Færslur: Filippseyjar

Feiknarstormur skellur á Filippseyjum
Fellibylurinn Goni skall í kvöld á eyjunni Catanduanes við suðausturodda Luzon, stærstu eyju Filippseyja. Goni er fimmta stigs fellibylur og hefur meðalvindhraði mælst allt að 62 metrar á sekúndu á síðustu klukkustundum. Allt að milljón manns hefur yfirgefið heimili sín á Luzon-eyju sunnanverðri, og forðað sér í öruggt skjól.
31.10.2020 - 23:37
Þúsundir flýja fimmta stigs fellibyl á Filippseyjum
Þúsundum Filippseyinga hefur verið fyrirskipað að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól áður en fellibylurinn Goni skellur á stærstu eyjunni, Luzon, á sunnudag. Goni er fimmta stigs fellibylur sem stefnir í að verða sá öflugasti sem gengið hefur yfir Filippseyjar síðan fellibylurinn Haiyan varð yfir 6.300 manns að bana þar í landi í nóvember 2013. Meðalvindhraðinn mælist nú næstum 60 metrar á sekúndu og tæplega 74 metrar á sekúndu í hviðum.
31.10.2020 - 05:35
Duterte lýsir sig ábyrgan fyrir drápum þúsunda
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lýsti því yfir í gærkvöld að hann færi fúslega í fangelsi vegna þeirra drápa sem framin hafa verið í stríðinu gegn eiturlyfjum. Í sjónvarpsviðtali í gærkvöld sagðist forsetinn ekki hafa neitt á móti því að hann yrði gerður ábyrgur fyrir öllum þeim þúsundum manndrápa sem framin hafa verið í stríði yfirvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum, sem hann lýsti sjálfur yfir þegar hann tók við völdum sumarið 2016.
20.10.2020 - 06:39
Ályktun Íslands um mannréttindi á Filippseyjum samþykkt
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í morgun ályktun Íslands um stuðning samtakanna við uppbyggingu mannréttinda á Filippseyjum. Ályktunin var lögð fram af Íslendingum í samstarfi við stjórnvöld á Filippseyjum í lok síðasta mánaðar og kveður á um að þau skuldbindi sig til að vinna með mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að umbótum.
07.10.2020 - 17:51
Beita sér fyrir bættum mannréttindum á Filippseyjum
Ísland hefur lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um samstarf stjórnvalda á Filippseyjum við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um úrbætur í mannréttindamálum þar í landi.
26.09.2020 - 14:02
Snarpur jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 varð við miðju Filippseyja í nótt. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS voru upptök skjálftans um 68 kílómetrum suðaustur af eyjunni Masbate, og litlar líkur á mannskaða eða skemmdum á mannvirkjum. Skjálftar á svæðinu hafa hins vegar valdið annars konar hamförum, á borð við skriðuföll. 
18.08.2020 - 02:08
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22
250.000 aftur í útgöngubann
Um 250.000 íbúar í Navotas-hverfinu í Manila, höfuborg Filippseyja, þurfa aftur að sæta útgöngubanni þar sem kórónuveirutilfellum hefur fjölgað þar á ný. Embættismenn greindu frá þessu í morgun.
13.07.2020 - 10:18
Filippseyjar
Synja gagnrýnum ljósvakarisa um útvarpsleyfi
Einni stærstu fjölmiðlasamsteypu Filippseyja, ABS-CBN, hefur verið synjað um endurnýjun útvarpsleyfis og fær því ekki að hefja útsendingar á ný. Leyfið rann út 4. maí og hafði umsókn fyrirtækisins um 25 ára framlengingu útvarpsleyfisins ekki fengið afgreiðslu. Því var það þvingað til að hætta útsendingum. Umsóknin var svo tekin fyrir hjá fjölmiðlanefnd filippseyska þingsins á föstudag, þar sem henni var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
12.07.2020 - 04:50
Frumkvæði Íslands varpar ljósi á mikil mannréttindabrot
Meiri áhersla er lögð á að heyja stríð gegn fíkniefnum í nafni þjóðaröryggis á Filippseyjum, en að virða mannréttindi, og erfitt getur reynst að vinda ofan af þeirri þróun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var að frumkvæði Íslands.
04.06.2020 - 12:05
Fólk felmtri slegið vegna falsfrétta
Margskonar tíðindi, tengd kórónuveirufaraldrinum, sem eiga sér litla sem enga stoð í veruleikanum hafa valdið uppnámi og skelfingu víða í Asíu.
29.05.2020 - 03:40
Öflugur fellibylur kominn að Filippseyjum
Öflugur fellibylur, kallaður Vongfong, nálgast nú Filippseyjar úr austri og er búist við að það fari að hvessa þar verulega í dag. Þetta er fyrsti fellibylurinn sem fer yfir Filippseyjar á þessu ári.
