Færslur: Filippseyjar

Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Einkasonur einræðisherra vill verða forseti
Þeim fjölgar þekktu nöfnunum sem ætla að bjóða sig fram til forseta á Filippseyjum Ferdinand Marcos yngri, jafnan kallaður Bongbong, tilkynnti á Facebook í gær ða hann vilji taka að sér embættið. Faðir hans, Ferdinand Marcos eldri, stýrði ríkinu í tuttugu ár áður en honum var steypt af stóli árið 1986.
06.10.2021 - 06:39
Duterte undirbýr málsvörn gegn sakamáladómstól
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, kveðst ætla að undirbúa málsvörn sína í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á mannskæðu stríði hans gegn eiturlyfjum í landinu, nú þegar hann hefur ákveðið að yfirgefa stjórnmálin.
Jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 varð við stærstu eyju Filippseyja í nótt. Íbúar í höfuðborginni Manila vöknuðu við skjálftann, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki.
27.09.2021 - 06:09
Pacquiao stefnir á forsetaembættið
Filippseyski hnefaleikamaðurinn Manny Pacquiao lýsti því yfir í dag að hann ætli að bjóða sig fram til embættis forseta á næsta ári. Pacquiao kvað þetta rétta tímann til þess að taka við stjórnarkeflinu, þegar hann hlaut tilnefningu flokksfélaga sinna í dag. 
19.09.2021 - 13:59
Duterte vinnur ekki með Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir af og frá að hann aðstoði Alþjóðlega sakamáladómstólinn við rannsókn á stríði hans gegn fíkniefnum. Lögfræðingur hans segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu.
Duterte verður varaforsetaefni
Forsetinn Rodrigo Duterte ætlar að verða varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningunum í Filippseyjum á næsta ári. Al Jazeera hefur þetta eftir tilkynningu frá flokknum í gær. Tilkynningin var birt í aðdraganda landsfunds flokksins 8. september næstkomandi, þar sem talið er að flokkurinn samþykki tilnefningu öldungadeildarþingmannsins Christopher Go sem forsetaefni flokksins.
25.08.2021 - 06:36
Slaka á takmörkunum þrátt fyrir metfjölda smitaðra
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, mælti í gær fyrir um að slaka skuli á öllum sóttvarnaaðgerðum og takmörkunum í höfuðborginni Manila frá og með deginum í dag, í von um að þannig megi auka umsvif í efnahagskerfinu á ný. Þessi fyrirmæli gaf forsetinn út sama dag og metfjöldi Filippseyinga greindist með COVID-19 og dauðsföll voru fleiri en þau hafa verið síðan í apríl.
21.08.2021 - 07:34
Öflugur jarðskjálfti nærri Filippseyjum
Jarðskjálfti af stærðinni 7,1 varð rúmum sextíu kílómetrum austur af eyjunni Mindanao á Filippseyjum í nótt að staðartíma. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS gaf út flóðbylgjuviðvörun, en aflétti henni um tveimur tímum eftir skjálftann. Engar fregnir hafa enn borist af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum.
12.08.2021 - 01:24
Mannskæð flóð á Filippseyjum
Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Manila og nærsveitum vegna flóða í kjölfar margra daga steypiregns sem dunið hefur á Filippseyjum undanfarna daga. Minnst einn maður hefur látið lífið í flóðunum. Þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum í og umhverfis borgina, þar á meðal um 15.000 manns sem fluttir voru í hasti frá borginni Marikina þegar áin sem rennur í gegnum hana tók að vaxa hratt og mikið.
25.07.2021 - 03:22
Tala látinna komin í 45
Fjörutíu og fimm hafa fundist látnir eftir flugslys á suðurhluta Filippseyja. Enn er sautján saknað.
04.07.2021 - 12:39
17 látnir í flugslysi á Filippseyjum
Sautján fundust látnir og minnst fjörutíu hefur verið komið til bjargar eftir að herflugvél með 85 manns um borð brotlenti á Jolo-eyju í Filippseyjum í morgun. AFP fréttastofan hefur eftir herforingjanum Cirilito Sobejana að viðbragðsaðilar séu á vettvangi. Hann vonast til þess að hægt sé að bjarga fleirum.
04.07.2021 - 06:44
Bólusetning eða fangelsi á Filippseyjum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar að láta fangelsa fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Rúmlega tvær milljónir af 110 milljón íbúum landsins eru fullbólusettar.
Nær hálf milljón Víetnama flýr yfirvofandi fellibyl
Stjórnvöld í Víetnam hafa gert um 460.000 manns að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Fellibylurinn Vamco, sem varð minnst 42 að fjörtjóni á Filippseyjum í vikunni og eyðilagði eða stórskemmdi yfir 300.000 heimili á Luzon-eyju, er byrjaður að láta til sín taka við strönd Víetnams, þar sem hann mun ganga á land með morgninum.
