Færslur: Filippseyjar

Marcos yngri næsti forseti Filippseyja
Ljóst er að völdin á Filippseyjum haldast innan fjölskyldna núverandi og fyrrverandi valdhafa. Kosið var til forseta þar í landi í dag. Sonur fyrrverandi einræðisherra í landinu verður forseti landsins, og dóttir fráfarandi forseta verður varaforseti.
09.05.2022 - 20:26
Mannskæðar árásir við kjörstaði á Filippseyjum
Þrír öryggisverðir féllu í skotárás á kjörstað á sunnanverðum Filippseyjum. Níu særðust þegar handsprengju var varpað á kjörstað fyrr í nótt. Milljónir landsmanna ganga nú að kjörborðinu til að velja sér forseta.
Marcos yngri talinn sigurstranglegastur frambjóðenda
Forsetakosningar standa nú yfir á Filippseyjum. Tíu eru í framboði en sonur fyrrverandi einræðisherra og núverandi varaforseti njóta mestrar hylli kjósenda. Skoðanakannanir benda til stórsigurs þess fyrrnefnda.
Átta fórust í eldsvoða í Manila á Filippseyjum
Átta fórust í gríðarmiklum eldsvoða sem geisaði í gær í þéttbýlu hverfi fátæks fólks í Manila, höfuðborg Filippseyja. Sex börn eru meðal þeirra látnu.
02.05.2022 - 03:40
Yfir 170 hafa fundist látin eftir storm á Filippseyjum
Lík 172 karla, kvenna og barna hafa fundist í rústum og ruðningum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja eftir öflugasta hitabeltisstorm sem gengið hefur yfir eyjarnar það sem af er þessu ári, og yfir 100 er enn saknað. Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá þessu í morgun.
17.04.2022 - 07:26
133 lík fundist eftir mannskaðaveður á Filippseyjum
Minnst 133 hafa fundist látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir Filippseyjar á dögunum. Storminum fygldi gífurlegt vatnsveður sem olli bæði flóðum og aurskriðum.
14.04.2022 - 10:33
Minnst 80 fórust í flóðum og skriðum á Filippseyjum
80 lík hafa fundist í húsarústum og aurflaumum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja, þar sem hitabeltisstormurinn Megi fór hamförum á sunnudag og mánudag. Megi er öflugasti stormurinn sem skollið hefur á Filippseyjum það sem af er ári og honum fylgdi ógurlegt vatnsveður, sem orsakaði hvort tveggja flóð og aurskriður þar sem hann fór yfir.
14.04.2022 - 02:36
58 hafa fundist látin eftir hamfarastorm á Filippseyjum
58 hafa fundist látin eftir mikil flóð og aurskriður á Filippseyjum síðustu daga, samkvæmt upplýsingum yfirvalda á eyjunum. Björgunarlið er enn að störfum í þeim þorpum sem verst urðu úti í hamförunum og leitar í húsarústum og aurflæmum. Björgunar- og tækjabúnaður er af skornum skammti á hamfarasvæðunum svo leitarmenn neyðast víða til að grafa hin látnu upp úr eðjunni með berum höndum.
13.04.2022 - 03:32
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Mannskæð átök glæpagengja í filippeysku fangelsi
Sex fangar týndu lífinu og 33 eru sárir eftir að til átaka kom milli stríðandi glæpagengja í fangelsi á FIlippseyjum í morgun. samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Átökin brutust út í Caloocan-fangelsinu í útjaðri höfuðborgarinnar Manila í morgun. Rannsókn málsins er stutt komin en þó þykir liggja ljóst fyrir að þau hafi byrjað með slagsmálum tveggja fanga og breiðst hratt út og harðnað eftir því sem fleiri slógust í hópinn.
Filippseyjar
Fyrirskipar handtöku óbólusettra sem hundsa útgöngubann
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vill að óbólusettir landsmenn á faraldsfæti verði fangelsaðir ef ekki dugar annað, því omíkron-afbrigði kórónuveirunnar fer nú með ógnarhraða um eyjarnar og smithlutfall er hvergi hærra en á Filippseyjum. Um fjörutíu prósent allra sýna sem tekin voru á Filippseyjum í gær reyndust jákvæð, eða 21.819 af 70.049. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og er átta sinnum hærra en þau fimm prósent sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin miðar við sem hættumörk.
