Færslur: Festi

Tveir af fimm náðu endurkjöri í stjórn Festi
Stjórn Festi hf., eins stærsta fyrirtækis landsins, náði ekki endurkjöri á hluthafafundi í hádeginu.
14.07.2022 - 12:45
Íhuga að krefjast hluthafafundar í Festi
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta hluthafans í Festi, ákveður á næstu dögum hvort hún fer fram á hluthafafund í félaginu, eftir að stjórn Festis sendi rangar upplýsingar um brottrekstur forstjóra félagsins. Aðrir lífeyrissjóðir sem eiga í Festi hafa auk þess rætt þennan möguleika. Kauphöllin er einnig með málið í rannsókn. 
11.06.2022 - 19:00
Viðurkenna að hafa sett Eggerti afarkosti
Stjórn hluthafafélagsins Festis þröngvaði forstjóra fyrirækisins, Eggerti Þór Kristinssyni, til að segja upp eða hann yrði rekinn. Áður hafði stjórnin tilkynnt til Kauphallar að Eggert hefði sjálfur sagt upp. Stjórnin hafnar því að þetta hafi eitthvað með meint kynferðisbrot fyrrum stjórnarformanns í fyrirtækinu að gera.
10.06.2022 - 18:10
Skoða tilkynningu Festar um starfslok Eggerts
Kauphöll Nasdaq á Íslandi er með tilkynningu Festar um starfslok forstjórans Eggerts Þórs Kristóferssonar til skoðunar. Í tilkynningunni var sagt að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu lausu. Sú skýring hefur þó verið dregin í efa í fjölmiðlum og sagt að honum hafi verið sagt upp störfum.
09.06.2022 - 17:56
„Ætti að vera hægt að skila til baka til samfélagsins“
Formaður Neytendasamtakanna segir að stórfyrirtæki á matvælamarkaði þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð og skila til baka til samfélagsins, í stað þess að greiða eigendum milljarða í arð. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér fyrir verðlækkunum til neytenda.
07.05.2022 - 23:00