15.11.2020 - 04:07
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam · Filippseyjar · fellibylur
42 fórust á Filippseyjum og þúsundir enn í vanda
Minnst 42 létu lífið þegar fellibylurinn Vamco gekk yfir Filippseyjar í vikunni og björgunarstörfum er langt í frá lokið. Strandgæsla, her, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar keppast enn við að bjarga þúsundum íbúa Kagajan-héraðs á norðurodda Luzoneyju, sem komast hvorki lönd né strönd vegna flóða í kjölfar fellibylsins. Wamco var þriðji fellibylurinn sem skall á Filippseyjum á þremur vikum, en sá 21. og jafnframt sá mannskæðasti á árinu.
14.11.2020 - 04:09
Minnst 14 látin í flóðum og skriðum á Filippseyjum
Fellibylurinn Vamco, sem herjað hefur á Luzon-eyju, stærstu eyju Filippseyja síðustu daga, hefur kostað minnst 14 mannslíf, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum, og minnst jafnmargra er saknað. Talsmaður almannavarna upplýsti að enn gæti fjölgað í þessum hópi, og raunar hefur herinn, sem staðið hefur í ströngu í björgunarstörfum, sagt að 39 séu látin og 22 saknað.
13.11.2020 - 06:33
Mikil flóð eftir þriðja fellibylinn á þremur vikum
Mikil flóð eru nú í og við Manila, höfuðborg Filippseyja, eftir að fellibylurinn Vamco fór þar yfir með stólparok og steypiregn. Fjöldi fólks forðaði sér upp á húsþök og kemst hvergi þar sem heilu hverfin mara í hálfu kafi. Yfirvöld vara við hættu á frekari flóðum, aurskriðum og mögulega sjávarflóðum í Manila og nágrenni, þar sem yfir 12 milljónir manna búa.
12.11.2020 - 06:23
Minnst 16 fórust í fellibylnum Goni
Minnst 16 létust í hamförunum af völdum ógnarstormsins Goni, sem gekk yfir hluta Filippseyja um helgina og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Goni er 18. fellibylurinn sem skellur á Filippseyjum í ár og sá öflugasti sem geisað hefur í heiminum það sem af er þessu ári. Mestur meðalvindhraði mældist yfir 60 metrar á sekúndu og í heiftarlegustu hviðunum fór hann upp fyrir 85 metra á sekúndu.
02.11.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · Víetnam · fellibylur
Minnst fjögur látin í fárviðri á Filippseyjum
Fellibylurinn Goni, sem nú hamast á sunnanverðum Filippseyjum, hefur kostað minnst fjögur mannslíf til þessa. Yfirvöld vara við „skelfilegum aðstæðum" á hamfarasvæðinu, sem hundruð þúsunda hafa neyðst til að flýja í aðdraganda ofsaveðursins.
01.11.2020 - 06:50
Feiknarstormur skellur á Filippseyjum
Fellibylurinn Goni skall í kvöld á eyjunni Catanduanes við suðausturodda Luzon, stærstu eyju Filippseyja. Goni er fimmta stigs fellibylur og hefur meðalvindhraði mælst allt að 62 metrar á sekúndu á síðustu klukkustundum. Allt að milljón manns hefur yfirgefið heimili sín á Luzon-eyju sunnanverðri, og forðað sér í öruggt skjól.
31.10.2020 - 23:37
Þúsundir flýja fimmta stigs fellibyl á Filippseyjum
Þúsundum Filippseyinga hefur verið fyrirskipað að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól áður en fellibylurinn Goni skellur á stærstu eyjunni, Luzon, á sunnudag. Goni er fimmta stigs fellibylur sem stefnir í að verða sá öflugasti sem gengið hefur yfir Filippseyjar síðan fellibylurinn Haiyan varð yfir 6.300 manns að bana þar í landi í nóvember 2013. Meðalvindhraðinn mælist nú næstum 60 metrar á sekúndu og tæplega 74 metrar á sekúndu í hviðum.
31.10.2020 - 05:35
Duterte lýsir sig ábyrgan fyrir drápum þúsunda
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lýsti því yfir í gærkvöld að hann færi fúslega í fangelsi vegna þeirra drápa sem framin hafa verið í stríðinu gegn eiturlyfjum. Í sjónvarpsviðtali í gærkvöld sagðist forsetinn ekki hafa neitt á móti því að hann yrði gerður ábyrgur fyrir öllum þeim þúsundum manndrápa sem framin hafa verið í stríði yfirvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum, sem hann lýsti sjálfur yfir þegar hann tók við völdum sumarið 2016.
20.10.2020 - 06:39
Ályktun Íslands um mannréttindi á Filippseyjum samþykkt
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í morgun ályktun Íslands um stuðning samtakanna við uppbyggingu mannréttinda á Filippseyjum. Ályktunin var lögð fram af Íslendingum í samstarfi við stjórnvöld á Filippseyjum í lok síðasta mánaðar og kveður á um að þau skuldbindi sig til að vinna með mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að umbótum.
07.10.2020 - 17:51