukning frá sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna.
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Breskir sjómenn ósáttir við Brexit
Bresk stjórnvöld hafa gefið út útgöngusamning landsins úr Evrópusambandinu. Samtök breskra sjómanna eru ekki sátt við niðurstöðu Brexit-samningaviðræðnanna.
27.12.2020 - 09:31
Grásleppa sett í kvóta nái stjórnarfrumvarp í gegn
Í nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn, eða kvóti, við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum.
Norðmenn loka lögsögunni náist ekki samkomulag
Útgerðum í löndum Evrópusambandsins verður gert óheimilt að veiða í norskri landhelgi náist ekki fiskveiðisamkomulag fyrir áramót milli Noregs, Bretlands og sambandsins.
Hagnaður stærstu útgerða jókst um helming milli ára
Hagnaður af rekstri tíu stærstu útgerðarfélaga landsins jókst um helming milli áranna 2018 og og 2019. Afkoma allra félaganna batnaði en arðgreiðslur drógust saman. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.
Steinunn HF lenti í ofsaveðri á leið af fiskimiðum
Áhöfn línubátsins Steinunnar lenti í slæmu veðri á siglingu af miðunum til lands í dag. Til stóð að sigla til Hafnarfjarðar en þegar komið var að Garðskaga reyndist veðurhamurinn of mikill og því ákveðið að halda til Keflavíkur þess í stað. Eftir erfiða siglingu náði Steinunn landi með níu tonn af fiski.
25.11.2020 - 23:09
Innflutningur sjávarafurða til Bandaríkjanna í hættu
Breytingar á bandarískum innflutningsreglum um meðafla sjávarspendýra gætu leitt til banns á innflutningi íslenskra sjávarafurða. Reglurnar banna innflutning á afurðum þar sem sjávarspendýr veiðast sem meðafli yfir ákveðnu marki.
24.11.2020 - 22:51
Meiri síldveiði en minna af makríl og kolmunna
Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið leggur til meiri veiði á norsk-ís­lenskri síld á næsta ári miðað við ráðgjöf þessa árs. Hinsvegar er lagt til að minna verði veitt af mak­ríl og kol­munna.
01.10.2020 - 16:36
Þrjú skip talin hafa veitt ólöglega
Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir fátítt að svo mörg mál af þessu tagi komi upp með svo stuttu millibili. 
28.09.2020 - 22:35
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.