Færslur: Filippseyjar

Fólk felmtri slegið vegna falsfrétta
Margskonar tíðindi, tengd kórónuveirufaraldrinum, sem eiga sér litla sem enga stoð í veruleikanum hafa valdið uppnámi og skelfingu víða í Asíu.
29.05.2020 - 03:40
Öflugur fellibylur kominn að Filippseyjum
Öflugur fellibylur, kallaður Vongfong, nálgast nú Filippseyjar úr austri og er búist við að það fari að hvessa þar verulega í dag. Þetta er fyrsti fellibylurinn sem fer yfir Filippseyjar á þessu ári.
14.05.2020 - 09:04
Lokað á útsendingar stærstu fjölmiðlasamsteypunnar
Filippeysku ljósvakasamsteypunni ABS-CBN, sem nýtur hvað mestrar hylli í landinu, var gert að hætta útsendingum í gær. Útsendingaleyfi samsteypunnar rann út á mánudag, og skipuðu yfirvöld henni að hætta útsendingum í gær. Forsetinn Rodrigo Duterte hefur ítrekað verið gagnrýndur á stöðvum hennar, meðal annars fyrir að þagga niður í fjölmiðlum.
06.05.2020 - 06:41
Myndskeið
Hungur og fátækt blasir við mörgum
Stór hluti jarðarbúa býr enn við einhvers konar útgöngubann. Við mörgum blasir hungur og fátækt vegna strangra skilyrða. Á Spáni mega börn ekki fara út.
17.04.2020 - 19:50
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Filippseyjar · Indland · COVID-19
Duterte hótar að beita hörku
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað öryggissveitum að skjóta þá sem ekki virða reglur um ferða- og samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins.
02.04.2020 - 09:00
Átta létu lífið í flugslysi á Filippseyjum
Átta létu lífið þegar flugvél á leið með læknabúnað hrapaði á leið frá Filippseyjum til Tókýó. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Manila, höfuðborg Filipsseyja. Að sögn CNN fréttastofunnar kviknaði í flugvélinni um það leyti sem hún var að taka á loft.
30.03.2020 - 01:46
Milljónir í sóttkví á Luzon-eyju
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað einangrun eyjarinnar Luzon og að ferðir fólks verði þar takmarkaðar við að fara að kaupa matvæli og lyf. Meira en fimmtíu milljónir manna búa á Luzon og þar er höfuðborgin Manila.
17.03.2020 - 09:57
Gíslunum sleppt í Manila
Maðurinn sem skaut einn og tók um þrjátíu manns í gíslingu í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun hefur sleppt gíslunum og gefið sig fram til lögreglu. Hann er fyrrverandi öryggisvörður í verslunarmiðstöðinni en talið er að hann hafi framið ódæðisverkið eftir að hafa verið sagt upp störfum.
02.03.2020 - 14:39
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-kórónaveiru utan Kína
Karlmaður í Filippseyjum lést af völdum kórónaveirunnar sem kennd er við kínversku borgina Wuhan í gær. Hann er fyrsti einstaklingurinn sem lætur lífið af völdum hennar utan Kína. Maðurinn er sjálfur frá Wuhan í Kína, og smitaðist áður en hann kom til Filippseyja.
02.02.2020 - 06:30
Dregur úr líkum á sprengigosi
Yfirvöld á Filippseyjum óttast ekki lengur að sprengigos sé yfirvofandi á næstunni í eldfjallinu Taal. Því hefur rýmingu verið aflétt en íbúar þurfa samt sem áður að vera við því búnir að yfirgefa heimili sín. Mikil skjálftavirkni fylgdi því þegar gos hófst í fjallinu fyrir um tveimur vikum, og 135 þúsund flúðu heimili sín.
26.01.2020 - 16:12
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Filippseyjar · eldgos
Vísa fólki frá hættusvæði við eldfjallið Taal
Yfirvöld á Filippseyjum hafa bannað fólki að fara til síns heima á hættusvæði umhverfis eldfjallið Taal, þar sem vísindamenn telja hættu á nýju sprengigosi.
20.01.2020 - 10:15
„Fólk er mjög hrætt“
Óttast er að mikið sprengigos í filippeyska eldfjallinu Taal hefjist þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Taal er um sjötíu kílómetra suður af höfuðborginni Manila. Gosið hófst í gær þegar mikil gufusprenging varð í fjallinu og fylgdi öskustrókur í kjölfarið. Í morgun hófst svo hraungos. Bæring Ólafsson býr í Manila.
13.01.2020 - 12:29
450 þúsund innan skilgreinds hættusvæðis
Óttast er að mikið sprengigos geti hafist í filippeyska eldfjallinu Taal þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hafa átta þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.
13.01.2020 - 08:41
Hraungos hafið á Filippseyjum
Hraungos er hafið í filippeyska eldfjallinu Taal, þar sem mikið öskugos braust út í gær og hrakti minnst 10.000 íbúa í nágrenni fjallsins á flótta. Taal, sem er um 70 kílómetra suður af höfuðborginni Manila, er næst-virkasta eldfjall Filippseyja, og óttast er að gríðarmikið sprengigos geti fylgt á hæla ösku- og hraungossins þá og þegar.
