Færslur: Fíkniefnasmygl

Fann kókaín í skjaldbökuhreiðri
Rúmlega tuttugu torkennilega pakka rak á land á Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum nýverið, skammt frá skotpallinum þar sem geimflaugum er skotið á loft. Núna hafa pakkarnir verið rannsakaðir og í ljós kom að í þeim er kókaín. Talið er að fíkniefnasmyglarar hafi misst það úr báti og í sjóinn. Landvörður sem var að skoða skjaldbökuhreiður tók eftir pökkunum.
14.06.2021 - 15:39
Tollverðir fundu 16 tonn af kókaíni
Þýskir tollverðir fundu nýlega yfir sextán tonn af kókaíni í vörugámum sem komu frá Paragvæ og hafði verið landað í Hamborg. Í yfirlýsingu frá þýsku tollgæslunni segir að þetta sé stærsta kókaínsending sem hald hafi verið lagt á í Evrópu. Áætlað er að götuvirði efnanna nemi nokkrum milljörðum evra. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Hollandi í gær í tengslum við rannsókn málsins.
24.02.2021 - 13:01
Eiginkona El Chapo handtekin í Washington
Bandarísk yfirvöld handtóku í dag Emmu Coronel Aispuro, eiginkonu mexíkóska fíkniefnabarónsins Joaquin El Chapo Guzman, fyrrum foringja glæpasamtakanna Sinaloa, sem situr nú inni fyrir lífstíð fyrir fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
22.02.2021 - 23:59
Fundu 1,3 tonn af kókaíni
Ítalska lögreglan lagði í síðustu viku hald á eitt komma þrjú tonn af hreinu kókaíni í bænum Gioia Tauro í Kalabríuhéraði. 'Ndrangheta mafían notar höfn bæjarins iðulega til að smygla fíkniefnum til landsins.
10.02.2021 - 13:39
Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.
Malasíska strandgæslan fann metmagn af metamfetamíni
Strandgæsla Malasíu lagði í liðinni viku hald á rúmlega tvö tonn af metamfetamíni í bát sem eltur var uppi undan norðurströnd landsins. Er þetta stærsti fíkniefnafundur sem liðsmenn strandgæslunnar hafa gert frá því að hún var sett á laggirnar fyrir 15 árum. Efnið í lest bátsins var í 130 sekkjum sem merktir voru sem kínverskt te. Söluvirði þess er metið á sem svarar 3,3 milljörðum króna.
14.12.2020 - 03:24
Lögðu hald á 70 lúxusbíla og 37 flugvélar
Fjörutíu og fimm voru handteknir í dag þegar lögregluyfirvöld í Evrópu létu til skarar skríða gegn kókaínsmyglhring sem teygði anga sína frá Brasilíu til Evrópu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu umfangsmestu aðgerðir sem Europol hefur ráðist í gegn fíkniefnahring. Meðal annars lagði lögregla hald á 70 lúxusbifreiðar í Brasilíu, Belgíu og á Spáni og 37 flugvélar í Brasilíu.
Þrettán fallin í fjöldamorðum í Kólumbíu
Að minnsta kosti þrettán eru látin í tvennum fjöldamorðum í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu. Frá því er greint í tilkynningu stjórnvalda í dag að atburðirnir hafi átt sér stað í Antioquia-héraði í norðvesturhluta landsins og Cauca í suðvesturhlutanum.
22.11.2020 - 23:32
Tekin með 15 kíló af kannabis í Leifsstöð
Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
29.08.2020 - 11:02
Myndskeið
Áhöfn TF-SIF kom upp um stórtæka fíkniefnasmyglara
Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom auga á bát með tæpt tonn af fíkniefnum við landamæraeftirliti á vestanverðu Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu. Spænska lögreglan handtók fjóra vegna málsins og gerði 963 kíló af hassi upptæk.
11.08.2020 - 15:34
Rúmlega tveggja ára fangelsisdómur fyrir fíkniefnabrot
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem er mexíkóskur ríkisborgari, stóð að innflutningi á tæpum tveimur kílóum kókaíns auk 4,4 gramma af metamfetamíni hingað til lands.
23.06.2020 - 19:32
Fjögur handtekin fyrir smygl og dópframleiðslu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra einstaklinga vegna innflutnings og framleiðslu kókaíns og ræktun kanabisefna. Einn fjórmenninganna var handtekinn fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins í mars.
11.06.2020 - 17:09