14.05.2020 - 09:04
Lokað á útsendingar stærstu fjölmiðlasamsteypunnar
Filippeysku ljósvakasamsteypunni ABS-CBN, sem nýtur hvað mestrar hylli í landinu, var gert að hætta útsendingum í gær. Útsendingaleyfi samsteypunnar rann út á mánudag, og skipuðu yfirvöld henni að hætta útsendingum í gær. Forsetinn Rodrigo Duterte hefur ítrekað verið gagnrýndur á stöðvum hennar, meðal annars fyrir að þagga niður í fjölmiðlum.
06.05.2020 - 06:41
Myndskeið
Hungur og fátækt blasir við mörgum
Stór hluti jarðarbúa býr enn við einhvers konar útgöngubann. Við mörgum blasir hungur og fátækt vegna strangra skilyrða. Á Spáni mega börn ekki fara út.
17.04.2020 - 19:50
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Filippseyjar · Indland · COVID-19
Duterte hótar að beita hörku
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað öryggissveitum að skjóta þá sem ekki virða reglur um ferða- og samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins.
02.04.2020 - 09:00
Átta létu lífið í flugslysi á Filippseyjum
Átta létu lífið þegar flugvél á leið með læknabúnað hrapaði á leið frá Filippseyjum til Tókýó. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Manila, höfuðborg Filipsseyja. Að sögn CNN fréttastofunnar kviknaði í flugvélinni um það leyti sem hún var að taka á loft.
30.03.2020 - 01:46
Milljónir í sóttkví á Luzon-eyju
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað einangrun eyjarinnar Luzon og að ferðir fólks verði þar takmarkaðar við að fara að kaupa matvæli og lyf. Meira en fimmtíu milljónir manna búa á Luzon og þar er höfuðborgin Manila.
17.03.2020 - 09:57
Gíslunum sleppt í Manila
Maðurinn sem skaut einn og tók um þrjátíu manns í gíslingu í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun hefur sleppt gíslunum og gefið sig fram til lögreglu. Hann er fyrrverandi öryggisvörður í verslunarmiðstöðinni en talið er að hann hafi framið ódæðisverkið eftir að hafa verið sagt upp störfum.
02.03.2020 - 14:39
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-kórónaveiru utan Kína
Karlmaður í Filippseyjum lést af völdum kórónaveirunnar sem kennd er við kínversku borgina Wuhan í gær. Hann er fyrsti einstaklingurinn sem lætur lífið af völdum hennar utan Kína. Maðurinn er sjálfur frá Wuhan í Kína, og smitaðist áður en hann kom til Filippseyja.
02.02.2020 - 06:30
Dregur úr líkum á sprengigosi
Yfirvöld á Filippseyjum óttast ekki lengur að sprengigos sé yfirvofandi á næstunni í eldfjallinu Taal. Því hefur rýmingu verið aflétt en íbúar þurfa samt sem áður að vera við því búnir að yfirgefa heimili sín. Mikil skjálftavirkni fylgdi því þegar gos hófst í fjallinu fyrir um tveimur vikum, og 135 þúsund flúðu heimili sín.
26.01.2020 - 16:12
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Filippseyjar · eldgos
Vísa fólki frá hættusvæði við eldfjallið Taal
Yfirvöld á Filippseyjum hafa bannað fólki að fara til síns heima á hættusvæði umhverfis eldfjallið Taal, þar sem vísindamenn telja hættu á nýju sprengigosi.
20.01.2020 - 10:15
„Fólk er mjög hrætt“
Óttast er að mikið sprengigos í filippeyska eldfjallinu Taal hefjist þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Taal er um sjötíu kílómetra suður af höfuðborginni Manila. Gosið hófst í gær þegar mikil gufusprenging varð í fjallinu og fylgdi öskustrókur í kjölfarið. Í morgun hófst svo hraungos. Bæring Ólafsson býr í Manila.
13.01.2020 - 12:29
450 þúsund innan skilgreinds hættusvæðis
Óttast er að mikið sprengigos geti hafist í filippeyska eldfjallinu Taal þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hafa átta þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.
13.01.2020 - 08:41
Hraungos hafið á Filippseyjum
Hraungos er hafið í filippeyska eldfjallinu Taal, þar sem mikið öskugos braust út í gær og hrakti minnst 10.000 íbúa í nágrenni fjallsins á flótta. Taal, sem er um 70 kílómetra suður af höfuðborginni Manila, er næst-virkasta eldfjall Filippseyja, og óttast er að gríðarmikið sprengigos geti fylgt á hæla ösku- og hraungossins þá og þegar.
13.01.2020 - 06:32
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53