Á sjötta hundrað þúsund Filippseyingar í nauðum
Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum fjársöfnun vegna mörg hundruð þúsund Filippseyinga sem þurfa á neyðarhjálp að halda vegna fellibylsins Rai sem fór yfir landið í síðustu viku. Óveðrið olli manntjóni og miklum skemmdum.
24.12.2021 - 12:00
Nauðsynjar að klárast í neyðarskýlum á Filippseyjum
Matur, drykkur og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti í neyðarskýlum á þeim svæðum á Filippseyjum sem urðu verst úti í fellibylnum Rai í síðustu viku. Stjórnendur segja að birgðirnar muni sennilega klárast innan fáeinna daga.
21.12.2021 - 07:40
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Minnst 169 látnir eftir ofurfellibylinn Rai
Tala látinna eftir ofurfellibylinn Rai á Filippseyjum hefur hækkað mikið í dag og er ljóst að manntjón er gífurlegt. Nú hafa verið staðfest 169 dauðsföll vegna ofsaveðursins. Vindhviður í fellibylnum náðu 195 kílómetrum á klukkustund, sem er sá öflugasti sem mælst hefur á árinu.
19.12.2021 - 18:45
Tala látinna á Filippseyjum komin í 75
Tala látinna á Fillippseyjum af völdum fellibylsins Rai er komin upp í 75 samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda á eyjunum. Fellibylurinn er sá öflugasti sem gengið hefur yfir á þessu ári.
19.12.2021 - 01:32
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · Rai · fellibylur · Andlát
Óttast að fellibylurinn Rai hafi kostað 23 mannslíf
Talið er að minnst 23 hafi farist á Filippseyjum í ofsaveðri af völdum fellibylsins Rai. Tilkynningar hafa borist um verulegt tjón víðsvegar um eyjarnar. Yfir 300 þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín eða aðsetur á ferðamannastöðum, boðskipti rofnuðu og rafmagn fór víða af á stórum svæðum.
18.12.2021 - 05:16
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · Rai · fellibylur · Andlát · ofsaveður · úrhelli
Þúsundir Filippseyinga flýja heimili sín
Tugir þúsunda Filippseyinga neyddust til að flýja heimili sín í morgun þegar ofurfellibylurinn Rai skall á sunnanverðum ströndum eyjanna. Yfirvöld vöruðu við gríðarlegum vindstyrk og úrhellisrigningu.
16.12.2021 - 06:37
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · fellibylur · úrhelli · Aurskriður · Flóð
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Maria Ressa
Fær að fara til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum
Filippeyska blaðakonan Maria Ressa mun ferðast til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum Nóbels á föstudag í eigin persónu. Þetta varð ljóst eftir að þriðji dómstóllinn samþykkti umsókn hennar um að fá að fara til Noregs til að veita verðlaununum viðtöku.
Ætla að bólusetja níu milljónir á þremur dögum
Yfirvöld á Filippseyjum setja markið hátt í nýjust bólusetningaráætlun sinni sem hrint var af stokkunum í gær. Markmiðið er að bólusetja allt að níu milljónir manns gegn COVID-19 á þremur dögum, frá mánudegi til miðvikudags. Á annað hundrað þúsund hermanna og sjálfboðaliða voru munstraðir til að gera þessa metnaðarfullu áætlun að veruleika.
Óvíst að Maria Ressa fái að taka við Nóbelsverðlaununum
Ríkislögmaður á Filippseyjum er andvígur því að blaðakonan Maria Ressa fái að fara til Óslóar til að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels í næsta mánuði. Hann kveðst óttast að hún snúi ekki aftur heim.
25.11.2021 - 17:30
Dómstóll frestar rannsókn á Duterte Filippseyjaforseta
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur frestað rannsókn sinni á á mannskæðu stríði Rodrigos Duterte forseta Filippseyja gegn eiturlyfjum í landinu.
Sakar forsetaframbjóðanda um að neyta kókaíns
Upplýsingafulltrúi Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, baðst í dag undan spurningum fréttamanna um fullyrðingu forsetans um að frambjóðandi í forsetakosningum í landinu neyti kókaíns. Þetta fullyrti Duterte í gær en upplýsingafulltrúinn vildi ekki segja um hvaða frambjóðanda forsetinn var að tala.
19.11.2021 - 15:20