13.01.2020 - 06:32
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
Minnst 16 fórust í fellibyl á Filippseyjum í gær
Minnst sextán manns fórust þegar fellibylurinn Phanfon gekk yfir Filippseyjar á jóladag. Almannavarnir eyjanna staðfesta þetta, segir í frétt AFP, þar sem fram kemur að dauðsföllin hafi öll orðið um miðbik Filippseyja. Bylurinn gekk yfir eyjaklasann miðjan og tók land á sjö stöðum áður en hann færðist aftur út á Suður-Kínahaf.
26.12.2019 - 04:33
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar
Þúsundir í neyðarskýlum um jólin vegna fellibyls
Fellibylurinn Phanfone raskar jólahaldi hjá þúsundum Filippseyinga. Yfir sextán þúsund manns þurftu að gista í neyðarskýlum í nótt. Meirihluti Filippseyinga eru kaþólikkar og því ætluðu margir að vera á faraldsfæti þessa dagana og fagna jólum með ástvinum. Fellibylurinn reið yfir miðbik eyjanna í gær með þeim afleiðingum að fjöldi húsa skemmdist og tré rifnuðu upp með rótum. Þá er víða rafmagnslaust.
25.12.2019 - 12:21
Óveður raskar jólahaldi á Filippseyjum
Hitabeltislægðin Phanfone mun víða raska jólahaldi um miðbik Filippseyja, en búist var við að hún kæmi þar um að ströndum í morgun. Óttast er að hún færist í aukana og nái styrk fellibyls.
24.12.2019 - 08:47
Minnst 13 fórust í fellibylnum
Minnst þrettán fórust af völdum fellibylsins Kammuri á leið hans yfir Filippseyjar í vikunni. Yfirvöld í Manila greindu frá þessu í morgun, en sögðust óttast að að fleiri hefðu farist.
05.12.2019 - 09:05
200.000 manns hafa flúið fellibylinn Kammuri
Einn maður er látinn og yfir 200.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í strand- og fjallahéruðum sunnanverðrar Lúsoneyjar á Filippseyjum vegna fellibylsins Kammuri sem þar gekk á land um miðnæturbil að staðartíma. Óttast er að hann valdi hvorutveggja flóðum og aurskriðum auk þeirrar ógnar sem stafar af veðurofsanum sjálfum, sem fer enn vaxandi.
03.12.2019 - 02:29
Tugir þúsunda flýja fellibyl á Filippseyjum
Um 70.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna fellibylsins Kammuri sem búist er við að skelli á austanverðum Filippseyjum í kvöld eða nótt. Meðalvindhraði verður yfir 40 metrar á sekúndu og vindhviður yfir 50 þegar Kammuri tekur land, gangi spár veðurfræðinga eftir, og ausandi rigning fylgir honum hvert fótmál.
02.12.2019 - 06:48
19 fórust er vörubíll hrapaði ofan í gjá
Nítján filippeyskir bændur bændur fórust þegar vörubíll, hlaðinn fólki og hrísgrjónafræi, fór út af fjallvegi á norðanverðum Filippseyjum og hrapaði niður í 20 metra djúpa gjá. 39 bændur voru á palli bílsins þegar slysið varð. Þeir voru á heimleið frá bænum Connor, þar sem þeir höfðu fengið úthlutað hrísgrjónafræi fyrr um daginn.
01.11.2019 - 05:21
Þriðji skjálftinn á skömmum tíma á Mindanaó
Jarðskjálfti, 6,5 að stærð, skók eyjuna Mindanaó á sunnanverðum Filippseyjum í kvöld. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum, en skammt er liðið frá skjálftanum. Á þriðjudag reið aðeins öflugri skjálfti, 6,6 að stærð, yfir Mindanaó og fórust þá níu manns og yfir 200 slösuðust.
31.10.2019 - 03:30
Miklar skemmdir í skjálfta á Filippseyjum
Að minnsta kosti einn er látinn eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir sunnanverðar Filippseyjar í morgun. Skjálftinn varð á eyjunni Mindanao, nánast á sömu slóðum og öflugur skjálfti varð fyrr í mánuðinum að sögn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Nokkrir létu lífið í þeim skjálfta. Að sögn yfirvalda eru margir slasaðir vegna skjálftans og fjöldi bygginga skemmdur.
29.10.2019 - 03:53
Kröftugur skjálfti á Filippseyjum
Öflugur jarðskjálfti reið yfir á Mindanao eyju í suðurhluta Filippseyja í dag, snemma kvölds að staðartíma. Upptökin voru á fjórtán kílómetra dýpi, tæplega átta kílómetra frá borginni Columbio, að því er kemur fram í tilkynningu bandarísku jarðvísindastofnunarinnar, USGS.
16.10.2019 - 12:54